223. fundur 13. desember 2018 kl. 16:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
 • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ)
 • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
 • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
 • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
 • Signý Gunnarsdóttir (SG)
 • Vignir Smári Maríasson (VSM)
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund.

Forseti bauð Signýju Gunnarsdóttur velkomna á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

Forseti bar fram tillögu þess efnis að tekinn yrði með afbrigðum á dagskrá dagskrárliðurinn Fjárhagsáætlun 2018 - viðauki, sem yrði liður 7 á dagskrá og dagskrárliðurinn Svæðisgarðurinn Snæfellsnes - Framlög sveitarfélaga 2019, sem yrði liður 13 á dagskrá. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Gengið var til dagskrár.

1.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 87

Málsnúmer 1811002FVakta málsnúmer

Fundargerðin samþykkt samhljóða.
 • 1.1 1810007 Íþróttamaður ársins 2018
  Tilnefningar til íþróttamanns Grundarfjarðar 2018. Kjör íþróttamanns. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 87
 • 1.2 1802013 Ungmennaþing á Vesturlandi 2018 Áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands.
  Ragnheiður Dröfn gerði að umræðuefni, að enginn fulltrúi úr ungmennaráði Grundarfjarðarbæjar hefði tekið þátt í ungmennaþingi Vesturlands 2.-3. nóvember sl.
  Heiður, fulltrúi með ungmennaráði, kom á fundinn og
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 87
 • 1.3 1808016 Endurskoðun fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 87 Umræða varð um ýmis atriði sem snerta fjölskyldumál:
  - samskipti kynslóða
  - forvarnir - samþykkt að fá forvarnafulltrúa FSN til að koma og ræða við nefndina
  - skák
  - 100 ára fullveldi
  - fræðsla inní grunnskóla um vímugjafa -
  -
 • 1.4 1810006 Samskipti og kynning íþróttafélaga hjá íþr. og æskulýðsnefnd
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 87

2.Menningarnefnd - 19

Málsnúmer 1811005FVakta málsnúmer

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 • Menningarnefnd - 19 Ljósmyndir bárust frá 12 einstaklingum. Í dómnefnd sitja Unnur Birna Þórhallsdóttir formaður og Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir varaformaður menningarnefndar, auk Tómasar Freys Kristjánssonar. Nefndin mun ljúka störfum sínum á næstu dögum. Tilkynnt verður um úrslit í samkeppninni á aðventudegi Kvenfélagsins sunnudaginn 2. desember nk.
 • 2.2 1801046 Rökkurdagar 2018
  Menningarnefnd - 19 Farið var yfir reynsluna af menningarhátíðinni Rökkurdögum 2018. Nefndin ræddi um lærdóm af hátíðinni í ár og hvaða veganesti ætti að hafa fyrir næstu hátíð/hátíðir.
  Menningarnefnd vill færa þakkir öllum þeim sem lögðu til hátíðarinnar í ár fyrir sitt dýrmæta framlag.
 • Menningarnefnd - 19 Lagt fram yfirlit yfir félags- og menningarstarf í bænum (drög) haust 2018, til að vinna með, sbr. fund nefndarinnar í september.
  Nefndin mun kalla saman félagasamtök í bænum til fundar í janúar nk. og mun ræða við íþrótta- og æskulýðsnefnd sem hefur einnig áform um að kalla íþróttafélög og félagasamtök til fundar.
 • Menningarnefnd - 19 Rætt um ljósmyndasafn Bærings Cecilssonar og að ná þurfi utan um stöðu á þeirri vinnu sem búið er að leggja í safnið. Það sé nauðsynlegt til að ákveða hvernig staðið skuli að frekari varðveislu og vinnu með myndir safnsins. Nefndin telur mikilvægt að verðmætin sem felast í myndasafni Bærings verði gerð aðgengilegri og fólk fái að njóta þeirra. Talsverða vinnu þurfi að leggja í safnið og leggur nefndin til að sú vinna fari af stað sem fyrst.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, SÞ, BÁ og SG.

  Rætt um mikilvægi þess að ná utan um verðmæti safnsins, sbr. bókun menningarnefndar og um möguleika á styrkveitingum.
 • Menningarnefnd - 19 Nefndin ræddi um ýmis atriði sem geta stuðlað að fjölbreyttara menningar-, félags- og mannlífi í bænum okkar. Nefndin telur mikilvægt að viðburðir í bæjarlífinu séu vel auglýstir, en einnig að reynt sé að vera með nýjungar inná milli í bland við góðar hefðir.

  Nefndin samþykkti að setja af stað eftirfarandi á aðventunni:

  - Jólaratleikur; Skoðað verði hvort félagasamtök í bænum vilji taka að sér að sjá um jólaratleik fyrir börn, um miðjan desember.

  - Jólaskreytingar; nefndin mun gangast fyrir því að veittar verði viðurkenningar fyrir hátíðlegar, fallegar eða eftirtektarverðar skreytingar húsa og umhverfis í sveitarfélaginu í desember. Skipuð verði dómnefnd íbúa í bænum, á öllum aldri. Bæjarbúar geti skilað inn ábendingum eða tilnefningum í þar til gerðan kassa sem komið verði fyrir á góðum stað í bænum. Tilkynnt verði um viðurkenningar á Þorláksmessu.

  - Jóladagatal; nefndin mun undirbúa og gefa út viðburðadagatal fyrir viðburði í desember. Leitað verði eftir ábendingum um það sem í boði verður í bænum og gefið út á vef bæjarins. Dagatalið verður lifandi og bæta má viðburðum inná það, auk þess sem gert verði ráð fyrir því að fólk geti prentað það út og bætt inná, hver fyrir sig.

 • Menningarnefnd - 19 Samþykkt bæjarstjórnar frá því í september 2018, um mótun stefnu í menningarmálum, var skoðuð og rædd. Nefndin mun taka þátt í þeirri vinnu.

 • Lagt fram til kynningar.
  Menningarnefnd - 19

3.Hafnarstjórn - 2

Málsnúmer 1811006FVakta málsnúmer

Fundargerðin staðfest.
 • Hafnarstjórn - 2 Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2019. Til samanburðar er raunstaða 20. nóvember 2018 og raunniðurstaða ársins 2017.

  Hafnarstjóri fór yfir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun.

  Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2019 og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

  Jafnframt leggur hafnarstjórn til að samtals verði settar 133 m.kr. í fjárfestingar vegna hafnargerðar, með fyrirvara um nánari kostnaðaráætlun siglingasviðs Vegagerðarinnar.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK og BÁ.

  Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða, með þeirri breytingu að framkvæmdir á árinu 2019 lækka úr 133 í 91 milljón kr.

 • Hafnarstjórn - 2 Lögð fram tillaga að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2019.
  Almennt er lagt til að gjöld samkvæmt gjaldskránni færist upp um almenna áætlaða verðlagsbreytingu. Aflagjöld eru óbreytt milli ára.
  Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá hafnarinnar með áorðnum breytingum og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

  Bókun fundar Gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar staðfest.
 • Hafnarstjórn - 2 Hafnarstjóri sagði frá stöðu mála varðandi undirbúning hafnarframkvæmda, við lengingu Norðurgarðs. Siglingasvið Vegagerðarinnar hefur séð um hönnun og aðstoðað Grundarfjarðarhöfn með nauðsynlegan undirbúning.
  Hafnarstjóri kynnti hugmynd um breytta legu á lengdum Norðurgarði, frá núverandi hönnun. Breytingin fælist í að hnika legu garðsins til um 7° til norðurs, þ.e. að legan verði 55° rv. í stað 62° rv. Það væri gert til að ná fram auknu öryggi við komu skipa, betra snúningsrými og hagstæðari nýtingu á efri hluta Norðurgarðs.
  Hafnarstjórn samþykkir að óska eftir að gerð verði öldulíkansprófun á hönnun garðsins með hliðsjón af báðum valkostum; upphaflegri hönnun og hönnun m.v. þessa breytingu.
 • Hafnarstjórn - 2 Hafnarstjóri sagði frá því að í tengslum við fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir, sbr. lið 3, þyrfti að gera prófanir í námu í Lambakróarholti. Gerðar verði 3-5 prufuholur í bergið til að kanna stálið í námunni. Vegagerðin hefur séð um undirbúning framkvæmdarinnar og er hafnarstjóra falið að óska eftir því við Vegagerðina að hún sjái um þennan verkþátt.
 • Hafnarstjórn - 2 Lagt var fram til kynningar yfirlit yfir kvótastöðu grundfirskra útgerða fiskveiðiárin 2013/14 til 2018/19.
  Í yfirlitinu kemur fram að milli fiskveiðiáranna 2017/18 og 2018/19 er minnkun á þorskígildum um 1864 tonn.
  Bæjarstjóri upplýsti að sótt hefði verið um byggðakvóta í lok október, sbr. samþykkt bæjarstjórnar þar um.

 • Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands lagðar fram til kynningar.
  Hafnarstjórn - 2

4.Fjárhagsáætlun 2018 - viðauki 2

Málsnúmer 1710010Vakta málsnúmer

Allir tóku til máls.

Lagður fram og kynntur viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2018 vegna breytinga á fjárfestingum B-hluta um 12,3 millj. kr. vegna kaupa á húseigninni Grundargötu 31.
Fjárfestingin rúmast innan fjárfestingaráætlunar ársins 2018. Viðaukinn felur í sér 275 þúsund króna aukningu í rekstri.

Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2018 samþykktur samhljóða.

5.Gjaldskrár 2019

Málsnúmer 1809051Vakta málsnúmer

Gjaldskár fyrir útleigu húsnæðis til afgreiðslu.
Allir tóku til máls.

Lagðar fram tillögur um breytingar á gjaldskrám vegna útleigu húsnæðis, þ.e. samkomuhús, Sögumiðstöð og grunnskóli. Breytingarnar fela í sér aðlögun að raunverulegri notkun húsanna og einföldun á gjaldskrám. Leiga samkomuhúss fyrir dansleiki er t.d. lækkuð talsvert.

Gjaldskrár samþykktar samhljóða. Aðrar gjaldskrár voru samþykktar á síðasta fundi.

6.Fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1809049Vakta málsnúmer

Lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun ársins 2019 ásamt greinargerð, samanburði milli fjárhagsáætlunar 2018 og 2019 og útlistun á breytingum sem gerðar hafa verið milli umræðna. Jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun fyrir árin 2020-2022.

Skv. rekstraryfirliti fjárhagsáætlunar 2019 eru heildartekjur áætlaðar 1.138 millj. kr. Áætlaður launakostnaður er 589,1 millj. kr., önnur rekstrargjöld 367,1 millj. kr. og afskriftir 53,8 millj. kr. Fyrir fjármagnsliði er gert ráð fyrir að rekstrarafkoma verði 128,3 millj. kr. Gert er ráð fyrir 98,9 millj. kr. fjármagnsgjöldum. Áætlun 2019 gerir ráð fyrir 29,5 millj. kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðu.

Í sjóðsstreymisyfirliti áætlunarinnar sést að veltufé frá rekstri er 133,9 millj. kr. þegar leiðrétt hefur verið fyrir afskriftum og áföllnum en ógreiddum verðbótum og gengismun, auk annarra breytinga á skuldbindingum. Þessi fjárhæð nýtist síðan til afborgana lána og nauðsynlegra fjárfestinga sem brýnt er að ráðast í á árinu 2019. Ráðgert er að fjárfestingar nettó verði 163,3 millj. kr., afborganir lána 108,5 millj. kr. og að tekin verði ný lán að fjárhæð 140 millj. kr. Miðað við þær forsendur er gengið á handbært fé um 3,2 millj. kr. en í upphafi árs er ráðgert að það verði 47,0 millj. kr. Handbært fé í árslok ársins 2019 er því áætlað 43,9 millj. kr. gangi fjárhagsáætlun ársins 2019 fram eins og ráðgert er.

Tafla

Allir tóku til máls.

Fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 samþykkt samhljóða.

7.Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga - Framlög sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 1812004Vakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK og BÁ.

Lögð fram fjárhagsáætlun Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS) fyrir árið 2019.

Fjárhagsáætlun FSS 2019 samþykkt samhljóða.

8.SSV - Framlög sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 1811049Vakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK og BÁ.

Lögð fram áætlun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) um árgjöld aðildarsveitarfélaga á árinu 2019.

Áætlun um árgjöld SSV 2019 samþykkt samhljóða.

9.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Framlög sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 1812010Vakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK og RG.

Lögð fram fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HeV) fyrir árið 2019.

Fjárhagsáætlun HeV 2019 samþykkt samhljóða.

10.Svæðisgarðurinn Snæfellsnes - Framlög sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 1812015Vakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK, RG, UÞS og BÁ.

Lögð fram fjárhagsáætlun Svæðisgarðsins Snæfellsness fyrir árið 2019.

Fjárhagsáætlun Svæðisgarðsins Snæfellsness 2019 samþykkt samhljóða.

11.Byggðakvóti 2018-2019

Málsnúmer 1811032Vakta málsnúmer

RG vék af fundi undir þessum lið.

Allir tóku til máls.

Lögð fram gögn vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiárið 2018-2019. Áður hafði Grundarfjarðarbæ verið úthlutað 190 þorskígildistonnum, en eftir leiðréttingu fær bærinn úthlutað 300 þorskígildistonnum, líkt og á fyrra tímabili.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða óbreyttar reglur við úthlutun kvótans, sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2018/2019 nr. 685/2018.

RG tók aftur sæti sitt á fundinum.

12.Samband íslenskra sveitarfélaga - Umboð til kjarasamningsgerðar

Málsnúmer 1812011Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sambands íslenskrar sveitarfélaga, sem kallar eftir umboði Grundarfjarðarbæjar til kjarasamningsviðræðna og -gerðar fyrir hönd bæjarins.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð til kjarasamningsviðræðna og -gerðar fyrir sína hönd.

13.Alþingi - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur

Málsnúmer 1811046Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Velferðarnefnd Alþingis frá 27. nóvember sl. vegna umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur.

14.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Ársreikningur 2017

Málsnúmer 1810020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 8. október sl. auk svarbréfs bæjarsins vegna ársreiknings 2017.

15.Veraldarvinir - Samstarf 2019

Málsnúmer 1811050Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Veraldarvina frá 28. nóvember sl. þar sem óskað er eftir samstarfi.

Til máls tóku JÓK, SG, UÞS, HBÓ, BÁ og SÞ.

Leitað verður til félagasamtaka og samstarfsaðila varðandi áhuga á því að nýta boð Veraldarvina.


16.Cognitio ehf. - Fundarboð 13. desember 2018

Málsnúmer 1812002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð Cognitio ehf. vegna fundar um áherslur á félagslegar framfarir og umbætur.

17.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til umsagnar

Málsnúmer 1811019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til umsagnar.

18.Stofnun Árna Magnússonar í ísl. fræðum - Könnun um nöfn á nýbýlum og breytingar á nöfnum býla

Málsnúmer 1812005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum frá 27. nóvember sl. vegna könnunar um nöfn á nýbýlum og breytingar á nöfnum býla.

Bæjarstjórn vísar erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar.

19.Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga - Fundargerð 97. fundar stjórnar

Málsnúmer 1812003Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 97. fundar stjórnar FSS sem haldinn var 28. nóvember sl.

20.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.

21.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Lokaður dagskrárliður.

Umræður um störf bæjarstjórnar, m.a. eftirfylgni með verkefnum og framkvæmdum fjárhagsáætlunar 2019.

22.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Lokaður dagskrárliður.

Umræður um atvinnumál. Rætt um heimsóknir í fyrirtæki og fyrirkomulag þeirra. Rætt um læknisþjónustu HVE, um húsnæðismál og menningarstarfsemi. Einnig rætt um úttekt á tekjum bæjarins, sem fyrir liggur, um frágang hennar og um kynningu á niðurstöðum, sem stefnt er að í janúar nk.

23.Bæjarráð - 523

Málsnúmer 1811004FVakta málsnúmer

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 • Bæjarráð - 523 Fundurinn hófst á heimsókn til Sunnu í Bókasafninu kl. 8.30. Að því loknu fór bæjarráð á Hrannarstíg 18 og skoðaði sameign og í framhaldinu nýbyggingu Dvalarheimilisins Fellaskjóls.
  Rætt var um framlögð gögn um nokkra liði, sem tengjast fyrri umræðum í bæjarráði í tengslum við fjárhagsáætlunargerð.
  Rætt sérstaklega um greiðslur til skipulagsnefndar fyrir aðalskipulagsvinnu 2016-2018, sem hafa ekki verið gerðar upp. Samþykkt að bæjarstjóri sjái til þess að fundirnir verði gerðir upp.
 • 23.2 1810017 Hrannarstígur 28
  Bæjarráð - 523 Lagt fram mat á umsóknum sem bárust um íbúð að Hrannarstíg 28.
  Þar sem mjótt er á milli umsækjenda, skv. matsviðmiðum bæjarins, óskar bæjarráð eftir því að Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga verði falið að leggja mat á aðstæður umsækjenda.

  Bókun fundar Til máls tóku JÓK og BÁ.

  Bæjarstjóri kynnti að gengið hefði verið frá og tilkynnt um úthlutun íbúðarinnar á grunni niðurstöðu úr mati Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, sem bæjarráð óskaði eftir.

  Jóhönnu Kristínu Kristjánsdóttur og Oddi Magnússyni var úthlutað íbúðinni að Hrannarstíg 28.

 • Bæjarráð - 523 Lagt fram erindi HSH með fyrirspurn til bæjarstjórnar um stöðu og framtíðarsýn í íþróttamálum í sveitarfélaginu. Auk þess lagðar fram viðbótarupplýsingar tengdar erindinu um samskipti við UMFÍ.
  Bæjarráð vísar í samþykkt bæjarstjórnar frá 222. fundi 12. nóvember sl. þar sem samþykkt var að vinna með UMFG að skilgreiningum á þörf fyrir íþróttaaðstöðu og markvissum skrefum í uppbyggingu aðstöðu til lengri tíma.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, VSM, RG og SG.
 • Bæjarráð - 523 Sóknarnefnd óskar eftir afstöðu bæjarins til þess að standa að ráðningu í hlutastarf við Tónlistarskólann á móti stöðu organista Setbergssóknar.
  Bæjarráð leggur áherslu á að ráðið sé í stöður við Tónlistarskólann í samræmi við þarfir skólans. Ennfremur að bærinn eigi aðkomu að ráðningarferli og mati á umsækjendum. Bæjarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

 • Bæjarráð - 523 Sverrir Hermann Pálmarsson hjá SHP Ráðgjöf kom á fundinn og kynnti fyrirkomulag á leigufélögum, bæði almennar og fyrir aldraða. Farið var yfir lög og reglur sem um sérstök leigufélög gilda og leiðir sem sveitarfélög m.a. eru að fara til að ýta undir byggingu leiguhúsnæðis.

  Bæjarráð þakkar Sverri fyrir komuna og skilmerkilegar upplýsingar.

 • Bæjarráð - 523 Lagt fram til kynningar. Bæjarráð hefur eins og áður hefur komið fram, áhyggjur af þróun skatttekna og framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sbr. m.a. umræður á 221. fundi bæjarstjórnar í október sl.
  Bæjarráð mun skoða betur umrædd drög að nýrri reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, ekki síst í ljósi þess að bæjarstjórn þykir framlög sjóðsins til sveitarfélagsins ekki hafa þróast í jákvæða átt á undanförnum árum.

 • Bæjarráð - 523 Samningar lagðir fram til kynningar.
 • Bæjarráð - 523 Lagt fram til kynningar. Streymt verður frá námskeiði Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir fulltrúa í skólanefndum nk. mánudag 26. nóv. og verður aðstaða í Ráðhúsi fyrir skólanefndarfulltrúa til að sitja námskeiðið.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið.