Leita
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Fimmtudagur 21. nóvember 10:28
  Forsíða   Þjónusta   Mannlíf   Stjórnsýsla   Ferðamenn - Tourists 
   
 
Á döfinni
SMÞMFFL
272829303112
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
1234567

Framundan

Skrá atburði, smelltu hér
Fundargerðir
11.nóvember 2019
93. fundur íþrótta- og æskulýðsnefndar
30.október 2019
538. fundur bæjarráðs
24.október 2019
204. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
22.október 2019
537. fundur bæjarráðs
Fréttir - Nýlegt safn
Forsíða  Prenta síðu
14. mars 2003 15:10

Hafnarfréttir

Landaður afli 2002

 

Á árinu 2002 var landaður afli í Grundarfjarðarhöfn samtals 14.844 tonn. Var það nokkur samdráttur í aflamagni frá árinu 2001 þegar 16.184 tonn bárust á land, sem var met.

Árið 2000 var landaður afli tæp 15.511 tonn, árið 1999 var aflinn 15.236 tonn, árið 1998 voru tonnin 11.981 og árið 1997 voru þau 11.300.

 

 

Tekjur 2002 og fjárhagsáætlun 2003

 

Þrátt fyrir samdrátt í aflamagni jókst verðmæti aflans eitthvað milli ára. Þó er ljóst að tekjur hafnarinnar árið 2002 hafa dregist saman um 1,9 millj. kr. frá árinu 2001. Þær voru um 26,4 millj. kr. árið 2001 en liggja í kringum 24,5 millj. kr. árið 2002.

 

Aflagjöld eru langstærsti tekjustofn hafnarsjóðs og gefa um 83% af hafnargjöldum eða 62% af heildartekjum (hafnargjöld og þjónustugjöld/seld þjónusta) hafnarinnar. Aflagjöldin voru um 16,2 millj. kr. árið 2001 en voru árið 2002 um 15,2 millj. kr.

 

Höfnin hefur staðið í miklum framkvæmdum í 2-3 ár við lengingu Norðurgarðs. Tekjusamdráttur á sama tíma er því mjög bagalegur, vægast sagt.

 

Í fjárhagsáætlun ársins 2003 er gert ráð fyrir að tekjur hafnarinnar verði tæpar 23,8 millj. kr., rekstur taki til sín 14 millj. kr. og greiðslubyrði lána verði um 8,8 millj. kr. Það þýðir að um 900 þús. kr. eru eftir til framkvæmda á árinu.

 

Í fundargerð hafnarstjórnar frá 5. mars sl. kemur eftirfarandi fram um framkvæmdir á árinu 2003:

 

Heildarfjárveitingar – verkefni samþykkt af hálfu ríkisins skv. bréfi Siglingastofnunar 31. janúar 2003:

1.       Smábátaaðstaða; 5,6 millj. kr.

Uppsátur; frestað – (flotbryggja, lýsing, vatn, rafmagn – framlag vegna framkvæmda sem búið er að vinna)

2.       Öryggismál, stigar á flotbryggju, ljós o.fl.; 2 millj. kr. Ath. þarf kostnaðarskiptingu, átti að vera 100% þar sem um er að ræða sérstakan styrk, en ekki 60% þátttöku ríkissjóðs.

3.       Öldudempandi flái milli bryggja. 5,1 millj. kr. Hlutur hafnarinnar 1,3 millj. kr.

Samkvæmt þessu er hlutur hafnar í framkvæmdum 1,3 millj. kr. eða 400 þús. kr. umfram tekjur.

 

 

Afli í febrúar 2003

 

Heildarafli íslenskra skipa var 285.105 tonn í nýliðnum febrúarmánuði og dróst saman um 154.367 tonn frá sama mánuði árið 2002 en þá veiddust 439.472 tonn.

Botnfiskafli var 33.386 tonn samanborið við 35.954 tonn í febrúarmánuði 2002 sem er tæplega 2.600 tonna munur á milli ára.  Þorskafli dróst saman um 3.338 tonn en ýsuafli jókst aftur á móti um 1.127 tonn á milli ára.

 

Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2003 nam heildarafli íslenskra skipa alls 542 þúsund tonnum og er það  tæplega 82 þúsund tonnum minni afli samanborið við árið 2002. 

 

Þetta og fleira kemur fram í upplýsingum frá Hagstofu Íslands, sem byggja á bráðabirgðatölum frá Fiskistofu.

 

Sjá nánar á vef Hagstofunnar með því að smella hér.

Í Grundarfjarðarhöfn var landaður afli í febrúar 2003 alls 1.270,5 tonn sem er 24% minni afli en barst á land í febrúar 2002, þegar landað var  1.666 tonnum.

 

Í febrúar 2001 var landað 1.654 tonnum og í febrúar 2000 var landað 1.354 tonnum.

 

Vígsla hafnarinnar

 

Fyrirhugað er að formleg vígsla nýs hafnarmannvirkis (lenging Norðurgarðs/stóru bryggju og tilheyrandi verk) fari fram laugardaginn 5. apríl n.k.

 


Til baka


yfirlit frétta

Áskrift að fréttum
 
Fréttasafn
Flýtileiðir

 

          

 

 Bæjargátt

 

Heilsuefling

 

Persónuverndarfulltrúi

  

 

 

 Senda fyrirspurn 

  

Höfnin

 

 Vefmyndavél

 

Skemmtiferðaskip

 

Gjaldskrár

  

Svæðisgarður

 

Endurskoðun aðalskipulags

 

Sorphirðudagatal

 

Opnunartími  gámastöðvar

 

Forgangsröð við snjómokstur 2016-2017.

 

 

  

 

 

 

 
Grundarfjarðarbær Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði | kt.: 520169-1729
Sími: 430 8500 | Netfang: grundarfjordur@grundarfjordur.is
Opið alla virka daga kl. 10-14.
Fyrirspurnir | Veftré | Leit