-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 261
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi var kynnt á vinnslustigi skv. 30. gr. skipulagslaga er frá 28.2.2024 til og með 20.3.2024. Umsagnir bárust á kynningartíma sem hafðar voru til hliðsjónar við gerð endanlegrar tillögu. Einnig bárust athugasemdir við vinnslustillögu frá íbúum Grafar 3 og Innri Grafar.
Brugðist var við ábendingunum og tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi var breytt á eftirfarandi hátt:
1. Aðalskipulagsbreyting
a.Gert er ráð fyrir mön innan iðnaðarsvæðisins, milli íbúðabyggðar og nýrra lóða við Innratún 1, 3 og 5.
b. Skilmálum um mön bætt við í skilmála í aðalskipulagi fyrir iðnaðarsvæði (I-1)
c. Mön verður útfærð í samráði við íbúa á nærliggjandi lóðum.
2. Tillaga að deiliskipulagi
a.Lóðamörk lóða við Innratún 1 og 3 færð 10 metra til austurs, fjær íbúðabyggð.
b. Byggingarreitir á lóðum við Innratún 1, 3 og 5 minnkaðir og færðir fjær lóðamörkum til vesturs (fjær íbúðabyggð).
c. Hámarkshæð bygginga við Innratún 1 og 3 lækkuð úr 7,5 m í 7,0 m.
d. Bindandi byggingarlína á lóðum við Innratún 1 og 3 færð á suðaustur horn byggingarreits sem tryggir að byggingar verði fjær íbúðarbyggð.
Bókun:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 með vísan í 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin samþykkir einnig tillögu að svörum, sem fyrir fundinum lágu og felur skipulagsfulltrúa að svara þeim sem athugasemdir gerðu.
Að fenginni jákvæðri afgreiðslu bæjarstjórnar á þessari tillögu, er skipulagsfulltrúa falið að gera þær breytingar sem gerð er grein fyrir hér að framan og senda aðalskipulagsbreytingu til afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar, m.a. framlögð svör við þeim athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar.
Bæjarstjórn samþykkir að skipulagsbreytingin verði send til afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar gerðar hafa verið þær lagfæringar sem skipulags- og umhverfisnefnd leggur til.
Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 261
Farið var yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar, í samræmi við umræðu á síðasta fundi.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna eins og hún nú liggur fyrir og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar
Til máls tóku JÓK, GS og BS.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og að auglýst verði tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, sem gerð er í tengslum við endurskoðun á deiliskipulagi Ölkeldudals. Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum (JÓK, SG, ÁE, BS, SGG). Einn var á móti (GS) og einn sat hjá (PJ).
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 261
Bæjarstjóri sagði frá vinnu við rýni lóðarleigusamninga og réttinda á Framnesi, o.fl.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 261
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem hún rúmast innan almennra ákvæða aðalskipulags um byggingar á jörðum í dreifbýli, og að samkvæmt henni er dregið úr byggingarmagni á lóðinni.
Því muni að líkindum fara um þessa breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þegar nýr skipulagsuppdráttur hefur borist, með framangreindri breytingu, fari því fram grenndarkynning í samræmi við 44. gr. skipulagslaga.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 261
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við uppskiptingu lands samkvæmt hnitsettum uppdrætti sem umsókninni fylgir.
Landið er skilgreint sem landbúnaðarland, en deiliskipulag er í vinnslu fyrir svæðið á vegum eiganda Grundar 2.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki erindið í samræmi við 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 261
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við uppskiptingu lands samkvæmt hnitsettum uppdrætti sem fylgir umsókninni og leggur til að bæjarstjórn samþykki erindið í samræmi við 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 261
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að botnlangi/gata norðan Grundargötu 12-28 fái sjálfstætt heiti, til aðgreiningar og hægðarauka við merkingar.
Nefndin leggur til að auglýst verði á vefsíðu og samfélagsmiðlum Grundarfjarðarbæjar eftir tillögum að heiti á þessa götu og að nefndin taki það svo til umfjöllunar og ákvörðunar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 261
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að mæla með því að bæjarstjórn samþykki lóðarblaðið og felur skipulagsfulltrúa að kynna eigendum fasteigna á lóðinni mælinguna áður en gengið er frá nýjum lóðarleigusamningi og skráningu.
Bókun fundar
SG vék af fundi undir þessum lið.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
SG tók aftur sæti sitt á fundinum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 261
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að mæla með því við bæjarstjórn að lóðarblaðið verði samþykkt og felur skipulagsfulltrúa að kynna mælinguna fyrir eigendum fasteigna á lóðinni áður en gengið er frá lóðarleigusamningi og skráningu.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 261
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að mæla með því við bæjarstjórn að lóðarblaðið verði samþykkt og felur skipulagsfulltrúa að kynna mælinguna fyrir eigendum fasteigna á lóðinni áður en gengið er frá nýjum lóðarleigusamningi og skráningu.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 261
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að mæla með því við bæjarstjórn að lóðarblaðið verði samþykkt og felur skipulagsfulltrúa að kynna mælinguna fyrir eigendum fasteigna á lóðinni áður en gengið er frá nýjum lóðarleigusamningi og skráningu.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 261
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að mæla með því við bæjarstjórn að lóðarblaðið verði samþykkt og felur skipulagsfulltrúa að kynna mælinguna fyrir eigendum fasteigna á lóðinni áður en gengið er frá nýjum lóðarleigusamningi og skráningu.
Bókun fundar
SG vék af fundi undir þessum lið.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
SG tók aftur sæti sitt á fundinum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 261
Samkvæmt auglýsingunni er frestur til að sækja um lóðirnar til og með 11. nóvember nk.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 261
Kynnt hugmynd um nýja staðsetningu fyrir geymslusvæði bæjarins, en núverandi geymslusvæði er að Hjallatúni 1 og sú lóð hefur verið auglýst laus til umsóknar. Einkum rætt um staðsetningu og útleigu á plássi fyrir gáma og aðra muni sem gætu þurft stöðuelyfi.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 261
Bæjarstjóri fór yfir gögnin og samskipti við framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlitsins.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 261
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 261
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkvæmdin sé minniháttar og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga.
Lagt er til við bæjarstjórn að gjöld vegna endurnýjaðrar umsóknar falli niður.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 261
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki á þessum tímapunkti athugasemd við gerð og útlit hússins skv. skissu, en telur að staðsetning svo nærri Grundargötu samrýmist ekki gr. 6.2.1. í byggingarreglugerð 112/2012, en þar segir: "Bygging á lóðarmörkum að gangstétt, við gatnamót eða að almennum gangstíg má aldrei hindra útsýni yfir götu eða gangstíg þar sem gera má ráð fyrir akandi umferð." Ennfremur eru engar byggingar svo nærri Grundargötu á öllum vestari hluta hennar.
Yrði sótt um byggingarleyfi á þessari staðsetningu og framkvæmdin sett í grenndarkynningu má búast við að grenndarkynna þyrfti Vegagerðinni og þó nokkrum fjölda eigenda íbúða á Grundargötu vestan Fjölbrautaskólans.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 261
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi í samræmi við framlagða umsókn til 13. september 2025 og felur skipulagsfulltrúa að gefa það út í samræmi við gildandi reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.
Bókun fundar
SGG vék af fundi undir þessum lið.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
SGG tók aftur sæti sitt á fundinum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 261
Bæjarstjóri sagði frá ráðstefnu sem hún sótti í Malmö í Svíþjóð, á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, um verkefni sem snýst um "Nature Based Solutions".
Var Grundarfjarðarbæ boðið að vera með erindi um blágrænar ofanvatnslausnir og var það eina erindið frá Íslandi.