Þann 4. mars sl. var skrifað undir samning við Björgun ehf. um framkvæmdir við fyrsta áfanga við lengingu Norðurgarðs Grundarfjarðarhafnar. Áfanginn felst í dælingu púða undir 130 m lengingu garðsins, en verkið var boðið út í janúar sl. Í Grundarfirði eru hafnarskilyrði afar góð og tækifæri til að byggja aðstöðu fyrir skip framtíðarinnar, sem munu rista sífellt dýpra. Með lengingunni verður dýpi á stórstraumsfjöru um 10 metrar og því gjörbreyting þar sem hægt verður að taka á móti stærr...i og djúpristari skipum en nú er hægt.
Við framkvæmdina skapast einnig tæplega 5000 m2 nýtt athafnasvæði, til viðbótar við um 4200 m2 athafnasvæði Norðurgarðs.
Undirbúningur framkvæmdanna hefur staðið í hartnær 2 ár og framkvæmdatími er sömuleiðis áætlaður um 2 ár.
Gert er ráð fyrir að dýpkunarskipið Sóley hefji dælingu í Grundarfjarðarhöfn nú í vikunni.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hönnun fyrirhugaðrar lengingar Norðurgarðs og mynd frá undirritun samningsins.

