Leita
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Fimmtudagur 26. apríl 11:42
  Forsíða   Þjónusta   Mannlíf   Stjórnsýsla   Ferðamenn - Tourists 
   
 
Valmynd
Gisting
Veitingar
Verslun og þjónusta
Afreying
Viðburðir
Kort
Ferðamenn - Tourists  Prenta síðu

Félagsmál unglinga

 

Margt er í boði fyrir unglinga hér í Grundarfirði og er stefna sú að þeir sem starfræka unglingastarfsemi, séu með samráð um hvernig og hvenær. Því við viljum alls ekki að um sé að ræða að samkeppni eigi sér stað um unglingana. Þess vegna er skipulagið sett þannig að einungis eitt sé í boði á kvöldi.

 

Tómstundir fyrir börnin okkar er mjög mikilvægur hlekkur í forvörnum því það er löngu sannað að skipulagt tómstundastarf hefur jákvæð áhrif á líðan og lífstíl barnanna okkar í dag. Því fjölbreyttara tómstundastarf sem við bjóðum upp á því meiri möguleiki á að við náum til áhugasviðs sem flestra og þar af leiðandi fyrirbyggjum við að óæskilegir þættir geti haft áhrif. Þess vegna er mikilvægt að styðja við uppbyggjandi starf á vettvangi tómstundaiðkunar. Mikilvægi skipulagðs unglingastarfs er því meira en orð frá lýst. Afar mikilvægt er að hlúa vel að allri þeirri starfsemi sem er til staðar og gera unglingunum á þann hátt kost á að velja á milli fjölbreittra valmöguleika.  Þó má ekki gleyma mikilvægi fjölskyldunnar og reynt að hafa foreldra með í ráðum við skipulag tómstundastarfs barna og unglinga í Grundarfirði. Það er því mikilvægt að gleyma ekki hver á börnin og unglingana og það eru foreldrarnir sem ráða!

 

Hér eru dæmi um það sem í boði er:

 

Félagsmiðstöðin Eden er opin unglingum á aldrinum 13-16 ára á mánudögum, miðvikudögum, og föstudögum  frá klukkan 20:00-22:00. Einnig er yfirleitt opið á fimmtudögum en þá er ýmislegt í gangi sem þörf er á að fylgjast  með í dagskrá. Þar fá unglingarnir tækifæri til að spreyta sig í ýmsum tækjum og uppákomum. T.d. er billjardborð, borðtennisborð, fótboltaspil, hægt er að horfa á sjónvarpið og margt fleira. Dagskráin er misjöfn á opnunarkvöldum, stundum koma unglingarnir til að tala saman, leika sér, hlusta á tónlist o.fl., en annars er dagskráin oft skipulagðari, m.a. spilakvöld, singstarkvöld, stelpukvöld, strákakvöld, hæfileikakeppni eða annars konar keppnir sem hægt er að taka þátt í. 

     

Í Eden er starfrækt félagsmiðstöðvarráð sem ber nafnið Nemið. Það hefur það hlutverk að halda skemmtanir fyrir alla bekki skólans. Miðvikudagar og fimmtudagar eru ætluð undir þær. En 1.-4. bekkur fær eina skemmtun fyrir áramót og eina eftir áramót, 5.-6. bekkur fær 2 fyrir áramót og 2 eftir áramót, 7. bekkur fær 3 félókvöld fyrir áramót og 3 eftir áramót og svo eru það elstu bekkingarnir sem fá flestar skemmtanir sem er miðað við að séu einu sinni í mánuði. Einnig sér Nemið um að halda úti skipulagðri dagskrá á opnunarkvöldum Eden, DJ herbergið og rekur sjoppuna, sem er helsta fjáröflunaleið fyrir Eden.

 

Unglingadeildin Pjakkur, sem er deild innan björgunarsveitarinnar Klakks, er starfrækt á þriðjudagskvöldum frá 20:30-22:00 og er í boði fyrir unglinga á aldrinum 14-18 ára.   Starfsemin felur í sé ýmis konar æfingar, kunnáttu og þekkingu sem unglingarnir þurfa að tileinka sér. Þau læra á áttavita, rötun, lesa úr kortum, almenna ferðamennsku, fyrstu hjálp, leitartækni, sig, ásamt mörgum öðrum þroskandi og eflandi fræðum. Ef vilji er fyrir hendi að efla félagsþroska, sjáfstæði og sjálfsbjargarviðleitni unga fólksins í bæjarfélaginu þá er þetta rétti vettvangurinn. Starfsemin er byggð upp á öflugri strjórn sem samanstendur af þremur unglingum sem valdir er úr hópnum er byrjar að hausti. Fimm meðlimir björgunarsveitarinnar standa svo að baki þessarar deildar og sjá um að allt gangi vel fyrir sig og eru stjórninni innan handar.

 

Skátafélagið Örninn er æskulýðsstarf Setbergssóknar. Kristilegt skátastarf er alþekkt víða um heim, sbr. KFUM/K skátarnir á Norðurlöndunum.

Drekaskátar, 8-9 ára krakkar (3. og 4. bekkur).

Fálkaskátar, 10-12 ára krakkar (5., 6. og 7. bekkur)

Dróttskátar, 13-15 ára krakkar (8.-10. bekkur).

Rekka- og róverskátar, ungt fólk á aldrinum 16-22 ára.

 

KFUM og K er kristileg starfsemi og var starfrækt hér annan hvern laugardag í kirkjunni. Þar er boðið upp á ýmiskonar skemmtun og fróðleik í kristilegum anda.

  

Eldri unglingar eru nú einnig að fá tækifæri til að hittast því hér í bæjarfélaginu er rekinn framhaldsskóli á vegum ríkisins og bæjarfélaganna á Nesinu. Er þar mikið og öflugt nemendafélag sem heldur úti ýmiskonar skemmtunum fyrir nemendur, s.s. böll, busavísgsla, þematengd kvöld, söngvakeppni, ferðir ýmiskonar og fleira.
  

Foreldrar og forráðamenn

Munum útivistarreglurnar og mikilvægi þess að fara eftir þeim!!!

 

Áskrift að fréttum
 
Á döfinni
SMÞMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293012345
6789101112

Í dag

Skrá atburði, smelltu hér
 
Grundarfjarðarbær Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði | kt.: 520169-1729
Sími: 430 8500 | Netfang: grundarfjordur@grundarfjordur.is
Opið alla virka daga kl. 10-14.
Fyrirspurnir | Veftré | Leit