217. fundur 07. júní 2018 kl. 16:30 - 17:59 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Berghildur Pálmadóttir (BP)
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
Starfsmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund.

Bæjarstjórn fagnar nýjum Grundfirðingi:
Stúlka, fædd 29. maí 2018. Foreldrar hennar eru Joanna Sokolowska og Bartosz Sokolowski.

Fundarmenn fögnuðu með lófaklappi.

Gengið var til dagskrár.

1.Skólanefnd - 143

Málsnúmer 1805008FVakta málsnúmer

  • Skólanefnd - 143 Lögð fram skýrsla skólastjóra, sem hann gerði grein fyrir.
    Sérstaklega var farið yfir fjölda starfsdaga í skólanum og var niðurstaðan sú að starfsdagar í leikskólanum skólaárið 2018- 2019 verða 6,5, þar af er einn vegna sameiginlegs starfsdags starfsmanna Grundarfjarðar. Á næstu skólaárum þar á eftir verða starfsdagar 5.
    Leikskólastjóri gerði einnig grein fyrir hugmyndum sínum um styttingu vinnuvikunnar á leikskólanum. Hugmyndavinna hefur verið í gangi varðandi framkvæmd þessara hugmynda. Ekki er gert ráð fyrir því að launakostnaður aukist við þetta.
    Skólanefnd fagnar hugmyndum leikskólastjóra og leggur til að bæjarstjórn kynni sér hugmyndina og móti heildstæða mannauðsstefnu fyrir stofnanir Grundarfjarðarbæjar.

    Skólanefnd leggur til að forráðamönnum barna í leikskólanum standi til boða gjaldfrjáls vika öðru hvoru megin við sumarlokun skólans. Ráðstöfun þessi er gerð til þess að auka sveigjanleika í þjónustu skólans.
    Skólaárið 2019-2020 mun hefjast á fyrsta starfdegi skólaársins til þess að koma í veg fyrir skertan opnunartíma fyrsta og síðasta dag sumarleyfis.

    Jafnframt farið yfir skóladagatal leikskólans, sem einnig var til umfjöllunar á síðasta fundi skólanefndar.

    Skóladagatal 2018-2019 samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.

    Skólanefnd lýsir yfir ánægju með skólastjórnendur og starfsmenn leikskólans og þakkar fyrir gott samstarf á liðnu kjörtímabili.
    Bókun fundar Lagt fram bréf leikskólastjóra frá 5. júní sl., þar sem hvatt er til þess að bæjarstjórn taki ákvörðun um að leikskólinn verði almennt lokaður milli jóla og nýárs.

    Til máls tóku EG, RG, BP og ÞS.

    Bæjarstjórn vísar bréfi leikskólastjóra til skólanefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skólanefnd - 143 Lagt fram skóladagatal Grunnskólans, sem einnig var til umfjöllunar á síðasta fundi skólanefndar.
    Skólastjóri fór yfir dagatalið með fundarmönnum.

    Skóladagatal 2018-2019 samþykkt samhljóða.

    Skólastjóri gerði einnig grein fyrir nemendakönnun 6.-10. bekkjar 2017-2018.
    Skólanefnd lýsir yfir ánægju með skólastjórnendur og starfsmenn grunnskólans og þakkar fyrir gott samstarf á liðnu kjörtímabili.
  • Skólanefnd - 143 Lagt fram skóladagatal Eldhamra, sem einnig var fjallað um á síðasta fundi skólanefndar.
    Skólastjóri gerði grein fyrir dagatalinu.
    Skóladagatal 2018-2019 samþykkt samhljóða.
    Skólanefnd lýsir yfir ánægju með stjórnendur og starfsmenn Eldhamra og þakkar fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu.

    Það er sérstaklega ánægjulegt hversu vel hefur tekist til með 5 ára deildina Eldhamra. Undirbúningur deildarinnar tók langan tíma og er það mat skólanefndar að þessi tilfærsla sé báðum skólastigum til hagsbóta.
  • Skólanefnd - 143 Lagt fram skóladagatal 2018-2019, sem áður var til umfjöllunar á síðasta fundi skólanefndar.
    Skólastjóri gerði grein fyrir dagatalinu.
    Skóladagatal 2018-2019 samþykkt samhljóða.

    Skólanefnd lýsir yfir ánægju með stjórnendur og starfsmenn tónlistarskólans og þakkar fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu.

2.Menningarnefnd - 15

Málsnúmer 1805007FVakta málsnúmer

  • 2.1 1805036 17. júní 2018
    Menningarnefnd - 15 Undanfarin ár hefur Ungmennafélag Grundarfjarðar, UMFG, séð um 17. júní en félagið hyggst ekki sjá um hátíðahöldin í ár. Ræddir möguleikar á að fá aðra aðila til að sjá um hátíðahöldin gegn styrk frá Grundarfjarðarbæ á sömu nótum og verið hefur.
    Menningar- og markaðsfulltrúa falið að kanna áhuga félagasamtaka í bænum á að taka að sér undirbúning og utanumhald á hátíðarhöldunum á þjóðhátíðardaginn.
    Bókun fundar Til máls tóku EG, RG og ÞS.
  • 2.2 1804014 Sögumiðstöðin
    Menningarnefnd - 15 Til fundarins mættu rekstraraðilar Kaffi Emils, og menningarnefnd fór yfir punkta með þeim frá síðasta fundi. Rætt um leiðir til að halda áfram samstarfi og endurnýja leigusamninginn sem er útrunninn.
    Lítið hefur þokast í átt að betri samskiptum og því setur menningarnefnd spurningarmerki við framhaldið. Menningarnefndin er öll af vilja gerð til að ná samningum og góðu samstarfi við rekstraraðila. Nefndin leggur áherslu á að Sögumiðstöðin verði áfram menningarhús, bókasafn og upplýsingamiðstöð sem þjónar sveitarfélaginu og bæjarbúum samhliða rekstri kaffihúss.
    Ákveðið að aðilar leggi til hugmyndir að nýjum samningi á næsta fundi menningarnefndar og rekstraraðila Kaffi Emils, sem ákveðinn hefur verið í viku 22.

3.Skipulags- og umhverfisnefnd - 191

Málsnúmer 1806001FVakta málsnúmer

  • 3.1 1704007 Berserkseyri, lýsing á aðalskipulagi/deiliskipulagi
    Breyting á aðalskipulagi/deiliskipulagi fyrir Berserkseyri Skipulags- og umhverfisnefnd - 191 Skipulags - og umhverfisnefnd hefur fjallað um minnisblaðið um úrvinnslu athugasemda vegna kynningar á vinnslustigi.

    Skipulags - og umhverfisnefnd
    samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við skipulagslög að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar

    Skipulags - og umhverfisnefnd
    samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við skipulagslög
    Bókun fundar Til máls tóku EG, VSM, ÞS, RG og JÓK.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 3.2 1704017 Umsókn um lóð
    Afltak ehf. leggur fram fyrirspurn og tillögu varðandi byggingu á lóðinni Ölkelduveg 17 og skil á lóðinni Ölkelduveg 19. Skipulags- og umhverfisnefnd - 191 Skipulags- og umhverfisnefnd áréttar bókun sína um tímamörk á úthlutun lóða frá fundi nr.190 22.5.2018 þar sem nefndin fól Skipulags- og byggingarfulltrúa að fella úr gildi þær lóðaúthlutanir sem fallnar voru á tíma.

    Samkvæmt fyrri bókunum nefnda er úthlutun lóðarinna fallin úr gildi og því ekki hægt að afgreiða þessa fyrirspurn.

    Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að endurauglýsa þessar lóðir, ásamt öðrum lausum lóðum.

    Nefndinni lýst vel á að parhús verði byggt á lóðinni Ölkelduveg 17 eða jafnvel að lóðirnar að Ölkelduvegi nr. 17 og 19 verði sameinaðar undir raðhús/parhús.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

4.Niðurstöður sveitarstjórnarkosninga 2018

Málsnúmer 1805042Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn frá kjörstjórn Grundarfjarðarbæjar vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí sl. Á kjörskrá voru 626 manns, 315 karlar og 311 konur. Kjósendur sem greiddu atkvæði voru 481, þar af 228 karlar og 253 konur. Gildir seðlar voru 463, auðir seðlar 16 og ógildir 2. Kjörsókn var því 76,84%.

Tveir listar voru í framboði, D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra og L-listi Samstöðu, bæjarmálafélags. D-listinn hlaut 260 atkvæði, eða 56,16% og fjóra menn kjörna. L-listinn hlaut 203 atkvæði, eða 43,84% og þrjá menn kjörna.

Eftirtaldir voru kjörnir í bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar kjörtímabilið 2018-2022: Jósef Ó. Kjartansson (D), Heiður Björk Fossberg Óladóttir (D), Unnur Þóra Sigurðardóttir (D), Rósa Guðmundsdóttir (D), Hinrik Konráðsson (L), Sævör Þorvarðardóttir (L) og Garðar Svansson (L).

5.Samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1805009Vakta málsnúmer

Teknar til síðari umræðu breytingatillögur á samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar.

Til máls tóku EG og EBB.

Samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkt samhljóða. Bæjarstjóra falið að auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.

6.Ærslabelgur, kaup

Málsnúmer 1805039Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um kostnað við kaup á ærslabelg og frágangi hans.
Áætlun um heildarkostnað er um 2,5 millj. kr.

Til máls tóku EG, RG, BP, EBB og ÞS.

Samþykkt samhljóða.

7.Sensa ehf - Aðstoð við sveitarfélög við að nýta sér styrk ESB á opnu þráðlausu neti

Málsnúmer 1805047Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Sensa móttekið 30. maí sl., þar sem fyrirtækið býður fram aðstoð við að nýta styrkmöguleika frá ESB til þess að setja upp opið þráðlaust netsamband.

8.Jöfnunarsjóður ný reglugerð

Málsnúmer 1805038Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 18. maí sl., varðandi styrki til uppbyggingar á húsnæði fyrir fatlað fólk.

Til máls tóku EG og ÞS.

9.Sóknaráætlun, gjafabréf

Málsnúmer 1805040Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar gjafabréf frá SSV, sóknaráætlun Vesturlands, þar sem Grunnskóla Grundarfjarðar er færður að gjöf þrívíddarprentari. Gjöfin er hluti af verkefninu "Nýsköpun og frumkvöðlar á Vesturlandi."

Grundarfjarðarbær þakkar fyrir góða gjöf.

10.Samband ísl. sveitarfélaga - Fundargerð 860. stjórnarfundar

Málsnúmer 1805044Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 860. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 18. maí 2018.

11.Jeratún ehf - Fundargerð stjórnarfundar 29.05.2018

Málsnúmer 1805045Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Jeratúns ehf. frá 29. maí 2018.

12.Fullveldi Íslands - Aldarafmæli sjálfstæðis

Málsnúmer 1805046Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dags. í maí 2018, varðandi aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands.

13.Fjármála- og efnahagsráðuneytið - Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018

Málsnúmer 1806001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sent 1. júní sl., varðandi ráðstefnu um nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu sem haldin verður 8. júní nk.

14.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir og kynnti minnispunkta sína og þakkaði í lokin fráfarandi bæjarstjórn samstarfið á kjörtímabilinu.

15.Ávörp bæjarfulltrúa

Málsnúmer 1806008Vakta málsnúmer

Bæjarfulltrúar fluttu ávörp og þökkuðu samstarfið á því kjörtímabili sem er að ljúka.

Bæjarstjórn þakkar bæjarstjóra, forstöðumönnum, starfsfólki bæjarins og íbúum fyrir ánægjulegt samstarf.

Bæjarfulltrúar óska nýrri bæjarstjórn velfarnaðar á komandi kjörtímabili.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:59.