Grundarfjarðarbær auglýsir starf skólastjóra Leikskólans Sólvalla laust til umsóknar.

Á Leikskólanum Sólvöllum eru milli 40-50 börn á aldrinum 12 mánaða til 4 ára. Sérstök fimm ára leikskóladeild er rekin undir Grunnskóla Grundarfjarðar og er samstarf gott á milli skólanna.

Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi sem er tilbúinn að leiða virka skólaþróun og faglegt starf með áherslu á framþróun, lausnaleit og styrkingu leikskólastigsins í samvinnu við skóla- og nærsamfélagið í heild.

Starfssvið

Leikskólastjóri hefur faglega forystu um kennslu og þróun skólastarfs, stýrir og ber ábyrgð á daglegum rekstri, mannauð og starfsemi leikskólans. Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Grundarfjarðarbæjar. 

Menntunar- og hæfniskröfur 

  • Kennaramenntun (leyfisbréf) og kennslureynsla er skilyrði

  • Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar- og/eða menntunarfræða er æskileg

  • Reynsla af rekstri, stjórnun og stefnumótun er kostur

  • Leiðtogahæfileikar, frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum

  • Færni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu starfi er skilyrði

  • Færni í að tjá sig á íslensku, í töluðu og rituðu máli, er skilyrði

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags stjórnenda á leikskólum. Umsækjendur þurfa að hafa hreint sakavottorð skv. ákvæðum laga sem um starfið gilda.

Nánari upplýsingar veitir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri, í síma 430 8500, eða með því að senda fyrirspurnir á bjorg@grundarfjordur.is. Umsóknir sendist á framangreint netfang.

Umsóknum um starfið skal fylgja greinargott yfirlit yfir menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað sem umsækjandi telur máli skipta. 

Ráðið er í starfið frá 1. ágúst nk. eða fyrr skv. samkomulagi. Með vísan til laga um jafnan rétt kynjanna eru öll kyn hvött til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2022.


Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar