271. fundur 13. apríl 2023 kl. 16:30 - 21:33 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
 • Garðar Svansson (GS)
 • Davíð Magnússon (DM)
  Aðalmaður: Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
 • Signý Gunnarsdóttir (SG)
 • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
 • Pálmi Jóhannsson (PJ)
  Aðalmaður: Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
 • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund.

Forseti bar fram tillögu þess efnis að tekin yrði á dagskrá fundarins fundargerð hafnarstjórnar frá 12.04.2023, sem yrði liður 8 á fundinum. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.

Jafnframt lagði hann til að tekin yrði á dagskrá fundarins umsókn Mílu um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara í þéttbýli, sem yrði liður 14 á fundinum. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra frá 2022

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2022-2026

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Umræða um starfsmannamál.

Forseti leggur til að skipulagsfulltrúa sé veitt umboð til að gera ráðstafanir um mönnun byggingafulltrúaembættis, út frá þeirri stöðu sem það er í.

Samþykkt samhljóða.

Varðandi yfirferð á starfslýsingu forstöðumanns bókasafns hefur bæjarráð lagt til að skipaðir verði tveir fulltrúar menningarnefndar og tveir fulltrúar bæjarstjórnar til að yfirfara starfslýsingu og undirbúa auglýsingu starfs.

Lagt til að Ágústa Einarsdóttir verði annar fulltrúi bæjarstjórnar. Oddvita L-listans er veitt umboð til að tilnefna annan fulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

Forseti vakti jafnframt athygli bæjarfulltrúa á námskeiði Endurmenntunar um lestur ársreikninga sveitarfélaga.

3.Bæjarráð - 602

Málsnúmer 2303004FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 602. fundar bæjarráðs.
 • Bæjarráð - 602 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
 • 3.2 2302010 Greitt útsvar 2023
  Bæjarráð - 602 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-febrúar 2023. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 9,4% miðað við sama tímabil í fyrra.
 • Bæjarráð - 602 Lagt fram yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur 31.12.2022.
 • Forstöðumaður bókasafns hyggst láta af störfum síðar á árinu. Vinna þarf starfslýsingu og auglýsa starf.
  Bæjarráð - 602 Lagt til að skipaðir verði tveir fulltrúar menningarnefndar og tveir fulltrúar bæjarstjórnar til að yfirfara starfslýsingu og undirbúa auglýsingu starfs. Bæjarstjóra falið að kalla fulltrúana saman.

  Samþykkt samhljóða.
 • 3.5 2301007 Framkvæmdir 2023
  Bæjarráð - 602 Fyrir fundinum lágu ýmis gögn tengd framkvæmdum á tjaldsvæði, sundlaugargarði, kaupum á saunabaði, gatnagerð, malbikun og gangstéttum.

  Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið, að hluta. Farið yfir framkvæmdir tengdar tjaldsvæði og sundlaugargarði. Einnig rætt um saunabað. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um það.

  Á tjaldsvæðinu þarf að bæta við rafmagnstenglum og endurnýja salerni. Bæjarráð samþykkir að bæta salernismál á tjaldsvæðinu, bæði í „gryfju“ og á „ferningi“ í samræmi við umræður fundarins. Íþrótta- og tómstundafulltrúa og bæjarstjóra falið umboð til að finna úrlausn á þessu máli. Jafnframt samþykkt að þegar tillögur liggja fyrir verði gerður viðauki við fjárhagsáætlun, sem lagður verði fyrir bæjarstjórn.

  Bæjarráð samþykkir val á sauna og sömuleiðis endurnýjun kalda karsins í samræmi við hugmyndir íþrótta- og tómstundafulltrúa.

  Skv. upplýsingum Ólafs hefur orðið um og yfir 50% aukning á aðsókn sundlaugargesta, í janúar til mars, eftir að sundlaugin/pottar voru auglýst opin á skólatíma.

  Rætt um framkvæmdir íþróttahúss utanhúss og um hljóðvist innanhúss, sbr. úttektarskýrslu Eflu. Tillaga nr. 1, skv. kostnaðaráætlun Eflu frá 21. febrúar 2023, samþykkt.

  Rætt var um hraðhleðslustöðvar og mögulegar staðsetningar.

  Ólafi var þakkað fyrir komuna og inn á fundinn kom Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri/skipulagsfulltrúi.

  Kristín lagði til ákveðna vinnu sem rýni til undirbúnings gangstéttagerð. Farið yfir hönnunarteikningar sem Landslag hefur hannað fyrir bæinn. Gangstéttarhellur yrðu sérstaklega hannaðar.

  Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss, og Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri, komu inn á fundinn.

  Farið yfir þörf fyrir gatnagerð, malbikun og fleiri framkvæmdir. Kristín sýndi hönnun kantsteina m.t.t. öryggis, blágrænna lausna og veðurfars. Hönnunin byggir á grunni hönnunar VSB sem gerð var með tilliti til umferðaröryggis.

  Rætt um frekari hönnun á gangstéttum og möguleika á hellulögn og malbikun. Einnig rætt um skipulag miðbæjarins og forgangsverkefni, s.s. gangstétt á Hrannarstíg við Sólvelli.

  Rætt um skipulag á hafnarsvæði og mögulega salernisaðstöðu. Einnig rætt um geymslusvæðið og gámasvæðið, þar með um staðsetningu gróðurgáms. Bæjarráð samþykkir að gróðurgámur verði staðsettur á gámastöð. Bæjarstjóra/skrifstofustjóra falið að ræða við fulltrúa Íslenska gámafélagið um framkvæmdina.

  Kristín fór yfir stöðu á vinnu við deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Kvernár, og við hafnarsvæði og Framnes.

  Kristínu, Valgeiri og Hafsteini var þakkað fyrir komuna á fundinn.

  Bæjarráð samþykkir fyrirhugaðar gangstéttarframkvæmdir og malbikun hjá dvalarheimili, Smiðjustíg og Hrannarstíg við Sólvelli og Nesveg.

  Fram kom hjá Valgeiri, sem jafnframt er slökkviliðsstjóri, að brýn þörf sé á að kaupa bíl fyrir slökkviliðið í staðinn fyrir Ford bifreiðina, sem tekin verður úr notkun. Samþykkt umboð til slökkviliðsstjóra og bæjarstjóra til að gera ráðstafanir um bílakaup skv. umræðum fundarins. Bæjarráð leggur til tilfærslu milli fjárfestingaliða eða gerð viðauka við fjárhagsáætlun, eftir atvikum.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 602 Rætt um skemmtiferðaskipaverkefnið en fundur með hagsmunaaðilum verður haldinn síðar í dag, 28. mars. Í framhaldi af því samtali verður tekin frekari ákvörðun um þjónustu og samstarf.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 602 Lagt fram til kynningar myndband sem unnið hefur verið fyrir Grundarfjarðarbæ, að ósk íþrótta- og tómstundanefndar, til að nýta sem markaðsefni.
 • Bæjarráð - 602 Lagt fram til kynningar minnisblað, sem Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. hefur unnið fyrir SSV, um ráðstöfun dýraleyfa og mögulegar úrvinnsluleiðir.
 • Bæjarráð - 602 Fyrirhuguð er vettvangsferð og skoðun fulltrúa bæjarins með Skógræktarfélagi Eyrarsveitar og Skógræktarfélagi Íslands.
 • Bæjarráð - 602 Lögð fram til kynningar greinargerð um Eigið eldvarnareftirlit, ásamt Eldvarnarstefnu og kynningu á erindi bæjarstjóra á ársfundi Eldvarnabandalagsins sl. fimmtudag.
 • Bæjarráð - 602 Lagt fram til kynningar fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 31. mars nk.
 • Bæjarráð - 602 Lagt fram til kynningar bréf innviðaráðuneytisins, dags. 15. mars sl., um hvatningu vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.
 • Bæjarráð - 602 Lögð fram til kynningar ýmis gögn frá fundi mennta- og barnamálaráðuneytisins, sem haldinn var 20. mars sl., um úthlutun og ráðstöfun fjármuna fyrir alla í grunnskólum. Bæjarstjóri sótti fundinn.

4.Menningarnefnd - 36

Málsnúmer 2303001FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 36. fundar menningarnefndar.
 • Ákvörðun um þema fyrir ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2023. Menningarnefnd - 36 Menningarnefnd fór yfir þemu undanfarinna ára og leggur til að þema keppninnar í ár verði "viðburðir og mannlíf"

  Sigurvegarar keppninnar í fyrra voru, í fyrsta sæti Stefan Wrabetz, með mynd af hafnarsvæðinu, í öðru sæti var Elínborg Þorsteinsdóttir með mynd af öldugangi við Kirkjufell og í þriðja sæti var Sverrir Karlsson með mynd af blómi í haustlitum.

  Úrslitin voru kynnt á aðventudegi Kvenfélagsins, þann 27. nóvember 2022. Menningarnefnd óskar þeim innilega til hamingju með verðlaunin.
  Í dómnefnd voru Marta Magnúsdóttir og Rakel Birgisdóttir úr menningarnefnd, auk Olgu Sædísar Aðalsteinsdóttur gestadómara, sem nefndin þakkar fyrir samstarfið.
 • Lagðir fram til kynningar minnispunktar Sunnu Njálsdóttur til umræðu um málefni Bókasafns Grundarfjarðarbæjar og verkefni sem tengjast starfseminni. Menningarnefnd - 36 Farið var yfir punkta um bókasafnið og starfsemi í Sögumiðstöðinni.

  Menningarnefnd mun bjóða Sunnu Njálsdóttur á næsta fund nefndarinnar þar sem farið verður yfir undirbúning og skipulagningu á viðburðum fyrir 100 ára afmæli bókasafnsins.
 • Grundarfjarðarbær sótti um og fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands 2019 vegna útiljósmyndasýninga í Grundarfirði. Hugmyndafræðin á bak við umsóknina var að útbúa færanleg skilti fyrir flökkuljósmyndasýningar og upplýsingar til íbúa og gesta.
  Grundarfjarðarbær hefur fengið til liðs við sig úkraínsku listamennina Helen og Mykola sem hafa nú hannað skilti sem er færanlegt, fellur að landslagi í mótun og litum ásamt því að koma með skemmtilega nýjung inn.
  Menningarnefnd - 36
 • Þann 24. mars nk. verður ljósmyndasafn Bærings opnað í Sarpi, menningarsögusafni á vefnum www.sarpur.is í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Bærings Cecilssonar. Menningarnefnd - 36
 • Farið yfir helstu verkefni menningarnefndar á tímabilinu. Hugmyndir lagðar fram um viðburði og sýningar, sem og hvatningu til list- og menningarmála. Menningarnefnd - 36 Farið var yfir ýmsar hugmyndir er snúa að viðburðum og samvinnu með listamönnum í bænum.
  Menningarnefnd mun bjóða til hugmyndafundar á næstkomandi mánuðum og fara yfir hugmyndir af verkefnum og möguleika til að efla menningu og listir í bænum.

5.Ungmennaráð - 7

Málsnúmer 2303003FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 7. fundar ungmennaráðs.
 • Lagt fram erindisbréf fyrir ungmennaráð.
  Unnið er að breytingum á erindisbréfinu.
  Ungmennaráð - 7 Ungmennaráð samþykkti að formaður ráðsins verði Áslaug Stella Steinarsdóttir og að varaformaður þess verði Aþena Hall Þorkelsdóttir.
  Jafnframt var samþykkt að ritari nefndarinnar verði Ólafur, starfsmaður íþrótta- og tómstundanefndar, nema annað verði ákveðið.
 • Lagðar fram til kynningar við upphaf nefndarstarfs siðareglur fyrir kjörna fulltrúa Grundarfjarðarbæjar.

  Ungmennaráð - 7 Íþrótta-og tómstundafulltrúi fór yfir siðareglur fyrir kjörna fulltrúa.
 • Ólafur fór yfir verkefnið um barnvæn sveitarfélög og þátttöku Grundarfjarðarbæjar í því.
  Ungmennaráð - 7 Ungmennaráði líst vel á að Grundarfjarðarbær taki þátt í þessu verkefni.
 • Farið yfir hlutverk og verkefni ráðsins.
  Hlutverk ungmennaráðs er tiltekið í erindisbréfi þess.
  Ungmennaráð - 7 Rætt var um verkefni ráðsins á síðasta kjörtímabili. Þar á meðal má nefna hugmyndir um ungmennahitting í Sögumiðstöðinni, viðburði og þátttöku í skipulagningu á hátíðum á vegum bæjarins. Ákveðið var að nefndin myndi skipuleggja ungmennahitting í Sögumiðstöðinni í maí nk.

 • Ungmennaráð - 7 Ólafur fór yfir framkvæmdir við íþróttamiðstöð á árinu 2023 og kynnti stöðu þeirra. Góðar umræður fóru fram.

6.Skólanefnd - 168

Málsnúmer 2303007FVakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK og DM.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 168. fundar skólanefndar.
 • Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri Grunnskólans, var gestur fundarins í fjarfundi.

  Var hann boðinn velkominn á fundinn.
  Skólanefnd - 168 Skólastjóri fór yfir helstu þætti í starfi grunnskólans, Eldhamra og tónlistarskólans:

  - Eldhamrar: starfið hefur gengið vel og nýir nemendur aðlagast vel, þau sem verða fimm ára á árinu og eru komin á Eldhamra nokkru fyrr en ætlað var.
  - Stóra upplestrarkeppnin fór fram í Grunnskólanum í dag, en það eru nemendur í 7. bekk sem taka þátt í henni. Síðar fer fram keppni skólanna á Snæfellsnesi.
  - Árshátíð nemenda verður á morgun, 30. mars. Hún er tvískipt, fyrir yngri og eldri nemendur.
  - Skólalóðin og endurbætur á henni: sérstakur starfshópur hefur verið með hana til skoðunar og hefur skipulagsfulltrúi/sviðsstjóri aðstoðað hópinn. Nemendur hafa unnið tillögur um skólalóðina og Sigurður sagði frá fundi með arkitekt, sem fenginn var til að rýna lóðina og þau atriði sem fram komu í vinnu starfshópsins og nemenda.
  - Vortónleikar tónlistarskólans verða 17. maí nk.
  - Átta nemendur fara á Landsmót lúðrasveita í Vestmannaeyjum 19.-20. maí nk.

  Bæjarstjóri og skólastjóri sögðu frá framkvæmdum sem eru í gangi og í undirbúningi (grunnskóli, íþróttahús, skólalóð).

  Sérstaklega hafa reglulegar öryggisúttektir vegna eldvarna og skólalóðar verið til úrvinnslu að undanförnu, þ.e. að atriði í úttektum slökkviliðsstjóra, heilbrigðiseftirlits, skoðunarúttekt leiksvæða o.fl. hafa verið framkvæmd og/eða komið í vinnslu.

 • 6.2 2207023 Skólastefna
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson ráðgjafi frá Ásgarði er gestur undir þessum lið í gegnum fjarfund og var hann boðinn velkominn.

  Áfram situr fundinn Sigurður Gísli, skólastjóri grunnskóla, sem og Margrét Sif, Elísabet Kristín og Kristín Alma, sbr. næsta lið fundarins.  Skólanefnd - 168 Farið var yfir markmið og helstu þætti í vinnu við endurskoðun skólastefnu, sem er framundan, í samræmi við verkáætlun Ásgarðs.

  Gunnþór leggur til að skipaðir verði fulltrúar í stýrihóp um endurskoðunina.
  Skólanefnd leggur til að bæjarstjórn taki það fyrir og skipi fulltrúa í stýrihópinn.

  Gunnþór mun leggja nánari tíma- og verkáætlun fram, til skólanefndar.

  Gunnþóri var þakkað fyrir góðar upplýsingar og umræður. • Margrét Sif Sævarsdóttir skólastjóri Leikskólans Sólvalla sat þennan lið í fjarfundi, Elísabet Kristín Atladóttir sem fulltrúi foreldra (úr foreldraráði) og Kristín Alma Sigmarsdóttir sem fulltrúi kennara/starfsfólks leikskólans.

  Voru þær boðnar velkomnar á fundinn.
  Skólanefnd - 168 Margrét Sif skólastjóri Leikskólans Sólvalla sagði frá því helsta úr skólastarfinu að undanförnu:

  - Inntaka nýrra barna, 12 mánaða, hefur gengið vel
  - Aðlögun 5 ára barna gengið vel á Eldhömrum, en þar er um að ræða samstarf Sólvalla og Eldhamra.
  - Starfsmannamál, leikskólastjóri sagði frá stöðu í starfsmannamálum, sem standa ágætlega núna.
  - Breytingar sem gerðar voru á starfsemi eldhúss hafa mælst mjög vel fyrir. Leikskólastjóri leggur til að fyrirkomulag þetta verði einnig haft á komandi skólaári.
  - Skóladagatal: leikskólastjóri er komin með drög að starfsáætlun/skóladagatali, sem þarf að samræma/vinna með skólastjóra grunnskólans.

  Skólanefnd staðfestir breytingu á skóladagatali leikskólans, um að starfsdagur þann 19. apríl nk. falli niður og verði því almennur kennsludagur. Skólanefndin hafði áður gefið rafrænt samþykki og leikskólastjóri hefur kynnt foreldrum þessa breytingu.
  Starfsdagurinn var ætlaður í námsferð erlendis, sem ekki er farin í ár en stefnt er að því að fara á næsta ári í staðinn.

  Skólanefnd ræddi breytingar á vistunartíma barna og breytingar á gjaldskrá.
  Leikskólastjóri leggur til að tekið verði upp 15 mínútna gjald, fyrir tímann frá 7:45-8:00 og 16:00-16:15. Hún vísar í að slíkt fyrirkomulag myndi auka verulega yfirsýn stjórnenda leikskólans og gera það að verkum að auðveldara verði að sjá þörf fyrir starfsfólk á þessum tíma. Slíkt fyrirkomulag er á mörgum leikskólum.
  Rætt ítarlega og farið yfir mögulegt fyrirkomulag, kosti og galla.

  Skólanefnd mælir með við bæjarstjórn að tekið verði upp það fyrirkomulag að foreldrar/forráðamenn geti valið um að hafa börn sín í auka korter fyrir og eftir reglulegan opnunartíma, sem er 8-16, og greiði þá sérstakt, hóflegt gjald fyrir þann tíma, sbr. gjaldskrá.

  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, DM og SGG.

  Bæjarstjórn vísar tillögu um breytingu á fyrirkomulagi/gjaldskrá til bæjarráðs.

  Samþykkt samhljóða.
 • Lagt fram til kynningar. Skólanefnd - 168
 • Lagt fram til kynningar efni um fund sem haldinn var 6. mars sl. Skólanefnd - 168

7.Skipulags- og umhverfisnefnd - 247

Málsnúmer 2303002FVakta málsnúmer

Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, skipulagsráðgjafi hjá Eflu, sat fundinn gegnum fjarfundabúnað í tengslum við liði 1 og 5 í fundargerð 247. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 247. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Lögð fram til afgreiðslu vinnslutillaga vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 á grundvelli 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 2. mgr. 30. gr. laganna.

  Breytingin felur í sér breytingu á landnotkun á hafnarsvæði (H-1 og H-2), Framnesi (AT-1) og hafsvæði vestan Framness (S-1). Með breytingunni er verið að auka sveigjanleika í landnotkun á Framnesi með því að liðka fyrir framtíðaráformum um uppbyggingu ferðaþjónustu nyrst á Framnesi og heimila takmarkaðan fjölda íbúðarhúsnæðis á hluta svæðisins. Einnig er stefnt að lengingu Miðgarðs um allt að 50m til þess að auka svigrúm fyrir skip til þess að leggjast að bryggju og stækka landfyllingu í kverkinni við Norðurgarð um u.þ.b. 500 m2 til að skapa meira rými fyrir umferðarleiðir.

  Skipulagslýsing var auglýst 30.11.2022 með athugasemdafresti til 21.12.2022 og send til umsagnaraðila. Kynningarfundur var 13.12.2022.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 247 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að kynna vinnslutillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039. Vinnslutillagan hefur verið samþykkt til kynningar í bæjarstjórn (269. fundur 9. febrúar sl.) að uppfylltum skilyrðum og í hafnarstjórn (4. fundur 23. janúar sl.). Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  Fram er lögð til afgreiðslu bæjarstjórnar vinnslutillaga vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 vegna hafnarsvæðis og Framness. Breytingin er gerð í tengslum við vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Framnes og norðurhluta hafnarsvæðis.

  Umfjöllun hefur farið fram um málið á nokkrum fundum í skipulags- og umhverfisnefnd, nú síðast 4. apríl sl., og hafnarstjórn, nú síðast 12. apríl sl.

  Tillögur að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis annars vegar og Framness hins vegar eru í vinnslu og eiga eftir að fara í gegnum frekari umræðu í skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórn áður en þær fara í kynningu.

  Allir tóku til máls.

  Rætt um tillöguna.

  Lagt til að bæjarstjórn samþykki tillöguna til kynningar í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Bæjarstjórn samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga að breytingum á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, forsendur hennar og umhverfismat verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt. Aðalskipulagstillagan verði jafnframt auglýst með áberandi hætti og kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga, svæðisskipulagsnefnd og öðrum sveitarfélögum sem kunna að eiga hagsmuna að gæta vegna skipulagsins, í samræmi við 1. mgr. 36. gr., sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Að lokinni slíkri kynningu tillögunnar, sem standi í að minnsta kosti 2 vikur, verður aðalskipulagstillagan lögð aftur fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu og send til athugunar Skipulagsstofnunar, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, og síðan auglýst opinberlega í sex vikur, í samræmi við 31. gr. skipulagslaga.

  Skipulagsfulltrúa er falið að ganga frá tillögunni til kynningar og meðferðar í samræmi við framangreint.

  Samþykkt samhljóða.
 • Lögð fram til afgreiðslu tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðar- og athafnasvæðið vestan Kvernár í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundinum mun Þóra Kjarval hjá ráðgjafafyrirtækinu Alta kynna tillöguna. Skipulags- og umhverfisnefnd - 247 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er í samræmi við aðalskipulag og er því fallið frá kynningu á vinnslustigi sbr. 4. mgr. 40. gr. laganna. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Sótt er um stöðuleyfi fyrir salernishús til 5 mánaða eða frá 20. apríl til 1. október 2023. Hýsið mun vera staðsett sunnan við hafnarskúr og kemur til með að þjónusta ferðafólk sem kemur með skemmtiferðaskipum sumarið 2023. Skipulags- og umhverfisnefnd - 247 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til skamms tíma fyrir salernishús á hafnarsvæði frá 1. apríl til 1. október 2023. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum og í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Landeigendur að Innri-Látravík (L-223872) sækja um stöðuleyfi fyrir 20 m2 gestahús frá 1. apríl 2023 til 1. apríl 2024. Um er að ræða flutningshús sem ráðgert er að staðsetja til frambúðar í Innri-Látravík. Til bráðabirgða verður húsinu komið fyrir vestan við núverandi íbúðarhús. Skipulags- og umhverfisnefnd - 247 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi v/ 20 m2 gestahúss í Innri Látravík til eins árs, þ.e. frá 1. apríl 2023 til 1. apríl 2024. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum og í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Lagt fram til afgreiðslu tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Framnes austan Nesvegar (hafnarsvæði)í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og umhverfisnefnd - 247 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur fyrir sitt leyti jákvætt í framlagða tillögu vegna breytingar á deiliskipulagi Framness austan Nesvegar (hafnarsvæðis) og leggur til við hafnarstjórn og bæjarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísan í 1. mgr. 41. gr. laganna. Skipulagsnefnd telur skipulagsbreytinguna vera í samræmi við Aðalskipulag Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 og að ekki þurfi að kynna hana á vinnslustigi, sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn þakkar Hrafnhildi Brynjólfsdóttur, skipulagsráðgjafa hjá Eflu, fyrir greinargóða kynningu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi og á deiliskipulagi Framness austan Nesvegar, þ.e. norðurhluta hafnarsvæðis.

  Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að vinna tillöguna áfram með skipulagsráðgjöfum í samræmi við umræður á fundinum og með hliðsjón af fundargerð hafnarstjórnar frá 12. apríl sl. og leggja að því búnu tillöguna aftur fyrir hafnarstjórn og skipulagsnefnd til samþykktar og staðfestingar hjá bæjarstjórn, og svo til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Stefnt er að því að sú auglýsing verði samhliða auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi sbr. 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 2. mgr. 30. gr. laganna. Jafnframt er stefnt að því að auglýsa vinnslutillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Framnes í sömu auglýsingu.

  Bæjarstjórn felur jafnframt skipulagsfulltrúa að kalla eftir minnisblaði skipulagsráðgjafa um tillögugerðina og þær efnislegu hugmyndir og umræðu sem fram fór á vinnslustigi tillögunnar, einkum um umferðaröryggismál á hafnarsvæðinu, uppá síðari umfjöllun að gera.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Á 601. fundi bæjarráðs þann 2. mars sl. var erindi Hopp á Snæfellsnesi vísað til umsagnar og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar, en bæjarráð tók vel í erindið.

  SnæHopp ehf. sækir um leyfi til reksturs á stöðvarlausri deilileigu fyrir rafskútur í Grundarfirði.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 247 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í umsókn Snæhopps um leyfi til reksturs á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsóknina. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar og felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Snæhopp.
 • Dísarbyggð ehf. sækir um byggingarleyfi vegna breytingar á gamla hesthúsinu og hlöðunni í atvinnuhúsnæði en sem til stendur að breyta byggingunni í tveggja hæða aðstöðuhús tengt ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að steypa nýja botnplötu í húsið og bæta við hæð. Á efri hæð verði fjögur svefnherbergi, hvert með sér baðherbergi. Á neðri hæð er gertráð fyrir aðstöðu til að geyma búnað tengdan ferðaþjónustu á staðnum.

  Skv. Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði (VÞ-2). Þar er heimilt að reisa gistirými í smáhýsum eða lágreistum byggingum fyrir allt að 200 gesti. Einnig er heimilt að reisa þjónustu- og veitingahús fyrir allt að 100 gesti. Í skipulagsskilmálum er einnig tekið fram að mannvirki skuli falla vel að landslagi og þeim byggingum sem fyrir eru. Þar segir jafnframt: "Landeigendur hafa áform um að byggja upp ferðaþjónustu á jörðinni á næstu árum, með uppbyggingu á smáhýsum, auk þess að reka þjónustuhús með veitingasölu."

  Ekki er til deiliskipulag fyrir Þórdísarstaði.

  Til viðbótar við núverandi íbúðarhús, hesthús og hlöðu, sem nú er sótt um leyfi til að breyta, eru þar fimm stakstæð smáhýsi með tveimur gistirýmum hvert, sem fengið hafa rekstrarleyfi sem gististaðir.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 247 Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð breyting á hlöðu og hesthúsi í þjónustubyggingu fyrir ferðafólk samræmist ekki skipulagsskilmálum VÞ-2 í aðalskipulagi hvað varðar gistirými í byggingunni og að slík breyting kalli á óverulega breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á þeim grundvelli hafnar nefndin byggingarleyfisumsókninni.

  Samkvæmt skipulagsskilmálum í aðalskipulagi er heimilt að reisa gistirými í smáhýsum eða lágreistum byggingum fyrir allt að 200 gesti. Hafi landeigandi hug á því að reisa fleiri smáhýsi á jörðinni leggur nefndin til að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið í samræmi við 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gr. 5.1.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Við ákvörðun um deiliskipulag ber einnig að líta til byggingarheimilda fyrir landbúnaðarsvæði.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Umhverfisröltið hefur verið árleg hefð til þess að bjóða bæjarbúum að hitta bæjarstjórn, skipulags- og umhverfisnefnd og aðra starfsmenn bæjarins og skoða nærumhverfi sitt og koma með ábendingar og hugmyndir.

  Lagðar fram myndir frá umhverfisrölti 2022 til skoðunar. Umhverfisröltið er allajafna farið í snemma sumars og því hægt að setja ákveðin verkefni til vinnslu fyrir komandi sumar.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 247 Ákveðið að umhverfisrölt verður farið 23. og 25. maí nk.
 • Á 601. fundi sínum vísaði bæjarráð skýrslu um aðgengi opinberra bygginga í Grundarfirði til umsagnar og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 247
 • Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs fara yfir mál sviðsins. Skipulags- og umhverfisnefnd - 247

8.Hafnarstjórn - 5

Málsnúmer 2304002FVakta málsnúmer

 • Fyrir fundinum liggur skjal með tillögu að aðalskipulagsbreytingu fyrir hafnarsvæði og Framnes, með innfærðum minnispunktum bæjarstjóra eftir síðustu yfirferð hafnarstjórnar.

  Hafnarstjórn - 5 Hafnarstjórn fer ekki efnislega yfir skjalið, þar sem minnispunktar um afstöðu hafnarstjórnar liggja fyrir og hafa verið eða verða teknir inní endanlega útgáfu.

 • Fyrir liggur vinnsluútgáfa dags 31. mars sl. frá Eflu, um deiliskipulag hafnarsvæðis.

  Hafnarstjórn fór yfir tillöguna.

  Hafnarstjórn - 5 Mörkum deiliskipulagssvæðis hefur verið breytt í takt við óskir hafnarstjórnar, þannig að þau liggja nú rétt sunnan við Miðgarð. Ekki er því tekið með í þessari tillögu hluti af landfyllingu sunnan Miðgarðs, eins og fyrri útgáfur af tillögu gerðu ráð fyrir. Hafnarstjórn óskaði eftir því að slík umræða yrði látin bíða og tekin með heildarskipulagi suðursvæðis hafnarinnar.

  Með tilkomu tengingar af Bergþórugötu yfir Nesveg og inná hafnarsvæðið, yfir nýju landfyllinguna og framhjá nýja netaverkstæðinu og saltgeymslunni, er umferðarflæði á svæðinu að breytast. Í aðalskipulagi hefur lengi verið gert ráð fyrir nýjum vegi sem komi neðan Grundargötu, yfir nýja landfyllingu sem lægi sunnan við Miðgarð að Gilósi, neðan húsa við neðan- og innanverða Grundargötu. Slíkur vegur á að taka við þungaumferð til og frá hafnarsvæði, sem lægi þá ekki lengur um austanverða/innanverða Grundargötu. Skoða verður legu og möguleika á slíkum vegi þegar farið verður í deiliskipulag suðurhluta hafnarsvæðis.
  Ljóst er að slíkur vegur myndi breyta enn frekar umferðarflæði á og um hafnarsvæðið, til viðbótar við þær breytingar sem eru að verða með nýrri götu á landfyllingu á hafnarsvæðinu.

  Í deiliskipulagsvinnunni nú var ætlunin að taka enn betur á umferðarflæði og umferðaröryggi, ekki síst með tilliti til stóraukins fjölda ferðamanna sem fer um hafnarsvæðið og þörf fyrir rútur að og frá, og inná hafnarsvæðinu. Ljóst er að það markmið næst ekki að fullu með skipulaginu eins og vinnan hefur þróast. Taka verður suðurhlutann með í þá skipulagningu, einkum til að leysa framtíðarskipulag fyrir aðkomu og stæði fyrir rútur, og umferðarflæði til og frá þeim.

  Varðandi einstök atriði í deiliskipulagstillögunni leggur hafnarstjórn eftirfarandi til:

  Lóð 14, hafnarstjórn telur að mörk lóðar eigi að fylgja því sem verið hefur um lóðina.

  Ekki tekin afstaða til skilmála fyrir lóð nr. 6 við Nesveg.

  Skoðað verði nánar það fyrirkomulag sem virðist felast í tillögu um aðkomu að / inná lóð nr. 4 við Nesveg, frá götunni við Nesveg, þar sem bílastæði FISK er núna. Athuga einnig heiti/texta á svæðinu fyrir framan húsið.

  Athuga þarf stærð og mörk lóða á Norðurgarði, hvort í tillögu felist breyting frá skráðum stærðum.

  Lagfæra þarf merkingar/númerun á lóð 6B, bæði inná lóð 6 og inná lóð sem á að vera 6a.

  Skilgreina þyrfti betur skilmála fyrir lóð 6a (sem er merkt 6B) og að not hennar verði skilgreind víðar en tillagan gerir nú.

 • Rætt um lausn á salernismálum á hafnarsvæði.

  Hafnarstjórn - 5 Hafnarstjórn telur að hefja þurfi undirbúning að framtíðarfyrirkomulagi salernismála á hafnarsvæðinu. Í ár verða sett upp lausar gámaeiningar fyrir salerni, sem þjóna eiga gestum skemmtiferðaskipa sem koma í höfn, eins og hafnarstjórn hafði áður samþykkt og veitt hefur verið stöðuleyfi fyrir.

  Hafnarstjóri leggur til að reist verði viðbygging við hafnarhúsið að Nesvegi 2, sem nýtast muni hafnarstarfsmönnum, fullnægja salernisþörf gesta skemmtiferðaskipa og nýtast leiðsögumönnum og skipuleggjendum, strax vorið 2024.

  Hafnarstjórn heimilar hafnarstjóra að hefja undirbúning til að leysa salernisþörf og aðstöðu á hafnarsvæði, að greina nánar þarfir fyrir stærð og gerð húss. Gerð verði gróf kostnaðargreining sem lögð verði fyrir næsta fund hafnarstjórnar.

  Hafnarstjórn samþykkir jafnframt tillögu hafnarstjóra, um að svæði hafnarinnar upp við Nesveg, verði nánar/betur afmarkað frá götunni, í framhaldi (suður af) skilti/akkeri ofan við hafnarvog, til samræmis við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.

  Bókun fundar Allir tóku til máls.

9.Ársreikningur 2022 - fyrri umræða

Málsnúmer 2303020Vakta málsnúmer

Lagðir fram ársreikningar samstæðu og sjóða vegna ársins 2022 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Jónas Gestur Jónasson, lögg. endurskoðandi og Marinó Mortensen, frá Deloitte, sátu fundinn undir þessum lið. Þeir fóru yfir helstu tölur í ársreikningi 2022 við fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Allir tóku til máls.

Rekstrartekjur samstæðunnar námu 1.531 millj. kr., en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 1.427 millj. kr. Rekstrartekjur A-hluta námu 1.258 millj. kr. en áætlun gerði ráð fyrir 1.205 millj. kr.

Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 49,6 millj. kr., en rekstarafkoma A-hluta var neikvæð um 28,5 millj. kr. Fjárhagsáætlun samstæðu með viðauka gerði ráð fyrir 5,5 millj. kr. jákvæðri niðurstöðu.

Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2022 nam 1.087,1 millj. kr. skv. efnahagsreikningi, þar af nam eigið fé A-hluta 797,8 millj. kr. Eiginfjárhlutfall var 32,76%, en var 32,32% árið áður.

Heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins námu 1.905,4 millj. kr., en námu 1.891,5 millj. kr. árið 2021. Skuldahlutfall skv. reglum um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga er 97,77% í samanteknum ársreikningi, en var 108,11% árið 2021. Hjá A-hluta var hlutfallið 93,76%, en var 96,55% á árinu 2021.

Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi var 266,6 millj. kr. og handbært fé í árslok 86,8 millj. kr., en var 107,4 millj. kr. árið áður.

Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi 2022 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Gestir

 • Jónas Gestur Jónasson - mæting: 17:50
 • Marinó Mortensen - mæting: 17:50

10.Ályktun um viðhald þjóðvega á Snæfellsnesi

Málsnúmer 2009014Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um fjárveitingar til viðhalds þjóðvega á Vestursvæði (Vesturland og Vestfirðir) á árinu 2023.
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar lýsir enn yfir þungum áhyggjum af lélegu og síversnandi ástandi þjóðvega á Snæfellsnesi og að Borgarnesi, ástandi sem er að stórum hluta til komið vegna skorts á viðhlítandi viðhaldi.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar skorar á innviðaráðherra og fjárlaganefnd Alþingis að tryggja fjármagn til nauðsynlegs viðhalds á þjóðvegum á Vesturlandi, sér í lagi á þjóðvegi 54, Snæfellsnesvegi og þjóðvegi 56 um Vatnaleið.

Í ályktunum bæjarstjórnar um ástand vegamála frá 10. september 2020 og 7. apríl 2022 var að finna eftirfarandi lýsingu:

"Ástand þjóðvegar 54, frá Borgarnesi, um Mýrar og vestur eftir Snæfellsnesi, er mjög bágborið. Sig og frostskemmdir hafa gert veginn ósléttan yfirferðar, vegkantar eru víða brotnir og hafa gefið eftir á löngum köflum og vestan Vegamóta er vegurinn of mjór. Á kafla vestan þéttbýlis Grundarfjarðar eru vegkantar einnig lélegir og þarfnast styrkingar. Á sumum stöðum er vatnsagi á vegi mikið vandamál. Sama á við um þjóðveg 56 um Vatnaleið.

Verulega aukin umferð, þar á meðal stórauknir þungaflutningar á síðustu árum, sumar sem vetur, kallar á aukin framlög til Vegagerðarinnar, ekki síst til almenns viðhalds. Þó nýjar vegaframkvæmdir séu af hinu góða, þá má ekki gleymast að sinna viðhaldi eldri vega þannig að sú fjárfesting skili arðsemi; geti þjónað hlutverki sínu og öryggi vegfarenda sé tryggt."


Framangreind lýsing er því miður enn í fullu gildi og ljóst er að ástand þjóðveganna hefur sjaldan verið eins slæmt og nú, og óviðunandi hætta stafar af ástandinu á stórum köflum.

Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar eru eftirfarandi fjárhæðir áætlaðar í viðhald þjóðvega á Vestursvæði árið 2023:

I. Viðhald bundinna slitlaga (malbik, yfirlagnir og blettanir, viðgerðir á holum, köntum og hjólförum) samtals 922 m.kr. sem er einungis hækkun um 25 m.kr. frá fyrra ári.
II. Styrkingar og endurbætur 405 m.kr., sem er einungis hækkun um 35 m.kr. frá fyrra ári.

Viðhaldsfé, samtals að fjárhæð 1.327 m.kr., er engan veginn nægilegt til að anna brýnni þörf og sé horft til þróunar verðlags er hér um að ræða raunlækkun fjárveitinga milli ára.


Meðal stærstu og mest aðkallandi verkefnanna í styrkingum og endurbótum sem bíða á Snæfellsnesi eru Snæfellsnesvegur 54 um Kaldármela, Snæfellsnesvegur 54 um Skjálgarhraun, Snæfellsnesvegur 54 frá Hellnafelli við Grundarfjörð út fyrir Kirkjufell og Stykkishólmsvegur 58. Mörg minni verkefni er einnig orðið virkilega aðkallandi að ráðast í, sem framangreindar fjárveitingar duga engan veginn til.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar bendir á að yfirlagnir eru gríðarlega mikilvægar til að viðhalda góðu yfirborði vega og tryggja að yfirborð springi ekki eða aflagist. Þegar ekki næst að halda við yfirborði vega með klæðingu eða malbiki er hætta á að þeir brotni niður og verði það lélegir að frekari aðgerða sé þörf, með styrkingum og endurbótum. Sú er orðin raunin með stóra kafla á framangreindum vegum og er þörf fyrir fjármagn í allra brýnustu verkefnin til styrkinga og endurbóta, sbr. lið II hér framar, áætluð að lágmarki um 6 milljarðar kr. Þær fjárhæðir miðast einungis við verulega aðkallandi viðgerðir, þ.e. á vegaköflum sem eru mjög illa farnir, ónýtir eða jafnvel hættulegir vegfarendum. Fjölmörg slík verkefni bíða og þokast hægt áfram, eins og ganga má út frá þegar fjármagn til styrkinga og endurbóta er einungis um 7% af því sem áætlað er að þurfi í brýnustu verkefnin.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar telur, miðað við framvindu viðhaldsverkefna og framangreinda stöðu, að endurskoða eigi fjárveitingar og flokkun verkefna á framangreindum vegarköflum, þar sem viðhaldsleysi þeirra hefur orsakað þörf fyrir endurbyggingu. Bæjarstjórn telur að stærstu og brýnustu viðhaldsverkefnin eigi að færast úr flokki viðhalds bundinna slitlaga yfir í nýframkvæmdir þar sem nýbyggingu brýnustu vegarkaflanna verði tryggðar sérstakar fjárveitingar í samgönguáætlun. Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar skorar á innviðaráðherra og fjárlaganefnd Alþingis að tryggja að svo verði.

Samþykkt samhljóða.

11.Skólastefna

Málsnúmer 2207023Vakta málsnúmer

Lagt til að bæjarstjórn skipi tvo fulltrúa í starfshóp um endurskoðun skólastefnu.
Lagt til að tilnefningum um fulltrúa verði komið til bæjarstjóra, sem gangi frá skipan hópsins í samráði við formann skólanefndar.

Samþykkt samhljóða.

12.Lánasjóður sveitarfélaga - Lántaka 2023

Málsnúmer 2304010Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að lánasamningi við Lánasjóð sveitarfélaga vegna lántöku ársins 2023.
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 200.000.000,- með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039.

Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins sem fela í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Björgu Ágústsdóttur, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grundarfjarðarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

13.Gunnar Njálsson - Átak vegna ásækinna tegunda innan byggðar

Málsnúmer 2304014Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Gunnari Njálssyni um átak vegna ásækinna gróðurtegunda innan byggðar.

Bæjarstjórn þakkar Gunnari Njálssyni fyrir erindið.

Bæjarstjórn felur umhverfis- og skipulagssviði að afla frekari upplýsinga um það hversu útbreiddar ágengar tegundir eru í bæjarlandinu og að gera tillögu um viðbrögð við því, sbr. framlagt erindi.

Samþykkt samhljóða.

14.Míla, ljósleiðaravæðing - Framkvæmdarleyfi 2023

Málsnúmer 2304015Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Mílu um framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðaravæðingar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi og felur skipulagsfulltrúa frágang í samræmi við þá afgreiðslu.

15.Félagsmálanefnd - Fundargerðir 2023

Málsnúmer 2303023Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 202. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 14. mars sl.

16.Svæðisgarðurinn Snæfellsnes - Fundargerðir stjórnar

Málsnúmer 2010007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Svæðisgarðsins Snæfellsness sem haldinn var 2. nóvember 2022.

17.Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi - Fundargerðir

Málsnúmer 2303006Vakta málsnúmer

Fundargerð svæðisskipulagsnefndar 27. mars sl.
Lögð fram til kynningar fundargerð fundar Svæðisskipulagsnefndar sveitarfélaga á Snæfellsnesi sem haldinn var 27. mars sl.

18.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerðir 2023

Málsnúmer 2302013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 212. fundar Breiðafjarðarnefndar sem haldinn var 14. febrúar sl.
Fylgiskjöl:

19.Sorpurðun Vesturlands - Ársreikningur 2022

Málsnúmer 2303022Vakta málsnúmer

Ársreikningur 2022, samþykktur á aðalfundi 22. mars sl.
Lagður fram til kynningar ársreikningur Sorpurðunar Vesturlands vegna ársins 2022.

20.Samtökin ´78 - Samstarfssamningur

Málsnúmer 2303030Vakta málsnúmer

Samningur undirritaður 23. mars sl.
Lagður fram til kynningar samstarfssamningur við Samtökin ´78 um fræðslu til nemenda og starfsfólks.

21.Forsætisráðuneyti - Fundur 26.05.2023 með sveitarfélögum um málefni þjóðlendna

Málsnúmer 2303021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð forsætisráðuneytisins um fund með fulltrúum ráðuneytisins um málefni þjóðlendna, sem haldinn verður í Borgarnesi þann 26. maí nk.

22.Innviðaráðuneytið - Þingsályktun um nýja stefnu og aðgerðaráætlun á málefnasviði sveitarfélaganna

Málsnúmer 2303025Vakta málsnúmer

Þingsályktun um nýja stefnu og aðgerðaráætlun á málefnasviði sveitarfélaganna er í vinnslu hjá Alþingi.

"Grunnur stefnumótunarinnar var lagður í grænbók um stöðu og framtíðarsýn sveitarfélaganna undir lok síðasta árs. Eftir opið samráð í gegnum samráðsgátt stjórnvalda hefur endanleg útgáfa grænbókar litið dagsins ljós á vefsíðu ráðuneytisins."

"Nú hefur starfshópur á málefnasviði sveitarfélaga birt hvítbók með drögum að stefnu og aðgerðaáætlun á málefnasviði sveitarfélaganna í samráðsgáttinni. Aðgerðaáætlunin hefur m.a. að geyma aðgerðir á sviði fjármála, þjónustu, sjálfbærni, stafrænnar umbreytingar og lýðræðis."

Hvítbók er til umsagnar í samráðsgáttinni til og með 14. apríl nk. -
sjá hér: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3444
Lögð fram gögn til kynningar.

23.FSS - Fundargerð 130. fundar stjórnar

Málsnúmer 2304002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 130. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, sem haldinn var 27. mars sl.

24.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Fundargerð aðalfundar

Málsnúmer 2304003Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem haldinn var 22. mars sl.

25.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Ársreikningur 2022

Málsnúmer 2304007Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna ársins 2022.

26.EBÍ - Styrktarsjóður

Málsnúmer 2304008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Styrktarsjóðs EBÍ, dags. 4. apríl sl., vegna styrkumsókna 2023.

27.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2023

Málsnúmer 2302005Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, fundargerð 920. fundar sem haldinn var 17. mars sl. og fundargerð 921. fundar sem haldinn var 30. mars sl.

28.Jeratún ehf. - Fundargerð stjórnarfundar og ársreikningur 2022

Málsnúmer 2304011Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 66. fundar stjórnar Jeratúns ehf. sem haldinn var 27. mars sl., ásamt ársreikningi vegna ársins 2022.

29.Innviðaráðuneytið - Samtökin ´78 - Fræðsla um hinsegin málefni fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga

Málsnúmer 2304012Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur innviðaáðuneytisins dags. 11. apríl sl., vegna fræðslufunda um hinsegin málefni á vegnum Samtakana '78 fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga. Fundirnir verða haldnir á teams 2. og 3. maí nk.

30.Vegagerðin - Byggjum brýr - brúarráðstefna Vegagerðarinnar

Málsnúmer 2304013Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Vegagerðarinnar dags. 11. apríl sl. um brúarráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin verður 26. apríl nk.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 21:33.