Byggðastofnun mun fjárfesta í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum í höfuðatvinnugreinunum, sjávarútvegi, iðnaði, landbúnaði og ferðaþjónustu, ásamt tengdum greinum.
Á vef Byggðastofnunar, www.bygg.is, var auglýst þann 2. maí sl. að tekið yrði á móti umsóknum frá og með 1. maí 2003 til 31. ágúst 2003 eftir því sem hér segir:
Á tímabilinu 1. maí til 30. júní á sviði sjávarútvegs og tengdra greina.
Á tímabilinu 1. júní til 31. júlí á sviði iðnaðar, landbúnaðar, líftækni, upplýsingatækni og tengdra greina.
Á tímabilinu 1. júlí til 31. ágúst á sviði ferðaþjónustu og tengdra greina.
Hlutafjárkaup geta í einstökum verkefnum orðið að hámarki 50 milljónir króna en þó ekki yfir 30% af heildarhlutafé í hverju verkefni.
Þessa frétt má finna í heild sinni á vef Byggðastofnunar með því að smella hér.
Frekari upplýsingar um verkefnið sjálft, reglur, umsóknareyðublöð og fleira má finna með því að smella hér.
Er þetta eitthvað sem þú getur nýtt þér, lesandi góður, þér eða þínu fyrirtæki til framdráttar?
|