Senn hefjast komur skemmtiferðaskipa til Grundarfjarðar. Undanfarin ár hefur vel verið tekið á móti farþegum þeirra og í sumar verður engin undantekning þar á. Fyrsta skipið kemur 22. maí og það síðasta 6. september, en þau eru alls 13 talsins. Nú leitum við að opnum og hressum aðilum til að manna móttökuhópinn víðfræga sem starfað hefur undanfarin tvö ár. Ertu á aldrinum 16-25 ára, og til í að taka þátt í skemmtilegu og gefandi starfi? Ekki sakar að geta sungið eða spilað á hljóðfæri en það er þó ekki skilyrði. Vinnan er launuð. Um nánari upplýsingar og skráningu sjá Jónas Víðir Guðmundsson (899-1930) og Sigurborg Kr. Hannesdóttir (866-5527). Grundarfjarðarhöfn |