Leita
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Föstudagur 6. desember 08:16
  Forsíða   Þjónusta   Mannlíf   Stjórnsýsla   Ferðamenn - Tourists 
   
 
Valmynd
Stjórnun
Stefnumótun
Fjármál
Vinnustaðurinn
Sarpur
Fréttayfirlit
Myndabanki
Greinasafn
Stjórnsýsla, Sarpur, Fréttayfirlit  Prenta síðu
23. júlí 2004 11:57

Sögumiðstöð – einstök tækni í sýningahaldi

Þann 16. júní sl. var opnuð gestastofa Eyrbyggju – sögumiðstöðvar, sem er rekin af sjálfseignarstofnun í eigu margra aðila, fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga.

Nánar tiltekið var þar um að ræða „gestaþátt“ stafrænnar sögumiðstöðvar sem er annar áfangi í smíði heildstæðrar stafrænnar sögumiðstöðvar (Digital showroom ©).

 

 

Í fyrra var tekinn í notkun fyrsti áfangi sem er Bæringsstofa  (Theater Showroom), kennd við Bæring Cecilsson ljósmyndara í Eyrarsveit. 

 

Gestastofan (Information Showroom) þjónar þeim tilgangi að taka á móti gestum og er stafræn tækni þar í aðalhlutverki.  Þangað geta ferðamenn og aðrir gestir komið og aflað sér upplýsinga þar sem fyrsta viðmótið er einfaldur snertiskjár með auðskiljanlegum táknum sem gerir upplýsingar alveg óháðar tungumáli. Vilji gesturinn fá nánari upplýsingar, gefst honum kostur á að nýta sér nettölvur, þar sem einnig er að finna flýtihnappa með einföldum táknum.  

 

Í gestastofunni er einnig „Kaffi Emil“ og þar geta gestir sest niður með kaffibolla, horft til norð-austurs og skoðað mannlífið, eða til suð-vesturs og horft á skemmtlega myndasýningu og kynningarefni.

 

Við hönnun gestastofu var sérstaklega horft til þess að nýta stafræna tækni sem mest í þeim tilgangi að koma í stað mikils magns af bréfum, upphengdum tilkynningum og bæklingum. Til dæmis var farin sú leið að nota skjá sem er nokkurs konar dyravörður, þ.e. hann heilsar fólki og býður velkomið þegar opið er, en þegar lokað er, þá auglýsir hann opnunartíma og viðburði.

 

Allur vélbúnaður gestastofu kemur frá EJS.  Þar er um að ræða tölvur, skjái og netþjón frá DELL auk snertistands (kiosks) sem er framleiddur af NCR. Sögumiðstöðin tengist internetinu með háhraða VDSL-tengingu frá TSC ehf. í Grundarfirði.

Hugbúnaðurinn sem stýrir allri virkni gestastofu kemur frá Kudos Digital Group í Englandi (Halldór Sigurjónsson, Grundfirðingur).

Hugmyndafræði og hönnun var í höndum Inga Hans Jónssonar og Benedikts G. Ívarssonar. Útfærsla og uppsetning hug- og vélbúnaðar var framkvæmd af Benedikt G. Ívarssyni sem einnig er „gamall“ Grundfirðingur.

 


Til baka


yfirlit frétta

Áskrift að fréttum
 
Fréttasafn
Á döfinni
SMÞMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930311234
567891011

Framundan

Skrá atburði, smelltu hér
 
Grundarfjarðarbær Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði | kt.: 520169-1729
Sími: 430 8500 | Netfang: grundarfjordur@grundarfjordur.is
Opið alla virka daga kl. 10-14.
Fyrirspurnir | Veftré | Leit