188. fundur 10. september 2015 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Berghildur Pálmadóttir (BP)
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Haukur Jóhannsson, jarðfræðingur, sat fundinn undir lið 15.

Bæjarstjórn bauð nýjan Grundfirðing velkominn í heiminn. Kristín María fæddist 22. júlí sl. Foreldrar hennar eru Dagný Ósk Guðlaugsdóttir og Magnús Jósepsson.

Fundarmenn fögnuðu með lófataki.

Forseti setti fund og gengið var til dagskrár

1.Bæjarráð - 471

Málsnúmer 1507002FVakta málsnúmer

Til máls tóku RG, ÞS, EG, JÓK og EBB.

2.Bæjarráð - 472

3.Bæjarráð - 473

4.Bæjarráð - 474

Málsnúmer 1508003FVakta málsnúmer

Til máls tóku ÞS, RG, EG og BP.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd - 160

6.Málefni flóttafólks

Málsnúmer 1509003Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn hefur áhyggjur af málefnum flóttafólks sem hafa verið ofarlega á baugi í fréttum síðustu daga og vikur.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn lýsir yfir vilja sínum til að vera þátttakandi í því að taka á móti flóttafólki til Íslands. Bæjaryfirvöld eru reiðubúin að ræða við fulltrúa velferðarráðuneytisins og Rauða krossins um það með hvaða hætti sveitarfélagið getur komið að slíkri aðstoð.

Sérstaklega er bent á að í sveitarfélaginu er talsvert af íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs, sem nýta mætti til þessara mála. Semja þyrfti við Íbúðalánasjóð um lagfæringar á húsnæðinu og útleigu þess.

Bæjarstjóra falið að vinna að málinu.

7.Aðalfundur Eyrbyggju-sögumiðstöðvar

Málsnúmer 1305011Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð framhaldsaðalfundar Eyrbyggju-sögumiðstöðvar frá 31.08.2015. Á aðalfundinum var samþykkt samhljóða af 12 stofnaðilum að slíta sjálfseignarstofnuninni Eyrbyggju-sögumiðstöð. Jafnframt var samþykkt samhljóða að skipa sérstaka slitastjórn. Á fyrsta fundi slitastjórnar 02.09.2015 gerði stjórnin tillögu um það hvernig slitum á félaginu yrði háttað.

Til máls tóku EG, EBB, ÞS og RG.

Bókun:
”Bæjarstjórn Grundarfjarðar tekur undir tillögu slitastjórnar sem fram kemur í 2. tl. fundargerðar hennar frá 02.09.2015 um það að bæjarstjórn taki við öllum verkefnum, eignum og skuldum Eyrbyggju-sögumiðstöðvar og feli menningarnefnd þau verkefni sem Eyrbyggja-sögumiðstöð hefur haft með höndum.“

8.Brunavarnaráætlun

Málsnúmer 1509004Vakta málsnúmer

Lögð fram brunavarnaráætlun fyrir Grundarfjarðarbæ, sem unnin var af fyrirtækinu Eldor í samvinnu við bæjaryfirvöld.

Til máls tóku EG og ÞS.

Bókun:
”Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkir samhljóða fyrirliggjandi brunavarnaráætlun fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að ræða við Mannvirkjastofnun um undirritun áætlunarinnar.“

9.Sýslumaður Snæfellinga. Umsögn um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II að Grundargötu 54.

Málsnúmer 1509005Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn vegna reksturs á gististað í flokki II að Grundargötu 54.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við það að rekinn verði gististaður í flokki II að Grundargötu 54 í Grundarfirði, enda liggi fyrir samþykki annarra umsagnaraðila.

10.Hjálmar ehf.

Málsnúmer 1508015Vakta málsnúmer

EG vék af fundi undir þessum lið og RG tók við stjórn fundarins.

Lagt fram bréf frá útgerðarfélaginu Hjálmar ehf., sem er svar við bréfi bæjarins um forkaupsréttarákvæði.

Allir tóku til máls.

Í bréfinu kemur fram að fyrirtækinu var ekki skylt að spyrjast fyrir um forkaupsrétt þar sem það seldi einungis hlutabréf en ekki skip eins og fram kemur í lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006. Jafnframt er vísað til dóms hæstaréttar um sambærilegt mál, svokallað Vestmannaeyjamál í dómi nr. 475/2014.

Einnig lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar til atvinnuveganefndar Alþingis annars vegar og sjávarútvegsráðherra hins vegar þar sem óskað er eftir því að löggjafinn skýri forkaupsréttarákvæði 12. gr. laga nr. 116/2006.

Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.

EG tók aftur sæti sitt á fundinum og við stjórn fundarins.

11.Rarik, varaaflsstöð

Málsnúmer 1407005Vakta málsnúmer

Afhending rafmagns til Grundarfjarðar býr við óöryggi sökum þess að ekki hefur enn náðst að ljúka hringtengingu rafmagns til Grundarfjarðar. Engin varaaflsstöð er til staðar.

Til máls tóku EG, RG og JÓK.

Bókun bæjarstjórnar:
”Bæjarstjórn Grundafjarðar ítrekar fyrri beiðnir sínar um að afhending rafmagns í Grundarfirði verði tryggð með varaafli meðan ekki er komið á hringtengingu rafmagns. Það er algerlega óásættanlegt að ekki sé til staðar varaaflstöð í sveitarfélaginu sem gripið getur inní ef rafmagnslína til sveitarfélagsins laskast og verður óvirk um skemmri eða lengri tíma. Slíkt ástand getur haft verulegt tjón í för með sér fyrir fyrirtæki í bænum, auk þess að skapa veruleg óþægindi fyrir íbúa og fyrirtæki.

Bæjarstjórn krefst þess að skjótt verði brugðist við og varaafl tryggt til þessara þarfa.“

12.Golfklúbburinn Vestarr

Málsnúmer 1501033Vakta málsnúmer

Til máls tóku ÞS og EG.

Gerð grein fyrir fundi með formanni Golfklúbbsins Vestarr þar sem óskað er eftir að samstarfssamningur milli klúbbsins og bæjarins verður endurskoðaður við fyrsta tækifæri. Jafnframt er minnt á 20 ára afmæli klúbbsins þann 26. sept. nk.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að gefa golfklúbbunum gjöf í tilefni 20 ára afmælisins.

13.Skipulags- og byggingafulltrúi

Málsnúmer 1506023Vakta málsnúmer

Umsóknarfrestur um starf skipulags- og byggingafulltrúa er liðinn. Alls bárust sjö umsóknir. Farið verður í viðtalsferli á næstu dögum.

14.Skipun í nefndir

Málsnúmer 1509006Vakta málsnúmer

Tilnefndir í menningarnefnd af hálfu D-lista eru Ágústa Ósk Guðnadóttir sem aðalmaður og Jón Frímann Eiríksson sem varamaður.

Samþykkt samhljóða.

Tilnefndir í skólanefnd af hálfu L-lista eru Ásthildur Erlingsdóttir sem aðalmaður og Ragnheiður Kristjánsdóttir sem varamaður. Af hálfu D-lista er Steinar Þór Alfreðsson tilnefndur sem varamaður í skólanefnd.

Samþykkt samhljóða.

Tilnefndir í íþrótta- og æskulýðsnefnd af hálfu L-lista eru Ragnheiður D. Benidiktsdóttir og Bjarni Jónasson sem aðalmenn.

Samþykkt samhljóða.

15.Orkuveita Reykjavíkur

Málsnúmer 1506017Vakta málsnúmer

Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur, sat fundinn undir þessum lið.

Haukur gerði grein fyrir möguleikum í hitaveituvæðingu Grundarfjarðarbæjar.

16.Starfsmannamál

Málsnúmer 1501074Vakta málsnúmer

Farið yfir starfsmanna- og launamál á stofnunum bæjarins.

Allir tóku til máls.

BP vék af fundi kl. 20:09.

17.Jeratún ehf. Fundargerð stjórnarfundar og ársreikningur

Málsnúmer 1503043Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 49. fundargerð stjórnar Jeratúns ehf. frá 31.08.2015 og árshlutareikningur jan.-júní 2015.

18.Stjórnarfundur SSV

Málsnúmer 1501047Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundargerð 19. fundar stjórnar SSV frá 26.08.2015 sem haldinn var í Grundarfirði.

19.Auglýsing umsóknar um byggðarkvóta fiskveiðiársins 2015-2016

Málsnúmer 1509007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis frá 02.09.2015.

Bæjarstjóra falið að sækja um byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2015-2016.

20.Lög um verndarsvæði í byggð-innleiðing

Málsnúmer 1509008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf forsætisráðuneytis frá 03.09.2015.

21.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir mál í vinnslu.

SÞ vék af fundi kl. 20:38.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:30.