Leita
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Sunnudagur 25. ágúst 12:46
  Forsíða   Þjónusta   Mannlíf   Stjórnsýsla   Ferðamenn - Tourists 
   
 
Valmynd
Stjórnun
Stefnumótun
Fjármál
Vinnustaðurinn
Sarpur
Fréttayfirlit
Myndabanki
Greinasafn
Stjórnsýsla, Sarpur, Fréttayfirlit  Prenta síðu
25. júlí 2019 13:06

Nr. 3 Umhverfing - Listaganga og kynning sunnudag 28. júlí kl. 13

 

Kynning og spjall um myndlistarsýninguna Nr. 3 Umhverfing verður í Bæringsstofu í Sögumiðstöð í tengslum við hátíðina Á góðri stund í Grundarfirði, sunnudaginn 28. júlí 2019 kl. 13. 

Eftir spjallið verður gengið um sýninguna sem er bæði innan og utandyra í Grundarfirði. 

 

Sýningin er samstarf Akademíu skynjunarinnar og Svæðisgarðsins Snæfellsness. 

Pari Stave, deildarstjóri nútímalistadeildar Metropolitan listasafnsins í New York mun fyrir hönd Akademíu skynjunarinnar kynna sýninguna og fjalla sérstaklega um verkin sem eru í Grundarfirði. Hún talar á ensku en í boði verður íslensk þýðing.
Ragnar Kjartansson sem sýnir í Bæringsstofu sýnir einnig verk sín í Metropolitan safninu í New York um þessar mundir. 

Sýningarstjórar sýningarinnar verða einnig á staðnum og fara með í gönguna.

Í Ráðhúsi Grundarfjarðarbæjar verður opið frá kl. 14-16 á sunnudeginum, fyrir þau sem vilja skoða verkin sem þar eru.

Reiknað er með að viðburðurinn taki um tvær klukkustundir. 

 

 

 


Til bakaSENDA ÞESSA FRÉTT Í TÖLVUPÓSTI

Netföng viðtakenda:


  

Skilaboð

Hvað er 2+3?

Nafn sendanda:


yfirlit frétta

Áskrift að fréttum
 
Fréttasafn
Á döfinni
SMÞMFFL
28293031123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
1234567
Skrá atburði, smelltu hér
 
Grundarfjarðarbær Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði | kt.: 520169-1729
Sími: 430 8500 | Netfang: grundarfjordur@grundarfjordur.is
Opið alla virka daga kl. 10-14.
Fyrirspurnir | Veftré | Leit