200. fundur 08. desember 2016 kl. 16:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
 • Berghildur Pálmadóttir (BP)
 • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
 • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
 • Hinrik Konráðsson (HK)
 • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
 • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA)
Starfsmenn
 • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund.

Bæjarstjórn minnist gengins Grundfirðings.
Guðrún Jóna Hansdóttir, fædd 11. febrúar 1926, látin 25. október 2016.

Fundarmenn risu úr sætum.

Bæjarstjórn fagnar nýjum Grundfirðingi.
Drengur fæddur 11. nóvember 2016. Foreldrar hans eru Natalía Kruczkowska og Marcin Kruczkowski.

Fundarmenn fögnuðu með lófaklappi.

Gengið var til dagskrár.

1.Bæjarráð - 492

Málsnúmer 1611004FVakta málsnúmer

 • 1.1 1501066 Lausafjárstaða
  Bæjarráð - 492 Lagt fram til kynningar.
 • Bæjarráð - 492 Farið yfir uppfærðan lista yfir styrkumsóknir fyrir árið 2017.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 492 Lagðar fram umsóknir um íbúð aldraðra nr. 105 að Hrannarstíg 18. Umsóknir bárust frá tveimur aðilum. Farið yfir gildandi matsviðmið vegna úthlutunar íbúðar.

  Bæjarráð samþykkir að úthluta Arnóri Kristjánssyni og Auði Jónasdóttur íbúð 105, að Hrannarstíg 18, frá og með 1. des. 2016.
 • Bæjarráð - 492 Lagt fram erindi frá N4, varðandi þáttaseríuna Að vestan, en fyrstu þáttaseríunni er senn að ljúka. Kallað er eftir áhuga sveitarfélaganna á svæðinu varðandi vinnslu á jafnstórri þáttaseríu á næsta ári.

  Bæjarráð tekur jákvætt í það að Grundarfjörður verði þátttakandi í nýrri þáttaseríu á sambærilegum nótum og var á þessu ári.
 • Bæjarráð - 492 Lagt fram bréf atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins frá 31. okt. sl., þar sem tilkynnt er um úthlutun byggðakvóta til Grundarfjarðarbæjar fiskveiðiárið 2016/2017.

  Samkvæmt því er úthlutun til Grundarfjarðar 157 þorskígildistonn, sem er 44,3% minni úthlutun en sveitarfélagið fékk á fiskveiðiárinu 2015/2016. Heildarkvóti til úthlutunar var skertur um liðlega 20% frá fyrra fiskveiðiári.

  Á fundi hafnarstjórnar Grundarfjarðar þann 22. nóv. sl., var svofelld ályktun samþykkt:

  "Hafnarstjórn mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016/2017. Úthlutaður byggðakvóti til Grundarfjarðarbæjar er 44,3% minni en var á nýliðnu fiskveiðiári.
  Niðurstaða þessi er algerlega óásættanleg. Engan veginn getur talist viðunandi að sveitarfélög búi við slíkt óöryggi í atvinnumálum eins og hér er raunin á.

  Skorað er á sjávaútvegs- og landbúnaðarráðherra að breyta hið snarasta reglum um úthlutun byggðakvóta og úthluta kvótanum að því loknu á grundvelli nýrra reglna um byggðakvóta".

  Bæjarráð Grundarfjarðar tekur heilshugar undir ályktun hafnarstjórnar og krefst þess að sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, endurskoði strax úthlutunarreglur sem notaðar voru við úthlutun byggðakvóta á þessu fiskveiðiári. Þannig að unnt verði að leiðrétta þá miklu skerðingu, sem orðið hefur á úthlutuninni milli fiskveiðiáranna 2015/2016 og 2016/2017. Ótækt er með öllu að búa við slíka skerðingu eins og raun ber vitni og stofna þannig atvinnuöryggi sjávarbyggða í hættu.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 492 Lögð fram ályktun frá kennurum Grunnskóla Grundarfjarðar, þar sem kennarar hvetja Grundarfjarðarbæ til að þrýsta á að Samband ísl. sveitarfélaga semji sem fyrst við Félag grunnskólakennara um raunverulegar hækkanir launa. Grunnskólakennarar afhentu bæjarstjóra ályktunina á formlegum fundi aðila 22. nóv. sl.

  Bæjarráð Grundarfjarðar mun koma ályktuninni á framfæri við samninganefnd Sambands ísl. sveitarfélaga og óska eftir því að reynt verði eins og kostur er að flýta lausn á kjaradeilu kennara og sveitarfélaga.
 • Bæjarráð - 492 Lagt fram til kynningar.
 • Bæjarráð - 492 Lagt fram til kynningar.
 • Bæjarráð - 492 Lagt fram til kynningar bréf vegna útkalls slökkviliðs 5. nóv. sl.
 • Bæjarráð - 492 Lagt fram til kynningar samkomulag um rannsóknarstarf og húsnæðisaðstöðu vegna sjávarrannsóknarseturs.
 • Bæjarráð - 492 Lagður fram til kynningar samningur vegna skeytamiðlunar til móttöku og sendingar rafrænna reikninga.
 • Bæjarráð - 492 Lagt fram til kynningar bréf Grundarfjarðarbæjar frá 1. nóv. sl. varðandi umbótaáætlun leikskólans. Jafnframt lagt fram svarbréf mennta- og menningarráðuneytisins frá 9. nóv. sl.
 • 1.13 1611039 Láki tours
  Bæjarráð - 492 Bæjarráð óskar Láka tours til hamingju með nýtt hvalaskoðunarskip.

2.Skipulags- og umhverfisnefnd - 173

Málsnúmer 1610011FVakta málsnúmer

 • Björg Ágústdóttir verkefnastjóri hjá Alta ehf. mætir á fundinn. Björg mun fara yfir umsagnir og ábendingar sem bárust við lýsingu aðalskipulagsverkefnis. Skipulags- og umhverfisnefnd - 173 Fyrir fundi lágu umsagnir og ábendingar sem bárust við lýsingu aðalskipulagsverkefnis í júní-júlí 2016.
  Um er að ræða erindi frá eftirfarandi.
  1. Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar
  2. Landeigendur Spjarar
  3. Skógræktin
  4. OR-Veitur
  5. Veðurstofa Íslands
  6. Minjastofnun Íslands
  7. Ferðamálastofa
  8. Umhverfisstofnun
  9. Vegagerðin
  10. Svæðisskipulagsnefnd
  11. Signý Gunnarsdóttir.
  12. Skipulagsstofnun

  Björg kynnti vel þessar umsagnir, og töluverðar umræður urðu um þær og mjög gagnlegar fyrir nefndarmenn. Nefndin samþykkir tillögur Alta um afgreiðslu umsagna/ábendinga Björgu Ágústsdóttur falið að ganga frá svörum nefndarinnar í sérsöku fylgjiskjali með fundargerðinni.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Hjá Grundarfjarðarbæ eru lóðarleigusamningar 40 ára. Er ástæða til að gera breytingar? Hjá öðrum sveitarfélögum er samningar almennt 50 og 75 ára , og allt að 99 ára samningar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 173 Skipulags-og umhverfisnefnd leggur til að lóðarleigusamningar lóðar undir íbúðarhúsnæði verði til 75 ára.
  Nefndin leggur til að tekið verðí upp nýtt og staðlað form fyrir lóðaleigusamninga, samkvæmt fylgiskjali Lóðarleigusamningur Demó.
  Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir þær hugmyndir að lóðaleigusamningar fyrir íbúðahúsnæði í Grundarfirði verði gerðir til 75 ára.

  Skipulags- og byggingafulltrúa falið að vinna endanlegt form fyrir lóðaleigusamninga í Grundarfirði. Nýir samningar fyrir íbúðarhúsnæði verði framvegis gerðir til 75 ára. Nýtt form lóðarleigusamninga verði lagt fram til samþykktar í bæjarstjórn.

  Samþykkt samhljóða.
 • Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir að fá að leggja kaldavatnslög að aðveitustöð Landsnests í Grundarfirði. Óskað er eftir að fá forrmlega afgreiðslu bæjaryfirvalda á leyfi fyrir legur lagnarleiðinnar. Sbr fylgiskjal. Skipulags- og umhverfisnefnd - 173 Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar legu lagnarinnar samkvæmt fylgiskjali.
  Byggingarfulltrúa er falið að ganga frá legu lagnarinnar annaðhvort í vegstæði eða meðfram Kverná utan mögulegs byggingareits.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að skipulags- og byggingafulltrúa, í samráði við umsækjanda, sé falið að ganga frá legu lagnarinnar eins og skipulags- og umhverfisnefnd leggur til.

3.Skólanefnd - 136

Málsnúmer 1611002FVakta málsnúmer

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn hrósar skólanefnd fyrir frumkvæði og vel unnin störf.
 • 3.1 1611018 Skólastefna
  Skólanefnd - 136 Lögð fram til umfjöllunar skólastefna Grundarfjarðarbæjar, sem samþykkt var í bæjarstjórn Grundarfjarðar 29. apríl 2014.

  Almennt er skólanefnd ánægð með skólastefnu Grundarfjarðar. Til þess að fylgja henni eftir skal skólanefnd meta hvernig skólum Grundarfjarðarbæjar tekst að framfylgja henni. Nefndin mun fylgja stefnunni eftir á fundum með stjórnendum skólanna. Í þeirri yfirferð verður einnig lagt mat á hvort endurskoða þurfi einhver ákvæði stefnunnar. Í framhaldi mun nefndin gera tillögur um úrbætur ef ástæða er til.
 • Skólanefnd - 136 Lögð fram til umfjöllunar fjölskyldustefna Grundarfjarðarbæjar, sem samþykkt var í bæjarstjórn Grundarfjarðar 15. maí 2006.

  Í stefnunni eru sett fram metnaðarfull áform um framtíðarsýn, fjölskyldustefnu, leiðir að markmiðum og eftirfylgni.

  Skólanefnd leggur til við bæjarstjórn að fram fari endurskoðun á gildandi fjölskyldustefnu eins og kveðið er á um í stefnunni.
  Bókun fundar Allir tóku til máls.

  Bæjarstjórn tekur undir tillögu skólanefndar og leggur til að stofnaður verði þriggja manna starfshópur til að yfirfara gildandi stefnu og gera tillögur að breytingum á henni. Bæjarstjóra falið að stofna starfshópinn.

  Starfshópnum verður jafnframt falið að yfirfara aðrar stefnur bæjarfélagsins.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skólanefnd - 136 Lagt fram upplýsingarit um einelti og kynferðislega áreitni á vinnustöðum, útg. af Vinnueftirlitinu. Ennfremur lögð fram reglugerð nr. 1000 um aðgerðir gegn einelti á vinnustað frá 2. des. 2004. Kynntar voru hugmyndir að eineltisstefnu fyrir sveitarfélag eða vinnustað, sem byggir á reglugerð um einelti.

  Skólanefnd telur mikilvægt að ávallt liggi fyrir á hverjum vinnustað sveitarfélagsins viðbragðsáætlun um það hvernig bregðast eigi við ef grunur leikur á að einelti sé til staðar á vinnustaðnum.

  Skólanefnd mælir með því við bæjarstjórn að unnin verði heilstæð eineltisstefna fyrir Grundarfjarðarbæ.
 • 3.4 1601011 Jafnréttisáætlun
  Skólanefnd - 136 Lögð fram jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbæjar, sem samþykkt var í bæjarstjórn 7. apríl sl., en áætlunin byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar, sem hljóðar svo: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.

  Skólanefnd lýsir ánægju með fyrirliggjandi jafnréttisáætlun og hvetur stjórnendur stofnana sveitarfélagsins til þess að fylgja henni eins og kostur er.
 • 3.5 1611022 Símenntunarstefna
  Skólanefnd - 136 Undir þessum lið var rætt um hvernig best verður staðið að því að hvetja starfsfólk stofnana sveitarfélagsins til mennta þannig að takast megi að auka menntunarstig starfsfólks hjá sveitarfélaginu.

  Skólanefnd mælir með að skipaður verði starfshópur sem geri tillögur að símenntun starfsmanna bæjarins.
 • 3.6 1611023 Önnur mál
  Skólanefnd - 136 Undir þessum lið var fjallað um tímaáætlun skólanefndar hvert starfsár, heimsóknir í stofnanir og fundi nefndarinnar.

  Jafnframt ræddi skólanefnd tímamót á leikskólanum í janúar 2017 þegar skólinn fagnar 40 ára afmæli. Skólanefnd mælir með því að haldin verði afmælishátíð af því tilefni, eins og lagt var til á 135. fundi nefndarinnar.

  Bókun fundar Allir tóku til máls.

  Bæjarstjórn tekur undir tillögu skólanefndar varðandi undirbúning afmælishátíðar vegna 40 ára afmælis leikskólans. Afmælishátíðin verður haldin 7. janúar 2017.

4.Hafnarstjórn - 11

Málsnúmer 1611003FVakta málsnúmer

 • Hafnarstjórn - 11 Lögð fram tillaga að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2017.
  Almennt er lagt til að gjöld samkvæmt gjaldskránni færist upp um almenna áætlaða verðlagsbreytingu. Aflagjöld eru óbreytt milli ára.
  Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá hafnarinnar og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
  Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir bókun hafnarstjórnar varðandi gjaldskrá. Afgreiðslu vísað til 6. tl. þessa fundar þar sem sérstaklega er fjallað um gjaldskrár bæjarins.
 • Hafnarstjórn - 11 Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2017. Til samanburðar er útkomuspá ársins 2016 og raunniðurstaða ársins 2015.

  Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2017 og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
  Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir samþykkt hafnarstjórnar og vísar endanlegri afgreiðslu til 5. tl. þessa fundar undir umfjöllun um fjárhagsáætlun.
 • Hafnarstjórn - 11 Lagt fram bréf Atvinnu- og Nýsköpunarráðuneytisins frá 31. okt. sl., þar sem tilkynnt er um úthlutun byggðakvóta til Grundarfjarðarbæjar fiskveiðiárið 2016/2017.
  Samkvæmt því er úthlutun til Grundarfjarðar 157 þorskígildistonn, sem er 44,3% minni úthlutun en sveitarfélagið fékk á fiskveiðiárinu 2015/2016. Heildarkvóti til úthlutunar var skertur um liðlega 20% frá fyrra fiskveiðiári.

  Hafnarstjórn mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016/2017. Úthlutaður byggðakvóti til Grundarfjarðarbæjar er 44,3% minni en var á nýliðnu fiskveiðiári.
  Niðurstaða þessi er algerlega óásættanleg. Engan veginn getur talist viðunandi að sveitarfélög búi við slíkt óöryggi í atvinnumálum eins og hér er raunin á.
  Skorað er á sjávaútvegs- og landbúnaðarráðherra að breyta hið snarasta reglum um úthlutun byggðakvóta og úthluta kvótanum að því loknu á grundvelli nýrra reglna um byggðakvóta.
  Bókun fundar RG vék af fundi undir þessum lið.

  Bæjarstjórn tekur heils hugar undir ályktun hafnarstjórnar þar sem mótmælt er úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016/2017.

  Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að Grundfirðingar óski eftir því að reglugerð nr. 641 frá 8. júlí 2016 gildi um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2016/2017.

  Samþykkt samhljóða.

  RG tók aftur sæti sitt á fundinum.
 • Hafnarstjórn - 11 Gerð var grein fyrir ákvæðum reglugerðar 124/2015, sem tók gildi 5. feb. sl. Í reglugerðinni er lagt til að stuðlað verði að bættum loftgæðum og dregið verði úr mengun skipa sem liggja við bryggju með því að skylda þau til að nota rafmagn úr landi í stað skipaeldsneytis ef kostur er.
  Hafnarstjórn tekur undir ágæti þessa ákvæðis reglugerðarinnar og mun koma því á framfæri við viðskiptavini hafnarinnar.
 • Hafnarstjórn - 11 Fundargerð Hafnarsambandsins nr. 387 lögð fram til kynningar.
 • Hafnarstjórn - 11 Fundargerð Hafnarsambandsins nr. 388 lögð fram til kynningar
 • Hafnarstjórn - 11 Fundargerð Hafnarsambandsins nr. 389 lögð fram til kynningar
 • Hafnarstjórn - 11 Lögð fram til kynningar ályktun 40.hafnasambandsþings um umhverfismál.
  Jafnframt lögð fram ályktun frá sama hafnasambandsþingi varðandi skip í hirðuleysi.
 • Hafnarstjórn - 11 Lagt fram til kynningar samkomulag samkomulag Sjávarrannsóknasetursins Varar í Snæfellsbæ og Hafrannsóknarstofnunar. Jafnframt lagður fram ársreikningur og yfirlit um framlög til Varar 2011 til 2016.
  Hafnarstjórn vísar málinu til umfjöllunar og kynningar í bæjarstjórn.
 • Hafnarstjórn - 11 Hafnarstjóri gerði grein fyrir ráðstefnu sem hann sótti til Tenerife.

5.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 1609019Vakta málsnúmer

Lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun ársins 2017 ásamt greinargerð, samanburði milli fjárhagsáætlunar 2016 og 2017 og útlistun á breytingum sem gerðar hafa verið milli umræðna. Jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun fyrir árin 2018-2020.

Í rekstraryfirliti fjárhagsáætlunar ársins 2017 kemur fram að heildartekjur sveitarfélagsins eru áætlaðar 973,5 m.kr. Laun eru áætluð 506,7 m.kr., önnur rekstrargjöld 331,4 m.kr. og afskriftir 49,3 m.kr. Rekstrarniðurstaða áætlunarinnar er því jákvæð um 85,6 m.kr. fyrir fjármagnsliði. Fjármagnsgjöld eru áætluð 68,7 m.kr., þannig að þegar tekið hefur verið tillit til þeirra er rekstrarniðurstaða samstæðunnar jákvæð um 17,2 m.kr.

Í sjóðsstreymisyfirliti áætlunarinnar sést að þegar leiðrétt hefur verið fyrir afskriftum og áföllnum en ógreiddum verðbótum og gengismun auk annarra breytinga á skuldbindingum að veltufé frá rekstri er 104,7 m.kr. Þessi fjárhæð nýtist síðan til afborgana lána og nauðsynlegra fjárfestinga sem brýnt er talið að ráðast í á árinu 2017. Ráðgert er að fjárfestingar nettó verði 87,8 m.kr., afborganir lána 104,8 m.kr. og að tekin verði ný lán að fjárhæð 60 m.kr. Að öllu þessu töldu kemur í ljós að gengið er á handbært fé um 27,9 m.kr. en í upphafi árs er ráðgert að það verði 94,7 m.kr. Handbært fé í árslok ársins 2017 er því áætlað 66,7 m.kr. gangi fjárhagsáætlun ársins 2017 fram eins og ráðgert er.Allir tóku til máls.

Fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020 samþykkt samhljóða.

6.Gjaldskrár 2017

Málsnúmer 1610010Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að helstu þjónustugjaldskrám bæjarins. Um er að ræða gjaldskrá hafnarinnar, álagningarákvæði fasteignagjalda, gjaldskrá bókasafnsins, byggingaleyfisgjöld, fráveitu, búfjáreftirlit, garðslátt, sundlaug og íþróttahús, heilsdagsskóla, hunda- og kattahald, skólamálsverði, gjaldskrá slökkviliðs, sorpgjöld, tjaldsvæði, tónlistarskóla og gjaldskrá fyrir afnot húsnæðis bæjarins.

Farið yfir gjaldsskrárnar en áður hefur verið fjallað um þær á fundum bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Þjónustugjaldskrár samþykktar samhljóða.

7.Veitur gjaldskrá, Kalt vatn

Málsnúmer 1612001Vakta málsnúmer

Lögð fram frétt af heimasíðu Veitna ohf., þar sem fjallað er um álagningu gjalda á veitusvæðum fyrirtækisins. Ljóst er skv. fréttinni að álagning á kalt vatn er mjög mismunandi á milli þeirra veitna sem Vetur ohf. reka, en fram kemur að fyrirtækið rekur veitur í alls fimm sveitarfélögum og þjónar um 40% landsmanna.

Jafnframt lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar, þar sem óskað er svara við því hverju sætir að verð á köldu vatni í Grundarfirði er á öðrum kjörum en raunin er í öðrum veitum fyrirtækisins.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að fylgja eftir fyrirspurn bæjarins.

8.Umhverfis-og auðlindaráðuneytið - Breiðafjarðarnefnd

Málsnúmer 1610007Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins frá 15. nóv. sl., varðandi skipun í Breiðafjarðarnefnd.

Afgreiðsla skipunar í nefndina var tekin fyrir á aðalfundi Héraðsnefndar Snæfellsness. Afgreiðsla nefndarinnar hefur verið send ráðuneytinu. Erindið telst því afgreitt af hálfu bæjarstjórnar Grundarfjarðar.

9.Aðalfundur héraðsnefndar Snæfellinga

Málsnúmer 1611015Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir Framkvæmdaráðs Snæfellsness og aðalfundar Héraðsnefndar Snæfellinga frá 8. okt. sl., ásamt ýmsum fylgigögnum.

Á fundi Héraðsnefndar Snæfellinga var svofelld tillaga allsherjarnefndar samþykkt:

"Allsherjarnefnd leggur til að Héraðsnefnd Snæfellinga verði lögð niður frá og með næstu áramótum. Í staðinn verði stofnað Byggðasamlag Snæfellinga bs.

Framkvæmdaráði Snæfellinga falið að gera stofnsamning fyrir Byggðasamlag Snæfellinga bs. og verði stofnsamningurinn tekinn fyrir á sameiginlegum fundi sveitarfélaga á Snæfellsnesi eigi síðar en 15. desember 2016".

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkir samhljóða tillögu aðalfundarins.

10.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

Málsnúmer 1611014Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um framlag bæjarins til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2017. Jafnframt lögð fram fjárhagsáætlun eftirlitsins, ásamt greinargerð fyrir árið 2017.

Ennfremur lögð fram fundargerð 139. fundar heilbrigðiseftirlitsins frá 7. nóv. sl.

11.Gistirými, fasteignaskattur

Málsnúmer 1605035Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að vinnureglum rekstrarleyfisumsókna gististaða í íbúabyggð í Grundarfirði.

Um reglurnar hefur áður verið fjallað og var þá ákveðið að gera breytingar á þeim. Tillaga að nýjum reglum liggja fyrir til yfirferðar og samþykktar.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi vinnureglur og felur skipulags- og byggingafulltrúa að auglýsa þær á heimasíðu bæjarins.

Jafnframt er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að senda út bréf til þeirra sem taldir eru vera með gistingu í heimahúsi hvort heldur er um rekstur með leyfi eða án leyfis.

Í bréfinu skal kynnt að húsnæði sem notað er til gistireksturs af þessum toga er atvinnuhúsnæði og verða lögð á það fasteignagjöld miðað við álagningu atvinnuhúsnæðis á árinu 2017.

Samþykkt samhljóða.

12.Vegagerðin, samgöngubætur

Málsnúmer 1612003Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Grundafjarðarbæjar til Vegagerðarinnar þar sem óskað er eftir margvíslegum úrbótum á vega- og öryggismálum.

Til máls tóku SGA og EG.

Bæjarstjóra falið að fylgja óskunum eftir.

Samþykkt samhljóða.

13.Menningarstefna Vesturlands

Málsnúmer 1612007Vakta málsnúmer

Lögð fram Menningarstefna Vesturlands 2016-2019.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að senda stefnuna til kynningar og úrvinnslu í menningarnefnd Grundarfjarðar.

14.Hafnarstjórn,úrsögn

Málsnúmer 1612005Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Björgu Ágústsdóttur, þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum í hafnarstjórn Grundarfjarðar.

Bæjarstjórn samþykkir beiðni hennar um lausn frá störfum í hafnarstjórn.

Fram kom tillaga um að kjósa Runólf Guðmundsson í hennar stað sem aðalmann í stjórnina og að Rósa Guðmundsdóttir verði varamaður.

Samþykkt samhljóða.

15.Samgöngustofa - Umsögn um ökutækjaleigu

Málsnúmer 1611006Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Samgöngustofu frá 1. nóv. sl. þar sem óskað er umsagnar um staðsetningu ökutækjaleigu.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn telur þörf á frekari upplýsingum til að unnt sé að veita umbeðna umsögn.

Skipulags- og byggingafulltrúa falið að kalla eftir nánari upplýsingum og vinna tillögu að umsögn.

Samþykkt samhljóða.

16.Jöfnunarsjóður - Áætluð framlög vegna nýbúafræðslu 2017

Málsnúmer 1611038Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Skipulagsstofnun - Lýsing á tillögu að deiliskipulagi áningastaðar við Kolgrafafjörð

Málsnúmer 1611036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Ályktun frá kennurum Grunnskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1611037Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Allir tóku til máls.

19.Öldungaráð, fundargerð frá 01.12.16

Málsnúmer 1612002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Allir tóku til máls.

20.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið.