Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Grundarfjarðarkirkju í gærkvöldi. Allir lesarar frá skólunum fjórum sem getið er hér fyrir neðan stóðu sig mjög vel og dómarar voru ekki öfundsverðir af því að skipa í þrjú efstu sætin. Úrslit urðu þessi:
1. sæti Lilja Margrét Riedel Stykkishólmi 2. sæti Guðmundur Haraldsson Grundarfirði 3. sæti Elín Sigurðardóttir Grundarfirði
|