296. fundur 13. mars 2025 kl. 16:30 - 20:41 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Garðar Svansson (GS)
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína, sbr. framlagt skjal.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Forseti fór yfir fundi framundan:
19. mars - Samtal við oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps.
20. mars - Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavík.
26. mars - Aðalfundur SSV og fleiri samtaka/stofnana í Borgarnesi.

Rætt um vegamálin. Forseti sagði frá fundum sem haldnir hafa verið undanfarið. Annars vegar fundur fulltrúa sveitarfélaga á Vesturlandi með forsætisráðherra og innviðaráðherra 10. mars sl. og hins vegar fundi stjórnar SSV og svæðisstjóra Vegagerðarinnar með bæjarstjórum á Vesturlandi 12. mars sl., hvort tveggja vegna ástands vega á Vesturlandi.

GS ræddi um hæfisreglur bæjarfulltrúa og velti upp til umræðu hvar mörkin ættu að liggja varðandi framkvæmdir og verkefni á vegum bæjarins.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjóri óskar eftir heimild til að ráða sérkennslustjóra/aðstoðarskólastjóra Leikskólans Sólvalla vegna fyrirliggjandi þarfa þess efnis.

Bæjarstjórn veitir bæjarstjóra umbeðna heimild til að auglýsa slíkt starf.

Samþykkt samhljóða.

3.Ályktun um viðhald þjóðvega á Snæfellsnesi

Málsnúmer 2009014Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn bæjarstjóra til Samgöngustofu, dags. 13. febrúar 2025 og svar Samgöngustofu, 19. febrúar 2025.



Enn ræðir bæjarstjórn um samgöngumál og ástand þjóðvegar 54, Snæfellsnesvegar, þar sem ástandið hefur aldrei verið verra. Á það ekki síst við í næsta nágrenni Grundarfjarðar, á Snæfellsnesi og langleiðina suður í Borgarnes.



Bæjarstjórn hefur margsinnis gert athugasemdir við hættulegt ástand þjóðvegarins og er nú svo komið að bæjarstjórn telur ákveðna vegarkafla í svo slæmu ástandi að flokka megi það undir neyðarástand. Í samræmi við það sendu sveitarfélögin á Vesturlandi erindi til forsætisráðherra um að gripið verði til ráðstafana vegna neyðarástands vega. Á fundi sem fulltrúar sveitarfélaganna áttu með forsætisráðherra og innviðaráðherra 10. mars sl. í forsætisráðuneytinu var áréttuð sú ósk að aukið fjármagn verði sett í bráðaviðgerðir strax á þessu ári. Auk þess var ítrekuð sú krafa Vestlendinga, að við gerð samgönguáætlunar síðar á árinu verði hlutur Vesturlands aukinn verulega frá þeirri tillögu sem áður hafði verið kynnt.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar ítrekar fjölmargar fyrri bókanir sínar um ástand þjóðvegar 54, Snæfellsnesvegar.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar lýsir enn og aftur yfir þungum áhyggjum af síversnandi og hættulegu ástandi þjóðvega á Snæfellsnesi og að Borgarnesi, ástandi sem er að stórum hluta til komið vegna skorts á viðhlítandi viðhaldi.

Ástand þjóðveganna hefur sjaldan verið eins slæmt og nú. Hættan sem leiðir af ástandi veganna er algjörlega óviðunandi fyrir notendurna. Á það jafnt við um íbúa, gesti, atvinnubílstjóra og neyðarflutninga. Jarðsig og frostskemmdir hafa gert veginn ósléttan yfirferðar, slitlag er gróft og bútakennt eftir áralangar holufyllingar, vegkantar eru víða brotnir og hafa gefið eftir á löngum köflum og víða eru vegir of mjóir. Á sumum stöðum er vatnsagi á vegi mikið vandamál.

Verulega aukin umferð, þar á meðal stórauknir þungaflutningar á síðustu árum, sumar sem vetur, kallar á aukin framlög til vegagerðar, ekki síst til almenns viðhalds. Þó nýjar vegaframkvæmdir séu af hinu góða, þá má ekki gleymast að sinna viðhaldi eldri vega. Í þeim liggja mikil verðmæti sem fara forgörðum, sé viðhaldi þeirra ekki sinnt.

Í febrúar sl. þurfti Vegagerðin að moka tjöru af „blæðandi“ þjóðvegum á Snæfellsnesi. Fjölmargir akandi vegfarendur urðu fyrir óþægindum og tjóni á ökutækjum sínum, vegna ástands þjóðveganna, þegar þykk tjara lagðist á hjólbarða og aðra fleti bifreiða. Slíkt er ekki einungis hvimleitt, heldur er umferðaröryggi stórlega ógnað í slíku ástandi, auk þess sem það veldur eigendum ökutækja fjárhagstjóni. Viðbúið er að slíkt ástand geti skapast aftur eins og ástand umræddra vega er.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar ítrekar fyrri óskir um stóraukna fjármuni til nauðsynlegra viðgerða og viðhaldsframkvæmda á þjóðvegi 54.

Samþykkt samhljóða.

4.SSV - Beiðni sveitarstjórna á Vesturlandi um neyðarfund og skipan viðbragðshóps

Málsnúmer 2503003Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf sveitarfélaga á Vesturlandi til forsætisráðherra o.fl. um neyðarástand tiltekinna vega á Vesturlandi.



Í erindinu var farið fram á skipan viðbragðshóps vegna hættuástands á vegum á Vesturlandi, og aukafjárveitingu til bráðaviðgerða á tilteknum vegarköflum.



Sagt frá fundi sem forsætisráðherra bauð til, með innviðaráðherra, 10. mars 2025, í framhaldi af erindinu.



Bæjarstjóri sagði frá fundinum og umræðum þar.

5.Bæjarráð - 633

Málsnúmer 2502005FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 633. fundar bæjarráðs.
  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
    Bæjarráð - 633
  • 5.2 2502020 Greitt útsvar 2025
    Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar í janúar 2025.
    Bæjarráð - 633 Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 31,5% í janúar 2025 miðað við janúar 2024, en hafa ber í huga að janúar er almennt uppgjörsmánuður, svo hlutfalli breytinga þarf að taka með fyrirvara.
  • 5.3 2501025 Framkvæmdir 2025
    Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi, Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Nanna Vilborg Harðardóttir, sátu fundinn undir þessum lið, að hluta eða alveg.

    Lagt fram ástandsmat á húsnæðinu Grundargötu 35 (Sögumiðstöð) og Borgarbraut 21 (gamla spennistöðvarhúsið), unnið af VSÓ.

    Bæjarráð - 633 Sigurður Valur fór yfir eftirfarandi verkefni:

    - Undirbúningur vegna útboðs framkvæmda við viðgerðir á íþróttahúsi og tengigangi milli íþróttahúss og grunnskóla.

    Fyrir liggur ástandsmat á ytra byrði íþróttahúss, þaki, gluggum o.fl. Einnig mat á ástandi tengigangs milli grunnskóla og íþróttahúss. Fram hafa farið gluggaskipti og endurnýjun hurða, ásamt minniháttar múrviðgerðum, sl. 2 ár.

    Verið er að undirbúa útboð framkvæmda við nauðsynlegar viðgerðir. Bæjarstjórn hefur þegar ákveðið að húsið skuli klætt. Stefnt er að því að útboð nái yfir heildarverkið, þ.e. að ljúka klæðningu hússins, þakviðgerð og endurnýjun á þeim gluggum sem enn á eftir að skipta um - og að verktími taki þá yfir a.m.k. 2 ár, svo deila megi kostnaði á lengri tíma.

    VA Arkitektar eru að teikna áfellur og VSÓ mun sjá um gerð útboðsgagna.

    - Ástandsmat fyrir gamla spennistöðvarhúsið.
    Farið yfir ástandsmatið. Ljóst er að veggir hússins eru ekki í því ástandi að viðunandi viðgerð muni borga sig. Lagðir fram valkostir um viðgerðir.
    Bæjarráð leggur til að ekki verði lagðir frekari fjármunir í viðgerð hússins, umfram það sem nauðsynlegt er til að viðhalda því sem góðri geymslu fyrir lausamuni, byggingarefni og slíkt.

    Rifjað upp, að eignayfirfærsla hússins til bæjarins var bænum að kostnaðarlausu á sínum tíma og mikilvægt að bærinn ráði yfir svæðinu, af skipulagsástæðum.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fjárveiting ársins í gömlu spennistöðina, uppá 3,5 millj. kr. verði lækkuð í 0,5 millj. kr. og að 3 millj. kr. verði færðar sem viðbót á fjárveitingu í framkvæmdir við Sögumiðstöð.

    Ólafur vék af fundi kl. 9:35.

    - Ástandsmat Sögumiðstöðvar og kostnaðaráætlun.

    Farið yfir ástandsmat og niðurstöður þess.

    Með hliðsjón af tillögu hér framar, um viðbótarfjárveitingu til framkvæmda í Sögumiðstöð, leggur bæjarráð til að leitað verði tilboða með verðkönnun í heildarviðgerðir hússins skv. ástandsmatinu og að skipulagsfulltrúa verði falið að undirbúa það verk.

    Nanna kom inn á fundinn kl. 9:45.

    Sigurður Valur fór einnig yfir eftirfarandi mál:

    - Lóðamál og byggingar á lóð Fellaskjóls - umræða í framhaldi af kynningarfundum og umræðu um deiliskipulag Ölkeldudals (nýjar lóðir vestan Fellaskjóls) eftir hugmyndavinnu Sigurðar Vals og Nönnu.

    SG vék af fundi undir þessu málefni kl. 09:45 og GS tók hennar sæti undir þessari umræðu eingöngu.

    Bæjarráð þakkar fyrir tillögur um fyrirkomulag og uppbyggingu á nýjum lóðum vestan Fellaskjóls og vísar þeim til frekari umræðu í skipulags- og umhverfisnefnd. Skipulagsfulltrúa og bæjarstjóra jafnframt falið að ræða við fulltrúa Fellaskjóls um þessar útfærslur.

    Samþykkt samhljóða.

    GS vék af fundi kl. 10:28 og SG tók sæti sitt á fundinum.

    Sigurður Valur og Nanna fóru yfir eftirfarandi:
    - Geymslusvæðið við Ártún 8, framkvæmd og hugmynd um nýtingu til framtíðar.

    Skipulagsfulltrúa falið að skoða nánar þessa hugmynd að skipulagi nýja geymslusvæðisins.

    Samþykkt samhljóða.

    Nanna fór yfir eftirfarandi verkefni, sem hún er að undirbúa vegna framkvæmda sumarsins:

    - Gatna- og stígaframkvæmdir sem eru í undirbúningi fyrir framkvæmdir 2025.

    - Leiksvæði á lóðum grunnskóla og leikskóla.

    - Útivistarstígar, sbr. umræðu síðasta fundar í íþrótta- og tómstundanefnd.

    - Þríhyrningur, en þar er ætlunin að hlaða upp eldstæði og umhverfi þess.

    Sigurði Val og Nönnu þakkað fyrir sitt innlegg undir þessum lið.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og GS.
  • Umræða í framhaldi af umræðu á fundum skipulags- og umhverfisnefndar 14. janúar og 5. febrúar sl. og fundi bæjarstjórnar 12. febrúar sl., um uppbyggingu á miðbæjarreit og sameiginlega úthlutun fjögurra samliggjandi lóða við Grundargötu 31 og 33 og Hamrahlíð 6 og 8.

    Bæjarráð - 633 Farið yfir atriði tengd uppbyggingu á miðbæjarreit, útboðsferli og fleiri atriði.

    Halldóra fór yfir samantekt úr fyrri umræðu skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar. Fyrir liggja tillögur að útfærslum, þar sem tvær meginleiðir eða valkostir eru settir fram. Í báðum tillögum er gert ráð fyrir blandaðri starfsemi í húsi á miðbæjarreit, þ.e. verslun, þjónustu og skrifstofum, einkum á neðstu hæð, og íbúðarhúsnæði á efri hæð(um).

    Farið sérstaklega yfir þau atriði sem bæjarstjórn mun þurfa að ákveða, áður en byggingarréttindi á reitnum fara í kynningar- og auglýsingaferli.

    Málinu er vísað til frekar umræðu í skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.

    BÁ fór af fundi kl. 12:00.
    SGG fór af fundi kl. 12:30.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og GS.
  • Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur sagt upp starfi sínu.
    Bæjarráð - 633 Bæjarstjóra falið að auglýsa starf íþrótta- og tómstundafulltrúa laust til umsóknar, en um er að ræða starf sem bæjarstjórn ræður í, skv. 2. gr. starfsreglna bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar við ráðningu starfsmanna.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og GS.
  • Lögð fram til kynningar skýrsla slökkviliðsstjóra (eldvarnaeftirlit) vegna úttektar á Leikskólanum Sólvöllum sem fram fór 25. febrúar 2025 (endurkoma).

    Bæjarráð - 633
  • Lagður fram til kynningar verksamningur Grundarfjarðarhafnar við BM Vallá vegna byggingar og uppsetningar á húseiningum í nýtt þjónustuhús á hafnarsvæðinu, sem verður viðbygging við núverandi hafnarhús.

    Bæjarráð - 633
  • Lagt fram til kynningar aðalfundarboð SSV ásamt dagskrá. Aðalfundurinn verður haldinn í Borgarbyggð 26. mars nk.
    Bæjarráð - 633 Bókun fundar Aðalfulltrúar með setu á fundi SSV eru Jósef Ó. Kjartansson, Garðar Svansson og Ágústa Einarsdóttir. Varafulltrúar eru Sigurður Gísli Guðjónsson, Signý Gunnarsdóttir og Bjarni Sigurbjörnsson.

    Verði forföll í hópi framangreindra fulltrúa veitir bæjarstjórn Björgu Ágústsdóttur bæjarstjóra umboð til að vera fulltrúi bæjarins með atkvæðisrétt, í stað kjörinna fulltrúa og varamanna þeirra.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Jafnréttisstofu, dags. 21. janúar sl., um fræðslu fyrir kjörna fulltrúa og stjórnendur um inngildingu og samþættingu.
    Bæjarráð - 633
  • Heimsókn og samtal um brunamál.
    Bæjarráð - 633 Fundarmenn fóru í lok fundar á slökkvistöðina, á neðri hæð ráðhúss, og ræddu við Valgeir Þór Magnússon, slökkviliðsstjóra, um eldvarnir, brunamál og aðstöðuna í slökkvistöð, bæði núverandi stöðu og þarfir til framtíðar.

    Valgeiri þakkað fyrir yfirferðina.
    Bókun fundar ÁE sagði frá heimsókn í slökkvistöð og samtali við slökkviliðsstjóra á bæjarráðsfundinum.

6.Íþrótta- og tómstundanefnd - 113

Málsnúmer 2502003FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 113. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.
  • Uppbygging gönguleiða og hjólreiðastíga í og við Grundarfjörð.

    Nanna Vilborg Harðardóttir verkefnisstjóri skipulags- og umhverfismála hjá Grundarfjarðarbæ kom inn á fundinn og fór yfir mögulega framtíðar uppbyggingu stíga og útivistarsvæða í og við Grundarfjörð.

    Íþrótta- og tómstundanefnd - 113 Nefndin leggur til að boðaður verði fundur með hagsmunaaðilum til að vinna málið áfram.

    Nanna og Ólafur íþróttafulltrúi boða fulltrúa frá Skógræktarfélagi Eyrarsveitar á fund með íþrótta- og tómstundanefnd.
  • Lögð fram ályktun frá haustfundi Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum.

    Íþrótta- og tómstundanefnd - 113 Íþrótta- og tómstundanefnd er sammála um að áfengissala eigi ekki að fara fram á íþróttaleikjum og leggst gegn því að slíkt verði í boði í íþróttamannvirkjum Grundarfjarðarbæjar.

  • Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir vinnu vinnuhóps sem bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur skipað, til að vinna þarfagreiningu fyrir íþróttaaðstöðu UMFG o.fl.

    Íþrótta- og tómstundanefnd - 113 Nefndin lýsir yfir ánægju með að þessi vinna sé farin af stað.

7.Ungmennaráð - 12

Málsnúmer 2502002FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 12. fundar ungmennaráðs.
  • Lögð fram ályktun frá haustfundi Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum.

    Ungmennaráð - 12 Ungmennaráðið er sammála um að áfengissala eigi ekki að fara fram á íþróttaleikjum.

    Ungmennaráðið tekur undir ályktun FÍÆT gegn áfengissölu á Íþróttaviðburðum og að íþróttahúsin eru griðastaður fyrir börn og ungmenni þar sem þau m.a. fylgjast með fyrirmyndum sínum innan sem utan vallar.
  • Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti störf vinnuhóps sem bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur skipað. Hópurinn samanstendur af fulltrúum frá UMFG, fulltrúum úr bæjarstjórn, auk þess sem bæjarstjóri og íþrótta- og tómstundafulltrúi starfa með hópnum.
    Hlutverk hópsins er að skilgreina þarfir íþróttafélaga í sveitarfélaginu fyrir aðstöðu og vinna þarfagreiningu fyrir íþróttaaðstöðu í sveitarfélaginu.
    Ungmennaráð - 12 Nefdarmönnum líst vel á að þessi vinna sé komin í gang.
  • Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti samantekt frá Ungmennaþingi Vesturlands sem fram fór í Hvalfjarðarsveit í október síðastliðnum.
    Haukur Smári Ragnarsson og Brynjar Þór Ásgeirsson tóku þátt í ungmennaþinginu fyrir hönd Grundarfjarðarbæjar.
    Ungmennaráð - 12 Góðar umræður fóru fram um mikilvægi ungmennaþinga og hversu mikilvægt væri að fulltrúar frá sveitarfélaginu mæti og taki þátt.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd - 266

Málsnúmer 2502004FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 266. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Áframhald umræðu frá síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar frá 5. febrúar sl.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 266 Skipulagsfulltrúi og bæjarstjóri fóru yfir þau vinnugögn sem fyrir liggja og eru samantekt á hugmyndum nefndarinnar og tillögum, samanber umræður síðustu tveggja funda nefndarinnar og síðustu tveggja funda bæjarstjórnar. Að auki hafa skipulagsfulltrúi og bæjarstjóri unnið að frekari undirbúningi með ráðgjafa um uppbyggingarmál og fjármögnun. Framkomnar hugmyndir, sem og upplegg að kynningar- og auglýsingaferli miðbæjarreits, hafa nú verið teknar saman og eru lagðar fyrir nefndina til kynningar.

    Bæjarstjóri fór yfir þau atriði sem ljúka þarf með umræðu og ákvörðunum bæjarstjórnar, um þetta ferli. Næsti fundur bæjarstjórnar er fyrirhugaður 13. mars næstkomandi.

    Góð umræða varð um uppbyggingu á reitnum, kynningarferli o.fl.

    Fundin verður tímasetning fyrir fund með íbúum þar sem fjallað verður um skipulag reitsins, með hliðsjón af tækifærum bæjarins og skipulagi annarra svæða.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

    Málið er til umfjöllunar sem sérstakur dagskrárliður síðar á fundinum vegna frekari ákvarðana um málið.
  • Lögð fram til umræðu hugmynd um að skipta í áfanga uppbyggingu íbúða fyrir 60 ára og eldri, á lóðum vestan við Fellaskjól. Um er að ræða frekari útfærslu á deiliskipulagstillögunni sem nú er í kynningu, en þó þannig að hún hafi ekki áhrif á ferli þeirrar heildartillögu sem nú er í auglýsingu.

    Hugmyndin var kynnt á fundi bæjarráðs 28. febrúar sl. og í bæjarráði var hugmyndinni vísað til frekari umfjöllunar með fulltrúum Fellaskjóls og í skipulags- og umhverfisnefnd.

    Signý vék af fundi undir þessum lið.


    Skipulags- og umhverfisnefnd - 266 Bæjarstjóri og skipulagsfulltrúi greindu frá samtali við fulltrúa Fellaskjóls um hugmynd sem myndi sameina annars vegar aðkomu að þremur (af sjö) íbúðum sem fyrirhugaðar eru á nýjum lóðum vestan megin við dvalarheimilið, og hins vegar aðkomu að vestanverðu á nýrri álmu dvalarheimilisins. Óskað hefur verið eftir frekari skoðun og afstöðu stjórnar Fellaskjóls til þessarar útfærslu.

    Skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.


    Signý tók aftur sæti sitt á fundinum.
    Bókun fundar SG vék af fundi undir þessum lið.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

    Málið er til umfjöllunar sem sérstakur dagskrárliður síðar á fundinum.

    SG tók aftur sæti sitt á fundinum.
  • Lagt fram erindi Skíðadeildar UMFG, með tölvupósti 28. febrúar 2025. Þar kemur fram að Skíðadeildin hyggist fjarlægja núverandi aðstöðuhús og byggja nýtt og stærra aðstöðuhús á sama stað.

    Með erindi fylgdi uppdráttur að húsinu og önnur gögn. Um er að ræða stálgrindarhús klætt með yleiningum. Reynt verður að láta húsið falla sem best inní landslagið og kostur er, segir í erindinu, og að vonast sé til að framkvæmdir hefjist í vor.

    Fulltrúar Skíðadeildarinnar og bæjarins höfðu skoðað svæðið í sameiningu á fyrri hluta árs 2024 og rætt nokkrar hugsanlegar staðsetningar.

    Í erindinu er óskað eftir að byggingin verði tekin til umsagnar hjá Grundarfjarðarbæ til að flýta fyrir ferlinu. Samkvæmt upplýsingum er gerð aðaluppdrátta fyrir nýja aðstöðuhúsið langt komin og verða þeir sendir síðar.

    Erindið er lagt fram sem fyrirspurn.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 266 Svæðið er ekki deiliskipulagt og ekki er skipulögð lóð undir mannvirki á svæðinu.

    Grundarfjarðarlína 2, sem liggur í jörðu, er í námunda við fyrirhugað framkvæmdasvæði og þarf því að huga vel að staðsetningu, sbr. deiliskipulag aðveitustöðvar og Grundarfjarðarlínu 2 að hluta, frá 2015.

    Spurt var um hugsanlega vegagerð vegna byggingar.

    Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við forsvarsmenn skíðadeildarinnar.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, BS og GS.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 8.4 2501010 Reglur um skilti
    Á 264. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 14. janúar sl. var rætt um að reglur Grundarfjarðarbæjar um gerð og staðsetningu skilta yrðu teknar til endurskoðunar. Fól nefndin starfsmönnum skipulags- og umhverfissviðs að vinna að málinu.

    Lögð eru nú fram til kynningar og umræðu drög að uppfærðum reglum, sbr. fylgiskjal.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 266 Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju með fram komin drög og felur verkefnisstjóra að útbúa tillögu til bæjarstjórnar með hliðsjón af umræðum á fundinum.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, LÁB og GS.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 8.5 2502017 Reglur um umgengni
    Á 265. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 5. febrúar sl. var rætt um atvinnutæki sem lagt væri inn á íbúðasvæðum og fól nefndin verkefnastjóra skipulags- og umhverfismála að gera tillögur að nýjum reglum fyrir næsta fund skipulags- og umhverfisnefndar.

    Lögð eru nú fram til kynningar og umræðu drög að slíkum reglum.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 266 Skipulags- og umhverfisnefnd ýsir yfir ánægju með fram komin drög og felur verkefnastjóra að útfæra nánari tillögur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands til frekari umræðu. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Rekstraraðili kajakleigunnar hefur óskað eftir aðstöðu til lengri tíma en stöðuleyfis til eins árs.
    Málið var áður til umræðu í nefndinni og fundaði skipulagsfulltrúi með rekstraraðila fyrir tæpu ári síðan.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 266 Farið yfir stöðu málsins, skipulagsvinnu við Framnes og fleira.

    Skipulagsfulltrúa falið að ræða við rekstraraðila um málið.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Borist hefur erindi frá Landsneti þar sem vakin er athygli á verk- og matslýsingu vegna vinnu við gerð kerfisáætlunar 2025-2034, og eru sveitarfélög hvött til þess að upplýsa um stöðu á aðalskipulagi og fyrirhugaða landnotkun sem getur haft áhrif á mótun kerfisáætlunar.

    Lýsingin er í kynningu til 7. mars.
    Í kjölfarið á verk- og matslýsingunni má búast við að kerfisáætlunin sjálf og mat á umhverfisáhrifum komi í kynningu fyrir páska, sbr. tölvupóst frá 20. febrúar sl.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 266 Lagt fram til kynningar.

    Skipulagsfulltrúa falið að yfirfara verk- og matslýsinguna og senda inn umsögn ef tilefni þykir á þessu stigi málsins.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

    Bæjarstjóri hefur sent umsögn um málið til Landsnets.

9.Minnispunktar bæjarstjóra um kjarasamning kennara

Málsnúmer 2503008Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra um nýjan kjarasamning við kennara og útreikningar skrifstofustjóra á kostnaði vegna hins nýja samnings, með upplýsingum um þau frávik sem samningarnir skapa frá fjárhagsáætlun ársins.



Mæta þarf 25,3 millj. kr. kostnaðarauka á árinu 2025 vegna samninganna, sem ná til grunnskóla, leikskóla, tónlistarskóla og leikskóladeildarinnar Eldhamra.

Til máls tóku JÓK, BÁ og LÁB.

Lagt til að vísa málinu til vinnslu í bæjarráði.

Samþykkt samhljóða.

10.Fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2409008Vakta málsnúmer

Breytingar á fjárhagsáætlun.

Rætt um breytingar á fjárhagsáætlun með gerð viðauka til að mæta kostnaðaraukningu vegna nýgerðra kjarasamninga við kennara, í framhaldi af umræðu í lið 9.

Lagt til að vísa málinu til vinnslu í bæjarráði.

Samþykkt samhljóða.

11.Lánasjóður sveitarfélaga - Lántaka 2025

Málsnúmer 2503006Vakta málsnúmer

Samþykkt lántöku ársins 2025.

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 200.000.000.- á árinu 2025 með þeim lánaskilmálum sem býðst á þeim tíma sem lántaka fer fram.

Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til að standa straum á afborgunum lána og nauðsynlegum framkvæmdum, m.a. í íþróttahúsi, á höfn og við götur og stíga, sem felur í sér að vera verkefni sem hafa almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Björgu Ágústsdóttur, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli eða tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

12.Miðbær - skipulag og markaðssókn

Málsnúmer 2501012Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað ráðgjafa um uppbyggingu og kynningarferli vegna miðbæjarreits, og samantekt skipulagsráðgjafa úr vinnu með skipulags- og umhverfisnefnd að undirbúningsvinnu vegna málsins.



Taka þarf ákvarðanir um:



- Ákvörðun um hvort miða eigi við:

A) útfærslu 1, um "Bæjarhúsið", sem er blanda af verslun, þjónustu, bæjarskrifstofum og íbúðum. Hér þyrfti að skilgreina vel hvort bærinn er að veita loforð um að leigja eða kaupa ákveðinn hluta húss undir skrifstofur t.d.

Eða útfærslu 2, um "Miðbæjarhúsið", sem hefur verslun og þjónustu á jarðhæð og á efri hæðum verði íbúðir. Einfaldari leið en sú fyrri.



B) breytingu á aðalskipulagi vegna skilmála miðbæjarreits vegna undirbúnings.



C) þá leið sem farin verður við sölu byggingarréttinda, sjá minnisblað.

Allir tóku til máls.

Forseti lagði til að miðað verði við útfærslu 2, í framlögðum sviðsmyndum, sem er einfaldari leið af þeim tveimur sem fram eru settar. Miðað verði við að "Miðbæjarhús" hafi verslun og þjónustu á jarðhæð og að á efri hæðum verði íbúðir.

Samþykkt með fimm atkvæðum (JÓK, ÁE, BS, SGG, SG). Tveir sátu hjá (GS, LÁB).

Forseti lagði til að skipulagsfulltrúa verði falið að undirbúa og vinna að breytingu á aðalskipulagi sem taki mið af þeim þörfum sem byggingu miðbæjarhúss tilheyra, í samræmi við umræður fundarins.

GS lagði til að tillögur að fyrstu tveimur hæðunum héldu sér, en að sú þriðja yrði að hámarki 300 fermetrar og engin fjórða hæð.

Tillaga felld með fjórum atkvæðum (JÓK, BS, SGG, SG) gegn þremur (GS, LÁB, ÁE).

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa að kynna og auglýsa byggingarréttindi á reitnum, í samræmi við minnisblað (vinnuskjal) ráðgjafa sem fyrir liggur. Byggingarréttindi verði auglýst með skilmálum bæjarstjórnar og leitað eftir hæsta boði annars vegar og efnislegri hugmynd, hins vegar, sem þjónar markmiðum uppbyggingar í þágu samfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

13.Tillaga um breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals

Málsnúmer 2312014Vakta málsnúmer

Lögð fram til umfjöllunar tillaga sem einnig var rædd í bæjarráði og skipulags- og umhverfisnefnd, sbr. síðustu fundargerðir, um breytingar á lóðum vestan Fellaskjóls. Gert var ráð fyrir sjö lóðum fyrir 60 ára og eldri, en lagt er til að gengið verði til samninga við Fellaskjól um kaup á landi undir þrjár syðstu lóðirnar. Aðkomu að þeim verði breytt og hún samnýtt með aðkomu að vesturinngangi húss Fellaskjóls.



Bæjarstóri og skipulagsfulltrúi hafa rætt við fulltrúa Fellaskjóls og stjórn Fellaskjóls hefur fundað um málið.



Lagt fram bréf stjórnar Fellaskjóls, 12. mars 2025.



SG vék af fundi undir þessum lið.

Forseti fór yfir málið.

Til máls tóku JÓK og BÁ.

Bæjarstjórn samþykkir framangreinda tillögu.

Samþykkt samhljóða.

SG tók aftur sæti sitt á fundinum.

14.Markaðs- og kynningarmál 2025

Málsnúmer 2501011Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað og kostnaðaráætlun vegna markaðs- og kynningarmála.

Bæjarstjóri hefur umboð til samninga um málið.

15.Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga - Endurskoðaðar samþykktir FSS

Málsnúmer 2502010Vakta málsnúmer

Endurskoðaðar samþykktir FSS - síðari umræða.
Farið yfir endurskoðaðar samþykktir FSS við síðari umræðu í bæjarstjórn.

Til máls tóku JÓK og GS.

Fyrirliggjandi samþykktir FSS samþykktar samhljóða með áorðnum breytingum.

16.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Sameiginleg gæludýrasamþykkt, uppfærð drög

Málsnúmer 2502008Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að nýrri samþykkt um gæludýrahald á Vesturlandi og í Kjósarhreppi.

Fyrirliggjandi drög samþykkt samhljóða.

17.Umhverfisvottun Snæfellsness - Sjálfbærnistefna Snæfellsness

Málsnúmer 2503001Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að aðgerðaáætlun Grundarfjarðarbæjar vegna sjálfbærnistefnu Snæfellsness 2025-2034.



Verkefnisstjóri umhverfisvottunar óskar eftir umfjöllun og ákvörðun bæjarstjórnar um drögin og að ákveðinn verði ábyrgðaraðili í sveitarfélaginu vegna aðgerðaáætlunar.

Farið yfir sjálfbærnistefnu Snæfellsness og aðgerðaráætlun Grundarfjarðarbæjar m.t.t. sjálfbærnistefnunnar.

Fyrirliggjandi drög samþykkt samhljóða.

Lagt til að bæjarstjóra verði falið að ganga frá svari til verkefnisstjóra.

Samþykkt samhljóða.

18.Beiðni bæjarfulltrúa um leyfi frá störfum

Málsnúmer 2503013Vakta málsnúmer

Ágústa Einarsdóttir (ÁE) óskar eftir tímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn, vegna fyrirhugaðs fæðingarorlofs frá síðari hluta aprílmánaðar. Hún mun tilkynna þegar þar að kemur frá hvaða degi orlofstaka hefst.

Bæjarstjórn samþykkir að umbeðið leyfi frá störfum í bæjarstjórn verði veitt í samræmi við beiðni.

Davíð Magnússon, varamaður, kemur inn í bæjarstjórn sem aðalmaður í stað ÁE, þegar leyfi hefst.

Samþykkt samhljóða.

19.Þjónusta og ráðgjöf við atvinnulíf

Málsnúmer 2503012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað sem tekið var saman í framhaldi af fundi bæjarstjóra með fulltrúum SSV, þar sem farið var yfir þjónustu og ráðgjöf við atvinnulíf.



Framkvæmdastjóri SSV og atvinnuráðgjafar eru tilbúnir að efna til sérstaks kynningarfundar í Grundarfirði, þar sem farið er yfir þjónustuna og verkefni sem framundan eru, t.d. kynna starfamessu, viðskiptahraðal o.fl.

20.Hrannarstígur 36 - sala á húsnæði

Málsnúmer 2501008Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar kaupsamningur og viðbót við samninginn vegna sölu á Hrannarstíg 36. Afhending eignar hefur farið fram.

21.Sorpurðun Vesturlands - Aðalfundarboð 2025

Málsnúmer 2503004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands sem haldinn verður 26. mars nk.

22.Umsögn um strenglagningu RARIK um þjóðlenduna Eyrarbotn

Málsnúmer 2502002Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Forsætisráðuneytisins, dags. 5. mars sl., vegna erindis RARIK um lagningu jarðstrengs um þjóðlenduna á Eyrarbotni, Kolgrafafirði.



Bæjarstjórn hafði áður veitt umsögn um erindið, þar sem ekki voru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða lagningu jarðstrengs. Forsætisráðuneytið hefur samþykkt fyrirhugaða framkvæmd.

23.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerðir 2025

Málsnúmer 2503005Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 229. fundar Breiðafjarðarnefndar sem haldinn var 4. febrúar sl.

Fylgiskjöl:

24.SSKS - Fundargerðir 2025

Málsnúmer 2503009Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum; fundargerð 78. fundar sem haldinn var 15. janúar sl. og fundargerð 79. fundar sem haldinn var 26. febrúar sl.

25.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - Fundargerð 84

Málsnúmer 2503010Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 84. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var 24. janúar sl.

26.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2025

Málsnúmer 2502011Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga;

fundargerð 964. fundar sem haldinn var 7. febrúar sl.,

fundargerð 965. fundar sem haldinn var 18. febrúar sl.,

fundargerð 966. fundar sem haldinn var 19. febrúar sl.,

fundargerð 967. fundar sem haldinn var 20. febrúar sl.,

fundargerð 968. fundar sem haldinn var 21. febrúar sl.,

fundargerð 969. fundar sem haldinn var 24. febrúar sl.,

fundargerð 970. fundar sem haldinn var 25. febrúar sl. og

fundargerð 971. fundar sem haldinn var 28. febrúar sl.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:41.