293. fundur 12. desember 2024 kl. 16:30 - 19:24 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Garðar Svansson (GS)
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
  • Marta Magnúsdóttir (MM)
    Aðalmaður: Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína, sbr. framlagt skjal.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2022-2026

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Forseti fór yfir fundardaga bæjarstjórnar frá janúar til júní nk. Fundir bæjarstjórnar verða sem hér segir:
- 9. janúar
- 13. febrúar
- 13. mars
- 10. apríl
- 8. maí
- 12. júní

Forseti lagði til að framsetning mánaðar- og fæðisgjalda verði sett fram með skýrari hætti í gjaldskrá vegna leikskólagjalda, svo komast megi hjá misskilningi.

Tillaga um orðalag:

"Mánaðargjald er fast jafnaðargjald á mánuði óháð fjölda mánaðardaga eða frídaga sem falla á tiltekna mánuði. Afsláttur er ekki veittur af mánaðargjaldi."

"Fæðisgjald er fast gjald á mánuði óháð frídögum sem falla á tiltekna mánuði. Afsláttur er ekki veittur af fæðisgjaldi nema barn sé fjarverandi vegna veikinda í lengri tíma en eina viku samfellt og skal þá gera leikskólastjóra viðvart."

Samþykkt samhljóða.

3.Bæjarráð - 629

Málsnúmer 2411006FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 629. fundar bæjarráðs.
  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
    Bæjarráð - 629
  • 3.2 2402013 Greitt útsvar 2024
    Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-nóvember 2024.
    Bæjarráð - 629 Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hjá Grundarfjarðarbæ hækkað um 4,6% miðað við sama tímabil í fyrra.
  • Lagt fram níu mánaða rekstraryfirlit janúar-september 2024.
    Bæjarráð - 629
  • Lögð fram viðbótarumsókn um styrk 2025.
    Bæjarráð - 629 Styrkbeiðni vísað til bæjarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram fjárfestingaáætlun 2025 og tilheyrandi gögn.
    Bæjarráð - 629 Farið yfir fjárfestingar ársins 2025. Lögð fram endurskoðuð tillaga um fjárfestingar 2025 og tillaga um fjárfestingar Grundarfjarðarhafnar 2025, í framhaldi af fundi bæjarstjórnar og hafnarstjórnar 3. desember.

    Umræða um drögin og fjárfestingar 2025.

    Fjárfestingaáætlun 2025 samþykkt til 2. umræðu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Kynnt beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um afskrift á álögðum opinberum gjöldum. Afskrifaður höfuðstóll er að fjárhæð 912.318 kr.
    Bæjarráð - 629 Lagt til að bæjarráð samþykki beiðni sýslumanns.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða afskrift á álögðum opinberum gjöldum að fjárhæð 912.318 kr. auk vaxta.
  • Íbúð að Hrannarstíg 36 sem bæjarstjórn ákvað að yrði seld er tilbúin til auglýsingar.

    Lögð fram drög að auglýsingu um sölu íbúðarinnar og verðmat fasteignasala fyrir íbúðina. Áður hafa verið lögð fram önnur gögn, eins og um kvaðir á íbúðinni og eignaskiptayfirlýsing.

    Bæjarráð - 629 Bæjarstjóra falið umboð til að auglýsa og annast framkvæmd sölu íbúðarinnar, þ.m.t. að sjá um samningsgerð skv. framlögðum skilmálum. Komi upp álitaefni verður þeim vísað til bæjarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram til kynningar drög að reglum FSS um stoðþjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
    Bæjarráð - 629 Mál í vinnslu og til afgreiðslu síðar.
  • Lögð fram til kynningar drög að reglum FSS um stuðningsþjónustu.
    Bæjarráð - 629 Mál í vinnslu og til afgreiðslu síðar.
  • Lagður fram til kynningar samningur við Orkusjóð um orkuskipti.
    Bæjarráð - 629
  • Lagður fram til kynningar samningur við Orkusjóð um orkuskipti.
    Bæjarráð - 629
  • Lagður fram til kynningar samningur við Mílu um ljósleiðaraframkvæmdir.

    Samningurinn er gerður í tengslum við samning Grundarfjarðarbæjar við Fjarskiptasjóð, sem lagður var fram í bæjarstjórn til kynningar 8. október sl., en hann kveður á um greiðslu styrks til að ljúka ljósleiðaralagningu í nokkur hús sem eftir voru í þéttbýli Grundarfjarðar.

    Ljósleiðaralagningu er nú lokið í sveitarfélaginu.

    Bæjarráð - 629
  • Lagður fram til kynningar samningur Grundarfjarðarbæjar við Vegagerðina um veghald þjóðvegar í þéttbýli fyrir árið 2024.
    Bæjarráð - 629 Bókun fundar Grundarfjarðarbær sinnir hluta veghalds á Snæfellsnesvegi 54 sem liggur um Grundargötu í þéttbýli Grundarfjarðar, alls um 1970 m, auk 210 m tenginga, samtals 2.180 m.

    Bæjarstjóri hefur óskað eftir því við Vegagerðina að hluta Borgarbrautar, frá Grundargötu og að hafnarsvæði, verði bætt við samninginn, þar sem höfnin sé í þjónustuneti Vegagerðarinnar og vegur að henni eigi að falla undir ákvæði samningsins, eins og Grundargata.

    Rætt um ástand þjóðvegar 54 milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur, sem er orðið afar lélegt. Bæjarstjórn mun taka málið til sérstakrar umræðu á fundi sínum í janúar nk.
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambandsins um ýmsar lykiltölur sveitarfélaga.
    Bæjarráð - 629

4.Skólanefnd - 177

Málsnúmer 2411005FVakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK og LÁB.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 177. fundar skólanefndar.
  • Á dagskrá skólanefndar eru eftirfarandi atriði, skv. fyrirliggjandi starfsáætlun nefndarinnar.

    Lagt fram minnisblað um efni fundarins, en yfirferð þessara atriða er hugsuð sem vinnufundur/samtal við skólastjórnendur.

    Skólanefnd - 177
    Farið yfir og rætt um eftirfarandi atriði sem fyrir liggja sem efni skólanefndar á þessum fundi skv. fyrirliggjandi starfsáætlun nefndarinnar:

    - Skólanámskrá leik-, grunn- og tónlistarskóla, innihald þeirra og hvernig þær eru unnar.

    - Sérfræðiþjónustu við nemendur, um þjónustu og fyrirkomulag.

    - Sérfræðiþjónustu við kennara og starfsfólk skólanna, en það er fyrst og fremst Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga sem sér um þá þjónustu. Einnig er Grundarfjarðarbær að kaupa þjónustu af Ásgarði, skólaþjónustu, sbr. nýja menntastefnu og fleira sem Ásgarður aðstoðar við.

    Á döfinni er að skólanefnd fái nýjan forstöðumann Félags- og skólaþjónustu inn á fund til sín. Stefnt að því í upphafi næsta árs.

    - Nemendaverndarráð, fyrirkomulag í grunnskóla og leikskóla.

    - Innleiðing menntastefnu. Farið yfir helstu skref, Gunnþór og skólastjórar gerðu grein fyrir stöðunni.

  • Farið yfir helstu fjárhagsstærðir, skv. fjárhagsáætlun 2025, en fyrri umræða áætlunar fór fram 14. nóv. sl. í bæjarstjórn. Síðari umræða verður 12. des. 2024.



    Skólanefnd - 177 Bæjarstjóri fór yfir rekstrar- og fjárfestingaáætlun 2025 fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla, einnig fjárfestingar vegna íþróttahúss.

    Einkum rætt um fjárfestingarverkefni, sem aðallega er viðhald og endurbætur á húsi, skólalóð og búnaði.
  • Lagðar fram til kynningar eftirlitsskýrslur með leiksvæðum (grunn- og leikskóli), unnar af BSI á Íslandi, frá júlí sl. en mörg atriði hafa verið endurbætt síðan þá.

    Skólanefnd - 177 Farið yfir efni skýrslnanna og rætt um endurbætur sem gerðar hafa verið á leiksvæðum/skólalóðum í sumar.

5.Skólanefnd - 178

Málsnúmer 2412006FVakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK og LÁB.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 178. fundar skólanefndar.
  • Á dagskrá skólanefndar í desember eru eftirfarandi atriði, skv. fyrirliggjandi starfsáætlun nefndarinnar:

    - Samstarf skólastiga
    - Foreldrafélög
    - Skóla- og foreldraráð
    - Staða á innra mati, skipulag vinnu

    Sjá gögn undir næstu dagskrárliðum sem falla að þessum umræðupunktum.

    Farið yfir og rætt um framangreind atriði sem bókuð eru undir hverjum dagskrárlið.

    Skólanefnd - 178
  • Framlagðir minnispunktar leikskólastjóra, svör við spurningum um efni fundarins.
    Skólanefnd - 178 Rætt um eftirfarandi atriði skv. starfsáætlun skólanefndar:

    - Samstarf skólastiga

    Mest er samstarf Leikskólans Sólvalla og leikskóladeildarinnar Eldhamra. Vikulegar heimsóknir eru núna í gangi og skiptast Eldhamrar og Sólvellir á að koma í heimsókn, aðra hvora viku.
    Samstarf er við tónlistarskóla og grunnskóla, en mætti auka.
    Gott samstarf hefur verið tekið upp milli bókasafns og leikskóla frá vorönn 2024, með reglulegum heimsóknum leikskólabarna á bókasafnið.

    Rætt um möguleika á að hafa leikskólaval sem áfanga í grunnskóla.

    Í umræðum fundarmanna kom fram áhugi á að auka samstarf.

    - Foreldrafélag leikskólans

    Upplýsingar um foreldrafélagið, lög þess og starfsáætlun fyrir skólaárið 2024-25 er að finna inná vef Leikskólans Sólvalla og voru gögnin nýverið uppfærð.


    - Skóla- og foreldraráð

    Upplýsingar um foreldraráð, lög þess og starfsáætlun fyrir skólaárið 2024-25 er að finna inná vef Leikskólans Sólvalla, einnig fundargerðir foreldraráðs, og voru gögnin nýverið uppfærð.


    - Staða á innra mati, skipulag vinnunnar

    Rætt með grunnskólanum. Gunnþór útskýrði fyrirkomulag vinnunnar, en leikskólinn er kominn vel á veg með vinnu í innra mati.
    Hann sýndi þau skjöl sem unnið er með og framvindu vinnunnar, sem fylgst er með, auk þess sem Heiðdís leikskólastjóri sagði frá starfinu.
  • Drög að endurskoðuðum inntökureglum fyrir Leikskólann Sólvelli, lagðar fyrir skólanefnd til umsagnar.
    Skólanefnd - 178 Drög að endurskoðuðum inntökureglum ræddar.

    Skólanefnd veitir jákvæða umsögn um drögin, en felur bæjarstjóra að gera breytingu á grein um forgang að leikskóladvöl, í samræmi við umræður fundarins.

    Rætt um að reglurnar nái einnig til Eldhamra. Til skoðunar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að endurskoðuðum inntökureglum fyrir Leikskóla, með þeim breytingum sem samþykktar voru af skólanefnd og bæjarstjóra var falið að ganga frá.
  • Framlagðir minnispunktar grunnskólastjóra, svör við spurningum um efni fundarins, sem og fleiri gögn, s.s. niðurstöður úr Íslensku æskulýðsrannsókninni, niðurstöður úr Skólapúlsinum 2024-25, úrbótaáætlun.

    Skólanefnd - 178 Sigurður Gísli skólastjóri fór lauslega yfir þær kannanir/niðurstöður sem fyrir fundinum lágu og hvernig þær niðurstöður eru nýttar til að setja skipulega niður þær "úrbætur" sem skólinn ákveður að vinna að.

    Rætt um eftirfarandi atriði skv. starfsáætlun skólanefndar:

    - Samstarf skólastiga

    Vísað í framangreinda umræðu og minnispunkta um samstarf leikskóladeildarinnar Eldhamra og Leikskólans Sólvalla, ennfremur Eldhamra og grunnskóla, grunn- og tónlistarskóla, o.fl.

    Í umræðum fundarmanna kom fram áhugi á að auka samstarf.

    - Foreldrafélag grunnskólans

    Upplýsingar um foreldrafélag grunnskólans og lög þess, sem eru frá 2012.
    Rætt um starf félagsins og gerði Sylvía Rún, formaður félagsins, grein fyrir starfinu. Rætt um hlutverk foreldrafélagsins og bekkjarfulltrúa, sem skipa skal í samræmi við reglur foreldrafélagsins. Æskilegt er að vinna starfsáætlun félagsins og stjórn boðinn stuðningur við það, eins og foreldrafélag leikskólans fékk frá skólaráðgjafa.


    - Skóla- og foreldraráð

    Upplýsingar um foreldraráð og hlutverk þess fyrir skólaárið 2024-25 er að finna inná vef grunnskólans.


    - Staða á innra mati, skipulag vinnunnar

    Rætt með sama atriði vegna leikskólans. Gunnþór útskýrði fyrirkomulag vinnunnar og sýndi skjöl sem unnið er með, auk þess sem skólatjóri sagði frá. Innra mat Eldhamra er unnið með innra mati grunnskólans.

  • Framlagðir minnispunktar grunnskólastjóra, svör við spurningum um efni fundarins, fyrir Eldhamra og grunnskóla. Einnig önnur gögn, eins og um innra skipulag Eldhamra, námskrá Eldhamra og dagsskipulag 2024-25.

    Skólanefnd - 178 Vísað í sameiginlega umræðu með leik- og grunnskólanum.
  • Tónlistarskólinn á 50 ára afmæli 15. janúar 2025. Lagðir fram minnispunktar Lindu Maríu Nielsen aðstoðarskólastjóra.

    Skólanefnd - 178 Jólatónleikar tónlistarskólans verða haldnir miðvikudaginn 11. desember nk. kl. 17:00 í Grundarfjarðarkirkju.

    Fimmtíu ára afmæli tónlistarskólans er 15.janúar 2025. Þá á yfirstandandi framkvæmdum að vera lokið. Stefnt er að því að vera með opið hús þann dag og bjóða gestum í heimsókn, með tilheyrandi veitingum og skemmtun.
    Vonir standa til þess að hægt verði að halda veglega afmælistónleika í vor, en það er í skoðun.

6.Íþrótta- og tómstundanefnd - 112

Málsnúmer 2412001FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 112. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.
  • Íþróttafélögin voru beðin um tilnefningar í samræmi við reglur um kjör á íþróttamanni Grundarfjarðar.

    Í samræmi við reglurnar taka fulltrúar íþróttafélaganna, ásamt aðal- og varamönnum í íþrótta- og tómstundanefnd, þátt í að velja íþróttamanninn. Tryggvi Hafsteinsson, fulltrúi deildar hjá Ungmennafélagi Grundarfjarðar, tók þátt með því að senda atkvæði sitt til formanns, fyrir fund.

    Íþrótta- og tómstundanefnd - 112 Fram voru lagðar fjórar tilnefningar íþróttamanna vegna ársins 2024.

    Farið var yfir tilnefningarnar og reglur sem um kjörið gilda.

    Gengið var til kjörs á íþróttamanni ársins í samræmi við reglurnar. Niðurstöðu verður haldið leyndri þar til íþróttafólk ársins verður heiðrað, sem verður á gamlársdag.

    Íþrótta- og tómstundafulltrúi mun sjá til þess að farandbikar verði áritaður og að verðlaunaskjöldur verði útbúinn fyrir íþróttamann ársins. Aðrir íþróttamenn fái blómvönd. Öll fái þau áritað skjal.

    Fulltrúum íþróttafélaganna var þökkuð koman og viku þau af fundi.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS og BÁ.

7.Hafnarstjórn - 17

Málsnúmer 2412008FVakta málsnúmer

  • Lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun hafnarinnar 2025.

    Hafnarstjórn - 17 Áætlunin gerir ráð fyrir um 70 millj.kr. í fjárfestingu 2025, stærsti liður er bygging aðstöðuhúss (stækkun) að Nesvegi 2.

    Einnig endurbætt rekstraráætlun.

    Fjárhagsáætlun, tillaga til bæjarstjórnar, samþykkt samhljóða.


    Bókun fundar Tillaga hafnarstjórnar er í samræmi við fjárhagsáætlun sem lögð er fyrir hjá bæjarstjórn til afgreiðslu síðar á dagskránni.
  • Lagðar fram tillöguteikningar Sigurbjarts Loftssonar, W7, þar á meðal endurbætt teikning dagsett í dag.





    Hafnarstjórn - 17 Farið yfir framlagða teikningu að viðbyggingu.

    Umræður um teikningu og byggingarmál.

    Byggingaráform samþykkt skv. teikningu til áframhaldandi vinnslu.

    Bókun fundar Afgreiðsla hafnarstjórnar staðfest.
  • Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Hafnasambandsins af fundum nr. 464-467.
    Hafnarstjórn - 17

8.Skipulags- og umhverfisnefnd - 263

Málsnúmer 2412003FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 263. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna legu háspennulína í aðalskipulaginu.

    Með breytingunni eru aðalskipulagsuppdrættir leiðréttir til samræmis við raunverulega legu strengjanna. Fyrir liggur umsögn Landsnets, dags. 19. nóvember 2024, en Landsnet fór yfir lagnaleiðir uppdráttanna og gerir ekki athugasemdir.

    Bæjarstjórn telur að breytingin sé þess eðlis að málsmeðferð óverulegrar breytingar, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga, eigi við.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 263 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 vegna leiðréttingar á legu háspennulína í aðalskipulaginu, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga, og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og framlagða tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 vegna leiðréttingar á legu háspennulína í aðalskipulaginu, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

    Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að afgreiða málið skv. viðeigandi skipulagsferli.
  • Lögð er fram tillaga að breytingu á Deiliskipulagi aðveitustöðvar sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Í breytingunni felst að mörk deiliskipulagsins breytast á norðvesturhorni deiliskipulagssvæðisins. Við breytinguna minnkar deiliskipulagssvæðið úr 7,94 ha í 7,68 ha, þ.e. um 2.621 m2. Að öðru leyti er deiliskipulagið óbreytt.

    Breytingin er tilkomin vegna endurskoðunar á aðliggjandi deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæðið vestan Kvernár (mál 2101038).

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 263 Skipulags- og umhverfisnefnd telur breytinguna óverulega og leggur því til að með hana verði farið skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og hún grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Deiliskipulagi aðveitustöðvar og leggur til að hún fari í kynningu sem óveruleg breyting á skipulagi, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að gera örlitlar lagfæringar á framlagðri tillögu og leggja tillöguna fram til grenndarkynningar skv. 44. grein skipulagslaga.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og framlagða tillögu að óverulegri breytingu á Deiliskipulagi aðveitustöðvar sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulags skipulagslaga.

    Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að afgreiða málið skv. viðeigandi skipulagsferli.
  • Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins vestan Kvernár, til auglýsingar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Sameiginleg lýsing fyrir endurskoðun deiliskipulagsins og breytingu á aðalskipulagi var kynnt almenningi og umsagnaraðilum í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 20.11. til 27.12.2023.
    Tillaga að deiliskipulagi var kynnt á vinnslustigi, skv. 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010 10.06. til 01.07.2024. Umsagnir og athugasemdir sem bárust voru hafðar til hliðsjónar við mótun auglýstrar tillögu. Athugasemdir sem bárust við auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi fyrir iðnaðarsvæðið vestan Kvernár skv. 31. gr. skipulagslaga hafa einnig verið hafðar til hliðsjónar við hönnun deiliskipulagsins.

    Markmið með gerð deiliskipulagsins

    Markmiðið með gerð þessa deiliskipulags er að auka framboð á lóðum fyrir iðnaðarstarfsemi í Grundarfjarðarbæ til framtíðar og tryggja hagkvæma nýtingu á landi, innviðum og jarðefnum. Aukin eftirspurn er eftir iðnaðarlóðum, sem nauðsynlegt er að verða við, fyrir þróun og uppbyggingu í sveitarfélaginu. Skipulag og uppbygging iðnaðarsvæðisins er mikilvægur þáttur til að styrkja undirliggjandi grunnþjónustu og fjölbreytni í atvinnusköpun og nýta vel auðlindir sem felast í notkun efnis af svæðinu til grjótnáms, áður en það er byggt upp. Þetta er eina iðnaðarsvæði Grundarfjarðarbæjar og því mikilvægt að nýta svæðið vel.

    Helstu breytingar með deiliskipulaginu

    - Deiliskipulagssvæðið stækkar úr 4,1 ha í 11,5 ha.
    - Lóðum fjölgar úr 15 í 28.
    -Óbyggðar lóðir við norðanvert Hjallatún stækka til norðurs inn á núverandi veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar.
    - Lóðarstærðir breytast á nokkrum lóðum sbr. töflu 1.1.
    - Byggingarreitir eru stækkaðir til þess að auka sveigjanleika í uppbyggingu.
    - Hámarksnýtingarhlutfall lóða hækkar úr 0,3 í 0,4.
    - Tvær akstursleiðir liggja inn á iðnaðarsvæðið. Sú vestari er færð vestar. Með því fæst betri nýting á vesturhluta svæðisins, gatnagerð innan svæðis minnkar, lóðir verða hæfilega djúpar og gott aðgengi að þeim tryggt.
    - Tvær nýjar götur verða á svæðinu, Innratún og Grafartún, en nöfn þeirra vísa í örnefni á svæðinu.
    - Skilmálar í eldra deiliskipulagi eru felldir úr gildi og nýir skilmálar settir í þeirra stað.
    - Gert er ráð fyrir samgöngu- og útivistarstíg meðfram Snæfellsnesvegi, norðan við deiliskipulagssvæðið.
    - Setja skal upp mön á vestasta hluta iðnaðarsvæðisins þar sem það liggur að íbúðarreit.
    - Iðnaðarsvæðið er almennt lækkað frá þeirri hæð sem nú er, til að bæta lóðir og götur. Verðmætt steinefni sem til fellur við þá landmótun verður nýtt til uppbyggingar í sveitarfélaginu.
    - Settir eru skilmálar um lágmarkshæð á landi á nýjum lóðum og lágmarkshæð á gólfkótum.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 263 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að nýju deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins vestan Kvernár til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um að eftirfarandi breytingar verði gerðar:

    Lóðamörk við Snæfellsnesveg verði færð þ.a. þau séu almennt 15 m frá miðlínu Snæfellsnesvegar. Tryggja þurfi við þær breytingar að vel sé hugað að 7,5 m öryggissvæði stofnvegarins frá miðlínu hans svo og kvöðum sem tryggi aðlaðandi ásýnd að iðnaðarsvæðinu frá Snæfellsnesvegi. Auk þessa verði aðrar minniháttar lagfæringar gerðar. Skipulagsfulltrúa er falið að sjá um framangreindar breytingar á skipulagsgögnum.

    Skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu með framangreindum breytingum.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og SG.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að nýju deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins vestan Kvernár til auglýsingar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að gera minniháttar lagfæringar á skipulagsgögnum og að auglýsa að því búnu tillöguna með viðeigandi hætti. Auglýsingartími er að lágmarki 6 vikur.

    Stefnt verði að kynningu tillögunnar/opnu húsi í byrjun nýs árs.

  • Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi Ölkeldudals til kynningar á vinnslustigi skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010; uppdráttur og greinargerð.

    Sameiginleg lýsing fyrir þetta nýja deiliskipulag og breytingu á aðalskipulagi var auglýst frá 28.2.2024 til 20.3.2024 í samræmi við 40. gr. og 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir sem bárust við lýsingu voru hafðar til hliðsjónar við mótun deiliskipulagstillögunnar. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna Ölkeldudals hefur áður verið auglýst á vinnslustigi sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Einnig liggur fyrir samþykki bæjarstjórnar til auglýsingar aðalskipulagsbreytingar í samræmi við 31. gr. skipulagslaga.

    Áherslur við endurskoðun deiliskipulagsins eru:

    - Ölkeldudalshverfið verði styrkt með fjölgun íbúða, í hentugum stærðum fyrir íbúa, með góðu aðgengi að skóla- og íþróttastarfi.
    - Ný íbúðarbyggð á jaðri Paimpolgarðsins verði hönnuð þannig að hún myndi skjólsælt og sólríkt rými um garðinn.
    - Paimpolgarðinum verði gert hærra undir höfði og hann byggður upp samhliða íbúðarbyggðinni, sem skjólsæll, sólríkur, gróðurríkur og aðlaðandi útivistar- og íverusvæði til leikja, dvalar og útivistar allan ársins hring fyrir íbúa og gesti bæjarins.
    - Í garðinum í kringum Steinatjörn verði aðlaðandi votlendi, hluti af blágrænum rýmum bæjarins. Svæðið verði leiðarvísir um eðli og uppbyggingu blágræns ofanvatnskerfis Grundarfjarðarbæjar. Vinabæjartengslum við Paimpol verði einnig gerð rík skil.
    - Fráveitukerfi hverfisins verði endurnýjað samhliða uppbyggingu, þar sem það ber ekki aukið álag án þess. Ofanvatnið verði aðskilið fráveitulögnum með skólp og nýtt blágrænt ofanvatnskerfi lagt innan nýrra lóða og í almenningsrýmum.
    - Ölkeldudalshverfið verði gönguvænt í samræmi við áherslur í aðalskipulagi og verkefnið „Gönguvænn Grundarfjörður" sbr. markmið aðalskipulagsins. Stígar verði hannaðir, sem tengja aðliggjandi útivistar-, íbúðar-, skóla- og íþróttasvæði við Paimpolgarðinn.
    - Umferðaröryggi verði aukið fyrir vegfarendur, götur hannaðar sem 30 km götur, gangstéttar og stígakerfi bætt. Sérstaklega er horft til aðgengis og öryggis í kringum skóla- og íþróttasvæðið.
    - Blágrænar ofanvatnslausnir verði innleiddar í hverfinu. Þær verði samþættar uppbyggingu, grænar og gróðurríkar, til fegrunar og yndisauka í almenningsrýmum. Þær verði einnig nýttar sem hluti hraðalækkandi aðgerða í götunum.

    Helstu breytingar með framangreindu deiliskipulagi:

    - Deiliskipulagsmörk breytast og við það stækkar deiliskipulagssvæðið úr 8,7 ha í 9,4 ha.
    - Hluti Paimpolgarðsins breytist úr opnu svæði í íbúðasvæði og garðurinn sjálfur verður endurhannaður sem skjólsælt almenningssvæði.
    - Nýjar íbúðalóðir verða við Ölkelduveg og Borgarbraut fyrir allt að 28 íbúðir í rað- og fjölbýlishúsum.
    - Götur eru endurhannaðar og þrengdar, gatnamótum breytt og aukin áhersla lögð á öruggar þveranir yfir götur ásamt bættum gangstéttum og göngustígum.
    - Einbýlishúsalóð við Ölkelduveg 19 er felld út og einbýlishúsalóð við Ölkelduveg 17 stækkuð til suðurs og henni breytt í parhúsalóð.
    - Í gildandi deiliskipulagi var heimilt að reisa raðhús með 3-4 íbúðum við Ölkelduveg 39-45. Í endurskoðuðu deiliskipulagi verður heimilt að reisa raðhús með 3 íbúðum, lóð nr. 45 fellur út og lóðir stækka lítillega til suðurs.
    - Lóð Dvalarheimilisins Fellaskjóls við Hrannarstíg 20 hefur verið breytt vegna nýrra lóða sem komnar eru fyrir raðhús við Hrannarstíg 42-54 (skipulagsbreyting 2023) og vegna lóða við Hrannarstíg 22-28 (eignarland Fellaskjóls) sem ekki voru á sér lóðum áður.
    - Gert hefur verið ofanvatnsskipulag fyrir svæðið sem segir til um hvernig ofanvatn skuli meðhöndlað innan sem utan lóða.
    - Einstaka lóðir hafa verið lagfærðar á uppdrætti í samræmi við uppbyggingu síðustu ára og settar inn réttar mælingar á lóðum og mannvirkjum.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 263 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi Ölkeldudals til auglýsingar skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um smávægilegar breytingar á skipulagsgögnum. Skipulagsfulltrúa er falið að sjá um framangreindar breytingar á skipulagsgögnum.

    Skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu með framangreindum breytingum.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir að auglýst verði tillaga á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi Ölkeldudals, skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að gera minniháttar lagfæringar á skipulagsgögnum og að því búnu að koma tillögunni í auglýsingu með viðeigandi hætti.

    Stefnt verði að kynningarfundi/opnu húsi í komandi viku þar sem tillagan verði kynnt.

    Samþykkt með fimm atkvæðum (JÓK, SG, ÁE, BS, MM), tveir sátu hjá (GS, LÁB).
  • Grundarfjarðarhöfn hefur lagt inn umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu sunnanvert við hús hafnarinnar að Nesvegi 2 og að litlu leyti þaðan upp til vesturs, í átt að Nesvegi.

    Í gildandi deiliskipulagi hafnarsvæðis er gert ráð fyrir byggingarreit sunnanvert við hafnarhúsið. Viðbygging fer 3,2 m út fyrir byggingarreitinn til vesturs, meðfram 11,6 m langri viðbyggingunni til suðurs, eða um 37 m2. Í deiliskipulagi sem auglýst var 2023 og senn tekur gildi, er gert ráð fyrir stærri byggingarreit lóðarinnar (sem þar ber heitið Nesvegur 2A) þannig að hann nái yfir viðbygginguna skv. fyrirhuguðum byggingaráformum. Engar athugasemdir bárust við þessi áform á auglýsingatíma deiliskipulagsins.

    Grundarfjarðarhöfn óskar eftir samþykki fyrir viðbyggingu við hafnarhúsið skv. framlagðri teikningu.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 263 Skipulags og umhverfisnefnd telur umrædda breytingu (bygging út fyrir byggingarreit) óverulega og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi, sem útbúin verður, í samræmi við framlögð byggingaráform/teikningu. Með tillöguna verði farið skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og hún grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga, fyrir eigendum að Nesvegi 1, 3 og Borgarbraut 1. Skipulagsfulltrúa er falin umsýsla þessa máls og að leggja fram tillögu þegar hún liggur fyrir, til grenndarkynningar skv. 44. grein skipulagslaga

    Nefndin felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi/-heimild að öllum skilyrðum uppfylltum, sbr. byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br., með fyrirvara um grenndarkynningu og afgreiðslu málsins í bæjarstjórn.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og BÁ.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Þann 25. október sl. auglýsti Grundarfjarðarbær lausar til úthlutunar tvær lóðir á iðnaðarsvæðinu, við Hjallatún 1 og 3. Umsóknarfrestur var til og með 11. nóvember sl. Lóðinni við Hjallatún 1 var úthlutað til Vélsmiðju Grundarfjarðar ehf. í samræmi við auglýsingu og Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði. Eftir að auglýsingafrestur lóða rann út var lóðin sett á lista yfir lausar lóðir í Grundarfirði.

    Vélsmiðjan hefur nú einnig lagt inn umsókn um lóðina við Hjallatún 3.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 263 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta umsækjanda lóðinni við Hjallatún 3 í samræmi við auglýsingu og grein 1.2 í samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði.

    Vakin er athygli á þeim fyrirvara við úthlutunina, sem kemur fram í fyrrgreindri lóðaauglýsingu, að stærðir lóðarinnar geti breyst lítillega áður en endurskoðað deiliskipulag fyrir iðnaðar- og athafnasvæði vestan Kvernár tekur gildi, en drög að skipulaginu voru kynnt í sumar og verður endanleg tillaga væntanlega auglýst á næstu dögum.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Umsókn Orku náttúrunnar, í samvinnu við lóðarhafa að Grundargötu 59, um leyfi til uppsetningar á tveimur hraðhleðslustöðvum á lóðinni.

    Í tengslum við erindið var lóðin mæld upp og nýtt lóðarblað samþykkt í júní sl., þar sem lóðin var stækkuð um 559,3 m2.

    Á þeim grunni er unnt að afgreiða erindið.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 263 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti uppsetningu hraðhleðslustöðva á lóðinni Grundargötu 59 og felur skipulagsfulltrúa að vinna að nánari útfærslu á staðsetningu með umsækjanda og lóðarhafa, og gefa út framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum skipulagslaga.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram fyrirspurn frá Flosa H. Sigurðssyni lögmanni, opinbers skiptastjóra fyrir dánarbú Guðlaugar Guðmundsdóttur, um uppbyggingarheimildir á jörðunum Hömrum og Grund, með vísan í aðalskipulag.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 263 Skipulagsfulltrúa og bæjarstjóra falið að ganga frá svari til skiptastjórans, í samráði við lögmann bæjarins.
  • Í samræmi við ákvörðun nefndarinnar á 261. fundi 29. október sl. var auglýst eftir hugmyndum um heiti á ónefndum botnlanga út frá Borgarbraut, norðaustur af Grundargötu 12-28. Engin hús hafa þó heimilisfang við götuna.

    Alls bárust 27 tillögur í tölvupósti, í samræmi við auglýsinguna, og þar af tvær með ítarlegum rökstuðningi í sérstöku fylgiskjali.

    Tillögurnar hafa verið teknar saman í eitt skjal ásamt þeim rökstuðningi sem barst og lagðar fram nafnlaust fyrir skipulags- og umhverfisnefnd.

    Til upplýsingar eru einnig teknar saman 16 hugmyndir sem ekki voru sendar á starfsmann bæjarins en komu fram í umræðum á samfélagsmiðlum.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 263 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar öllum þeim sem sendu inn tillögur fyrir erindin og þeirra framlag.

    Guðmundi Rúnari, þjónustufulltrúa, var sömuleiðis þakkað fyrir skýra og góða samantekt.

    Vegna tímaskorts í lok fundar felur nefndin Bjarna formanni, Signýju og Björgu bæjarstjóra að ljúka við tillögugerðina og leggja tillögu um val heitis til bæjarstjórnar.

9.Fjárhagsáætlun 2024 - viðauki 3

Málsnúmer 2309002Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2024 sem felur í sér hækkun tekna hafnarinnar um 10 millj. kr. og hækkun á eignfærðum fjárfestingum ársins. Fjárfestingar A-hluta aukast um 17,4 millj. kr. og fjárfestingar B-hluta um 11,5 millj. kr., alls 28,9 millj. kr. Við þessar breytingar lækkar áætlað sjóðssteymi um 18,9 millj. kr.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2024.

Samþykkt samhljóða.

10.Fjárhagsáætlun 2025 - síðari umræða

Málsnúmer 2409008Vakta málsnúmer

Lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun 2025-2028 ásamt uppfærðri fjárfestingaáætlun, samanburðaryfirliti og greinargerð með fjárhagsáætlun.

Fjárhagsáætlun ársins 2025 kynnt við síðari umræðu í bæjarstjórn. Farið yfir áætlaðan rekstur, efnahag og sjóðsstreymi, auk útlistunar á breytingum sem hafa orðið milli umræðna.

Jafnframt farið yfir þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028.

Skv. rekstraryfirliti fjárhagsáætlunar 2025 fyrir A- og B-hluta eru heildartekjur áætlaðar 1.884,7 millj. kr. Áætlaður launakostnaður er 996,4 millj. kr., önnur rekstrargjöld 606,5 millj. kr. og afskriftir 85,8 millj. kr. Fyrir fjármagnsliði er gert ráð fyrir að rekstrarafkoma verði 196,0 millj. kr. Gert er ráð fyrir 119,0 millj. kr. fjármagnsgjöldum. Áætlun 2024 gerir ráð fyrir 77,0 millj. kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðu (A- og B-hluta).

Skv. sjóðsstreymisyfirliti áætlunarinnar er veltufé frá rekstri 250,0 millj. kr. þegar leiðrétt hefur verið fyrir afskriftum og áföllnum en ógreiddum verðbótum og gengismun, auk annarra breytinga á skuldbindingum. Þessi fjárhæð nýtist síðan til afborgana lána og nauðsynlegra fjárfestinga sem brýnt er að ráðast í á árinu 2025. Ráðgert er að fjárfestingar verði 296,2 millj. kr., afborganir lána 141,3 millj. kr. og að tekin verði ný lán að fjárhæð 200 millj. kr. Miðað við þær forsendur er breyting á handbæru fé 11,0 millj. kr. Handbært fé í árslok ársins 2025 er því áætlað 80,7 millj. kr. gangi fjárhagsáætlun ársins 2025 fram eins og ráðgert er.

Allir tóku til máls.

Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 samþykkt samhljóða.


Bæjarstjórn telur rétt að skoða möguleika á kaupum á jörðinni Grund, sem nú hefur verið auglýst til sölu, og felur bæjarstjóra að fylgja því eftir, þ.m.t. að leggja mat á ásættanlegt kaupverð. Bæjarstjórn telur málið nægilega upplýst að öðru leyti og getur tekið ákvörðun milli funda, komi til þess að bæjarstjóri leggi til að gera tilboð í jörðina.

Samþykkt samhljóða.

11.Styrkumsóknir og afgreiðsla 2025

Málsnúmer 2409023Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um styrk sem bæjarráð vísaði til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir að bæta 200 þús. kr. við styrkveitingar ársins 2025.

Samþykkt samhljóða.

12.Tímabundinn afsláttur af gatnagerðargjöldum 2025

Málsnúmer 2412004Vakta málsnúmer

Gildandi reglur um 50% afslátt af eldri byggingarlóðum íbúðarhúsa falla niður um nk. áramót.



Lögð fram tillaga um að framlengja gildistíma reglnanna, þannig að tímabundinn afsláttur nái til þeirra eldri íbúðarlóða sem eftir eru og eru þær tilgreindar.



Til máls tóku JÓK, GS, BÁ og BS.

Forseti bar fram tillögu um framlengdan gildistíma reglna um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum eldri skilgreindra íbúðarlóða, til eins árs sem gildi út árið 2025.

Lóðirnar sem afsláttar njóta eru eftirtaldar:

- Grundargata 63
- Fellabrekka 1
- Hellnafell 1
- Fellasneið 5
- Fellasneið 7
- Ölkelduvegur 17

GS lagði fram breytingatillögu þess efnis að lóðirnar Fellasneið 5 og Fellasneið 7 verði felldar út af afsláttarlistanum.

Breytingatillögu hafnað með fimm atkvæðum (JÓK, SG, ÁE, BS, MM), tveir samþykkir (GS, LÁB).

Forseti bar upp upphaflegu tillöguna um afslátt af ofangreindum sex lóðum.

Tillagan samþykkt samhljóða.

13.UMFG - samtal um aðstöðumál

Málsnúmer 2412014Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra um efni samtals við UMFG á fundi sem stjórn félagsins óskaði eftir með bæjarstjórn og haldinn var þann 5. desember sl.

Til máls tóku JÓK, BÁ, GS og MM.

Lögð fram tillaga um að stofnaður verði rýnihópur, skipaður 2 fulltrúum Ungmennafélagsins og 2 fulltrúum bæjarstjórnar, sem hafi það hlutverk að skilgreina þarfir UMFG fyrir aðstöðu, horft til 10-15 ára fram í tímann, og vinna þarfagreiningu fyrir íþróttaaðstöðu.

Samþykkt samhljóða.

14.Umhverfisvottun Snæfellsness - Congratulations Snaefellsnes Peninsula

Málsnúmer 2412009Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur umhverfisfulltrúa Snæfellsness um EarthCheck vottun Snæfellsness í 15. skiptið og nú Master Certified, ásamt vottunarmerki.

15.Sorpurðun Vesturlands - Gjaldskrá 2025

Málsnúmer 2412010Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar gjaldskrá Sorpurðunar Vesturlands fyrir árið 2025.

16.Byggðastofnun - Stöðugreining landshluta 2024

Málsnúmer 2412006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Byggðastofnunar með greiningu á stöðu landshluta árið 2024.

17.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerðir 2024

Málsnúmer 2402014Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Breiðafjarðarnefndar; fundargerð 223. fundar sem haldinn var 23. maí sl., fundargerð 224. fundar sem haldinn var 18. júní sl., fundargerð 225. fundar sem haldinn var 8. júlí sl., fundargerð 226. fundar sem haldinn var 9. september sl. og fundargerð 227. fundar sem haldinn var 1. október sl.

18.SSV - Fundargerðir 2024

Málsnúmer 2403001Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar SSV; fundargerð 183. fundar sem haldinn var 28. ágúst sl. og fundargerð 184. fundar sem haldinn var 15. október sl.

19.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2024

Málsnúmer 2401021Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga; fundargerð 953. fundar sem haldinn var 25. október sl., fundargerð 954. fundar sem haldinn var 4. nóvember sl., fundargerð 955. fundar sem haldinn var 15. nóvember sl., fundargerð 956. fundar sem haldinn var 20. nóvember sl., fundargerð 957. fundar sem haldinn var 22. nóvember sl. og fundargerð 958. fundar sem haldinn var 24. nóvember sl.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:24.