Dagbjört kemur til Grundarfjarðar á vegum Rökkurdaga og hún og Elín vinkona hennar sitja fyrir svörum að mynd lokinni. Allir velkomnir.
 
Um myndina:
Dagbjört Andrésdóttir fæðist með heilatengda sjónskerðingu en vissi ekki af því fyrr en hún var 26 ára gömul, og hefur þá farið í gegnum alla sína ævi blind án þess að vita af því. Elín Sigurðardóttir Grundfirðingur fer með henni í ferðalag til að átta sig á því af hverju Dagbjörtu er meinað að útskrifast sem óperusöngkona vegna þess að hún getur ekki lesið nótur.
 
Myndin er sýnd í Bæringsstofu og hefst kl. 15:00.