265. fundur 24. nóvember 2022 kl. 16:30 - 20:01 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
 • Garðar Svansson (GS)
 • Davíð Magnússon (DM)
  Aðalmaður: Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
 • Signý Gunnarsdóttir (SG)
 • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
 • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
 • Marta Magnúsdóttir (MM)
  Aðalmaður: Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og bauð Mörtu Magnúsdóttur velkomna á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

Forseti óskaði eftir að tekin yrðu á dagskrá fundarins þrjú mál með afbrigðum, þ.e. eitt mál, ráðning leikskólastjóra, sem yrði liður nr. 14 á dagskrá fundarins, og tvær fundargerðir, skipulags- og umhverfisnefndar sem yrði liður nr. 7 og skólanefndar, sem yrði liður nr. 8 á fundinum. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra frá 2022

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína, sbr. framlagt skjal.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2022-2026

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Forseti ræddi um orkuskipti í skóla- og íþróttamannvirkjum, en bærinn á inni styrki úr Orkusjóði og hefur beðið eftir tillögum/vinnu frá Eflu um valkosti og næstu skref. Hann lagði til að leitað yrði eftir fundi með sérfræðingunum, í samræmi við það sem fram kemur í framlögðum tölvupósti.

Forseti ræddi einnig um samvinnurýmið á Grundargötu 30, en framkvæmdir eru að fara af stað við næsta áfanga í breytingum skv. hönnun rýmisins sem bæjarstjórn samþykkti fyrr á árinu. Hann lagði til að starfshópur yrði settur á laggirnar til að taka ákvarðanir um það sem enn á eftir að ákveða varðandi uppbyggingu og þjónustu í rýminu.

Forseti sagði æskilegt að áframhaldandi vinna færi fram um lóð leikskólans. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fulltrúar starfsfólks, foreldra og bæjarstjórnar/skólanefndar komi saman og rýni tillögur starfshóps sem lagði fram tillögur um uppbyggingu skólalóðarinnar og geri tillögur ef óskað er breytinga.

Hann sagði jafnframt frá fundi sem bæjarfulltrúar áttu með starfsfólki Leikskólans Sólvalla í gær, 23. nóvember, og lagði til að slíkir fundir yrðu haldnir tvisvar á ári. Fundarmenn sögðu frá efni þessa fundar.

Einnig sagði forseti frá fundum nefnda og bæjarstjórnar framundan.

3.Bæjarráð - 596

Málsnúmer 2211001FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 596. fundar bæjarráðs.
 • Kristín Þorleifsdóttir var í fjarfundi, en Ólafur Ólafsson og Hafsteinn Garðarsson komu á fund bæjarráðs.
  Bæjarráð - 596 Rætt var um verkefni og stöðu mála á þeim sviðum sem undir viðkomandi forstöðumenn heyra. Farið var yfir óskir/þarfir m.t.t. fjárhagsáætlunargerðar 2023.

  Ennfremur lögð fram gögn frá N4 um markaðsefni, m.t.t. fjárhagsáætlunargerðar 2023.

  Gestum fundarins var þakkað fyrir komuna og góðar umræður á fundinum.
 • Lögð fram ýmis gögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna samstarfs sveitarfélaga um stafræna þróun, m.a. áætlaður kostnaður fyrir árið 2023. Grundarfjarðarbær hefur tekið þátt í því samstarfi. Bæjarráð - 596 Bæjarráð samþykkir að taka áfram þátt í samstarfi sveitarfélaga um stafræna þróun og felur skrifstofustjóra að gera ráð fyrir áætluðum kostnaði bæjarins við það í fjárhagsáætlun 2023.
 • 3.3 2211009 N4 - Samstarf 2023
  Lagður fram tölvupóstur N4 dags. 2. nóvember sl. með beiðni um þátttökugjald Grundarfjarðarbæjar vegna þáttagerðar "Að vestan 2023." Sveitarfélög á Vesturlandi hafa tekið þátt í kostun þáttanna og Grundarfjarðarbær síðan 2016.

  Bæjarráð - 596 Í tilboði N4 er gert ráð fyrir allnokkurri hækkun gjalds. Bæjarráð tekur jákvætt í að vera með á árinu 2023, en felur bæjarstjóra að kanna með fjárhæð gjaldsins og um aðra þjónustu samhliða, sbr. umræður undir dagskrárlið 1.
 • Lagður fram bæklingur um samræmt flokkunarkerfi úrgangsflokkunar, eftir breytingu á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, þar sem fram kemur tilboð sem greinir kostnað bæjarins við dreifingu og útskipti á ílátum við heimili (án aukinnar sorphirðu). Jafnframt þarf að auka flokkun á grenndarstöðvum.
  Bæjarráð - 596 Fyrir dyrum er ráðstefna Sorpurðunar Vesturlands hf. þann 14. nóvember nk. og til skoðunar er að fara í samstarf um innleiðingu á breytingum í sorpmálum á vegum SSV. Fjölmörgum spurningum er enn ósvarað um framkvæmd þessara mála og er því ekki tekin afstaða til fyrirkomulags og tilboðs Íslenska gámafélagsins ehf. að svo stöddu.
  Bókun fundar Forseti vísar til fundar um sorpmál sem haldinn var 14. nóvember sl. og til umræðu í stjórn SSV um sorpmálin.
  Fram hefur komið að sveitarfélög á Vesturlandi eru flestöll enn að skoða hvernig þau ætli að standa að breytingum í sorpmálum og flokkun á komandi ári og hafa ekki enn gefið það út. Vilji er til samstarfs og skoða þyrfti hvort unnt sé að bjóða út sorpþjónustu á stærri svæðum en hingað til. Hann leggur til að málið verði sett á dagskrá bæjarráðs á næstunni.
 • Lagt fram erindi frá Skíðadeild UMFG varðandi hugmynd að nýju þjónustuhúsi fyrir skíðasvæði, sem jafnframt myndi nýtast sem þjónustuhús fyrir tjaldsvæði á sumrin. Í erindinu er óskað eftir samtali við stjórnendur Grundarfjarðarbæjar um hugmyndina.
  Bæjarráð - 596 Bæjarráð þakkar fyrir vel unna fyrirspurn og hugmynd Skíðadeildarinnar og samþykkir að bjóða fulltrúum Skíðadeildarinnar til fundar um málið. Skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa, ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa, verði jafnframt boðið til fundarins.
 • Lagt fram erindi Guðmundar Runólfssonar hf. með ósk um að í deiliskipulagsgerð sem nú stendur yfir vegna Framness verði gert ráð fyrir hótelbyggingu á lóð við Sólvelli.
  Jafnframt lagt fram svarbréf skipulagsfulltrúa við erindinu þar sem lýst er framgangi málsins og deiliskipulagsvinnunnar.

  Bæjarráð - 596 Síðastliðið vor hófst vinna við gerð deiliskipulags á Framnesi og á hafnarsvæði austan Nesvegar. Efla sér um skipulagsráðgjöf við verkið. Í júní sl. fóru fram samtöl við lóðarhafa á Framnesi og hafnarsvæði austan Nesvegar, þar sem leitað var eftir óskum þeirra til framtíðar.

  Eins og fram kemur í svarbréfi skipulagsfulltrúa er um að ræða nýtt deiliskipulag á fremur flóknu skipulagssvæði með fjölþættri landnotkun og mikilvægu samspili við aðliggjandi reiti, þ.e. hafnarsvæðið og miðbæinn. Deiliskipulagsferlið er unnið skv. skipulagslögum og skv. verk- og tímaáætlun sem sett var í upphafi verksins, þar sem gert er ráð fyrir að því verði lokið í maí/júní 2023. Vinnan er á áætlun.

  Bæjarráð tekur vel í erindið og staðfestir að gert er ráð fyrir hugmynd lóðarhafa um nýtingu lóðar inní þeirri deiliskipulagsvinnu sem nú fer fram í samræmi við verk- og tímaáætlun skipulagsfulltrúa og Eflu.

  Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir bókun bæjarráðsins.
 • 3.7 2211006 SSV - Úrgangsmál
  Lagðir fram til kynningar tölvupóstar SSV og Sorpurðunar Vesturlands hf. um ráðstefnu um úrgangsmál sem haldin verður 14. nóvember nk. í Borgarnesi.
  Bæjarráð - 596 Fulltrúar Grundarfjarðarbæjar munu sækja fundinn.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, LÁB, BÁ, SG og DM.
 • Lögð fram til kynningar fundargerð 178. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem haldinn var 20. október sl. ásamt fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og gjaldskrá 2023 og öðrum gögnum.
  Bæjarráð - 596 Bæjarráð leggur til að gjaldskrá verði vísað til endanlegrar samþykktar bæjarstjórnar.

 • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Fjölmenningarseturs dags. 26. október sl. ásamt glærukynningu um endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna aðstoðar við erlenda ríkisborgara. Bæjarráð - 596
 • Lagt fram til kynningar bréf mennta- og barnamálaráðuneytisins um framlag vegna barna með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska- og geðraskanir sem eru vistuð utan heimilis á árinu 2022.

  Bæjarráð - 596
 • Lagt fram til kynningar bréf innviðaráðherra dags. 5. október sl. um alþjóðlegan minningardag Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa, sem haldinn verður þann 20. nóvember nk.

  Bæjarráð - 596

4.Bæjarráð - 597

Málsnúmer 2211005FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 597. fundar bæjarráðs.
 • Bæjarráð - 597 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
 • 4.2 2202005 Greitt útsvar 2022
  Bæjarráð - 597 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-október 2022. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 10,4% miðað við sama tímabil í fyrra.
 • 4.3 2209025 Gjaldskrár 2023
  Bæjarráð - 597 Lagt fram yfirlit yfir mögulega breytingu á þjónustugjaldskrám ásamt samanburði á gjaldskrám annarra sveitarfélaga og yfirliti sem sýnir kostnaðarskiptingu bæjarins og foreldra.

  Farið yfir þjónustugjaldskrár, samanburð og yfirlit.

  Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2023 samþykktar samhljóða og tillögum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
 • Lagðar fram umsóknir sem bárust um styrki vegna ársins 2023 og samantekið yfirlit þeirra ásamt greinargerðum.
  Bæjarráð - 597 Umsóknir yfirfarnar og lagðar fram tillögur að styrkveitingum næsta árs.

  Samþykkt samhljóða að vísa tillögunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.
 • Framlög samþykkt af fulltrúaráði Svæðisgarðsins 8. nóv. 2022.
  Verður fært inní fjárhagsáætlunardrögin.
  Bæjarráð - 597 Lagt fram yfirlit yfir áætluð framlög sveitarfélaga til Svæðisgarðsins árið 2023, en áætlunin var samþykkt af fulltrúaráði Svæðisgarðsins þann 8. nóvember sl.

  Einnig lögð fram fundargerð stjórnarfundar sem haldinn var 17. október sl.
 • Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi, var gestur fundarins. Einnig Kristín Þorleifsdóttir sviðsstjóri/skipulagsfulltrúi í fjarfundi.
  Bæjarráð - 597 Farið yfir fjárfestingatillögur með Fannari og Kristínu og þær kostnaðaráætlanir sem fyrir liggja um fasteignir og verklegar framkvæmdir.

  Eftir að þau yfirgáfu fundinn var farið yfir drög að launaáætlun 2023 og kynntar helstu niðurstöður í fjárhagsáætlun 2023, til frekari úrvinnslu fyrir fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 24. nóvember nk.
 • Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 1. nóvember sl. þar sem óskað er eftir tilnefningu í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.
  Bæjarráð - 597 Um er að ræða einn sameiginlegan fulltrúa Vesturlands alls og leggur bæjarráð til að erindinu verði vísað til SSV.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 597 Lagður fram til kynningar tölvupóstur innviðaráðuneytisins dags. 7. nóvember sl., þar sem vakin er athygli á áformum um lagabreytingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem hafa verið birtar í samráðsgátt stjórnvalda, sjá slóð:
  https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3324

  Hægt er að senda umsögn um þær til 23. nóvember nk.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að rýna tillögurnar og leggja drög að umsögn, ef þurfa þykir.
 • Lagður fram til kynningar tölvupóstur skrifstofu nefndasviðs Alþingis, dags. 8. nóvember sl., þar sem gefinn er kostur á umsögnum um tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 84. mál. Frestur til umsagnar er 22. nóvember nk.
  Bæjarráð - 597
 • Lögð fram til kynningar gögn vegna umsóknar Björgunarsveitarinnar Klakks um leyfi bæjarins sem lóðareiganda til sölu á flugeldum í húsnæði sveitarinnar að Sólvöllum 17a. Byggingarfulltrúi, f.h. lóðareiganda, samþykkti að veita Björgunarsveitinni leyfi til sölu flugelda, í samræmi við 31. gr. reglugerðar um skotelda nr. 414/2017.
  Bæjarráð - 597
 • Lagt fram til kynningar. Bæjarráð - 597 Lagður fram til kynningar ársreikningur Björgunarsveitarinnar Klakks vegna ársins 2021.

5.Hafnarstjórn - 2

Málsnúmer 2210006FVakta málsnúmer

 • Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu framkvæmdum og stöðu þeirra.
  Hafnarstjórn - 2 Hafnarstjóri sagði frá samskiptum við Vegagerðina um uppgjörsmál vegna verkefna.

  Búið er að keyra efni í götustæði í framhaldi af Bergþórugötu og yfir á hafnarsvæði, yfir nýju landfyllinguna.

  Fyrir liggur að taka þarf niður mastrið á Miðgarði, þar sem undirstöður eru farnar að gefa sig. Bráðabirgðaviðgerð var gerð fyrir skemmstu.

  Setja á upp myndavélar á möstur á Norðugarði og vindhraðamælir verður settur á mastur. Myndavél á smábátahöfn verður endurnýjuð. Verða þá fjórar vélar í staðinn fyrir þrjár.

  Hætt var við að steypa rest af þekju sem endurnýja átti á Norðurgarði í haust og bíður það vorsins.

  Landaður afli ársins þann 24.okt. er kominn í 22.300 tonn, á móts við 16.700 tonn á sama tíma síðasta ár.

 • Hafnarstjórn - 2 Sl. vor fór af stað vinna við endurskoðun deiliskipulags hafnarsvæðis austan Nesvegar, sem er innan hafnarsvæðis Grundarfjarðarhafnar. Samhliða er unnið að nýju deiliskipulagi fyrir Framnes, en það svæði hefur ekki verið deiliskipulagt áður. Efla sér um skipulagsráðgjöf og vinnur að tillögugerð fyrir Grundarfjarðarbæ og Grundarfjarðarhöfn, skv. samþykktri verk- og tímaáætlun.

  Í júní á þessu ári fóru fram samtöl við lóðarhafa á hafnarsvæði austan Nesvegar og á Framnesi, þar sem leitað var eftir óskum lóðarhafa um landnýtingu og uppbyggingu til framtíðar.

  Í næstu viku er fyrirhugaður vinnufundur fulltrúa hafnarinnar með Eflu til að fara yfir tillögur sem eru í vinnslu. Ætlunin er að deiliskipulagstillögur verði tilbúnar til auglýsingar í upphafi nýs árs.
 • Lagt var fram uppfært skjal hafnarstjóra um komur skemmtiferðaskipa, fjölda skipa, tekjur og fleira.
  Hafnarstjórn - 2 Hafnarstjóri sagði frá skemmtiferðaskipakomum sumarsins og ræddi horfur til næstu tveggja ára. Sl. sumar voru komur skemmtiferðaskipa til Grundarfjarðar 42 talsins og skipin samtals rétt rúmlega 1,5 millj. brúttótonn að stærð. Á næsta ári hafa þegar verið bókaðar 68 skipakomur, með skipum sem eru samtals um 3 millj. brúttótonn að stærð.

  Hafnarstjóri sótti stóra kaupstefnu skemmtiferðaskipa í Malaga í september sl. og var mjög mikill áhugi kaupenda á því að bóka komur skipa til Íslands.

  Til stendur að höfnin boði til fundar með hagsmunaaðilum tengdum þjónustu og komum skemmtiferðaskipa, á næstunni, til að fara yfir reynslu sumarsins og undirbúa komandi sumar/sumur.

 • Drög hafnarstjóra að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2023 lögð fram til afgreiðslu.
  Hafnarstjórn - 2 Staða 2022:

  Hafnarstjóri kynnti fjárhagsstöðu hafnarinnar, skv. framlögðu yfirliti og stöðu í lok september 2022.
  Tekjur voru áætlaðar samtals 118 millj. kr. árið 2022 (hafnargjöld og þjónustugjöld) og mun höfnin standast þá áætlun og gott betur.
  Útgjöld voru áætluð 66,3 millj.kr. en reiknað er með að þau verði eitthvað yfir því, einkum vegna fjölgunar starfsmanna á árinu, sem til eru komin vegna verulega aukinna umsvifa hafnarinnar.

  Framkvæmdakostnaður var áætlaður um 69 millj. kr. fyrir árið 2022, án mótframlaga Vegagerðarinnar.

  Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju með góða afkomu og þakkar hafnarstjóra fyrir gott utanumhald.


  Rekstraráætlun 2023:

  Hafnarstjóri fór yfir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2023.
  Tekjur eru áætlaðar um 153 millj. kr.

  Gert er ráð fyrir að af bókuðum komum skemmtiferðaskipa ársins muni nær allar skila sér, m.v. núverandi forsendur. Bókuð eru stærri skip í meira mæli en áður hefur verið og tengist það beint framkvæmdum við lengingu Norðurgarðs og fleira.
  Útgjöld eru áætluð rúmlega 85 millj. kr., með markaðsstarfi.
  Gert er ráð fyrir rúmum 53 millj.kr. í rekstrarafgang, eftir afskriftir (fjármagnskostnaður er enginn).

  Sett er fram áætlun um framkvæmdir í nokkrum liðum, þannig að framkvæmdakostnaður ársins 2023 verði samtals allt að 70-80 millj. kr., en inní það vantar mótframlag Vegagerðarinnar.

  Helstu framkvæmdir felast í viðgerð á eldri hluta stálþils og á þekju Norðurgarðs, kaupum á "fenderum" og á nýrri hafnarvog. Áfram er gert ráð fyrir fjármunum í deiliskipulagsvinnu á hafnarsvæði, sem er mjög brýnt að halda áfram, og í undirbúning umsóknar um efnistöku úr sjó, sem unnið er að.

  Hafnarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2023, en fyrirvari er um leiðréttingar á launaáætlun (rekstraráætlun) og mótframlagi vegna hafnargerðar (fjárfestingar).
  Hafnarstjórn vísar áætluninni, með framangreindum fyrirvörum um breytingar, til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

  Bókun fundar Til máls tóku JÓK og BÁ.

  Bæjarstjórn staðfestir framlagða rekstraráætlun Grundarfjarðarhafnar til síðari umræðu, en áætlunin verður hluti af fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn áætlun um framkvæmdir skv. tillögu hafnarstjórnar, til annarrar umræðu.

  Samþykkt samhljóða.
 • 5.5 2209025 Gjaldskrár 2023
  Tillaga að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar 2023 lögð fram og rædd.

  Hafnarstjórn - 2 Lögð fram tillaga að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar sem taki gildi 1. janúar 2023.

  Almennt er lagt til að gjöld samkvæmt gjaldskránni færist upp um almenna áætlaða verðlagsbreytingu. Breyting er lögð til á aflagjaldi milli ára skv. framlagðri tillögu.

  Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá hafnarinnar og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
  Bókun fundar Lögð fram gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar sem taki gildi 1. janúar 2023.

  Til máls tóku JÓK, GS, DM og BÁ.

  Bæjarstjórn staðfestir tillögu hafnarstjórnar að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar 2023.

  Samþykkt samhljóða.
 • Lögð fram fundargerð 445. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var þann 16. september 2022.

  Hafnarstjórn - 2

6.Íþrótta- og tómstundanefnd - 106

Málsnúmer 2211003FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 106. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.
 • Fram voru lagðar þrjár tilnefningar íþróttamanna vegna ársins 2022 frá íþróttafélögum.
  Íþrótta- og tómstundanefnd - 106 Farið var yfir tilnefningar og reglur sem um kjörið gilda.

  Gengið var til kjörs á íþróttamanni ársins í samræmi við reglurnar. Niðurstöðu verður haldið leyndri þar til íþróttafólk ársins verður heiðrað, sem verður á gamlársdag.

  Íþrótta- og tómstundafulltrúi mun sjá til þess að farandbikar verði áritaður og að verðlaunaskjöldur verði útbúinn fyrir íþróttamann ársins. Aðrir íþróttamenn fái blómvönd. Öll fái þau áritað skjal.

  Fulltrúum íþróttafélaganna var þökkuð koman og viku þau af fundi.

 • Tómas Freyr Kristjánsson kom inná fundinn undir þessum lið og bauð formaður hann velkominn.

  Á 104. fundi íþrótta- og tómstundanefndar var Tómasi falið að setja saman hugmynd að útfærslu á kynningarmyndbandi fyrir Grundarfjörð, þar sem íþróttum og tómstundum væru gerð skil.
  Íþrótta- og tómstundanefnd - 106 Tómas kynnti fyrstu drög og fóru fram góðar umræður um drögin. Nefndin bað Tómas um að vinna áfram í myndbandinu og koma með lokaútfærslu í lok janúar.


  Bókun fundar Til máls tóku JÓK og GS.
 • Ólafur íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti verkefnalista íþróttafulltrúa og verkefni íþrótta- og tómstundanefndar. Góðar umræður fóru fram um verkefni nefndarinnar. Íþrótta- og tómstundanefnd - 106

7.Skipulags- og umhverfisnefnd - 242

Málsnúmer 2211002FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 242. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Á fundinum kynntu skipulagsráðgjafar frá Alta stöðuna í verkefninu sem er þrískipt og felst í óverulegri deiliskipulagsbreytingu vegna Ártúns 4, verulegri breytingu vegna metralóða við Hjallatún og breytingu á heildarskipulagi svæðisins.

  Forsaga:
  Á 263. fundi sínum þann 13. september 2022 samþykkti bæjarstjórn að hefja vinnu við endurskoðun deiliskipulags fyrir iðnaðar- og athafnasvæðið vestan Kvernár á grunni verk- og kostnaðaráætlunar ráðgjafarfyrirtækisins Alta.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 242 Farið var yfir stöðu verkefna og helstu viðfangsefni skipulagsbreytinganna.

  Nefndin þakkar Halldóru og Þóru hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta fyrir mjög góða yfirferð.
 • Lagður er fram til kynningar uppfærður deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð með minniháttar lagfæringum sem skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum þann 27. september 2022, staðfest á fundi bæjarstjórnar 20. október 2022, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Uppfærð deiliskipulagstillaga verði auglýst á vefsíðu sveitarfélagsins sbr. sömu mgr. skipulagslaga og að því búnu send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Forsaga:
  Á 239. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 30. ágúst sl. voru lagðar fram til kynningar umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma breytingartillögunnar, sem samþykkt var til auglýsingar í bæjarstjórn Grundarfjarðar þann 3. maí sl. skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 15. júní með athugasemdafresti til og með 29. júlí 2022.

  Auk lögbundinnar auglýsingar var auglýsingin borin út til eigenda húsa við Ölkelduveg 21, 23, 25 og 27, Hrannarstíg 28-40, Fellasneið 1, 20, 22 og 28, Hellnafell 6 og 8 og Fagurhól 3 og 5. Einnig var boðið upp á opið hús fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila 21. júní sl. þar sem tillagan var kynnt.

  Beiðni um umsögn var send til Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Rarik, Veitna, Slökkviliðs Grundarfjarðar, Skógræktarfélagsins (Gunnars Njálssonar og Þórunnar Kristinsdóttur) og Setbergssóknar (Aðalsteins Þorvaldssonar og Guðrúnar Margrétar Hjaltadóttur).

  Umsagnir og athugasemdir sem bárust voru lagðar fram til kynningar á 239. fundi skipulags- og umhverfisnefndar og tók nefndin afstöðu til þeirra og samþykkti fyrir sitt leyti tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við þeim skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að uppfæra tillöguna með þeim minniháttar lagfæringum sem lagðar voru til og senda þeim sem gert höfðu athugasemdir viðbrögð nefndarinnar að fenginni staðfestingu í bæjarstjórn skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundinum ræddi nefndin einnig um vatnafar ofan lóða við Ölkelduveg 39-45 og benti á mikilvægi þess að lóðarhafi hugi að nauðsynlegum frárennslislausnum á framkvæmdastigi.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 242 Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir uppfærða tillögu og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa niðurstöðuna á heimasíðu sveitarfélagsins, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og gera þeim sem gert höfðu athugasemdir við hana viðvart um auglýsinguna. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að því búnu að senda hið samþykkta deiliskipulag, ásamt samantekt um málsmeðferð, athugasemdir og umsagnir, til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.
  Bókun fundar Fyrir fundinum lá endurbættur deiliskipulagsuppdráttur með minniháttar lagfæringum.

  Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, kom inn á fundinn undir þessum lið, og fór yfir framlagðan deiliskipulagsuppdrátt.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og staðfestir framlagðan deiliskipulagsuppdrátt.
 • Borist hefur framhaldserindi frá Gunnari Njálssyni varðandi aðkomusvæði skógræktar frá Ölkelduvegi. Skipulags- og umhverfisnefnd - 242 Skipulags- og umhverfisnefnd ítrekar að umrætt svæði, þar sem í dag er aðkoma að skógræktarsvæði, er í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 skilgreint sem íbúðarsvæði. Tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi var vel auglýst á sínum tíma og eins og lög gera ráð fyrir. Jafnframt bendir nefndin á að umrætt svæði er á bæjarlandi og utan þess skógræktarsvæðis sem samningur er um (sjá meðfylgjandi uppdrátt sem jafnframt fylgdi svarbréfi nefndarinnar 5. október 2022).

  Lóð nr. 45 við Ölkelduveg nær að litlu leyti inn á umrætt svæði, þ.e. aðkomusvæði skógræktar, eins og tilgreint er í erindinu. Svæðið sem lagt er undir Ölkelduveg 39-45 er skilgreint sem íbúðarsvæði í aðalskipulagi og því er gert ráð fyrir íbúðarbyggð á þessum reit.

  Vegna andmæla sem fram komu á auglýsingartíma deiliskipulagstillögunnar, hefur viðbótarskilmálum verið bætt við eftir auglýsingu. Viðbótarskilmálar vegna umræddra lóða við Ölkelduveg eru til þess fallnir að tryggja eins og frekast er unnt að lóðarhafar geri ráðstafanir til þess að færa til gróður áður en til framkvæmda kemur, að þeir velji náttúrulegar lausnir á lóðarmörkum, s.s. trjá- og runnagróður, að þeir vandi almennt frágang á lóðarmörkum og að framkvæmdir fari ekki út fyrir lóðarmörk á framkvæmdartíma.

  Jafnframt féllst nefndin á að "aðkoma að skógræktarsvæði" verði fært inn á uppdráttinn þrátt fyrir að umrætt svæði sé utan deiliskipulagsmarka.

  Uppfærð deiliskipulagstillaga með minniháttar breytingum verður kynnt á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar á næstu dögum og þeim sem gerðu athugasemdir á auglýsingartímanum gert viðvart um það með tölvupósti. Að því búnu verður skipulagstillagan send Skipulagsstofnun til yfirferðar eins og lög gera ráð fyrir.

  Nefndin leggur til að í framhaldi af deilskipulagsvinnunni, verði aðkomusvæðið hannað í samráði við Skógræktarfélagið, íbúa og aðra hagsmunaaðila.
 • Lögð er fram umsókn frá eldhúsi leikskólans um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr fyrir utan leikskólann að Sólvöllum 1. Skúrinn verður notaður sem köld vörugeymsla fyrir matvæli. Sótt er um leyfi frá 1. október 2022 til 1. júní 2023. Skipulags- og umhverfisnefnd - 242 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita tímabundið stöðuleyfi fyrir kaldri geymslu til 1. júní 2023. Nefndin telur núverandi staðsetningu á skúr ekki vera heppilega með tilliti til aðkomu að leikskólanum og brunavarna og leggur til að fundin verði önnur framtíðarlausn á geymslumálum fyrir leikskólann. Áréttað er að um kalda geymslu er að ræða.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 7.5 2211012 Rétt í útsveit
  Lagt fram erindi frá landeiganda Innri Látravíkur þar sem óskað er eftir rétt í útsveitina. Skipulags- og umhverfisnefnd - 242 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur fyrir sitt leyti vel í erindið og felur umhverfis- og skipulagssviði að afla upplýsinga um fjárbú, fjölda fjár og aðstæður í útsveit áður en afstaða er tekin til erindisins.
  Sviðinu er, eftir atvikum, einnig falið að ræða við landeigendur um mögulegar staðsetningar á rétt í útsveit.
 • Lögð fram til umræðu og umsagnar fyrirspurn um möguleika á að afmarka svæði í bænum fyrir eitt eða fleiri smáhýsi til íbúðar (e. tiny house) sem væru ýmist á sökklum eða færanleg á vagni. Skipulags- og umhverfisnefnd - 242 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur fyrir sitt leyti vel í þetta áhugaverða erindi og felur umhverfis- og skipulagssviði að skoða betur lagalegan grundvöll, hugsanleg fordæmi og undirbúningsvinnu annarra sveitarfélaga.
  Ennfremur felur nefndin sviðinu að kanna mögulega staðsetningu fyrir slík smáhýsi í Grundarfirði og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, BS, DM, BÁ og MM.
 • Lögð er fram fyrirspurn um byggingarlóðir fyrir parhús í Grundarfirði.
  Spurt er um hvaða lóðir séu í boði fyrir u.þ.b. 140 m2 parhús.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 242 Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að svara fyrirspurninni í samræmi við umræður fundarins.
 • Kristín Soffaníasdóttir skilar inn lóð við Hlíðarveg 7 sem hún fékk úthlutað skv. afgreiðslu á 237. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 28. júní sl. og staðfest var á 590. fundi bæjarráðs þann 7. júlí 2022. Skipulags- og umhverfisnefnd - 242 Lóðinni Hlíðarvegi 7 er skilað inn með bréfi til byggingarfulltrúa þann 14.11.2022.
  Í samræmi við grein 1.2. í samþykktum Grundarfjarðarbæjar um úthlutun lóða hefur byggingarfulltrúi fært lóðina á lista yfir lausar lóðir.

  Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir framangreinda meðferð erindisins.

 • Valdimar Elísson sækir um lóðina við Hlíðarveg 7 til byggingar á einbýlishúsi. Skipulags- og umhverfisnefnd - 242 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að úthluta lóðinni við Hlíðarveg 7 til byggingar íbúðarhúss, sbr. Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og skilmála um afslátt af gatnagerðargjöldum.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og úthlutun lóðarinnar.
 • Lagt fram erindi frá Skíðadeild UMFG vegna mögulegrar uppbyggingar á þjónustuhúsi sem nýst geti skíðasvæðinu og tjaldsvæðinu.

  Forsaga:
  Árið 2020 markaði bæjarstjórn fjármuni í deiliskipulagsvinnu fyrir útivistarsvæði ofan byggðar, þ.e. skíðasvæði undir Eldhömrum (ÍÞ-3), Frístundahúsabyggð (F-2) ásamt vegi sem liggja eigi frá Grundargötu austan við hestahúsahverfi (ÍÞ-1) og tengir svæðin saman.
  Vegna heimsfaraldurs og fleira varð ekki úr þeirri vinnu.

  Á 596. fundi sínum þann 9. nóvember sl. tók bæjarráð fyrir erindi Skíðadeildar UMFG, sem hér er einnig framlagt, og samþykkti að bjóða fulltrúum Skíðadeildarinnar til fundar um málið með skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 242 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur fyrir sitt leyti vel í erindi Skíðadeildar UMFG og telur vera þörf fyrir slíkt þjónustuhús.

  Nefndin leggur á það áherslu að skoða þurfi vel staðsetningu þjónustuhúss þannig að það nýtist fjölbreyttri árstíðabundinni notkun.

  Nefndin leggur áherslu á að hefja þurfi deiliskipulagsvinnu fyrir framtíðarskíðasvæðið uppundir Eldhömrum (ÍÞ-3) og frístundahúsabyggð (F-2) og veg sem liggi frá Grundargötu fram hjá hesthúsabyggð (ÍÞ-1) og að nýju skíðasvæði, og að tekin verði ákvörðun um framtíðarstaðsetningu þjónustuhúss í þeirri vinnu.

  Þar sem deiliskipulag fyrir ofangreind svæði taki tíma, leggur nefndin til að skoðuð verði staðsetning til bráðabirgða á núverandi skíðasvæði (ÍÞ-4) þannig að það samnýtist afþreyingar- og ferðamannasvæðinu (AF-2 tjaldsvæðið) og sundlaugar- og íþróttasvæðinu (ÍÞ-5). Nefndin leggur til að annaðhvort verði valin bygging sem mögulegt verði að flytja á nýtt skíðasvæði þegar þar að kemur eða að byggingunni verði valinn staður til frambúðar þannig að hún nýtist í framtíðinni sem þjónustuhús fyrir tjaldsvæðið.
  Bókun fundar Forseti segir að hægt sé að taka undir flest af því sem hér kemur fram hjá nefndinni, en áréttar að til standi að funda með fulltrúum Skíðadeildar UMFG um málið.
 • Lögð fram til afgreiðslu tillaga að skipulagslýsingu, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir nýtt deiliskipulag fyrir Framnes, fyrir breytingu á deilskipulagi Framness austan Nesvegar og breytingu á aðalskipulagi sem unnin verður samhliða deiliskipulagsáætlununum.

  Forsaga:

  Á 235. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 12. apríl 2022 kynnti skipulagsfulltrúi grófa verk- og tímaáætlun vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag Framness og hafnarsvæðis austan Nesvegar og sagði frá öflun tilboða og vali á ráðgjafarstofunni EFLU vegna þessarar vinnu.

  Í júní á þessu ári fóru fram samtöl við lóðarhafa á Framnesi og hafnarsvæði austan Nesvegar, þar sem leitað var eftir óskum þeirra um landnýtingu/uppbyggingu til framtíðar.

  Á 240. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 27. september sl. kynnti skipulagsráðgjafi stöðuna í deiliskipulagsverkefnunum og að gera þyrfti samhliða breytingu á aðalskipulagi til þess að auka tækifæri fyrir blandaða landnotkun á Framnesi.

  Á 596. fundi bæjarráðs 9. nóvember 2022 var tekið fyrir erindi Guðmundar Runólfssonar hf. með ósk um að í yfirstandandi deiliskipulagsgerð fyrir Framnes verði gert ráð fyrir hótelbyggingu á lóð við Sólvelli. Jafnframt lagt fram svarbréf skipulagsfulltrúa við fyrirspurn fyrirtækisins um framgang deiliskipulagsvinnunnar. Í svarbréfi skipulagsfulltrúa kemur fram að um sé að ræða nýtt deiliskipulag á fremur flóknu skipulagssvæði með fjölþættri landnotkun og mikilvægu samspili við aðliggjandi reiti, þ.e. hafnarsvæðið og miðbæinn. Deiliskipulagsferlið sé unnið skv. skipulagslögum og skv. verk- og tímaáætlun sem sett var í upphafi verksins, þar sem gert er ráð fyrir að því verði lokið í maí/júní 2023. Vinnan er á áætlun. Bæjarráð tók vel í fyrispurn fyrirtækisins og staðfesti að þegar hefði verið gert ráð fyrir hugmynd lóðarhafa um byggingu fyrir hótel og íbúðir á lóð fyrirtækisins nyrst á Framnesi.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 242 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir Framnes skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, breytingu á deiliskipulagi fyrir Framnes austan Nesvegar skv. sömu grein skipulagslaga og breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 skv. 1. mgr 36. gr., með vísun í 1. mgr. 30. gr. og verður aðalskipulagsbreytingin unnin samhliða deiliskipulagsáætlununum.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir Framnes skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, einnig breytingu á deiliskipulagi fyrir Framnes austan Nesvegar skv. sömu grein skipulagslaga og sömuleiðis breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 skv. 1. mgr 36. gr. skipulagslaga, með vísun í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Aðalskipulagsbreytingin verður unnin samhliða deiliskipulagsáætlununum.

  Skipulagsfulltrúa falið að annast áframhaldandi meðferð skipulagslýsingarinnar í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Samþykkt samhljóða.

8.Skólanefnd - 166

Málsnúmer 2211007FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 166. fundar skólanefndar.
 • Skólanefnd - 166 Eins og fram hefur komið (fundur bæjarstjórnar 3. maí sl.) hefur Heiðdís Lind Kristinsdóttir leikskólastjóri sagt starfi sínu lausu og er nú á leiðinni í fæðingarorlof.

  Skólanefnd þakkar Heiðdísi fyrir vel unnið starf sem leikskólastjóri síðastliðið ár.

  Starfið var auglýst tvívegis, nú síðast í október. Ein umsókn barst.

  Lögð voru fram umsóknargögn frá Margréti Sif Sævarsdóttur, auk samantektar úr starfsviðtali við umsækjandann sem fór fram í gær, með Lofti Árna Björgvinssyni bæjarfulltrúa og formanni skólanefndar, Ágústu Einarsdóttur bæjarfulltrúa og Björgu bæjarstjóra.
  Gerð var grein fyrir þessum gögnum og viðtölum við umsækjandann, sem metinn er hæfur til starfsins út frá fyrirliggjandi kröfum.

  Skólanefnd veitir jákvæða umsögn um umsækjandann skv. fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum.

9.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 2209025Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir tillögur bæjarráðs að þjónustugjaldskrám næsta árs ásamt yfirliti með samanburði á helstu þjónustugjaldskrám 2022 milli nokkurra nágrannasveitarfélaga og yfirliti sem sýnir hlutfall kostnaðar foreldra við vistun barna. Gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2023 fela í sér 7,7% hækkun frá árinu 2022, en hækkunin var hófleg árin áður og undir raunbreytingum á vísitölu neysluverðs.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustugjaldskrár fyrir árið 2023.

Samþykkt samhljóða.

10.Styrkumsóknir og afgreiðsla 2023

Málsnúmer 2209033Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir ásamt tillögum að styrkveitingum ársins 2023, sem bæjarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Allir tóku til máls.

Tillögur að styrkveitingum ársins 2023 samþykktar samhljóða

11.Fjárhagsáætlun 2023 - fyrri umræða

Málsnúmer 2209022Vakta málsnúmer

Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun ársins 2023 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2024-2026, sem innifelur rekstraryfirlit, málaflokkayfirlit, efnahagsyfirlit og sjóðsstreymi. Jafnframt lagt fram rekstraryfirlit með samanburði á deildum milli áætlana 2022 og 2023 ásamt fjárfestingaáætlun fyrir 2023.

Allir tóku til máls.

JÓK áréttar að fjárfestingahlutann þurfi að skoða vel milli umræðna og leitast við að lækka heildarfjárfestingu ársins.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun áranna 2024-2026 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

12.Samstaða bæjarmálafélag - Markaðs- og atvinnufulltrúi

Málsnúmer 2211041Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Samstöðu bæjarmálafélags með ósk um að markaðs- og atvinnufulltrúi verði ráðinn til starfa hjá Grundarfjarðarbæ og að gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins.

Til máls tóku JÓK, GS, SG, BS, DM, LÁB og BÁ.

Forseti þakkar fyrir tillöguna og leggur til að hún verði kostnaðarmetin og tekin fyrir í bæjarráði fyrir síðari umræðu um fjárhagsáætlun.

Samþykkt samhljóða.

13.Tímabundinn afsláttur af gatnagerðargjöldum

Málsnúmer 2211040Vakta málsnúmer

Um áramótin rennur út 75% afsláttur af gatnagerðargjöldum, sem bæjarstjórn samþykkti á 262. fundi sínum þann 9. júní sl. að gilda myndi af tilteknum lóðum út árið, til reynslu.
Til máls tóku JÓK, DM, GS og BS.

Forseti lagði til að framlengdur verði gildistími skilmála sem verið hafa í gildi um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum af tilteknum lóðum, fyrir utan lóðirnar Fellasneið 5 og 7 sem verið er að deiliskipuleggja. Lagt til að 50% afsláttarkjör gildi af umræddum lóðum til og með 30. júní 2023, í samræmi við uppfærða skilmála sem hér eru lagðir fram.

Samþykkt samhljóða.

14.Ráðning leikskólastjóra

Málsnúmer 2211043Vakta málsnúmer

Starf leikskólastjóra hefur verið auglýst laust til umsóknar tvívegis, nú síðast í október. Ein umsókn barst um starfið, frá Margréti Sif Sævarsdóttur. Bæjarstjóri sagði frá starfsviðtali sem hún, Loftur Árni Björgvinsson, formaður skólanefndar, og Ágústa Einarsdóttir, bæjarfulltrúi, áttu við umsækjanda, í framhaldi af viðtali sem hún hafði átt við umsækjanda. Gerð grein fyrir gögnum og viðtölum við umsækjandann, sem metinn er hæfur til starfsins út frá fyrirliggjandi kröfum. Skólanefnd hefur veitt jákvæða umsögn um umsækjandann.

Bæjarstjórn samþykkir að Margrét Sif Sævarsdóttir verði ráðin leikskólastjóri við Leikskólann Sólvelli. Bæjarstjóra falið að ganga frá ráðningarsamningi við Margréti, sem mun hefja störf í upphafi ársins 2023.

Samþykkt samhljóða.

15.Svæðisgarðurinn Snæfellsnes - Ársfundur fulltrúaráðs

Málsnúmer 2211037Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð fulltrúaráðs Svæðisgarðsins Snæfellsness, sem haldinn var 20. desember 2021, ásamt ársreikningi Svæðisgarðsins fyrir árið 2021 og dagskrá fundar fulltrúaráðsins þann 8. nóvember sl.

16.EBÍ - Ágóðahlutagreiðsla 2022

Málsnúmer 2211007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf EBÍ, Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, um ágóðahlutagreiðslu ársins 2022. Hlutur bæjarins nam 419.000 kr.
Fylgiskjöl:

17.HMS - Staða slökkviliða á Íslandi

Málsnúmer 2211042Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla HMS um stöðu slökkviliða á Íslandi, sem gefin var út í október sl.

18.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerðir

Málsnúmer 2101034Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Breiðafjarðarnefndar; fundargerð 206. fundar sem haldinn var 23. ágúst sl. og fundargerð 207. fundar sem haldinn var 20. september sl.

19.Breiðafjarðarnefnd - Starfsskýrsla 2021

Málsnúmer 2211038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar starfsskýrsla Breiðafjarðarnefndar fyrir árið 2021.

20.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 914. stjórnarfundar

Málsnúmer 2210017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 914. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 12. október sl.

21.Hafnasamband Íslands - Hafnasambandsþin 2022 og ný stjórn HÍ

Málsnúmer 2211003Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar ályktanir Hafnasambandsþings 2022, sem haldið var í Snæfellsbæ 27.-28. október sl.

22.Innviðaráðuneytið - Leiðbeiningar og fyrirmynd varðandi stefnu um þjónustustig

Málsnúmer 2211035Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar og fyrirmynd innviðaráðuneytisins varðandi stefnu um þjónustustig, sem nú eru í smíðum hjá Byggðastofnun.

Um er að ræða fyrirmynd varðandi það hvernig sveitarfélög geti útfært stefnu um þjónustustig til byggðarlaga utan stærstu byggðarkjarna viðkomandi sveitarfélags. Tilefnið er nýtt ákvæði í sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, sem kveður á um að "sveitarstjórn skuli móta stefnu sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum." Norðurþing er tilraunasveitarfélag í verkefninu en gert er ráð fyrir að því ljúki 1. desember nk.

23.Alþingi, nefndasvið - Til umsagnar, 46. mál, tillaga til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum

Málsnúmer 2211034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar mál nefndasviðs Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir málið til umsagnar; tillaga til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál. Umsagnarfrestur er til 2. desember nk.

24.Samband íslenskra sveitarfélaga - Nýtnivikan - sóun er ekki lengur í tísku

Málsnúmer 2211039Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar gögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um Nýtnivikuna, þar sem leitast er við að draga úr sóun.

Bæjarstjóri kynnti að ætlunin sé að efna til nýtniviku í Grundarfirði með því að hafa opinn fataskiptimarkað í anddyri samkomuhússins.

25.Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið - Skýrsla, Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir

Málsnúmer 2210008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla um niðurstöður starfshóps um þjóðgarða og önnur friðlýst svæði - stöðu og áskoranir, á vegum umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins, ásamt niðurstöðum könnunar Maskínu frá sl. sumri varðandi málefnið. Skýrslan var kynnt 8. nóvember sl.

26.Minjastofnun Íslands - Boð á ársfund Minjastofnunar Íslands 2022 - Á fortíð skal framtíð byggja

Málsnúmer 2211033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð á ársfund Minjastofnunar Íslands sem haldinn er í dag, 24. nóvember, undir yfirskriftinni "Á fortíð skal framtíð byggja."
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:01.