229. fundur 13. júní 2019 kl. 16:30 - 22:34 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
 • Hinrik Konráðsson (HK)
 • Garðar Svansson (GS)
 • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
 • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
 • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
 • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Liðir 1 og 2 voru ræddir saman.
Farið var yfir ýmis atriði sem snerta störf bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir að framvegis verði liðir 1 og 2 opnir dagskrárliðir.
Bæjarstjóri ræddi um starfsmannamál bæjarins, en leitað er að starfsmanni í tæknimál bæjarins í stað aðstoðarmanns skipulags- og byggingarfulltrúa.

2.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Liðurinn ræddur samhliða dagskrárlið nr. 1.

3.Bæjarráð - 531

Málsnúmer 1905001FVakta málsnúmer

 • 3.1 1901021 Lausafjárstaða
  Bæjarráð - 531 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
 • 3.2 1904023 Greitt útsvar 2019
  Bæjarráð - 531 Lagt fram yfirlit yfir greidda staðgreiðslu jan.-apríl 2019. Skv. yfirlitinu hefur greidd staðgreiðsla hækkað um 3,4% miðað við sama tíma í fyrra.

  Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir talsvert meiri hækkun útsvars en þessar tölur gefa til kynna, í samræmi við forsendur útgefnar af Sambandi ísl. sveitarfélaga.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra og skrifstofustjóra að rýna betur í þessa þróun og afla gagna sem skýrt geta þessar breytingar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 531 Lagt fram tíu ára fjárhagsyfirlit með upplýsingum úr ársreikningi og lykiltölum áranna 2009-2018.

  Umræður um stöðu og þróun tekna og gjalda.
 • 3.4 1902049 Framkvæmdir 2019
  Bæjarráð - 531 Umræður um stöðu verklegra framkvæmda.

  Kirkjufellsfoss, bílastæði - framkvæmd. Bæjarstjóri fór yfir stöðu verksins. Aðstoðarmaður skipulags- og byggingafulltrúa hefur hætt störfum. Skipaður verður annar eftirlitsmaður með verkinu.

  Rætt um framkvæmd við yfirlögn á nýju götunni milli Sólvalla og Nesvegar, og framkvæmd útboðs á því verki.

  Farið yfir framkvæmdaverkefni tengd fasteignum. Vísað er til bókunar bæjarráðs á fundi sínum í febrúar þar sem fyrirhugað var að fara í stærri útboð verkefna. Vegna stöðu starfsmannamála bæjarins hefur utanumhald um framkvæmdir ársins verið endurskoðað og unnið að breyttri forgangsröðun og fyrirkomulagi verkefna í sumar og haust.

  Rætt að öðru leyti um starfsmannamál og mönnun verkefna sumarsins.

  Bæjarstjóri sagði frá viðræðum milli fulltrúa sveitarfélaganna á Snæfellsnesi um aukna samvinnu í skipulags- og byggingamálum á Snæfellsnesi, sbr. bókun Byggðasamlags Snæfellinga á aðalfundi þann 8. apríl sl.
  Bókun fundar BGE spurði um framvindu í vinnu við bílastæði við Kirkjufellsfoss. Bæjarstjóri sagði frá framvindu verksins, en verkfræðingur frá Verkís hefur verið ráðinn eftirlitsmaður með verkinu.

 • Bæjarráð - 531 Lögð fram og rædd endurbætt tillaga Capacent um heildarstefnumótun fyrir Grundarfjarðarbæ ásamt verðtilboði. Skv. tillögunni er lagt til að mótaður verði stýrihópur með kjörnum fulltrúum, undir forystu bæjarstjóra, alls fimm manns.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi verðtilboð og að stofnaður verður stýrihópur um heildarstefnumótun sveitarfélagsins, með fjórum kjörnum fulltrúum og bæjarstjóra.
  Bókun fundar Forseti lagði til að bæjarstjórn myndi fyrir 20. júní nk. skila tilnefningu fulltrúa í stýrihóp um stefnumótun skv. tillögu Capacent og umræðum í bæjarráði.

  Samþykkt samhljóða. • Bæjarráð - 531 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur sem hafi það hlutverk að fjalla um leikskólalóð. Starfshópurinn mun halda áfram og ljúka því samtali sem hófst sl. haust þegar bæjarráð heimsótti leikskólann og ræddi við leikskólastjóra um fyrirkomulag á lóð. Hópurinn mun fara yfir hönnun sem þegar hefur verið unnin fyrir leikskólalóð og skoða hvort gera þurfi breytingar á henni. Sett verði fram raunhæf áætlun um framkvæmdir næstu ára.

  Lagt til að starfshópurinn sé skipaður leikskólastjóra, formanni eða fulltrúa úr skólanefnd, formanni skipulags- og umhverfisnefndar, fulltrúa úr bæjarráði og fulltrúa foreldra. Umsjónarmaður fasteigna yrði kallaður að vinnu hópsins eftir atvikum.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um skipan starfshóps skv. tillögunni. Starfshópurinn hefur þegar komið saman og hafið undirbúning.

 • Bæjarráð - 531 Lagt fram erindi frá RARIK dags. 30. apríl sl., með ósk um yfirtöku bæjarins á götulýsingarkerfi RARIK í þéttbýli.

  Lagt til að frestað verði að taka afstöðu til erindisins þar sem málið er til skoðunar á vettvangi sveitarfélaga.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 531 Lagt fram erindi frá Soffaníasi Cecilssyni hf. varðandi það hvort Grundarfjarðarbær muni nýta sér forkaupsrétt á vélbátnum Grundfirðingi SH-24, skipaskráningarnúmer 1202, í samræmi við lög um forkaupsrétt, vegna kauptilboðs, sem borist hefur í bátinn. Fyrir liggur að enginn kvóti er á bátnum.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða að nýta ekki forkaupsrétt Grundarfjarðarbæjar á Grundfirðingi SH-24.
 • Bæjarráð - 531 Lagt fram til kynningar erindi Samvinnuhúsa vegna ljósmyndasýninga sem fyrirhugaðar eru í samstarfi við söfn á Vesturlandi. Um er að ræða ljósmyndir af eldri húsum sem teknar hafa verið um allt Vesturland.

  Í erindinu felst einnig ósk um fjárstyrk. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 531 Lögð fram til kynningar fundargerð 181. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga sem haldinn var 2. apríl sl.
 • Bæjarráð - 531 Lögð fram til kynningar fundargerð 182. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga sem haldinn var 7. maí sl.

 • Bæjarráð - 531 Lagður fram til kynningar ársreikningur Golfklúbbsins Vestarrs vegna ársins 2018.
 • Bæjarráð - 531 Lagður fram til kynningar ársreikningur Björgunarsveitarinnar Klakks vegna ársins 2018.
 • Bæjarráð - 531 Lagður fram til kynningar ársreikningur UMFG vegna ársins 2018.
 • Bæjarráð - 531 Lagt fram til kynningar ársuppgjör Sjómannadagsráðs Grundarfjarðar vegna ársins 2018.

 • Bæjarráð - 531 Lagt fram til kynningar ársuppgjör Skíðadeildar UMFG vegna ársins 2018.
  Bókun fundar Til máls tóku GS, UÞS, SÞ og BÁ.

  Með vísan í ársreikninga og ársuppgjör þeirra íþróttafélaga sem hér birtast í fundargerðinni, fór fram umræða um tryggingamál íþróttafélaga. Bæjarstjórn beinir því til HSH hvort sambandið geti á sínum vettvangi beitt sér fyrir vinnu meðal íþróttafélaga þar sem tryggingamál íþróttafélaga verði tekin til skoðunar, og einnig hvort ná megi aukinni hagkvæmni í sameiginlegu útboði trygginga.

 • Bæjarráð - 531 Lagður fram til kynningar þjónustusamningur við Símann hf., en í viðauka samningsins hefur verið bætt við fyrirhugaðri þjónustu í tengslum við ljósleiðara í Ráðhús, grunnskóla og höfn.
 • Bæjarráð - 531 Lagður fram til kynningar samningur við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða varðandi styrk að fjárhæð 3.954.000 kr. vegna öryggismála og merkinga í samvinnu við eigendur jarðanna Kirkjufells og Háls.

 • Bæjarráð - 531 Lögð fram til kynningar tilkynning Lánasjóðs sveitarfélaga (LS) um að breytilegir vextir v/útlána sjóðsins séu 2,4% frá 1. maí 2019, en voru 2,55%.
 • 3.20 1905032 HSH - Þakkarbréf
  Bæjarráð - 531 Lagt fram til kynningar þakkarbréf HSH dags. 20. maí sl.

4.Skólanefnd - 148

Málsnúmer 1903004FVakta málsnúmer

 • Skólanefnd - 148 Anna Rafnsdóttir leikskólastjóri sat fundinn undir þessum lið.

  Leikskólastjóri gerði grein fyrir starfi leikskólans. Fyrir lágu minnispunktar hennar og ýmis tilheyrandi gögn.
  Meðal þess sem fram kom í máli Önnu var eftirfarandi:
  - Nemendur í leikskólanum eru nú 47, en mun fækka í haust þegar 18 börn fara í leikskóladeildina Eldhamra.
  - Síðustu aðlögun þessa skólaárs er að ljúka. Aðlögun fer nú fram þannig að tekin eru nokkur börn í einu, í staðinn fyrir eitt og eitt. Næsta aðlögun er í september.
  - Leikskólastjóri hefur sótt um að leikskólinn verði heilsueflandi leikskóli, en það er verkefni á vegum Landlæknisembættisins. Markmið þess er að vinna betur með heilbrigði og velferð. Undirbúningur er farinn af stað.
  - Sameiginlegt námskeið fyrir stjórnendur leik- og grunnskóla á Snæfellsnesi var haldið í vor.
  - Leikskólinn undirbýr nú þátttöku í "Uppeldi til ábyrgðar".
  - Starfsfólk heimsótti leikskólana í Borgarnesi í liðinni viku og kynnti sér starfið þar.
  - Rædd ýmis atriði sem snerta mannauðsmál og rekstur.

  Farið var yfir tillögu að skóladagatali, en skólastjórar leik- og grunnskóla hafa samræmt skóladagatöl skólanna. Til frekari umræðu í skólanefnd.


  Bókun fundar Til máls tóku BGE, HK og UÞS.

  Bæjarstjórn fagnar frumkvæði leikskólans sem hefur hafið vinnu við að gerast heilsueflandi leikskóli. Fram kom að grunnskólinn hefur einnig tekið það til skoðunar að gerast heilsueflandi grunnskóli.

 • Skólanefnd - 148 Anna Rafnsdóttir leikskólastjóri sat fundinn undir þessum lið.

  Bæjarstjórn hafði vísað til umsagnar skólanefndar og leikskólastjóra tillögu um fjögurra vikna sumarlokun í stað fimm vikna lokunar, frá og með árinu 2020 og að bæjarskrifstofa legði mat á þann kostnað sem því fylgir. Slíkt fyrirkomulag ætti að miða að því að foreldrar leikskólabarna og starfsfólk leikskóla hefði aukið val um hvenær þeir taki sumarfrí en börn fengju þó að lágmarki fjögurra vikna samfellt sumarfrí.

  Fyrir fundinum lá kostnaðarmat skrifstofustjóra og leikskólastjóra vegna tillögunnar, með fylgigögnum.

  Rætt var um málið. Til frekari skoðunar.


 • Skólanefnd - 148 Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskóla og Anna Kristín Magnúsdóttir sátu fundinn undir þessum lið.

  Skólastjóri gerði grein fyrir starfseminni.
  - Rætt var um fyrirliggjandi drög að skóladagatali grunnskóla, sem er í vinnslu.
  - Guðmundur Björgvin Sigurbjörnsson aðstoðarskólastjóri verður í námsleyfi á næsta skólaári. Anna Kristín Magnúsdóttir verður aðstoðarskólastjóri í fjarveru hans.
  - Rætt um viðgerðir á skólahúsnæði, sem fyrirhugaðar eru á árinu.
  - Rætt um heilsueflandi skóla.
  - Skólastjóri velti upp hugmynd um lausn á húsnæðisþörf heilsdagsskóla. Til frekari skoðunar.

 • Skólanefnd - 148 Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskóla og Anna Kristín Magnúsdóttir fulltrúi kennara sátu fundinn undir þessum lið.
  Lögð voru fram drög að skóladagatali Eldhamra. Til frekari vinnslu.

 • Skólanefnd - 148 Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri sat fundinn undir þessum lið.
  Skólastjóri gerði grein fyrir starfseminni.
  Lögð voru fram drög að skóladagatali tónlistarskólans. Rætt um starfsdaga. Til frekari vinnslu.


 • Skólanefnd - 148 Farið var yfir reglur um styrki til starfsmanna í kennaranámi, sem teknar hafa verið til endurskoðunar. Til frekari úrvinnslu hjá bæjarskrifstofu.

 • Skólanefnd - 148 Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskóla og Anna Kristín Magnúsdóttir fulltrúi kennara sátu fundinn undir þessum lið.

  Tillaga var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 9. maí sl. um frían morgunmat (hafragraut) og um ávaxtaáskrift í grunnskólanum. Samþykkt bæjarstjórnar var vísað til úrvinnslu hjá skólastjóra.
  Lagt fram til kynningar.

 • Skólanefnd - 148 Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskóla sat fundinn undir þessum lið.

  Erindi Vinnueftirlitsins var lagt fram til kynningar.
  Úrvinnsla er í höndum skólastjóra.

5.Ungmennaráð - 6

Málsnúmer 1905002FVakta málsnúmer

 • Umræða um ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði. Ungmennaráð - 6 Þrír fulltrúar ungmennaráðs sátu ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði í Borgarnesi 21.-23. mars sl. ásamt bæjarfulltrúa.

  Fulltrúar ungmennaráðs voru sammála um að ráðstefnan var fróðleg og skemmtileg. Þetta var gott tækifæri til að stíga út fyrir þægindaramman og hitta önnur ungmennaráð á landinu.Það var gaman að þetta voru ekki bara fyrirlestrar heldur einnig leikir og smiðjur til að kynnast krökkunum á ráðstefnunni.
  Fyrirlestrarnir voru fróðlegir og gaman var að fá tækifæri til að spurja ráðherra spurningar.

 • Lagt fram bréf Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu(HSH) frá 6. maí sl. þar sem fram kemur hugmynd um að stofna ungmennaráð HSH. Jafnframt er kannaður vilji bæjarstjórna á Snæfellsnesi til samstarfs, þannig að ungmennaráð sveitarfélaganna sinni jafnframt verkefnum ungmennaráðs HSH.
  Bæjarstjórn vísaði erindi HSH til ungmennaráðs.
  Ungmennaráð - 6 Ungmennaráð Grundarfjarðarbæjar tekur vel í erindið og samþykkir að fara í samstarf við HSH og felur starfsmanna nefndarinnar að afla frekari upplýsinga um fyrirkomulag.

  Samþykkt samhljóða.

 • Fjallað um næstu verkefni ungmennaráðs. Ungmennaráð - 6 Ungmennaráð hélt bingó til styrkar dvalarheimilinu Fellaskjóli 3. apríl sl. og söfnuðust 100.000 kr. sem afhentar verða formlega við fyrsta hentugleika dvalarheimilisins.

  Ungmennaráð ætlar að halda leikjadag fyrir ungmenni Grundarfjarðar sem verður auglýstur síðar.
  Bókun fundar Til máls tóku HK og JÓK.

 • Bæjarstjórn vísaði umræðu um hvort hafa ætti fimm fulltrúa í ungmennaráði til ungmennaráðs. Ungmennaráð - 6 Ungmennaráð fagnar tillögu um fjölgun fundarmanna í ungmennaráði og leggur til við bæjarstjórn að það verði gert frá næstu áramótum. Ungmennaráð býðst til þess að leggja fram tillögu að nýjum fulltrúum í ráðið.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fjölga fulltrúum í ungmennaráði úr 3 í 5 frá og með næstu áramótum. Fyrir þann tíma verði því tilnefndir tveir nýir aðalmenn og tveir til vara.


6.Skipulags- og umhverfisnefnd - 200

Málsnúmer 1905003FVakta málsnúmer

 • Sótt er um byggingaleyfi vegna breytinga á hurðum að Sæbóli 31b.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 200 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingaleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

 • Lögð fram breytingartillaga af afstöðu húss að Fellasneið 8.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 200 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytingu á afstöðu hússins að Fellasneið 8 að undangengnu samþykki nágranna. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

 • Lögð fram umsókn um stöðuleyfi þar sem Rútuferðir ehf. óska eftir stöðuleyfi fyrir 2 gáma inná lóð sinni að Sólvöllum 5.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 200 Lísa Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi fyrir 2 gáma á lóðinni að Sólvöllum 5 til 29.03.2020.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

 • Lögð fram fyrirspurn frá húsfélagi Sólvalla 6 um uppsetningu stoðveggs, bílastæði við baklóð og væntanlega ofanábyggingu.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 200 Skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki óeðlilegt að reistur sé veggur allt að 1,8 m. m.v. gólfkvóta lóðanna að Sólvöllum 8 og 10. Formlegri umsókn þarf að fylgja samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða.

  Hvað varðar bílastæði við nýja götu sunnan við Sólvelli 6 telur nefndin rétt að leita nýrra leiða.

  Fyrirhuguð yfirbygging fellur vel að þeim hugmyndum um Framnes sem fram eru komnar í tillögu á vinnslustigi fyrir endurnýjun Aðalskipulags í Grundarfirði.

  Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við fyrirspyrjendur um framkomnar hugmyndir.


 • Grundarfjarðarbær og UMFG óska eftir leiðbeiningum varðandi staðsetningu fyrir Pannavöll.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 200 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að lagt verði undirlag sem hæfir pannavellinum og hann staðsettur á grasbalanum þar sem ærslabelgurinn er nú þegar.

  Bókun fundar Allir tóku til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  Bæjarstjórn samþykkir ennfremur að lagt verði undirlag sem hæfir pannavellinum.
  Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að svæðið þar sem ærslabelgur er og pannavöllur verður settur niður megi nýta undir sambærilega starfsemi.

 • Lögð fram fyrirspurn frá Mörtu Magnúsdóttur samræmi við skipulag v. starfsemi menningarhúss að Sólvöllum 8.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 200 Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á, að í tillögu á vinnslustigi fyrir endurskoðun Aðalskipulags í Grundarfirði er Framnes skilgreint sem athafnasvæði og fellur því menningarhús vel að þeirri skilgreiningu.

  Áætluð starfsemi er því í samræmi við nýtt Aðalskipulag sem nú er í breytingaferli.

  Nefndin leggur áherslu á að notkun húsnæðisins sé rétt skráð og að sótt sé um þær breytingar sem áætlaðar eru ásamt teikningum.
 • 6.7 1905027 Umhverfisrölt 2019
  Lögð fram til kynningar auglýsing vegna umhverfisrölts sem haldið verður dagana 20. og 21. maí n.k.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 200 Skipulags- og umhverfisnefnd ásamt bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar boða til umhverfisrölts, þar sem fulltrúar skipulags- og umhverfisnefndar, bæjarfulltrúar og bæjarstjóri, munu ganga með bæjarbúum um svæði í bænum. Markmiðið er að ræða það sem betur má fara í umhverfinu og lausnir til úrbóta.

  Umhverfisrölt verður sem hér segir:

  Rauða hverfið: Mánudagur 20.maí kl. 19:30 Aðkomusvæði Skógræktar
  Græna hverfið: Mánudagur 20.maí kl. 20:30 Kaffi 59
  Bláa hverfið: Þriðjudagur 21.maí kl. 19.30 Sögumiðstöðin
  Gula hverfið: Þriðjudagur 21.maí kl. 20.30 Dvalarheimilið Fellaskjól

  Skipulags- og umhverfisnefnd hvetur bæjarbúa til þess að taka þátt.
  Bókun fundar Allir tóku til máls.

  Bæjarstjórn þakkar skipulags- og umhverfisnefnd fyrir framkvæmd umhverfisrölts.
  Rætt var um afrakstur umhverfisrölts, verklegar framkvæmdir sumarsins, gatnamerkingar og framkvæmd á færslu miðlínu á innanverðri Grundargötu.

 • 6.8 1902033 Grund 2
  Lagt fram bréf dags. 08.05.19 vegna úrvinnslu umsóknar um byggingarleyfi fyrir Grund 2.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 200 Lagt fram til kynningar.
 • Farið yfir stöðu máls eftir fund sem Skipulags- og byggingarfulttrúi og formaður nefndar áttu með umsækjanda.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 200 Lagt fram stöðuleyfi fyrir frístundahús í Látravík 2 dags. 7.5.2019 sem gildir til 7.8.2019.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

 • Lagðar fram umsagnir sem borist hafa vegna kynningar á skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir Skerðingsstaði.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 200 Lagt fram til kynningar.

7.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 90

Málsnúmer 1903002FVakta málsnúmer

 • 7.1 1810008 Markmið íþrótta- og æskulýðsnefndar
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 90 Rætt um ýmis verkefni nefndarinnar.

  Björg kynnti hugmynd sem Sævar Pálsson setti fram í erindi til hennar. Þar kynnti hann fordæmi úr öðru sveitarfélagi um tillöguvettvang sem gerir íbúum kleift að koma með tillögur að tómstundastarfi, útivistarstöðum, útivistarupplifun og menningarupplifun. Hugmyndir rata svo margar hverjar til raunverulegra framkvæmda.
  Nefndin ræddi erindið og færir Sævari bestu þakkir fyrir. Nefndin mun útfæra þetta í starfi sínu. Til umræðu síðar.

  Rætt um Þríhyrninginn.
  Nefndin vísar í fyrri umræðu og bókanir sínar um Þríhyrninginn. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að á komandi vetri fari fram undirbúningur fyrir uppbyggingu í Þríhyrningi, þannig að framkvæmdir geti hafist vorið 2020 á þeim grunni. Íbúum verði boðið að taka þátt í að móta hugmynd um fyrirkomulag svæðisins. Horft verði til eldri hugmynda um notkun Þríhyrningsins og þær nýttar eftir því sem við á. Nefndin minnir einnig á hugmynd í vinnslutillögu aðalskipulags um útikennslustofu í Þríhyrningi og leggur áherslu á að af þeim áformum verði.

  Bókun fundar Allir tóku til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu íþrótta- og æskulýðsnefndar um að á komandi vetri fari fram undirbúningur fyrir frekari uppbyggingu í Þríhyrningi og felur íþrótta- og æskulýðsnefnd að leggja fram hugmynd um hvernig megi útfæra nánar þá vinnu.


 • 7.2 1905031 Heilsuvika 2019
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 90 Nefndin fór yfir hugmyndir fyrir dagskrá heilsuviku sem verður í næstu viku. Dagskrá verður einföld og miðar að því að hafa eitthvað fyrir alla: fjölskylduvæna dagskrá.

  UMFG og Grundarfjarðarbær standa að vinnudegi á íþróttavelli á Uppstigningardag, 30. maí nk. og verður það hluti af dagskránni.

 • 7.3 1903011 Vinnuskóli 2019
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 90 Gögn lögð fram til kynningar.
  Vinnuskóli verður í 6 vikur sumarið 2019, vinnutími 6 tímar virka daga, en 5 tímar á föstudögum. Bæjarstjórn samþykkti að heimila 7. bekk að sækja vinnuskólann í 3 vikur sumarið 2019. Helga Sjöfn Ólafsdóttir verður umsjónarmaður vinnuskólans.


 • 7.4 1902015 Sumarnámskeið fyrir börn 2019
  Gréta Sigurðardóttir sat fundinn undir þessum lið, en hún mun sjá um sumarnámskeið fyrir börn í júní og ágúst. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 90 Farið var yfir fyrirkomulag sumarnámskeiðs fyrir börn sem fyrirhugað er í júní og ágúst. Gréta sagði frá undirbúningi námskeiðanna. Hún hefur rætt við fulltrúa UMFG um samræmingu íþróttaæfinga við námskeiðin. Rætt um möguleika til samstarfs við félagasamtök í bænum um aðkomu að námskeiðunum.

  Bókun fundar Til máls tóku UÞS, BÁ og JÓK.

  Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju með undirbúning og framkvæmd sumarnámskeiða og vinnuskóla og þakkar þeim sem að koma.


 • 7.5 1803012 Heilsuefling fyrir íbúa 60
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 90 Bæjarstjóri fór yfir reynsluna af heilsueflingu 60 sem starfað hefur frá því í lok janúar sl. í samstarfi Félags eldri borgara og bæjarins, með stuðningi RKÍ-deildarinnar. Mikil ánægja hefur verið með þetta starf og stefnt er að því að það haldi áfram nk. haust.

  Nefndin lýsir ánægju sinni með verkefnið og tekur heilshugar undir að það haldi áfram á komandi vetri.


  Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir með nefndinni og lýsir ánægju með verkefnið um heilsueflinguna og það samstarf sem þar liggur að baki.


 • 7.6 1905021 Mennta- og menningarmálaráðun. - Stefnumótun í íþróttamálum
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 90 Bæklingur með stefnu ráðuneytisins lagður fram til kynningar.

8.Hafnarstjórn - 5

Málsnúmer 1904003FVakta málsnúmer

 • Staða hafnargerðar. Ýmislegt. Hafnarstjórn - 5 Staða hafnarframkvæmdar og næstu skref eru áætluð þessi:
  Í lok maí verður stálþil boðið út og áætlað að í september verði það komið til landsins.
  Í lok maí verða gerðar prufur á námasvæði í Lambakróarholti.
  Í fyrstu viku ágúst verður dæling seinni áfanga fyllingar undir lengdan hafnargarð.

 • Hafnarstjórn - 5 Farið yfir framkvæmdir sem höfnin sækir um að komi inn á samgönguáætlun 2020-2024, en Vegagerðin hefur leitað eftir upplýsingum frá höfnum. Samþykkt fyrirliggjandi drög sem send verða Vegagerðinni.

 • Hafnarstjórn - 5 Ræddar voru breytingar á gjaldskrá.

  Bætt verði inn nýju ákvæði vegna mengunarslysa, að tillögu hafnarstjóra. Hafnarstjóra og bæjarstjóra falið að uppfæra gjaldskrá m.v. þetta.

  Rætt um kostnað við móttöku veiðarfæra, sem hefur hækkað verulega þar sem nú þarf að keyra veiðarfæraúrgang í Álfsnes. Gjaldskrá verði breytt til að vega upp á móti hluta af kostnaðaraukningu þessari. Breyting verði gerð á 14. gr. gjaldskrárinnar, þ.e. úrgangs- og förgunargjaldi, sem hækki um 20%.

  Samþykkt samhljóða.

  Hér vék Sólrún af fundi.


  Bókun fundar Gjaldskrárbreytingar staðfestar.

 • Hafnarstjórn - 5 Fjögurra mánaða uppgjör hafnarinnar lagt fram. Tekjuaukning hefur orðið meiri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun og rekstrarkostnaður er undir áætlun.
  Hafnarstjórn lýsir ánægju með útkomuna.

 • Hafnarstjórn - 5 Sagt var frá niðurstöðu í máli vegna innheimtu farþegagjalda, eftir samtal hafnarstjórnarfulltrúa við framkvæmdastjóra fyrirtækisins, sbr. fyrri umræðu í hafnarstjórn.


 • Hafnarstjórn - 5 Fundargerðir 10. til 13. fundar Siglingaráðs lagðar fram til kynningar.

 • Hafnarstjórn - 5 Fundargerð lögð fram til kynningar.

 • Hafnarstjórn - 5 Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.Menningarnefnd - 21

Málsnúmer 1903003FVakta málsnúmer

 • Menningarnefnd - 21 Lagðar fram til kynningar umsóknir Grundarfjarðarbæjar í Uppbyggingarsjóð Vesturlands og úthlutanir sjóðsins á 3 styrkjum til bæjarins.
  Farið yfir eftirfarandi:
  a) Styrkur til útilistsýninga í Grundarfirði. Umsóknin gengur út á að útbúnir verði traustbyggðir standar fyrir ýmiss konar sýningar sem flakkað gætu á milli staða.
  Nefndin tilnefnir Sigurborgu og Tómas til að halda utan um verkefnið og koma því í framkvæmd. Þau muni leita hugmynda frá áhugasömum, inní verkefnið.

  b) Styrkir til ljósmynda- og kvikmyndasafns Bærings Cecilssonar.
  Farið yfir umsóknir og næstu skref í að koma ljósmyndum og kvikmyndum í nýtilegt form.
  Eygló Bára er tilnefnd af hálfu menningarnefndar til að vinna að næstu skrefum við skönnun ljósmynda.

 • 9.2 1801048 Sögumiðstöðin
  Menningarnefnd - 21 Rætt um starfsemi í Sögumiðstöð og framtíðarþróun. Fyrir dyrum standa breytingar þar sem samningur við rekstraraðila kaffihúss í Sögumiðstöð rennur út síðar á árinu.
  Mikilvægt er að vel takist til við ákvörðun um starfsemi og aðstöðu í húsinu, í samhengi við menningarstarf í sveitarfélaginu í heild sinni, og að efnt verði til góðs samtals við íbúa og hagsmunaaðila.  Bókun fundar Til máls tóku HK, JÓK, SÞ, BÁ og UÞS.

 • Menningarnefnd - 21 Vísað í fyrri umræður nefndarinnar um málið.
  Unnur Birna og Sigurrós Sandra eru tilnefndar af hálfu menningarnefndar til að fylgja málinu eftir.

 • Menningarnefnd - 21 Eldra mál lagt fyrir - sama umræða og undir lið nr. 3 á dagskránni.

 • 9.5 1905015 17. júní 2019
  Menningarnefnd - 21 UMFG hefur tekið að sér að annast hátíðarhöld 17. júní í ár.


10.Skólanefnd - 149

Málsnúmer 1905005FVakta málsnúmer

 • 10.1 1808034 Málefni grunnskólans
  Skólanefnd - 149 Lagt var fram endurskoðað skóladagatal grunnskólans, í framhaldi af umræðu síðasta fundar.
  Skóladagatal 2019-2020 samþykkt samhljóða.


 • 10.2 1808035 Málefni tónlistarskólans
  Skólanefnd - 149 Endurskoðað skóladagatal lagt fram, í framhaldi af umræðu síðasta fundar.
  Inní dagatalið bætist starfsdagur 2. október en þann dag verður skólamálaþing skóla á Snæfellsnesi. Starfsdagar verða samtals þrír yfir veturinn.
  Skóladagatal Tónlistarskólans 2019-2020 samþykkt samhljóða.


 • 10.3 1808036 Málefni leikskóladeildarinnar Eldhamra
  Skólanefnd - 149 Endurskoðað skóladagatal lagt fram, í framhaldi af umræðu síðasta fundar. Sú breyting gerð á framlagðri útgáfu að starfsdagur 1. nóvember er tekinn út - starfsdagar verða samtals fimm yfir skólaárið.
  Skóladagatal Eldhamra 2019-2020 samþykkt samhljóða.


 • 10.4 1808033 Málefni leikskólans
  Skólanefnd - 149 Skóladagatal lagt fram, óbreytt frá síðasta fundi. Starfsdagar eru fimm skólaárið ágúst 2019-júlí 2020.
  Skóladagatal leikskólans 2019-2020 samþykkt samhljóða.

 • 10.5 1903038 Leikskólinn Sólvellir - Frekari opnun leikskóla yfir sumartíma
  Skólanefnd - 149 Bæjarráð óskaði eftir umsögn skólanefndar um þá hugmynd að leikskólinn verði lokaður í 4 vikur í stað 5 vikur yfir sumartímann frá og með árinu 2020. Kostnaður hefur verið metinn og umsögn leikskólastjóra liggur fyrir.
  Farið var yfir gögn sem fyrir liggja í málinu og það rætt út frá ýmsum sjónarhornum.
  Út frá umræðum sem fram hafa farið í nefndinni, reynslu síðustu ára og gögnum sem fyrir liggja hallast meirihluti skólanefndar að því að ekki sé ástæða til að breyta sumarlokun leikskólans. Ragnar Smári er fylgjandi 4ra vikna sumarlokun.

  Bókun fundar Til máls tóku UÞS, GS, BÁ og HK.

  Málinu vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.


 • 10.6 1905037 Starfshópur leikskólalóðar
  Skólanefnd - 149 Skólanefnd tilnefnir Valdísi Ásgeirsdóttur sem fulltrúa nefndarinnar til að taka þátt í vinnuhópi um skólalóð leikskólans.


11.Tímabundið leyfi bæjarfulltrúa frá störfum

Málsnúmer 1811010Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Rósu Guðmundsdóttur bæjarfulltrúa þar sem hún þakkar fyrir veitt leyfi frá störfum í bæjarstjórn, frá nóvember sl. og óskar eftir að taka aftur sæti sitt sem bæjarfulltrúi.

Samþykkt samhljóða að leyfi Rósu Guðmundsdóttur bæjarfulltrúa frá störfum í bæjarstjórn ljúki í kjölfar þessa fundar bæjarstjórnar.

Bjarna Sigurbjörnssyni er þakkað fyrir setu í bæjarstjórn sem aðalmaður í leyfi Rósu.


12.Kosning forseta og varaforseta til eins árs

Málsnúmer 1806011Vakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar var kosinn Jósef Ó. Kjartansson með sjö samhljóða atkvæðum.

Varaforseti var kosinn Hinrik Konráðsson með sjö samhljóða atkvæðum.

13.Kosning bæjarráðs, aðal- og varamenn

Málsnúmer 1806012Vakta málsnúmer

Kosin voru í bæjarráð samhljóða til eins árs:

Aðalmenn:
D - Rósa Guðmundsdóttir
L - Hinrik Konráðsson
D - Heiður Björk Fossberg Óladóttir

Varamenn:
D - Unnur Þóra Sigurðardóttir
L - Sævör Þorvarðardóttir
D - Jósef Ó. Kjartansson

14.Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs

Málsnúmer 1806013Vakta málsnúmer

Fram fór kosning formanns og varaformanns bæjarráðs til eins árs:

Formaður bæjarráðs var kosinn samhljóða með sjö atkvæðum Rósa Guðmundsdóttir.

Varaformaður bæjarráðs var kosinn samhljóða með sjö atkvæðum Hinrik Konráðsson.

15.Kosning í nefndir skv. B lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Freydís Bjarnadóttir er tilnefnd sem nýr fulltrúi D-lista í skólanefnd í stað Sigríðar G. Arnardóttur, sem þökkuð eru vel unnin störf í skólanefnd.

Samþykkt samhljóða.


16.Tillaga Samstöðu 11.06.2019 um stofnun framkvæmda- og uppbyggingarsjóðs fyrir félagastarfsemi

Málsnúmer 1906006Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Samstöðu um að stofnaður verði framkvæmda- og uppbyggingarsjóður fyrir félagastarfsemi, tengdur íþróttastarfi eða almennri félagsstarfsemi í Grundarfirði. Frekari útfærsla á sjóðnum verði í höndum bæjarráðs og bæjarstjóra.

Til máls tóku HK, BS, GS, UÞS, BGE og JÓK.

Forseti lagði til að ákvörðun um tillöguna verði frestað fram til næsta reglulega bæjarstjórnarfundar og að bæjarráði og bæjarstjóra verði falin frekari útfærsla tillögunnar fyrir þann tíma.
Samþykkt samhljóða.


17.SSR og Sambandið - Grænbók um málefni sveitarfélaga til umsagnar

Málsnúmer 1905044Vakta málsnúmer

Lögð fram erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga: Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga sem er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Umsagnir sveitarfélaga verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að gera tillögu að umsögn.

18.Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Grund, Guesthouse, endurnýjun rekstrarleyfis

Málsnúmer 1905042Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi dags. 28. mars 2019 þar sem óskað er umsagnar bæjarstjórnar um umsókn um rekstur minna gistiheimilis í flokki II, sem rekið er sem Grund Guesthouse, að Grund.

Fyrir liggja jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila. Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt.

Samþykkt samhljóða.

19.Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Kirkjufell Guesthouse - Grund

Málsnúmer 1905011Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi dags. 28. mars 2019 þar sem óskað er umsagnar bæjarstjórnar um umsókn um reksturs stærra gistiheimilis í flokki II, sem rekið verður sem Kirkjufell Guesthouse, að Grund.

Fyrir liggja jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila. Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt.

Samþykkt samhljóða.

20.Beiðni um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 1904011Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun hafnaði því að breyting á aðalskipulagi vegna hafnarsvæðis og efnistökusvæðis í Lambakróarholti teldist óveruleg breyting. Stofnunin féllst á að ekki þyrfti að auglýsa lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar, þar sem tillagan hefur þegar verið auglýst í vinnslutillögu endurskoðaðs aðalskipulags. Í samræmi við bókun bæjarstjórnar á 227. fundi var tillaga um aðalskipulagsbreytingu auglýst þann 4. júní sl. á grundvelli 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga.

Lagt fram til kynningar.

21.Starfshópur um leikskólalóð - minnispunktar funda í júní

Málsnúmer 1906007Vakta málsnúmer

Starfshópurinn hefur fundað tvisvar til að fara yfir fyrirkomulag leikskólalóðar og framkvæmdir. Fundarpunktar sem leikskólatjóri tók saman lagðir fram til kynningar.

Til máls tóku UÞS, HK og BÁ.

Starfshópurinn leggur áherslu á að forgangsverkefni sumarsins 2019 séu að jarðvegsskipta á tilteknu svæði í stóra garðinum til að tryggja öryggi barnanna, frágangur á palli og að setja niður geymsluskúr, þ.e. að steypa grunn fyrir skúrinn áður en hann er festur niður. Verkin eru á fjárhagsáætlun 2019.

Bæjarráð mun fá tillögur nefndarinnar til umfjöllunar.

22.Stofnun samstarfsvettvangs fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál

Málsnúmer 1905041Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til stofnfundar samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál þann 19. júní nk. í Reykjavík.
Bæjarstjóri mun sækja fundinn f.h. Grundarfjarðarbæjar.

23.Samband íslenskra sveitafélaga - Boðun aukalandsþings 2019

Málsnúmer 1906005Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til aukalandsþings þann 6. september nk. til að ræða tillögu að stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

24.Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Lánasamningur 1905032

Málsnúmer 1906004Vakta málsnúmer

Lánasamningur lagður fram til kynningar.

25.Ferðamálasamtök Snæf. - Afrit bréfs til Svæðisgarðsins Snæfellsness um Gestastofu á Breiðabliki

Málsnúmer 1906008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Þórðar Runólfssonar f.h. Ferðamálasamtaka Snæfellsness til Svæðisgarðsins Snæfellsness, afrit sent sveitarstjórnum á Snæfellsnesi.

Bæjarstjórn telur að nokkurs misskilnings gæti í bréfi Ferðamálasamtaka Snæfellsness. Vísað er til þess að Svæðisgarðurinn Snæfellsnes og Eyja- og Miklaholtshreppur, sem eigandi félagsheimilisins Breiðabliks, gerðu með sér samning um afnot Svæðisgarðsins af hluta húsnæðisins. Ákvörðun um hvernig Svæðisgarðurinn nýtir þann hluta sem hann hefur til afnota samkvæmt samningnum er alfarið á ábyrgð Svæðisgarðsins og vísar bæjarstjórn til hans um svör.
Bæjarstjórn er sannfærð um að með opnun Gestastofunnar muni ferðaþjónustan á öllu Snæfellsnesi eflast til muna. Upplýsingagjöf til ferðamanna verði markvissari og stýring á þá staði sem tilbúnir eru að taka við ferðamönnum. Auk þess muni starfsemi Gestastofunnar létta upplýsingamiðstöðvum á Snæfellsnesi verulega sitt starf og stuðla að auknu öryggi ferðamanna.

26.Minnispunktar bæjarstjóra

27.Umboð bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar

Málsnúmer 1906002Vakta málsnúmer

Lögð er fram svohljóðandi tillaga:

"Bæjarstjórn samþykkir að fella niður bæjarstjórnarfundi í júlí og ágúst nk. skv. heimild í 4. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar. Næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verður 12. september 2019. Meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella, skv. heimild í 5. mgr. 32. gr. samþykktarinnar."

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 22:34.