Prentað mánudaginn 9. desember kl. 07:48 af www.grundarfjordur.is

Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður | kt.: 520169-1729 | Sími: 438 6630 | Fax: 430 8501 | Netfang: grundarfjordur@grundarfjordur.is

4. desember 2014 14:53

Íþróttamaður ársins 2014

Tilkynnt var um kjör á íþróttamanni ársins 2014 við hátíðlega athöfn á árlegum aðventudegi kvenfélagsins Gleym mér ei, sunnudaginn 30. nóvember. Að þessu sinni voru fimm einstaklingar tilnefndir.

 

 

Aldís Ásgeirsdóttir: Blak

Freydís Bjarnadóttir: Fótbolti

Jón Bjarni Þorvarðarson: Hesteigendafélagið

Pétur Vilberg Georgsson: Golf

Unnsteinn Guðmundsson: Leirdúfuskotfimi (SKEET)

 

Fulltrúar frá íþróttafélögum og deildum innan UMFG kusu með leynilegri kosningu hver hlyti titilinn í ár. Aldís Ásgeirsdóttir hlaut flest stig enda vel að titlinum komin. Aldís var valin í tvö landslið, U-19 og U-17, ásamt því að spila með íslandsmeisturum HK í unglingaflokki.  Í rökstuðningi með tilnefningu Aldísar segir meðal annars: ,, Aldís Ásgeirsdóttir er 17 ára gömul, hún er prúður, agaður og uppbyggjandi leikmaður. Aldís leggur mikið uppúr að drífa lið sitt áfram, er lifandi og skemmtilegur liðsmaður sem gaman er að vera í kringum. Aldís spilaði og æfði með Þóttir Reykjavík í úrvalsdeild á síðasta tímabil þar sem hún var lykilleikmaður.“  

Það var Ragnar Smári Guðmundsson, íþróttamaður ársins 2013, sem afhenti Aldísi farandbikar, en auk hans fékk Aldís verðlaunagrip og blómvönd úr hendi bæjarstjórans Þorsteins Steinssonar.

 

Markaðs- og menningarfulltrúi vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem lögðu sitt af mörkum við kjör á íþróttamanni ársins. 

 

 


Til bakaSENDA ÞESSA FRÉTT Í TÖLVUPÓSTI

Netföng viðtakenda:


  

Skilaboð

Hvað er 2+3?

Nafn sendanda:


yfirlit frétta