Leita
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Þriðjudagur 22. maí 23:43
  Forsíða   Þjónusta   Mannlíf   Stjórnsýsla   Ferðamenn - Tourists 
   
 
Hollvinir - fundargerðir / fréttir
6. mars 2007
Aðalfundur 2007
19. febrúar 2007
Aðalfundur Eyrbyggja
11. janúar 2007
80. Stjórnarfundur
5. desember 2006
79. Stjórnarfundur
Bók2  Prenta síðu

 

Meðal efnis:

 

Vatnslitamyndir Collingwoods

     frá Grundarfirði 1897

Örnefni og örnefnaskráning

Örnefni í Kirkjufelli, myndir og skýringar

Nokkur sögubrot úr Eyrarsveit á síðustu öld

Ljóð og lag um Grundarfjörð

Gamlar myndir

Nokkrar vísur frá hagyrðingum í Eyrarsveit

Grundarfjarðarhöfn

Um jarðfræði Eyrarsveitar

Annáll 2000

Fiskimið og kort

Manntöl Eyrarsveitar 1901, 1910, 1920 og 1930

 

Formáli

 

Eyrbyggjar, hollvinasamtök Grundarfjarðar, og sögunefnd Eyrarsveitar standa saman að útgáfu þessa rits.  Ritið er annað heftið í flokki sem við köllum "safn til sögu Eyrarsveitar".

 

Mjög vel hefur gengið að fá fólk til að skrifa greinar eða vinna að ákveðnum verkefnum fyrir hollvinasamtökin.  Ýmsar vinnunefndir eru starfandi hjá Eyrbyggjum og er hér birt efni frá þeim.

 

Örnefnanefnd hefur sett sér það markmið að safna örnefnum og koma þeim inn á kort eða ljósmyndir.  Mjög öflugt starf hefur verið hjá nefndinni.  Útbúnar hafa verið tölvumyndir með örnefnum.  Í þessu hefti eru birtar þrjár skemmtilegar myndir sem sýna sín hverja hlið Kirkjufells.  Inn á myndirnar hafa verið færð örnefni.  Guðjón Elísson hefur verið okkur hjálplegur við gerð tölvumynda.  Gunnar Magnússon frá Kirkjufelli þekkir örnefnin mjög vel og hefur hjálpað okkur við að skrá þau rétt.  Hildur Sæmundsdóttir heldur utan um starfið og hefur verið mjög áhugasöm við örnefnaskráninguna.  Einnig hefur verið útbúin samfelld mynd af fjallahringnum umhverfis Grundarfjörð og færð inn á hana örnefni.  Myndin var hengd upp í vigtarskúrnum við höfnina.  Ýmsar athugasemdir og ábendingar hafa komið fram um hvað mætti betur fara.  Í framhaldi af því var ákveðið að vinna myndina betur og stefna að prentun og útgáfu á myndinni sumarið 2002.

 

Vísnanefnd Eyrbyggja hyggst safna gömlum vísum og sögum um Eyrsveitunga.  Í þessu hefti eru birtar vísur um kvenfélagskonur eftir Valgerði Haraldsdóttur og vísur um tískuna 1974 eftir Báru Bergmann Pétursdóttur.  Í vísnanefndinni eru Halldór Páll Halldórsson, Páll Cecilsson og Vigdís Gunnarsdóttir.

 

Í heftinu er áhugaverð frásögn af ferðum Collingwoods um Snæfellsnes árið 1897 eftir Inga Hans Jónsson, myndir sem Collingwood málaði í Grundarfirði og frásögn Guðmundar K. Steinback, verkfræðings, af ættingjum sínum í Danmörku og myndum í þeirra eigu frá Grundarfirði sem Collingwood málaði.

 

Starf Eyrbyggjanna er ekki mjög formlegt og byggist fyrst og fremst á áhuga þeirra sem taka þátt.  Eins og áður sagði eru nokkrar vinnunefndir starfandi hjá Eyrbyggjum.  Þar á meðal er nefnd um söfnun og skráningu ljósmynda.  Í þeirri nefnd eru Sveinn Arnórsson, Guðjón Elísson, Magnús Soffaníasson, Sunna Njálsdóttir og Hermann Breiðfjörð Jóhannesson.  Síðast þegar fréttist voru þeir frændur Sveinn og Guðjón búnir að skanna um níu þúsund myndir yfir á tölvutækt form.  Í nefnd um skráningu fiskimiða eru þeir feðgar og sjómenn Elís Guðjónsson og Guðjón Elísson.  Í Starfsnefnd um sögu bátanna eru bræðurnir Gunnar Hjálmarsson og Ólafur Hjálmarsson.  Einnig hafa höfundar greina í bókinni lagt mikla vinnu í ýmiskonar gagnaöflun, nöfn þeirra koma fram í undarfarandi efnisyfirliti.  Í bókinni er birt gamalt ljóð um Grundarfjörð eftir Jóhannes Þorgrímsson, kennara, með nýju lagi eftir tónskáldið Báru Grímsdóttur.

 

Eyrbyggjar og sögunefnd Eyrarsveitar standa saman að útgáfunni á þessu öðru hefti í flokknum "Safn til sögu Eyrarsveitar".  Í sögunefndinni eru Dóra Haraldsdóttir, Gunnar Kristjánsson og Ólafur Guðmundsson.  Í stjórn Eyrbyggja, hollvinasamtaka Grundarfjarðar eru Elínbjörg Kristjánsdóttir, Gísli Karel Halldórsson, Guðlaugur Þór Pálsson, Hermann Breiðfjörð Jóhannesson, Hildur Mósesdóttir, Magnús Þórarinsson og Ólafur Hjálmarsson.

 

Síðast en ekki síst vil ég geta þess að sveitastjórinn í Grundarfirði, Björg Ágústsdóttir, hefur stutt starf hollvinasamtakanna mjög ákveðið, bæði með jákvæðri afstöðu sem hefur hvatt fólk til starfa og með fyrirgreiðslu við bókarútgáfuna.

 

Ég vil þakka öllum greinarhöfundum, samstarfsfólki í Eyrbyggjum og sögunefnd Eyrarsveitar fyrir góða samvinnu við útgáfu þessarar bókar.

 

Gísli Karel Halldórsson,

formaður Eyrbyggja starfsárið 2000 -2001

 

Áskrift að fréttum
 
Á döfinni
SMÞMFFL
293012345
6789101112
13141516171819
20212223242526
272829303112
3456789

Í dag

Skrá atburði, smelltu hér
Gaman að skoða

 

Vikublaðið Þeyr

 


 

 

 
Grundarfjarðarbær Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði | kt.: 520169-1729
Sími: 430 8500 | Netfang: grundarfjordur@grundarfjordur.is
Opið alla virka daga kl. 10-14.
Fyrirspurnir | Veftré | Leit