-
Bæjarráð - 543
Í upphafi fundar fór bæjarráð í Grunnskóla Grundarfjarðar og skoðaði aðstöðu fyrir heilsdagsskóla, í fylgd með skólastjóra og umsjónarmanni fasteigna.
Farið yfir lausnir að bættri aðstöðu fyrir heilsdagsskóla og útfærslur á slíkum framkvæmdum, en gert er fyrir fjármunum í verkefnið á fjárhagsáætlun ársins.
19.2
1801048
Sögumiðstöðin
Bæjarráð - 543
Bæjarstjóri sagði frá vinnu menningarnefndar og hugmyndum v. tillögu sem er í mótun um starfsemi og aðstöðu í Sögumiðstöð.
-
Bæjarráð - 543
Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
-
Bæjarráð - 543
Lögð fram gögn sem sýna staðgreiðsluuppgjör sveitarfélaga vegna útsvars sem bókað er árið 2019, hlutfallsbreytingu á staðgreiðslu sveitarfélaga milli áranna 2018 og 2019 og yfirlit yfir greidda staðgreiðslu Grundarfjarðarbæjar árin 2018 og 2019.
-
Bæjarráð - 543
Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar í janúar 2020. Skv. yfirlitinu lækkar greitt útsvar í janúar um 18,5% milli ára. Jafnframt farið yfir samskipti bæjarstjóra við RSK og skriflegar óskir til stofnunarinnar um upplýsingagjöf um útsvarsgreiðslur til sveitarfélagsins, sbr. fyrri umræður í bæjarráði.
Bæjarráð felur skrifstofustjóra að leita skýringa hjá RSK á lækkun útsvars.
Bókun fundar
Ekki hefur borist svar við ósk um skýringar frá RSK, sem skrifstofustjóri sendi í framhaldi af bókun bæjarráðs.
-
Bæjarráð - 543
Lögð fram gögn vegna Snæfellingshallarinnar. Eigendafundur um fjárhagslegt uppgjör og ákvarðanir er fyrirhugaður 2. mars nk. og óskað hefur verið eftir tveimur fulltrúum frá Grundarfjarðarbæ.
Lagt til að Björg Ágústsdóttir og Hinrik Konráðsson verði fulltrúar Grundarfjarðarbæjar á fundinum. Gert er ráð fyrir að stjórnarmenn Snæfellingshallarinnar ehf. verði jafnframt þátttakendur í fundinum.
Bæjarráð lítur svo á að um upplýsingafund sé að ræða. Ákvarðanir sem taka þarf í félaginu um þau atriði sem lúta að fjármálum og uppgjörum þarf alltaf, hvað varðar eignarhlut Grundarfjarðarbæjar, að leggja fyrir bæjarráð og bæjarstjórn til ákvörðunar.
Bæjarráð óskar eftir ársreikningum Snæfellingshallarinnar ehf. frá upphafi til ársins 2017.
Samþykkt samhljóða.
Bókun fundar
Vísað til umræðu um málið undir minnispunktum bæjarstjóra.
Málið er í vinnslu.
-
Bæjarráð - 543
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 13. febrúar sl. tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum tiltekinna lóða. Íbúðarhúsalóðir voru taldar upp í samþykktinni.
Við Ölkelduveg eru tvær auðar lóðir vestan við parhúsið nr. 25 og 27 merktar nr. 27 og 29 í deiliskipulagi, en ættu að vera nr. 29 og 31.
Bætt verði við upptalninguna lóð nr. 31 við Ölkelduveg (sem í deiliskipulagi er númeruð 29).
Samþykkt samhljóða.
Bókun fundar
Bæjarstjórn tekur undir þetta með bæjarráði.
-
Bæjarráð - 543
RG vék af fundi undir þessum lið. HK tók við stjórn fundarins.
Lagt fram bréf atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 30. desember 2019, um byggðakvóta 2019-2020, sem áður hefur verið lagt fram, ásamt skýringum ráðuneytisins dags. 31. janúar 2020, á lægri úthlutun byggðakvóta en árið á undan.
Bæjarráð samþykkir samhljóða óbreyttar reglur við úthlutun kvótans, sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020 nr. 676/2019.
RG tók aftur sæti sitt á fundinum og við stjórn hans.
-
Bæjarráð - 543
Lagt fram bréf Stykkishólmsbæjar dags. 13. febrúar sl. þar sem lagt er til að sett verði sameiginleg íþróttastefna fyrir Snæfellsnes.
Bæjarráð lýsir yfir áhuga sínum á sameiginlegri íþróttastefnu á Snæfellsnesi og felur bæjarstjóra að svara erindinu.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 543
Íbúð 101 að Hrannarstíg 18 var auglýst laus til umsóknar. Ein umsókn barst um íbúðina, frá Tryggva Gunnarssyni og Kristínu Lilju Nóadóttur.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta íbúðinni til umsækjenda og felur skrifstofustjóra að ganga frá samningi.
Jafnframt lögð fram umsókn umsækjenda um bílastæði í bílakjallara. Íbúðir að Hrannarstíg 18 eru átta talsins, en bílastæði eru sex og öll í útleigu eins og stendur.
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs er staðfest.
-
Bæjarráð - 543
Lagður fram tölvupóstur frá Golfklúbbnum Vestarr dags. 7. febrúar sl. með ósk um viðræður við bæjarráð vegna byggingar vélaskemmu við Bárarvöll.
Bæjarráð þykir þetta spennandi hugmynd sem vert er að skoða og vísar erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun 2021. Hafi stjórn golfklúbbsins hugmyndir að því hvernig unnt er að veita klúbbnum liðsinni að öðru leyti, er bæjarráð tilbúið til viðræðna.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 543
RG vék af fundi undir þessum lið. HK tók við stjórn fundarins.
Lagt fram erindi frá Guðmundi Runólfssyni hf. varðandi það hvort Grundarfjarðarbær muni nýta sér forkaupsrétt á fiskiskipinu Helga SH-235, skipaskráningarnúmer 2017, í samræmi við lög um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, vegna kauptilboðs, sem borist hefur í bátinn. Fyrir liggur að enginn kvóti er á bátnum.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að nýta ekki forkaupsrétt Grundarfjarðarbæjar á Helga SH-235.
RG tók aftur sæti sitt á fundinum og við stjórn hans.
Bókun fundar
RG vék af fundi undir þessum lið.
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
RG tók aftur sæti sitt á fundinum.
-
Bæjarráð - 543
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Skotfélaginu Skotgrund dags. 8. febrúar sl., þar sem kynnt er að undirbúningur sé hafinn á alþjóðlegu riffilskotmóti sem haldið verður á skotsvæði félagsins í Kolgrafafirði.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með starfsemi félagsins og þá miklu uppbyggingu sem hefur verið á svæðinu. Hafi stjórn skotfélagsins hugmyndir að því hvernig unnt er að veita félaginu liðsinni við undirbúning og framkvæmd riffilskotmótsins, er bæjarráð tilbúið til viðræðna.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 543
Lagður fram til kynningar ársreikningur Golfklúbbsins Vestarrs 2018-2019.
-
Bæjarráð - 543
Lagður fram til kynningar ársreikningur Félags eldri borgara 2018-2019.
-
Bæjarráð - 543
Lagðir fram til kynningar húsaleigusamningar um Grundargötu 69, annars vegar milli Leigufélagsins Bríetar ehf. og Grundarfjarðarbæjar og hins vegar milli Grundarfjarðarbæjar og Astu Jakiene.
-
Bæjarráð - 543
Lagðir fram til kynningar minnispunktar Almannavarnarnefndar á Vesturlandi frá 6. febrúar sl.
-
Bæjarráð - 543
Lagður fram til kynningar samstarfssamningur Byggðastofnunar og Grundarfjarðarbæjar vegna þjónustukorts.
-
Bæjarráð - 543
Lögð fram til kynningar uppfærð stefna Grundarfjarðarbæjar varðandi einelti, kynferðisleg eða kynbundin áreiti og ofbeldi á vinnustað, ásamt viðbragðsáætlun.
-
Bæjarráð - 543
Lögð fram til kynningar kynning á málþingi FSS, félagsmálanefndar Snæfellinga og velferðarnefnda aðildarsveitarfélaga. Yfirskrift málþingsins er "Lífsgæði fatlaðs fólks á Snæfellsnesi" og verður haldið haustið 2020.
-
Bæjarráð - 543
Lagður fram til kynningar samningur Rarik ohf. og Grundarfjarðarbæjar um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar í Grundarfjarðarbæ.
-
Bæjarráð - 543
Lagður fram til kynningar samningur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi v/Sóknaráætlunar Vesturlands og Grundarfjarðarbæjar um verkefni í Þríhyrningi. Styrkfjárhæð er 200.000 kr.
-
Bæjarráð - 543
Lögð fram til kynningar nýjustu drög Capacent að heildarstefnu fyrir Grundarfjarðarbæ.
-
Bæjarráð - 543
Lögð fram til kynningar gögn frá Íslenska gámafélaginu ehf., sem er svarbréf við fyrirspurn bæjarins vegna rangra upplýsinga í bréfi Umhverfisstofnunar dags. 10. janúar sl. sem lagt var fram á fundi bæjarstjórnar þann 17. febrúar sl. Hið rétta er að endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í Grundarfirði er nálægt 50% en ekki innan við 5%, eins og kom fram í bréfi Umhverfisstofnunar.
Bæjarstjóra falið að koma réttum upplýsingum á framfæri við Umhverfisstofnun.
Samþykkt samhljóða.
Bókun fundar
Nýjar upplýsingar hafa borist? xxx
-
Bæjarráð - 543
Lögð fram til kynningar og umsagnar tillaga umhverfis- og samgöngunefndar til þingsályktunar v/hagkvæmniathugunar á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 262 mál.
-
Bæjarráð - 543
Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til forsætisráðuneytisins dags. 21. febrúar sl. varðandi umsögn um frumvarp um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarhald og nýtingu fasteigna, mál S-34/2020.