Send verður umsókn til ráðuneytisins með hliðsjón af rökstuddum erindum sjávarútvegsfyrirtækja/útgerða skipa í Grundarfirði, sem boðið er að senda erindi til bæjarstjórnar þar að lútandi. Leitað er eftir upplýsingum/óskum/rökstuðningi frá þeim aðilum sem telja að sækja eigi um byggðakvóta um það á hvaða forsendum bæjarstjóri eigi að sækja um.
Tilkynning um þetta er send öllum eigendum/útgerðum skipa sem skráð eru í Grundarfirði og þessi auglýsing er birt í Vikublaðinu Þey og á heimasíðu bæjarins.
Þar sem umsóknarfrestur til sjávarútvegsráðuneytisins er aðeins til 4. apríl n.k. þurfa erindi að hafa borist í síðasta lagi 2. apríl n.k. á bæjarskrifstofuna, Grundargötu 30, 350 Grundarfirði, eða á netfang bæjarstjóra: baejarstjori@grundarfjordur.is Bæjarstjóri veitir nánari upplýsingar í sama netfangi eða í síma 430 8500.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bæjarstjóri
|