Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 269. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 269
Skipulags- og umhverfisnefnd beinir því til bæjarstjórnar að áður en kemur að auglýsingu lóða á iðnaðar- og athafnasvæðinu vestan Kvernár, liggi fyrir lýsing á uppbyggingu á svæðinu, m.a. með hliðsjón af fjárhagsáætlun, og þar með ákvörðun um í hvaða röð lóðir verði auglýstar lausar til úthlutunar. Í deiliskipulaginu sjálfu er að finna stefnu um það.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarstjóri kynnti tillögu um forgangsröðun í uppbyggingu og úthlutun lóða á svæðinu, í þremur áföngum.
Áfangi 1 eru þær lóðir sem nú eru í uppbyggingu og undirbúningi.
Áfangi 2 eru þær lóðir sem bæjarstjórn auglýsi því næst lausar til úthlutunar. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að óska eftir tilboði í hönnun gatna á þessu svæði.
Áfangi 3 eru þær lóðir sem liggja syðst og koma síðast til uppbyggingar í hverfinu.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 269
Ef allt gengur eftir ætti að verða hægt að auglýsa lóðir á svæðinu síðsumars, með hliðsjón af forgangsröðun bæjarstjórnar á uppbyggingu á svæðinu.
Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar þessum áfanga.
Bókun fundar
Bæjarstjóri kynnti tillögu um forgangsröðun í uppbyggingu og úthlutun lóða á svæðinu, í þremur áföngum.
Bæjarstjórn samþykkir þá nálgun og felur bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa að vinna að auglýsingu lóða á þeim grunni.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 269
Ábendingar á þessu stigi eru hafðar til hliðsjónar og ekki þarf að svara þeim formlega. Farið hefur verið yfir framangreindar athugasemdir.
Skipulagsfulltrúa er falið að koma athugasemdum Hafrannsóknastofnunar og Veðurstofu Íslands til framkvæmdaraðila/landeiganda og er því beint til hans að taka tillit til þeirra við gerð endanlegra skipulagsáætlana (aðalskipulagsbreyting, deiliskipulagstillaga).
Skipulagsfulltrúa falið að yfirfara sérstaklega hæðarsetningu á hluta af landi innan deiliskipulagsmarka, í ljósi athugasemda Veðurstofu Íslands.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 269
Á 268. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 30. apríl 2025 var fyrirspurn um málið tekin til afgreiðslu. Þar kom fram, að til að breyta megi skráningu hússins þyrfti að breyta deiliskipulagi og gera ráð fyrir íbúðarhúsi, sem ekki er gert ráð fyrir nú.
Nefndin rökstuddi og taldi að slík breyting deiliskipulags myndi teljast óveruleg breyting deiliskipulags, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa umboð til að yfirfara skipulagsgögn v. deiliskipulagsbreytingar þegar þau berast. Reynist þau í samræmi við það sem áður hefur verið samþykkt um þetta mál, er honum falið að grenndarkynna breytinguna fyrir sömu aðilum og fyrr (Háls, Hálsaból, Mýrar) í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Ennfremur heimilar nefndin að grenndarkynningartími verði styttur að uppfylltum ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 269
Skipulagsstofnun hefur lokið yfirferð á tillögu að breytingu aðalskipulags vegna miðbæjarreits og gerir ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga.
Skipulagsfulltrúi mun nú auglýsa tillöguna í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. samþykkt á 268. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 30. apríl sl. og bæjarstjórnar 8. maí sl.
Bókun fundar
Forseti vísaði í afgreiðslu bæjarstjórnar 8. maí um að auglýsa mætti breytingu aðalskipulagsins og birtist sú auglýsing í gær.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 269
Bæjarstjóri sagði frá stöðu málsins, sem verður rætt nánar á fundi bæjarstjórnar 12. júní nk.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 269
Ánægja kom fram með fyrirkomulag síðasta árs og var samþykkt að fylgja sama fyrirkomulagi í ár.
Tvö kvöld eru þá tekin undir umhverfisrölt, byrjað á kynningu og spjalli um umhverfismál og helstu verkefni (líklega í Samkomuhúsinu) og í kjölfar þess yrði farið í umhverfisrölt kvöldið eftir.
Samþykkt að umhverfisspjall verði þriðjudagskvöldið 24. júní og að umhverfisröltið verði 25. júní. Það ræðst af umræðum fyrra kvöldið, hvert leiðin verður lögð og hvað fólk vill skoða. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir þó að fara sérstakt umhverfisrölt í hesthúsahverfið.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 269
Verið er að stækka og bæta aðstöðu skíðafólks í Grundarfirði í samræmi við skilmála Aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar 2019-2039, sbr. skilmála fyrir svæði ÍÞ-4 (skíðasvæði eldra) og ÍÞ-5 (íþróttavöllur), en þar er mörkuð stefna um að gera ráð fyrir þeirri mannvirkjagerð og umhverfisfrágangi sem nýting svæðisins til skíðaiðkunar og þjónustu við skíðafólk kallar á (ÍÞ-4). Í skilmálum aðalskipulags fyrir íþróttavöll er gert ráð fyrir uppbyggingu nýrrar áhaldageymslu og/eða aðstöðuhúsi tengdu íþróttavelli og skíðasvæðinu sunnar (ÍÞ-5).
Skipulags- og umhverfisnefnd telur æskilegt að fá gögn sem sýna einnig aðkomu að svæðinu, bílastæði og nánasta umhverfi.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti staðsetningu þjónustuhúss skv. framlögðum gögnum, en felur skipulagsfulltrúa að ræða við framkvæmdaraðila um aðkomu og fyrirkomulag í nánasta umhverfi.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir, þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu. Grenndarkynnt verði fyrir eiganda lands austan við skíðasvæðið, Lárusi Sverrissyni, Gröf.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 269
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir gott og athyglisvert erindi.
Í umræðum nefndarinnar kom fram bjartsýni um að eftirspurn eftir frístundalóðum muni á næstu árum fara vaxandi.
Í Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er þegar gert ráð fyrir frístundahúsasvæði á landi í eigu bæjarins í landi Hellnafells sunnan hesthúsahverfis, merkt F-2, en full ástæða er til að ræða hvort önnur svæði í eigu bæjarins komi til greina.
Nefndin vísar erindinu til bæjarstjórnar, með vísan í fyrri umræðu og ákvarðanir bæjarstjórnar um forgangsröðun í vinnu við skipulagsáætlanir sveitarfélagsins, sem og þá forgangsröðun sem kemur fram í fjárhagsáætlunum Grundarfjarðarbæjar.
Nefndin minnir jafnframt á að umfangsmiklum deiliskipulagsverkefnum er nú lokið eða að ljúka.
Bókun fundar
Bæjarstjórn fagnar áhuga bréfritara og þakkar fyrir erindið.
Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og umhverfisnefnd um að í aðalskipulagi er gert ráð fyrir frístundasvæði í landi bæjarins, innan þéttbýlismarka (F-2), og er það líklegasta svæðið fyrir frístundabyggð.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 269
Lagt fram til kynningar og umræðu.
Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju með fyrstu drög að nýjum reglum og felur þjónustufulltrúa skipulags- og byggingasviðs að vinna að frekari útfærslu fyrir bæjarstjórn.
Bókun fundar
Endanlegri vinnslu og samþykki er vísað til bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 269
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti legu vegar að umræddu landi, sbr. framlögð gögn, og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 269
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 269
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 269
Fyrirspurn kom fram um viðbyggingar við tiltekið hús og var erindinu vísað til byggingarfulltrúa.
Forseti lagði til að tekinn yrði með afbrigðum inn á dagskrá fundarins dagskrárliðurinn "Lántaka 2025" sem yrði liður nr. 10 á dagskrá. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
Gengið var til dagskrár.