294. fundur 16. janúar 2025 kl. 16:30 - 19:27 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Garðar Svansson (GS)
  • Marta Magnúsdóttir (MM)
    Aðalmaður: Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína, sbr. framlagt skjal.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2022-2026

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Fulltrúar bæjarstjórnar og hafnarstjórnar voru viðstaddir móttöku nýs skips, Guðmundar SH 235, í eigu Guðmundar Runólfssonar hf., þann 10. janúar sl. Bæjarstjórn óskar útgerðinni til hamingju með nýja skipið.

Farið yfir fundi framundan. Landsfundur sambandsins verður haldinn 20. mars nk. og aðalfundur SSV er einnig í mars.

Rætt um samgöngumál og ástand þjóðvegar 54, einkum í nágrenni Grundarfjarðar þar sem ástandið hefur aldrei verið verra.

Bæjarstjórn ítrekar fyrri bókanir, sbr. t.d. bókun frá 12. mars 2024, svohljóðandi:

"Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar lýsir enn og aftur yfir þungum áhyggjum af síversnandi og hættulegu ástandi þjóðvega á Snæfellsnesi og að Borgarnesi, ástandi sem er að stórum hluta til komið vegna skorts á viðhlítandi viðhaldi.
Ástand þjóðveganna hefur sjaldan verið eins slæmt og nú. Hættan sem leiðir af ástandi veganna er algjörlega óviðunandi fyrir notendurna. Á það jafnt við um íbúa, gesti, atvinnubílstjóra og neyðarflutninga.

Jarðsig og frostskemmdir hafa gert veginn ósléttan yfirferðar, slitlag er gróft og bútakennt eftir áralangar holufyllingar, vegkantar eru víða brotnir og hafa gefið eftir á löngum köflum og víða eru vegir of mjóir. Á sumum stöðum er vatnsagi á vegi mikið vandamál.
Verulega aukin umferð, þar á meðal stórauknir þungaflutningar á síðustu árum, sumar sem vetur, kallar á aukin framlög til vegagerðar, ekki síst til almenns viðhalds. Þó nýjar vegaframkvæmdir séu af hinu góða, þá má ekki gleymast að sinna viðhaldi eldri vega. Í þeim liggja mikil verðmæti sem fara forgörðum, sé viðhaldi þeirra ekki sinnt."

Bæjarstjóra falið að fá fund með nýjum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem fyrst.

Þá stendur til hjá SSV að eiga samtal um samgönguáætlun og fleiri hagsmunamál með nýjum þingmönnum kjördæmisins.

Bæjarstjórn samþykkir að Sigurður Valur Ásbjarnarson verði byggingarfulltrúi ad hoc í byggingarframkvæmd við Nesveg 2 þar sem byggingarfulltrúi er byggingarstjóri þess verks. Bæjarstjóra falið að tilkynna HMS þá ráðstöfun.

Bæjarstjórn ræddi um lagningu atvinnutækja í íbúðarhverfum og felur skipulags- og umhverfisnefnd að taka það til umræðu.

Samþykkt samhljóða.

3.Bæjarráð - 630

Málsnúmer 2412009FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 630. fundar bæjarráðs.
  • Afgreiðsla vegna úthlutunar hlutaréttar-/leiguíbúðar að Hrannarstíg 18, íbúð 108. Tvær umsóknir bárust um íbúðina.
    Bæjarráð - 630 Skrifstofustjóri gerði grein fyrir málinu. Farið yfir niðurstöður greiningar á matsviðmiðum vegna úthlutunar hlutaréttaríbúða eldri borgara í samræmi við reglur Grundarfjarðarbæjar um úthlutun íbúða fyrir eldri borgara. Leitað var til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga um frekara mat á umsækjendum.

    Lagt til að íbúð nr. 108 að Hrannarstíg 18 verði úthlutað til Rögnvaldar Guðlaugssonar. Skrifstofustjóra falið að ganga frá samningum.

    Samþykkt samhljóða.
  • Beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um afskrift á álögðum opinberum gjöldum. Afskrifaður höfuðstóll er að fjárhæð 5.517.824 kr.
    Bæjarráð - 630 Lagt til að bæjarráð samþykki beiðni sýslumanns.

    Bæjarráð samþykkir afskrift á álögðum opinberum gjöldum að fjárhæð 5.517.824 kr. auk vaxta.

    Samþykkt samhljóða.

4.Bæjarráð - 631

Málsnúmer 2501001FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 631. fundar bæjarráðs.
  • Afgreiðsla vegna úthlutunar hlutaréttar-/leiguíbúðar að Hrannarstíg 18, íbúð 108.


    Bæjarráð - 631 Tvær umsóknir bárust um íbúðina og er vísað í gögn og afgreiðslu á 630. fundi bæjarráðs 18. desember sl. Sá sem fékk íbúðinni úthlutað hefur afþakkað úthlutunina vegna breytinga.

    Í ljósi þessa er lagt til að íbúð nr. 108 að Hrannarstíg 18 verði úthlutað til hins umsækjandans, sem er Guðrún Hlíf Lúðvíksdóttir. Skrifstofustjóra falið að ganga frá samningum.

    Samþykkt samhljóða.

5.Öldungaráð - 13

Málsnúmer 2412005FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 13. fundar öldungaráðs.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu öldungaráðs um að haldinn verði fundur um málefni eldri borgara og felur öldungaráði, íþrótta- og tómstundafulltrúa ásamt bæjarstjóra að skilgreina markmið og fundarefni og annast undirbúning fundarins.
  • Farið yfir ýmis verkefni sem snerta málefni eldri íbúa.
    Öldungaráð - 13 Aðalfundur Landssambands eldri borgara

    Sunneva og Þórunn sóttu fundinn sem var haldinn á Akureyri í haust.
    Sunneva fór yfir helstu atriði sem rædd voru á þessum fundi sem eru hagsmunamál eldri borgara og ræddi nefndin einstök atriði.

    Gott að eldast

    Í nóvember sl. var haldinn kynningar- og umræðufundur í tengslum við verkefnið Gott að eldast. Áhersla var á félagsstarf og virkni eldri íbúa.
    Fundurinn var vel sóttur og í framhaldinu var spjallfundur um félagsstarf og aðstæður eldri íbúa í Grundarfirði.

    Samráðsfundur

    Í framhaldi af umræðum fundarins leggur öldungaráð til að haldinn verði samráðsfundur með eldri íbúum í Grundarfirði, þar sem rædd verði ýmis mál sem einkum snerta félagsstarf eldri íbúa, en einnig önnur hagsmunamál.
    Öldungaráð leggur til við bæjarstjórn að haldinn verði fundur þar sem fram fari hugmyndavinna um ýmis málefni eldri borgara.
    Fulltrúar í öldungaráði eru tilbúnir að koma að frekari skilgreiningu á efni þess fundar og að undirbúningi hans.


6.Skipulags- og umhverfisnefnd - 264

Málsnúmer 2501005FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 264. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Bæjarstjórn samþykkti á árinu 2024 að lóðum á svonefndum miðbæjarreit verði úthlutað sameiginlega. Reiturinn er myndaður úr fjórum samliggjandi lóðum sem markast af Grundargötu, Hrannarstíg og Hamrahlíð, samtals um 2700 m2. Um er að ræða lóðir nr. 31 og 33 við Grundargötu og nr. 6 og 8 við Hamrahlíð. Lóðirnar eru afar vel staðsettar við megingatnamót, í miðbæ.

    Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar, rammahluta, er í kafla 8.1. fjallað um miðbæ og m.a. er sett fram stefna um uppbyggingu á þessum miðbæjarlóðum.

    Vilji bæjarstjórnar hefur verið til þess að auglýsa reitinn og kynna tækifærin sem felast í uppbyggingu á honum fyrir áhugasömum samstarfsaðilum um þróun á reitnum.

    Til umræðu er hjá skipulags- og umhverfisnefnd hvernig starfsemi hún telji að henti best á reitnum, þ.e. hvaða forsendur eigi að leggja til grundvallar nýtingu á miðbæjarsvæði, með framtíðarhagsmuni bæjarbúa í huga.

    Til kynningar og umræðu í nefndinni er lagt fram vinnuskjal þar sem sett er fram lýsing á reitnum og þrjár sviðsmyndir um uppbyggingu þar. Með sviðsmyndunum er ætlunin að auðvelda nefndinni og bæjarfulltrúum að taka afstöðu til þess hvaða starfsemi henti best að hafa á reitnum og hvernig eigi að undirbúa uppbyggingu þar.

    Gestir undir þessum dagskrárlið eru Herborg Árnadóttir sem undirbjó vinnuskjalið, Halldóra Hreggviðsdóttir (að hluta) og Ingvar Örn Ingvarsson ráðgjafi vegna kynningarmála.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 264 Björg fór yfir aðdragandann og að bæjarstjórn hafi ákveðið að þessar lóðir yrðu auglýstar saman og byggðar upp sameiginlega sem miðbæjarsvæði. Einnig að horfa þurfi á uppbyggingu á Framnesi og miðbæ samhliða, því svæðin eigi að geta styrkt hvort annað.

    Herborg fór yfir efni vinnuskjalsins og sviðsmyndirnar um þróun á reitnum, sem eru fyrstu hugmyndir sem skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn munu svo vinna frekar úr.

    Ingvar Örn fór yfir kynningarmál og hvernig leita megi samstarfs um uppbyggingu.

    Halldóra og Ingvar Örn yfirgáfu fundinn og var þeim þakkað fyrir komuna.


    Góð umræða fór fram um framtíðarnýtingu og miðbæjarstarfsemi. Rætt um fyrirmyndir í miðbæjaruppbyggingu í öðrum sveitarfélögum og áherslur sem henti hér á okkar stað. Einnig rætt um mögulega húsagerð og umhverfi húss.

    Samhljómur er um það hjá nefndarmönnum að á þessum reit eigi byggingar að hýsa fjölbreytta þjónustu fyrir íbúa og gesti, vera samkomustaður sem tengir bæjarbúa saman og eflir mannlíf og þjónustu í bænum.

    Flestir fundarmenn nefndu tækifæri til að setja niður rými fyrir smærri verslanir og aðra þjónustu. Mikilvægt væri að ræða við íbúa og að skapa bæði ný tækifæri en einnig að bjóða til samtalsins þeim aðilum sem þegar eru með starfsemi í bænum.

    Með vísan í framsettar sviðsmyndir í vinnuskjali fundarins leggur skipulags- og umhverfisnefnd til að unnið verði með sviðsmynd B, þó með tilbrigði úr sviðsmynd A í bland. Hugmyndirnar verði mótaðar enn frekar sem upplegg að samtali við íbúa og svo kynningarefni fyrir mögulega þróunaraðila. Rauði þráðurinn sé að svæðið gagnist íbúum og styrki samfélagið.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, BS, GS og SGG.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

    Sjá einnig afgreiðslu málsins undir sérstökum lið aftar í fundargerð bæjarstjórnar.
  • Á fundi sínum 12. desember sl. samþykkti bæjarstjórn að auglýsa vinnslutillögu að nýju deiliskipulag Ölkeldudals. Tillagan var kynnt með auglýsingu 16. desember sl. og var frestur til að gera athugasemdir og umsagnir til og með 13. janúar sl. Kynningarfundur um tillöguna var haldinn þann 18. desember sl.

    Umsagnir og athugasemdir bárust við tillöguna frá eftirtöldum:

    - Skipulagsstofnun
    - Minjastofnun
    - Slökkvilið Grundarfjarðar
    - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
    - RARIK
    - Skógræktarfélag Eyrarsveitar
    - Gunnar Njálsson

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 264 Farið var yfir þær umsagnir og athugasemdir sem bárust á kynningartíma.

    Signý vék af fundi þegar til umræðu voru umsögn frá Skógræktarfélagi Eyrarsveitar og athugasemdir frá Gunnari Njálssyni fyrrv. formanni Skógræktarfélagsins, sem einnig tengdust skógræktinni.

    Sérstaklega farið yfir ábendingar sem tengjast skógræktarsvæði. Formaður óskaði eftir upprifjun á fyrri ákvæðum deiliskipulagsins um lóðir efst á Ölkelduvegi. Byggingarmagn hefur verið minnkað á þeim lóðum, en auk þess er í nýju tillögunni verið að tengja betur saman opin svæði, OP4 og OP5, frá Hönnugili og upp í Brekkuskóg. Það er sömuleiðis áréttað með breytingu á aðalskipulagi.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti svör við framkomnum umsögnum og athugasemdum og er þau að finna í fylgiskjali.

    Á vinnslustigi skipulagstillagna er ekki venjan að svara athugasemdum sem berast, en minnisblað með svörum verður sett inn á Skipulagsgátt. Þar með fá þau sem athugasemdir gerðu tilkynningu og geta séð framlagt minnisblað með svörum.


    Ennfremur var farið yfir þær lagfæringar sem nefndin leggur til að gerðar verði á deiliskipulagi Ölkeldudals, m.a. með hliðsjón af þeim ábendingum sem bárust við auglýsta vinnslutillögu.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýst verði tillaga að nýju deiliskipulagi Ölkeldudals, með framangreindum lagfæringum, og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Er skipulagsfulltrúa falið að ganga frá endanlegri tillögu til auglýsingar, með minniháttar lagfæringum. Samþykkt samhljóða.


    Geta má þess, að tillaga um breytingu aðalskipulags í tengslum við þessa deiliskipulagstillögu hefur verið afgreidd af bæjarstjórn og er nú til samþykktar hjá Skipulagsstofnun. Verður sú tillaga auglýst samhliða deiliskipulagstillögunni.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS, BÁ og BS.

    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með fimm atkvæðum (JÓK, SG, BS, SGG, MM), einn var á móti (GS) og einn sat hjá (LÁB).
  • Lögð fram vinnslutillaga frá eiganda Grundar 2 að nýju deiliskipulagi, ásamt tillögu að breytingu á aðalskipulagi í tengslum við deiliskipulagstillöguna.

    Tillagan er lögð fram til auglýsingar í samræmi við 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

    Með tillögunni breytist landnotkun á landbúnaðarsvæði úr landbúnaði í verslun- og þjónustu. Ekki hefur áður verið unnið deiliskipulag fyrir svæðið.

    Sameiginleg skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi og fyrir hið nýja deiliskipulag var kynnt almenningi og umsagnaraðilum í Skipulagsgátt 29. nóvember til 27. desember 2023 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

    Á 255. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 29. desember 2023 voru teknar til afgreiðslu umsagnir og athugasemdir sem bárust og samþykkt umsögn nefndarinnar fyrir framkvæmdaraðila til að hafa hliðsjón af við mótun skipulagstillagna þeirra sem nú eru til afgreiðslu.

    Gögnin hafa verið yfirfarin og eru nú lögð fram til afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 264 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa, í samráði við landeiganda og ráðgjafa hans, að ganga frá framangreindum tillögum til kynningar á vinnslustigi í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga 123/2010 m.s.br.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Á 263. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 11. desember sl. var tekin fyrir umsókn Grundarfjarðarhafnar um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Nesvegi 2, og var niðurstaðan sú að grenndarkynna þyrfti byggingaráformin skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Var skipulagsfulltrúa falin umsýsla málsins. Bæjarstjórn samþykkti fundargerð og afgreiðslu nefndarinnar 12. desember sl.

    Við nánari skoðun þá eru þessi byggingaráform í samræmi við heimild í gildandi deiliskipulagi hafnarsvæðisins, sem heimilar minniháttar útbyggingar út fyrir byggingarreit ef sýnt er fram á að lóð og bygging þoli slíka útbyggingu og að það skerði ekki gæði nágrannalóðar.

    Í ljósi þessara skilmála, og með hliðsjón af því að eigendur nærliggjandi húsa/lóða hafa nú staðfest með undirritun sinni að þeir geri ekki athugasemdir við viðbygginguna, tilkynnti skipulagsfulltrúi til byggingarfulltrúa, með tölvuósti 7. janúar 2025, að hann teldi að honum væri heimilt að gefa út byggingarleyfi í samræmi við byggingarreglugerð.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 264 Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsfulltrúa sem fram kemur í tölvupósti til hafnarstjóra 7. janúar 2025, með framangreindum rökstuðningi.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Undir þessum lið er lagt fram til kynningar svar skipulagsfulltrúa dagsett 7. janúar sl. við fyrirspurn byggingarfulltrúa dags. 2. janúar sl., vegna umsóknar landeiganda um byggingu bílgeymslu á lóð A að Sólbakka, mál nr. 2412019.

    Í svari skipulagsfulltrúa kemur fram að skipulagsfulltrúi hafi yfirfarið teikninguna sem fylgdi byggingarleyfisumsókn og telur hann að teikning sé í samræmi við það sem hann ræddi á sínum tíma við lóðareigendur, um staðsetningu og útlit bílskúrs, sbr. ábendingar á 258. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 22. maí sl. Hann telji því ekkert því til fyrirstöðu að gefa út byggingarleyfi/heimild.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 264 Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsfulltrúa sem fram kemur í tölvupósti til byggingarfulltrúa þann 7. janúar sl. þar sem fram kemur að staðsetning bílgeymslu á aðaluppdrætti sem lagður hafi verið fram uppfylli skilyrði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 73/1997 um óverulegt frávik og að byggingin samrýmist því gildandi deiliskipulagi. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Óveruleg breyting á aðalskipulagi vegna Fellabrekku 7-13 var samþykkt af bæjarstjórn 11. apríl 2024 og staðfest af Skipulagsstofnun 23. maí 2024. Breytingin tók gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda þann 6. júní 2024. Með breytingunni heimila aðalskipulagsákvæði að “byggja allt að átta íbúðir samtals, á 1-2 hæðum í fjölbýli eða sérbýli" að Fellabrekku 7-13. Ákvæðið kom í staðinn fyrir skilmála í aðalskipulagi um að byggja mætti 3ja íbúða hús, parhús eða einbýli að Fellabrekku 7-9, en hvað varðar lóðir nr. 11-13 þá voru engin sérákvæði áður fyrir þær og heimildir því fremur opnar hvað þær lóðir varðar.

    Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu voru byggingaráform lóðarhafa á reitnum grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br frá 12. desember 2024 til og með 13. janúar 2025. Kynningarbréf var sent til eigenda fasteigna við Fellabrekku 5, 15, 17, 19 og 21, Fellasneið 2, 4, 10 og 14 og Hellnafell 2. Bréfinu fylgdi aðaluppdráttur af byggingaráformum.

    Athugasemd barst 13. janúar 2025 frá húseigendum að Fellabrekku 17.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 264 Skipulags- og umhverfisnefnd hefur farið yfir innsenda athugasemd úr grenndarkynningu. Í fylgiskjali er að finna svör nefndarinnar sem nefndin samþykkir samhljóða og kemur m.a. á framfæri við framkvæmdaraðila.

    Í ljósi framangreinds samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að fela byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum 2.4.4. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br. skv. framlögðum aðaluppdrætti dags. 1.8.2024, enda eru áformin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar, sbr. 44. gr. skipulagslaga og áður staðfesta aðalskipulagsbreytingu.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Undir þessum lið er haldið áfram umræðu af síðasta fundi.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 264 Tillaga gerð til bæjarstjórnar í samræmi við umræður fundarins. Bókun fundar Til máls tóku JÓK og BS.

    Til umræðu síðar.
  • 6.8 2501010 Reglur um skilti
    Reglur Grundarfjarðarbæjar um gerð og staðsetningu skilta eru orðnar gamlar og orðið tímabært að taka þær til endurskoðunar. Sú vinna er farin af stað og verður tillaga lögð fyrir nefndina þegar hún liggur fyrir.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 264 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir að endurskoða þurfi skiltareglur og felur starfsmönnum skipulags- og umhverfissviðs vinna áfram að málinu.
  • Umsóknir hafa borist um stöðuleyfi fyrir matarvagn Mæstró og verslun Prjónað á plani, á miðbæjarreit. Báðir aðilar hafa í nokkurn tíma verið með slík leyfi á þessum stað, sem endurnýjuð hafa verið.


    Skipulags- og umhverfisnefnd - 264 Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út ný stöðuleyfi í framhaldi af eldri stöðuleyfum og í samræmi við gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.

7.UMFG - samtal um aðstöðumál

Málsnúmer 2412014Vakta málsnúmer

Lagðar fram tilnefningar UMFG um fulltrúa í starfshóp. UMFG óskaði eftir að hafa þrjá fulltrúa sem verði Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir formaður, Sólveig Ásta Bergvinsdóttir og Tryggvi Hafsteinsson, sem eru öll stjórnarmenn UMFG.

Fulltrúar bæjarstjórnar í vinnuhópnum verða Marta Magnúsdóttir og Garðar Svansson.

Í samræmi við fyrri ákvörðun bæjarstjórnar starfa íþrótta- og tómstundafulltrúi og bæjarstjóri með hópnum.

Til máls tóku JÓK og GS.

Hlutverk hópsins er að skilgreina þarfir UMFG fyrir aðstöðu og vinna þarfagreiningu fyrir íþróttaaðstöðu. Í upphafi verði sett niður markmið og lýsing fyrir starfi vinnuhópsins.

Samþykkt samhljóða.

8.HMS - Úttekt á Slökkviliði Grundarfjarðar 2024

Málsnúmer 2501003Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar dags. 3. janúar 2025, þar sem bæjarstjórn er send til umsagnar úttekt HMS á Slökkviliði Grundarfjarðar, sem fram fór í september 2024.



Óskað er eftir svörum bæjarstjórnar um viðbrögð við athugasemdum og um tímasetningu úrbóta.



Athugasemdir slökkviliðsstjóra við úttektina liggja einnig fyrir.

Til stendur að fara yfir brunavarnamál í bæjarráði og fá slökkviliðsstjóra inná fund bæjarráðs.

Bæjarstjórn felur bæjarráði að svara HMS, í framhaldi af umfjöllun þess um úttektina.

Samþykkt samhljóða.

9.Miðbær - skipulag og markaðssókn

Málsnúmer 2501012Vakta málsnúmer

Málið er einnig á dagskrá 264. fundar skipulags- og umhverfisnefndar. Þar ræddi nefndin sviðsmyndir um uppbyggingu á miðbæjarreit og meginmarkmið við uppbyggingu reitsins. Vísað er í afgreiðslu fundargerðar nefndarinnar fyrr á þessum fundi.

Bæjarstjórn felur skipulags- og umhverfisnefnd og skipulagsfulltrúa að halda áfram vinnu á grunni sviðsmynda og þróa þær áfram, í samráði við íbúa og hagsmunaaðila.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa umboð til að fá að verkinu nauðsynlega þekkingu og aðstoð.

Samþykkt samhljóða.

10.Markaðs- og kynningarmál 2025

Málsnúmer 2501011Vakta málsnúmer

Til kynningar og afgreiðslu eru drög að samstarfssamningi við Cohn og Wolfe um aðstoð við mörkun og almannatengsl.

Til máls tóku JÓK og BÁ.

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga á grundvelli framlagðrar tillögu.

Samþykkt samhljóða.

11.SSV - Mönnun heilbrigðisstofnana, niðurstöður starfshóps

Málsnúmer 2501007Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf SSV ásamt minnisblaði um mönnun á starfsstöðvum HVE og þjónustu stofnunarinnar.



SSV óskar eftir afstöðu sveitarfélaga á Vesturlandi um niðurstöður starfshóps um mönnun á starfsstöðvum HVE og þjónustu stofnunarinnar.

Bæjarstjórn er ávallt tilbúin að greiða götu heilbrigðisstofnunarinnar í Grundarfirði, eins og fram hefur komið í bókunum bæjarstjórnar og samtölum við stjórnendur stofnunarinnar.

Bæjarstjórn vísar til nýsamþykktra inntökureglna leikskóla, þar sem m.a. er að finna ívilnun sem hægt er að beita til stuðnings við ráðningar heilbrigðisstarfsfólks í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.

12.Snæfellsnes Adventure ehf - Gerum það núna - Sögumiðstöð

Málsnúmer 2501014Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Snæfellsnes Adventure ehf. um að fá afnot af húsnæði Sögumiðstöðvar.

Bæjarstjórn þakkar erindið.

Forseti leggur til að fulltrúar bæjarstjórnar, Sigurður Gísli Guðjónsson og Garðar Svansson, ásamt bæjarstjóra, eigi fund með bréfriturum um erindið.

Samþykkt samhljóða.

13.Eyja- og Miklaholtshreppur - Boð í sameiningarviðræður

Málsnúmer 2501006Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps til forseta bæjarstjórna Grundarfjarðarbæjar og Sveitarfélagsins Stykkishólms, 18. desember 2024, með boði til sameiningarviðræðna í samræmi við bókun frá fundi sveitarstjórnar Eyja- og Miklaholtshrepps 12. desember 2024.



Bæjarstjórn vísar í bókun sína á 287. fundi 13. júní 2024. Þar segir:

"Sýn bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar er sú að Snæfellsnes geti orðið eitt sveitarfélag í framtíðinni. Löng hefð er fyrir samvinnu á svæðinu, ekki síst á vettvangi sveitarfélaganna, auk þess sem svæðið er nú þegar eitt atvinnusvæði.

Reynist ekki vilji til slíkrar sameiningar að sinni er bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar reiðubúin að skoða kosti sameiningar sveitarfélaga í smærri skrefum."

Í samræmi við þetta, samþykkir bæjarstjórn að ræða við sveitarstjórnarfulltrúa Eyja- og Miklaholtshrepps um erindi þeirra.

Lagt til að Jósef Ó. Kjartansson og Garðar Svansson verði fulltrúar bæjarstjórnar, ásamt bæjarstjóra.

Í samræmi við þetta, samþykkir bæjarstjórn að ræða við sveitarstjórnarfulltrúa Eyja- og Miklaholtshrepps um erindi þeirra.
Lagt til að Jósef Ó. Kjartansson og Garðar Svansson verði fulltrúar bæjarstjórnar, ásamt bæjarstjóra.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að sömu fulltrúarnir leiti jafnframt eftir samtali við fulltrúa úr bæjarstjórnum Snæfellsbæjar og Sveitarfélagsins Stykkishólms og kanni hug þeirra til sameiningar.

Samþykkt samhljóða.

14.Leikskólagjöld - erindi foreldra um lækkun leikskólagjalda v. jólafrís

Málsnúmer 2501013Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf nokkurra foreldra barna á Leikskólanum Sólvöllum, þar sem óskað er eftir lækkun leikskólagjalda í desembermánuði vegna jólalokunar.



Jafnframt lögð fram gjaldskrá Leikskólans Sólvalla og Eldhamra fyrir árið 2025 og yfirlit með útreikningi á því hvernig kostnaður við leikskólastofnanir skiptist á milli foreldra og bæjarins.

SGG vék af fundi undir þessum lið.

Skv. yfirlitinu er gert ráð fyrir að greiðslur foreldra (greidd leikskólagjöld) standi undir 9-12% af heildarkostnaði Leikskólans Sólvalla og Eldhamra árið 2025.

Í áður samþykktri gjaldskrá fyrir árið 2025 kemur fram að mánaðargjald sé fast jafnaðargjald á mánuði óháð fjölda mánaðardaga eða frídaga sem falla á tiltekna mánuði. Þannig eru gjöld ekki lægri þó mánaðardagar séu færri suma mánuðina eða fleiri frídagar falli til. Jafnaðargjald er tilkomið til að tryggja fyrirsjáanleika greiðslna og dreifa kostnaði.

Hið sama á við um fæðisgjald, sem er jafnaðargjald á mánuði, enda er fæði leikskólabarna umtalsvert niðurgreitt. Í desember sl. var bætt við nýju ákvæði í gjaldskrána, um að veita megi afslátt af fæðisgjaldi ef barn er fjarverandi vegna veikinda í lengri tíma en eina viku samfellt. Þetta var áður miðað við fjórar vikur.

Bæjarstjórn telur ekki efni til þess að víkja frá samþykktri gjaldskrá, hvað varðar jafnaðargjald.

Samþykkt samhljóða.

SGG tók aftur sæti sitt á fundinum.

15.Vegagerðin - Kynningarfundur um niðurstöður á endurhönnun leiðarkerfi landsbyggðarstrætó

Málsnúmer 2501015Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Vegagerðinni, dags. 6. jan. sl., varðandi kynningarfund um niðurstöður á endurhönnun leiðakerfis landsbyggðarstrætós, sem haldinn verður 22. jan. nk.

16.SSV - Grænir iðngarðar og sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi

Málsnúmer 2412008Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur SSV ásamt gögnum um græna iðngarða og sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi.

17.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - Fundargerðir 2024

Málsnúmer 2403013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 193. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem haldinn var 16. desember 2024.

18.SSV - Fundargerðir 2024

Málsnúmer 2403001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 185. fundar stjórnar SSV sem haldinn var 27. nóvember 2024.

19.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2024

Málsnúmer 2401021Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga; fundargerð 959. fundar sem haldinn var 29. nóvember 2024 og fundargerð 960. fundar sem haldinn var 13. desember 2024.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:27.