289. fundur 12. september 2024 kl. 16:30 - 19:59 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Garðar Svansson (GS)
  • Marta Magnúsdóttir (MM)
    Aðalmaður: Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Davíð Magnússon (DM)
    Aðalmaður: Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína, sbr. framlagt skjal.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2022-2026

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Fyrirtækið G.Run. ehf. færði mötuneyti Grunnskóla Grundarfjarðar og Fjölbrautaskóla Snæfellinga höfðinglega gjöf 2. september sl., 100 kg. af úrvals ýsu.



Mötuneyti skólanna okkar hefur um langa hríð keypt fisk beint frá G.Run. Má með sanni segja að fiskur sé meðal vinsælustu rétta á matseðli skólanna okkar og það eru mikil gæði að búa að þessu góðu hráefni í heimabyggð.



Bæjarstjórn færir G.Run kærar þakkir fyrir gjöfina og góðan hug.



Rætt um fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldin verður 10.-11. október nk. Af þeim sökum samþykkir bæjarstjórn að bæjarstjórnarfundur októbermánaðar verði haldinn þriðjudag 8. október nk.



Haustþing SSV verður haldið 16. október nk. í Ólafsvík.

3.Bæjarráð - 622

Málsnúmer 2406004FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar, en í sumar var bæjarráð með fullnaðarumboð til afgreiðslu mála, skv. sveitarstjórnarlögum.



  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
    Bæjarráð - 622
  • Bæjarráð - 622 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar-mars 2024, ásamt málaflokkayfirliti.

    Skv. yfirlitinu er rekstrarniðurstaða fyrstu þriggja mánaða ársins 8,3 millj. kr. undir áætlun tímabilsins (jákvæð niðurstaða).

    Skatttekjur eru yfir áætlun, sem er jákvætt, og flestir rekstrarliðir eru á pari við áætlun eða undir áætlun, fjármagnskostnaður er undir áætlun, en snjómokstur fer mest fram úr áætlun (um er að ræða áætlun fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins).
  • 3.3 2406017 Launaáætlun 2024
    Lagt fram yfirlit yfir áætluð og greidd laun janúar-maí 2024.

    Bæjarráð - 622 Farið yfir niðurbrot áætlunar niður á deildir.

    Skv. yfirlitinu eru raunlaun undir launaáætlun fyrir fyrstu fimm mánuði ársins. Þess ber þó að geta að launaleiðréttingar þeirra kjarasamninga sem nú liggja fyrir, aftur í tímann, eru ekki inní þessari tölu.
  • Lagt fram tíu ára fjárhagsyfirlit Grundarfjarðarbæjar, A- og B-hluta, með upplýsingum úr ársreikningum og lykiltölum áranna 2014-2023.
    Bæjarráð - 622
  • Bæjarráð - 622 Bæjarráð samþykkir samhljóða fundargerð 259. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 3.6 2406005F Skólanefnd - 174
    Bæjarráð - 622 Bæjarráð samþykkir samhljóða 174. fundargerð skólanefndar.
  • Erindið snertir dagskrárlið 6.1. og í því eru gerðar athugasemdir við störf skólanefndar.
    Bæjarráð - 622 Umræður sem snerta erindið fóru fram undir dagskrárlið 6.1.
  • 3.8 2401018 Framkvæmdir 2024
    Sigurður Valur Ásbjarnarson sat fundinn undir þessum lið.
    Sif Hjaltdal Pálsdóttir arkitekt hjá Landslagi kom inná fundinn að hluta undir þessum lið.


    Bæjarráð - 622 Farið yfir og rætt um helstu framkvæmdir sumarsins:

    - Hrannarstígur norður - steyptar verða nýjar gangstéttar á neðanverðum Hrannarstíg, ca. frá Kjörbúðinni og niður að Nesvegi, og inní Sólvelli.
    - Fram kom að bæjarstjóri og skipulagsfulltrúi hafa átt fund með fulltrúa Samkaupa um framkvæmdirnar, sem auk þess eru kynntar fyrir lóðarhöfum á svæðinu.

    - Hrannarstígur - steypa/endurbæta á gangstéttina framan við Sögumiðstöðina við Hrannarstíg. Sif Hjaltdal Pálsdóttir hjá Landslagi gerði grein fyrir valkostum um breytingar á lóð, bílastæðum o.fl. á þessum kafla.

    - Hrannarstígur efri hluti - ætlunin er að helluleggja rönd við malbikaða gangstétt og afmarka hana þannig frá götu. Mál í vinnslu.

    - Nesvegur - í þessari viku er verið að steypa nýja gangstétt neðst á Borgarbraut eftir Nesvegi og upp Hrannarstíg.

    - Fagurhólstún og Fagurhóll; Í tengslum við framkvæmdir við lagningu ljósleiðara, hefur Míla fengið leyfi til að brjóta upp gangstéttar öðrum megin í Fagurhólstúni, sem og innst í Fagurhóli og á Fagurhóli á hluta frá Hrannarstíg og upp að hroni við Eyrarveg. Tækifærið verður nýtt og steypt breiðari gangstétt í Fagurhólstúni, en Grundarfjarðarbær greiðir mismun á móti Mílu. Í Fagurhól (kirkjubrekku) verður gangstétt malbikuð þegar færi gefst næst til, í framhaldi af malbikaðri gangstétt á Hrannarstíg.

    - Kjallari íþróttahúss - Sigurður Valur fór yfir framvindu í framkvæmdum við endurbætur í kjallara íþróttahúss, í tengslum við orkuskiptin og að öðru leyti. Samið er við verktaka á grundvelli tilboða, um allflesta verkþætti við framkvæmdirnar. Eftirlit er í höndum Sigurðar Vals.

    - Leiksvæði og skólalóðir - bæjarstjóri sagði frá framkvæmdum við uppsetningu nýrra leiktækja á lóðum leik- og grunnskóla, og eins er ætlunin að koma upp leiktækjum á Hjaltalínsholti og í Sæbóli.

  • 3.9 2309033 Gjaldskrár 2024
    Umræður um starfsemi og gjaldskrá leikskóla, sbr. tillögu sem fyrir liggur í fundargerð 174. fundar skólanefndar fyrr í vikunni.


    Bæjarráð - 622 Rætt um breytingu á gjaldskrá í tengslum við tillögu skólanefndar.

    Bæjarstjóra falið að undirbúa tillögu um gjaldskrárbreytingu og leggja fyrir annan fund í bæjarráði, sem haldinn verði fljótlega.
  • Lagðar fram tillögur um bráðabirgðaráðstafanir til að auka öryggi vegfarenda við grunnskóla og íþróttahús.
    Bæjarráð - 622 Bæjarstjóri fór yfir tillögurnar.

    Bæjarráð lýsir ánægju með tillögurnar og er bæjarstjóra falið að skoða hvernig hrinda megi þeim í framkvæmd.
  • Lögð fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um eftirlit sem fram fór 14. maí 2024 vegna fráveitu bæjarins. Einnig punktar framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlitsins í tölvupósti dags. 29. maí sl.

    Bæjarráð - 622 Auk eftirlitsskýrslu og tölvupósts framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, er lagt fram Excel-skjal með niðurstöðum sýnatöku í sjó við útrásir í þéttbýli Grundarfjarðar sem fram fór þann 14. maí sl.

    Í tölvupósti framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands kemur fram boð um að fara yfir þessar niðurstöður á fundi með fulltrúum bæjarins, að loknum sumarleyfum. Bæjarráð tekur undir það og óskar eftir að slíkur fundur fari fram.

    Í athugasemd er lagt fyrir Grundarfjarðarbæ að gera tillögu að áhrifamati og senda til heilbrigðiseftirlitsins vegna mögulegra áhrifa sem fráveitan kanna að hafa á umhverfi sitt, aðallega í sjó.
    Bæjarstjóri sagði frá því að hún hefði óskað eftir leiðbeiningum eða fordæmum um gerð slíks áhrifamats.

    Bæjarstjóri kynnti einnig að hún muni á næstu dögum ljúka vinnu sem í gangi er við umsókn til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um styrk vegna fráveituframkvæmda. Inní þá umsókn eru m.a. nýttar niðurstöður eða skilaboð úr þessari úttekt Heilbrigðiseftirlitsins.

  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Skotfélagi Snæfellsness, Skotgrund, dags. 7. júní sl., þar sem kynnt er að undirbúningur sé hafinn á alþjóðlegu PRS skotmóti sem haldið verður á skotsvæði félagsins í Kolgrafafirði í júní 2025.

    Ennfremur lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra af fundi sem haldinn var 21. júní sl. með fulltrúum félagsins um fyrirhugað mót.

    Bæjarráð - 622 Bæjarráð lýsir yfir ánægju með starfsemi félagsins og þá miklu uppbyggingu sem hefur verið á svæðinu á þeirra vegum.

    Bæjarráð tekur jákvætt í hugmyndir um fyrirhugað fjölþjóðlegt mót og þær hugmyndir sem fram eru komnar, sbr. minnispunkta, um hvernig unnt er að veita félaginu liðsinni við undirbúning og framkvæmd mótsins.

    Bæjarráð leggur til að erindið verði einnig kynnt í íþrótta- og tómstundanefnd og menningarnefnd.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagt fram minnisblað dags. 13. maí 2024, tekið saman af Deloitte, endurskoðendum Jeratúns ehf., sem er í eigu þriggja sveitarfélaga á Snæfellsnesi.

    Bæjarráð - 622 Minnisblaðið er tekið saman fyrir stjórn Jeratúns ehf. varðandi lagalegar heimildir félagsins til að greiða út fjármuni til hluthafa sinna og áhrif útgreiðslu.

  • Lagður fram til kynningar samningur við landeiganda Háls um afnot af svæði undir hundagerði, fyrir leyfishafa og greiðendur hundaleyfa 2024.

    Samskonar samningur var gerður fyrir hálft ár 2023, en þessi samningur tekur til notkunar allt árið 2024.


    Bæjarráð - 622
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur HMS, dags. 21. júní 2024, um fyrirhugaða auglýsingu eftir umsóknum í annarri úthlutun fyrir árið 2024 um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020. Umsóknarfrestur er til 10. júlí nk.

    Bæjarráð - 622
  • Lagt fram minnisblað sem tekið er saman af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), af fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis og forstjóra Vegagerðarinnar, sem haldinn var á Breiðabliki 10. maí sl.

    Fundinn sátu fulltrúar allra sveitarfélaga á Vesturlandi og SSV.

    Bæjarráð - 622 Bæjarráð tekur undir lokaorð minnisblaðsins, þar sem segir að góðar samgöngur séu lykilatriði í nútímasamfélagi. Það megi ekki gerast að Vesturland sitji eftir þegar
    kemur að viðhaldi og nýframkvæmdum við vegi í landshlutanum.

  • Lögð fram kynningargögn úr íbúakönnun landshlutanna 2023, þar sem sérstaklega er leitað eftir afstöðu innflytjenda til búsetugæða. Að könnuninni standa meðal annars Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi.

    Bæjarráð - 622
  • Lögð fram til kynningar skýrsla um niðurstöður skoðanakönnunar um hugmyndir Vestlendinga að tækifærum í atvinnulífinu, unnin af SSV og gefin út í apríl 2024.
    Bæjarráð - 622
  • Lögð fram til kynningar samstarfsyfirlýsing, undirrituð 16. maí 2024, um svæðisbundið samráð á Vesturlandi um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á svæðinu.
    Bæjarráð - 622
  • Lagt fram ársuppgjör UMFG fyrir árið 2023.
    Bæjarráð - 622
  • Lagt fram kynningarbréf um Gulan september, sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum.

    Með gulum september er leitast við að auka meðvitund samfélagsins
    um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna. Þessu tengjast Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga, sem er 10. september, og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn, sem er 10. október.
    Bæjarráð - 622
  • Lögð fram fundargerð 948. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 31. maí sl.
    Bæjarráð - 622

4.Bæjarráð - 623

Málsnúmer 2407001FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar, en í sumar var bæjarráð með fullnaðarumboð til afgreiðslu mála, skv. sveitarstjórnarlögum.



  • 4.1 2309033 Gjaldskrár 2024
    Lögð fram tillaga um þrjár breytingar á gjaldskrám Grundarfjarðarbæjar.

    1. Gjaldskrá leikskóla, breyting vegna tillögu skólanefndar og bæjarráðs (síðasti fundur) um breytingar á skóladagatali og þjónustu leikskólans

    2. Gjaldskrá samkomuhúss, viðbót v. gjaldhliðs almenningssalerna

    3. "Lóðir og lendur", viðbót v. tímabundinnar leigu lands

    Bæjarráð - 623
    1. Gjaldskrá leikskóla

    Á fundi skólanefndar 24. júní sl. var samþykkt skóladagatal/tillaga sem gerir ráð fyrir fleiri lokunardögum í leikskóla, í átt að skóladagatali grunnskóla, auk þess sem gert er ráð fyrir sérstakri skráningu í dvalartíma frá 14-16 á föstudögum.
    Á fundi bæjarráðs þann 27. júní sl. var samþykkt að vegna þessara breytinga yrði lögð fram tillaga um breytingu á gjaldskrá.

    Samkvæmt gjaldskrá fyrir leikskólann (breyting sem taka á gildi 1. ágúst nk.) er gjald fyrir 8 dvalarstundir á dag (40 dvalarstundir á viku) nú 36.714 kr. á mánuði.
    Lagt er til að gjaldið verði 33.854 kr. fyrir 38 klst. dvöl, þ.e. 8 dvalarstundir mánudaga til fimmtudaga, en 6 dvalarstundir á föstudögum.
    Í samræmi við samþykkt skólanefndar og bæjarráðs á síðasta fundi, verði börn ekki sjálfkrafa skráð með dvalartíma eftir klukkan 14 á föstudögum en ef foreldrar þurfa að nýta þá þjónustu, skrái þeir barnið í dvöl og greiði sérstaklega fyrir hana. Skólastjórnendur útfæri nánar.
    Lagt er til að mánaðargjald verði 37.417 kr. fyrir 40 dvalarstundir á viku, þ.e. með skráningartíma 14-16 á föstudögum.

    Breytingin taki gildi 1. nóvember nk.

    Samþykkt samhljóða.


    2. Gjaldskrá fyrir afnot af aðstöðu í húsnæði Grundarfjarðarbæjar (samkomuhús)

    Lögð fram tillaga um að bætt verði við gjaldskrá samkomuhúss heimild til gjaldtöku vegna almenningssalerna, en unnið er að uppsetningu gjaldhliðs í samkomuhúsinu. Lagt til að gjald fyrir aðgang að almenningssalerni verði 200 kr. Ennfremur lagt til að heimild verði í gjaldskrá til að veita magnafslátt (prentaðir aðgöngumiðar) vegna stórra hópa (rútur).

    Samþykkt samhljóða.


    3. "Lóðir og lendur", gjald vegna tímabundinnar leigu lands.

    Lögð fram tillaga um að bætt verði við gjaldskrár Grundarfjarðarbæjar fermetragjaldi vegna tímabundinnar leigu á landi bæjarins, öðru en lóðarleigu, s.s. vegna tímabundinna afnotasamninga um afnot af landi í atvinnuskyni.
    Gjaldið verði 50 kr./m2 á mánuði og gildi þegar gerðir eru tímabundnir samningar um afnot af landi bæjarins.

    Til samanburðar:
    Í gildi er í gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar (12. gr.) mánaðargjald, 160 kr./m2, fyrir leigu á gámasvæði Grundarfjarðarhafnar. Mánaðargjald á afgirtu geymslusvæði Grundarfjarðar við Hjallatún er 80 kr./m2 fyrir 0-25 m2 svæði, 75 kr./m2 fyrir 26-50 m2 svæði og 70 kr./m2 fyrir svæði stærri en 50 m2.

    Samþykkt samhljóða.
  • 4.2 2401018 Framkvæmdir 2024
    Bæjarráð - 623 Bæjarstjóri sagði stuttlega frá helstu framkvæmdum.

    M.a. kom fram að í undirbúningi er verðkönnun vegna framkvæmda við steypta palla og stiga austanvert við Kirkjufellsfoss, sbr. styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
  • Beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi, dags. 3. júlí 2024, um umsögn vegna umsóknar Hátíðarfélags Grundarfjarðar um tækifærisleyfi (tímabundið áfengisleyfi) vegna tónleika 26. júlí og dansleiks 27. júlí nk. í húsnæði Djúpakletts ehf. við Norðurgarð, á bæjarhátíðinni "Á góðri stund".
    Bæjarráð - 623
    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.

    Samþykkt samhljóða.

  • Lagður fram til kynningar ljósmyndasamningur 2024 við Tómas Frey Kristjánsson.
    Sambærilegur samningur hefur verið gerður síðustu árin.


    Bæjarráð - 623
  • Lagður fram til kynningar samningur við Mæstró ehf. um afnot af aðstöðu í Sögumiðstöð 2024. Sambærilegur samningur hefur verið gerður síðustu árin.

    Bæjarráð - 623

5.Bæjarráð - 624

Málsnúmer 2408002FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar, en í sumar var bæjarráð með fullnaðarumboð til afgreiðslu mála, skv. sveitarstjórnarlögum.



  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
    Bæjarráð - 624
  • 5.2 2402013 Greitt útsvar 2024
    Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-júlí 2024.
    Bæjarráð - 624 Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 4,4% miðað við sama tímabil í fyrra.
  • Lagt fram yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur.
    Bæjarráð - 624
  • Lögð fram tillaga að afskrift viðskiptakrafna að fjárhæð 48.354 kr. vegna afskráðrar eignar úr bókum sýslumanns sem unnið hefur verið að af hálfu bæjarins að fá í gegn.
    Bæjarráð - 624 Tillaga um afskrift viðskiptakrafna að fjárhæð 48.354 kr. samþykkt samhljóða.
  • 5.5 2403010F Menningarnefnd - 40
    Bæjarráð - 624 Bæjarráð samþykkir samhljóða fundargerð 40. fundar menningarnefndar.
  • 5.6 2404004F Menningarnefnd - 41
    Bæjarráð - 624 Bæjarráð samþykkir samhljóða fundargerð 41. fundar menningarnefndar.
  • 5.7 2404005F Menningarnefnd - 42
    Bæjarráð - 624 Bæjarráð samþykkir samhljóða fundargerð 42. fundar menningarnefndar.
  • 5.8 2408005F Menningarnefnd - 43
    Bæjarráð - 624 Bæjarráð samþykkir samhljóða fundargerð 43. fundar menningarnefndar.
  • 5.9 2408006F Menningarnefnd - 44
    Bæjarráð - 624 Bæjarráð samþykkir samhljóða fundargerð 44. fundar menningarnefndar.
  • Bæjarráð - 624 Bæjarráð samþykkir samhljóða fundargerð 260. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 5.11 2309033 Gjaldskrár 2024
    Lögð fram gögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um gjaldfrjálsar skólamáltíðir.

    Bæjarráð - 624 Fyrir liggur ákvörðun bæjarstjórnar og bæjarráðs um að nemendur Grunnskóla Grundarfjarðar eigi kost á gjaldfrjálsum hádegisverði frá og með byrjun skólaársins 2024-2025.

    Fyrr í sumar samþykkti Alþingi frumvarp innviðaráðherra um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem heimilar Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að greiða framlög til sveitarfélaga sem bjóða upp á skólamáltíðir.

    Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að styðja við nýgerða langtímakjarasamninga á vinnumarkaði og leggja grundvöll að bættum lífskjörum og kaupmætti launafólks.

    Fyrir fundinum liggur tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga sem og yfirlit um aðkomu Jöfnunarsjóðs að verkefninu fyrir þau sveitarfélög sem taka þátt. Í tölvupósti Sambandsins kemur fram að um er að ræða gjaldfrjálsan hádegisverð.

    Viðbótarkostnaði sem af verkefninu hlýst fyrir Grundarfjarðarbæ er vísað til viðauka við fjárhagsáætlun.

    Bæjarráð áréttar fyrri ákvörðun um að veita nemendum Grunnskóla Grundarfjarðar gjaldfrjálsan hádegisverð. Áfram verður boðið upp á gjaldfrjálsan hafragraut í grunnskólanum að morgni dags.

    Samþykkt samhljóða.
  • 5.12 2401018 Framkvæmdir 2024
    Gestir undir þessum dagskrárlið, vegna umræðu um áningarstað við Kirkjufellsfoss, eru Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulagsfulltrúi og Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf.
    Bæjarráð - 624 Bæjarstjóri kynnti fyrirhugaða verðkönnun um framkvæmdir við uppsetningu stiga og palla austanvert við Kirkjufellsfoss. Um er að ræða hluta af framkvæmdum við uppbyggingu áningarstaðarins og fyrir styrkfé úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

    Þráinn kynnti hönnun á svæðinu, sem unnið hefur verið með og landeigendur hafa þegar samþykkt.

    Uppi hefur verið álitaefni um hverskonar stál ætti að nota í palla og handrið. Hönnunin gerir ráð fyrir að notað sé svart stál í palla og handrið, enda er það algengast í hönnun á sambærilegum stöðum.

    Verkís hefur lagt fram ábendingar um að galvaniserað stál skuli nota í palla og handrið, skv. tæringarflokki 4 sbr. kafla 8.4. í byggingarreglugerð, þar sem svart stál kunni að tærast hraðar vegna nálægðar við seltu frá sjó.

    Bæjarstjóri hafði leitað álits hjá HMS.

    Við skoðun á þessu atriði hefur líka verið bent á grein 6.11.7. í byggingarreglugerð, um þjónustukjarna, sem segir að slíkar byggingar og mannvirki skuli hanna þannig að þau falli sem best að umhverfi sínu hvað varðar útlit, efnisval, litaval o.fl. nema skipulagsskilmálar kveði á um annað.

    Þráinn fór yfir málið og sýndi dæmi um efnisnotkun á öðrum áningarstöðum, s.s. Saxhól, Svalþúfu, við Goðafoss, við hafnarbakkann í Hafnarfirði o.fl.

    Einnig rætt um lit á steypu í steyptum pöllum við fossinn og svaraði Þráinn spurningum bæjarráðs um það.

    Þráni var þakkað fyrir komuna og góða kynningu og yfirgaf hann fundinn.

    Bæjarráð samþykkir að gengið sé út frá hönnunarforsendum Landslags og notað svart stál í grindur og handrið. Einnig óskar bæjarráð eftir því að notuð sé dekking á steypu, þannig að steyptir pallar falli betur að umhverfi sínu.

    Sigurður Valur yfirgaf fundinn og var honum þakkað fyrir komuna.

    ---

    Rætt um göngustíg frá þéttbýli vestanverðu og að Kirkjufellsfossi sem þörf er á.

    Fyrir liggur greinargerð frá 2020 um valkosti við legu göngustígs á þessari leið og um kostnað. Stígurinn lægi að mestu í gegnum land jarðarinnar Kirkjufells.

    Bæjarráð leggur til að vinnu verði haldið áfram við að draga fram möguleika um legu slíks göngustígs. Fyrirhugað er samtal við landeigendur og aðra hagsmunaaðila.

  • Lögð fram drög að reglum Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS) um notendaráð málefna fatlaðs fólks á Snæfellsnesi.
    Bæjarráð - 624 Bæjarráð samþykkir drög að reglum um notendaráð málefna fatlaðs fólks á Snæfellsnesi.

    Samþykkt samhljóða.

  • Lagt fram bréf landeigenda í Hömluholti, með spurningum varðandi umsókn um að Snæfellsnes verði UNESCO vistvangur (Man and Biosphere).

    Bæjarráð Snæfellsbæjar tók erindið fyrir þann 14. ágúst sl. og er svör að finna í bréfi Snæfellsbæjar, sem lagt er undir þennan fund.

    Lögð fram drög svörum bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar til fyrirspyrjenda.
    Bæjarráð - 624 Bæjarráð samþykkir að senda svarbréf til fyrirspyrjanda í samræmi við drög að svarbréfi sem fyrir fundinum liggur.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagt fram bréf Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu (HSH), dags. 25. júní sl., ásamt greinargerð, varðandi rafmagn á svæði Skotfélags Snæfellsness í Kolgrafarfirði.
    Bæjarráð - 624 Rætt um málið.

    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu og samtölum við RARIK og við Skotfélagið um rafmagn á svæðið á undanförnum árum.

    Bæjarráð hefur skilning á aðkallandi þörf fyrir rafmagn í takt við kraftmikla uppbyggingu á svæðinu. Ljóst er þó að lagning rafstrengs á svæðið er kostnaðarsöm.

    Bæjarráð er að sjálfsögðu tilbúið til samtals við HSH um málið.

    Bæjarráð óskar eftir uppfærðri kostnaðaráætlun fyrir lagningu rafstrengs á svæðið. Bæjarstjóri hefur verið í samband við stjórn félagsins um málið og er falið að halda því samtali áfram.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagðar fram til kynningar fréttir, annars vegar á vef stjórnarráðsins og hins vegar á vef bæjarins um 40 millj. kr. styrk úr Orkusjóði vegna orkuskiptaverkefnisins.
    Bæjarráð - 624 Bæjarráð fagnar tilkynningu um úthlutun styrks úr Orkusjóði til orkuskipta á vegum bæjarins.
  • Lagðir fram til kynningar undirritaðir verksamningar vegna framkvæmda ársins.
    Bæjarráð - 624 Lagðir fram samningar við eftirtalda aðila vegna framkvæmda í kjallara íþróttahúss vegna orkuskiptaverkefnis og annarra framkvæmda innanhúss, gerðir á grunni gefinna tilboða í einstaka verkþætti:

    - Gráborg ehf. v. kerfisloft og einangrun.
    - Gráborg ehf. v. hljóðveggur og einangrun
    - Gráborg ehf. v. gluggasmíði
    - Aðalsteinn Jósepsson v. sögun
    - Smiðjan Fönix ehf. v. raflagnir og lampar
    - GG lagnir ehf. v. pípulagnavinnu

    Einnig samningur við JK&Co slf. á grunni tilboðs í verðkönnun sem fram fór í júlí um 1. áfanga Hrannarstígur gangstéttir.

  • Lagt fram til kynningar bréf Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi (SHÍ), dags. 6. júní sl., vegna skipunar stýrihóps á vegum Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins og Matvælaráðuneytisins til að undirbúa áformaðar breytingar á fyrirkomulagi eftirlits.
    Bæjarráð - 624
  • Lagt fram til kynningar ársuppgjör Björgunarsveitarinnar Klakks vegna ársins 2023.
    Bæjarráð - 624
  • Lagt fram til kynningar minnisblað Sambandsins um nýja spá Hagstofu og forsendur fyrir fjárhagsáætlanagerð 2025.

    Bæjarráð - 624
  • Lögð fram til kynningar fundargerð 948. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 31. maí sl.
    Bæjarráð - 624
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Samgöngustofu, dags. 27. júní sl., um Umferðarþing 20. september nk.
    Bæjarráð - 624
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Ríkislögreglustjóra, dags. 28. júní sl., um árlega ráðstefnu Almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra sem haldin verður 31. október nk.
    Bæjarráð - 624

6.Öldungaráð - 12

Málsnúmer 2405000FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 12. fundar öldungaráðs.

  • Ingveldur Eyþórsdóttir hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga kom inn á fundinn og kynnti verkefni sem unnið er að á Vesturlandi undir fyrirsögninni „Gott að eldast“. Öldungaráð - 12 Ingveldur sagði frá verkefnum starfshóps verkfnisins, sem vinnur fyrir allt Vesturland en er þó skipt í svæði. Snæfellsnes vinnur saman sem eitt svæði.

    Verkefnið "Gott að eldast" snýst um samstarf stofnana á Vesturlandi og hvernig taka megi utan um málefni og þjónustu við eldra fólk með nýjum og samræmdum hætti.

    Ingveldur sagði frá mörgum þeim atriðum sem verkefnið mun taka á, s.s. heimaþjónustu, hjúkrunarþörfum, stuðningi og fleiru.

    Kynnt var fyrirhuguð heimsókn Laufeyjar Jónsdóttur, sem er tengiráðgjafi fyrir Vesturland, í verkefninu. Hennar hlutverk er meðal annars að leita leiða til að draga úr einangrun og einmanaleika eldra fólks í þeim sveitarfélögum á Vesturlandi sem taka þátt í verkefninu, og finna leiðir til að auka virkni eldra fólks.

    Ingveldur svaraði einnig ýmsum fyrirspurnum um félagsþjónustu og þjónustu við aldraða, á vegum FSS. Að því búnu vék hún af fundi og var þakkað fyrir upplýsingarnar.
  • Bæjarstjóri fór yfir samskipti fulltrúa Grundarfjarðarbæjar við Heilbrigðisstofnun Vesturlands um þjónustu.

    Öldungaráð - 12 Fram kom að fulltrúar Grundarfjarðarbæjar og Snæfellsbæjar áttu fund með stjórnendum HVE þann 10. apríl sl. í Ráðhúsinu í Grundarfirði og ætlunin er að hafa aftur fund þann 29. maí nk.

    Til umfjöllunar er almennt sú þjónusta sem HVE veitir hér hjá okkur og möguleiki á samstarfi HVE og bæjarstjórnanna, til að styrkja þjónustu og upplýsingaflæði.
  • Framhald umræðu frá síðasta fundi. Öldungaráð - 12 Farið yfir verklag við snjómokstur og þá stöðu sem skapast getur, ef eldri íbúar bæjarins eru í vandræðum með að komast út úr innkeyrslum hjá sér.

    Bæjarstjóri áréttaði ákveðið verklag sem rætt var á síðasta fundi ráðsins.
  • 6.4 2401018 Framkvæmdir 2024
    Bæjarstjóri og íþróttafulltrúi kynntu helstu verkefni og framkvæmdir sumarsins, m.a. við að endurbæta gangstéttir.

    Öldungaráð - 12 Íbúðir eldri borgara og dvalarheimilið eru staðsett efst við Hrannarstíg - og verslun og heilsugæslustöð eru neðar á Hrannarstíg.

    Öldungaráð leggur áherslu á að Hrannarstígur sé í forgangi, þegar kemur að því að endurbæta gangstéttar og gönguleið fyrir eldra fólk. Einnig sé mikilvægt að moka vel á vetrum á þessari leið.

    Rætt var um bekki til að setjast á, þegar fólk fær sér göngutúr.
    Samþykkt að fulltrúar ráðsins muni setja niður óskastaði þar sem bæta mætti við bekkjum, fyrir gangandi fólk innanbæjar. Þetta væru staðir þar sem kæmi sér sérstaklega vel að hafa bekki, þannig að fólk sem á erfitt með að ganga langar leiðir geti tyllt sér á bekk í göngutúrum.

7.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 8

Málsnúmer 2406006FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram.
  • Sigurbjartur Loftsson sækir um leyfi fyrir hönd Grundarfjarðarbæjar fyrir breytingum innanhúss í kjallara Borgarbrautar 17. Um er að ræða breytingar á núverandi starfssemi samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdrætti frá W7 dagsettum 20.06.2024 Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 8 Byggingaráform eru samþykkt, umsóknin fellur í umfangsflokk 2 skv gr.1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum 2.4.4 í byggingarreglugerð nr 112/2012.

8.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 9

Málsnúmer 2408001FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram.
  • Eymar Eyjólfsson sækir um leyfi fyrir viðbyggingu á bílskúr við Fagurhól 10 samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum frá Rerum ehf dagsettum 16.05.2024
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 9 Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.

9.Hafnarstjórn - 13

Málsnúmer 2409002FVakta málsnúmer

GS, JÓK og BÁ tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða 13. fundargerð hafnarstjórnar á kjörtímabilinu.

Bæjarstjórn þakkar hafnarstjórn og hafnarstjóra fyrir framlagt erindi um undirbúning að lagningu nýs vegar, á uppfyllingu sunnan Miðgarðs. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að senda erindi til Vegagerðarinnar og hefja umræður um þetta mál.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu hafnarstjóra um ráðningu ráðgjafa vegna skipulagsvinnu á svæðinu.

  • Hafnarstjórn - 13 Farið yfir þá undirbúningsvinnu sem fram hefur farið vegna áforma um landfyllingu sunnan Miðgarðs og efnistöku á sjávarbotni. Sjá einnig næsta dagskrárlið.

    Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við bæjarstjórn, að óskað verði eftir þátttöku Vegagerðarinnar í gerð nýs vegar á fyrirhugaðri landfyllingu sunnan Miðgarðs Grundarfjarðarhafnar, í tengslum við þá skipulagsvinnu sem nú er hafin og sbr. meðfylgjandi erindi hafnarstjórnar.

    Einnig lagt fram bréf hafnarstjóra, dags. 5. september 2024, þar sem hann leggur til að samið verði við Alta, ráðgjafarfyrirtæki, um aðstoð við undirbúning og skipulagsgerð á svæði sunnan Miðgarðs. Erindið heyrir undir bæjarstjórn sem ber ábyrgð á skipulagsgerð.


  • Lagt fram til kynningar bréf til Skipulagsstofnunar, dags. 16. ágúst 2024, þar sem kynnt er fyrirhuguð landfylling sunnan Miðgarðs og tilheyrandi efnistaka á sjávarbotni á Grundarfirði. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi aðalskipulag.

    Hafnarstjórn - 13 Fyrirhuguð stækkun þessa efnistökusvæðis telst tilkynningarskyld framkvæmd skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana, sbr. lið 2.02 í 1. viðauka laganna. Óskað er leiðbeininga frá Skipulagsstofnun um hvernig fyrirhuguð stækkun Grundarfjarðarhafnar með 4,67 ha landfyllingu, sbr. mynd 1, framangreinda lýsingu og fylgiskjal, fellur undir lögin um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands af 464. fundi sem haldinn var 15. ágúst 2024.
    Hafnarstjórn - 13

10.Skólanefnd - 175

Málsnúmer 2409003FVakta málsnúmer

LÁB gerði grein fyrir fundi skólanefndar og heimsókn nefndarinnar í rými tónlistarskólans, breyttum reglum um símanotkun nemenda o.fl.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða 175. fundargerð skólanefndar.
  • Skólanefnd fór í heimsókn í húsnæði tónlistarskóla og naut leiðsagnar Lindu Maríu Nielsen, aðstoðarskólastjóra Tónlistarskóla Grundarfjarðar.

    Skólanefnd - 175 Í húsnæði tónlistarskóla hafa staðið yfir framkvæmdir í sumar og fer þeim senn að ljúka.

    Í tengslum við orkuskipti skóla- og íþróttamannvirkja var rými í kjallara íþróttahússins tekið undir tæknirými fyrir varmadælur, lagnir og fleira, sem tengt er inní tæknirými sundlaugar og aðrar lagnir mannvirkjanna í heild sinni.
    Vegna þess var rými í kjallara íþróttahúss skipt upp á annan hátt og fyrirkomulagi breytt, m.a. í tónlistarskóla.
    Tækifærið var einnig nýtt til að gera endurbætur hvað varðar brunavarnir og útgönguleiðir, uppfærslu á rafmagni, lagfæringar v. lekavandamála o.fl.

    Linda María sagði frá breytingum á skólahúsnæðinu og hvernig skólinn skipuleggur starfsemina í breyttu rými.

    Að því loknu var farið í heimsókn í nýja tæknirýmið, þar sem varmadælum og lögnum hefur verið komið fyrir, sem tengist orkuskiptum skóla- og íþróttahúss.

    Lindu þakkað fyrir góðar upplýsingar og leiðsögn.

    Að svo búnu haldið í ráðhúsið, til framhaldandi fundar.

  • Farið var yfir starf skólanefndar á komandi vetri.
    Skólanefnd - 175 Skólanefnd setti niður fundi vetrarins og rætt var um starfsáætlun fyrir nefndina.
    Unnin verða drög að starfsáætlun og verkefnum skólanefndar í vetur og tekin fyrir á næsta fundi.

  • Nefndin ræddi um framhald máls frá í júní sl., um símanotkun í grunnskóla og reglur um það. Skólanefnd - 175 Strax við upphaf haustannar fór grunnskólinn í vinnu við að endurskoða gildandi reglur um símanotkun nemenda. Umræður fóru fram með nemendum og skerpt var á reglum.

    Nefndin lýsir ánægju með þessa framvindu.
  • Lagðar fram tillögur um bráðabirgðaráðstafanir til að auka öryggi vegfarenda við grunnskóla og íþróttahús.

    Skólanefnd - 175 Bæjarstjóri fór yfir tillögurnar, sem unnið verður að á næstu mánuðum.

    Skólanefnd lýsir ánægju með tillögurnar.
  • Skólanefnd - 175 Bæjarstjóri sagði frá því að starf leikskólastjóra hafi verið auglýst laust til umsóknar, eins og skólanefnd hafði áður verið tilkynnt, en Margrét Sif Sævarsdóttir sagði starfi sínu lausu í sumar.

    Umsóknarfrestur er til og með 15. september nk.

  • Skólanefnd - 175 Bæjarstjóri sagði frá því að Ingveldur Eyþórsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, en starfið var auglýst laust til umsóknar fyrir skemmstu.
    Sveinn Þór Elínbergsson lætur nú af starfi forstöðumanns og er honum þökkuð hans störf.

    Nefndin felur bæjarstjóra að kanna hvort nýr forstöðumaður geti komið inná fund skólanefndar einhvern tímann á haustönninni, til að fara yfir skólaþjónustuhluta FSS.
  • Skólanefnd - 175 Umræða um komandi fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2025, fyrir stofnanir á vegum skólanefndar.

    Skólanefnd ræddi lauslega um áherslur og óskir í skólastarfi, m.t.t. fjárveitinga.
    Nefndin óskar eftir því að haldið verði áfram á þeirri braut sem verið hefur, í vinnu við að styrkja og efla skólastarfið í bænum, sbr. nýja menntastefnu og stuðning við skólastjórnendur við innleiðingu hennar, endurbætur á skólalóðum o.fl.

    Til frekari umræðu síðar.

11.Íþrótta- og tómstundanefnd - 111

Málsnúmer 2403009FVakta málsnúmer

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn fagnar frumkvæði UMFG varðandi aðstöðuhús við íþróttavöll og tekur undir að þetta verði skoðað vel. Rætt var um forgangsröðun verkefna og áherslur varðandi uppbyggingu við sundlaug.

Bæjarstjórn hvetur til góðrar þátttöku í Evrópsku íþróttavikunni.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða 111. fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar.

  • Umræða um aðstöðu við íþróttavöllinn, s.s. geymsla fyrir tæki og áhöld, aðstaða til þjálfunar, búningsaðstaða, w.c. o.fl.

    Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir, formaður UMFG, er gestur undir þessum lið.

    Íþrótta- og tómstundanefnd - 111 Rætt um að halda áfram að bæta aðstöðu við íþróttavöll, en undanfarin ár hefur verið unnið að því að bæta aðstöðu með malbikun brauta, kastsvæðis, hreinsun brauta sl. sumar o.fl.

    Helst vantar salerni, aðstöðu fyrir þjálfara, dómaraherbergi og geymslu, einnig búningsaðstöðu. Núverandi gámur sem notaður hefur verið undir áhöld er ónýtur og þarf að fjarlægja sem fyrst.

    Tillaga UMFG að aðstöðuhúsi var lögð fram.
    Stjórn Ungmennafélagsins mun vinna áfram með hugmynd og meta þörf fyrir aðstöðuhús.

    Hér vék Ingibjörg af fundi og var henni þakkað fyrir komuna.
  • 11.2 2409001 Íþróttavika 2024
    Drög að dagskrá íþróttaviku Evrópu 2024 kynnt.

    Grundarfjarðarbær tekur þátt og dagskrá verður kynnt síðar.
    Íþrótta- og tómstundanefnd - 111 Grundarfjarðarbær tekur þátt í íþróttaviku Evrópu, eins og fyrri ár. Dagskrá verður kynnt síðar.
  • Lára Lind Jakobsdóttir forstöðumaður menningarmála og bókasafns kom inn á fundinn og kynnti dagskrá "Gulur september" sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum.

    Íþrótta- og tómstundanefnd - 111 Ætlunin er að hafa sérstaka viðburði og vekja góða athygli á Gulum september hér heima.
    Leitað hefur verið til íbúa um samstarf við viðburði og skilaboð tengd málefnunum.

    Nefndin lýsir yfir ánægju með undirbúning og þakkar fyrir kynninguna.

    Hér vék Lára Lind af fundi og var henni þakkað fyrir komuna.


  • Bæjarstjóri var gestur fundarins undir þessum lið.

    Sagt frá stöðu í því stóra verkefni sem "orkuskiptin" eru - en stefnt er að því að hætta að kynda skóla og íþróttamannvirki með olíu og fara yfir í varmadæluorku síðar í haust.

    Íþrótta- og tómstundanefnd - 111 Orkuskiptin eru stórt verkefni sem unnið hefur verið að síðan 2022 og undirbúning má rekja lengra aftur í tímann.

    Björg sagði frá þeim framkvæmdum sem í gangi eru við uppsetningu á varmadælum og við orkuskiptin almennt.

    Orkuskiptin eru m.a. forsenda fyrir lengri opnunartíma sundlaugar yfir árið og fyrir því að hægt sé að setja upp rennibraut við sundlaugina. Björg og Ólafur sögðu frá því að skoðun og undirbúningur að því máli sé í gangi. Orkuþörf fyrir rennibraut hafi verið yfirfarin á síðasta ári, samhliða undirbúningi að borun á varmadæluholum að undirbúningi þeirra framkvæmda sem nú standa yfir við varmadælutengingar.
    Nú sé verið að rýna legu lagna og annars búnaðar við sundlaug og teikna upp búnað og tengingar sem þurfi til viðbótar vegna áforma um uppsetningu rennibrautar.
  • Umræða um gönguleiðir og merkingar.
    Íþrótta- og tómstundanefnd - 111 Rætt um að merkja upp fleiri gönguleiðir og gera þær aðlaðandi fyrir göngufólk, innanbæjar og í nágrenni bæjarins.

    Farið var yfir stefnu aðalskipulags Grundarfjarðar, þar sem er að finna markmið um Gönguvænan Grundarfjörð og aðlaðandi útivistarsvæði. Sett er markmið um að fjölga gönguleiðum og bæta merkingar.

    Rætt um skilti og merkingar.

    Ólafur ræddi um hjólastíga og sagði frá því sem hann hefði verið að skoða annarsstaðar á landinu.

    Nefndin vill setja niður og merkja nokkrar gönguleiðir og gera þær aðgengilegri fyrir íbúa og gesti. Innanbæjar yrði tekin ein "leið" eða tvær, til að byrja með, og merkt upp með km-fjölda og mögulega öðrum upplýsingum og vakin athygli á þeim á korti/vefsjá bæjarins.

    Eins verði skoðað hvaða leiðir í kringum bæinn (fyrir ofan byggð) væri hægt að merkja betur og lagfæra með lágmarksaðgerðum, þannig að fleiri myndu geta nýtt sér þær leiðir. Til áframhaldandi úrvinnslu.

    Hér vék Björg af fundi.

12.Fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2409008Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að tímaáætlun bæjarráðs og bæjarstjórnar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025.



Einnig lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. júlí 2024, um forsendur fyrir fjárhagsáætlun skv. þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.





13.Íbúðir við Hrannarstíg 18 og 28-40

Málsnúmer 2201007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar og staðfestingar nokkur bindandi skjöl sem tengjast sölu íbúðar að Hrannarstíg 36, skv. fyrri ákvörðun bæjarstjórnar.



Um er að ræða eftirfarandi skjöl:



- Eignaskiptayfirlýsing fyrir íbúðirnar sjö í raðhúsinu að Hrannarstíg 28-40

- Drög að lóðarleigusamningi vegna Hrannarstígs 36

- Kvöð um að íbúðirnar séu ætlaðar fólki sem er 60 ára eða eldra

- Kvöð um forkaupsrétt Grundarfjarðarbæjar að íbúðum

Framlögð skjöl rædd.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlögð skjöl.

14.Jafnréttisáætlun 2024-2026

Málsnúmer 2309003Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um endurskoðaða jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbæjar, fyrir tímabilið 2024-2026.



Framlögð tillaga að endurskoðaðri jafnréttisáætlun samþykkt samhljóða.


15.Samstarfsnefnd SSV - Skoðun á auknu samstarfi um slökkvilið og eldvarnir á Vesturlandi

Málsnúmer 2305007Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt um niðurstöður starfshóps á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem hafði það hlutverk að vinna stöðugreiningu og sviðsmyndir um samstarf slökkviliða á Vesturlandi.





JÓK, GS, SGG tóku til máls.

Forseti vísaði til þess að stjórn SSV hefði ákveðið að halda fund um málefnið í haust.

GS sagði frá starfi og niðurstöðum hópsins, en hann sat í honum sem fulltrúi sveitarfélaga á Snæfellsnesi.

16.Grunnskóli og íþróttamannvirki - Orkuskipti

Málsnúmer 1910006Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri sagði frá framvindu orkuskipta skóla- og íþróttamannvirkja.

Bæjarstjóri sagði frá styrkveitingu úr Orkusjóði, sbr. frétt á vef bæjarins 16. ágúst sl. og umræðu í bæjarráði í lok ágúst.

Bæjarstjórn fagnar styrkveitingunni.

17.Sorpmál - breytingar

Málsnúmer 2212021Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti stöðu mála vegna breytinga í sorpmálum.



Allir tóku til máls.

Lagður fram bæklingur þar sem kynntar eru breytingar í sorpmálum, en bæklingnum verður dreift í hvert hús á næstu dögum.

Breytingar felast m.a. í eftirfarandi:

- dreifing á fjórðu tunnunni til heimila fer fram í lok september
- merking á tunnum, með límmiðum
- uppsetning grenndarstöðva á 2 stöðum í dreifbýli (fjórir flokkar, fyrir sumarhúsin í dreifbýli - sömu flokkar og fyrir heimilin)
- uppsetning grenndarstöðvar á 1 stað í þéttbýli (gler, málmar)

Rætt um móttöku á textíl (vefnaðarvöru, fatnaði og líni) en það er nú lagaskylda sveitarfélaga að taka á móti textíl. Ekki er úrvinnslugjald á textíl og er það klárlega atriði sem þarf að endurskoða.

18.SSV - Framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar

Málsnúmer 2407011Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla starfshóps sem SSV kom að því að skipa.

Skýrslan var afhent umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í júlí sl. og ber heitið "Framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar".



19.Rannsóknarnefnd samgönguslysa - Snæfellsnesvegur

Málsnúmer 2407015Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Rannsóknarnefndar samgönguslysa, dags. 17. júlí 2024, mál nr. 2023-047U009.



Meginorsök banaslyss, sem varð á þjóðvegi 54, Snæfellsnesvegi, skammt norðan Hítarár, í júlí 2023, var talin sú að ökumaður sofnaði við akstur.

Aðrar orsakir slyss eru tilgreindar:

"Breidd bundins slitlags var ekki í samræmi við gildandi hönnunarreglur.
Klæðning vegarins á slysstað var lögð 2017 en breidd bundins slitlags var undir því sem gildandi hönnunarreglur Vegagerðarinnar, frá 2010 og 2011, fyrir stofnvegi segja til um."

20.Fangelsið Kvíabryggju - Erindi til Vegagerðarinnar v. vegur 5745-5750

Málsnúmer 2407010Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Fangelsisins á Kvíabryggju til Vegagerðarinnar, um að hraði á veginum niður að Kvíabryggju, frá þjóðvegi 54 - Snæfellsnesvegi, verði lækkaður úr 90 km í 60 km.



Bæjarstjórn tekur heilshugar undir erindið og felur bæjarstjóra að senda erindi til Vegagerðarinnar og taka undir beiðni Fangelsisins.

21.Erindi til Vegagerðarinnar - merking á áningarstað norðan við Eiði

Málsnúmer 2407009Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi bæjarstjóra, f.h. bæjarráðs, til Vegagerðarinnar, um merkingu á áningarstað norðan við Eiði við Kolgrafafjörð.

22.SSV - Fundargerðir 2024

Málsnúmer 2403001Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, af 181. fundi sem haldinn var 6. maí 2024 og 182. fundi sem haldinn var 19. júní sl. í Grundarfirði.

23.Jeratún - Fundargerð stjórnarfundar og árshlutareikningur

Málsnúmer 2409004Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð stjórnar Jeratúns ehf. þann 28. ágúst sl. og árshlutareikningur, fyrri árshelmings 2024.



24.Sorpurðun Vesturlands - Fundargerðir stjórnarfunda 2024

Málsnúmer 2409005Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpurðunar Vesturlands hf., frá stjórnarfundum 29. apríl og 25. júní sl.

25.Kvennaathvarfið - Umsókn um rekstrarstyrk

Málsnúmer 2409007Vakta málsnúmer

Lagt fram Kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk árið 2025.





Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2025.
Fundargerð lesin upp og staðfest.

Fundi slitið - kl. 19:59.