228. fundur 09. maí 2019 kl. 17:00 - 21:37 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ)
  • Garðar Svansson (GS)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Hólmgrímur Bjarnason og Marinó Mortensen, frá Deloitte, sátu fundinn undir lið 1.

Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar 2018 - Síðari umræða

Málsnúmer 1904001Vakta málsnúmer


Hólmgrímur Bjarnason löggiltur endurskoðandi og Marinó Mortensen, frá Deloitte, sátu fundinn undir þessum lið. Þeir kynntu ársreikning 2018, sem tekinn er til síðari umræðu, endurskoðunarskýrslu og samanburð á ársreikningum sveitarfélaga á Snæfellsnesi árið 2018.

Allir tóku til máls.

Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2018 samþykktur samhljóða.

2.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Farið yfir ýmis atvinnutengd málefni.

3.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Farið yfir ýmis atriði sem snerta störf bæjarstjórnar.

4.Bæjarráð - 529

Málsnúmer 1904005FVakta málsnúmer

  • 4.1 1904001 Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar 2018
    Bæjarráð - 529 Lagður fram ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2018.

    Bæjarráð samþykkir ársreikninginn með áritun sinni og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.

5.Bæjarráð - 530

Málsnúmer 1904004FVakta málsnúmer

  • 5.1 1901021 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 530 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • 5.2 1904023 Greitt útsvar 2019
    Bæjarráð - 530 Lagt fram yfirlit yfir greidda staðgreiðslu janúar-mars 2019. Skv. yfirlitinu hefur greidd staðgreiðsla hækkað um 3,3% miðað við sama tíma í fyrra.
  • Bæjarráð - 530 Lagt fram erindi frá verkefnastjóra SSV til sveitarfélaga á Vesturlandi vegna áfangastaðavinnu og ósk um tilnefningu áfangastaðafulltrúa sveitarfélaga.

    Lagt til að Björg Ágústsdóttir verði fulltrúi Grundarfjarðarbæjar við áfangastaðavinnu.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 530 Lagt fram erindi frá N4 með ósk um stuðning vegna þáttagerðar við þættina "Að vestan". Óskað er eftir 500.000 kr. framlagi frá Grundarfjarðarbæ.

    Samþykkt samhljóða að veita 500.000 kr. framlag til N4, sem er í samræmi við áður samþykkta fjárhagsáætlun um framlag til markaðsmála.


  • Bæjarráð - 530 Lagt fram erindi Leikfélags Hólmavíkur þar sem óskað er eftir 55.000 kr. styrk frá Grundarfjarðabæ, til að dekka leigu á Samkomuhúsi Grundarfjarðar, vegna leiksýningar þann 25. apríl sl.

    Samþykkt samhljóða að veita Leikfélagi Hólmavíkur endurgjaldslaus afnot af húsnæðinu.
  • Bæjarráð - 530 Lagt fram kynningarbréf Þóru Karlsdóttur, f.h. Artaks ehf. en félagið hefur fest kaup á íbúð að Grundargötu 26, sem ætluð er sem gestavinnustofa fyrir listamenn. Jafnframt felst í því erindi þar sem óskað er eftir afslætti á fasteignagjöldum fyrsta árið.

    Samþykkt samhljóða að leggja verkefninu lið í formi fjárstyrks að fjárhæð 55.250 kr., vegna verkefnis sem felst í því að setja á laggirnar gestavinnustofu fyrir listamenn.

    Bæjarráð fagnar framtakinu og óskar Þóru Karlsdóttur góðs gengis með verkefnið.
  • Bæjarráð - 530 Lagt fram endindi frá Þjónustustofunni ehf. varðandi það hvort Grundarfjarðarbær muni nýta sér forkaupsrétt á vélbátnum Svölunni SH-121, skipaskráningarnúmer 1582, í samræmi við lög um forkaupsrétt, vegna kauptilboðs, sem borist hefur í bátinn. Fyrir liggur að enginn kvóti er á bátnum.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að nýta ekki forkaupsrétt Grundarfjarðarbæjar á Svölunni SH-121.
  • 5.8 1902049 Framkvæmdir 2019
    Bæjarráð - 530 Davíð Örn Jónsson, aðstoðarmaður skipulags- og byggingafulltrúa, sat fundinn undir þessum lið.

    Farið yfir verklegar framkvæmdir, fyrirhuguð útboð og frágang á lóðum við Fellabrekku. Jafnframt rætt um umsóknir um styrki úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar.

  • Bæjarráð - 530 Lögð fram til kynningar skjöl frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands, þar sem veittir hafa verið styrkir til verkefnanna: Útiljósmyndasýningar í Grundarfirði, Kvikmyndasafn Bærings - varðveisluátak og Ljósmyndasafn Bærings - varðveisluátak.
  • Bæjarráð - 530 Lagt fram til kynningar bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 4. apríl sl. varðandi akstursþjónustu fyrir fatlað fólk úr dreifbýli 2019.

    Í samræmi við nýja reglugerð sem tók gildi um síðustu áramót vísar bæjarráð málinu til frekari vinnslu hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, þegar til umsóknar kemur hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, síðar á árinu.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 530 Lögð fram til kynningar fundargerð fundar byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla frá 8. apríl sl. ásamt ársskýrslum.
  • Bæjarráð - 530 Lagt fram til kynningar uppgjör fullveldisafmælisnefndar ásamt skýrslu um fullveldisafmæli þjóðarinnar.
  • Bæjarráð - 530 Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 17. apríl sl. vegna laga um opinber innkaup nr. 120/2016. Þann 31. maí nk. taka lögin að fullu gildi gagnvart sveitarfélögum. Frá þeim tíma gilda viðmiðunarfjárhæðir laganna um útboðsskyldu sveitarfélaga, sem eru innanlands sem hér segir:
    Fyrir vöru og þjónustu: 15.500.000 - 28.752.099 kr.
    Fyrir verkframkvæmdir: 49.000.000-721.794.799 kr.
    Yfir þessum mörkum gildir útboðsskylda á EES-svæðinu.

    Bæjarstjóra falið að uppfæra núgildandi innkaupareglur Grundarfjarðarbæjar í samræmi við þessar breytingar.

    Samþykkt samhljóða.


  • 5.14 1804014 Sögumiðstöðin
    Bæjarráð - 530 Lagðir fram til kynningar minnispunktar af fundi fulltrúa úr bæjarráði með eigendum Svansskála ehf. þann 4. apríl sl., um samning aðila varðandi rekstur kaffihúss í Sögumiðstöðinni.

  • Bæjarráð - 530 Lagt fram til kynningar bréf Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 17. apríl sl. þar sem tilkynnt er um arðgreiðslu 2019. Útgreidd fjárhæð til Grundarfjarðarbæjar er 1.993.025 kr.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd - 199

Málsnúmer 1902008FVakta málsnúmer

  • Máli var frestað á síðasta fundi.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 199 Farið var yfir málið en ljóst er að ráðist var í framkvæmdir án þess að sótt hafi verið um byggingarleyfi og/eða að skilað hafi verið inn gögnum og teikningum, sem er forsenda umsóknar.

    Í byggingarreglugerð sjá grein 2.3.1. er fjallað um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir. Þar segir að óheimilt sé að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi viðkomandi leyfisveitanda, sbr. þó grein 2.3.5.

    Umsækjandi, eigandi og framkvæmdaraðili er byggingarstjóri með tilskilin leyfi frá Mannvirkjastofnun og er hér vísað í ábyrgð hans, sbr. grein 2.4.4, sem kveður á um undirritun ábyrgðaryfirlýsinga byggingarstjóra og meistara fyrir einstökum verkþáttum. Greinin kveður einnig á um að tryggja eigi að skráð hafi verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Ábyrgð eiganda kemur fram í kafla 2.7 og grein 2.9.3. Rétt er einnig að minna á ábyrgð hönnuðar sjá kafla 4.1, einkum grein 4.1.1.

    Byggingarfulltrúi hefur að ósk nefndarinnar farið í vettvangsskoðun og hefur auk þess átt fund með eiganda (byggingarstjóra) og hönnuði. Í framhaldi af þeim fundi ákváðu byggingarstjóri og hönnuður að leggja fram þau gögn sem nú liggja fyrir nefndinni , ásamt teikningum og myndum af framvindu verksins til að bera saman við framlagðar teikningar.
    Fyrir fundinum liggja því reyndarteikningar ásamt þeim gögnum sem þarf til að veita byggingarleyfi.
    Ljóst er hinsvegar að búið var að framkvæma verkið án tilskilinna leyfa.
    Skipulags- og umhverfisnefnd átelur verklag byggingarstjóra og minnir á ábyrgð hans.
    Rétt þykir að tilkynna framvindu verksins til Mannvirkjastofnunar og er vísað í 3. mgr. greinar 2.9.3 í byggingarreglugerð í því sambandi og 1. mgr. greinar 3.7.5.

    Rétt er að minna á ábyrgð og verksvið byggingarstjóra, sjá grein 4.7.7. Ljóst er að alvarleiki málsins er umtalsverður.

    Nefndin leggur hinsvegar til við bæjarstjórn að byggingarleyfið verði gefið út enda liggja öll formleg gögn nú fyrir til skoðunar.

    Nefndin felur byggingarfulltrúa að ræða við Mannvirkjastofnun um stjórnvaldssekt á eiganda og byggingarstjóra. Vísað er hér í grein 2.9.2 en þar er rætt um aðgerðir til að knýja fram úrbætur.


    Byggingarfulltrúa er einnig falið að framkvæma lokaúttekt og sannreyna að framkvæmdin sé í samræmi við reyndarteikningar um leið og nefndin ítrekar að allar lögbundnar úttektir séu á ábyrgð byggingarstjóra.




    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, BÁ, UÞS og GS.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að gefið sé út byggingarleyfi fyrir Grund 2 að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
  • Lagðar fram teikningar sem sýna fyrirhugaða byggingu ofan við Búlandshöfða. Skipulags- og umhverfisnefnd - 199 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.



    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að gefið sé út byggingarleyfi fyrir Búlandshöfða að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
  • Óskað er eftir framkvæmdaleyfi til þess að snyrta og laga skotæfingasvæði félagsins. Steypa stoðveggi, steypa gangstéttir, fylla bílastæðið með fínni grús og þökuleggja önnur svæði umhverfis skothúsið og bílastæðið. Skipulags- og umhverfisnefnd - 199 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi.



    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um stöðuleyfi fyrir matvagn á Grundargötu 33 líkt og áður hefur verið. Skipulags- og umhverfisnefnd - 199 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS, UÞS og HK.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  • Lögð fram fyrirspurn eigenda að Sólbakka um hvort reisa meigi samliggjandi tveggja íbúða parhús á lóð B. Skipulags- og umhverfisnefnd - 199 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingafulltúa að koma á fundi með lóðareigendum þar sem nánar er farið yfir málin.

  • Lögð fram fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar byggingu sumarbústaðar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 199 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við framkomna fyrirspurn og felur byggingarfulltrúa að upplýsa málsaðila um næstu skref.



  • Lögð er fram fyrirspurn er varðar viðbyggingu á Hrannarstíg 5. Skipulags- og umhverfisnefnd - 199 Skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki tekið afstöðu til framkvæmda þegar ekki liggja fyrir hönnunargögn og teikningar.

    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við skipulags- og byggingarfulltrúa að skoða málið nánar með lóðarhafa og eða tilvonandi kauppanda.



  • Óskað er eftir leyfi til þess að setja upp útilistaverk í tengslum við listasýningu sem haldin verður í Grundarfirði 22. júní og fram í lok september. Skipulags- og umhverfisnefnd - 199 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS, UÞS og BÁ.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 199 Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu til næsta fundar.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, UÞS og BÁ.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  • Sótt er um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðrar einangrunar og klæðningar á húsi Soffaníasar Cecilssonar hf. að Borgarbraut 1. Skipulags- og umhverfisnefnd - 199 Byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.




    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og UÞS.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lagt er fram bréf skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem farið er fram á stöðvun framkvæmda í óleyfi við Sólvelli 5. Skipulags- og umhverfisnefnd - 199 Lagt fram til kynningar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að lögð verði fram fullnægjandi umsókn og meðfylgjandi gögn sbr. ákvæði um stöðuleyfi í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

    Óskað er eftir þessum gögnum fyrir 13. maí 2019.

  • Lagður fram til kynningar úrskurður frá því 1. mars sl. vegna vatnslagnar á Berserkseyri. Úrskurðarnefndin vísaði málinu frá vegna aðildarskorts kærenda.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 199 Úrskurður lagður fram til kynningar.

  • Lögð fram til kynningar, svarbréf bæjarstjóra dags. 19. mars 2019 og bréf lögreglustjóraembættisins á Vesturlandi með beiðni um upplýsingar um hvort þörf hafi verið á framkvæmdaleyfi vegna lagningar vatnslagnar á Berserkseyri 2018.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 199 Lagt fram til kynningar.

7.Kosning fulltrúa í sameiginlega svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi

Málsnúmer 1806016Vakta málsnúmer

Kosning tveggja fulltrúa bæjarins í sameiginlega svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi og tveggja til vara.

Lagt til að Unnur Þóra Sigurðardóttir og Vignir Smári Maríasson verði aðalfulltrúar og Jósef Ó. Kjartansson og Hinrik Konráðsson verði varafulltrúar í sameiginlegri svæðisskipulagsnefnd á Snæfellsnesi.

Samþykkt samhljóða.

8.Lánasjóður sveitarfélaga - Lántaka 2019

Málsnúmer 1905007Vakta málsnúmer


Lagður fram lánasamningur frá Lánasjóði sveitarfélaga.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 166.000.000, með lokagjalddaga þann 5. október 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggur fyrir á fundinum og sem bæjarstjórn hefur kynnt sér.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á afborgunum eldri lána og framkvæmda við höfn sveitarfélagsins, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Björgu Ágútsdóttir, bæjarstjóra, kt. 240368-3239, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grundarfjarðarbæjar að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

9.Vinnuskóli 2019

Málsnúmer 1903011Vakta málsnúmer


Lögð fram auglýsing og reglur Vinnuskóla Grundarfjarðar sumarið 2019. Vinnuskólinn verður starfræktur í fimm vikur og er fyrir unglinga sem lokið hafa 8., 9. og 10. grunnskóla. Umsóknareyðublöð munu liggja hjá skólaritara grunnskólans og á bæjarskrifstofu.

Fram hafa komið fyrirspurnir frá foreldrum barna í 7. bekk grunnskólans um það hvort þeim aldurshópi sé boðið að sækja vinnuskóla í sumar. Lögð fram samantekt um áætlaðan kostnað.

Til máls tóku JÓK, HK, GS, SÞ, UÞS og BÁ.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að 7. bekk verði boðið að sækja um í vinnuskólanum.

10.HSH - Erindi um ungmennaráð HSH

Málsnúmer 1905003Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu (HSH) frá 6. maí sl. þar sem fram kemur hugmynd um að stofna ungmennaráð HSH. Jafnframt er kannaður vilji bæjarstjórna á Snæfellsnesi til samstarfs, þannig að ungmennaráð sveitarfélaganna sinni jafnframt verkefnum ungmennaráðs HSH.

Til máls tóku JÓK, GS, HBÓ og UÞS.

Umræða um hvort hafa ætti fimm fulltrúa í ungmennaráði, eins og erindisbréf kveður á um.

Bæjarstjórn vísar erindi HSH til ungmennaráðs og jafnframt að tekið verði til umræðu fjöldi fulltrúa í ráðinu.

Samþykkt samhljóða.

11.Tillaga um frían morgunmat og um ávaxtaáskrift í grunnskóla

Málsnúmer 1905008Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Samstöðu um að boðið yrði upp á hafragraut að morgni í Grunnskóla Grundarfjarðar, nemendum að kostnaðarlausu. Jafnframt verði komið á ávaxtaáskrift. Kynnt gróf kostnaðaráætlun við breytingu á fyrirkomulagi. Gert er ráð fyrir að áskriftargjöld standi undir kostnaði við ávexti.

Til máls tóku JÓK, SÞ, HK, BÁ og UÞS.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að boðið verði upp á hafragraut í Grunnskóla Grundarfjarðar frá hausti 2019 sem tilraunaverkefni til eins árs, sem og ávaxtaáskrift. Verkefnið yrði endurskoðað um áramót. Skólastjóra falin framkvæmd verkefnisins.

12.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 870. stjórnarfundar

Málsnúmer 1904019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 87. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 11. apríl sl.

13.Samband íslenskra sveitarfélaga - Vorþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins

Málsnúmer 1905002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi vorþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins sem haldið var í Strasbourg 2.-4. apríl sl.

14.Jeratún ehf.- Fundargerð aðalfundar 24.04.2019

Málsnúmer 1904032Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Jeratúns ehf. sem haldinn var 29. apríl sl.

15.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - Breytingar á reglum

Málsnúmer 1904033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 23. apríl sl., þar sem kynntar eru breytingar á reglum um fjármál sveitarfélaga.

16.Umhverfisstofnun - Endurskoðun - lokunarfyrirmæli urðunarstaða

Málsnúmer 1905001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Umhverfisstofnunar frá 26. apríl sl. vegna endurskoðunar á lokunarfyrirmælum urðunarstaða.

17.Fjármála-og efnahagsráðuneytið - Upplýsingapóstur vegna laga um opinber innkaup

Málsnúmer 1905004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Fjármála- og efnahagsráðuneytisins frá 3. maí sl. með upplýsingum um lög um opinber innkaup og breytingar sem varða sveitarfélög.

18.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - Ný og endurbætt upplýsingagátt Jöfnunarsjóðs

Málsnúmer 1905005Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 6. maí sl., þar sem kynnt er ný og endurbætt upplýsingagátt Jöfunarsjóðs sveitarfélaga.

19.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.

Ráðningar í sumarstörf, en gengið hefur verið frá ráðningum í sumarstörf í sundlaug, upplýsingamiðstöð, sláttugengi, tjaldsvæði og umsjónarmenn vinnuskóla og sumarnámskeiða.
◦Fræðsluferð til Danmerkur, sem bæjarstjóri tók þátt í með sveitarstjórnarfólki á Vesturlandi
◦Fundur bæjar- og sveitarstjóra af öllu landinu
◦Strandhreinsun á Snæfellsnesi 4. maí
◦Fundur með handverksfólki 8. maí til að kanna áhuga á að starfrækja handverksmarkað
◦Verklegar framkvæmdir
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 21:37.