198. fundur 08. september 2016 kl. 16:30 - 19:26 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Berghildur Pálmadóttir (BP)
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA)
Starfsmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

Forseti setti fund.

Bæjarstjórn minnist gengins Grundfirðings.

Hallgrímur S. Magnússon, fæddur 16. september 1947, látinn 25. ágúst 2016.

Fundarmenn risu úr sætum.

Bæjarstjórn fagnar nýjum Grundfirðingum:
Stúlka fædd 24. júní 2016. Foreldrar hennar eru Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir og Þorsteinn Hjaltason.
Drengur fæddur 23. júlí 2016. Foreldrar hans eru Sigurhanna Ágústa Einarsdóttir og Guðmundur Njáll Þórðarson.

Fundarmenn fögnuðu með lófaklappi.

Gengið var til dagskrár.

1.Bæjarráð - 485

Málsnúmer 1606002FVakta málsnúmer

  • 1.1 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 485 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 485 Lagður fram kjörskrárstofn frá Þjóðskrá Íslands, vegna forsetakosninga 25. júní 2016. Kjörskrárstofninn miðast við þá sem skráðir eru með lögheimili í sveitarfélaginu þremur vikum fyrir kjördag eða 4. júní 2016.

    Bæjarráð samþykkir kjörskrána í samræmi við ákvæði 4. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar og felur bæjarstjóra að undirrita hana og leggja fram í samræmi við ákvæði í 2. mgr. 24. gr. kosningalaga.

    Samþykkt samhljóða.
  • 1.3 1606017 Kjörstjórn
    Bæjarráð - 485 Með bréfi dags. 14. júní sl., biðst Birgir Guðmundsson lausnar frá því að vera varamaður í kjörstjórn.

    Tillaga kom fram um að Vignir Smári Maríasson verði kjörinn varamaður í hans stað.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 485 Gerð grein fyrir enn einum fundi fulltrúa bæjarstjórnar Grundarfjarðar með fulltrúum Orkuveitu Reykjavíkur/Veitum ohf., sem haldinn var í Ráðhúsi Grundarfjarðar þriðjudaginn 14. júní 2016. Tilefni fundarins var fyrst og fremst að kalla eftir efndum Orkuveitunnar (OR) á samningi við Grundarfjarðarbæ frá 20. sept. 2005 um kaup OR á Vatnsveitu Grundarfjarðar, ásamt uppbyggingu og rekstri á hitaveitu í Grundarfirði.

    Grundarfjarðarbær afhenti Vatnsveitu Grundarfjarðar til OR frá og með 1. janúar 2006. Á móti skuldbatt OR sig til að hitaveituvæða Grundarfjarðarbæ. Grundarfjarðarbær hefur að fullu staðið við sinn hluta samningsins, en ekkert bólar á hitaveitu ennþá.

    Á fundinum, líkt og á fyrri fundum, virtist ekki vera vilji af hálfu OR til að vinna að úrlausn þess að hitaveituvæða Grundarfjörð eins og samningurinn kveður á um.

    Á grundvelli þess að OR virðist ekki ætla að standa við samninginn frá 2005 sér bæjarráð, sem nú starfar í umboði bæjarstjórnar, ekki aðrar leiðir færar en að fela bæjarstjóra að leita réttar bæjarins með aðstoð lögmanns.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 485 Lagt fram bréf Fjölbrautaskóla Snæfellinga frá 8. júní sl., þar sem gerð er grein fyrir uppgjöri skólaaksturs vegna haustannar 2015. Rekstarhalli var á tímabilinu að fjárhæð 536.967 kr. Skólinn hyggst mæta þessum rekstrarhalla.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 485 Skipulags- og byggingafulltrúi hefur sagt upp starfi sínu.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að starf skipulags- og byggingafulltrúa verði auglýst laust til umsóknar.
  • Bæjarráð - 485 Lögð fram til kynningar fundargerð 840. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 02.06.2016.

2.Bæjarráð - 486

Málsnúmer 1606003FVakta málsnúmer

  • 2.1 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 486 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 486 Lagt fram bréf Innanríkisráðuneytisins frá 24. júní sl., þar sem tilkynnt er um greiðslur ráðuneytisins til sveitarfélaga vegna forsetakosninga 25. júní 2016.
  • Bæjarráð - 486 Lagðar fram samantektir Íslandsbanka um fjármál sveitarfélaga fyrir árin 2014 og 2015. Þar kemur fram að fjárhagsstaða Grundarfjarðarbæjar hefur batnað talsvert á milli áranna.
  • Bæjarráð - 486 Eygló Bára Jónsdóttir, umsjónarmaður Samkomuhúss Grundarfjarðar, sat fundinn undir þessum lið.

    Málefni samkomuhússins rædd og hvernig nýta mætti húsið betur. Jafnframt rætt um starfssvið húsvarðar og þjónustu í húsinu.

    Bæjarráð samþykkir að starfsemin verði skoðuð og gerðar verði tillögur til úrbóta þ.a. samkomuhúsið nýtist betur til margvíslegra menningarviðburða og starfsemi á vegum bæjarins. Afrakstur þeirrar vinnu verði síðan kynntur í bæjarráði. Bæjarstjóra og menningar- og markaðsfulltrúa falin framkvæmd málsins.
    Bókun fundar Til máls tóku EG, SGA og ÞS.
  • Bæjarráð - 486 Lagt fram erindi Almennu Umhverfisþjónustunnar frá 20. júní sl., þar sem sótt er um svæði til byggingar húsaþyrpingar á svæði vestan við núverandi íbúðahúsabyggð, austan við hesthúsahverfi og sunnan Grundargötu.

    Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar og nánari umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
  • Bæjarráð - 486 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi frá 21. júní sl., þar sem óskað er umsagnar á endurnýjun rekstrarleyfis á gististað í flokki III sem rekið er sem ferðaþjónusta að Setbergi, Grundarfirði. Um er að ræða óbreyttan rekstur.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðin endurnýjun rekstrarleyfis að Setbergi verði veitt, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.
  • Bæjarráð - 486 Lagt fram erindi stjórnar dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls frá 27. júní sl. Í erindinu er tilkynnt að viðbótarumsókn um fjárveitingu frá Framkvæmdasjóði aldraðra til viðbyggingar við heimilið hafi verið samþykkt.

    Jafnframt óskar stjórnin eftir að Þorsteinn Steinsson, bæjarstjóri, taki sæti í þeirri bygginganefnd sem sett verður á laggirnar.

    Bæjarráð fagnar því að umsókn um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra hefur verið samþykkt og að bæjarstjóri taki sæti í umræddri bygginganefnd.

    Samþykkt samhljóða.
  • 2.8 1606026 Ferðamálastofa
    Bæjarráð - 486 Lagt fram erindi Ferðamálastofu frá 23. júní sl., varðandi ósk um samstarf vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að taka þátt í samstarfsverkefninu og felur menningar- og markaðsfulltrúa að vera ábyrgðaraðili verkefnisins gagnvart Ferðamálastofu.
  • 2.9 1601015 Sjúkraþjálfun
    Bæjarráð - 486 Lagður fram tölvupóstur frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE), dags. 9. júní sl., varðandi framvindu sjúkraþjálfaramála í Grundarfirði. Í bréfinu kemur fram að aðstaða fyrir sjúkraþjálfara er til staðar í heilsugæslunni og unnið er að kaupum á nauðsynlegum tækjabúnaði.

    Bæjarráð fagnar því að hreyfing sé á þessum málum eins og óskað hefur verið eftir. Jafnframt hvetur bæjarráð til þess að HVE auglýsi sem fyrst eftir sjúkraþjálfara til starfa.

    Bæjaryfirvöld munu styðja við framgang mála eins og frekast er kostur.
    Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málum í samvinnu við HVE.
  • Bæjarráð - 486 Gerð grein fyrir framkvæmdum við sundlaugina og nokkrum atriðum sem brýnt er að lagfæra varðandi heita potta og aðgengismál á svæðinu.

    Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt umsjónarmanni fasteigna og forstöðumanni íþróttamannvirkja að vinna að úrlausn mála.
  • Bæjarráð - 486 Lagður fram listi yfir nauðsynleg viðhaldsverkefni í leikskólanum.
    Gerð grein fyrir áætluðum verkefnum á sumarlokunartíma leikskólans, bæði á lóð og húsi. Jafnframt lagðir fram minnispunktar frá fundi um húsnæðismál leikskólans 27.06.2016.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 486 Lagt fram til kynningar bréf til Skipulagsstofnunar dags. 20. júní sl. vegna umsagnar á lýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Grundarfjarðar.
  • Bæjarráð - 486 Lagt fram til kynningar bréf dags. 15.06.2016.
  • Bæjarráð - 486 Lagt fram til kynningar bréf dags. 14.06.2016.
  • Bæjarráð - 486 Lagt fram til kynningar bréf dags. 08.06.2016 vegna starfshóps um mat á umhverfisáhrifum.
  • Bæjarráð - 486 Lögð fram til kynningar fundargerð framkvæmdaráðs frá 15.06.2016.
  • Bæjarráð - 486 Lögð fram til kynningar fundargerð frá 18.05.2016.

3.Bæjarráð - 487

Málsnúmer 1607002FVakta málsnúmer

  • 3.1 1606003F Bæjarráð - 486
    Bæjarráð - 487
  • Bæjarráð - 487
  • 3.3 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 487 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 487 Lagt fram bréf Vegagerðarinnar frá 27. júní sl., þar sem tilkynnt er um úthlutun styrks úr styrkvegasjóði til Grundarfjarðarbæjar. Veittar eru 2 millj. kr. til bæjarins á grundvelli umsóknar.

    Skipulags- og byggingafulltrúa og verkstjóra áhaldahúss falin umsjón þeirra verkefna sem styrkurinn er ætlaður til.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 487 Lagt fram erindi ASÍ frá 30. júní sl., varðandi hugmyndir um byggingu leiguíbúða í kjölfar afgreiðslu Alþingis á frumvarpi um almennar íbúðir, lög. nr. 52/2016. Jafnframt lagt fram bréf bæjarins til ASÍ frá mars sl., þar sem fagnað er áformum ASÍ um að kanna möguleika á byggingu leiguíbúða fyrir tekjulágt fólk á landsbyggðinni.

    Bæjarstjóra falið að vinna áfram að þessum málum í samvinnu við ASÍ og Samband ísl. sveitarfélaga.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 487 Lagt fram bréf frá Eyrbyggju, hollvinasamtökum Grundarfjarðar, varðandi styrk.

    Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2017.
  • Bæjarráð - 487 Lagt fram svarbréf Grundarfjarðarbæjar dags. 10. júní sl., til Stykkishólmsbæjar, þar sem tekið er jákvætt í það að hefja viðræður um hugsanlega sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Sveitarfélögin eru Stykkishólmsbær, Helgafellssveit, Eyja- og Miklaholtshreppur og Grundarfjarðarbær.

    Jafnframt lagt fram bréf frá Snæfellsbæ dags. 23. júní sl. með svari vegna fyrirspurnar Grundarfjarðarbæjar um áhuga Snæfellsbæjar á þátttöku í viðræðunum. Í svarinu er því lýst yfir að ekki sé áhugi hjá Snæfellsbæ að vera aðili að slíkum viðræðum.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að kalla eftir upphafsfundi vegna hugmynda um sameininngu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi eins og getið hefur verið hér að framan. Jafnframt að kallað verði eftir úttekt á kostum þess og göllum að sveitarfélögin verði sameinuð.
  • Bæjarráð - 487 Lagðar fram og kynntar umsóknir um starf skipulags- og byggingafulltrúa. Alls bárust fjórar umsóknir, en einn aðili dró umsókn sína til baka.

    Að athuguðu máli samþykkir bæjarráð að auglýsa starfið aftur og felur bæjarstjóra að skoða nánar hvaða möguleikar eru fyrir hendi í úrlausn skipulags- og byggingamála.
  • Bæjarráð - 487 Þann 28. júní sl. tók Grundarfjarðarbær við höfðinglegri gjöf frá Unnsteini Guðmundssyni, sem er afsteypa af háhyrningnum Thunderstorm. Verkið er unnið af Unnsteini sjálfum og hefur verið komið fyrir í Paimpolgarði, þar sem það sómir sér vel.

    Bæjarráð þakkar Unnsteini fyrir myndarlega gjöf.
  • Bæjarráð - 487 Lagt fram erindi frá Eymar Eyjólfssyni dags. 20. júní sl., varðandi refaveiðar í sveitarfélaginu og fyrirkomulag þeirra. Ennfremur kynnt bréf Umhverfisstofnunar varðandi endurgreiðslu vegna refaveiða til sveitarfélaga. Samkvæmt því getur slík endurgreiðsla að hámarki verið 240 þús. kr. til Grundarfjarðarbæjar gegn sama mótframlagi bæjarins.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara og skoða möguleika á úrlausn vegna refaveiða í sveitarfélaginu. Lausnin taki mið af mögulegum endurgreiðslum Umhverfisstofnunar.
  • 3.11 1604018 Framkvæmdir 2016
    Bæjarráð - 487 Gerð grein fyrir stöðu helstu framkvæmda á vegum bæjarins, m.a. nýloknum malbikun þeirra gatna sem malbika átti á árinu. Í því sambandi hafa komið upp vangaveltur um hraðahindranir og umferðamerki í bænum.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela skipulags- og umhverfisnefnd að gera tillögu að lagningu hraðahindrana og úrbótum í umferðamerkingum. Slíkar tillögur verði síðan lagðar fram til kynningar og samþykktar í bæjarráði.

    Í fjárhagsáætlun ársins er ráðgert að ráðast í viðgerðir á þaki íbúða fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18.

    Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingafulltrúa umsjón með gerð útboðsgagna til að bjóða út þakviðgerðir íbúða fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18.
  • Bæjarráð - 487 Lögð fram til kynningar greinargerð sem unnin er af Atvinnuráðgjöf Vesturlands að beiðni Framkvæmdaráðs Snæfellsness. Í greinargerðinni er velt upp hugmyndum að því hvernig einfalda megi kerfi nefnda, stofnana og samlaga sem eru til staðar á Snæfellsnesi í dag.

    Framkvæmdaráð hefur falið SSV og Atvinnuráðgjöf Vesturlands að vinna áfram að þessum málum.
  • Bæjarráð - 487 Lögð fram til kynningar fundargerð fundar landeigenda Kirkjufells með fulltrúum Grundarfjarðarbæjar, sem haldinn var 21. júní sl.

    Bæjarráð lýsir áhyggjum sínum yfir þeirri miklu aukningu ferðamanna á svæðinu við Kirkjufellsfoss sökum þess að þjóðvegurinn liggur um svæðið. Bæjarstjóra falið að ræða við Vegagerðina um úrlausnir mála.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 487 Lagt fram til kynningar.

4.Bæjarráð - 488

Málsnúmer 1608002FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð - 488
  • 4.2 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 488 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 488 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi frá 10. ágúst sl., þar sem óskað er umsagnar vegna rekstrarleyfis á gististað í flokki II sem rekið er undir nafninu Nónsteinn að Mýrum, Grundarfirði.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið rekstrarleyfi að Mýrum verði veitt, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.
  • Bæjarráð - 488 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi frá 8. ágúst sl., þar sem óskað er umsagnar vegna rekstrarleyfis á gististað í flokki I, sem reka á að Kverná, Grundarfirði.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið rekstrarleyfi að Kverná verði veitt, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.
  • Bæjarráð - 488 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi frá 15. júlí sl., þar sem óskað er umsagnar vegna rekstrarleyfis á gististað í flokki I, sem reka á sem Hellnafell gisting, að Hellnafelli, Grundarfirði.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið rekstrarleyfi að Hellnafelli verði veitt, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.
  • Bæjarráð - 488 Lagðar fram og farið yfir starfsumsóknir um starf skipulags- og byggingarfulltrúa, sem auglýst var laust til umsóknar. Þrjár umsóknir bárust um starfið. Umsækjendur eru Karol Zambrowicz, Tryggvi Tryggvason og Þorsteinn Birgisson.

    Jafnframt greint frá athugun bæjarstjóra á samstarfi við verkfræðinstofu, sem er í samræmi við ákvörðun síðasta bæjarráðsfundar.

    Samþykkt að kalla tiltekna umsækjendur til viðtals áður en endanlega verður gengið frá ráðningu.
  • 4.7 1604018 Framkvæmdir 2016
    Bæjarráð - 488 Gerð grein fyrir helstu framkvæmdum sem unnið hefur verið að og hvað framundan er í þeim málum.

    Gerð var grein fyrir óskum um smíði á fjárrétt í Kolgrafafirði, sem talið er nauðsynlegt að byggja. Fyrir fundinum lá áætlaður kostnaður við efniskaup fyrir framkvæmdina, sem er um 1 m. kr.

    Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í framkvæmdina í samráði við fulltrúa bænda (Búnaðarfélags Eyrarsveitar).
  • Bæjarráð - 488 Fyrir fundinum lá bréf Grundarfjarðarbæjar til Orkuveitunnar (OR) frá 20. júní sl., þar sem OR er tilkynnt að bæjaryfirvöld telji sig knúin til að leita réttar síns, með aðstoð lögmanns. Málið varðar efndir OR á samningi frá 20. sept. 2005, um kaup OR á Vatnsveitu Grundarfjarðar, ásamt uppbyggingu og rekstri á hitaveitu í Grundarfirði.

    Jafnframt lagður fram tölvupóstur frá lögmanni bæjarins, Andra Árnasyni, hjá Juris um stöðu undirbúnings málsins og hvernig lögmenn Juris telja heppilegast að undirbúa málið til þess að knýja fram efndir OR á samningnum.

    Bæjarráð samþykkir að fela lögmönnum bæjarins að vinna áfram að undirbúningi málsins í samræmi við umræður á fundinum. Leitast verði við að hraða undirbúningi eins og frekast er kostur.
  • Bæjarráð - 488 Lagt fram til kynningar aðalfundarboð byggðasamlags um rekstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga sem haldinn verður í Félagsheimilinu Klifi í dag, 23. ágúst 2016.
    Fulltrúar Grundarfjarðarbæjar munu mæta á fundinn.
  • Bæjarráð - 488 Lagt fram erindi Bændasamtaka Íslands frá 9. ágúst sl., þar sem tilkynnt er um ályktun Búnaðarþings 2016 um fjallskil.
  • Bæjarráð - 488 Lögð fram til kynningar fundargerð fundar sem haldinn var í Ráðhúsi Grundarfjarðar 5. ágúst sl. með fulltrúum Breiðafjarðarnefndar og Grundarfjarðarbæjar.
  • Bæjarráð - 488 Lagt fram til kynningar nýtt starfsleyfi fyrir gámastöð Grundarfjarðar. Starfsleyfið er gefið út til 12 ára með ákvæðum um endurskoðun á fjögurra ára fresti.
  • Bæjarráð - 488 Lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar frá 22. júlí sl., þar sem tilkynnt er um tafir á afgreiðslu stofnunarinnar á umsögn um lýsingu fyrir endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðar, sem óskað var eftir með bréfi sveitarfélagsins frá 20. júní sl.
  • Bæjarráð - 488 Lagt fram til kynningar samkomulag milli Dodds ehf. og Grundarfjarðarbæjar um frágang lóðamála að Hjallatúni 2, Grundarfirði.
  • Bæjarráð - 488 Lagður fram til kynningar samningur dags. 18. júlí sl., milli Grundarfjarðarbæjar og Tómasar Freys Kristjánssonar um kaup bæjarins á ljósmyndun og myndum.

5.Velferðarráðuneytið. Beiðni um undanþágu. Akranesskaupstaður og Hvalfjarðarsveit

Málsnúmer 1608036Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Velferðarráðuneytinu dags. 29.08.2016, ásamt afriti af bréfi Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar, dags. 05.04.2016, með ósk um undanþágu frá mannfjöldaviðmiðum 4. gr. laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992.

Til máls tóku EG, EBB, ÞS og JÓK.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við erindi sveitarfélagana, en vill benda á að hugsanlega verði mannfjöldaviðmiðum, skv. 4. gr. laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992, ekki náð að öðru leiti á þjónustusvæði sveitarfélaga á Vesturlandi.

Samþykkt samhljóða.

6.Kolgrafafjörður, styrkumsókn 2016

Málsnúmer 1604004Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að samningi milli Alta ehf. og Grundarfjarðarbæjar um hönnun og skipulag vegna uppbyggingar ferðamannastaðar við Kolgrafafjörð. Til verksins fékkst styrkur frá Framkvæmdastjóði ferðamannastaða að fjárhæð 2,8 millj. kr.

Til máls tóku EG og ÞS.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

Samþykkt samhljóða.

7.Kostnaður við framkvæmd forsetakosninga 2016

Málsnúmer 1608032Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir kostnað við framkvæmd forsetakosninga 2016. Kostnaður sveitarfélagsins við kosningarnar er hærri en framlag Innanríkisráðuneytisins.

Til máls tóku EG og ÞS.

8.Aðalskipulag Grundarfjarðar

Málsnúmer 1510014Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð frá fundi dags. 19.08.2016, með skipulags- og umhverfisnefnd, fulltrúum úr bæjarstjórn og hafnarstjórn. Á fundinn mættu fulltrúar Alta ehf. og gerðu grein fyrir vinnu við endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðar.

Til máls tóku EG, ÞS og JÓK.

9.Öldungaráð, fundargerð 26.08.16

Málsnúmer 1608030Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð öldungaráðs, dags. 26.08.2016, þar sem ráðið bendir á ýmis brýn málefni er varða þjónustu við eldri borgara. Jafnframt lagt fram erindisbréf öldungaráðs Grundarfjarðar.

Allir tóku til máls.

Unnið er að úrlausn flestra þeirra mála sem nefnd eru í fundargerðinni.

10.Haustþing SSV 2016

Málsnúmer 1609003Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), dags. 02.09.2016, þar sem boðað er til haustsþings SSV, sem fram fer á Hótel Stykkishólmi miðvikudaginn 5. október nk.

Samkvæmt 5. gr. laga SSV á Grundarfjarðarbær þrjá fulltrúa.

Til máls tóku EG og ÞS.

Lagt til að aðalmenn á haustþing SSV 2016 verði Eyþór Garðarsson, Rósa Guðmundsdóttir og Berghildur Pálmadóttir og varamenn Hinrik Konráðsson, Jósef Ó. Kjartansson og Elsa B. Björnsdóttir

Samþykkt samhljóða.

11.Sameining sveitarfélaga, viðræður

Málsnúmer 1606001Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Stykkishólmsbæ, dags. 02.09.2016, þar sem boðað er til sameiningarviðræðna milli Stykkishólmsbæjar, Helgafellssveitar og Grundarfjarðarbæjar.

Til máls tóku EG, HK, BP, JÓK og ÞS.

Bæjarstjórn samþykkir að hefja viðræður þar sem skoðaðir verði kostir og gallar við hugsanlega sameiningu.

12.Skipulags- og byggingafulltrúi, starf

Málsnúmer 1608017Vakta málsnúmer

Lagður fram ráðningarsamningur við Þorstein Birgisson, nýráðinn skipulags- og byggingafulltrúa, sem hóf störf 1. sept. sl.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða og býður nýjan starfsmann velkominn til starfa.

13.Styrktarsjóður Sparisjóðs Eyrarsveitar

Málsnúmer 1609008Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi stjórnar styrktarsjóðs Sparisjóðs Eyrarsveitar frá 28.07.2016, þar sem óskað er eftir samþykki bæjarstjórnar Grundarfjarðar fyrir því að fjármunum sem í sjóðnum eru verði ráðstafað óskiptum til Grundarfjarðarkirkju.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða erindi stjórnar styrktarsjóðs Sparisjóðs Eyrarsveitar.

14.Íbúðir

Málsnúmer 1609011Vakta málsnúmer

Farið yfir úrlausnir íbúðamála vegna starfsmanna bæjarins. Fellabrekku 21 hefur verið sagt upp og tekin á leigu íbúð að Grundargötu 69.

Bæjarstjórn samþykkir það fyrirkomulag íbúðamála sem liggur fyrir fundinum.

15.Rekstrarleyfi, Grundargata 42.

Málsnúmer 1609012Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi frá 6. sept. sl. varðandi umsögn um rekstrarleyfi hjá G42, Grundarbraut 42, Ólafsvík.

Þar sem viðkomandi rekstur er staðsettur í Ólafsvík, er sýslumanni bent á að leita umsagnar hjá Snæfellsbæ.

16.Mýrarhús. Breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 1605008Vakta málsnúmer

EG vék af fundi undir þessum lið og HK tók við fundarstjórn.

Með tölvupósti dags. 05.09.2016 tilkynnir Skipulagsstofnun að hún geri ekki athugasemdir við breytingu á deiliskipulagi frístundahúsa í landi Mýrarhúsa. Stofnunin minnir á að birta skal auglýsingu um samþykkt bæjarstjórnar á verulegri breytingu deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Bæjarstjórn samþykkir skipulagið og felur skipulags- og byggingafulltrúa að auglýsa það.

EG tók aftur sæti sitt á fundinum og við stjórn hans.

17.Stjórn Sorpurðunar Vesturlands, fundargerðir 13.06.2016 og 24.08.2016

Málsnúmer 1609001Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar tvær fundargerðir stjórnar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 13.06.2016 og 24.08.2016.

18.Sorpurðun Vesturlands, aðalfundur 2016

Málsnúmer 1609002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 06.04.2016.

19.Samband ísl. sveitarfélaga, 838. fundur stjórnar

Málsnúmer 1605011Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundargerð Samb. ísl. sveitarfélaga, dags. 29.04.2016.

20.Orkusjóður

Málsnúmer 1608025Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn frá Orkusjóði, þar sem auglýstir eru sérstakir styrkir úr Orkusjóði.

Bæjarstjóra falið að kanna möguleika á því að sækja um styrk úr sjóðnum.

21.SSV. Samantekt kostnaðar við Noregsferð sveitastjórnarmanna í apríl 2016

Málsnúmer 1608022Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit um kostnað vegna Noregsferðar sveitarstjórnarmanna á Vesturlandi, sem farin var sl. vor.

22.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, 136. fundur

Málsnúmer 1608020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 20.06.2016.

23.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, 137. fundur

Málsnúmer 1608021Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 08.08.2016.

24.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:26.