-
Bæjarráð - 632
-
Bæjarráð - 632
-
Bæjarráð - 632
Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hjá Grundarfjarðarbæ hækkað um 5,6% miðað við sama tímabil í fyrra. Á landsvísu var hækkunin 9,8%.
-
Bæjarráð - 632
Útgreidd laun árið 2024 eru undir launaáætlun ársins, eða um 95% af áætlun ársins 2024.
-
Bæjarráð - 632
Í desember sl. fól bæjarráð bæjarstjóra umboð til að auglýsa og annast framkvæmd sölu íbúðarinnar,
Bæjarstjóri upplýsir bæjarráð um gang mála.
Tilboð voru opnuð 22. janúar sl. og bárust tvö tilboð, annað uppá 34 millj. kr. og hitt 34,5 millj. kr.
Gert er gagntilboð til þess bjóðanda sem átti hærra tilboðið af tveimur og hefur viðkomandi frest til 4. febrúar nk. til að bregðast við því.
-
Bæjarráð - 632
Bæjarráð samþykkir framlagða beiðni.
Sigurður Gísli tók aftur sæti sitt á fundinum.
Bókun fundar
SGG vék af fundi undir þessum lið.
-
Bæjarráð - 632
Bæjarstjóri leggur fram yfirlit yfir helstu verkefni ársins og atriði sem snerta undirbúning þeirra.
Farið yfir eftirfarandi verkefni og er umræða skráð undir hverjum lið.
- Íþróttahús og tengigangur
Fyrir liggur uppfært ástandsmat hússins og áætlun um viðgerðir, sem felast aðallega í að klæða húsið, þakviðgerð, gluggaskiptum o.fl. Á síðustu 2-3 árum hefur verið skipt um glugga og hurðar og unnið að steypuviðgerðum.
Unnið er að undirbúningi heildarútboðs framkvæmda við endurbætur hússins, á grunni nýs ástandsmats, sem ætlunin er að verði auglýst á næstu vikum.
Í fjárhagsáætlun 2025 er gert ráð fyrir fjármunum til hluta af þeim viðgerðum sem gera þarf á húsinu.
Rætt um þá útfærslu að bjóða út heildarframkvæmdina og hafa verktíma lengri tíma en bara árið 2025.
Bæjarráð felur Sigurði Val að leggja fram tillögu, í samvinnu við VSÓ, um skiptingu verks niður á lengra tímabil, með útboð í huga. Tillagan verður lögð fyrir bæjarstjórn.
- Sögumiðstöðin, Grundargötu 35
VSÓ vinnur að ástandsmati hússins, og kynnti Sigurjón Bjarni bráðabirgðaniðurstöður. Á liðnu ári var farið í endurbætur á veggjum og þaki, vegna mikilla rakaskemmda í suðurhluta hússins. Mikilvægt er fyrir bæjarstjórn að hafa góða yfirsýn yfir ástand hússins og þörf fyrir endurbætur, til að geta gert sér grein fyrir kostnaði og til að geta forgangsraðað verkefnum.
Hér vék Sigurjón Bjarni af fundi og var honum þakkað fyrir yfirferðina.
- Spennistöðvarhús, efst við Borgarbraut
Sigurður Valur sagði frá skoðun á húsinu, sem hugmyndir hafa verið uppi um að nýta í einhverja starfsemi.
Bærinn fékk eignaryfirráð hússins fyrir nokkrum árum og hefur nýtt það mest sem geymslurými.
Verið er að skoða ástand húss til að bæjarstjórn geti metið hve mikla fjármuni borgi sig að leggja í viðgerðir.
- Geymslusvæði við Ártún 8
Sigurður Valur sagði frá framkvæmdum á svæðinu, þar sem ætlunin er að hafa geymslusvæði á vegum bæjarins. Gerð var verðkönnun fyrir áfanga 1, jarðvinnu, og áfanga 2, uppsetningu öryggisgirðingar.
Björg sagði frá helstu framkvæmdum hafnarinnar, sem eru í skipulagsmálum og bygging þjónustuhúss, sem verður viðbygging við núverandi hafnarhús. Húsið er ætlað fyrir þjónustu við gesti skemmtiferðaskipa (wc, upplýsingar o.fl.), fyrir starfsfólk sem kemur að skipamóttöku, s.s. bílstjóra, leiðsögufólk o.fl., auk þess sem í húsinu verður viðbótarrými fyrir starfsmenn hafnarinnar. Ætlunin er að húsið rísi og verði tilbúið að mestu fyrir komandi sumar.
Hér vék Sigurður Valur af fundi og var honum þakkað fyrir yfirferðina.
Nanna tók við og sagði frá eftirfarandi verkefnum, sem hún heldur utan um:
- Undirbúningur framkvæmda við gangstéttar, stíga og göturými
Nanna sýndi yfirlitsmynd yfir helstu framkvæmdasvæði í götum/gangstéttum, en verið er að undirbúa þær framkvæmdir ársins. Ætlunin er að ljúka hellulögn við malbikaðar gangstéttar, steyptum gangstéttum og blágrænum beðum í neðanverðum Hrannarstíg, gangstíg við Fellaskjól, o.fl.
Einnig er ætlunin að endurnýja steyptar gangstéttar og var rætt um gangstéttar þar sem mest þörf er fyrir endurnýjun. Bæjarráð var sammála um forgangsröðun og er þetta til áframhaldandi vinnslu.
- LIFE Icewater, verkefni við sjálfbærar fráveitulausnir, verkefni 2025-2030
Nanna sýndi yfirlit og fór yfir þau verkefni, sem ætlunin er að vinna í samræmi við verkefnisáætlun sem hlotið hefur stóran fjárstyrk úr LIFE áætlun Evrópusambandsins.
- Skólalóð grunnskóla
Nanna sagði frá undirbúningi að framkvæmdum á skólalóð grunnskólans, sem hún er að undirbúa með skólastjóra grunnskóla, íþróttafulltrúa o.fl. Tekið verður fyrir svæðið kringum sandkassa og þar norður úr, en áhersla er á að bæta leiksvæðið með þarfir yngstu barnanna í huga. Einnig er ætlunin að bæta gróður á skólalóð.
Bæjarráð þakkaði Nönnu fyrir komuna og yfirferð verkefna á fundinum.
-
Bæjarráð - 632
Bæjarráð þakkar fyrir ársskýrsluna. Til hefur staðið að hitta slökkviliðsstjóra til yfirferðar yfir málefni slökkviliðs og er stefnt að því á næstunni.
-
Bæjarráð - 632
Lögð fram drög bæjarstjóra að svörum bæjarráðs vegna þeirra atriða sem HMS gerir athugasemdir við.
Bæjarráð samþykkir drög að svörum til HMS, að viðbættum frekari upplýsingum sem bæjarráð óskar eftir frá slökkviliðsstjóra.
-
Bæjarráð - 632
Sigurður Gísli sagði frá efni þess fundar.
Bæjarstjóri sagði frá því að menningarnefnd hefði fundað og einnig rætt um nýtingu húss Sögumiðstöðvarinnar, án þess þó að ræða um erindið sem hér er á dagskrá.
Bæjarráð tekur vel í þá hugmynd, sem fram kemur í erindinu, að húsnæði Sögumiðstöðvar verði nýtt í starfsemi sem eykur menningu, afþreyingu og líf í húsinu. Er þá til grundvallar sú forsenda, að reglulegt félagsstarf í húsinu liggur að mestu niðri að sumarlagi - en skoða þarf þó hagsmuni annarrar starfsemi, einkum bókasafns.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skoðað verði hvort nýta megi húsið og/eða leigja það út með skilyrðum, yfir sumartímann (júní-ágúst), með fyrirvara um umsögn menningarnefndar. Verði það gert, yrði það auglýst opinberlega með fyrirfram ákveðnum skilmálum.
Bókun fundar
ÁE vék af fundi undir liðum 4.10 og 4.11.
Eins og fram kom á fundum í lok síðasta árs er nú unnið að mati á ástandi helstu bygginga í eigu bæjarins, m.a. á húsnæði Sögumiðstöðvar. Er það gert til að bæjarstjórn geti haft betri yfirsýn yfir raunverulegt ástand hússins, viðgerðarþörf og kostnað við viðgerðir.
Bæjarstjóri sagði frá minnisblaði sem unnið er að um ástand hússins og helstu viðgerðir sem ráðast þarf í, áætlun um kostnað, o.fl. Málið var kynnt á síðasta fundi bæjarráðs.
Bæjarstjórn telur að taka þurfi ákvörðun um nýtingu og mögulega útleigu húss með hliðsjón af þörf fyrir endurbætur hússins og líklegum framkvæmdatíma. Málið er áfram til vinnslu hjá bæjarráði.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 632
Bæjarráð leggur til að erindið fari til umsagnar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Hér tók Ágústa aftur sæti á fundinum.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
ÁE tók aftur sæti sitt á fundinum.
-
Bæjarráð - 632
Bæjarráð telur verkefnið vera sérstaks eðlis og þakkar Kvenfélaginu fyrir framtakið. Bæjarráð þiggur boð um að búninginn megi nota við merkisathafnir í samfélaginu, sem snerta starfsemi bæjarins, eins og t.d. á þjóðhátíðardegi.
Samþykkt að veita 250.000 kr. styrk úr Uppbyggingarsjóði menningar- og íþróttamála til verkefnisins.
-
Bæjarráð - 632
Þann 16. janúar sl. var kveikt á varmadælum, þremur af fimm, til húshitunar í íþrótta- og skólamannvirkjum bæjarins. Verið er að prufukeyra kerfið en vel hefur gengið, að mestu, að halda hita á mannvirkjunum og hefur sundlaug m.a. verið í fullri kyndingu enn sem komið er.
Varmadælurnar vinna orku úr varma í jörðu, úr borholum rétt sunnan við íþróttahúsið, en þær voru boraðar sumarið 2023. Holurnar eru tengdar við fimm varmadælur, sem sjá um að vinna orku úr varmanum og dreifa henni í kyndilagnir mannvirkjanna.
Fylgst verður grannt með raforkunotkun á næstu vikum.
Bæjarstjóri sagði frá því að verið sé að undirbúa kynningu á þessu verkefni "á mannamáli", þar sem reynt er á einfaldan og myndrænan hátt að útskýra verkefnið og breytinguna sem felst í orkuskiptunum.
Bæjarráð fagnar þessum ánægjulega áfanga.
-
Bæjarráð - 632
Gerðar eru athugasemdir við tvö atriði, þ.e. fallundirlag undir rólum í stóra garðinum og móttökueftirlit með vörum.
Hugað verður að endurbótum á fallundirlagi við rólur á komandi sumri.
Auk þess er ábending um gólfdúk í eldhúsi. Bæjarstjórn hefur gert ráð fyrir fjármunum í fjárhagsáætlun 2025 til að skipta um gólfefni í eldhúsi og er ætlunin að það verði gert í sumarlokun leikskólans.
Brugðist hefur verið við öðrum atriðum.
-
Bæjarráð - 632
Búið er að bæta úr þeim atriðum sem gerð var athugasemd við í úttektinni.
Bent var á að neyðarlýsingu væri gott að hafa í húsinu, en það eru sílogandi ljós í loftum.
-
Bæjarráð - 632
-
Bæjarráð - 632
Lögð fram tilkynning frá Almannavarnanefnd Vesturlands, dags. 23. jan. 2025.
Þar kemur fram að Almannavarnanefnd Vesturlands, ásamt fulltrúum Lögreglustjóraembættisins á Vesturlandi, fundaði með sérfræðingum frá Veðurstofu Íslands og almannavörnum þriðjudaginn 21. janúar sl. vegna aukinnar jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn á Mýrum sem er innan eldstöðvarkerfis Ljósufjalla á Snæfellsnesi.
Á fundinum fengu fulltrúar í Almannavarnarnefnd Vesturlands góða kynningu á stöðu mála og fengu viðbrögð við þeim vangaveltum sem á fulltrúum landshlutans brunnu.
-
Bæjarráð - 632
-
Bæjarráð - 632
Listi HMS sýnir allar þær fasteignir sem byggingarfulltrúar sveitarfélaganna hafa skráð sem íbúðaeignir og sem engar upplýsingar lágu fyrir um fasta búsetu í nóvember 2024, þ.e. þar sem enginn hefur lögheimili og enginn skráður leigusamningur er um íbúðina.
Samtals eru um 50 íbúðir á þessum lista. Ljóst er að lagfæra þarf skráningu nokkurra eigna, sem t.d. ættu frekar að vera skráð sem atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði.
-
Bæjarráð - 632
Nú hefur Vegagerðin unnið úr öllum gögnum og kynnti, sem fyrr segir, niðurstöðurnar, sem nú eru á leið í útboð.
Einnig lagt fram bréf sveitarfélaganna á Snæfellsnesi og Fjölbrautaskóla Snæfellinga, dagsett í dag, sem er umsögn um tillögu Vegagerðarinnar að nýju leiðakerfi.
Bæjarráð tekur undir efni bréfsins.
Forseti óskaði eftir að tekinn yrði með afbrigðum á dagskrá fundarins dagskrárliðurinn "Ályktun um viðhald þjóðvega á Snæfellsnesi", sem yrði liður 3 á dagskrá. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.
Gengið var til dagskrár.