Leita
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Miðvikudagur 17. júlí 21:53
  Forsíða   Þjónusta   Mannlíf   Stjórnsýsla   Ferðamenn - Tourists 
   
 
Valmynd
Stjórnun
Stefnumótun
Fjármál
Vinnustaðurinn
Sarpur
Fréttayfirlit
Myndabanki
Greinasafn
Stjórnsýsla, Sarpur, Fréttayfirlit  Prenta síðu
24. júní 2009 14:36

Nýr skrifstofustjóri Grundarfjarðarbæjar

Eyþór Björnsson hefur störf sem skrifstofustjóri Grundarfjarðarbæjar.

Hann er mörgum Grundfirðingum kunnur enda að snúa aftur eftir fimm ára fjarveru.

 

 

Eyþór  er fæddur í Reykjavík en alinn upp á Seltjarnarnesi. Foreldrar hans eru Björn Stefánsson verkstjóri hjá Seltjarnarnesbæ og Þorgerður Sigurjónsdóttir starfsmaður á Landakostsspítala. Eyþór útskrifaðist með stúdentspóf frá fjölbrautarskólanum í Ármúla og fór þaðan í Viðskiptafræði í Háskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist 1991.Eftir það hélt hann alla leið til Istanbul í Tyrklandi þar sem hann vann sem skiptinemi hjá eignarhaldsfélagi en 1993 réði hann sig á skattstofu Reykjavíkur. Þaðan lá leiðin hingað til Grundarfjarðar árið 1998 og starfaði hann sem skrifstofustjóri Eyrarsveitar (og svo Grundarfjarðarbæjar) til ársins 2004. Tvisvar á því tímabili var hann þó starfandi bæjarstjóri u.þ.b. eitt ár í senn þegar Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri var í leyfi. Árin 2004 – 2008 vann hann sem  bæjarritari í Snæfellsbæ. Einnig starfaði Eyþór sem fjármála- og stjórnsýslustjóri Dalvíkurbyggðar2008 - 2009.

 

Grundfirðingar bjóða Eyþór velkomin til starfa að nýju. 


Til baka


yfirlit frétta

Áskrift að fréttum
 
Fréttasafn
Á döfinni
SMÞMFFL
30123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031123
45678910
Skrá atburði, smelltu hér
 
Grundarfjarðarbær Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði | kt.: 520169-1729
Sími: 430 8500 | Netfang: grundarfjordur@grundarfjordur.is
Opið alla virka daga kl. 10-14.
Fyrirspurnir | Veftré | Leit