257. fundur 10. mars 2022 kl. 16:15 - 19:54 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
 • Hinrik Konráðsson (HK)
 • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
 • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
 • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
 • Garðar Svansson (GS)
 • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
Starfsmenn
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar fóru bæjarfulltrúar í heimsókn í áhaldahúsið.

Fundur hófst í samkomuhúsinu kl. 17:04.
Forseti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.
Hún sagði frá fundi bæjarfulltrúa með fulltrúum frá Veitum ohf., um fjölvarmaveituverkefnið, þann 17. febrúar sl. Fram kom að Veitur eru að vinna að fýsileikagreiningu og hyggjast skila af sér niðurstöðum í maí nk.

Bæjarstjóri sagði frá fundum og viðburðum sem hún og aðrir starfsmenn hafa tekið þátt í að undanförnu.

Auglýsingar eftir sumarstarfsfólki fara út næstu daga og unnið er að breyttu vaktafyrirkomulagi á höfn, þar sem bætt verður við starfsfólki.

Bæjarstjóri sagði frá því að þann 8. mars sl. hefði verið haldinn vel heppnaður fundur eða samkoma í Sögumiðstöðinni, þar sem verkefninu "Let´s come together" hefði verið hleypt af stokkunum. Grundarfjarðarbær og Svæðisgarðurinn Snæfellsnes eru samstarfsaðilar í verkefninu, sem fékk styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Verkefnið leiða þær Alicja Chajewska og Ildi ehf., Sigurborg Kr. Hannesdóttir.
Fyrsti fundurinn var á ensku og þátttakendur voru ríflega tuttugu, af sjö þjóðernum. Næsti fundur verður á pólsku, með sama sniði.
Grundarfjarðarbær nýtir tækifærið og leggur við hlustir á þessum fundum, um það sem bæta má í upplýsingagjöf til nýrra og erlendra íbúa, auk þess sem húsnæði er lagt undir fundi og samkomur í verkefninu.

Bæjarstjóri sagði frá því að á morgun, 11. mars, yrði ritað undir samning við mennta- og barnamálaráðherra og Unicef um verkefnið Barnvænt sveitarfélag, sem Grundarfjarðarbær hefur samþykkt að innleiða.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Dagskrárliðir 2 og 3 teknir og ræddir saman.
Allir tóku til máls.

Forseti vakti athygli á minnispunktum frá bæjarstjóra í tölvupósti til bæjarfulltrúa frá í gær, um samtal hennar við formann flóttamannanefndar. Fram kemur að sveitarfélögin eigi von á bréfi frá starfshópi sem stofnaður hefur verið um móttöku flóttamanna frá Úkraínu. Ennfremur hefur verið virkjuð "gátt" á vef Stjórnarráðsins þar sem hver og einn getur boðið fram og skráð sjálfur íbúðarhúsnæði á sínum vegum sem mögulegt húsnæði fyrir flóttamenn.

Sævör sagði frá fundi sem hún sótti á vegum RKÍ, um þetta verkefni og hvernig að því verði staðið.

Forseti lagði til að Grundarfjarðarbær myndi kanna með auglýsingu hvort hentugt húsnæði sé til staðar fyrir flóttafólk og halda utan um skráningu þess.
Samþykkt samhljóða.


Rætt var um sameiningarmál á Snæfellsnesi. Tillaga um sameiningu Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps var felld í kosningum þann 19. febrúar sl. Þann 26. mars nk. verður svo kosið um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar. Rætt um stöðuna og vænleg skref.


Forseti vakti athygli á orðsendingu sem hefði borist frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þann 18. febrúar sl. um að Sambandið hefði verið í viðræðum við mennta- og barnamálaráðuneytið um frestun á gildistöku barnaverndarlaga. Fram kemur að ráðherra hafi samþykkt að fresta gildistöku breytinga á barnaverndarlögum nr. 80/2002, sbr. lög nr. 107/2021, sem varða barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar, til haustsins. Jafnframt verði skipaður starfshópur með aðkomu ráðuneytisins og Barna- og fjölskyldustofu sem leggja eigi fram tillögur að skipan barnaverndarþjónustu og umdæmisráða, en það hefur einmitt verið í skoðun hjá sveitarfélögunum að undanförnu.


Forseti vakti athygli á eldvarnaátaki bæjarins, Starfsmannafélags Slökkviliðsins og Félags eldri borgara í Grundarfirði.
Eldri borgurum stóð til boða að fá aðstoð slökkviliðsmanns við að endurnýja eða setja upp nýja reykskynjara á heimilum sínum. Reykskynjarar voru gjöf frá Starfsmannafélaginu til eldri borgara og Grundarfjarðarbær greiddi fyrir vinnu slökkviliðsmanns við uppsetninguna.
Alls voru settir upp 82 nýir reykskynjarar á 28 heimili. Starfsmannafélagið hafði samband við alla íbúa sem voru á listanum (aldurstengt). Átakinu er nú lokið.
Bæjarstjórn færir samstarfsaðilum kærar þakkir fyrir þeirra framtak og aðkomu að verkefninu.

3.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Dagskrárliðir 2 og 3 teknir og ræddir saman.

4.Bæjarráð - 584

Málsnúmer 2202003FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 584. fundar bæjarráðs.
 • Fyrir fundinum lá samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og yfirlýsing Evrópsku sveitarfélagasamtakanna, sjá:
  https://www.samband.is/frettir/stjorn-sambandsins-fordaemir-innras-russa-i-ukrainu/

  Formaður kynnti tillögu að bókun bæjarráðs.

  Bæjarráð - 584 Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar. Bæjarráð lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga.
  Hana má lesa hér: https://www.ccre.org/en/actualites/view/4268

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs og gerir hana að sinni og hljóðar hún þannig:

  Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar. Bæjarráð lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga. Hana má lesa hér: https://www.ccre.org/en/actualites/view/4268 Samþykkt samhljóða.

  Samþykkt samhljóða.
 • Valgeir Þór Magnússon slökkviliðsstjóri kom inná fundinn undir þessum lið og var hann boðinn velkominn.

  Fyrir fundinum lá úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á Slökkviliði Grundarfjarðar, gerð 2. júní 2021, sbr. bréf HMS í júlí 2021.

  Ennfremur lágu fyrir bæjarráði athugasemdir slökkviliðsstjóra við einstökum atriðum í úttektarskýrslunni. Auk þess skjal bæjarstjóra, eftir yfirferð hennar og slökkviliðsstjóra, þar sem sett eru fram drög að svörum til HMS um þau atriði í skýrslunni sem ástæða er til að bregðast við.

  Bæjarráð - 584 Slökkviliðsstjóri og bæjarstjóri fóru yfir framangreind atriði, sem þau telja ástæðu til að bregðast við skv. úttekt HMS.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá svörum til HMS, á grunni fyrirliggjandi draga, með þeim ábendingum sem fram komu á fundinum.

  Samþykkt samhljóða.

  Valgeiri var þakkað fyrir yfirferðina.

 • Valgeir, sem einnig er verkstjóri áhaldahúss, sat fundinn áfram undir þessum lið.

  Bæjarstjóri kynnti kaup bæjarins á Avant liðléttingi sem gerð voru í liðinni viku.
  Um er að ræða Avant 760l, nýtt tæki, keypt af Íslyft ehf. skv. tilboði. Vélinni fylgir ámokstursskófla. Einnig var keypt sturtukerra, Avant, sem passar við vélina.

  Í framhaldinu verður eldri Avant vél bæjarins seld.

  Áður höfðu bæjarfulltrúar fengið upplýsingar um kaupin og gefið rafrænt samþykki, en vélakaupin eru á fjárhagsáætlun bæjarins 2022.

  Sjá einnig umfjöllun undir dagskrárliðnum Fjárhagsáætlun 2022 hér síðar á fundinum.
  Bæjarráð - 584 Bæjarráð fór yfir vélakaupin.

 • 4.4 2202026 Framkvæmdir 2022
  Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi kom inná fundinn undir þessum lið og var hann boðinn velkominn.

  Fannar fór yfir stöðu helstu framkvæmda bæjarins.
  Bæjarráð - 584 Fannar sagði m.a. frá eftirtöldum framkvæmdum og verkefnum:

  Grunnskólinn;
  - endurbætur á neðra anddyri skólahúss, þar sem skipt verður um hurðir/hurðavegg og gerðar breytingar á rýminu
  - þakskipti á tengibyggingu milli íþróttahúss og grunnskóla, auk breytinga vegna frágangs neyðarútgangs frá efri hæð grunnskóla út á þak tengibyggingarinnar.
  - áframhaldandi utanhússviðgerðir á múrverki, t.d. á tengiganginum yfir í íþróttahúsið

  Íþróttahús
  - þarfagreining v. grófhönnunar nýs anddyris/móttöku
  - undirbúningur útboðs á klæðningu á austurhlið hússins, gluggum o.fl. (Efla er að vinna útboðsgögn)
  - viðgerðir á múrverki þeirrar hliðar íþróttahúss sem snýr út í sundlaugargarðinn

  Samkomuhús
  - lagfæringar innanhúss eftir vatnstjón á árinu 2021, einkum eldhús, rými baksviðs og framhlið á sviði. Sjá einnig umfjöllun undir fjárhagsáætlun 2022, hér síðar á fundinum.
  - þakskipti á eldri hluta hússins, en útboð fór fram og bárust 3 tilboð sem opnuð voru þann 28. febrúar sl.

  Fráveita
  - myndataka og fóðrun lagna í og kringum Sæból austanvert.
  - fráveitulausn fyrir nýtt hús við Grundargötu 12-14

  Leikskólinn
  - skipta átti um girðingu og var leitað tilboða í verðkönnun. Ekkert tilboð barst þann 24. febrúar sl., að loknum tilboðsfresti.

  Grundargata 30
  - lagfæring á veggjum og þaki í okkar rými
  - þarfagreining sbr. fund starfshóps um samvinnurými.

  Geymslusvæði í iðnaðarhverfi
  - leggja á rafmagn á svæðið, þannig að hægt verði að bjóða rafmagnstengingar fyrir þá sem geyma t.d. báta á svæðinu
  - bærinn hefur keypt lítinn "skúr" af höfninni, sem nýttur verður til að hýsa rafmagnstöflu og búið er að panta eftirlitsmyndavélar sem eiga að koma á svæðið. Sjá einnig umfjöllun undir fjárhagsáætlun 2022.

  Umræða varð um ofangreindar framkvæmdir og fleiri.

  Fannari Þór var þakkað fyrir upplýsingarnar.
  Bókun fundar Bæjarstjóra falið að óska eftir því við íþrótta- og tómstundafulltrúa að hann hafi samráð fyrir hönd bæjarins, við fleiri hagsmunaaðila, um þarfagreiningu fyrir anddyri íþróttahúss eftir því sem vinnunni vindur fram.

 • Byggingarfulltrúi, Fannar Þór Þorfinnsson, sat fundinn áfram undir þessum lið.

  Lögð fram til kynningar úttektarskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HeV) á húsnæði og aðstöðu Grunnskóla Grundarfjarðar, en úttekt fór fram í ágúst 2021. Grunnskólinn hefur gilt starfsleyfi HeV.

  Bæjarráð - 584
 • Byggingarfulltrúi, Fannar Þór Þorfinnsson, sat fundinn áfram undir þessum lið.

  Lögð fram til kynningar úttektarskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HeV) á húsnæði og aðstöðu Íþróttahúss og sundlaugar Grundarfjarðar, en úttekt fór fram í júlí 2021. Íþróttamannvirki hafa gilt starfsleyfi HeV.  Bæjarráð - 584
 • Byggingarfulltrúi, Fannar Þór Þorfinnsson, sat fundinn áfram undir þessum lið.

  Lögð fram til kynningar úttektarskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HeV) á húsnæði og aðstöðu Leikskólans Sólvalla, en úttekt fór fram í febrúar 2021. Leikskólinn hefur gilt starfsleyfi HeV.

  Bæjarráð - 584
 • Byggingarfulltrúi, Fannar Þór Þorfinnsson, sat fundinn áfram undir þessum lið.

  Lögð fram til kynningar úttektarskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HeV) á aðstöðu gámastöðvarinnar (sorpmóttöku) sem er í eigu Grundarfjarðarbæjar, en rekstraraðili f.h. bæjarins er Íslenska gámafélagið ehf. Úttekt fór fram í nóvember 2021.
  Stöðin hefur gilt starfsleyfi HeV.

  Bæjarráð - 584
 • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

  Bæjarráð - 584
 • 4.10 2202005 Greitt útsvar 2022
  Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-febrúar 2022.

  Bæjarráð - 584 Samkvæmt yfirlitinu lækkaði greitt útsvar í janúar og febrúar 2022 samanlagt um 8,8% miðað við sama tímabil í fyrra. Samanburðurinn er þó ekki að öllu leyti tækur þar sem gerðar voru leiðréttingar á útsvarinu í upphafi árs 2021.

  Hækkun á landsvísu á sama tímabili er 2,2%.
 • Bæjarráð - 584 Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um nokkrar fjárfestingar og framkvæmdir sem mögulega kalla á aukafjárveitingu með viðaukum, sbr. einnig umræðu hér að framan. Meðal annars er um að ræða framkvæmdir sem gert var ráð fyrir á síðasta ári, en færast yfir á þetta ár. Kaup á Avant (sbr. dagskrárlið 2) verða um 0,5 millj. yfir áætlun, vegna kaupa á stærri vél og á kerru. Auk þess viðbótarfjárveiting til Leikskólans.
  Sett fram með fyrirvara um skoðun á öðrum þáttum fjárhagsáætlunar, einnig tekjum.
 • Bæjarráð tók til áframhaldandi umræðu, fjarskiptamál í Grundarfirði.

  Fyrir fundinum lágu eftirfarandi gögn:

  - Samanteknar ábendingar íbúa um fjarskiptasamband í Grundarfirði, dags. 4. febrúar 2022
  - Minnisblað og fylgiskjal, frá Raftel um ljósleiðaramál í þéttbýli
  - Vinnuskjal frá bæjarstjóra, drög að áætlun bæjarstjórnar um hvernig ýta megi undir umbætur í fjarskiptamálum í Grundarfirði.
  Bæjarráð - 584 Bæjarstjóri sagði frá samskiptum sínum við Símann um fjarskiptasamband í Grundarfirði og við Mílu um áætlanir um uppbyggingu ljósleiðara.

  Bæjarráð ræddi framlögð drög að áætlun um hvernig ýta megi undir umbætur í fjarskiptamálum í Grundarfirði.

  Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að ganga frá þeim sem tillögu fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

  Samþykkt samhljóða.

 • Á döfinni eru fundir og vinna í verkefni sem bærinn er þátttakandi í "Let´s come together" þar sem unnið verður með íbúum af erlendum uppruna. Markmiðið er að auka tengsl á milli íbúa í samfélaginu.

  Fyrsti fundur er fyrirhugaður þann 8. mars nk.
  Sjá slóð á hóp á Facebook verkefnisins hér:
  https://www.facebook.com/groups/969867807222711/

  Bæjarráð - 584 Bæjarstjóri kynnti málið.
 • Búseturéttarsamningur um íbúð 108 lagður fram til kynningar. Bæjarráð - 584
 • Lögð fram til kynningar skýrsla keyrð út af vef Þjóðskrár um helstu kennitölur varðandi Grundarfjörð, íbúaþróun, fasteignaviðskipti, o.fl.

  https://storage.googleapis.com/a2p-v2-storage/aa2a8cdb-5d3a-4031-8be2-956261b6a043
  Bæjarráð - 584
 • Lagður fram upplýsingapóstur frá Skotfélagi Snæfellsness þar sem segir m.a. frá PRC skotmóti sem halda á 25. júní nk.

  Bæjarráð - 584
 • Lagt fram uppgjör FSN fyrir hluta Grundarfjarðarbæjar í kostnaði við skólaakstur FSN á haustönn 2020 og vorönn 2021. Einnig yfir hlutdeild bæjarins í kostnaði við útboð skólaaksturs haustið 2021.

  Bæjarráð - 584
 • Kynntar upplýsingar um barnamenningarverkefnið List fyrir alla.
  Sjá nánar:
  https://listfyriralla.is/umsokn/
  Bæjarráð - 584
 • Lagt fram til kynningar.
  Sjá nánar: https://www.samband.is/vidburdir/borgad-thegar-hent-er/
  Bæjarráð - 584
 • Lagt fram til kynningar bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til sveitarstjórna.


  Bæjarráð - 584
 • Stjórn Lánasjóðsins auglýsir eftir framboðum sveitarstjórnarmanna til stjórnar sjóðsins.
  Erindi lagt fram til kynningar.

  Bæjarráð - 584
 • Lagt fram til kynningar erindi Rannís:

  "Landskrifstofa Erasmus vekur athygli á að umsóknarfrestur til að sækja um styrki til Erasmus náms- og þjálfunarverkefna er 23. febrúar 2022. Núna þegar við sjáum fram á að heimsfaraldurinn sé á undanhaldi munu tækifærin fyrir evrópskt og alþjóðlegt samstarf aftur verða fjölmörg og spennandi."

  Sjá nánar:
  https://www.erasmusplus.is/frettir-og-vidburdir/frettir/verid-velkomin-a-vefstofur-fyrir-umsaekjendur-um-erasmus-og-european-solidarity-corps-i-februar-2022
  Bæjarráð - 584
 • Ársyfirlit vegna ársins 2021 lagt fram.
  Bæjarráð - 584
 • Lagt fram ársyfirlit Félags eldri borgara í Grundarfirði 2019-2021. Bæjarráð - 584

5.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 104

Málsnúmer 2202002FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 104. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar.

 • 5.1 1810006 Samskipti og kynning íþróttafélaga hjá íþr. og æskulýðsnefnd
  Garðar Svansson formaður Golfklúbbsins Vestarrs Grundarfirði kom inn á fundinn undir þessum lið og bauð formaður hann velkominn. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 104 Garðar kynnti stöðu og framtíðarsýn golfklúbbsins. Góðar umræður sköpuðust um starfsemi golfklúbbsins og helstu áskoranir hans.

  Garðari var þakkað fyrir góða kynningu og fyrir hans óeigingjarna starf í þágu golfklúbbsins.

  Kynningargögn og fylgigögn eru lögð inní málaskrá og undir þennan dagskrárlið fundarins.
 • 5.2 2201019 Hugmynd að myndbandi á sviði íþrótta- og æskulýðsmála
  Tómas Freyr Kristjánsson kom inná fundinn undir þessum lið og bauð formaður hann velkominn.
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 104 Á síðasta fundi var íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að kanna frekari möguleika á framkvæmd og kostnaði við gerð kynningarmyndbands um þær íþróttir og tómstundir sem í boði eru í Grundarfirði.

  Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur átt samtöl við Tómas Frey um myndbandsgerð og fóru fram góðar umræður um mögulega útfærslu á slíku, um efnistök og um markhópa.

  Íþrótta- og æskulýðsnefnd felur Tómasi að setja saman hugmynd að útfærslu, í samræmi við umræður á fundinum.

  Tómasi var þakkað fyrir hans innlegg og komuna á fundinn.
  Bókun fundar Bæjarstjórn fagnar þessu spennandi framtaki.
 • 5.3 1810006 Samskipti og kynning íþróttafélaga hjá íþr. og æskulýðsnefnd
  Jón Pétur Pétursson formaður Skotfélags Snæfellsness kom inn á fundinn undir þessum lið og bauð formaður hann velkominn.

  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 104 Jón Pétur kynnti stöðu og framtíðarsýn skotfélagsins. Góðar umræður sköpuðust um starfsemi skotféalgsins og helstu áskoranir hans.

  Jóni Pétri var þakkað fyrir góða kynningu og fyrir hans óeigingjarna starf í þágu félagsins.

  Kynningargögn og fylgigögn eru lögð inní málaskrá og undir þennan dagskrárlið fundarins.
 • 5.4 2201005 UMFG - Samtal um stöðu og verkefni
  Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti viðræður um samstarfssamning bæjarins og UMFG.
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 104 Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá viðræðum bæjarráðs í janúar sl. við formann UMFG um mögulegan samning UMFG og Grundarfjarðarbæjar. Um væri að ræða samning til nokkurra ára og í honum yrði kveðið á um verkefni og ábyrgð samningsaðila.
  Málið er í skoðun hjá stjórn UMFG.

  Nefndarmönnum leist vel á gerð slíks samnings.
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd verður upplýst um framgang málsins.
 • 5.5 2202016 Sumarnámskeið 2022
  Grundarfjarðarbær hefur haldið úti sumarnámskeiðum fyrir börn í 4-5 vikur að sumri, nánar tiltekið fyrri hluta júní og fyrri hluta ágústmánaðar.
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 104 Góðar umræður fóru fram um skipulag sumarnámskeiða, samstarf við félagasamtök og samræmingu tómstundastarfs, í þágu barna og fjölskyldna þeirra.

  Íþrótta- og æskulýðsnefnd lagði til að auglýst verði eftir umsjónarfólki sumarnámskeiða sem fyrst.
 • 5.6 2202015 Vinnuskóli 2022
  Grundarfjarðarbær heldur úti vinnuskóla að sumri til fyrir unglinga, í 8.-10. bekk, og síðustu sumur einnig fyrir 7. bekk. Vinnuskólinn hefur staðið yfir í 5-6 vikur, en 3 vikur fyrir yngstu þátttakendurna.
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 104 Íþrótta- og æskulýðsnefnd ræddi fyrirkomulag vinnuskóla og verkefnaval.
  Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu verkefnisins og næstu skref. Auglýst verður eftir umsjónarmönnum vinnuskóla fljótlega.
 • 5.7 2002037 Unicef Ísland - Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
  Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar sl. að hefja innleiðingu verkefnis um barnvænt sveitarfélag, sem UNICEF á Íslandi sér um, fyrir hönd félags- og barnamálaráðuneytis.

  Stefnt er að undirritun samkomulags um verkefnið, með barnamálaráðherra og Unicef þann 11. mars nk.
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 104 Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu og næstu skref.

  Á fundi þann 10. febrúar sl. voru tilnefndir tveir fulltrúar úr bæjarstjórn í starfshóp um Barnvænt sveitarfélag.
  Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur unnið að því að finna fulltrúa barna og ungmenna í starfshóp verkefnisins og í ungmennaráð bæjarins. Auk þess verða starfsmenn bæjarins í þeim hópi.

  Íþrótta- og æskulýðsnefnd fagnar þessu framtaki um barnvænt sveitarfélag.
 • 5.8 1908016 Þríhyrningur - hugmyndir, hönnun, endurbætur
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 104 Rætt var um stöðu á framkvæmdum í Þríhyrningi, fjölskyldu- og útivistarsvæði.

  Búið er að setja upp öll leiktæki sem keypt voru í Þríhyrninginn, en eftir er að fylla að tækjunum með "perlumöl" sem valin er sem fallvörn kringum leiktækin. Ekki náðist að fylla upp með efninu, áður en snjóþyngsli lögðust yfir svæðið.

  Rætt var um gerð og uppsetningu skiltis/skilta í Þríhyrning, til að segja sögu svæðisins.

  Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að kanna og undirbúa vinnu við hönnun og uppsetningu söguskilta í Þríhyrninginn. Skiltin höfði sérstaklega til barna og unglinga.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd - 233

Málsnúmer 2202006FVakta málsnúmer

Fundargerð 233. fundar skipulags- og umhverfisnefndar lögð fram en krefst ekki staðfestingar bæjarstjórnar.
 • Tilgangur og markmið fundarins eru að rifja upp ferli málsins, fara yfir framkomin gögn og undirbúa afgreiðslu á tillögu að deiliskipulagi og umhverfismatsskýrslu.

  Eftirfarandi skjöl lágu fyrir fundinum, sem aðgengileg eru í fundagátt fyrir fundarmenn:

  1. Samantekt: yfirlit málsferils með tímalínu
  2. Yfirlit yfir umsagnir og athugasemdir við deiliskipulagslýsinguna
  i. Umsagnir um skipulagslýsingu: Breiðafjarðarnefnd, HEV, UST, NÍ, Svæðisskipulagsnefnd Snæfellsness og Vegagerðin
  ii. Athugasemdir við skipulagslýsingu: Landeigendur Innri-Látravíkur, Mýrarhúsa, Króks og hluti landeigenda Neðri-Lágar
  3. Deiliskipulagstillaga, dags. 5. febrúar, þ.e.:
  i. Deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð
  ii. Umhverfismatsskýrsla
  iii. Sjónlínustúdía
  iv. Sérfræðiúttektir á gróðri og dýralífi og vatnsbúskap
  4. Yfirferð skipulagsfulltrúa yfir innsend gögn, ábendingar til skipulagshöfundar

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 233 Bæjarstjóri fór yfir skjal sem lá fyrir fundinum um feril málsins og helstu aðgerðir í málsmeðferðinni fram að þessu.

  Skipulagsfulltrúi fór yfir þau gögn sem bárust nú í janúar og byrjun febrúar. Öll gögn sem tilheyra afgreiðslu deiliskipulagstillögu eru nú komin inn.

  Farið var yfir þau gögn sem fram eru komin, einkum deiliskipulagsuppdrátt með greinargerð og umhverfismatsskýrslu, auk sjónlínugreininga. Sjónlínugreiningar skoðaðar sérstaklega og ræddar með hliðsjón af ákvæðum aðalskipulags og fyrri bókunum/ábendingum nefndarinnar.

  Meðal annars var farið yfir samræmi í innsendum tillögum og fylgigögnum við þær athugasemdir, ábendingar og umsagnir sem fram komu í kynningu skipulagslýsingar og þær bókanir sem nefndin gerði við afgreiðslu skipulagslýsingar, sem og samræmi við ábendingar skipulagsfulltrúa nú í janúar/febrúar.

  Allir tóku til máls.

  Að lokinni yfirferð leggur nefndin til að innsend gögn - deiliskipulagstillaga, umhverfismatsskýrsla og fylgigögn - verði tekin til afgreiðslu á næsta fundi skipulags- og umhverfisnefndar.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd - 234

Málsnúmer 2202004FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 234. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Lögð fram til afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar, tillaga að deiliskipulagi á jörðinni Skerðingsstöðum, dagsett 5. febrúar 2022, ásamt umhverfismatsskýrslu.

  Í apríl 2018 óskuðu landeigendur Skerðingsstaða eftir heimild Grundarfjarðarbæjar til að vinna deiliskipulag jarðarinnar. Við þeirri ósk var orðið. Ennfremur var farið fram á að landnotkun svæðisins yrði breytt í aðalskipulagsvinnu Grundarfjarðarbæjar, sem þá stóð yfir. Sú breyting var gerð við endurskoðun aðalskipulagsins, að landnotkun jarðarinnar var breytt úr landbúnaði í verslun og þjónustu (VÞ-1).

  Á 196. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 5. september 2018 var lögð fram til kynningar lýsing fyrir tillögu að deiliskipulagi Skerðingsstaða og á 197. fundi nefndarinnar þann 17. september 2018 og fundi bæjarstjórnar þann 18. október 2018 var samþykkt að kynna lýsinguna opinberlega og senda hana til umsagnaraðila.

  Á 200. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 16. maí 2019 fór nefndin yfir framkomnar umsagnir, ábendingar og athugasemdir og á 202. fundi nefndarinnar þann 29. júlí 2019 var tekin afstaða til þeirra og skipulagshöfundi f.h. landeigenda veitt tækifæri til að koma á framfæri skriflegum viðbrögðum við þeim. Skipulags- og byggingarfulltrúa var falið að taka saman frekari gögn og kynna fyrir skipulagshöfundi og veita hæfilegan frest til þess að koma á framfæri athugasemdum.

  Á 206. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 13. nóvember 2019 tók nefndin fyrir minnisblað með viðbrögðum skipulagshöfundar f.h. landeigenda um framkomnar athugasemdir og ábendingar við skipulagslýsingu. Ennfremur lágu fyrir innsendar skýrslur um neysluvatn og fráveitu á svæðinu. Í bókun nefndarinnar var brugðist efnislega við hverri athugasemd og skipulagshöfundi falið að hafa þær og umsagnir nefndarinnar til hliðsjónar við áframhaldandi vinnslu deiliskipulagstillögunnar og skrif umhverfismatsskýrslu (sjá fylgiskjal nefndarinnar með athugasemdum, viðbrögðum skipulagshöfundar og svörum skipulags- og umhverfisnefndar).
  Í umsögnum nefndarinnar er sérstaklega óskað eftir að sjónrænum áhrifum verði gerð skil og að í því skyni myndi skipulagshöfundur skila inn sjónlínugreiningu (ljósmyndir og myndband) þar sem deiliskipulagssvæðið og byggingin er sýnd frá mismunandi sjónarhornum; frá þjóðvegi úr báðum áttum og norðanmegin Lárvaðals. Sjónlínugreiningin var lögð fram af skipulagshöfundi í ágúst 2020 með ósk um yfirferð á þessu stigi skipulagsferlisins.

  Í ágúst 2020, á 220. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, var sjónlínugreiningin lögð fyrir nefndina. Nefndin fól skipulags- og byggingarfulltrúa að yfirfara framkomin gögn með skipulagshöfundi með áherslu á mikilvægi ásýndar Kirkjufells og umfjöllun um fjallið í nýsamþykktu aðalskipulagi. Nefndin samþykkti einnig að boða til sérstaks kynningarfundar með skipulagshöfundi. Á 221. fundi nefndarinnar þann 8. september 2020 fór skipulagshöfundur yfir sjónlínugreininguna - myndband sem sýnir bygginguna frá þremur leiðum og ljósmyndir sem sýna bygginguna frá ólíkum sjónarhornum. Nefndin tók jákvætt í áframhaldandi vinnslu tillögunnar og hvatti til þess að hugað væri sérstaklega vel að samræmi stakstæðra húsa við hótelbygginguna og nærumhverfi mannvirkjanna.

  Tillaga að deiliskipulagi (uppdráttur með greinargerð) ásamt umhverfismatsskýrslu, sérfræðiskýrslu um gróðurfar og dýralíf og sjónlínugreiningu var send til skipulagsfulltrúa í janúar 2022. Eftir yfirferð skipulagsfulltrúa og ábendingar, sendi skipulagshöfundur uppfærð gögn í byrjun febrúar sl. Á 233. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 24. febrúar sl. fór nefndin sérstaklega yfir öll framlögð gögn viðvíkjandi deiliskipulagstillögunni.

  Í framhaldi af umræðum 233. fundar lét skipulagsfulltrúi útbúa sjónlínugreiningarkort, til frekari skýringar við framlögð gögn, og liggur það skjal fyrir á þessum fundi.


  Til afgreiðslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd nú er því fullbúin tillaga að deiliskipulagi jarðarinnar Skerðingsstaða, ásamt umhverfismatsskýrslu.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 234 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að auglýst verði deiliskipulagstillaga dags. 5. febrúar 2022 fyrir jörðina Skerðingsstaði með umhverfismatsskýrslu og að hvoru tveggja verði sent umsagnaraðilum, sbr. 1 mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

  Nefndin felur skipulagsfulltrúa að fara yfir minniháttar lagfæringar með skipulagshöfundi og að því búnu að auglýsa tillöguna.

  Skulu eftirfarandi gögn auglýst með deiliskipulagstillögunni: deiliskipulagsuppdráttur með greinargerð (A3), greinargerð í A4 og umhverfismatsskýrsla með eftirfarandi viðhengjum: sjónlínugreining (ljósmyndir, hlekkur á myndband og sjónlínugreiningarkort), sérfræðiskýrsla um gróðurfar og dýralíf og skýrslur/minnisblöð um neysluvatn og fráveitu.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar SÞ vék af fundi undir þessum lið.

  Allir tóku til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.


  SÞ tók aftur sæti sitt á fundinum.
 • Á fundinum er lögð fram lokatillaga að breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals. Í tillögunni felast m.a. útfærslur á nýjum lóðum vestan við Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól, sem unnið hefur verið að með stjórn heimilisins, en um er að ræða eignarland Fellaskjóls.


  Skipulags- og umhverfisnefnd - 234 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að auglýsa tillögu 8.2 að deiliskipulagsbreytingu fyrir Ölkeldudal ásamt nýjum lóðum vestan við Fellaskjól, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um samkomulag bæjarins og stjórnar Fellaskjóls um það sem viðkemur umræddum lóðum.

  Tillagan gerir ráð fyrir akfærum göngustíg norðan við lóðirnar og tengist stígurinn plani við Hrannarstíg 18. Áréttað er að hugmyndir sem sýna byggingar norðaustan við lóð Hrannarstígs 18 og aðkomuleið að þeim, eru ekki hluti af samþykktu deiliskipulagi fyrir Ölkeldudal og eru því ekki teknar til efnislegrar umfjöllunar eða afgreiðslu nefndarinnar nú.

  Nefndin veitir skipulagsfulltrúa umboð sitt til þess að vinna með skipulagsráðgjafa að minniháttar breytingum samkvæmt ábendingum sem fram komu á fundinum, áður en tillagan verður tekin til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar.

  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  Bæjarstjóra falið umboð til að ræða áfram við stjórn Fellaskjóls um útfærslu á byggingarrétti og lóðamálum.

 • Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri var gestur á fundinum undir þessum lið og var hann boðinn velkominn.

  Til stendur að endurnýja eldri hluta þekju á Norðugarði á um 1200 m2 svæði um miðbik Norðurgarðs. Framkvæmdin verður að líkindum unnin í vor og haust.

  Í tengslum við þessa framkvæmd skapast möguleiki á að endurleggja olíu- og vatnslagnir undir þekjunni.

  Olíudreifing hyggst endurnýja olíulögn frá olíutönkum á Nesvegi 4b og Nesvegi 10 að olíubrunni á Norðurgarði.

  Samhliða verða eldri olíulagnir aflagðar en þær liggja annars vegar frá tanki á lóð 4b yfir lóðir 4a og 4 og austur eftir Norðurgarði, og hinsvegar úr tanki á lóð 10 suður eftir Nesvegi og fyrir húshorn gamla hraðfrystihússins við Nesveg 4 og sömuleiðis austur eftir Norðurgarðinum.

  Sömuleiðis hyggjast Veitur ohf. endurnýja vatnslögn/lagnir fram á Norðurgarð og breyta legu þeirra.

  Fyrirhugaðar lagnaframkvæmdir kalla á breytingu á gildandi deiliskipulagi þar sem að breyting á legu lagnanna kallar á nýjar kvaðir sem verða að mestu um Norðurgarð, hafnarsvæði og götu, en liggja að hluta til yfir lóðir.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 234 Skipulagsfulltrúi, hafnarstjóri, byggingarfulltrúi og bæjarstjóri fóru yfir aðdraganda og stöðu málsins og skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir undirbúningi og skoðun á þörf fyrir deiliskipulagsbreytingu.

  Skipulags- og umhverfisnefnd telur, með hliðsjón af framkomnum upplýsingum, að hér sé um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Framnes austan Nesvegar, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að halda áfram vinnu við undirbúning tillögu um málið.

  Hafsteinn vék af fundi kl. 18:11 og var honum þakkað fyrir komuna og veittar upplýsingar.

  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

 • Fastafl Þróunarfélag ehf. óskar eftir áframhaldandi úthlutun lóða við Ölkelduveg 29-37. Í framlögðu erindi fyrirtækisins kemur fram að verkframkvæmdir hafa tafist vegna ástands í samfélaginu og annars verkefnaálags, en áfram standi til að hefja framkvæmdir á lóðunum.

  Gerð var óveruleg breyting deiliskipulags á lóðunum, að beiðni lóðarhafa, þannig að byggja megi 5 raðhús á 2 samliggjandi lóðum, sbr. grunnmynd með hugmyndum um nýtingu og húsagerð sem lóðarhafi lagði fram. Af hálfu Grundarfjarðarbæjar var samhliða gerð breyting á legu göngustígs, stærðum lóða nr. 21 og 23 og lóðarnúmerum hinna úthlutuðu lóða. Breytingin var staðfest af bæjarstjórn í apríl 2021. Á svipuðum tíma var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 234 Skipulagsfulltrúi, byggingarfulltrúi og bæjarstjóri reifuðu málið.

  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir beiðni Fastafls Þróunarfélags ehf. um framlengingu á úthlutun lóða við Ölkelduveg 29-37 til og með 30. júní 2022 með vísan í röksemdafærslu lóðarhafa fyrir töfum á framkvæmdum, í samræmi við grein 3.5 í samþykkt bæjarins um úthlutun lóða í Grundarfirði og með hliðsjón af því að engin fyrirspurn hefur borist um þessar lóðir.

  Samþykkt með fjórum atkvæðum af fimm. RJK sat hjá.

  Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar um framlengingu lóðaúthlutunarinnar til 30. júní nk. með vísan í erindi lóðarhafa.

  Hvað varðar fyrirspurn um gatnagerðargjöld, þá er bent á að núverandi kjör gilda út júní 2022.

  Samþykkt samhljóða.

 • Vélsmiðja Grundarfjarðar ehf. sækir um lóðina við Ártún 4 til byggingar iðnaðarhúsnæðis. Skipulags- og umhverfisnefnd - 234 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að úthluta Vélsmiðju Grundarfjarðar ehf. lóðinni við Ártún 4 til byggingar iðnaðarhúsnæðis í samræmi við skipulag svæðisins og Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði.

  Lóðarhafi leggi fram byggingarnefndarteikningar innan árs frá lóðarúthlutun, sem telst frá þeim degi er bæjarstjórn staðfestir þessa afgreiðslu nefndarinnar.

  Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar um úthlutun lóðarinnar að Ártúni 4.

 • Lóðarhafi að Grundargötu 7 leggur fram fyrirspurn til byggingarfulltrúa vegna 13 m2 stækkunar á suðurhluta hússins.

  Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir bæjarhlutann vísar byggingarfulltrúi málinu til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisnefnd.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 234 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í fyrirspurn lóðarhafa við Grundargötu 7 um stækkun hússins og telur áformin falla að byggðarmynstri í bæjarhlutanum (ÍB-1 í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039).

  Berist umsókn um byggingarleyfi skal grenndarkynna byggingaráformin fyrir lóðarhöfum við Hlíðarveg 1, 3 og 5 og Grundargötu 5 þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir bæjarhlutann, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 • Lóðarhafi að Hlíðarvegi 19 leggur fram fyrirspurn um byggingu 36 m2 húss í bakgarðinum. Húsið yrði smíðað á uppsteypt undirlag.

  Þar sem húsið er ekki á deiliskipulögðu svæði vísar byggingarfulltrúi fyrirspurninni til afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 234 Samkvæmt skilmálum í Aðalskipulagi Grundarfjarðar fyrir ÍB-2, er heimilt að leyfa breytingar á núverandi húsnæði og nýbyggingar (endurbyggingar) sem falla vel að einkennum og yfirbragði þeirrar byggðar sem fyrir er.

  Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð áform falli ekki að almennu byggðarmynstri í bæjarhlutanum sbr. skilmála fyrir ÍB-2 í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039. Er hér sérstaklega vísað til stærðar umrædds húss/kofa og nýtingarhlutfalls á lóðinni.

  Byggingarfulltrúa er falið að leiðbeina fyrirspyrjanda um möguleika í stöðunni.

 • Heildarstefna Grundarfjarðarbæjar, vinnuskjöl, voru lögð fram til umsagnar hjá nefndinni en hún hafði á síðasta fundi óskað eftir frekari fresti til þess að fara yfir hana.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 234 Bæjarstjóri fór yfir helstu þætti stefnunnar, einkum kafla um "Heilnæmt umhverfi" sem er á málefnasviði nefndarinnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti Heildarstefnu fyrir Grundarfjarðarbæ. Nefndin lagði fram ábendingar og fór þess á leit við bæjarstjóra að fylgja þeim eftir inn í heildarstefnuna.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 234 Engin sérstök mál eru til yfirferðar að þessu sinni umfram þau sem þegar hafa verið lögð fyrir á fundinum og unnið hefur verið í að undanförnu.


8.Hafnarstjórn - 17

Málsnúmer 2202005FVakta málsnúmer

Fundargerð 17. fundar hafnarstjórnar lögð fram, en krefst ekki staðfestingar bæjarstjórnar.
 • Hafnarstjóri fór yfir upplýsingar um fjárhag hafnarinnar árið 2021.

  Hafnarstjórn - 17 Landaður afli árið 2021 var 23.677 tonn, en árið 2020 var ársafli 18.482. Aukningin er um 22% milli ára.

  Tekjur eru um 141 milljón króna (hafnargjöld og seld þjónusta) en áætlun (með viðauka í desember sl.) gerði ráð fyrir 122 millj. kr. tekjum.

  Heildarútgjöld fóru í ca. 62,7 millj. kr. en áætlun (með viðaukum í des. sl.) gerði ráð fyrir um 58,5 millj. kr.

  Rekstrarafgangur er yfir 78 millj. kr. (fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir).

  Hafnarstjórn lýsir ánægju sinni með þessa niðurstöðu. • Hafnarstjóri fór yfir stöðu helstu hafnarframkvæmda.
  Hafnarstjórn - 17 Framkvæmdum við lengingu Norðurgarðs er að mestu lokið.
  Einunigs eru lítil viðvik eftir, s.s. frágangur rafmagns og frágangur út með garði, sem ekki er hægt að vinna fyrr en snjóa leysir.

  Fyrirhugað er að endurnýja um 1200 m2 steypta þekju á þremur svæðum á efri (syðri) hluta Norðurgarðs í sumar.

  Frágangur á nýrri uppfyllingu austan Nesvegar er eftir.

  Í vetur fór fram útboð á nýrri flotbryggju fyrir höfnina. Ætlunin er að endurnýja núverandi flotbryggju milli Norðurgarðs og Miðgarðs, sem einkum er nýtt fyrir gesti skemmtiferðaskipa sem liggja við ankerislægi.
  Köfunarþjónustan ehf. var með lægra tilboð af tveimur bjóðendum.
  Nýja flotbryggjan er 30x4 m en sú gamla er 24x3 m. Með stærri bryggju er öryggi farþega aukið til muna.
  Gamla flotbryggjan verður seld, þegar nýja bryggjan kemur.

  Höfnin hefur jafnframt fest kaup á 2 nýjum gámahúsum, sem nýtt verða sem vaktskýli fyrir komur skemmtiferðaskipa. Verða þau staðsett á sitt hvoru vaktsvæðinu á Norðurgarði, þegar tvö erlend skip liggja við Norðurgarð í einu. Eldra vaktskýli hefur verið selt.

 • Hafnarstjóri og bæjarstjóri fóru yfir stöðu skipulagsmála á hafnarsvæðinu.

  Hafnarstjórn - 17 Í undirbúningi er vinna við endurskoðun deiliskipulags hafnarsvæðis austan Nesvegar. Skipulagið er frá 2008, með breytingu frá 2016 og óverulegri breytingu frá 2021. Skipulagsfulltrúi vinnur nú að því að ráða skipulagsráðgjafa í að halda utan um gerð deiliskipulagsins og vinnu við deiliskipulag Framness, sem einnig er á dagskrá. Ætlunin er að vinna deiliskipulag fyrir svæðin að hluta til samhliða.

  Farið yfir stöðu málsins.

 • Í framhaldi af næsta dagskrárlið á undan var ennfremur farið yfir undirbúning óverulegra deiliskipulagsbreytinga á hafnarsvæði, Framnes austan Nesvegar.

  Hafnarstjórn - 17 Hafnarstjóri var gestur á fundi skipulags- og umhverfisnefndar um málið þann 1. mars sl.
  Sjá dagskrárlið 3 í fundargerð nefndarinnar:
  https://www.grundarfjordur.is/is/stjornsysla/baejarstjorn/fundargerdir/allar-fundargerdir/skipulags-og-umhverfisnefnd/418

 • Erindi frá Snæfelli, smábátafélagi, þar sem óskað er eftir því að komið verði fyrir vatnsslöngum á flotbryggjur við syðri höfnina í Grundarfirði fyrir komandi sumar, að lágmarki tvær slöngur á hvora flotbryggju.

  Hafnarstjórn - 17 Hafnarstjórn hefur óskað upplýsinga og álits hafnarstjóra um aðstöðu og þörf, sbr. framlagt erindi.

  Hafnarstjóri telur ekki þörf á að vatnsslöngur verði settar á flotbryggjur. Á sumrin er nægur fjöldi af slöngum víðsvegar á bryggjum, þar af eru yfirleitt 4 slöngur tiltækar á Miðgarði þar sem smábátar landa. Aðgengi við vatnsslöngur við krana á Miðgarði hefur verið útbúið sérstaklega með hliðsjón af þörfum smábáta. Þegar beiðnir hafa komið fram um að fá vatnsslöngur að flotbryggjum, hefur ætíð verið brugðist við slíkum beiðnum og verður svo áfram.

  Hafnarstjórn samþykkir útskýringar hafnarstjóra og verður erindinu svarað þannig.

 • Hafnarstjóri fór yfir bókanir á komum skemmtiferðaskipa fyrir sumarið 2022.

  Ennfremur ræddi hafnarstjórn um samkeppnisstöðu og markaðssetningu hafna fyrir skemmtiferðaskip.

  Hafnarstjórn - 17 Skráðar eru 41 komur skemmtiferðaskipa fyrir sumarið 2022.

  Keyptir hafa verið tveir vaktgámar, sem nýttir verða á Norðurgarði vegna vöktunar skv. alþjóðlegum siglingaverndarreglum og ætlunin er að endurnýja flotbryggju fyrir farþega, eins og áður hefur komið fram.

  Ennfremur ræddi hafnarstjórn um samstarfsverkefni sem Áfanga- og markaðssvið SSV ásamt Akraneskaupstað og Faxaflóahöfnum taka nú þátt í, varðandi gæði í móttöku á skemmtiferðaskipum á Akranesi. Verkefnið kemur í gegn um Ferðamálastofu og er samstarfsverkefni við The Association of Arctic Expedition Cruise Operators (AECO), þar sem þeir vinna með nokkrum höfnum á Íslandi, Noregi, Færeyjum og Grænlandi.

  Bæjarstjóri hefur spurst fyrir um tilkomu þessa verkefnis í gegnum SSV.

  Hafnarstjórn minnir á að lögð hefur verið mikil vinna og fjármagn í um tvo áratugi í markaðssetningu Grundarfjarðarhafnar, fyrir skemmtiferðaskip og uppbyggingu innviða sem þjóna því hlutverki. Snæfellsnes allt er áningarstaður farþeganna.

  Bæjarstjóra er falið að leita frekari upplýsinga um bakgrunn þessa verkefnis og hvaða höfnum standi/hafi staðið til boða að taka þátt. Einnig upplýsinga sem varpað geti ljósi á áhrif verkefnisins á samkeppnisstöðu gagnvart Grundarfjarðarhöfn, sem kostað hefur sjálf sína markaðssetningu og gæðastarf í um tvo áratugi.

 • Í nóvember sl. varð tjón á hafnarhúsinu við Nesveg þegar þak fauk af byggingu við Borgarbraut 1.

  Hafnarstjóri gerði grein fyrir tjóninu og kostnaði við það.
  Hafnarstjórn - 17 Málið er enn í vinnslu og tryggingauppgjöri er ekki lokið.
 • Lögð fram fyrirspurn stjórnar Hafnasambands Íslands til aðildarhafna sinna sbr. tölvupóst 7. mars 2022.
  Fyrirspurnin lýtur að skilgreiningu á ytri mörkum hafnarsvæða (á sjó) í tengslum við áformaða breytingu á hafnalögum sem sambandið hefur til skoðunar.

  Sjá slóð á frumvarpsdrög í Samráðsgátt, hér:
  https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3096

  Hafnarstjórn - 17 Farið yfir framlagt erindi og spurningakönnun Hafnasambandsins.

  Í hafnarreglugerð Grundarfjarðarhafnar eru ytri mörk hafnarinnar skilgreind, sjá hér:
  https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=0c76217e-a83c-4fba-b899-0ce9d613edb7

  Hafnarstjóra falið að svara erindinu og könnuninni, sbr. umræður fundarins.
 • Umsókn Grundarfjarðarhafnar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða lögð fram til kynningar.
  Hafnarstjórn - 17
 • Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  Teknar eru saman upplýsingar sem fram koma í nýrri skýrslu sem Hafnasamband Íslands hefur látið taka saman um áætlaðar nýframkvæmdir í höfnum landsins.
  Framkvæmdir nema um 67 milljörðum króna til ársins 2031.

  Í erindinu segir að ýmis stórverkefni séu framundan í nýframkvæmdum í höfnum, viðhaldsverkum og umfangsmikilli rafvæðingu vegna orkuskipta.
  Langstærsti hluti þessara áætluðu framkvæmda sé vegna nýrra viðlegukanta eða um
  27 ma.kr., um 15 ma.kr. séu áætlaðir í fjárfestingar á viðbótar raftengibúnaði vegna orkuskipta og um 10 ma.kr. í landfyllingar fyrir ný hafnarsvæði.

  Hafnarstjórn - 17
 • Lögð fram til kynningar fundargerð 439. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands 12. nóvember 2021.

  Hafnarstjórn - 17
 • Lögð fram til kynningar fundargerð 440. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands 3. desember 2021.
  Hafnarstjórn - 17
 • Lögð fram til kynningar fundargerð 441. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands 21. janúar 2022.
  Hafnarstjórn - 17
 • Lögð fram til kynningar fundargerð 442. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands 18. febrúar 2022.
  Hafnarstjórn - 17
 • Lagður fram til kynningar Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2021.

  Hafnarstjórn - 17

9.Grundargata 30 - þróun og framtíðarnot

Málsnúmer 2009041Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð starfshóps um Grundargötu 30, frá 18. febrúar 2022, ásamt þarfagreiningu fyrir hönnun rýmis í húsinu.

Í fundargerð kemur fram tillaga um að leita eftir hönnuði (arkitekt) til að teikna upp rými bæjarins í húsinu, þannig að það nýtist á sem hagkvæmastan hátt fyrir leigjendur sem þurfa á skrifstofurými að halda, sbr. hugmyndafræði um samvinnurými/skrifstofuhótel.

Ennfremur fylgja minnispunktar bæjarstjóra af fundi 17. febrúar 2022 um Nýsköpunarnet Vesturlands, sem stofnað verður 18. mars nk. Nýsköpunarnetið er samstarfsnet nýsköpunarrýma, samvinnurýma, skrifstofuhótela á Vesturlandi, en slík rými er nú að finna eða eru í undirbúningi á öllum þéttbýlisstöðum á Vesturlandi.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu starfshópsins og meðfylgjandi þarfagreiningu, sem eru forsendur hönnunarvinnu fyrir rýmið sem ætlað er sem skrifstofu-/samvinnurými, í eignarhluta bæjarins að Grundargötu 30. Nefndin og bæjarstjóri hafa umboð til að leita eftir hönnuði og undirbúa hönnunartillögur fyrir rýmið, sbr. einnig heimildir í fjárhagsáætlun ársins.

Jafnframt samþykkt að taka þátt í Nýsköpunarneti Vesturlands vegna Grundargötu 30.

Samþykkt samhljóða.

10.Grundarfjarðarbær - Um þjónustu HVE í Grundarfirði

Málsnúmer 2203025Vakta málsnúmer

Að undanförnu hafa bæjarstjórn og bæjarstjóri leitað upplýsinga og svara frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands um þjónustu HVE í Grundarfirði. Snýr það einkum að tvennu. Annars vegar að dögum þegar læknisþjónustu hefur vantað í Grundarfirði, en slíkt hefur ítrekað komið upp í vetur. Hins vegar að því verklagi að sjúklingum er gert að sækja þjónustu læknis til Ólafsvíkur um helgar, sem mörgum reynist örðugt.

Bæjarstjórn lýsir áhyggjum af þeirri þjónustu sem HVE býður íbúum Grundarfjarðar, einkum og sér í lagi fyrirkomulagi á þjónustu lækna.
Bæjarstjórn lýsir jafnframt áhyggjum af ástandi íbúðarhúsnæðis sem ætlað er þeim læknum sem koma til þjónustu hér, 4-5 sólarhringa í senn. Bæjarstjórn fer fram á það við stjórnendur HVE að búið sé betur að starfandi læknum hvað þessa þætti varðar.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að leita eftir fundi með heilbrigðisráðherra, til viðræðna um framkvæmd þeirrar heilbrigðisþjónustu sem ríkið heldur úti í Grundarfirði.

Samþykkt samhljóða.

11.Fjarskiptasamband í Grundarfirði

Málsnúmer 2202004Vakta málsnúmer

Bæjarráð ræddi á fundi sínum í síðustu viku gæði fjarskipta í Grundarfirði, bæði farsímasamband og ljósleiðaramál.

Fyrir þeim fundi lágu gögn sem bæjarstjórn lét vinna, þar sem lagt er mat á það verkefni að leggja ljósleiðara í öll hús í þéttbýlinu og kostnað við það. Í samantekt sem Raftel ehf. vann er einnig fjallað um möguleika á 5G og því hvernig sú tækni tengist ljósleiðaravæðingu.
Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

Leitað verði eftir samtali við alla þá þjónustuaðila sem skilgreint hafa landsvæði í Grundarfjarðarbæ sem sitt þjónustusvæði. Leitað verði eftir skýringum og viðbrögðum frá þeim um gæði þjónustunnar í Grundarfirði, í ljósi fjölmargra athugasemda íbúa þar að lútandi - sbr. samantekt bæjarins sem fyrir fundinum liggur.

Ennfremur verði leitað eftir fundi með fulltrúum Mílu, um framtíðarsýn um lagningu ljósleiðara, en fyrirtækið á umtalsvert magn af lögnum sem lagðar hafa verið í þéttbýli Grundarfjarðar.
Míla hefur auglýst væntanlega vinnu á árinu við tengingar ljósleiðara í vestanverðu þéttbýli, þ.e. við utanverða Grundargötu og við Sæból að hluta. Að öðru leyti hefur Míla, í samtölum við Grundarfjarðarbæ á undangengnum árum, ekki gefið upp tímasetta áætlun um tengingar ljósleiðara í einstökum bæjarhlutum (þéttbýli).

Svör og viðbrögð ofangreindra aðila verða metin og ákvörðun tekin í framhaldinu um önnur möguleg skref af hálfu bæjarins, til bættra fjarskipta í sveitarfélaginu.

Bæjarstjóra falið að óska eftir fundum með ofangreindum aðilum.

Samþykkt samhljóða.

12.Svæðisgarðurinn Snæfellsnes - MAB á Snæfellsnesi

Málsnúmer 2108009Vakta málsnúmer

Fyrir lá bréf Svæðisgarðsins Snæfellsness, dags. 8. febrúar 2022, varðandi ákvörðun um mögulegt UNESCO Man and Biosphere svæði (vistvang) á Snæfellsnesi.

Til máls tóku JÓK, UÞS, RG, SÞ, HK, BÁ.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða erindið frá stjórn Svæðisgarðsins og lýsir hér með vilja sínum til þess að sveitarfélagið verði hluti af vistvangi, þ.e. UNESCO Man and Biosphere svæði á Snæfellsnesi, sem yrði það fyrsta á Íslandi.

13.Samband íslenskra sveitarfélaga - Samtaka um hringrásarhagkerfi

Málsnúmer 2203009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 28. febrúar 2022 um verkefnið "Samtaka um hringrásarhagkerfi", sem sambandið hefur sett á fót með aðstoð umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.

Með verkefninu er ætlunin að aðstoða sveitarfélög við að innleiða breytingar á úrgangsstjórnun og innleiðingu hringrásarhagkerfis sem taka gildi að mestu um næstu áramót. Breytingunum er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis svo stuðla megi að sjálfbærri auðlindanotkun og draga úr myndun úrgangs.

Útbúin hefur verið vefsíða um allt verkefnið, sjá slóð hér: https://www.samband.is/verkefnin/umhverfis-og-urgangsmal/innleiding-hringrasarhagkerfis/

Sveitarfélögum er nú boðið að taka þátt í þremur verkefnum til að tileinka sér þessar breytingar:

1. Svæðisáætlanir sveitarfélaga sem verkfæri í ákvarðanatöku
2. Kaup í anda hringrásarhagkerfisins - innkaup í úrgangsstjórnun sveitarfélaga
3. Borgað þegar hent er - kerfi heim í hérað

Sveitarfélög geta skráð þátttöku í verkefnunum til og með 11. mars 2022.

Sambandið efnir til upphafsfundar allra verkefnanna þann 16. mars nk. kl. 10-12 fyrir tengiliði verkefnisins.

Til máls tóku JÓK, UÞS, BÁ.

Bæjarstjórn samþykkir að vera með í verkefninu og felur bæjarstjóra að ákveða nánar í hvaða hlutum verkefnisins rétt sé að við tökum þátt.

Fulltrúar bæjarins taka þátt í upphafsfundi og fleiru á vegum verkefnisins.

Samþykkt samhljóða.

14.SSV - Dagskrá aðalfundar SSV og tillaga að lagabreytingu

Málsnúmer 2203008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar dagskrá aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fram fer þann 16. mars nk. að Hótel Hamri í Borgarbyggð.

Ennfremur lögð fram til kynningar tillaga sem fyrir aðalfundinum liggur, um breytingu á 3. gr. laga samtakanna. Þar er lagt til að í stað þess að á kosningaári sveitarstjórna sé kosið í stjórn samtakanna á haustþingi - eins og lögin gera ráð fyrir nú - verði ný stjórn kosin á aukaaðalfundi sem halda skuli eigi síðar en 1. júlí.

Bæjarstjórn veitir Björgu Ágústsdóttur bæjarstjóra umboð til að vera fulltrúi bæjarins með atkvæðisrétt, í stað kjörinna fulltrúa og varamanna þeirra, verði forföll í þeirra hópi.

Samþykkt samhljóða.

15.Sorpurðun Vesturlands - Fundarboð aðalfundar SV 16. mars 2022

Málsnúmer 2203018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð Sorpurðunar Vesturlands hf. á aðalfund félagsins sem fram fer á Hótel Hamri í Borgarbyggð þann 16. mars nk. kl. 13:00, sama dag og aðalfundur SSV fer fram.

16.Umboðsmaður barna - Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn

Málsnúmer 2201034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Umboðsmanns barna dags. 28. janúar sl.

Í bréfinu áréttar Umboðsmaður barna að sveitarfélögum ber skylda til að leggja sérstakt mat á áhrif ákvarðana sinna á börn og að slíkt mat ætti ávallt að fara fram á fyrstu stigum umræðu eða ákvarðanatöku. Mat á áhrifum (ákvarðana) á börn sé liður í því að kanna hvort ákvörðunin samræmist 3. gr. Barnasáttmálans, sem kveður á um að það sem börnum er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang, þegar gerðar eru
ráðstafanir sem varða þau.
Ennfremur áréttar Umboðsmaður að sveitarfélögum beri skylda til að veita börnum rými og vettvang til að tjá skoðanir sínar í öllum málum sem þau varðar og ber að taka réttmætt tillit til þeirra í samræmi við aldur og þroska, líkt og 12. gr. Barnasáttmálans kveður á um.

Umboðsmaður barna hvetur sveitarfélög til þess að virða rétt barna til þátttöku og áhrifa og til að innleiða að fullu ákvæði Barnasáttmálans í allri framkvæmd og ákvarðanatöku á vettvangi þeirra.
Bæjarstjórn vísar erindinu til kynningar til íþrótta- og tómstundafulltrúa, sem er umsjónarmaður verkefnis um Barnvænt sveitarfélag, og til væntanlegs stýrihóps um verkefnið.

17.Samband íslenskra sveitarfélaga - Staða samvinnu sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu

Málsnúmer 2203022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um stöðuna í samvinnu sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu.

Með fylgir slóð á myndband um verkefni og árangur sl. árs hjá stafrænu umbreytingarteymi sem vinnur með sveitarfélögum landsins og áætlun þess fyrir árið 2022, sjá slóð:
https://stafraen.sveitarfelog.is/fraedsluefni/horft-tilbaka-og-framtidin/

Grundarfjarðarbær er þátttakandi í hópi sveitarfélaga sem vinna saman að stafrænni umbreytingu.

18.Innviðaráðuneytið - Drög að frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr 138-2011

Málsnúmer 2203023Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, sem innviðaráðuneytið hefur birt í Samráðsgátt, um íbúakosningar á vegum sveitarfélaga.

19.SSV - Ungmennaþing Vesturlands - Ákall til frambjóðenda

Málsnúmer 2203017Vakta málsnúmer

Ungmennaþing Vesturlands fer fram 12.-13. mars nk. á Lýsuhóli.

Lagt fram til kynningar boð til væntanlegra frambjóðenda til sveitarstjórna á Vesturlandi um að sitja ungmennaþingið sem gestir á sunnudeginum 13. mars nk.

20.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerðir

Málsnúmer 2101034Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 199. fundar Breiðafjarðarnefndar þann 18. janúar sl.
Fylgiskjöl:

21.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - Fundargerð 174. fundar

Málsnúmer 2203015Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 174. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands og fylgigagn; Úrgangssamþykkt Borgarbyggðar.

22.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - Fundargerð 175. fundar

Málsnúmer 2203026Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 175. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands og fylgigögn. Einnig ársreikningur HeV 2021.

23.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 907

Málsnúmer 2203001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 907. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 25. febrúar sl.

24.Hafnasamband Íslands - Ársreikningur 2021

Málsnúmer 2203003Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2021.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:54.