Aðalskipulagstillagan nær til alls sveitarfélagsins og er sett fram í greinargerð og á tveimur skipulagsuppdráttum. Þar kemur fram stefna sem varðar þróun byggðar, landnotkun og innviði og skiptir íbúa og aðra hagsmunaaðila miklu máli. Þeir eru því hvattir til að kynna sér skipulagsgögnin sem eru aðgengileg á vef sveitarfélagsins, www.grundarfjordur.is, og liggja frammi til sýnis á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar og hjá Skipulagsstofnun frá 4. desember 2019 til og með 22. janúar 2020. Sama dag rennur út frestur til að gera athugasemdir við tillöguna og umhverfisskýrslu hennar.
Athugasemdir skal senda skriflega á netfangið skipulag@grundarfjordur.is eða til Grundarfjarðarbæjar, vegna aðalskipulags, Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði.
Sjá nánar á vefnum www.skipulag.grundarfjordur.is
|