Leita
Stćrsta letur
Miđstćrđ leturs
Minnsta letur
Fimmtudagur 12. desember 01:47
  Forsíđa   Ţjónusta   Mannlíf   Stjórnsýsla   Ferđamenn - Tourists 
   
 
Valmynd
Stjórnun
Stefnumótun
Fjármál
Vinnustađurinn
Sarpur
Fréttayfirlit
Myndabanki
Greinasafn
Stjórnsýsla, Sarpur, Fréttayfirlit  Prenta síđu
26. nóvember 2019 14:10

Fréttir vikunnar

Veriđ er ađ undirbúa uppsetningu jólaljósa í bćnum og á fasteignum bćjarins. Áhaldahús hefur lokiđ viđ ađ leggja Ecoraster-grindurnar í gegnum Paimpolgarđ, einungis er eftir lítilsháttar frágangur. 

 

 

 

Í síđustu viku var byrjađ ađ aka efni í uppfyllingu vegna lengingar Norđurgarđs Grundarfjarđarhafnar. Efniđ er tekiđ úr námu í Lambakróarholti, austan viđ Gröf.

Vegagerđin leggur nú lokahönd á frágang vegna framkvćmda á ţjóđveginum viđ nýjan áningarstađ viđ Kirkjufellsfoss.

 

Jólabćkurnar eru ađ tínast inn á bókasafninu. Sögustóllinn bíđur eftir fjölskyldum ađ lesa og hlusta á sögur eđa upplestur.

 

Framundan er jólaundirbúningur í Leikskólanum Sólvöllum. Ţá er unniđ ađ skreytingum, gerđar jólagjafir, fariđ á kaffihús og fleira. Elsti árgangur leikskólans fer einu sinni í viku í markvissa útikennslu. Ţá er fariđ í könnunarleiđangur á mismunandi stađi í og viđ bćinn, međ sérstök ţemu ađ leiđarljósi. Ţetta hefur gengiđ svo vel ađ stundum hafa börnin ekkert viljađ fara í leikskólann til ađ borđa hádegismat, ţau hafa veriđ of upptekin viđ leik og umhverfisskođun. Elsti árgangur leikskólans fer einu sinni í viku í tíma í íţróttahúsi, en yngri börnin fara í hreyfistundir í samkomuhúsinu. Elstu börnin fóru í heimsókn í Klifurfell í liđinni viku og ţann 1. nóvember sl. buđu foreldrafélög skólanna leikskólabörnum, Eldhamrabörnum og nemendum 1. og 2. bekkjar á brúđusýninguna um Einar Áskel. Leikskólabörn fengu líka góđa gesti ţegar 6. bekkingar komu og lásu fyrir ţau í tengslum viđ dag íslenskrar tungu ţann 16. nóvember.

 

Veriđ er ađ leggja lokahönd á málningarvinnu innanhúss í tónlistarskóla. Ţar er líka allt á fullu viđ ađ undirbúa jólatónleika skólans, en ţeir verđa 4. desember nk. í Grundarfjarđarkirkju. Í síđustu viku sáu tónlistarkennarar um söngstund á sal í grunnskólanum. Í ţetta skiptiđ var hreyfiţema og voru öll lögin međ einhverjum hreyfingum. Krakkarnir voru mjög dugleg ađ taka ţátt.

 

Skipulagsstofnun hefur yfirfariđ tillögu Grundarfjarđarbćjar ađ endurskođuđu ađalskipulagi, sem send var stofnuninni til athugunar í september sl. Einungis voru gerđar örfáar minniháttar athugasemdir sem teknar verđa fyrir í skipulagsnefnd og bćjarstjórn, sem munu svo afgreiđa tillöguna til opinberrar auglýsingar mjög fljótlega.

Bćjarstjóri, slökkviliđsstjóri og hafnarstjóri sóttu í gćr, 25. nóvember, kynningarfund lögreglustjórans á Vesturlandi og sóttvarnalćknis um fyrstu útgáfu viđbragđsáćtlunar vegna CBRNE-atvika, sem nćr til atvika er varđa lýđheilsuógnir af völdum efnamengunar, sýkla og geislunar. Í síđustu viku sótti slökkviliđsstjóri námskeiđiđ „endurmenntun eldvarnaeftirlitsmanna“ á Selfossi og bćjarstjóri sat m.a. skólanefndarfund Fjölbrautaskólans og fund um áfangastađi á Vesturlandi međ áfangastađafulltrúum sveitarfélaganna og Markađsstofu Vesturlands.

 

Unniđ er ađ gerđ fjárhagsáćtlunar og hefur bćjarráđ nú fariđ í heimsóknir í allar stofnanir bćjarins. Á fimmtudag mun bćjarstjórn funda og rćđa fyrri umrćđu um fjárhagsáćtlun ársins 2020 og 3ja ára áćtlun.

 

Íţróttahúsiđ er vel nýtt alla daga. Falli niđur ćfingar hjá UMFG, ţá er tíminn nýttur fyrir fimm ára börn af Eldhömrum og krakkana í heilsdagsskóla. Laugardaginn 30. nóvember nk. verđur íţróttaveisla í íţróttahúsinu ţegar bćđi kvennaliđiđ í blaki og karlaliđiđ í körfu verđa međ heimaleiki. Blakiđ er klukkan 14:00 og karfan 16:30.

Laugardaginn 30. nóvember hefur stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls auglýst opiđ hús vegna vígslu nýrrar viđbyggingar og hefst athöfnin kl. 15:00.

Íţrótta- og ćskulýđsnefnd mun á fyrsta sunnudegi í ađventu heiđra íţróttamann Grundarfjarđar 2019, sem valinn var fyrr í ţessum mánuđi. Ađ valinu stendur nefndin ásamt fulltrúum íţróttafélaga í bćnum. Í síđustu viku fundađi nefndin međ félagasamtökum um uppbyggingu í Ţríhyrningi og urđu mjög góđar umrćđur um svćđiđ.

 

Nćstkomandi sunnudag, á ađventudegi Kvenfélagsins, mun menningarnefnd sömuleiđis veita viđurkenningu í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarđarbćjar. Ţemađ í ár er „fegurđ“ og barst mikill fjöldi ljósmynda í keppnina. Nefndin ásamt bćjarskrifstofu hefur einnig unniđ ađ jóladagatali Grundfirđinga.

 

Sunnudaginn 1. desember nk., ađ loknum ađventudegi Kvenfélagsins, verđur kveikt á jólatrénu í miđbć Grundarfjarđar. Ađ venju eru ţađ félagsmenn Lionsklúbbs Grundarfjarđar sem velja jólatréđ úr skógrćktinni hjá Skógrćktarfélagi Eyrarsveitar og setja ţađ upp, međ ljósum, á lóđinni viđ heilsugćslustöđina. Foreldrafélag grunnskólans nýtir sér áralöng tengsl viđ jólasveinafjölskylduna í Helgrindum og viđ höfum frétt ađ mögulega muni einhverjir sveinar taka forskot á jólasćluna ţann dag. Kirkjukórinn okkar syngur jólalög og gengiđ verđur kringum jólatréđ eftir ađ ljósin hafa veriđ tendruđ. Ţađ er ómetanlegt ađ eiga öflug félagasamtök og tónlistarfólk, sem leggur sitt af mörkum til ađ fegra umhverfi og búa til góđar stundir fyrir okkur öll ađ njóta.

 

Bćjarstjóri, međ framlagi forstöđumanna, 25. nóvember 2019

 


Til bakaSENDA ÞESSA FRÉTT Í TÖLVUPÓSTI

Netföng viðtakenda:


  

Skilaboð

Hvađ er 2+3?

Nafn sendanda:


yfirlit frétta

Áskrift ađ fréttum
 
Fréttasafn
Á döfinni
SMŢMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930311234
567891011

Framundan

Skrá atburđi, smelltu hér
 
Grundarfjarđarbćr Borgarbraut 16, 350 Grundarfirđi | kt.: 520169-1729
Sími: 430 8500 | Netfang: grundarfjordur@grundarfjordur.is
Opiđ alla virka daga kl. 10-14.
Fyrirspurnir | Veftré | Leit