Ársreikningur 2018 var samţykktur í bćjarstjórn Grundarfjarđarbćjar viđ síđari umrćđu ţann 9. maí 2019. Hér eru teknar saman helstu lykiltölur úr ársreikningnum:
Reksturinn á árinu var í góđu samrćmi viđ fjárhagsáćtlun, heildartekjur voru 1,1% yfir áćtlun og rekstrargjöld samstćđunnar voru 1,8% undir áćtlun.

|
Rekstrartekjur A og B hluta bćjarsjóđs voru 1.114,6 millj. kr., ţar af voru 962,6 millj. kr. vegna A hluta. Samkvćmt samanteknum ársreikningi A og B hluta bćjarsjóđs var rekstrarniđurstađan jákvćđ um 52,1 millj. kr. en í fjárhagsáćtlun hafđi veriđ gert ráđ fyrir jákvćđri afkomu upp á 30,8 millj. kr. Niđurstađan sýnir nokkurn viđsnúning frá árinu 2017, en ţá var rekstrarniđurstađa samstćđunnar neikvćđ um 12,2 millj. kr. Rekstarniđurstađa A hlutans 2018 var ađ sama skapi betri en áćtlun hafđi gert ráđ fyrir, hún var jákvćđ um 30,6 millj. kr. en fjárhagsáćtlun gerđi ráđ fyrir 11,3 millj. kr. Framlegđarhlutfall rekstrar af samanteknum ársreikningi var 17,9%.
Fjárfest var á árinu fyrir 95 millj. kr. í fastafjármunum og tekin voru ný lán á árinu 2018 upp á 311 millj. kr. Greidd voru niđur lán ađ fjárhćđ 148 millj. kr. en stćrsti hluti lántökunnar var vegna skuldbindingar sem bćrinn ţurfti ađ taka á sig vegna samnings viđ ríkissjóđ um uppgjör lífeyrisskuldbindinga viđ Brú lífeyrissjóđ, eđa um 180,6 millj. kr.
Heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi námu 2.403 millj. kr. í árslok 2018.
Skuldir bćjarsjóđs námu í árslok 2018 um 1.481 millj. kr., heildarskuldbindingar (A og B hluta) námu um 1.629 millj. kr. og höfđu hćkkađ um réttar 200 millj. kr. frá árinu 2017, sem er ađ stćrstum hluta vegna samnings um fyrrgreindar lífeyrisskuldbindingar, eins og áđur segir.
Skuldahlutfall var 109,7% í árslok 2018, en var 126,4% áriđ áđur, skv. breyttum reglum um útreikning skuldahlutfalls 2018, í kjölfar uppgjörs sveitarfélaga á lífeyrisskuldbindingum viđ Brú.
Eigiđ fé sveitarfélagsins samkvćmt samanteknum ársreikningi var 774,5 millj. kr. í árslok 2018 og eiginfjárhlutfall var 31,3% en var 32,5% áriđ áđur.
Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi var 22,3 millj. kr. og handbćrt fé frá rekstri var í árslok 107,6 millj. kr. en var 9,9 millj. kr. áriđ áđur.
Hér má finna ársreikning 2018 á vef Grundarfjarđarbćjar.
|