Tillaga frá formanni kjörstjórnar um breytingar á kjörstjórn.
Tillaga er um að skipa Salbjörgu Nóadóttur sem aðalmann í kjörstjórn í stað Árna Halldórssonar, en Salbjörg hefur verið varamaður, og að skipa sem varamenn í kjörstjórn, þau Agnesi Sif Eyþórsdóttur, Steinar Þór Alfreðsson og Svanlaug Atla Jónsson, en Guðrún Margrét Hjaltadóttir fer út sem varamaður.
Samþykkt samhljóða.
Árna og Guðrúnu Margréti eru færðar þakkir fyrir vel unnin störf í kjörstjórn.
Fundargerð lesin upp og samþykkt og fundarmenn senda að auki rafrænt samþykki fyrir fundargerð.
Ekki eru athugasemdir við fundarboðun.