288. fundur 30. júlí 2024 kl. 14:00 - 14:26 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Pálmi Jóhannsson (PJ)
    Aðalmaður: Garðar Svansson (GS)
  • Davíð Magnússon (DM)
    Aðalmaður: Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
  • Heiðrún Hallgrímsdóttir (HH)
Starfsmenn
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Aukafundur bæjarstjórnar.

Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Starf slökkviliðsstjóra

Málsnúmer 2407018Vakta málsnúmer

Slökkviliðsstjóri hefur verið í 8,4% starfshlutfalli, sem er of lágt hlutfall miðað við þörf. Lagt er til að stöðuhlutfall starfs slökkviliðsstjóra verði hækkað í 40% starfshlutfall.



Lögð fram drög að nýrri starfslýsingu slökkviliðsstjóra til afgreiðslu bæjarstjórnar.



Lagt til að bæjarstjóra verði falið að ganga frá breytingu á starfshlutfalli og ráðningarsamningi VÞM slökkviliðsstjóra, til samræmis við framangreint.



Einnig lagt til að bakvaktafyrirkomulagi stjórnenda slökkviliðs verði breytt, sbr. tillögu sem fyrir liggur. Samkvæmt tillögunni verði farið úr helgarbakvöktum (bakvaktaálag) í bakvaktir alla daga (í formi 20 fastra yfirvinnustunda á viku).



Lagt til að bæjarstjóra verði falið að ganga frá samningum við stjórnendur slökkviliðs í samræmi við þetta.



Fyrirkomulagið taki gildi 1. september nk.

Bæjarstjórn samþykkir aukningu á starfshlutfalli slökkviliðsstjóra í 40%. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt drög að nýrri starfslýsingu slökkviliðsstjóra. Fyrirkomulagið taki gildi frá 1. september nk. Um kostnaðaraukningu er að ræða, en á móti er dregið úr annarri vinnu. Bæjarstjóra falið að ganga frá breyttum ráðningarsamingi við slökkviliðsstjóra.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn samþykkir breytingu á bakvaktarfyrirkomulagi stjórnenda slökkviliðsins í samræmi við framlagða tillögu. Fyrirkomulagið taki gildi frá 1. september nk. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningum við stjórnendur slökkvliðisins.

Samþykkt samhljóða.

2.Starf leikskólastjóra

Málsnúmer 2407017Vakta málsnúmer

Leikskólastjóri hefur sagt upp starfi sínu.



Lagt er til að starf leikskólastjóra verði auglýst laust til umsóknar.

Bæjarstjórn samþykkir að starf leikskólastjóra verði auglýst laust til umsóknar. Bæjarstjóra og bæjarráði falið umboð til að annast ráðningarferli og bæjarráði að ganga frá ráðningu í starfið.

Samþykkt samhljóða.

3.Golfklúbburinn Vestarr - Bárarvöllur - samstarfssamningur

Málsnúmer 2402017Vakta málsnúmer

Lagður fram samstarfssamningur við Golfklúbbinn Vestarr Grundarfirði (GVG), sem felur í sér greiðslu 8 millj. kr. fjárstyrks til golfklúbbsins árið 2024 og 5 millj. kr. styrkgreiðslu árlega árin 2025-2032, samtals 48 millj. kr. á samningstímanum.



Tilgangur og markmið samningsins eru að tryggja áframhaldandi aðstöðu og uppbyggingu á íþróttasvæðinu á Bárarvelli og að gera GVG kleift að festa kaupa á landi og aðstöðu fyrir golfvöll í landi Suður-Bárar.



Í bókun 286. fundar bæjarstjórnar þann 28. maí sl. fólst að leggja skyldi samstarfssamning við GVG með tilgreindum forsendum, fyrir bæjarstjórn til samþykktar. Ritað var undir slíkan samning þann 12. júlí sl. og er samstarfssamningurinn því lagður fyrir bæjarstjórn nú.



Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að GVG leggi fram áætlun og staðfestingu á því hvernig kaup GVG á golfvellinum í Suður-Bár verði fjármögnuð að öðru leyti. GVG vinnur nú að því og mun leggja fram áætlun sína þegar hún verður tilbúin. Lagt til að GVG verði greiddur út styrkur ársins 2024.



Forsendur útgreiðslu fjárstyrkja hvers árs eru annars þær að fjárhagsáætlun GVG fyrir hvert ár verði samþykkt af Grundarfjarðarbæ til þess að rekstrarhæfi klúbbsins sé tryggt. Fjárhagsáætlun þarf að berast Grundarfjarðarbæ eigi síðar en 1. apríl ár hvert, meðan samningurinn er í gildi.

SG vék af fundi og HH tók hennar sæti á fundinum.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samstarfssamning við Golfklúbbinn Vestarr.

Samþykkt samhljóða.

4.Golfklúbburinn Vestarr - Samningur um slátt

Málsnúmer 2407007Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur við Golfklúbbinn Vestarr um garðslátt. Samningurinn er endurnýjun á eldri samningi og byggir á sama fyrirkomulagi við slátt og fyrr.



5.Auglýsing um starf forstöðumanns Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Málsnúmer 2407019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar auglýsing um starf forstöðumanns Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 14:26.