254. fundur 14. desember 2021 kl. 16:30 - 19:52 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Garðar Svansson (GS)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína. Hún fór yfir stöðu og starfsemi stofnana vegna Covid smita innanbæjar í síðasta mánuði. Mikið álag var á leik- og grunnskólastjórum, sem stóðu sig mjög vel, gott aðgengi var að sóttvarnateymi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og almenn samstaða bæjarbúa var til fyrirmyndar. Leitast var við að hafa góða upplýsingagjöf til bæjarbúa og er hún lykilatriði í slíkum aðstæðum.

Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur tekið til starfa. Fráfarandi forstöðumönnum, Aðalsteini Jósepssyni og Ragnheiði Dröfn Benidiktsdóttur er þakkað fyrir góð störf. Tilnefningar hafa borist frá íþróttafélögum vegna kjörs á íþróttamanni ársins og verður fundur 20. desember nk. og afhending viðurkenninga á Gamlársdag. Í skoðun er að leita eftir tilnefningum um óeigingjarnt starf í baklandi íþróttastarfs, en mögulega einnig að útvíkka það og láta slíkar viðurkenningar einnig ná til starfa á sviði menningar og annarra samfélagsverkefna. Þetta mál er í vinnslu.

Leikskólinn verður 45 ára í janúar nk. og grunnskólinn á 60 ára afmæli þann 6. janúar nk. Undirbúningur þessara tímamóta er í gangi. Tónlistarskólinn hefur undirbúið átak í fornámi á blásturshljóðfæri yngri barna á næstu önn og komnar eru þó nokkrar skráningar.

Bæjarstjóri fór yfir stöðu á verklegum framkvæmdum, í grunnskóla, samkomuhúsi, Þríhyrningi, gangstéttum og ljósastaurum. Einnig sagði hún frá vinnu við breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals og samtali við stjórn Fellaskjóls um svæði á eignarlandi dvalarheimilisins.

Hún sagði frá fyrirhuguðum fundi landshlutans með Ríkislögreglustjóra og almannavörnum næsta föstudag og fundi fulltrúa sveitarfélaganna með lögreglustjóra, sem haldinn verður sama dag. Bæjarstjóri sat vel sóttan fjarfund daginn áður á vegum sambandsins og ráðuneyta um umfangsmiklar breytingar á barnaverndarþjónustu.

Lagt hefur verið mikið púður í að skreyta bæinn og þykir fundarmönnum hafa tekist vel til. Yfir stendur val á bestu myndunum í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar, jólagluggar eru í gangi og fleira á vegum menningarnefndar.

Bæjarstjóri kynnti áform um að ná betur til nýrra íbúa. Haldnir verða kynningar- og spjallfundir ætlaðir nýjum íbúum, þar sem upplýsingar verða veittar um þjónustu og starfsemi. Leitast verði við að svara spurningum nýrra íbúa sem hafa ekki íslensku að móðurmáli.

Í dag var boðið til vígsluathafnar nýs íbúðakjarna á vegum Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga fyrir fatlað fólk, í Ólafsvík. Bæjarstjóri sótti þá athöfn f.h. bæjarins.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer


Rætt um fyrirhugaðan fund um sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi sem haldinn verður nk. miðvikudag.

Allir tóku til máls.

3.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri sagði frá löndunum á höfninni, sem hafa aukist verulega.

Ársafli komin á land þann 14. desember 2021 var 23.200 tonn. Til samanburðar var ársafli 2020, 18.462 tonn, 16.067 tonn árið 2019 og 13.700 tonn árið 2018.

Það sem af er desember eru landanir komnar í 2.400 tonn en heildarafli í desember 2020, var 1.032 tonn. Í nóvember 2021 var landað 3.637 tonnum, en 1.339 tonnum í nóvember 2020. Lönduð tonn í október 2021 voru 2.080, en þau voru 995 í október 2020.

Allir tóku til máls.

4.Bæjarráð - 580

Málsnúmer 2112001FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 580. fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 580 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • 4.2 2101005 Greitt útsvar 2021
    Bæjarráð - 580 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-október og janúar-nóvember 2021.

    Samkvæmt yfirlitinu fyrir janúar til nóvember hefur greitt útsvar hækkað um 4,2% miðað við sama tímabil í fyrra. Hækkun á landsvísu á sama tímabili er 8,6%.

    Einnig rætt um þróun íbúafjölda. Þann 1. desember 2020 voru 870 íbúar í sveitarfélaginu, en skv. neðangreindri skýrslu gefinni út af Þjóðskrá eru íbúar 841 í dag. Skýrslan geymir rauntímaupplýsingar um ýmsar kennitölur, sjá slóð:

    https://storage.googleapis.com/a2p-v2-storage/c382c8ee-08e1-4bef-852c-c7e201484f59?fbclid=IwAR0gjs-JHMZEIE6Kh9LWkaf70G7vRXi3C8WRKaQz49ajX4mce9gYLRrQRy4

    Bæjarráð fór yfir ýmis atriði sem snerta lýðfræði og þróun, byggingamál og fleira.

    Á næsta ári er fyrirhugað að verði 16 íbúðir (fjölbýli og einbýli) í byggingu í sveitarfélaginu og eitt atvinnuhúsnæði er í byggingu. Á næstunni verður auglýst breyting á deiliskipulagi Ölkeldudals, þar sem gert er ráð fyrir nýjum íbúðarlóðum.

  • 4.3 2106001 Launaáætlun 2021
    Bæjarráð - 580 Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á launaáætlun og útgreiddum launum Grundarfjarðarbæjar janúar til nóvember 2021. Samkvæmt yfirlitinu eru raunlaun undir áætlun.
  • Bæjarráð - 580 Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir vegna ársins 2022 ásamt umsóknum og greinargerðum. Eftir yfirferð bæjarráðs er tillögum að styrkveitingum 2022 vísað til bæjarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.

    Bæjarráð samþykkir jafnframt að stofnaður verði sjóður með það hlutverk að styrkja uppbyggingu félagasamtaka í íþróttum, menningu og samfélagslegum verkefnum. Stofnfé verði ein milljón kr. á árinu 2022 og í framhaldinu verði fast árlegt framlag úr bæjarsjóði að fjárhæð 1,5-2 milljónir króna, þó með fyrirvara um afkomu bæjarsjóðs. Bæjarráð mun ganga frá frekari útfærslu á næstu fundum og leita umsagnar fagnefnda.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir tillögu bæjarráðs um að stofnaður verði sjóður með það hlutverk að styrkja uppbyggingu félagasamtaka í íþróttum, menningu og samfélagslegum verkefnum. Stofnfé verði ein milljón kr. á árinu 2022 og í framhaldinu verði fast árlegt framlag úr bæjarsjóði að fjárhæð 1,5-2 milljónir króna, þó með fyrirvara um afkomu bæjarsjóðs.

    Í fjárhagsáætlun, í dagskrárlið 12, hefur verið gert ráð fyrir stofnframlagi á árinu 2022, alls einni milljón króna.

    Samþykkt samhljóða.
  • Eftirfarandi gögn voru lögð fram:

    - Minnisblað um endurskoðaða þjóðhagsspá sem felur m.a. í sér spá um hærri verðbólgu.
    - Yfirlit yfir ábendingar íbúa í tengslum við fjárhagsáætlun 2022.
    - Endurskoðuð drög að framkvæmdaáætlun ársins 2022
    - Uppfærð yfirlit yfir áætluð stöðugildi á stofnunum
    - Uppfærð launaáætlun 2022 ásamt samanburði við fyrri áætlun
    - Yfirlit yfir helstu kennitölur rekstrar
    - Drög að rekstraryfirliti 2022
    Bæjarráð - 580 Farið yfir fyrirliggjandi gögn.

    Bæjarráð þakkar fyrir ábendingar íbúa í tengslum við fjárhagsáætlunargerðina.

    Bæjarráð setur fyrirvara á fjölda stöðugilda í leikskóla. Yfirstandandi er vinna við að skilgreina betur verklag við ákvörðun sérkennslu og stuðnings, þörf fyrir afleysingu o.fl. Bæjarráð mun setja viðmið um barngildi í starfsemi leikskólans í tengslum við þá vinnu.

    Fjárhagsáætlun 2022 samþykkt samhljóða.

    Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2022 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
  • 4.6 2109024 Gjaldskrár 2022
    Bæjarráð - 580 Farið yfir rekstraryfirlit og áætlun vegna leiguíbúða I og II, íbúðir við Hrannarstíg.

    Bæjarráð gerir þann fyrirvara við gjaldskrár ársins 2022 að fjárhæð innheimtrar leigu vegna íbúðanna verðir endurskoðuð, m.t.t. raunverulegs kostnaðar við rekstur íbúðanna.

    Jafnframt felur bæjarráð skipulags- og umhverfissviði að skoða upptöku á tengigjaldi fráveitu í núverandi gjaldskrá.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 580 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fjárhagsáætlun HeV fyrir árið 2022 verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 580 Fannar Þór Þorfinnsson hefur verið skráður byggingarfulltrúi Grundarfjarðarbæjar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Jökull Helgason er þar með afskráður.

    Jafnframt hefur Kristín Þorleifsdóttir verið skráð sem skipulagsfulltrúi hjá Skipulagsstofnun síðan í ágúst sl.

    Ofangreint er gert í samræmi við samstarfssamning fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi.

    Samþykkt samhljóða.

  • Bæjarráð - 580 Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um endurskoðaða þjóðhagsspá.
  • Bæjarráð - 580 Lagt fram til kynningar ársuppgjör handverkshóps eldri borgara vegna ársins 2020.
  • Bæjarráð - 580 Lagt fram til kynningar ársuppgjör Skíðadeildar UMFG vegna ársins 2020.
  • Bæjarráð - 580 Lagður fram til kynningar ársreikningur Setbergssóknar vegna ársins 2020.

5.Menningarnefnd - 31

Málsnúmer 2111003FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 31. fundar menningarnefndar.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd - 231

Málsnúmer 2111005FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 231. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lóðarhafi á Hlíðarvegi 5 óskar eftir afnotum af landi Grundarfjarðarbæjar til viðbyggingar við bílskúr. Óskað er eftir viðbótarlandi sem liggur í átt að íþróttavelli/grunnskóla.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 231 Vatnslögn og aðrar lagnir liggja sunnanvert við lóðir umrædds húss og aðliggjandi húsa við Hlíðarveg. M.a. af þeirri ástæðu getur skipulags- og umhverfisnefnd ekki orðið við beiðni lóðarhafa við Hlíðarveg 5 um afnot af landi bæjarins á umræddu svæði.
  • Lögð er fram umsókn landeiganda vegna byggingar bragga í landi Innri Látravíkur. Bragginn verður notaður sem fjárhús og staðsettur fyrir ofan hús suðaustanmegin, skv. aðaluppdráttum. Skipulags- og umhverfisnefnd - 231 Umhverfis- og skipulagssviði er falið að skoða málið frekar.

    Máli frestað.
  • Lóðarhafi að Hlíðarvegi 11 leggur fram umsókn um útlitsbreytingu á húsi ásamt reyndarteikningu.
    Sett verður ný hurð í stað glugga sem liggur úr stofu á suðurhlið húss.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 231 Byggingarfulltrúi hefur farið yfir framlagðar teikningar og gerir ekki athugasemdir við umræddar breytingar.

    Nefndin telur að umrædd breyting sé minniháttar og komi ekki til með að skerða hagsmuni nágranna sbr. c. lið 2.3.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

    Með hliðsjón af því samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð.
  • Húsfélag Grundargötu 26-28 leggur fram umsókn um útlitsbreytingu á klæðningu á húsi. Til stendur að skipta um klæðningu á öllu húsinu, úr steniklæðningu í álklæðningu í sambærilegum lit. Eldri klæðning liggur undir skemmdum og kominn er tími á endurnýjun, skv. umsókn.

    Fyrir liggur samþykkt húsfélags að Grundargötu 26-28 frá 4. nóvember 2021 um að skipta um klæðningu.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 231 Byggingarfulltrúi hefur farið yfir framlögð gögn og gerir ekki athugasemdir við umræddar breytingar.

    Þar sem breyting telst ekki óveruleg er lagt til að umrædd framkvæmd verði grenndarkynnt fyrir nærliggjandi lóðarhöfum, sbr. 2.3.4. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 og umrætt svæði er ódeiliskipulagt.

    Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu til aðliggjandi lóðarhafa að Grundargötu 21, 21a, 23, 24, 25, 27, 30 og Borgarbraut 1, 2 og 6, Hamrahlíð 1 og Nesveg 1.
  • Lagður fram til kynningar úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 15. október sl. vegna kæru á breytingu deiliskipulags og veitingu byggingarleyfis á lóð að Nesvegi 4a, nýju netaverkstæði.

    Niðurstaða úrskurðarnefndar var að kærunni var vísað frá.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 231
  • Árlegur Skipulagsdagur Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga var haldinn 12. nóvember sl.

    Bæjarstjóri flutti fjarerindi á ráðstefnunni undir yfirskriftinni "Grænn og heilsuvænn Grundarfjörður" og hefur það skírskotun í markmið í aðalskipulagi. Erindið fjallar um átaksverkefni bæjarstjórnar um gönguvænan Grundarfjörð; endurbætur stíga, gatna og tenginga, aðgengi og fleira.

    Sjá slóð á erindi Skipulagsdagsins hér: https://www.skipulag.is/skipulagsstofnun/frettir/skipulagsdagurinn-glaerur-frummaelenda
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 231 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir kynninguna en óskar jafnframt eftir því að fá erindið til umsagnar.
  • Til kynningar:

    Umræðupunktar frá skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og bæjarstjóra um vanhirt hús eða lóðir í bænum sem áhrif hafa á nærumhverfi sitt.

    Framvinda við vinnu á deiliskipulagi Ölkeldudals.

    Húsnæðisáætlun HMS.

    Gönguvænn Grundarfjörður, staða í gatnaframkvæmdum: Götur, gangstéttar og lýsing.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 231 Til umræðu

7.Fjárhagsáætlun 2021 - viðauki

Málsnúmer 2009045Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2021. Gert er ráð tekjuaukningu vegna skatttekna, framlaga Jöfnunarsjóðs og á höfn auk lækkun kostnaðar. Nettó breyting á rekstri er 54,3 millj. kr., lántaka er lækkuð um 90 millj. kr., þar af leiðir er lækkun á handbæru fé um 35,7 millj. kr. Í stað neikvæðrar rekstrarniðurstöðu upp á 40,3 millj. kr., er gert ráð fyrir 13,9 millj. kr. jákvæðri niðurstöðu.

Allir tóku til máls.

Viðauki við fjárhagsáætlun 2021 samþykktur samhljóða.

8.Styrkumsóknir og afgreiðsla 2022

Málsnúmer 2110006Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir ásamt tillögum að styrkveitingum ársins 2022, sem bæjarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Allir tóku til máls.

Tillögur að styrkveitingum ársins 2022 samþykktar með fimm atkvæðum. Tveir sátu hjá (HK og GS).

9.Gjaldskrár 2022

Málsnúmer 2109024Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir tillögur bæjarráðs að þjónustugjaldskrám næsta árs ásamt yfirliti með samanburði á helstu þjónustugjaldskrám 2021 milli nokkurra nágrannasveitarfélaga. Gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2022 fela í sér 4,5% hækkun frá árinu 2021.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustugjaldskrár fyrir árið 2022, með þeim fyrirvörum sem lagðir voru til á 580. fundi bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

10.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fjárhagsáætlun og gjaldskrá 2022

Málsnúmer 2112022Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HeV) ásamt gjaldskrá ársins 2022. Bæjarráð hafði áður lagt til við bæjarstjórn að áætlunin og gjaldskrá verði samþykkt.

Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun og gjaldskrá HeV fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða.

11.Sorpurðun Vesturlands - fjárhagsáætlun og gjaldskrá 2022

Málsnúmer 2112023Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun Sorpurðunar Vesturlands ásamt gjaldskrá ársins 2022.

Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun og gjaldskrá Sorpurðunar Vesturlands fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða.

12.Fjárhagsáætlun 2022 - síðari umræða

Málsnúmer 2108010Vakta málsnúmer

Lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun ársins 2022, samanburður milli fjárhagsáætlunar 2021 og 2022 og útlistun á breytingum sem gerðar hafa verið milli umræðna. Jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun fyrir árin 2023-2025. Skv. rekstraryfirliti fjárhagsáætlunar 2022 eru heildartekjur áætlaðar 1.271,9 millj. kr. Áætlaður launakostnaður er 688,6 millj. kr., önnur rekstrargjöld 417,0 millj. kr. og afskriftir 72,3 millj. kr. Fyrir fjármagnsliði er gert ráð fyrir að rekstrarafkoma verði 93,8 millj. kr. Gert er ráð fyrir 86,2 millj. kr. fjármagnsgjöldum. Áætlun 2022 gerir ráð fyrir 7,7 millj. kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðu.

Skv. sjóðsstreymisyfirliti áætlunarinnar er veltufé frá rekstri 139,0 millj. kr. þegar leiðrétt hefur verið fyrir afskriftum og áföllnum en ógreiddum verðbótum og gengismun, auk annarra breytinga á skuldbindingum. Þessi fjárhæð nýtist síðan til afborgana lána og nauðsynlegra fjárfestinga sem brýnt er að ráðast í á árinu 2022. Ráðgert er að fjárfestingar verði 183,1 millj. kr., afborganir lána 160,5 millj. kr. og að tekin verði ný lán að fjárhæð 160 millj. kr. Miðað við þær forsendur er gengið á handbært fé um 42,6 millj. kr. Handbært fé í árslok ársins 2022 er því áætlað 63,0 millj. kr. gangi fjárhagsáætlun ársins 2022 fram eins og ráðgert er.

Allir tóku til máls.

Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 samþykkt samhljóða.

13.Starfshópur um grunnskólalóð

Málsnúmer 2112024Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um stofnun starfshóps, sem hafi það hlutverk að fjalla um grunnskólalóð, sbr. tillögu skólanefndar og umræðu bæjarráðs.

Lagt til að formaður bæjarráðs og fulltrúi skólanefndar verði í starfshópnum ásamt skólastjóra grunnskólans, fulltrúa foreldra og fulltrúa nemenda skólans. Skólastjóri grunnskólans verði formaður hópsins.

Samþykkt samhljóða.

14.Grundarfjarðarbær - Endurskoðuð brunavarnaáætlun

Málsnúmer 2105010Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar endanleg útgáfa af Endurskoðaðri brunavarnaáætlun Slökkviliðs Grundarfjarðarbæjar 2021-2025, eftir yfirferð og endanlegt samþykki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þann 3. des. sl.

Bæjarstjórn fagnar samþykkt áætlunarinnar og þakkar slökkviliðsstjóra fyrir vel unnin störf við undirbúning áætlunarinnar.

15.Umhverfisvottun Snæfellsness - Úttektarskýrsla EC 17.9.2021

Málsnúmer 2111030Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar úttektarskýrsla Umhverfisvottunar Snæfellsness.

16.Samband íslenskra sveitarfélaga - Breytt skipulag barnaverndar

Málsnúmer 2112006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga 30. nóvember sl. þar sem kynnt er breytt skipulag barnaverndar sem kynnt var á kynningarfundi þann 13. desember 2021.

Gerðar hafa verið breytingar á skipulagi barnaverndar og taka þær gildi að loknum næstu sveitarstjórnarkosningum, þ.e. þann 28. maí 2022.

Samkvæmt lögunum verða barnaverndarnefndir lagðar niður og í stað þeirra verða starfræktar tvær aðskildar einingar á vettvangi sveitarfélaga, annars vegar barnaverndarþjónusta og hins vegar umdæmisráð barnaverndar.

Að baki hverrar barnaverndarþjónustu verða umdæmi með í það minnsta 6.000 íbúum nema veitt verði undanþága að uppfylltum sérstökum skilyrðum.

Umdæmisráð barnaverndar verða sérstakar stjórnsýslunefndir á vettvangi sveitarfélaga. Umdæmisráðin fara með afmörkuð verkefni í tengslum við meðferð barnaverndarmála þar sem talin er mest þörf á sérhæfðri fagþekkingu í barnavernd. Að öðru leyti fer barnaverndarþjónusta með barnaverndarmál.

Þessar breytingar hafa í för með sér að mörg sveitarfélög þurfa að huga að samvinnu sín á milli bæði við rekstur barnaverndarþjónustu og umdæmisráða, ásamt því að taka ákvörðun um hvort óskað verði eftir undanþágu frá 6.000 íbúa lágmarksfjölda að baki barnaverndarþjónustu.

Samband íslenskra sveitarfélaga, í samvinnu við félagsmálaráðuneytið, mun kynna breytta skipan barnaverndar á fundi mánudaginn 13. desember. Sambandið óskar eftir því að allar sveitarstjórnir og stjórnir landshlutasamtaka sveitarfélaga fjalli á sínum vettvangi um stöðu undirbúnings fyrir þær breytingar sem nú eru framundan.

Allir tóku til máls.

17.Félagsmálanefnd Snæfellinga - Fundargerð 198.fundar stjórnar

Málsnúmer 2112017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 198. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga sem haldinn var 7. desember sl.

18.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerðir

Málsnúmer 2101034Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Breiðafjarðarnefndar. Fundargerð 195. fundar sem haldinn var 12. október sl. og fundargerð 196. fundar sem haldinn var 9. nóvember sl.

19.SSV - Fundargerðir 162, 163,164 og 165. fundar stjórnar

Málsnúmer 2112012Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar SSV. Fundargerðir 162. fundar sem haldinn var 9. júní sl., 163. fundar sem haldinn var 25. ágúst sl., 164. fundar sem haldinn var 28. september sl. og 165. sem haldinn var 17. nóvember.

20.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 903. fundar stjórnar

Málsnúmer 2112010Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 903. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 26. nóvember sl.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:52.