Leita
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Laugardagur 7. desember 06:50
  Forsíða   Þjónusta   Mannlíf   Stjórnsýsla   Ferðamenn - Tourists 
   
 
Valmynd
Stjórnun
Stefnumótun
Fjármál
Vinnustaðurinn
Sarpur
Fréttayfirlit
Myndabanki
Greinasafn
Stjórnsýsla, Sarpur, Fréttayfirlit  Prenta síðu
8. mars 2004 08:12

Hitaveita í sjónmáli

Undanfarið hafa Íslenskar orkurannsóknir unnið að jarðhitaleit við Berserkseyri milli Hraunsfjarðar og Kolgrafafjarðar fyrir Grundfirðinga. Tilgangurinn var að kanna hvort þar mætti fá nægjanlega heitt vatn til húshitunar í Grundarfirði. Lengi hefur verið vitað um hita þarna en það verður fyrst með tilkomu brúar yfir Kolgrafafjörð að hagkvæmt verður að leggja hitaveitu frá Berserkseyri til Grundarfjarðar.

 

Um 40-50°C heit laug er á skeri sem liggur 350 – 400m frá landi og kemur heita vatnið þar upp um sprungur.  Efnagreiningar á vatninu bentu til þess að þar mætti vænta 80-90°C vatns með djúpborunum. Boraðar hafa verið allmargar grunnar holur til að mæla hitastigul í grenndinni og hefur komið í ljós að jarðhitakerfið sem þarna er fylgir ANA stefnu skammt undan landi og er í eystri enda gosspungukerfisins í Hraunsfirði.

 

Til að ná til sprungnanna stendur nú yfir borun grannrar rannsóknarholu á ská frá ströndinni inn undir meinta jarðhitasprungu. Á tæplega 300m hitti  borinn í vatnsæð og renna nú um 6 l/s af  tæplega 80°C vatni úr holunni. Þar með hefur tekist að sýna fram á að hægt er að ná þarna nægjanlega heitu vatni  til hitaveitu fyrir Grundarfjörð. Í framhaldinu verður væntanlega boruð fullvaxin vinnsluhola sem sækir vatnið dýpra í sprungukerfið.

 

Frétt á heimasíðu Íslenskra orkurannsókna www.isor.is


Til baka


yfirlit frétta

Áskrift að fréttum
 
Fréttasafn
Á döfinni
SMÞMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930311234
567891011

Í dag

Skrá atburði, smelltu hér
 
Grundarfjarðarbær Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði | kt.: 520169-1729
Sími: 430 8500 | Netfang: grundarfjordur@grundarfjordur.is
Opið alla virka daga kl. 10-14.
Fyrirspurnir | Veftré | Leit