Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar Grundarfjarðarbæjar þann 1.3.2018 var lögð fram tillaga að deiliskipulagi Grundarfjarðarflugvallar vegna nýrra flugskýla austan megin við flugbraut. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð, dags. 27.2.2018, unninn af Zeppelin arkitektum. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að setja málið í deiliskipulagsferli. Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar þann 8.3.2018 var bókun skipulags- og umhverfisnefndar staðfest.
Í tillögunni felst að skilgreina þrjár nýjar lóðir, með byggingarreitum fyrir flugskýli og/eða vélaskýli, ásamt flughlaði austan megin við núverandi flugbraut. Hver lóð er um 1750 m2 að stærð og hámarksmænishæð bygginga verður 7,5 og 8,5 m. Milli skýlanna og flugbrautar verður malbikað flughlað eða akbraut. Tillagan er í samræmi við Aðalskipulag Grundarfjarðarbæjar 2003-2015 m.s.br. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillagan mun liggja frammi á bæjarskrifstofu að Borgarbraut 16 á tímabilinu 2. júní - 16. júlí 2018 og verður að auki aðgengileg á vef bæjarins, www.grundarfjordur.is.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar við tillöguna skal senda skriflega á netfangið bygg@grundarfjordur.is
eða með pósti á Grundarfjarðarbæ, Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði fyrir 16. júlí 2018. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast henni samþykkir.
|