Málsnúmer 2402017Vakta málsnúmer
Lagður fram samstarfssamningur við Golfklúbbinn Vestarr Grundarfirði (GVG), sem felur í sér greiðslu 8 millj. kr. fjárstyrks til golfklúbbsins árið 2024 og 5 millj. kr. styrkgreiðslu árlega árin 2025-2032, samtals 48 millj. kr. á samningstímanum.
Tilgangur og markmið samningsins eru að tryggja áframhaldandi aðstöðu og uppbyggingu á íþróttasvæðinu á Bárarvelli og að gera GVG kleift að festa kaupa á landi og aðstöðu fyrir golfvöll í landi Suður-Bárar.
Í bókun 286. fundar bæjarstjórnar þann 28. maí sl. fólst að leggja skyldi samstarfssamning við GVG með tilgreindum forsendum, fyrir bæjarstjórn til samþykktar. Ritað var undir slíkan samning þann 12. júlí sl. og er samstarfssamningurinn því lagður fyrir bæjarstjórn nú.
Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að GVG leggi fram áætlun og staðfestingu á því hvernig kaup GVG á golfvellinum í Suður-Bár verði fjármögnuð að öðru leyti. GVG vinnur nú að því og mun leggja fram áætlun sína þegar hún verður tilbúin. Lagt til að GVG verði greiddur út styrkur ársins 2024.
Forsendur útgreiðslu fjárstyrkja hvers árs eru annars þær að fjárhagsáætlun GVG fyrir hvert ár verði samþykkt af Grundarfjarðarbæ til þess að rekstrarhæfi klúbbsins sé tryggt. Fjárhagsáætlun þarf að berast Grundarfjarðarbæ eigi síðar en 1. apríl ár hvert, meðan samningurinn er í gildi.
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.