Leita
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Laugardagur 25. janúar 23:43
  Forsíða   Þjónusta   Mannlíf   Stjórnsýsla   Ferðamenn - Tourists 
   
 
Á döfinni
SMÞMFFL
2930311234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
2345678

Framundan

Skrá atburði, smelltu hér
Fundargerðir
16.janúar 2020
234. fundur bæjarstjórnar
9.janúar 2020
152. fundur skólanefndar
8.janúar 2020
25. fundur menningarnefndar
16.desember 2019
151. fundur skólanefndar
Fréttir - Nýlegt safn
2020
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2019
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
Stjórnsýsla - fréttir  Prenta síðu
27. júní 2003 21:20

Kynningarfundur á nýjum íbúðum eldri borgara

Bygginganefnd íbúða aldraða mun standa fyrir kynningarfundi í Samkomuhúsinu, Sólvöllum 3, Grundarfirði mánudaginn 30. júní n.k. milli kl. 17 og 19. Þar sem kynntar verða nýtt raðhús sem Grundarfjarðarbær er að láta byggja að Hrannarstíg 28 - 40 í Grundarfirði, fyrir eldri borgara.

 

Á fundinum verða lagðir fram uppdrættir af húsinu, s.s. afstöðumynd, útlit og grunnmynd er sýnir herbergjaskipan íbúðanna.

Húsið er einlyft steinsteypt raðhús með risþaki, einangruð og klædd að utan með áli.  Bílgeymslur hafa múrhúðaða ytri áferð og eru einangraðar innanvert. Gluggar eru PVC - gluggar, með tvöföldu K-gleri. Þak er utanvert klætt með hefðbundnu bárustáli.

Við hönnun húsanna var gætt að aðgengi fyrir hjólastóla.

 

Alls verður í húsinu sjö íbúðir. Fjórar tveggja herbergja íbúðir á stærðinni 65,0 m² og þrjár þriggja herbergja á stæðrinni  81,5 m². Ennfremur er innbyggður bílskúr.

Húsin afhendast fullfrágengin að innan sem og að utan ásamt lóðafrágangi.

Afhending húsanna er frá janúar til júní 2004.

 

Á fundinum verður kynnt áætlað kaupverð búseturéttar, en endanlegur kostnaður húsanna liggur fyrst fyrir þegar framkvæmdum verður lokið.  Áætlað er að öllum framkvæmdum þ.m.t. lóðafrágangi verði lokið í júní 2004.

 

Þeim sem vilja sækja um íbúðir í raðhúsinu geta fengið umsóknareyðublöð á staðnum eða geta nálgast umsóknareyðublöð á Bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, á skrifstofutíma.  Með umsóknareyðublöðum munu fylgja úthlutunarreglur, þar sem fram kemur hverjir hafi rétt til að sækja um, hvaða fylgiskjöl þurfi að fylgja með umsóknum og hvernig úthlutun verður háttað þ.e.a.s. hverjir hafi forgang við úthlutun íbúðanna.

Lokafrestur til að sækja um íbúðir í raðhúsinu er þriðjudaginn 5. ágúst 2003.

 

Allir þeir sem áhuga hafa að kynna sér þessar íbúðir eru hvattir til að líta við í samkomuhúsinu á milli 17 og 19 á mánudaginn.

 

JH/EB


Til baka


yfirlit frétta

Áskrift að fréttum
 
Fréttasafn
2020
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2019
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2018
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2017
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2016
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2015
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2014
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2013
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2012
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2011
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2010
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2009
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2008
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2007
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2006
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2005
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2004
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2003
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
Flýtileiðir

 

          

 

 Bæjargátt

 

Heilsuefling

 

Persónuverndarfulltrúi

  

 

 

 Senda fyrirspurn 

  

Höfnin

 

 Vefmyndavél

 

Skemmtiferðaskip

 

Gjaldskrár

  

Svæðisgarður

 

Endurskoðun aðalskipulags

 

Sorphirðudagatal

 

Opnunartími  gámastöðvar

 

Forgangsröð við snjómokstur 2016-2017.

 

 

  

 

 

 

 
Grundarfjarðarbær Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði | kt.: 520169-1729
Sími: 430 8500 | Netfang: grundarfjordur@grundarfjordur.is
Opið alla virka daga kl. 10-14.
Fyrirspurnir | Veftré | Leit