Nú hefur verið ákveðið að skella í einn sveitamarkað að nýju og hefur síðasti laugardagurinn í júní, þann 26. orðið fyrir valinu. Opið 13 - 17
Við bjóðum seljendum eigin afurða sérstaklega velkomin en að sjálfsögðu er öllum boðið að taka þátt sem hafa eitthvað skemmtilegt að selja. Seljendur frá Vesturlandi ganga fyrir og er þeim boðið að skrá sig í netfangið krumshonnun@gmail.com fyrir 1. júní eftir það verður opnað fyrir almenna skráningu.
Að þessu sinni verður skráningargjald kr. 5000 sem ekki er endurkræfanlegt en gildir sem fullnaðargreiðsla fyrir borðið á markaðnum. Borðið í boði er um 2 mtr. og pláss fyrir aftan til að stylla upp vörum. Einnig verður í boði að setja upp sölubása úti ef veður leyfir.
Verið að vinna í því að fá einhver skemmtiatriði á meðan á markaðnum stendur. Nánar auglýst síðar.
 
Áhugasamir seljendur geta haft samband og fengið nánari upplýsingar og eða skráð sig hjá Hrafnhildi í síma 8421307 eða í netfangið krumshonnun@gmail.com
 
Viðburðurinn sjálfur verður svo auglýstur víða á samfélagsmiðlum, netsíðum og blöðum þegar nær dregur.
 
Ykkur er velkomið að deila þessu og láta vita hægri vinstri...
Hlökkum til
Hrafnhildur & co