291. fundur 14. nóvember 2024 kl. 16:45 - 19:46 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Garðar Svansson (GS)
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Pálmi Jóhannsson (PJ)
    Aðalmaður: Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína, sbr. framlagt skjal.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2022-2026

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Rætt um mögulegan aukafund skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar í næstu viku. Einnig rætt um mögulegan fund bæjarstjórnar með hafnarstjórn.

3.Bæjarráð - 626

Málsnúmer 2410004FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 626. fundar bæjarráðs.
  • Vinnufundur með forstöðumönnum stofnana vegna fjárhagsáætlunargerðar 2025.

    Kl. 14:15 kom slökkviliðsstjóri á fund.
    Kl. 14:55 kom leikskólastjóri á fund.
    Kl. 15:25 kom aðstoðarskólastjóri grunnskólans á fund, vegna grunnskóla, Eldhamra og tónlistarskóla.

    Bæjarráð - 626 Farið yfir rekstraráætlanir, áætlanir um stöðugildi og óskir um fjárfestingar. Rætt um starfsemi og horfur.

    Forstöðumönnum þakkað fyrir komuna og góðar umræður.

4.Bæjarráð - 627

Málsnúmer 2410006FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 627. fundar bæjarráðs.
  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
    Bæjarráð - 627
  • Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024. Bæjarráð - 627 Skv. viðaukanum er aukinn kostnaður að fjárhæð 9 millj. kr. einkum vegna aukins kostnaðar við snjómokstur. Áhrif viðauka leiðir til lækkunar á rekstrarniðurstöðu um 9 millj. kr.

    Viðauki við fjárhagsáætlun 2024 samþykktur og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Framhaldsumræða. Lagt fram yfirlit um áætlun fasteignagjalda 2025 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög.
    Bæjarráð - 627 Farið yfir forsendur og breytingu milli ára og gengið frá tillögu til bæjarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • 4.4 2409014 Gjaldskrár 2025
    Framhaldsumræða. Lagðar fram uppfærðar tillögur að þjónustugjaldskrám fyrir árið 2025 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög.
    Bæjarráð - 627 Farið yfir þjónustugjaldskrár og samanburð. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2025 samþykktar og tillögum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Framhaldsumræða um styrkumsóknir sem hafa borist og liggja fyrir ásamt samantektarskjali.


    Bæjarráð - 627 Umsóknir yfirfarnar og lagðar fram tillögur að styrkveitingum næsta árs. Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.

    SG vék af fundi undir umfjöllun um styrki til Fellaskjóls og Listvinafélagsins.
    GS vék af fundi undir umfjöllun um styrki til Golfklúbbsins Vestarr.
  • Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2025, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2026-2028. Lögð fram launaáætlun 2025, ásamt samanburði við árið 2024 niður á deildir. Jafnframt lagt fram yfirlit sem sýnir áætlun 2025 í samanburði við áætlun 2024 niður á deildir.
    Bæjarráð - 627 Farið yfir drög að fjárhagsáætlun 2025-2028. Drögunum vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2025.
    Bæjarráð - 627
  • Lögð fram til kynningar gögn um stafrænt samstarf sveitarfélaga ásamt upplýsingum um kostnaðarskiptingu.
    Bæjarráð - 627
  • Lögð fram til umsagnar drög SSV að sóknaráætlun Vesturlands 2025-2029.
    Bæjarráð - 627 Frestur til umsagnar um drögin eru til 15. nóvember nk.
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Óbyggðanefndar, dags. 10. október sl., um þjóðlendumál vegna eyja og skerja.
    Bæjarráð - 627 Bæjarstjóra falið að kanna hvernig önnur sveitarfélög hyggjast bregðast við þessu erindi.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram til kynningar dagskrá Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin verður 1. nóvember nk.
    Bæjarráð - 627
  • Lagt fram til kynningar bréf Innviðaráðuneytisins, dags. 3. október sl., um minningardag um þau sem látist hafa í umferðinni, sem haldinn verður 17. nóvember nk.
    Bæjarráð - 627

5.Bæjarráð - 628

Málsnúmer 2411001FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 628. fundar bæjarráðs.
  • 5.1 2402013 Greitt útsvar 2024
    Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-október 2024. Bæjarráð - 628 Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 4% miðað við sama tímabil í fyrra.
  • Umræða um fjárfestingar og verkefni 2025.

    Gestir fundarins eru Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Bergvin Sævar Guðmundsson í eignaumsjón.

    Bæjarráð - 628 Fyrst kom Ólafur inná fundinn.

    Hann sagði frá starfi félagsmiðstöðvarinnar Eden. Í vetur hefur nemendum á unglingastigi fjölgað og starfsemin gengur vel. Mjög góð mæting er hjá þeim. Breyting frá fyrra ári er sú að nú eru tveir starfsmenn með hópnum hverju sinni.

    Rætt um rekstur íþróttahúss og sundlaugar. Á komandi ári er gert ráð fyrir verulegri lækkun á kyndingarkostnaði mannvirkja, en hinsvegar á reynslan af orkuskiptum eftir að koma í ljós.

    Rætt um íþróttavöll, en á árinu var umhirða vallarins aukin verulega.

    Geymsla við íþróttavöll, gamall gámur, var fjarlægður síðsumars. Í íþrótta- og tómstundanefnd hefur umræða verið hafin, með Ungmennafélaginu, um nýja geymslu og salernisaðstöðu við völlinn.

    Rætt var um tjaldsvæðið og rekstur þess, sem hefur gengið vel.

    Farið var yfir kostnaðaráætlun fyrir klæðningu íþróttahúss og tilheyrandi viðgerðir, sbr. ástandsmat Eflu, sem fengið var 2021 og unnið hefur verið eftir. Búið er að skipta um hluta af gluggum og hurðar, skv. því sem segir í skýrslunni.

    Rætt um aðrar framkvæmdir við sundlaug, orkuskipti, sundlaugargarð - þar á meðal rennibraut, o.fl.

    Ólafi var þakkað fyrir komuna.

    Sævar kom því næst inná fundinn og rætt var um helstu framkvæmdir, viðhald og endurbætur sem tilheyra fasteignum bæjarins, kostnaðaráætlanir o.fl.

    Að umræðum loknum var Sævari þakkað fyrir komuna.


    Rætt um helstu verkefni og fjárfestingar 2025 og settur niður grófur rammi fyrir 2025.


    --
    Hér yfirgáfu Jósef og Signý fundinn.
  • Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn við umsókn sem Tekkur ehf. hefur lagt fram hjá embættinu, til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, sem rekið verður sem Kirkjufell view cottage, Innri Látravík (2357992).

    Fyrir liggja umsagnir byggingarfulltrúa og staðgengils slökkviliðsstjóra, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.

    Bæjarráð - 628 Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt, en óskar eftir upplýsingum um frágang úttektarskýrslu slökkviliðsstjóra.





6.Ungmennaráð - 11

Málsnúmer 2409006FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 11. fundar ungmennaráðs.
  • Kynning á Ungmennaþingi Vesturlands, sem verður haldið í sumarbúðunum í Ölveri, Hvalfjarðarsveit, helgina 25.-27. október.

    Um er að ræða samstarfsverkefni sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) sem er fjármagnað af Sóknaráætlun Vesturlands.

    Markmiðið með þinginu er að fá ungt fólk af öllu Vesturlandi saman, stuðla að uppbyggingu í þágu ungs fólks á öllu Vesturlandi, skapa vettvang fyrir samtal ungmenna við ráðamenn, kynnast öðrum ungmennum, njóta og hafa gaman.

    Ungmennaráð - 11 Nefndarmenn voru hvattir til að skrá sig á þingið.
  • 6.2 2408004 Rökkurdagar 2024
    Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir drög að dagskrá menningarhátíðarinnar Rökkurdaga, sem fram fara dagana 24. október til 17. nóvember.

    Ungmennaráð - 11 Nefndin var mjög ánægð með hversu fjölbreytt dagskráin er í ár og var sammála um að allir ættu að geta fundið eitthvað fyrir sig.

  • Ungmennaráð - 11 Rætt var um verkefni ráðsins á síðasta ári, þ.á m. ungmennahitting í Sögumiðstöðinni og þátttöku í skipulagningu bæjarhátíða.

    Ákveðið var að nefndin myndi skipuleggja ungmennahitting bæði í íþróttahúsi og í Sögumiðstöð á komandi mánuðum.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd - 261

Málsnúmer 2410003FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 261. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Frestur til athugasemda við tillögu um breytingu aðalskipulags á iðnaðarsvæði vestan Kvernár rann út 24. október sl, en tillagan var birt í Skipulagsgátt 6. september sl. og auglýst 12. september sl.

    Þóra Kjarval skipulagsráðgjafi hjá Alta var gestur fundarins undir þessum lið.
    Farið var yfir þær athugasemdir sem bárust, sbr. framlagt fylgiskjal, og yfir tillögur að svörum við athugasemdunum.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 261 Tillaga að breytingu á aðalskipulagi var kynnt á vinnslustigi skv. 30. gr. skipulagslaga er frá 28.2.2024 til og með 20.3.2024. Umsagnir bárust á kynningartíma sem hafðar voru til hliðsjónar við gerð endanlegrar tillögu. Einnig bárust athugasemdir við vinnslustillögu frá íbúum Grafar 3 og Innri Grafar.

    Brugðist var við ábendingunum og tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi var breytt á eftirfarandi hátt:

    1. Aðalskipulagsbreyting
    a.Gert er ráð fyrir mön innan iðnaðarsvæðisins, milli íbúðabyggðar og nýrra lóða við Innratún 1, 3 og 5.
    b. Skilmálum um mön bætt við í skilmála í aðalskipulagi fyrir iðnaðarsvæði (I-1)
    c. Mön verður útfærð í samráði við íbúa á nærliggjandi lóðum.

    2. Tillaga að deiliskipulagi
    a.Lóðamörk lóða við Innratún 1 og 3 færð 10 metra til austurs, fjær íbúðabyggð.
    b. Byggingarreitir á lóðum við Innratún 1, 3 og 5 minnkaðir og færðir fjær lóðamörkum til vesturs (fjær íbúðabyggð).
    c. Hámarkshæð bygginga við Innratún 1 og 3 lækkuð úr 7,5 m í 7,0 m.
    d. Bindandi byggingarlína á lóðum við Innratún 1 og 3 færð á suðaustur horn byggingarreits sem tryggir að byggingar verði fjær íbúðarbyggð.

    Bókun:
    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 með vísan í 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin samþykkir einnig tillögu að svörum, sem fyrir fundinum lágu og felur skipulagsfulltrúa að svara þeim sem athugasemdir gerðu.

    Að fenginni jákvæðri afgreiðslu bæjarstjórnar á þessari tillögu, er skipulagsfulltrúa falið að gera þær breytingar sem gerð er grein fyrir hér að framan og senda aðalskipulagsbreytingu til afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar, m.a. framlögð svör við þeim athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar.

    Bæjarstjórn samþykkir að skipulagsbreytingin verði send til afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar gerðar hafa verið þær lagfæringar sem skipulags- og umhverfisnefnd leggur til.

    Samþykkt samhljóða.
  • Til umræðu er lokatillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, sem unnin er í tengslum við endurskoðun á aðalskipulagi Ölkeldudals.

    Þóra Kjarval skipulagsráðgjafi hjá Alta er gestur fundarins undir þessum lið. Farið er yfir lítilsháttar breytingar sem orðið hafa frá síðasta fundi.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 261 Farið var yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar, í samræmi við umræðu á síðasta fundi.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna eins og hún nú liggur fyrir og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS og BS.

    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og að auglýst verði tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, sem gerð er í tengslum við endurskoðun á deiliskipulagi Ölkeldudals. Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt með fimm atkvæðum (JÓK, SG, ÁE, BS, SGG). Einn var á móti (GS) og einn sat hjá (PJ).
  • Rætt um vinnu við gerð deiliskipulags á Framnesi.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 261 Bæjarstjóri sagði frá vinnu við rýni lóðarleigusamninga og réttinda á Framnesi, o.fl.
  • Lögð fram fyrirspurn frá eigendum Sólbakka um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar B.

    Í gildandi deiliskipulagi er á lóð B gert ráð fyrir íbúðarhúsi, allt að 50 m2 smáhýsi og hesthúsi, á þremur byggingarreitum.

    Eftir breytingu yrðu á lóð B íbúðarhús og tvö 30 m2 smáhýsi/útleiguhús.
    Fyrirspurn lýtur einnig að því að breyta þremur byggingarreitum í einn sameiginlegan.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 261 Skipulags- og umhverfisnefnd telur að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem hún rúmast innan almennra ákvæða aðalskipulags um byggingar á jörðum í dreifbýli, og að samkvæmt henni er dregið úr byggingarmagni á lóðinni.

    Því muni að líkindum fara um þessa breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Þegar nýr skipulagsuppdráttur hefur borist, með framangreindri breytingu, fari því fram grenndarkynning í samræmi við 44. gr. skipulagslaga.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Tekið fyrir erindi frá Páli Guðlaugi Harðarsyni fyrir hönd landeigenda Grundar 2, um að 38.454 m2 lands færist úr landi Grundar, landnúmer L136606, yfir á lóðina Grund 2, landnúmer L196084.

    Óskað er eftir að bæjarstjórn samþykki breytinguna í samræmi við 1.mgr. 48. gr. skipulagslaga 123/2010.

    Ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, sem er skilgreint í aðalskipulagi sem landbúnaðarland.

    Engar fasteignir færast á annað landnúmer með breytingunni. Ekki er stundaður landbúnaður á upprunajörðinni Grund og nú þegar er stunduð ferðaþjónusta á Grund 2.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 261 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við uppskiptingu lands samkvæmt hnitsettum uppdrætti sem umsókninni fylgir.

    Landið er skilgreint sem landbúnaðarland, en deiliskipulag er í vinnslu fyrir svæðið á vegum eiganda Grundar 2.

    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki erindið í samræmi við 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Tekið fyrir erindi frá Hrönn Harðardóttur fyrir hönd landeigenda um uppskiptingu lands þannig að stofnuð verði lóðin Árbrekka B úr landi Hamra, landnúmer L136613.

    Lóðin er 36181,5 m2 og minnkar land Hamra sem því nemur. Lóðirnar Árbrekka og Árbrekka B yrðu svo sameinaðar í eina lóð á núverandi landnúmeri Árbrekku L220580.

    Óskað er eftir samþykki bæjarstjórnar fyrir uppskiptingunni skv. 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

    Ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið sem samkvæmt aðalskipulagi er landbúnaðarland, en á lóðinni Árbrekku eru nú íbúðarhús og lítið frístundahús sem samrýmast gildandi aðalskipulagi.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 261 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við uppskiptingu lands samkvæmt hnitsettum uppdrætti sem fylgir umsókninni og leggur til að bæjarstjórn samþykki erindið í samræmi við 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Nafnlaus botnlangi liggur frá Borgarbraut, til suðausturs, norðan við hús sem standa við Grundargötu 12-28. Engin hús eru kennd við götuna.

    Talið er að það geti einfaldað aðkomu fyrir íbúa og fleiri, að gatan fái sjálfstætt heiti og verði þannig merkt á kortum, en fyrirspurn hefur borist frá hluta eigenda um það.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 261 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að botnlangi/gata norðan Grundargötu 12-28 fái sjálfstætt heiti, til aðgreiningar og hægðarauka við merkingar.

    Nefndin leggur til að auglýst verði á vefsíðu og samfélagsmiðlum Grundarfjarðarbæjar eftir tillögum að heiti á þessa götu og að nefndin taki það svo til umfjöllunar og ákvörðunar.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lagt fram til kynningar og umræðu lóðarblað fyrir Grundargötu 4, landnúmer L136722. Samkvæmt uppmælingu stækkar lóðin úr 587 m2 í 608,5 m2. Skipulags- og umhverfisnefnd - 261 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að mæla með því að bæjarstjórn samþykki lóðarblaðið og felur skipulagsfulltrúa að kynna eigendum fasteigna á lóðinni mælinguna áður en gengið er frá nýjum lóðarleigusamningi og skráningu.

    Bókun fundar SG vék af fundi undir þessum lið.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

    SG tók aftur sæti sitt á fundinum.
  • Lagt fram til kynningar og umræðu lóðarblað fyrir Grundargötu 6, landnúmer L136724. Skv. mælingu minnkar skráð stærð lóðar um 11,7 m2, úr 641 m2 í 629,3 m2.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 261 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að mæla með því við bæjarstjórn að lóðarblaðið verði samþykkt og felur skipulagsfulltrúa að kynna mælinguna fyrir eigendum fasteigna á lóðinni áður en gengið er frá lóðarleigusamningi og skráningu.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lagt fram til kynningar og umræðu nýtt lóðarblað fyrir Grundargötu 8, landnúmer L136726. Skv. mælingu eykst skráð stærð lóðar um 48,7 m2, úr 756 m2 í 804,7 m2.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 261 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að mæla með því við bæjarstjórn að lóðarblaðið verði samþykkt og felur skipulagsfulltrúa að kynna mælinguna fyrir eigendum fasteigna á lóðinni áður en gengið er frá nýjum lóðarleigusamningi og skráningu.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lagt fram til kynningar og umræðu nýtt lóðarblað fyrir Grundargötu 10, landnúmer L136728. Samkvæmt mælingu minnkar skráð stærð lóðar um 15,4 m2, úr 798 m2 í 782,6 m2.

    Fram kemur undir þessum lið að skráð stærð fyrir upprunalandið Grafarland L190037 minnkar um 37,3 m2 vegna nýrra lóðarblaða á Grundargötu 4, 6, 8 og 10.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 261 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að mæla með því við bæjarstjórn að lóðarblaðið verði samþykkt og felur skipulagsfulltrúa að kynna mælinguna fyrir eigendum fasteigna á lóðinni áður en gengið er frá nýjum lóðarleigusamningi og skráningu.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Signý Gunnarsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

    Lagt fram til kynningar og umræðu lóðarblað fyrir Grundargötu 20, landnúmer L136739. Skv. mælingu stækkar lóðin um 16,3 m2, úr 752 m2 í 768,3 m2, og upprunalandið Grafarland L190037 minnkar um 16,3 m2.

    Mældar voru upp lóðirnar við Grundargötu 4-10 og 16-28. Áður var búið að mæla upp lóðirnar 12-14 vegna byggingarframkvæmda á þeim.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 261 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að mæla með því við bæjarstjórn að lóðarblaðið verði samþykkt og felur skipulagsfulltrúa að kynna mælinguna fyrir eigendum fasteigna á lóðinni áður en gengið er frá nýjum lóðarleigusamningi og skráningu.

    Bókun fundar SG vék af fundi undir þessum lið.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

    SG tók aftur sæti sitt á fundinum.
  • Lögð fram til kynningar auglýsing, þar sem fram kemur að lóðirnar Hjallatún 1 og 3 á iðnaðarsvæði séu lausar til umsóknar.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 261 Samkvæmt auglýsingunni er frestur til að sækja um lóðirnar til og með 11. nóvember nk.
  • 7.14 1902034 Stöðuleyfi
    Lagðar fram reglur um stöðuleyfi í Grundarfirði.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 261 Kynnt hugmynd um nýja staðsetningu fyrir geymslusvæði bæjarins, en núverandi geymslusvæði er að Hjallatúni 1 og sú lóð hefur verið auglýst laus til umsóknar. Einkum rætt um staðsetningu og útleigu á plássi fyrir gáma og aðra muni sem gætu þurft stöðuelyfi.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram til kynningar hjá umhverfisnefnd eftirlitsskýrsla og niðurstaða HVE úr sýnatöku í sjó.

    Tvær athugasemdir voru gerðar:

    1. Um að unnið verði áhrifamat fyrir fráveituna í umhverfi sínu. Sjá tölvupóstsamskipti um það.

    2. Um að sótt verði um starfsleyfi fyrir fráveitu bæjarins.
    Grundarfjarðarbær hefur skilað inn umsókn um starfsleyfi til HeV vegna fráveitu.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 261 Bæjarstjóri fór yfir gögnin og samskipti við framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlitsins.
  • Lögð fram til kynningar gögn frá HMS um stafræn byggingarleyfi.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 261
  • Lögð fram til umræðu endurnýjun framkvæmdaleyfis vegna vatnsbóls.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum 28. júní 2022 að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum.

    Skotgrund fyrirhugar að hefja framkvæmdir nú á næstu vikum. Ekki hafa orðið neinar breytingar frá fyrri áætlunum.

    Skv. 2. mgr. 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. fellur framkvæmdaleyfi úr gildi ef framkvæmdir hefjast ekki innan 12 mánaða og er því málið lagt fyrir að nýju.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 261 Skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkvæmdin sé minniháttar og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga.

    Lagt er til við bæjarstjórn að gjöld vegna endurnýjaðrar umsóknar falli niður.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram fyrirspurn frá lóðarhafa Grundargötu 84 um hvort samþykkt yrði að byggja "óhefðbundinn bílskúr", sunnan við íbúðarhús hans, sbr. framlögð gögn.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 261 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki á þessum tímapunkti athugasemd við gerð og útlit hússins skv. skissu, en telur að staðsetning svo nærri Grundargötu samrýmist ekki gr. 6.2.1. í byggingarreglugerð 112/2012, en þar segir: "Bygging á lóðarmörkum að gangstétt, við gatnamót eða að almennum gangstíg má aldrei hindra útsýni yfir götu eða gangstíg þar sem gera má ráð fyrir akandi umferð." Ennfremur eru engar byggingar svo nærri Grundargötu á öllum vestari hluta hennar.

    Yrði sótt um byggingarleyfi á þessari staðsetningu og framkvæmdin sett í grenndarkynningu má búast við að grenndarkynna þyrfti Vegagerðinni og þó nokkrum fjölda eigenda íbúða á Grundargötu vestan Fjölbrautaskólans.
  • Grunnskóli Grundarfjarðar sækir um stöðuleyfi fyrir gróðurhús sem notað verður við kennslu.

    Um er að ræða svokallað Bambahús sem er laust á yfirborði og haldið niðri með vatnstönkum. Hlaðnir hafa verið skjólveggir með hluta hússins og bætt við aukatanki af vatni þannig að alls 2.600 lítrar vatns halda húsinu niðri. Þá eru fyrirhugaðar frekari festingar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 261 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi í samræmi við framlagða umsókn til 13. september 2025 og felur skipulagsfulltrúa að gefa það út í samræmi við gildandi reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.

    Bókun fundar SGG vék af fundi undir þessum lið.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

    SGG tók aftur sæti sitt á fundinum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 261 Bæjarstjóri sagði frá ráðstefnu sem hún sótti í Malmö í Svíþjóð, á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, um verkefni sem snýst um "Nature Based Solutions".

    Var Grundarfjarðarbæ boðið að vera með erindi um blágrænar ofanvatnslausnir og var það eina erindið frá Íslandi.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd - 262

Málsnúmer 2411002FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 261. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Þann 25. október sl. auglýsti Grundarfjarðarbær lausar til úthlutunar tvær lóðir á iðnaðarsvæðinu, við Hjallatún 1 og 3. Umsóknarfrestur var til og með 11. nóvember sl.

    Ein umsókn barst um lóðina við Hjallatún 1 frá Vélsmiðju Grundarfjarðar ehf., sbr. framlagt fylgiskjal.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 262 Skipulags- og umhverfisnefnd telur að umsækjandi um lóðina Hjallatún 1 uppfylli skilyrði 2. gr. Samþykktar Grundarfjarðarbæjar um úthlutun lóða og leggur því til að í samræmi við greinar 1.2. sömu samþykktar samþykki bæjarstjórn að úthluta lóðinni til umsækjanda.

    Vakin er athygli á þeim fyrirvara við úthlutunina, sem kemur fram í auglýsingu, að stærðir lóða geti breyst lítillega áður en endurskoðað deiliskipulag fyrir iðnaðar- og athafnasvæði vestan Kvernár tekur gildi, en drög að skipulaginu voru kynnt í sumar og verður endanleg tillaga auglýst á næstunni.

    Samþykki bæjarstjórn þessa afgreiðslu, um úthlutun lóðarinnar, beinir skipulags- og umhverfisnefnd því til bæjarstjórnar að 1. áfangi að hönnun götunnar fari fram, en hann felst í að lækka þarf lítillega yfirborð götunnar framan við lóðirnar Hjallatún 1 og 3.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar um úthlutun lóðarinnar Hjallatún 1 og þann fyrirvara sem gerður er við lóðarstærð og frágang á hæð lóðar, sem getið er í auglýsingu.

    Bæjarstjórn samþykkir að láta fara fram hönnun á hluta götunnar Hjallatúns.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagður fram aðaluppdráttur fyrir átta íbúða fjölbýlishús sem staðsett verður á fjórum samliggjandi lóðum við Fellabrekku 7, 9, 11 og 13.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 262 Á 257. fundi sínum þann 21. mars sl. samþykkti skipulags- og umhverfisnefnd að úthluta lóðunum við Fellabrekku 7, 9, 11 og 13 sameiginlega til byggingar fjölbýlishúss á lóðunum. Ennfremur samþykkti nefndin að breyta skipulagsákvæðum fyrir svæðið ÍB-3 þannig að byggja mætti allt að 8 íbúðir sameiginlega á lóðunum á tveimur hæðum, og taldist breytingin óveruleg þar sem byggingarmagn og hæð húsa væri í samræmi við aðliggjandi byggðamynstur, og að aukin umferð um götuna myndi hafa óveruleg áhrif á núverandi hús þar sem þau væru innar í botnlanganum. Skipulagsstofnun staðfesti breytinguna með bréfi þann 23. maí sl. og hefur breytingin verið birt.

    Farið yfir uppdrættina og tekin ákvörðun um grenndarkynningu.

    Ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir lóðirnar. Skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir framlagðan aðaluppdrátt og samþykkir fyrir sitt leyti að grenndarkynning fari fram.

    Nefndin felur því skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir eigendum lóðanna Fellabrekku 5, 15, 17, 19 og 21, Fellasneið 2, 4, 10 og 14 og Hellnafelli 2, í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br, en með fyrirvara um lagfæringu á aðaluppdrætti hvað varðar stærðir lóða og útreiknað nýtingarhlutfall.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Að Hjallatúni 1 er núverandi geymslusvæði bæjarins staðsett. Gangi úthlutun lóðarinnar við Hjallatún 1 eftir, sbr. auglýsingu þar að lútandi, verður nýtt svæði að Ártúni 8 tekið undir sem geymslusvæði, en þó með breyttu fyrirkomulagi.

    Grundarfjarðarbær sækir um að fá úthlutað lóðinni Ártúni 8 undir geymslusvæði bæjarins skv. vinnslutillögu deiliskipulags, sem nú er í ferli.

    Um er að ræða svæði/lóð sunnan við söfnunarstöð bæjarins (gámastöðina) við Ártún 6.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 262 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta Grundarfjarðarbæ lóðinni að Ártúni 8 í samræmi við gr. 1.3. um úthlutun lóðar án undangenginnar auglýsingar.

    Vakin er athygli á því að stærð lóðarinnar getur breyst lítillega áður en endurskoðað deiliskipulag fyrir iðnaðar- og athafnasvæði vestan Kvernár tekur gildi, en drög að skipulaginu voru kynnt í sumar og verður endanleg tillaga auglýst á næstunni.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar um úthlutun og ráðstöfun lóðarinnar.
  • Farið yfir stöðuna í vinnu við gerð deiliskipulags Ölkeldudals.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 262 Farið var yfir tímaáætlun fyrir vinnsluferli deiliskipulagstillögunnar.

    Gerð vinnslutillögu er á lokametrunum og er stefnt að því að hún verði send nefndinni í næstu viku.

    Stefnt að því að stýrihópur deiliskipulagsverkefnisins fundi í þessari viku og að mögulega verði boðað til aukafundar í skipulagsnefnd í næstu viku til að ræða deiliskipulagstillöguna og afgreiða til auglýsingar (vinnslutillaga). Lokatillaga til auglýsingar yrði tilbúin mjög fljótt eftir að auglýsingu vinnslutillögu lýkur.





  • Lagt fram til kynningar nýtt lóðarblað fyrir Fellasneið 14, landnúmer L172872.

    Lóðin er skráð 712 m2 í Fasteignaskrá en stækkar nú um 56,2 m2 og verður 768,2.

    Vísað er til erindis þáverandi lóðarhafa þar sem óskað var eftir stækkun lóðarinnar í þessa veru, sem bæjarstjórn hafði áður samþykkt.

    Upprunalandið Hellnafell stækkar um 44,5 m2 til samræmis við nýjar mælingar Fellasneiðar 12 og 14.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 262 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi lóðarblöð og felur skipulagsfulltrúa að kynna breytinguna fyrir lóðarhafa áður en gengið er frá nýjum lóðarleigusamningi og skráningu.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lagt fram til kynningar lóðarblað fyrir Fellasneið 12, landnúmer L200352.

    Lóðin er skráð 748 m2 í Fasteignaskrá en minnkar um 100,7 m2 í 647,3 skv. mælingu.

    Hluti lóðarinnar hefur verið lagður undir stækkun lóðar nr. 14 við Fellasneið, sbr. næsta dagskrárlið á undan.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 262 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi lóðarblöð.

    Lóðin er í eigu og umsjón bæjarins, en á henni er leiksvæði, og því þarf ekki að kynna þessa ráðstöfun sérstaklega fyrir lóðarhafa.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lagður fram til kynningar nýr uppdráttur vegna breyttrar staðsetningar orlofshúsa í Innri-Látravík, sem borist hefur skipulagsfulltrúa.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 262 Lagður fram til kynningar nýr afstöðuuppdráttur vegna breyttrar staðsetningar smáhúsa að ósk nefndarinnar, sbr. afgreiðslu á 260. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 15. ágúst sl.

    Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytta staðsetningu húsanna.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

9.Hafnarstjórn - 14

Málsnúmer 2410005FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundarerð 14. fundar hafnarstjórnar.
  • Lögð fram tillaga hafnarstjóra að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar 2025.
    Hafnarstjórn - 14 Hafnarstjóri fór yfir framlagt yfirlit um stöðu hafnarsjóðs í lok september 2024, samanborið við fjárhagsáætlun 2024.

    Tekjur voru áætlaðar samtals 170,7 millj. kr. árið 2024 (hafnargjöld og þjónustugjöld) og er reiknað með að höfnin standist þá áætlun, en tekjur eftir 9,5 mánuði ársins eru ríflega 145 millj. kr. Áætluð rekstrargjöld 2024 eru tæplega 112,5 millj.kr. og er reiknað með að útgjöld verði undir þeirri áætlun. Framkvæmdakostnaður var áætlaður 30 millj. kr. fyrir árið 2024.

    Hafnarstjóri fór yfir tillögu að áætlun fyrir rekstur og fjárfestingar 2025.

    Farið yfir áætlunina, einkum áætluð fjárfestingarverkefni.

    Hafnarstjórn samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar vegna fyrri umræðu. Hafnarstjórn gerir fyrirvara um nánari skoðun á nokkrum fjárfestingarliðum, m.a. viðbyggingu þjónustuhúss við núverandi hafnarhús ? sem er til áframhaldandi vinnslu.
    Bókun fundar Bæjarstjórn vísar tillögu hafnarstjórnar að fjárhagsáætlun hafnarinnar 2025 til frekari umræðu bæjarráðs milli fyrri og síðari umræðu fjárhagsáætlunar.

    Samþykkt samhljóða.
  • 9.2 2409014 Gjaldskrár 2025
    Lögð fram og rædd tillaga að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar sem taki gildi 1. janúar 2025.
    Hafnarstjórn - 14 Við umræðu gerði hafnarstjórn nokkrar minniháttar breytingar á tillögunni.

    Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá hafnarinnar og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir tillögu hafnarstjórnar að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar sem taki gildi 1. janúar 2025.
  • Farið yfir stöðu í vinnu við undirbúning deiliskipulags fyrir hafnarsvæði sunnan Miðgarðs.

    Halldóra Hreggviðsdóttir og Herborg Árnadóttir, skipulagsráðgjafar, voru gestir fundarins í fjarfundi undir þessum lið.
    Hafnarstjórn - 14 Unnið er að mótun viðfangsefna í deiliskipulagsgerð og verkáætlun.

    Einnig er nú verið að vinna í greinargerð skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana vegna tilkynningar til Skipulagsstofnunar um stækkun hafnarsvæðis með landfyllingu. Vegagerðin hefur frumhannað landfyllinguna og skipulagsráðgjafar hafnarinnar vinna nú að frágangi með Vegagerðinni, þannig að gögnin falli sem best að þeim ramma sem lögin setja. Greinargerðin verður send inn þegar aðalskipulagbreyting vegna iðnaðarsvæðisins vestan Kvernár hefur verið staðfest af Skipulagsstofnun, vegna efnistöku á því svæði.

    Farið var yfir viðfangsefni í komandi deiliskipulagsgerð og rætt um afmörkun þess svæðis sem deiliskipulagið á að ná til. Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn afmörkun deiliskipulagssvæðis, eins og sýnt er á mynd í minnisblaði/fundapunktum sem ritaðir eru um umræður þessa dagskrárliðar og lagt undir fundinn.

    Hafnarstjórn mun taka saman nánara yfirlit um þarfir hafnarinnar sem verður efniviður í deiliskipulagsvinnu. Fundað verður um þessi mál sérstaklega á fundi innan skamms. Haldið verður áfram samtali við hagsmunaaðila á grunni hagaðilagreiningar og tilhögun samráðs ákveðin á þeim grunni.

    Ráðgjafar vinna áfram að verkefnistillögu til hafnarstjórnar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu hafnarstjórnar og vísar tillögum og gögnum til kynningar í skipulagsnefnd.

10.Hafnarstjórn - 15

Málsnúmer 2411003FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundarerð 14. fundar hafnarstjórnar.
  • Hafnarstjóri lagði fram til skoðunar og umræðu teikningar (vinnuskjöl) að viðbyggingu við hafnarhúsið, sem hafnarstjórn ræddi á síðasta fundi sínum í tengslum við fjárfestingar ársins 2025.

    Stækkun hússins er á hugmyndastigi en væri aðallega hugsuð til að mæta þörfum fyrir aukna þjónustu á hafnarsvæðinu vegna móttöku skemmtiferðaskipa.
    Hafnarstjórn - 15 Hafnarstjórn fór yfir framlagðar vinnuteikningar og ræddi þær.

    Hafnarstjórn mun taka saman helstu forsendur fyrir stækkuninni (þarfagreiningu), sem lið í undirbúningsvinnu. Samþykkt samhljóða.

    Til áframhaldandi vinnslu á næsta fundi.

11.Skipulags- og umhverfismál - ráðning í stöðu

Málsnúmer 2411008Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn auglýsti starf skipulagsfulltrúa í desember 2023, en auglýsing bar ekki árangur um ráðningu.

Lögð fram umsóknargögn frá Nönnu Vilborgu Harðardóttur um starfið, með þeim fyrirvara að réttinda til að sinna embætti skipulagsfulltrúa verði aflað í starfi.

Bæjarstjórn samþykkir að ráða Nönnu Vilborgu Harðardóttur í starf á verksviði umhverfis- og skipulagsmála, og felur bæjarstjóra að ganga frá ráðningarsamningi, með vísan til 1. mgr. 6. gr. og auglýsingar um starf hjá Grundarfjarðarbæ.

Samþykkt samhljóða.

12.Fjárhagsáætlun 2024 - viðauki 2

Málsnúmer 2309002Vakta málsnúmer

Lagður fram til afgreiðslu viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024, sem bæjarráð hefur áður tekið til umfjöllunar.



Bæjarstjórn samþykkir viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2024.

Samþykkt samhljóða.

13.Fasteignagjöld 2025

Málsnúmer 2409013Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit með áætlun fasteignagjalda 2025 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög, með tillögu bæjarráðs á álagningarprósentum fasteignagjalda 2025.

Farið yfir tillögu bæjarráðs til bæjarstjórnar um álagningu fasteignagjalda 2025.

Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.

14.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2409014Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir tillögur bæjarráðs að þjónustugjaldskrám næsta árs ásamt yfirliti með samanburði á helstu þjónustugjaldskrám 2024 hjá nokkrum öðrum sveitarfélögum.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustugjaldskrár fyrir árið 2025.

Samþykkt samhljóða.

15.Styrkumsóknir og afgreiðsla 2025

Málsnúmer 2409023Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir ásamt tillögum að styrkveitingum ársins 2025, sem bæjarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn.

GS og SG véku af fundi undir þessum lið.

Yfirlit yfir styrkumsóknir rætt ásamt tillögum að styrkveitingum ársins 2025 sem og framlög úr uppbyggingarsjóði árið 2025, sem bæjarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Tillögur að styrkveitingum ársins 2025 samþykktar samhljóða.

GS og SG tóku aftur sæti sín á fundinum.

16.Fjárhagsáætlun 2025 - fyrri umræða

Málsnúmer 2409008Vakta málsnúmer

Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun ársins 2025 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2026-2028, sem innifelur rekstraryfirlit, málaflokkayfirlit, efnahagsyfirlit og sjóðsstreymi. Jafnframt lagt fram rekstraryfirlit með samanburði á deildum milli áætlana 2024 og 2025. Einnig lögð fram fjárfestingaáætlun fyrir 2025 til fyrri umræðu.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun áranna 2026-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

17.Innviðaráðuneytið - Bréf til sveitarstjórnar frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Málsnúmer 2411003Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tvö bréf, dags. 1. október sl. og 22. október sl., frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) til sveitarstjórna vegna ársreiknings 2023.

18.Samband íslenskra sveitarfélaga - Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga

Málsnúmer 2409019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenska sveitarfélaga, dags. 4. nóvember sl., með uppfærðum forsendum fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025-2028.

19.EBÍ - Ágóðahlutagreiðsla 2024

Málsnúmer 2410017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf EBÍ um ágóðahlutagreiðslu ársins 2024. Ágóðahluti Grundarfjarðarbæjar er 419.000 kr.

20.Óbyggðanefnd - Þjóðlendumál eyjar og sker

Málsnúmer 2402015Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Óbyggðanefndar, dags. 10. október sl., varðandi þjóðlendumál eyja og skerja og upplýsingar sem bæjarstjóri hefur aflað.



21.Svæðisgarðurinn Snæfellsnes - Skýrsla stjórnar - Fulltrúaráðsfundur 12. okt. 2024

Málsnúmer 2411006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð ársfundar fulltrúaráðs Svæðisgarðsins Snæfellsness sem haldinn var 12. október sl.

22.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - Fundargerðir 2024

Málsnúmer 2403013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 192. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands (HeV), sem haldinn var 21. október sl. Einnig lögð fram ýmis önnur gögn frá HeV.

23.Samtök sjávarútvegsfélaga - Fundargerðir 82. og 83. fundar

Málsnúmer 2411005Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga; fundargerð 82. fundar sem haldinn var 22. október sl. og fundargerð 83. fundar sem haldinn var 29. október sl., ásamt fundargerð aðalfundar samtakanna sem haldinn var 9. október sl.

24.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2024

Málsnúmer 2402019Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands; fundargerð 464. fundar sem haldinn var 15. ágúst sl., fundargerð 465. fundar sem haldinn var 9. september sl. og fundargerð 466. fundar sem haldinn var 23. október sl.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:46.