236. fundur 12. mars 2020 kl. 16:30 - 20:04 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
 • Hinrik Konráðsson (HK)
 • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
 • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
 • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
 • Signý Gunnarsdóttir (SG)
 • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína. Hún sagði m.a. frá fundum í skipulags- og umhverfisnefnd, hönnun göngustíga á áningarstaðnum við Kirkjufellsfoss, frá verkefni um öryggismál og upplýsingagjöf við Kirkjufell, en unnið er að gerð skilta með upplýsingum og öryggisatriðum. Hún sagði frá viðræðum við Hesteigendafélagið um beitarsamning og fundi með Rarik vegna yfirtöku götulýsingar í Grundarfirði.

BÁ, HK og RG sögðu frá eigendafundi sem þau sátu um Snæfellingshöllina ehf., sbr. lið 6 á 543. fundi bæjarráðs. Umræður um málið.

Lagt til að Rósa Guðmundsdóttir verði fulltrúi Grundarfjarðarbæjar í stjórn Snæfellingshallarinnar ehf. og Hinrik Konráðsson verði varamaður.

Samþykkt samhljóða.

2.Viðbúnaður vegna COVID-19

Málsnúmer 2003018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti viðbragðsáætlun Grundarfjarðarbæjar vegna heimsfaraldurs af völdum COVID-19, 1. útgáfu, sem gefin var út og birt á vef bæjarins þann 10. mars sl. Viðbragðsáætlunin á að vera stjórnendum Grundarfjarðarbæjar til stuðnings um það hvernig takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að leiða af dreifingu kórónaveirunnar (mars 2020).

Til að fylgja eftir viðbragðsáætluninni hafa bæjarstjóri og forstöðumenn stofnana Grundarfjarðarbæjar sett saman aðgerðaáætlun, til leiðbeiningar fyrir stjórnendur og starfsfólk bæjarins. Í henni eru skilgreindar þær ráðstafanir sem gerðar eru í stofnunum og starfsemi Grundarfjarðarbæjar, annars vegar til að varna sem mest útbreiðslu og draga úr áhrifum veirunnar og hins vegar til að undirbúa skerta starfsemi, en með eins lítilli röskun og hægt er miðað við aðstæður. Aðgerðaáætlunin er í stöðugri endurskoðun.

Bæjarstjóri fór yfir aðgerðaáætlunina. Rætt sérstaklega um fundi á vegum bæjarins og fyrirkomulag þeirra.

Bæjarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti þær ráðstafanir sem snúast um fundi. Bæjarstjórn heimilar að fundir nefnda og ráða, auk funda bæjarstjórnar sjálfrar, megi fara fram sem fjarfundir, ef nauðsyn krefur, í samræmi við væntanlega breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjóri sagði jafnframt frá fundum með almannavarnanefnd Vesturlands.

3.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Rætt um fundi framundan og fyrirkomulag þeirra.

4.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Lögð var fram eftirfarandi bókun:

„Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar krefst þess að nú þegar hefjist vinna við að tryggja afhendingaröryggi rafmagns á Snæfellsnesi. Í dag er aðeins ein stofnlína sem tengir Snæfellsnesið við megin stofnleið landsins, en tengingin er frá Vatnshömrum í Borgarfirði að Vegamótum á Snæfellsnesi og er þessi lína orðin tæplega 50 ára gömul. Því er afar brýnt að hefja strax endurnýjun á stofnlínunni frá Vatnshömrum að Vegamótum til að bæta afhendingaröryggi og leysa spennuvandamál. Þá er ekki síður mikilvægt að leggja nýja línu frá Glerárskógum í Dalabyggð að Vogaskeiði á Snæfellsnesi og tryggja þannig hringtengingu (N-1) á Snæfellsnesi. Það er gríðarlegt óöryggi fyrir jafn stórt svæði og Snæfellsnes að hafa ekki hringtengingu og úr því verður að leysa hið fyrsta.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar leggur einnig áherslu á að nú þegar verði tryggt að varaafl sé til staðar á Snæfellsnesi ef bilun verði í stofnlínukerfinu, ekki síst vegna þess að húsnæði bæði í Grundarfirði og Snæfellsbæ er hitað upp með rafmangi og langvarandi rafmagnsleysi gæti því haft mjög alvarlegar afleiðingar á svæðinu.

Uppbygging raforkukerfisins á Snæfellsnesi þolir enga bið, nauðsynlegt er að Landsnet og Rarik hefji nú þegar undirbúning að framkvæmdum til að tryggja afhendingaröryggi rafmagns, auk þess sem bætt aðgengi að rafmangi getur orðið undirstaða frekari sóknar Snæfellinga í atvinnumálum og styrkir búsetukosti.“

Samþykkt samhljóða.

5.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 94

Málsnúmer 2002004FVakta málsnúmer

 • 5.1 1908016 Þríhyrningur - hugmyndir, hönnun, endurbætur
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 94 Farið var yfir minnisblöð frá fyrri fundum, gögn frá opnum fundum á vegum nefndarinnar og skoðaðar hugmyndir og ýmis fordæmi um almenningsgarða, útikennslustofur, leiktæki/aðstöðu fyrir leik, og fleira.
  Sett saman drög að áætlun um uppbyggingu, þ.e. helstu verkþættir og unnin drög að kostnaðaráætlun.
  Bæjarstjóri sagði frá undirbúningi þess að fá landslagsarkitekt til aðstoðar við verkefnið.
  Farið yfir viðræður við fulltrúa félagasamtaka um aðkomu að uppbyggingu Þríhyrningsins.

  Stefnt að næsta fundi miðvikudaginn 4. mars nk.

  Nefndarmenn skiptu á milli sín að ræða við tiltekna aðila um að koma sem gestir inná næsta fund, til viðræðna um Þríhyrning og fleira.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd - 212

Málsnúmer 2002005FVakta málsnúmer

 • Tillaga að Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, ásamt umhverfisskýrslu, var auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, þann 4. desember 2019. Athugasemdafrestur rann út þann 22. janúar 2020. Sex athugasemdir bárust og lágu þær fyrir fundinum, auk yfirlits yfir efni athugasemdanna og draga að afgreiðslu þeirra.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 212 Eftirfarandi aðilar gerðu athugasemdir við framlagða aðalskipulagstillögu og/eða umhverfisskýrslu:

  1.Ásta B. Pétursdóttir og Nicolai Jónasson, f.h. Berserkseyrar Ytri, dags. jan. 2020

  2.Gaukur Garðarsson f.h. jarðareigenda Mýrarhúsa, dags. 21.1.2020

  3.Heiðar Þór Bjarnason f.h. Hesteigendafélags Grundarfjarðar, dags. 22.1.2020

  4.Hugrún Elísdóttir og Katrín Elísdóttir, Grundargötu 6, dags 22.1.2020

  5.Ólafur Tryggvason f.h. reiðveganefndar Hestamannafélagsins Snæfellings, dags. 9.1.2020.

  6.Unnsteinn Guðmundsson, dags. 20.1.2020

  Í samræmi við 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 fór skipulags- og umhverfisnefnd yfir framkomnar athugasemdir og drög að afgreiðslu þeirra og ræddi m.t.t. mögulegra breytinga á aðalskipulagstillögunni eða annarrar meðferðar.

  Björg Ágústsdóttir vék af fundi undir umræðum um athugasemdir sem lutu að reiðvegum.

  Á næsta fundi nefndarinnar verður gengið frá afgreiðslu athugasemda. Stefnt er að endanlegri afgreiðslu tillögunnar til samþykktar hjá bæjarstjórn fyrri hluta mars 2020.

 • Fyrir fundinum lá aðalskipulagstillagan, ásamt umhverfisskýrslu og öðrum gögnum, eins og þau voru kynnt á auglýsingartíma tillögunnar, frá 4. desember 2019 til 22. janúar 2020. Auk þess gögn vegna samskipta við Skipulagsstofnun fyrir kynningartímann.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 212 Farið yfir tillöguna og fylgigögn og ritaðir minnispunktar um það sem nefndin óskar eftir að verði lagfært í endanlegri útgáfu tillögunnar.
  Að öðru leyti er vísað í lið 1 á fundinum.

  Bókun fundar Til máls tóku JÓK og UÞS.

7.Bæjarráð - 543

Málsnúmer 2002001FVakta málsnúmer

 • 7.1 1912003 Framkvæmdir 2020
  Bæjarráð - 543 Í upphafi fundar fór bæjarráð í Grunnskóla Grundarfjarðar og skoðaði aðstöðu fyrir heilsdagsskóla, í fylgd með skólastjóra og umsjónarmanni fasteigna.

  Farið yfir lausnir að bættri aðstöðu fyrir heilsdagsskóla og útfærslur á slíkum framkvæmdum, en gert er fyrir fjármunum í verkefnið á fjárhagsáætlun ársins.
 • 7.2 1801048 Sögumiðstöðin
  Bæjarráð - 543 Bæjarstjóri sagði frá vinnu menningarnefndar og hugmyndum v. tillögu sem er í mótun um starfsemi og aðstöðu í Sögumiðstöð.

 • 7.3 2001004 Lausafjárstaða
  Bæjarráð - 543 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
 • Bæjarráð - 543 Lögð fram gögn sem sýna staðgreiðsluuppgjör sveitarfélaga vegna útsvars sem bókað er árið 2019, hlutfallsbreytingu á staðgreiðslu sveitarfélaga milli áranna 2018 og 2019 og yfirlit yfir greidda staðgreiðslu Grundarfjarðarbæjar árin 2018 og 2019.
 • 7.5 2002001 Greitt útsvar 2020
  Bæjarráð - 543 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar í janúar 2020. Skv. yfirlitinu lækkar greitt útsvar í janúar um 18,5% milli ára. Jafnframt farið yfir samskipti bæjarstjóra við RSK og skriflegar óskir til stofnunarinnar um upplýsingagjöf um útsvarsgreiðslur til sveitarfélagsins, sbr. fyrri umræður í bæjarráði.

  Bæjarráð felur skrifstofustjóra að leita skýringa hjá RSK á lækkun útsvars.
  Bókun fundar Ekki hefur borist svar við ósk um skýringar frá RSK, sem skrifstofustjóri sendi í framhaldi af bókun bæjarráðs.
 • Bæjarráð - 543 Lögð fram gögn vegna Snæfellingshallarinnar. Eigendafundur um fjárhagslegt uppgjör og ákvarðanir er fyrirhugaður 2. mars nk. og óskað hefur verið eftir tveimur fulltrúum frá Grundarfjarðarbæ.

  Lagt til að Björg Ágústsdóttir og Hinrik Konráðsson verði fulltrúar Grundarfjarðarbæjar á fundinum. Gert er ráð fyrir að stjórnarmenn Snæfellingshallarinnar ehf. verði jafnframt þátttakendur í fundinum.

  Bæjarráð lítur svo á að um upplýsingafund sé að ræða. Ákvarðanir sem taka þarf í félaginu um þau atriði sem lúta að fjármálum og uppgjörum þarf alltaf, hvað varðar eignarhlut Grundarfjarðarbæjar, að leggja fyrir bæjarráð og bæjarstjórn til ákvörðunar.

  Bæjarráð óskar eftir ársreikningum Snæfellingshallarinnar ehf. frá upphafi til ársins 2017.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Vísað til umræðu um málið undir minnispunktum bæjarstjóra.

  Málið er í vinnslu.
 • Bæjarráð - 543 Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 13. febrúar sl. tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum tiltekinna lóða. Íbúðarhúsalóðir voru taldar upp í samþykktinni.
  Við Ölkelduveg eru tvær auðar lóðir vestan við parhúsið nr. 25 og 27 merktar nr. 27 og 29 í deiliskipulagi, en ættu að vera nr. 29 og 31.

  Bætt verði við upptalninguna lóð nr. 31 við Ölkelduveg (sem í deiliskipulagi er númeruð 29).

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir þetta með bæjarráði.
 • Bæjarráð - 543 RG vék af fundi undir þessum lið. HK tók við stjórn fundarins.

  Lagt fram bréf atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 30. desember 2019, um byggðakvóta 2019-2020, sem áður hefur verið lagt fram, ásamt skýringum ráðuneytisins dags. 31. janúar 2020, á lægri úthlutun byggðakvóta en árið á undan.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða óbreyttar reglur við úthlutun kvótans, sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020 nr. 676/2019.

  RG tók aftur sæti sitt á fundinum og við stjórn hans.

 • Bæjarráð - 543 Lagt fram bréf Stykkishólmsbæjar dags. 13. febrúar sl. þar sem lagt er til að sett verði sameiginleg íþróttastefna fyrir Snæfellsnes.

  Bæjarráð lýsir yfir áhuga sínum á sameiginlegri íþróttastefnu á Snæfellsnesi og felur bæjarstjóra að svara erindinu.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 543 Íbúð 101 að Hrannarstíg 18 var auglýst laus til umsóknar. Ein umsókn barst um íbúðina, frá Tryggva Gunnarssyni og Kristínu Lilju Nóadóttur.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta íbúðinni til umsækjenda og felur skrifstofustjóra að ganga frá samningi.

  Jafnframt lögð fram umsókn umsækjenda um bílastæði í bílakjallara. Íbúðir að Hrannarstíg 18 eru átta talsins, en bílastæði eru sex og öll í útleigu eins og stendur.

  Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs er staðfest.
 • Bæjarráð - 543 Lagður fram tölvupóstur frá Golfklúbbnum Vestarr dags. 7. febrúar sl. með ósk um viðræður við bæjarráð vegna byggingar vélaskemmu við Bárarvöll.

  Bæjarráð þykir þetta spennandi hugmynd sem vert er að skoða og vísar erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun 2021. Hafi stjórn golfklúbbsins hugmyndir að því hvernig unnt er að veita klúbbnum liðsinni að öðru leyti, er bæjarráð tilbúið til viðræðna.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 543 RG vék af fundi undir þessum lið. HK tók við stjórn fundarins.

  Lagt fram erindi frá Guðmundi Runólfssyni hf. varðandi það hvort Grundarfjarðarbær muni nýta sér forkaupsrétt á fiskiskipinu Helga SH-235, skipaskráningarnúmer 2017, í samræmi við lög um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, vegna kauptilboðs, sem borist hefur í bátinn. Fyrir liggur að enginn kvóti er á bátnum.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða að nýta ekki forkaupsrétt Grundarfjarðarbæjar á Helga SH-235.

  RG tók aftur sæti sitt á fundinum og við stjórn hans.
  Bókun fundar RG vék af fundi undir þessum lið.

  Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

  RG tók aftur sæti sitt á fundinum.
 • Bæjarráð - 543 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Skotfélaginu Skotgrund dags. 8. febrúar sl., þar sem kynnt er að undirbúningur sé hafinn á alþjóðlegu riffilskotmóti sem haldið verður á skotsvæði félagsins í Kolgrafafirði.

  Bæjarráð lýsir yfir ánægju með starfsemi félagsins og þá miklu uppbyggingu sem hefur verið á svæðinu. Hafi stjórn skotfélagsins hugmyndir að því hvernig unnt er að veita félaginu liðsinni við undirbúning og framkvæmd riffilskotmótsins, er bæjarráð tilbúið til viðræðna.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 543 Lagður fram til kynningar ársreikningur Golfklúbbsins Vestarrs 2018-2019.
 • Bæjarráð - 543 Lagður fram til kynningar ársreikningur Félags eldri borgara 2018-2019.
 • Bæjarráð - 543 Lagðir fram til kynningar húsaleigusamningar um Grundargötu 69, annars vegar milli Leigufélagsins Bríetar ehf. og Grundarfjarðarbæjar og hins vegar milli Grundarfjarðarbæjar og Astu Jakiene.
 • Bæjarráð - 543 Lagðir fram til kynningar minnispunktar Almannavarnarnefndar á Vesturlandi frá 6. febrúar sl.
 • Bæjarráð - 543 Lagður fram til kynningar samstarfssamningur Byggðastofnunar og Grundarfjarðarbæjar vegna þjónustukorts.
 • Bæjarráð - 543 Lögð fram til kynningar uppfærð stefna Grundarfjarðarbæjar varðandi einelti, kynferðisleg eða kynbundin áreiti og ofbeldi á vinnustað, ásamt viðbragðsáætlun.
 • Bæjarráð - 543 Lögð fram til kynningar kynning á málþingi FSS, félagsmálanefndar Snæfellinga og velferðarnefnda aðildarsveitarfélaga. Yfirskrift málþingsins er "Lífsgæði fatlaðs fólks á Snæfellsnesi" og verður haldið haustið 2020.
 • Bæjarráð - 543 Lagður fram til kynningar samningur Rarik ohf. og Grundarfjarðarbæjar um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar í Grundarfjarðarbæ.
 • Bæjarráð - 543 Lagður fram til kynningar samningur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi v/Sóknaráætlunar Vesturlands og Grundarfjarðarbæjar um verkefni í Þríhyrningi. Styrkfjárhæð er 200.000 kr.
 • Bæjarráð - 543 Lögð fram til kynningar nýjustu drög Capacent að heildarstefnu fyrir Grundarfjarðarbæ.
 • Bæjarráð - 543 Lögð fram til kynningar gögn frá Íslenska gámafélaginu ehf., sem er svarbréf við fyrirspurn bæjarins vegna rangra upplýsinga í bréfi Umhverfisstofnunar dags. 10. janúar sl. sem lagt var fram á fundi bæjarstjórnar þann 17. febrúar sl. Hið rétta er að endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í Grundarfirði er nálægt 50% en ekki innan við 5%, eins og kom fram í bréfi Umhverfisstofnunar.

  Bæjarstjóra falið að koma réttum upplýsingum á framfæri við Umhverfisstofnun.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Nýjar upplýsingar hafa borist? xxx
 • Bæjarráð - 543 Lögð fram til kynningar og umsagnar tillaga umhverfis- og samgöngunefndar til þingsályktunar v/hagkvæmniathugunar á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 262 mál.
 • Bæjarráð - 543 Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til forsætisráðuneytisins dags. 21. febrúar sl. varðandi umsögn um frumvarp um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarhald og nýtingu fasteigna, mál S-34/2020.

8.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 95

Málsnúmer 2002003FVakta málsnúmer

 • 8.1 1908016 Þríhyrningur - hugmyndir, hönnun, endurbætur
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 95 Áfram unnið í hugmyndum fyrir Þríhyrning.

  Ragnheiður Dröfn sýndi teikningar sem nemendur hennar í þriðja bekk grunnskólans unnu í náttúrufræði, þar sem farið var í útikennslu í Þríhyrning. Nemendum var skipt í hópa og hóparnir unnu hver sína tillögu að framtíðarfyrirkomulagi í Þríhyrningi. Það er athyglisvert að í hugmyndunum koma fram mikið af þeim atriðum sem komið hafa uppá borðið í hugmyndavinnu með íbúum, um Þríhyrninginn. Engu að síður eru einnig skemmtilegar hugmyndir til viðbótar við það sem þegar er komið fram.
  Myndir af hugmyndunum eru lagðar undir málið sem málsgögn, og verða nýttar í vinnunni.

  Ragnheiður Dröfn hafði rætt við formann UMFG um hugmyndir um samstarf og var tekið jákvætt í það.

  Rætt um vinnuna framundan og næstu skref skipulögð. Sett niður í minnisblað sem Björg mun bæta undir málið.


 • 8.2 2003010 Frisbígolf
  Formaður bauð gesti velkomna, þá Hafstein Mar og Loft Árna.

  Nefndin hafði óskað eftir að fá þá til fundar við sig til að ræða um möguleika á því að koma upp aðstöðu fyrir frisbígolf í Grundarfirði.
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 95 Rætt var um aðstöðu fyrir frisbígolf.
  Hafsteinn og Loftur fóru yfir það hvernig aðstöðu þarf fyrir frisbígolf, en fyrir nokkrum árum höfðu þeir félagar komið upp einni heimatilbúinni körfu í Paimpolgarði í þessu skyni.

  Skoðaðar voru myndir og rætt um hvernig þessi íþrótt fer fram. Ennfremur farið yfir kort af bænum og rætt um heppilega staðsetningu á körfum. Paimpolgarður og svæði ofan byggðar koma helst til greina, en æskilegt er að það sé þokkalegt landrými í kringum körfurnar og ennfremur að landslag og umhverfi sé aðlaðandi fyrir útivist og hreyfingu.

  Nefndin er mjög áhugasöm um að hægt sé að koma upp heilsársaðstöðu til að stunda frisbígolf. Nefndin telur að það sé til þess fallið að ýta undir hreyfingu og útivist hjá fólki á öllum aldri.

  Ákveðið var að hefja undirbúning að því að þetta geti orðið að veruleika.
  Hafsteinn og Loftur munu leita tiltekinna upplýsinga sem snúa að búnaði og aðstöðu, auk þess að skoða betur staðsetningu fyrir körfur.

  Nefndin mun sömuleiðis vinna nánar í hugmyndinni, m.a. byrja að ræða hugmyndina við hagsmunaaðila.

  Gestunum var þakkað fyrir komuna og fyrir að taka vel í óskir nefndarinnar um samstarf við að þróa þetta áfram.

 • 8.3 1903009 Heildarstefna fyrir Grundarfjarðarbæ
  Fyrir liggja drög Capacent að heildarstefnu, út úr stefnumótunarvinnu bæjarstjórnar sem nefndir hafa tekið þátt í. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 95 Drögin lögð fram til kynningar og nefndin mun fara vel yfir þau atriði sem falla undir málefnasvið nefndarinnar.
  Til umræðu á næsta fundi.
 • 8.4 2003008 Sumarnámskeið fyrir börn 2020
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 95 Nefndin fór yfir greinargerð umsjónarmanns sumarnámskeiða 2019, einkum um þau atriði sem ástæða er til að vinna betur í.

  Samþykkt að félagasamtökum verði skrifað bréf, þar sem leitað verði samstarfs um ákveðna þætti á svipuðum nótum og í fyrra, auk þess sem allar góðar hugmyndir eru vel þegnar. Bæjarstjóra falin framkvæmd þess.

  Stefnt að því að fá fulltrúa UMFG sérstaklega til samtals við nefndina, vegna skipulags sumarnámskeiðanna, til að hægt sé að tryggja góða samfellu í sumarnámskeiðum og íþróttastarfi UMFG yfir sumarið.

  Til frekari vinnslu á næsta fundi.

9.Skipulags- og umhverfisnefnd - 213

Málsnúmer 2002006FVakta málsnúmer

 • Lagðir fram til kynningar skilmálar vegna úthlutunar lóða sem bæjarstjórn samþykkti í febrúar og gilda vegna tímabundins afsláttar af gatnagerðargjöldum frá 1. mars til 31. ágúst 2020.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 213
  Nefndin fór yfir skilmálana, sem auglýstir voru í febrúar.

  Nefndin lýsir ánægju með samþykkt bæjarstjórnar.

  Næsti fundur nefndarinnar verður mánudaginn 16. mars nk. og tekur nefndin þá til afgreiðslu þær lóðaumsóknir sem borist hafa fyrir kl. 14.00 föstudaginn 13. mars nk.
  Sett verði auglýsing á vef bæjarins og vakin athygli á þessu.

 • Í tillögu að aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, sem auglýst hefur verið, er gert ráð fyrir að íbúðarsvæði framlengist upp með Ölkelduvegi. Skipulags- og umhverfisnefnd - 213 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi fyrir Ölkeldudal frá 2003, þar sem deiliskipulagsreiturinn verði stækkaður og bætt við lóðum fyrir íbúðarhúsnæði, upp Ölkelduveg, í samræmi við áformaðar breytingar í verðandi aðalskipulagi.

  Bókun fundar Til máls tóku JÓK og UÞS.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og felur embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi við Ölkelduveg.

  Höfð verði hliðsjón af endanlegri afgreiðslu aðalskipulagstillögu, hvað varðar þetta svæði, við þessa breytingu deiliskipulagsins.
 • Í bókun bæjarstjórnar á fundi 13. febrúar sl. var nefndinni falið að skoða þær heimildir, gögn og rannsóknir sem til eru um þróun og stöðu lífríkis Melrakkaeyjar vegna friðlýsingar eyjunnar árið 1971.


  Skipulags- og umhverfisnefnd - 213 Nefndin ræddi bókun bæjarstjórnar.

  Nefndin óskar eftir gögnum frá Umhverfisstofnun, sbr. auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda nr. 118/1974, um þær rannsóknir sem farið hafa fram á lífríki Melrakkaeyjar og varpað geta ljósi á stöðu þess.

  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 9.4 1905027 Umhverfisrölt 2020
  Fyrir fundinum lá skýrsla vegna umhverfisrölts 2018 og 2019. Í skýrslunni er farið yfir ábendingar úr umhverfisrölti með íbúum, stöðu verkefna og áætlaða forgangsröðun framkvæmda/úrbóta.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 213 Farið yfir skýrsluna og það sem áunnist hefur. Rætt um umhverfismálin fyrir komandi sumar. Nefndin benti á nokkur atriði sem bæjarstjóri tók niður, til skoðunar.

  Nefndin lýsir yfir ánægju með þau atriði sem náðst hefur að lagfæra og fram koma í skýrslunni.

  Nefndin stefnir að því að farið verði í umhverfisrölt ársins um miðjan maí nk.

  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Gögn af morgunverðarfundi Skipulagsstofnunar og loftslagsráðs í janúar sl. um loftslagsmál og skipulag í þéttbýli. Yfirskrift fundarins var: Hvernig má ná árangri í loftslagsmálum með skipulagsgerð.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 213 Lagt fram til kynningar.

 • Gögn af morgunverðarfundi Skipulagsstofnunar og landlæknisembættis um lýðheilsumál, heilsueflandi samfélag og skipulagsgerð.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 213 Lagt fram til kynningar.

10.Kosning í nefndir og stjórnir skv. C. lið 47. gr. samþykkta um stjórn Grundarfjarðarbæjar.

Málsnúmer 1806016Vakta málsnúmer

Árleg kosning þriggja fulltrúa á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, skv. 10. tl. C-liðar 47. gr. samþykkta um stjórn Grundarfjarðarbæjar.
Lagt til að Jósef Ó. Kjartansson, Hinrik Konráðsson og Unnur Þóra Sigurðardóttir verði fulltrúar Grundarfjarðarbæjar á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og að Rósa Guðmundsdóttir, Sævör Þorvarðardóttir og Bjarni Sigurbjörnsson verði til vara.

Samþykkt samhljóða.

11.Lánasjóður sveitarfélaga - Lántaka 2020

Málsnúmer 2002028Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun ársins 2020 gerir ráð fyrir 200 millj. króna lántöku til fjármögnunar á afborgunum eldri lána og framkvæmda við Grundarfjarðarhöfn.
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 200.000.000.-, með lokagjalddaga þann 5. október 2034, í samræmi skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórn hefur kynnt sér.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á afborgunum eldri lána og framkvæmda við höfn sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Björgu Ágústsdóttur, bæjarstjóra, kt. 240368-3239, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grundarfjarðarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

12.Rekstrar- og stjórnsýsluúttekt

Málsnúmer 2003021Vakta málsnúmer


Lögð fram áætlun frá HLH ehf. um umfang og kostnað við úttekt og ráðgjöf sem bæjarstjórn hafði óskað eftir. Haraldur Líndal Haraldsson hagfræðingur verður ráðgjafi, en hann vann sambærilega úttekt fyrir bæinn á árinu 2012.

Til máls tóku JÓK, BÁ, RG, UÞS.

Forseti lagði til að gengið verði að áætlun/tilboði HLH ehf. um heildarúttekt á rekstri Grundarfjarðarbæjar, sem fram fari í marsmánuði.

Samþykkt samhljóða.

13.N4 - Samstarf 2020

Málsnúmer 2003007Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni N4 um samstarf og fjárframlag 2020 vegna þáttagerðar "Að vestan".

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að gengið verði til samninga við N4 um samstarf, á sömu nótum og síðustu ár, og felur bæjarstjóra að undirrita samning.

14.Sögumiðstöðin

Málsnúmer 1801048Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta menningarnefndar varðandi Sögumiðstöð.

15.SSV - Aðalfundarboð

Málsnúmer 2003002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Aðalfundurinn verður haldinn 1. apríl 2020 í Borgarnesi.

16.HSH - Héraðsþing 7. apríl 2020, dagskrá

Málsnúmer 2002036Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar dagskrá 80. héraðsþings HSH sem haldið verður 7. apríl 2020.

17.Ungmennafélag Íslands - Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 1.-3. apríl 2020

Málsnúmer 2003004Vakta málsnúmer

Lagt fram kynningarbréf UMFÍ og dagskrá ungmennaráðstefnunnar "Ungt fólk og lýðræði" sem haldin verður 1.-3. apríl 2020 að Laugarvatni.

18.Samband íslenskra sveitafélaga - Sameininganámsferð til Bergen 30. ágúst til 2. sept. nk.

Málsnúmer 2002038Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna námsferðar til Noregs fyrir íslenska sveitarstjórnarmenn 31. ágúst til 1. september 2020.

19.Almannavarnanefnd Vesturlands - gögn og fundargerðir

Málsnúmer 2003003Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar minnispunktar frá fundi almannavarnanefndar og sóttvarnalæknis á Vesturlandi sem haldinn var 2. mars 2020.

20.Sorpurðun Vesturlands hf.- Fundargerð stjórnarfundar 26. febrúar 2020

Málsnúmer 2003006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Sorpurðunar Vesturlands hf. frá 26. febrúar 2020.

Til máls tóku JÓK, BÁ og UÞS.

21.Samstarfsfundir persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga - Fundargerðir

Málsnúmer 2002029Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir samstarfsfunda persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga sem haldnir voru 17. október og 28. nóvember 2019.

22.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerð 176. fundar stjórnar

Málsnúmer 2003011Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 176. fundar Breiðafjarðarnefndar (skype) sem haldinn var 14. janúar 2020.

23.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 878. fundar stjórnar

Málsnúmer 2002020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 878. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 31. janúar 2020.

24.Unicef Ísland - Barnvæn sveitarfélög. Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 2002037Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Unicef frá 30. janúar sl. um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:04.