239. fundur 11. júní 2020 kl. 16:30 - 20:38 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
    Aðalmaður: Garðar Svansson (GS)
  • Eygló Bára Jónsdóttir (EBJ)
    Aðalmaður: Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Ársreikningur 2019

Málsnúmer 2005015Vakta málsnúmer

Jónas Gestur Jónasson lögg. endurskoðandi (gegnum Teams) og Marinó Mortensen frá Deloitte sátu fundinn undir þessum lið.

Þeir kynntu ársreikning 2019, sem tekinn er til síðari umræðu, endurskoðunarskýrslu og samanburð á ársreikningum sveitarfélaga á Snæfellsnesi fyrir árið 2019.

Allir tóku til máls.

Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2019 samþykktur samhljóða.

Gestir

  • Jónas Gestur Jónasson - mæting: 16:30
  • Marinó Mortensen - mæting: 16:30

2.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína. Hún sagði frá samskiptum við Skattinn varðandi upplýsingar um útsvar, fundum sem haldnir hafa verið um málið og bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið. Hún sagði jafnframt frá fundum sveitarfélaga um málefni dvalar- og hjúkrunarheimila. Bæjarstjóri fór yfir helstu verkefni og starfsemi bæjarins, m.a. ráðningar sumarstarfsfólks og stöðu verklegra framkvæmda.

3.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Árlegt umhverfisrölt skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar fór fram 26. maí og 9. júní sl. Gengið var um bæinn og bæjarbúum boðið í spjall um það sem þeim liggur á hjarta um umhverfi bæjarins. Ýmsar góðar ábendingar komu fram, sem m.a. verður unnið úr í sumar.

Gerð verður grein fyrir afrakstrinum í skýrslu um röltið, sem skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarráð munu fara yfir á fundum á næstunni. Auk þess verður leitast við að kynna umhverfisframkvæmdir bæjarins á vef- og samfélagsmiðlum.

Bæjarstjórn þakkar þátttakendum kærlega fyrir röltið og spjallið og öðrum sem sent hafa ábendingar eða komið þeim á framfæri. Auk þess lýsir bæjarstjórn ánægju með nýjan möguleika - hnapp á bæjarvefnum, sem gerir fólki enn auðveldara að senda inn ábendingar sem snúa að umhverfinu okkar.

4.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Grundarfjarðarhöfn:
Afbókanir skemmtiferðaskipa eru nokkrar í sumar, eða sem nemur um 70% af áætluðum tekjum ársins vegna komu skemmtiferðaskipa. Annars var nýliðinn maímánuður stór löndunarmánuður hjá höfninni. Tæpum 2.575 tonnum var þá landað í Grundarfjarðarhöfn, nær allt bolfiskur. Er það með allra hæstu mánuðum í lönduðum bolfiski á yfir tuttugu ára tímabili hjá höfninni. Einungis tvisvar áður hefur samtals landaður bolfiskafli verið hærri í einum mánuði, þ.e. í mars 2019 þegar landað var rúmum 2.883 tonnum og í mars síðastliðnum, þegar landað var rúmum 2.611 tonnum af bolfiski. Til samanburðar var í maí 2019 landað tæpu 1.371 tonni og í maí 2018 tæpum 1.517 tonnum, í bolfiski, á höfninni.

Fundir með ferðaþjónustuaðilum hafa farið fram í maí og júní, um markaðs- og kynningarmál, m.a. um nýjan vef, en fjölmargar nýjungar og viðbótarefni er nú komið inná bæjarvefinn, ætlað bæði íbúum og gestum. Ennfremur eru möguleikar fyrir fyrirtæki að koma upplýsingum um þjónustu sína á framfæri á vefnum.

5.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 96

Málsnúmer 2005003FVakta málsnúmer

  • 5.1 1908016 Þríhyrningur - hugmyndir, hönnun, endurbætur
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 96 Gestur fundarins var Sigursteinn Sigurðsson, menningarfulltrúi SSV.

    Farið var yfir hugmyndir að uppbyggingu í Þríhyrningi og hvað þyrfti að hafa í huga við áframhaldandi vinnu, en verkefnið hefur fengið styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til að láta gera söguskilti um starfsemi í Þríhyrningi á árum áður. Skiltið verður hluti af framkvæmdum á svæðinu.

    Rætt um verkefnið.

    Eftir að Sigursteinn vék af fundi var rætt um næstu skref í vinnunni.

    Nauðsynlegt er að teikna upp hugmyndirnar, sbr. minnisblöð nefndarinnar, en einnig að boðað verði til opins fundar þegar kemur að frágangi hönnunar. Nefndin samþykkir að fela bæjarstjóra að leita eftir aðstoð arkitekta við að grófvinna á þessum nótum úr hugmyndum nefndarinnar, sem m.a. hafa verið unnar með áhugasömum aðilum og fulltrúum félagasamtaka, á fundum.

    Bókun fundar Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með frumkvæði og vinnu nefndarinnar.

6.Bæjarráð - 545

Málsnúmer 2005001FVakta málsnúmer

  • 6.1 2001004 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 545 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • 6.2 2002001 Greitt útsvar 2020
    Bæjarráð - 545 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-apríl 2020. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 0,7% miðað við sama tímabil í fyrra.
  • Bæjarráð - 545 Lagt fram yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur 31.12.2019.
  • 6.4 2005011 Útsvarsskuldir
    Bæjarráð - 545 Lagt fram yfirlit yfir stöðu útsvarsskulda auk dráttarvaxta 31.12.2019, þar sem fram kemur hversu mikið er afskrifað óbeint árið 2019. Aukning milli ára er 5,6 millj. kr.

  • Bæjarráð - 545 Fulltrúar Skógræktarfélags Eyrarsveitar, Gunnar Njálsson, Sunna Njálsdóttir, Signý Gunnarsdóttir og Þórunn S. Kristinsdóttir, sátu fundinn undir þessum lið.

    M.a. var rætt um aðalskipulag og fyrirhugað deiliskipulag fyrir ofan þéttbýli Grundarfjarðar, græn svæði í bænum og möguleg samstarfsverkefni. Bæjarstjóra falið að leita eftir tillögum frá bæjarbúum um svæði til gróðursetningar trjáa innan þéttbýlis.

    Samþykkt samhljóða.

    Bæjarráð þakkar fulltrúum Skógræktarfélags Eyrarsveitar fyrir komuna og góðar umræður.
  • Bæjarráð - 545 Til viðbótar við tillögur bæjarráðs þann 30. apríl sl., aðgerðir vegna Covid-19, er lagt til við bæjarstjórn að í viðauka við fjárhagsáætlun verði gert ráð fyrir viðbótarfjármagni í eftirfarandi verkefni:

    - Að mála búningsklefa íþróttahúss/sundlaugar nú í vor.
    - Til menningarmála verði lagt fjármagn sem varið verði í ýmsa menningarviðburði á árinu. Menningarnefnd verði falin umsjón.
    - Í brýnustu endurbætur á gangstéttum verði varið fjármagni, sbr. fyrirliggjandi samantekt verkstjóra áhaldahúss og kostnaðaráætlun skipulags- og byggingarfulltrúa.
    - Til orkuskipta í íþróttahúsi og sundlaug, mótframlag við styrk úr Orkusjóði.
    - Grundarfjarðarbær fékk í dag vilyrði fyrir 15 sumarstörfum frá Vinnumálastofnum. Eftir er að áætlað kostnað Grundarfjarðarbæjar vegna þeirrar viðbótar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 545 Skipulags- og byggingafulltrúi og verkstjóri áhaldahúss sátu fundinn undir þessum lið.

    Farið yfir gögn um ástand gangstétta o.fl.

    Lagt til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2020 vegna eftirtalinna verkefna:

    - Málun búningsklefa íþróttahúss/sundlaugar nú í vor.
    - Að til menningarmála verði lögð um sem varið verði í ýmsa menningarviðburði á árinu. Menningarnefnd verði falin umsjón.
    - Að til orkuskipta í íþróttahúsi/sundlaug verði ráðstafað í mótframlag á móti fengnum styrk, en ekki var gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins.
    - Gangstéttar, viðhald, sbr. fyrirliggjandi áætlun.
    - Þegar fyrir liggur kostnaður við viðbótarsumarstörf fyrir námsmenn verður lagður fram viðauki til bæjarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • 6.8 2003013 Ölkelduvegur 3
    Bæjarráð - 545 Lögð fram uppsögn íbúðarinnar frá 1. júlí nk. og umsókn nýs umsækjanda, en íbúðin var auglýst til útleigu. Íbúðin er framleigð frá Leigufélaginu Bríet.

    Jafnframt lögð fram úttekt umsjónarmanns fasteigna á íbúðinni, og tölvupóstur skrifstofustjóra til Leigufélagsins Bríetar, þar sem óskað er eftir því að leigufélagið sinni nauðsynlegu viðhaldi, svo unnt sé að leigja íbúðina.

    Bæjarráð frestar útleigu íbúðarinnar þar til svar berst frá Leigufélaginu Bríeti.

    Samþykkt samhljóða.

  • Bæjarráð - 545 Lagður fram til kynningar 3. útgáfa Hagvísis Vesturlands, sem útgefinn er af SSV.
  • Bæjarráð - 545 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Ljómalindar ehf. dags. 30. apríl sl., með ósk um samstarf við sveitarfélög á Vesturlandi varðandi upplýsingamiðstöð.
  • Bæjarráð - 545 Lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 4. maí sl. vegna fyrirkomulags bæjarhátíða sumarið 2020.
  • Bæjarráð - 545 Lagt fram til kynningar fundarboð Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna fjarfundar um málefni hjúkrunarheimila sem haldinn verður 19. maí nk.
  • Bæjarráð - 545 Lögð fram til kynningar fundargerð samráðshóps um skólahald vegna heimsfaraldurs kórónaveiru (Covid-19), sem haldinn var með ráðherra, 28. apríl sl.

7.Skólanefnd - 153

Málsnúmer 2003001FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með gott skipulag á breyttum tímum í samkomubanni og þakkar framlag stjórnenda og starfsmanna bæjarins.

  • Gestir fundarins undir þessum lið voru þær Anna Rafnsdóttir leikskólastjóri, María Rún Eyþórsdóttir fulltrúi starfsfólks og Karítas Eiðsdóttir, fulltrúi foreldra.

    Skólanefnd - 153 Anna, María Rún og Karítas voru boðnar velkomnar á fundinn.

    Fyrir lágu gögn frá leikskólastjóra; greinargerð um starfsemina, drög leikskólastjóra að skóladagatali og vinnuskjal leikskólastjóra og bæjarstjóra að umbótastarfi, sem alltaf er í gangi.

    Nemendur leikskólans eru nú 46, en fjögur börn voru að byrja í leikskólanum. Starfsfólk er í um 17 stöðugildum, einn starfsmaður er að koma til baka úr fæðingarorlofi. Um 17 börn eru í árgangi 2019, sem koma flest inn á þessu ári, en 10 börn fara úr leikskólanum og yfir á leikskóladeildina Eldhamra.

    Leikskólastjóri sagði frá því að hún hefði tekið starfsmannaviðtöl og að sérstök starfsmannakönnun hefði verið gerð, sem hefði komið afar vel út.
    Leikskólastjóri sagði frá þrískiptingu starfseminnar, en þriðja deildin hefði verið formuð til að skipta 30 barna hópi yngri barna upp, m.a. til að skapa meiri ró og uppá hljóðvist að gera.
    Mynduð hafa verið tvö teymi starfsfólks, til undirbúnings; annars vegar um verkefnið "Heilsueflandi leikskóli" sem Leikskólinn Sólvellir er farinn af stað með, og svo verkefnið "Uppeldi til ábyrgðar". Hún sagði frá námskeiðum fyrir stjórnendur, til að styrkja innra starf. Auk þess eru námskeið fyrirhuguð á komandi skólaári, t.d. í barnavernd, sem eru reglulega á dagskrá.

    Leiskólastjóri sagði frá því að margvíslegur lærdómur hefði fengist út úr fyrirkomulagi skólastarfsins eins og það var útfært á Covid-tímabilinu, þ.e. þegar takmarkanir voru á skólastarfi, frá 16. mars til 4. maí sl. Starfsemi ugludeildar fór fram í samkomuhúsinu, sem tekið var undir leikskólann á þessu tímabili. Gríðarmikil vinna fór í aukaleg þrif á húsnæði, snertiflötum, leikföngum o.fl. Innkoma barna í leikskóla fór fram með aðstoð starfsfólks.
    Í kringum 10 börn tóku hlé, mislangt, frá leikskólastarfinu á þessu tímabili, en uppúr páskum fóru þau meira að tínast inn.
    Starfsemi leikskóla var haldið úti alla daga, fyrir öll börn sem vildu, á tímabilinu.

    Bæjarstjóri og leikskólastjóri fóru yfir þær verklegu framkvæmdir sem eru á dagskrá þessa árs, í leikskólanum og umhverfi hans.
    Hönnuður var fenginn til að vinna byggingarnefndarteikningu vegna skiptingar með færanlegum millivegg, sem skiptir nýrri hluta leikskólans í tvennt uppá starfsemina að gera. Nýr bakaraofn/eldunarofn var keyptur í vor og ofnalagnir í eldri hluta leikskólans verða endurnýjaðar í sumar. Gerðar voru endurbætur á leiktækjum fyrr í þessum mánuði, rennibraut og fleiru, og sumarstarfsfólk áhaldahúss hefur verið að þrífa leiktæki og umhverfi lóðar. Drenun á leikskólalóð sem unnin var í fyrra hefur haldið sér og pollar horfnir úr lóðinni.

    Farið var yfir drög að skóladagatali, en skólastjórar leik- og grunnskóla samræma skóladagatöl skólanna.
    Drögin voru samþykkt.

    Skólastjóra og starfsfólki leikskólans voru færðar þakkir fyrir gott starf á krefjandi Covid-tímabili liðins vetrar.

    Gestum fundarins var þökkuð koman.
    Hér viku þær Anna og María Rún af fundinum.



  • Gestir fundarins undir þessum lið voru Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri og Karítas Eiðsdóttir sem fulltrúi kennara grunnskóla.

    Skólanefnd - 153 Fyrir fundinum lágu ýmis gögn frá skólastjóra, m.a. drög að skóladagatali komandi skólaárs.

    Skólastjóri fór yfir skólastarfið síðustu mánuðina.
    Anna Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri, en Guðmundur Björgvin Sigurbjörnsson mun láta af störfum í sumar.
    Sigrún Hilmarsdóttir fer í námsleyfi á komandi vetri.
    Gréta Sigurðardóttir kennaranemi er ráðin í kennslu á komandi vetri.

    Starfsmannakönnun var gerð á vorönn og kemur vel út í heildina. Skólastjóri fór yfir úrvinnslu úr henni og það sem gefur tilefni til úrbóta.

    Bæjarstjóri og skólastjóri fóru yfir þær verklegu framkvæmdir sem eru á dagskrá þessa árs, í grunnskólanum. Gert verður við leka í norðausturhornstofu og stofan nýtt undir starfsemi á komandi vetri. Ennfremur verður farið í múrviðgerðir, viðgerðir á gluggum, málun utanhúss og klæðningu á suðurvegg elsta grunnskólahúss.

    Skóladagatal var afgreitt með fyrirvara, skv. beiðni skólastjóra.

    Skólastjórnendum og starfsfólki var þakkað fyrir gott starf á krefjandi tímum á liðnum vetri. Þeim var jafnframt þökkuð koman.

  • Gestir fundarins undir þessum lið voru Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri og Karítas Eiðsdóttir sem fulltrúi kennara grunnskóla.

    Skólanefnd - 153
    Sigurður Gísli fór yfir starfsemina. Nítján nemendur fara úr Eldhömrum í fyrsta bekk í haust og um 10 nemendur koma inn nýir, í haust.


  • Gestir fundarins undir þessum lið voru Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri og Linda María Nielsen aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans.
    Skólanefnd - 153 Fyrir lá ársskýrsla 2019-2020, þ.e. greinargerð Lindu Maríu um starfsemina á liðnu skólaári.

    Haustið 2019 voru skráðir 61 nemandi í skólann, en einhverjar breytingar urðu á nemendahópnum um áramót eins og alltaf er. Nú í vor luku 57 nemendur námi við skólann; 50 nemendur voru á grunnskólaaldri, 2 í framhaldsskóla og 5 fullorðnir eldri en 21 árs.
    Kennarar voru fjórir í 3,4 stöðugildum auk skólastjóra.

    Alexandra Zukhova kenndi á píanó, tréblásturshljóðfæri, tónfræði og sá auk þess um tónlistarstundir fyrir nemendur Eldhamra.
    Baldur Rafnsson kenndi á trommur og slagverk, málmblásturshljóðfæri og stjórnaði og hafði umsjón með skólahljómsveit.
    Bent Marinósson kenndi á gítar og bassa.
    Linda María Nielsen kenndi söng og tónfræði og hafði yfirumsjón með öllu faglegu starfi skólans, sem aðstoðarskólastjóri.

    Í haust var tekin upp sú nýjung að nemendur í 1. og 2. bekk fengu 20 mínútna tíma í stað 30 mínútna áður, sem Linda segir að hafi komið vel út.

    Eldhamrar komu einu sinni í viku í tónlistarstund, í litlum hópum 4-5 nemenda og kom hver hópur sex sinnum. Þetta gekk mjög vel og var áhuginn hjá krökkunum mikill.

    Söngur á sal var fimm sinnum í vetur og fóru tónlistarkennarar í grunnskóla og stjórnuðu fjöldasöng. Nemendur og allir starfsmenn skólans tóku vel undir.

    Jólatónleikar tónlistarskólans voru haldnir 4. desember í kirkjunni. Tónleikarnir gengu vel og voru vel sóttir.
    Hætt var við að halda vortónleika, í samræmi við tilmæli heilbrigðisyfirvalda, en skólaslit haldin fyrir nemendur. Fengnir voru tveir listamenn til að koma og skemmta og ræða við nemendur, þeir Jón Jónsson og Bergur Einar Dagbjartsson, sem er uppalinn hér í Grundarfirði.

    Linda María fór yfir reynsluna af starfsemi skólans á tímum Covid-19. Margvíslegar breytingar voru gerðar á starfsemi skólans, öllum stundaskrám var endurraðað, kennt var að hluta til í fjarkennslu, hóptímar féllu niður, þrif stóraukin og fleira mætti nefna.
    Ýmiss konar lærdómur fékkst úr skólastarfinu á þessu tímabili, sem nýtist áfram til áframhaldandi þróunar skólastarfs. Umræða varð um tækifæri til að nýta fjarkennslu sem viðbót og til frekari þróunar skólastarfs. Nefndin telur mikilvægt að vanda til verka þannig að fjarkennsla nýtist sem stuðningur og til aukinnar fjölbreytni og sveigjanleika í skólastarfinu, auk þess sem slíkur kostur yrði kynntur vel fyrir notendum.

    Farið var yfir drög að skóladagatali komandi skólaárs. Skólanefnd samþykkir skóladagatal 2020-2021.

    Starfsfólki tónlistarskóla voru færðar þakkir fyrir starfið á liðnu skólaári og sérstaklega fyrir starfið á tímum Covid.

    Lindu Maríu og Sigurði Gísla var þökkuð koman og viku þau hér af fundi.



  • Til kynningar og umræðu síðar.
    Skólanefnd - 153
  • 7.6 1809028 Skólastefna
    Skólanefnd - 153 Rætt um skólastefnu í tengslum við heildarstefnu bæjarstjórnar.
  • Lagt fram til kynningar. Skólanefnd - 153
  • Fundargerðir lagðar fram til kynningar. Skólanefnd - 153
  • Kynningarbréf lagt fram.
    Skólanefnd - 153

8.Skipulags- og umhverfisnefnd - 216

Málsnúmer 2005008FVakta málsnúmer

  • Afgreiðsla byggingarfulltrúa - umsögn um umsókn vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi gististaðar í flokki II, íbúðir sem rekið er sem Lárperla slf., Grundargötu 78 n.h.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 216 Skipulags og byggingarfulltrúi ásamt slökkviliðsstjóra fóru í úttekt á tilgreindum stað, Lárperlu slf, að Grundargötu 78 n.h. vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi gististaðar í flokki II.
    Í umsögn slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa voru ekki gerðar athugasemdir við beiðni um endurnýjun rekstrarleyfis.

  • Rútuferðir ehf. sóttu um endurnýjun á stöðuleyfi vegna gáma á lóð þeirra sem nýttir eru sem móttaka og salernisaðstaða fyrir hópa.

    Skipulags- og umhverfisnefnd frestaði erindinu á 215. fundi sínum þann 5. maí 2020 og fól skipulags-og byggingarfulltrúa að fara í vettvangsskoðun.

    Byggingarfulltrúi fór þann 7. maí 2020 og leggur fram gögn vegna hennar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 216 Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar erindinu um stöðuleyfi.

    Nefndin felur embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að funda með umsóknaraðila um þá stöðu sem málið er komið í og mögulegar lausnir þess.
    Bókun fundar RG vék af fundi undir þessum lið.

    Til máls tóku JÓK, UÞS og SÞ.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

    RG tók aftur sæti sitt á fundinum.
  • Lagt fram erindi Árna Halldórssonar vegna niðurstöðu nefndar um byggingarleyfi fyrir smáhýsi á lóð.

    Við skoðun byggingarfulltrúa sem framkvæmd var þann 29.júlí 2019 kom í ljós að umrædd framkvæmd samrýmdist ekki reglum sem gilda um smáhýsi. Var lóðarhafa því veitt stöðuleyfi til eins árs, en farið fram á að umsókn um byggingarleyfi ásamt teikningum yrði skilað inn áður en stöðuleyfi félli úr gildi.

    Í bréfi lóðarhafa, sem nú liggur fyrir nefndinni, færir hann rök fyrir því að hér sé um að ræða smáhýsi, í skilningi byggingarreglugerðar, gr. 2.3.5., sem sé því ekki byggingarleyfisskylt.

    Byggingarfulltrúi fór í vettvangsskoðun þann 27. maí 2020. Í ljós kom að búið er að klæða útveggi og hækka lóðina.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 216 Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á rök umsækjanda um að hér sé um smáhýsi að ræða sbr. gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð og sé því ekki byggingarleyfisskyld.

    Að öðru leyti vísar skipulags- og umhverfisnefnd erindinu til bæjarstjórnar.

    Runólfur sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, UÞS og SÞ.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og að því leyti sem nefndin vísar erindinu til bæjarstjórnar, þá fellst bæjarstjórn á rök lóðarhafa og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá málinu í samræmi við þau.


  • 8.4 2004016 Lóðarblöð 2020
    Lögð eru fram ný lóðarblöð til kynningar fyrir nefnd vegna enduruppmælingar lóða. Skipulags- og umhverfisnefnd - 216
    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlögð lóðarblöð unninn af Verkís fyrir eftirfarandi lóðir :
    Hellnafell 1, Fellabrekka 3, Fellabrekka 5, Ölkelduvegur 17, Ölkelduvegur 23 og Ölkelduvegur 29.

    Byggingarfulltrúa er þó falið að skoða lóðarblöð og byggingarreiti nánar með tilliti til nærliggjandi lóða.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og UÞS.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Bjargarsteinn Mathús sækir um stöðuleyfi fyrir matarvagn frá 1. júní 2020 til 15. september 2020. Matarvagninn verður staðsettur á miðbæjarreit við víkingaskálann. Skipulags- og umhverfisnefnd - 216
    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi frá 1. júní til 15. september 2020 að uppfylltum skilyrðum.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skotfélag Snæfellsness sendir inn fyrirspurn um aðstöðu félagsins til að fá inn rafmagn á æfingasvæði félagsins í Kolgrafafirði.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 216 Byggingarfulltrúi hefur að beiðni bæjarstjóra tekið að sér að skoða málið í samstarfi við Skotfélagið.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og UÞS.
  • SV1 og synir ehf. leggja fram fyrirspurn vegna ofanábyggingar á bil sitt við Sólvelli 6. Skipulags- og umhverfisnefnd - 216 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið sbr. fyrri bókun á 200. fundi nefndar er varðaði fyrirspurn frá húsfélagi Sólvalla 6, en bendir á að fyrir svona umfangsmikla framkvæmd þarf að deiliskipuleggja.
  • 8.8 1902034 Stöðuleyfi
    Lögð fram til kynningar drög að vinnureglum Grundarfjarðarbæjar um stöðuleyfi fyrir lausafjármuni. Skipulags- og umhverfisnefnd - 216 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í framlagða tillögu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að útfæra nánar vinnureglur um stöðuleyfi fyrir lausafjármuni í Grundarfjarðarbæ, með stoð í byggingarreglugerð nr. 112/2012, sbr. lög um mannvirki.
  • Davíð Magnússon skilar inn lóð sem hann hafði fengið útlutað að Hellnafelli 1.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 216 Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir skil á lóðinni við Hellnafell 1 og er hún því laus til úthlutunar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram umsókn um lóðina Ölkelduveg 17. Skipulags- og umhverfisnefnd - 216 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta Davíð Magnússyni lóðinni við Ölkelduveg 17.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

9.Skipulags- og umhverfisnefnd - 217

Málsnúmer 2006001FVakta málsnúmer

  • Grundarfjarðarbær sækir um byggingarleyfi til uppsetningar felliveggs í miðrými húsnæðis Leikskólans Sólvalla.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 217
    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 9.2 2003010 Frisbígolf
    Óskað er eftir umsögn og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar vegna niðursetningar og staðsetningar fyrir frisbígolfvöll á Paimpolsvæði, við ölkeldu og tjaldsvæði. Skipulags- og umhverfisnefnd - 217
    Lagðar voru fram tillögur að staðsetningu frisbígolfvallar ofan við ölkelduna, að skógræktarsvæði frá tjaldsvæði.

    Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og samþykkir framkomnar hugmyndir íþrótta- og æskulýðsnefndar fyrir frisbígolfvöll í Grundarfirði.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, UÞS, HK og BÁ.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 9.3 2004016 Lóðarblöð 2020
    Lögð fram ný lóðarblöð til kynningar fyrir nefnd.
    Um er að ræða enduruppmælingu lóða með tilliti til byggingarreits og annarra nærliggjandi lóða.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 217 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlögð lóðarblöð unnin af Verkís:

    Ölkelduveg 21, Ölkelduveg 29 og Ölkelduveg 31
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og UÞS.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram handbók um algilda hönnun gefin út af Samgöngustofu. Skipulags- og umhverfisnefnd - 217
    Lagt fram til kynningar.

10.Kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar til eins árs

Málsnúmer 1806011Vakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar til eins árs var kosinn Jósef Ó. Kjartansson með sjö samhljóða atkvæðum.

Varaforseti til eins árs var kosinn Hinrik Konráðsson með sjö samhljóða atkvæðum.

11.Kosning bæjarráðs, aðal- og varamenn

Málsnúmer 1806012Vakta málsnúmer


Kosin voru í bæjarráð samhljóða til eins árs:

Aðalmenn:
D - Rósa Guðmundsdóttir
L - Sævör Þorvarðardóttir
D - Unnur Þóra Sigurðardóttir

Varamenn:
D - Jósef Ólafur Kjartansson
L - Hinrik Konráðsson
D - Bjarni Sigurbjörnsson

12.Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs

Málsnúmer 1806013Vakta málsnúmer


Fram fór kosning formanns og varaformanns bæjarráðs til eins árs:

Formaður bæjarráðs var kosinn samhljóða með sjö atkvæðum Rósa Guðmundsdóttir.

Varaformaður bæjarráðs var kosinn samhljóða með sjö atkvæðum Sævör Þorvarðardóttir.

13.Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki 2

Málsnúmer 1909023Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2020 skv. tillögum bæjarráðs, til að mæta kostnaði vegna framkvæmda við frágang snúningsáss í Fellasneið og frágang ofan lóða í Fellabrekku, vegna kaupa á dælum fyrir slökkvilið og vegna bílakaupa áhaldahúss. Einnig er lögð fram tillaga um viðbótarfjárveitingu vegna viðhaldsframkvæmda við grunnskóla.

Aukin er fjárfesting um 18,7 millj. kr., sem mætt er með lántöku.

Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2020 samþykktur samhljóða.

14.Reglur um styrki til námsmanna í starfi hjá Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 2005052Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum bæjarins um styrki til námsmanna í starfi hjá Grundarfjarðarbæ, en bæjarráð vísaði þeim til bæjarstjórnar.

Reglurnar gera ráð fyrir að einungis starfsfólk á leikskólastigi (Leikskólinn Sólvellir og leikskóladeildin Eldhamrar) njóti stuðnings.

Allir tóku til máls.

Reglur um styrki til námsmanna í starfi á leikskólastigi hjá Grundarfjarðarbæ samþykktar samhljóða.

Reglurnar verða kynntar starfsmönnum á leikskólastigi sem verði heimilað að sækja um til 1. september 2020 vegna næsta starfsárs.

Samþykkt samhljóða.

15.Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Rekstrarleyfi Lárperla slf.

Málsnúmer 2005027Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi dags. 19. maí sl., þar sem óskað er umsagnar bæjarstjórnar á umsókn Lárperlu slf. um endurnýjun á rekstrarleyfi til að reka gististað í flokki II að Grundargötu 78.

Fyrir liggja jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila. Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.

Samþykkt samhljóða.

16.SSV - Gögn fyrir aðalfund 2020

Málsnúmer 2006007Vakta málsnúmer


Lagður fram til kynningar ársreikningur SSV 2019 ásamt ársskýrslu. Einnig lögð fram dagskrá með upplýsingum um tímasetningar aðalfunda SSV, Sorpurðunar Vesturlands hf., Heilbrigðiseftirlits Vesturlands o.fl., sem allir verða haldnir mánudaginn 15. júní nk. í Borgarbyggð.

17.Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytið - Bréf frá ráðherra v/Covid-19

Málsnúmer 2005045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til sveitarfélaga landsins, dags. 25. maí sl., um áhrif Covid-19 faraldursins á fjármál, þ.e. afkomu og efnahag sveitarfélaga. Í bréfinu er m.a. sagt frá því að til standi að safna saman samtímaupplýsingum um fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga á árinu 2020, til að fá sem besta mynd af fjárhagslegri stöðu þeirra eins og hún hefur þróast það sem af er ári.

18.Samband íslenskra sveitarfélaga - Átak í fráveitumálum - upplýsingar til sveitarstjórna

Málsnúmer 2006002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samorku, dags. 2. júní sl., vegna átaks í fráveituframkvæmdum.

Þann 30. mars síðastliðinn var samþykkt á Alþingi þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingaátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Í því fólst m.a að varið verður 200 milljónum króna á árinu í uppbyggingu í fráveitumálum hjá sveitarfélögum og veitufyrirtækjum.

Einnig er í þinglegri meðferð frumvarp til breytinga á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, sem felur í sér að á árunum 2020-2030 verði veitt framlag úr ríkissjóði sem nemur hlutdeild í kostnaði við fráveituframkvæmdir á vegum fráveitna sveitarfélaga eftir því sem nánar verður ákveðið í fjárlögum.

19.Forsetakosningar 2020

Málsnúmer 2005046Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis, dags. 26. maí sl., vegna forsetakosninga 2020.

Bæjarstjórn fagnar því að íbúar Grundarfjarðarbæjar njóti nú þeirra sjálfsögðu lýðræðislegu réttinda að geta kosið utan kjörfundar í sinni heimabyggð. Kosið er í Ráðhúsi Grundarfjarðar skv. samningi bæjarins við Sýslumanninn á Vesturlandi.

20.Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - Samstarf á sviði brunamála

Málsnúmer 2005056Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dags. 28. maí sl., varðandi samstarf á sviði brunamála.

21.Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga - Fundargerð 107. fundar stjórnar

Málsnúmer 2006004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 107. stjórnarfundar FSS, sem haldinn var 29. maí sl.

22.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerð 178. fundar stjórnar

Málsnúmer 2005028Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 178. fundar Breiðafjarðarnefndar, sem haldinn var 21. apríl sl.

23.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 884. fundar stjórnar sambandsins

Málsnúmer 2005030Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 884. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 20. maí sl.

24.Landskerfi bókasafna - Aðalfundur 2020

Málsnúmer 2005057Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Landskerfa bókasafna 2019, ásamt samþykktum og aðalfundarboði um fund sem haldinn var í dag 11. júní.

25.Umboð bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar

Málsnúmer 2006011Vakta málsnúmer

Lögð er fram svohljóðandi tillaga:

"Bæjarstjórn samþykkir að fella niður bæjarstjórnarfundi í júlí og ágúst nk. skv. heimild í 4. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar. Næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verður 10. september 2020. Meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella, skv. heimild í 5. mgr. 32. gr. samþykktarinnar."

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:38.