226. fundur 14. mars 2019 kl. 16:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Eygló Bára Jónsdóttir (EBJ)
  • Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir (SSB)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Margrét Björk Björnsdóttir, atvinnuráðgjafi og Sara Stef. Hildardóttir, sátu fundinn undir lið 13.

Forseti setti fund.

Forseti óskaði eftir að tekinn verði nýr liður á dagskrá, með afbrigðum: Erindi frá Sigríði Arnardóttur, formanni skólanefndar. Dagskrárliðurinn verður númer 14 á fundinum. Aðrir liðir færast aftar sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Gengið var til dagskrár.

1.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Áfangastaðaáætlanir

Málsnúmer 1902037Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. febrúar sl. um áfangastaðaáætlanir.

2.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína, þar sem m.a. var komið inn á eftirfarandi:

? Undirbúningur sumarverkefna og verklegra framkvæmda á vegum bæjarins
? Að bærinn skoði nú hvernig koma megi upp bættri aðstöðu fyrir ferðafólk í miðbæ, m.a. salernismál, merkingar á þjónustu, o.fl.
? Hafnarframkvæmdir
? Styrkveitingar úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
? Samantekt á reglum og svörum ríkisins vegna fjárveitinga til viðbyggingar Fellaskjóls, á grunni gagna frá formanni stjórnar Fellaskjóls
? Fjarnámsver að Grundargötu 30, efri hæð og fyrirkomulagi, sem er í mótun
? Framkvæmdir við Kirkjufellsfoss

3.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1901020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína, þar sem m.a. var komið inn á eftirfarandi:

? Undirbúningur sumarverkefna og verklegra framkvæmda á vegum bæjarins
? Að bærinn skoði nú hvernig koma megi upp bættri aðstöðu fyrir ferðafólk í miðbæ, m.a. salernismál, merkingar á þjónustu, o.fl.
? Hafnarframkvæmdir
? Styrkveitingar úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
? Samantekt á reglum og svörum ríkisins vegna fjárveitinga til viðbyggingar Fellaskjóls, á grunni gagna frá formanni stjórnar Fellaskjóls
? Fjarnámsver að Grundargötu 30, efri hæð og fyrirkomulagi, sem er í mótun
? Framkvæmdir við Kirkjufellsfoss

4.Boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga 29. mars 2019

Málsnúmer 1903012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga vegna aðalfundar sjóðsins sem haldinn verður 29. mars nk.

Allir sveitarstjórnarmenn hafa rétt á að sitja fundinn.

5.SSV o.fl. - Ráðstefna um atvinnu og nýsköpun - Að sækja vatnið yfir lækinn

Málsnúmer 1903010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð á ráðstefnu um atvinnu og nýsköpun, sem haldin verður á Akranesi 23. mars nk.

6.Félagsmálanefnd Snæfellinga - Fundargerð 179. fundar

Málsnúmer 1903006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 179. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga dags. 12. febrúar sl.

7.Fellaskjól, viðbygging

Málsnúmer 1606025Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt bæjarstjóra um opinber framlög til viðbyggingar Fellaskjóls úr gögnum frá formanni stjórnar Dvalarheimilisins Fellaskjóls.

Til máls tóku JÓK og BÁ.

8.Vinnuskóli 2019

Málsnúmer 1903011Vakta málsnúmer


Lagt fram til kynningar fundarboð á samráðsfund um vinnuskóla sveitarfélaga sem haldinn verður þann 27. mars nk.

9.Umboðsmaður barna - Niðurstöður könnunar um vinnuskóla fyrir ungmenni

Málsnúmer 1902025Vakta málsnúmer


Lagður fram til kynningar tölvupóstur umboðsmanns barna um skýrslu með niðurstöðum könnunar um vinnuskóla fyrir ungmenni.

Til máls tóku JÓK og HK.

10.FSN - Skólaakstur við Fjölbrautaskóla Snæfellinga vorönn 2018

Málsnúmer 1903002Vakta málsnúmer


Lagt fram til kynningar uppgjör FSN vegna skólaaksturs á vorönn 2018.

11.Íbúasamráðsverkefni Sambandsins og Akureyrar

Málsnúmer 1903001Vakta málsnúmer



Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 28. febrúar sl. um íbúasamráðsverkefni.

Valin verða þrjú sveitarfélög, auk Akureyrarkaupstaðar, til að taka þátt í verkefni um íbúasamráð. Sveitarfélög geta sótt um til Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hið sameiginlega verkefni nýtur 5 milljón króna styrks úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að sækja um þátttöku í verkefnið, í tengslum við umræðu um stefnumótun.

12.Samband íslenskra sveitafélaga - Fundargerð 868. stjórnarfundar

Málsnúmer 1902051Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 868. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 22. febrúar sl.

13.Félagsmálaráðuneytið - Bréf félags- og barnamálaráðherra vegna vinnu við stefnumótun í málefnum barna

Málsnúmer 1902045Vakta málsnúmer


Lagt fram til kynningar bréf félags- og barnamálaráðherra varðandi stefnumótun í málefnum barna.

14.Skipulagsstofnun - Loftslag, landslag, lýðheilsa

Málsnúmer 1902041Vakta málsnúmer


Lögð fram til kynningar fréttatilkynning Skipulagsstofnunar dags. 8. febrúar sl., um að endurskoðun landsskipulagsstefnu sé að hefjast. Í vinnunni er lögð áhersla á loftslag, landslag og lýðheilsu, sem verði betur fléttað inní landsskipulagsstefnuna.

15.Óbyggðanefnd - Þjóðlendumál á Snæfellsnesi

Málsnúmer 1808031Vakta málsnúmer


Lögð fram til kynningar ýmis gögn í tengslum við þjóðlendumál Grundarfjarðarbæjar.

Til máls tóku JÓK og BÁ.

16.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Lokaður dagskrárliður.

17.Sigríður G. Arnardóttir - Beiðni um lausn frá störfum í skólanefnd

Málsnúmer 1903020Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sigríði G. Arnardóttur, formanni skólanefndar, þar sem hún óskar lausnar frá störfum í skólanefnd frá 1. júní nk.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða beiðni Sigríðar.

18.SSV - Áfangastaðaáætlun Vesturlands

Málsnúmer 1902035Vakta málsnúmer


Margrét Björk Björnsdóttir atvinnuráðgjafi og verkefnisstjóri áfangastaðaáætlunar Vesturlands sat fundinn undir þessum lið. Með henni sat fundinn Sara Stef. Hildardóttir, MPM-nemi, sem vinnur að verkefni tengdu samskiptum í Svæðisgarðinum Snæfellsnesi.

Margrét kynnti áfangastaðaáætlunina sem var jafnframt lögð fyrir fundinn.

19.Reglur um námsleyfi

Málsnúmer 1903013Vakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK og BÁ.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

"Bæjarstjórn samþykkir að endurskoða "Reglur um styrki til starfsmanna á Leikskólanum Sólvöllum og í Grunnskóla Grundarfjarðar sem stunda fjarnám við leikskólakennaraskor og kennaraskor KHÍ".

Bæjarstjórn vísar reglunum til skólanefndar til skoðunar og felur nefndinni að gera tillögur um endurbættar reglur. Höfð verði hliðsjón af breytingum sem orðið hafa síðan reglurnar voru settar, á kennaranámi og fleiru. Skólanefnd er sérstaklega falið að kanna hvernig framkvæmd þessara mála hefur verið háttað hjá skólum bæjarins síðustu árin."

Samþykkt samhljóða.

20.Endurnýjun skráningar Naustálsflugvallar sem lendingarstaðar - beiðni um umsögn

Málsnúmer 1901019Vakta málsnúmer



Lögð fram umsókn Sigurðar Sigurbergssonar f.h. BIGF ehf. til Samgöngustofu um endurnýjun á skráningu Naustálsflugvallar sem lendingarstaðar, skv. 4. gr. sbr. 10. gr. reglugerðar um flugvelli nr. 464/2007, með síðari breytingum. Flugvöllurinn var skráður sem lendingarstaður til ársins 2006.

Erindið felur í sér að óskað er eftir umsögn bæjarstjórnar, vegna umsóknarinnar, sbr. 10. gr. reglugerðarinnar, þ.e. að bæjarstjórn geri ekki athugasemd við starfsemi eða staðsetningu skráðs lendingarstaðar.

Umsókn um skráningu er lögð fram til upplýsinga og gerir bæjarstjórn ekki athugasemdir við hana, enda er hún í samræmi við aðalskipulag dreifbýlis sem gerir ráð fyrir flugvelli á umræddum stað.

Samþykkt samhljóða.

21.Heildarstefna fyrir Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 1903009Vakta málsnúmer


Umræður um fyrirliggjandi stefnumótunarvinnu og næstu skref.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að skoða leiðir að vinnu við heildarstefnu, sem innihaldi m.a. þær stefnur og áætlanir sem ákveðið hefur verið að vinna að eða endurskoða.

22.Starfsreglur Grundarfjarðarbæjar um ráðningu starfsmanna

Málsnúmer 1902022Vakta málsnúmer


Lögð fram tillaga um endurskoðaðar starfsreglur bæjarins um ráðningu starfsmanna. Jafnframt lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 14. mars sl., varðandi framsal ráðningarvalds.

Frekari vinnu frestað til næsta fundar bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

23.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 89

Málsnúmer 1902002FVakta málsnúmer

  • 23.1 1810008 Markmið íþrótta- og æskulýðsnefndar
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 89 Unnið í skjali nefndarinnar um hlutverk, markmið og verkefni nefndarinnar. Nefndin mun vinna áfram í skjalinu milli funda. M.a. mun nefndin skoða nýleg drög að velferðarstefnu Vesturlands og taka úr henni ýmis atriði sem nefndin telur að samræmist markmiðum nefndarinnar.

    Íþrótta- og æskulýðsnefnd stefnir að því að efna til heilsuviku á sama tíma og hreyfivika UMFÍ stendur yfir, þ.e. 27. maí til 2. júní. Ennfremur mun nefndin hvetja bæjarbúa til þátttöku í átaki ÍSÍ, "Hjólað í vinnuna", sem stendur yfir dagana 8. til 28. maí nk.

    Bæjarstjóri mun leita eftir verkefnisstjóra til að halda utan um skipulagningu þessara viðburða.


  • 23.2 1808016 Endurskoðun fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 89 Bæjarstjóri sagði frá því að bæjarstjórn skoði nú þann möguleika að vinna eina heildarstefnu sem taki á fjölskyldustefnu, stefnu um menningarmál, íþrótta- og æskulýðsmálum og fleiru. Nefndin mun fylgjast með framvindunni.


  • 23.3 1810006 Samskipti og kynning íþróttafélaga hjá íþr. og æskulýðsnefnd
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 89 Í framhaldi af næsta lið á undan:
    Fyrirhuguðum fundi með íþrótta- og menningarfélögum í bænum hefur verið frestað í bili, þar sem fyrirkomulag við að móta heildstæða stefnu bæjarins er til skoðunar hjá bæjarstjórn. Efni og fyrirkomulag þessa fundar getur að einhverju leyti ráðist af því hvernig staðið verður að mótun heildstæðrar stefnu bæjarins. Fundurinn bíður þar til þetta skýrist.

  • 23.4 1902015 Sumarnámskeið fyrir börn 2019
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 89 Rætt um fyrirkomulag sumarnámskeiða fyrir yngri börn og ýmsar hugmyndir um útfærslu.
    Bæjarstjóri sér fyrir sér að ráða verkefnisstjóra til að hefja undirbúning og skipulagningu sumarnámskeiðanna sem fyrst. Nú í vikunni verður svo auglýst eftir starfsfólki til sumarstarfa hjá bænum. M.a. verður auglýst eftir umsjónarmanni með sumarnámskeiðunum og aðstoðarmanneskju.

  • 23.5 1903011 Vinnuskóli 2019
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 89 Boðað hefur verið til árlegs samráðsfundar vinnuskóla sveitarfélaganna þann 27. mars nk. í Reykjavík. Á þeim tíma verður ekki búið að ráða umsjónarmann vinnuskóla bæjarins fyrir sumarið 2019, en skoðað verður hvort bærinn geti sent fulltrúa á fundinn.


  • 23.6 1902025 Umboðsmaður barna - Niðurstöður könnunar um vinnuskóla fyrir ungmenni
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 89 Lagt fram til kynningar.

  • 23.7 1902045 Félagsmálaráðuneytið - Bréf félags- og barnamálaráðherra vegna vinnu við stefnumótun í málefnum barna
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 89 Lagt fram til kynningar.

24.Ungmennaráð - 5

Málsnúmer 1902001FaVakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK og BÁ.
  • 24.1 1809047 Störf ungmennaráðs á kjörtímabilinu
    Ungmennaráð - 5 Fjallað verður um næstu verkefni ungmennaráðs.
    Ungmennaráðið stefnir á að halda bingo til styrktar dvalarheimilisins Fellaskjóls, sem auglýst verður síðar.
    Hreyfidagur fyrir krakka á öllum aldri verður síðan skipulagður í vor.

  • 24.2 1902024 UMFÍ ungmennaráðstefna Ungt fólk og lýðræði
    Ungmennaráð - 5 Ungmennaráð hefur mikinn áhuga á þessari ráðstefnu og stefnir því á það að senda 2 - 4 fulltrúa frá Grundarfjarðarbæ á UMFÍ ungmennaráðstefnuna. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að sendir verði 2-4 fulltrúar á vegum ungmennaráðs á ungmennaráðstefnu UMFÍ í Borgarnesi.
  • 24.3 1903007 Ungt fólk í Grundarfirði
    Ungmennaráð - 5 Eftir að hafa skoðað núverandi fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar finnst okkur mikilvægt að leggja áherslu á að betrumbæta félagslíf og tómstundir fyrir unglinga.
    Einnig þarf að bæta samgöngur á milli bæjarfélaga fyrir þau ungmenni sem æfa íþróttir í Ólafsvík og Stykkishólmi.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, HK og UÞS.

    Bæjarstjórn tekur undir bókun ungmennaráðs um nauðsyn bættra samgangna milli bæjarfélaga á Snæfellsnesi og leggur til að málið verði tekið til umræðu í Byggðasamlagi Snæfellinga bs.

    Samþykkt samhljóða.

25.Bæjarráð - 525

Málsnúmer 1902005FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð - 525 Farið yfir fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir í framhaldi af fundi hafnarstjórnar, sem fundarmenn sátu á undan fundi bæjarráðs.

    Hafnarstjórn bókaði eftirfarandi:
    Til umræðu er staðan í hafnarframkvæmdum, en í janúar var boðinn út áfangi við dælingu efnis í púða undir lengingu Norðurgarðs. Eitt tilboð barst, frá Björgun ehf. Vegagerðin hefur fyrir hönd hafnarinnar átt í viðræðum við bjóðandann á grundvelli frávikstilboðs. Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðunni eftir samningaviðræður Vegagerðarinnar við Björgun. Farið var yfir áætlun fyrir framkvæmdina í heild, sem lá fyrir við gerð fjárhagsáætlunar sl. haust. Jafnframt rætt um stöðu hafnarinnar. Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að samið verði á grundvelli fyrirliggjandi tilboðsskrár, sem hafnarstjóri kynnti og er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.

    Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að gengið verði til samninga við Björgun ehf. í samræmi við bókun fundar hafnarstjórnar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs vegna samningsgerðar við Björgun ehf.
  • 25.2 1902049 Framkvæmdir 2019
    Bæjarráð - 525 Davíð Örn Jónsson, aðstoðarmaður skipulags- og byggingafulltrúa sat fundinn undir þessum lið. Auk hans komu inn á fundinn undir þessum lið Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss og síðan Gunnar Jóhann Elísson, umsjónarmaður fasteigna.

    Lögð fram drög að verkefnaskrám sem unnar voru af bæjarstjóra, aðstoðarmanni skipulags- og byggingafulltrúa, umsjónarmanni fasteigna og verkstjóra áhaldahúss. Verkefnaskrárnar gefa yfirsýn yfir framkvæmdaverkefni ársins, fjárveitingar, áfangaskiptingu o.fl. Farið yfir framkvæmdaverkefni ársins skv. skránum. Jafnframt rætt um kyndingu með varmadælu fyrir skóla- og íþróttamannvirki. Sérstaklega rætt um húsnæði að Grundargötu 31.

    Bæjarráð leggur til að leitað verði tilboða í fleiri verk í einu lagi.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, SG, HK og BS.
  • 25.3 1901021 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 525 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • Bæjarráð - 525 Lagt fram til kynningar uppgjör bókaðrar staðgreiðslu tekjuárið 2018.
  • 25.5 1902047 Inkasso - Tilboð
    Bæjarráð - 525 Lagt fram tilboð frá innheimtufyrirtækinu Inkasso í milliinnheimtu og lögfræðiinnheimtu.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra og skrifstofustjóra nánari skoðun og ákvörðun.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 525 Lagt fram yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur 31.12.2018.
  • Bæjarráð - 525 Lögð fram tillaga um afskrift viðskiptakrafna að fjárhæð 580.031 kr.

    Samþykkt samhljóða.
  • 25.8 1902054 Útsvarsskuldir
    Bæjarráð - 525 Lagt fram yfirlit yfir stöðu útsvarsskulda auk dráttarvaxta 31.12.2018.
  • 25.9 1902034 Stöðuleyfi
    Bæjarráð - 525 Lagður fram listi yfir gáma í þéttbýli sem lagður var fyrir 198. fund skipulags- og umhverfisnefndar, þar sem rætt var um stöðuleyfi og framkvæmd við veitingu þeirra.

    Bæjarráð felur skipulags- og byggingafulltrúa að senda bréf til eigenda gáma ásamt reikningi vegna óinnheimtra stöðuleyfisgjalda í samræmi við gjaldskrá sveitarfélagsins. Þá verði eigendur hvattir til að fjarlægja gáma innan tveggja mánaða. Að öðrum kosti verði gámar fjarlægðir á kostnað eigenda.

    Samþykkt samhljóða.

  • Bæjarráð - 525 Bæjarstjórn hafði vísað erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

    Rætt um meginatriði heilbrigðisstefnu. Bæjarstjóra falið að senda umsögn um stefnuna, en ætlunin er að senda sameiginlega með öðrum sveitarfélögum á Snæfellsnesi.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 525 Bæjarráð ræddi hugmynd að mótun sameiginlegrar heildarstefnu. Bæjarstjóra falið að afla gagna og undirbúa ákvarðanatöku í samræmi við umræður fundarins.

    Samþykkt samhljóða.
  • 25.12 1804014 Sögumiðstöðin
    Bæjarráð - 525 Rætt um málefni Sögumiðstöðvar m.t.t. stefnumótunar í menningarmálum.
  • Bæjarráð - 525 Lagður fram verksamningur við Almennu umhverfisþjónustuna ehf. vegna áningarstaðar við Kirkjufellsfoss, en samningurinn er gerður á grundvelli verðkönnunar sem fram fór í janúar sl.
  • Bæjarráð - 525 Lagt fram til kynningar bréf frá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði, varðandi ráðgjöf um styttingu vinnuvikunnar og eflingu lýðræðis.
  • Bæjarráð - 525 Lagt fram til kynningar bréf Íbúðalánasjóðs (ÍLS) um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. Bæjarstjóri mun óska eftir fresti við ÍLS til að ljúka húsnæðisáætlun Grundarfjarðarbæjar.
  • 25.16 1902042 HSH - Dagskrá þings
    Bæjarráð - 525 Lagt fram til kynningar dagskrá 79. héraðsþings HSH sem haldið verður 14. mars nk.
  • Bæjarráð - 525 Lagt fram til kynningar bankafærsluyfirlit Skátafélagsins Arnarins vegna áranna 2017-2018.
  • Bæjarráð - 525 Lagt fram til kynningar fundarboð Stjórnarráðs Íslands varðandi morgunverðarfund um almenningssamgöngur milli byggða, sem haldinn var 28. febrúar 2019.

26.Skipulags- og umhverfisnefnd - 198

Málsnúmer 1902001FVakta málsnúmer

  • Sótt er um byggingarleyfi vegna breytinga bæði utan- og innanhúss að Hlíðarvegi 5. Skipulags- og umhverfisnefnd - 198 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um leyfi til að byggja timbur hús á einni hæð að Fellasneið 8 smkv. framlögðum teikningum. Skipulags- og umhverfisnefnd - 198 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi vegna einbýlishúss að Fellasneið 8, að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Byggingarleyfi vegna nýbyggingar að Grund 2 var áður gefið út árið 2017.
    Lagðar eru fram reyndarteikningar ásamt umsókn vegna breytinga á húsnæði nýbyggingar að Grund 2.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 198 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um byggingarleyfi vegna breytinga á fjárhúsi að Grund 2. Skipulags- og umhverfisnefnd - 198 Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fara í vettvangsheimsókn við fyrsta tækifæri, til þess að kanna aðstæður. Bókun fundar Til máls tóku JÓK, UÞS, HK, SG, BS og BÁ.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við Búlandshöfða smkv. framlögðum teikningum.


    Skipulags- og umhverfisnefnd - 198 Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar erindinu. Nefndin bendir á að fyrirhuguð viðbygging er inná helgunarsvæði vegagerðarinnar.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og UÞS.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðar byggingar á frístundarhúsi en fyrir eru tvö sambærileg hús á jörðinni. Skipulags- og umhverfisnefnd - 198 Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar erindinu enda hefur svæðið ekki verið skipulagt undir frístundahús. Bókun fundar Til máls tóku JÓK, HK og UÞS.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðrar uppsetningu á varmadælu. Skipulags- og umhverfisnefnd - 198 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Nafnfræðisvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í samstarfi við Örnefnanefnd óskar eftir upplýsingum um nafngiftir býla. Skipulags- og umhverfisnefnd - 198 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindinu.
  • Óskað er eftir umsögn sveitastjórnar vegna umsóknar til samgöngustofu vegna skráningar lendingarstaðar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 198 Skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til bæjarstjórnar.
  • Lagt fram bréf frá stjórn Fellaskjóls.


    Skipulags- og umhverfisnefnd - 198 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að skipulags- og byggingarfulltrúi, í samráði við stjórn Fellaskjóls fari í þá vinnu að afmarka lóð dvalarheimilisins.
  • 26.11 1902034 Stöðuleyfi
    Fjallað um stöðuleyfi gáma í þéttbýli Grundarfjarðar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 198 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingafulltúa að taka á málum er varða stöðuleyfi gáma í þéttbýli. Bókun fundar Til máls tóku JÓK og UÞS.
  • Skotgrund leggur fram teikningar af hugmyndum að fyrirhugaðri uppbyggingu svæðisins í Kolgrafafirði. Skipulags- og umhverfisnefnd - 198

27.Hafnarstjórn - 4

Málsnúmer 1902007FVakta málsnúmer

  • Lagt fram til kynningar.
    Hafnarstjórn - 4
  • Fundargerð lögð fram til kynningar.

    Hafnarstjórn - 4
  • Framhald máls frá síðasta fundi. Gögn frá lögmanni lögð fram á fundinum um ákvæði í gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar sem hér ræðir um.
    Fulltrúum í hafnarstjórn er veitt umboð milli funda, til að ljúka afgreiðslu málsins.

    Hafnarstjórn - 4
  • Fulltrúar í bæjarráði sitja fundinn undir þessum lið.
    Hafnarstjórn - 4 Til umræðu er staðan í hafnarframkvæmdum, en í janúar var boðinn út áfangi við dælingu efnis í púða undir lengingu Norðurgarðs. Eitt tilboð barst, frá Björgun ehf. Vegagerðin hefur fyrir hönd hafnarinnar átt í viðræðum við bjóðandann á grundvelli frávikstilboðs. Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðunni eftir samningaviðræður Vegagerðarinnar við Björgun.
    Farið var yfir áætlun fyrir framkvæmdina í heild, sem lá fyrir við gerð fjárhagsáætlunar sl. haust. Jafnframt rætt um stöðu hafnarinnar.
    Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að samið verði á grundvelli fyrirliggjandi tilboðsskrár, sem hafnarstjóri kynnti og er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.

28.Fjárhagsskema 2019 - Yfirlit - Janúar

Málsnúmer 1903008Vakta málsnúmer

Lagt fram nýtt fjárhagsyfirlit sem er í þróun. Stefnt er að því að leggja yfirlit mánaðarlega fyrir fundi bæjarstjórnar. Yfirlitið sýnir samanburð reksturs einstakra stofnana bæjarins við fjárhagsáætlun viðkomandi stofnana, sem deilt hefur verið niður á 12 mánuði. Forstöðumenn hverrar stofnunar eða deildar bera ábyrgð á að rekstur standist áætlun hvers mánaðar. Yfirlitið gefur bæjarstjórn gleggri innsýn í stöðu og þróun reksturs stofnana bæjarins.

29.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Lokaður dagskrárliður.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið.