300. fundur 12. júní 2025 kl. 16:30 - 19:58 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Garðar Svansson (GS)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Marta Magnúsdóttir (MM)
    Aðalmaður: Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
  • Davíð Magnússon (DM)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

Forseti lagði til að tekinn yrði með afbrigðum inn á dagskrá fundarins dagskrárliðurinn "Lántaka 2025" sem yrði liður nr. 10 á dagskrá. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína, sbr. framlagt skjal.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2022-2026

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Fyrirhugað er að eiga fund síðar í júní með fulltrúum Snæfellsbæjar um almenna sameiningarumræðu.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að bæjarstjórnarfundir hefjist kl. 14, að loknu sumarleyfi bæjarstjórnar, í stað 16:30.

Bæjarstjórn áréttar umboð bæjarráðs til ákvörðunartöku í samræmi við sveitarstjórnarlög, á meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi.


3.Ályktun um viðhald þjóðvega á Snæfellsnesi

Málsnúmer 2009014Vakta málsnúmer

Enn ræðir bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar um samgöngumál og ástand þjóðvegar 54, Snæfellsnesvegar, þar sem ástandið hefur aldrei verið verra. Á það ekki síst við í næsta nágrenni Grundarfjarðar, á Snæfellsnesi og langleiðina suður í Borgarnes.

Bæjarstjórn hefur margsinnis gert athugasemdir við hættulegt ástand þjóðvegarins. Í febrúar á þessu ári sendu sveitarstjórnir á Vesturlandi ákall til forsætisráðherra og innviðaráðherra um að brýn þörf væri til að bregðast strax við bágbornu ástandi tiltekinna vegarkafla, með neyðarfjárveitingu í allra brýnustu viðgerðirnar, til að tryggja íbúum, atvinnulífi og ferðafólki lágmarks öryggi á vegunum.

Bæjarstjórn þakkar ráðherrunum fyrir að hafa brugðist hratt við ákalli sveitarstjórnarfólks á Vesturlandi og boðið til fundar 10. mars sl. þar sem tækifæri gafst til þess að ræða þessi mál. Í fréttum hefur komið fram að til standi að leggja viðbótarfjármagn í vegagerð, m.a. á Vesturlandi, með fjárveitingum gegnum fjáraukalög. Ekkert liggur þó opinberlega fyrir um það hve mikla fjármuni eigi að leggja í endurbætur vega á Vesturlandi. Nú þegar langt er liðið á júnímánuð er ljóst að það verður æ erfiðara að nýta viðbótarfjármagn til framkvæmdaverkefna í vegagerð, þar sem drjúgan tíma þarf til að undirbúa verk, bjóða út og koma þeim af stað.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar lýsir enn og aftur yfir þungum áhyggjum af þessari stöðu og síversnandi og hættulegu ástandi þjóðvega á Snæfellsnesi, að Borgarnesi.

Ástand þjóðveganna hefur sjaldan verið eins slæmt. Hættan sem leiðir af ástandi veganna er algjörlega óviðunandi fyrir notendurna. Á það jafnt við um íbúa, gesti, atvinnubílstjóra og neyðarflutninga. Jarðsig og frostskemmdir hafa gert veginn ósléttan yfirferðar, slitlag er gróft og bútakennt eftir áralangar holufyllingar, vegkantar eru víða brotnir og hafa gefið eftir á löngum köflum og víða eru vegir of mjóir. Á sumum stöðum er vatnsagi á vegi mikið vandamál.

Verulega aukin umferð, þar á meðal stórauknir þungaflutningar á síðustu árum, sumar sem vetur, kallar á aukin framlög til vegagerðar, ekki síst til almenns viðhalds. Þó nýjar vegaframkvæmdir séu af hinu góða, þá má ekki gleymast að sinna viðhaldi eldri vega. Í þeim liggja mikil verðmæti sem fara forgörðum, sé viðhaldi þeirra ekki sinnt.

Í febrúar sl. þurfti Vegagerðin að moka tjöru af „blæðandi“ þjóðvegum á Snæfellsnesi. Fjölmargir akandi vegfarendur urðu fyrir óþægindum og tjóni á ökutækjum sínum, vegna ástands þjóðveganna, þegar þykk tjara lagðist á hjólbarða og aðra fleti bifreiða. Slíkt er ekki einungis hvimleitt, heldur er umferðaröryggi stórlega ógnað í slíku ástandi, auk þess sem það veldur eigendum ökutækja fjárhagstjóni. Viðbúið er að slíkt ástand geti skapast aftur eins og ástand umræddra vega er.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar ítrekar fjölmargar fyrri bókanir sínar um ástand þjóðvegar 54, Snæfellsnesvegar og óskir um stóraukna fjármuni til nauðsynlegra viðgerða og viðhaldsframkvæmda á þjóðvegi 54.

Samþykkt samhljóða.

4.Bæjarráð - 637

Málsnúmer 2505004FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 637. fundar bæjarráðs.



  • 4.1 2501025 Framkvæmdir 2025
    Gestir fundarins undir þessum lið eru Sigurður Valur Ásbjarnarson, tæknifræðingur, og Nanna Vilborg Harðardóttir, verkefnisstjóri skipulags- og umhverfismála.
    Bæjarráð - 637 Sigurður Valur fór yfir helstu verklegar framkvæmdir.

    - Sögumiðstöðin

    Farið var í Sögumiðstöðina í fylgd Sigurðar Vals og húsnæðið skoðað. Þegar framkvæmdir hófust fyrir ca. 2 vikum, þá kom í ljós enn verra ástand í veggjum og þaki í viðbyggingu hússins. Farið yfir stöðuna og næstu skref.

    Unnið er að áætlun um heildarviðgerðir hússins í ljósi þessarar nýju stöðu. Lagt til að unnið verði að minni háttar viðgerðum í steypta hluta hússins, þannig að miðrými, eldhús, bókasafn og snyrtingar bókasafnsmegin verði komið í eðlilegt horf til notkunar í haust. Svæði viðbyggingar verði lokað af í vetur, fyrir utan eldhúshlutann.

    Samþykkt samhljóða.

    - Viðgerðir/klæðning íþróttahúss og tengigangs

    Miðað við þær fjárveitingar sem ætlaðar eru í verkið, þá verður erfitt að skipta verkinu upp í framkvæmdir til útboðs til 2ja ára.
    Í ár eru áætlaðar 25 millj. kr. í klæðningu/þakviðgerð íþróttahúss og 3 millj kr. í utanhússviðgerðir (m.a. klæðningu) tengigangsins milli íþróttahúss og grunnskóla. Við tengigang þarf einnig að fara í jarðvinnu og tengja lagnir.

    Lagt er til að í ár verði eftirfarandi gert:

    - Verðkönnun verði gerð fyrir það verk að klæða tengigang og lagfæra við glugga. Búið er að fá verktaka í að ganga frá þakrennum/lögnum/tengingu og setja niður sandgryfju.
    - Verðkönnun/útboð verði gert fyrir þakviðgerð og málun.
    - Lokið við smálegar viðgerðir við glugga/hurðir.
    - Sett ný hurð/hurðafrontur í kjallara íþróttahúss (líkamsræktarhluti).
    - Útboð fari fram seint í haust, fyrir heildarverkið við klæðningu húss, gluggaskipti og mögulega smíði þakkants.

    Samþykkt samhljóða.

    - Viðbygging hafnarhúss

    Byggingin fékk öryggisúttekt 22. maí sl. og lokaúttekt fer fram innan tíðar. Byggingin var tekin í notkun laugardaginn 24. maí sl., en þá var stórt skemmtiferðaskip í höfn.

    Sigurður Valur vék af fundi og var þakkað fyrir komuna.

    Nanna kom inn á fundinn og fór yfir stöðu verkefna.

    - Gatnagerð/gangstéttir
    Nanna fór yfir verkefnalista vegna verkefna við gatnagerð og gangstéttir.

    - Leiksvæði grunn- og leikskóla, Þríhyrningur o.fl.

    Nanna fór yfir fyrirhugaðar endurbætur í lóð leik- og grunnskóla. Einnig sagði hún frá framkvæmdum í Þríhyrningi þar sem verið er að hlaða eldstæði og leiksvið.

    Nanna vék af fundi og var þakkað fyrir komuna.

    - Kirkjufellsfoss-göngustígar

    Bæjarstjóri sagði frá því að eitt tilboð hafi borist í verðkönnun um gerð göngustígs og palla, við áningarstað við Kirkjufellsfoss. Samið er við bjóðanda. Verkís sá um burðarþolshönnun og sér um verkeftirlit.
  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
    Bæjarráð - 637
  • 4.3 2502020 Greitt útsvar 2025
    Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-apríl 2025. Bæjarráð - 637 Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar í Grundarfirði hækkað um 10,6% miðað við sama tímabil í fyrra.
  • Lagt fram tíu ára fjárhagsyfirlit Grundarfjarðarbæjar, A- og B-hluta, með upplýsingum úr ársreikningum og lykiltölum áranna 2015-2024.
    Bæjarráð - 637
  • 4.5 2505019 Launaáætlun 2025
    Lagt fram yfirlit yfir raunlaun og áætlun fyrir tímabilið janúar-apríl 2025.
    Bæjarráð - 637 Raunlaun eru undir áætlun ársins með viðaukum.
  • Lagt fram rekstraryfirlit janúar-mars 2025.
    Bæjarráð - 637
  • Farið yfir helstu breytingar á fjárhagsáætlun, m.t.t. gerðar viðauka sem bæjarstjórn mun ganga frá á júnífundi.

    Lagt fram tilboð frá Terra í húseiningar, þ.e. WC-einingu og litla geymslu fyrir íþróttavöll.
    Bæjarráð - 637 Bæjarráð samþykkir kaup á húseiningum fyrir íþróttavöll og að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagður fram kaupsamningur um jörðina Grund, undirritaður af bæjarstjóra 16. maí 2025 f.h. Grundarfjarðarbæjar. Jörðinni fylgja engin hús.

    Kaupverð jarðarinnar eru 70 millj. kr., þar af voru 50 millj. kr. greiddar við undirritun kaupsamnings.
    Bæjarráð - 637 Með kaupum á jörðinni Grund gefst m.a. tækifæri til að bæta vatnsvernd. Vatnsból fyrir þéttbýlið í Grundarfirði er við Grundará, undir Grundarfossi. Vatnsverndarsvæði vatnsbólsins hafa verið afmörkuð í samræmi við reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn. Mörk vatnsverndarsvæðanna eru í samræmi vð skýrslu ÍSOR
    06197 frá 2006, en um þau gildir skilgreining á brunn-, grann- og
    fjarsvæðum í reglugerð um varnir gegn mengun vatns nr. 796/1999 m.s.br.

    Í Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er sett fram stefna um að brunnsvæði vatnsveitunnar verði stækkað til samræmis við tillögu um breytta legu vatnsverndarsvæða vatnsbóla Vatnsveitu Grundarfjarðar, sem unnin var af Ísor fyrir Orkuveitu Reykjavíkur 2006.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við Veitur ohf. um vatnsverndarmál á svæðinu.

    Í ljósi þess að Grundarfjarðarbær eignast jörðina á vordögum og lítill tími er til stefnu, þá vill bæjarráð leitast við að halda umsjón neðangreindra þátta í sömu skorðum og verið hafa undanfarin ár.

    Bæjarráð samþykkir að umsjón með slætti á túni í landi jarðarinnar Grundar og umsjón með hagabeit verði sumarið 2025 falin Bárði Rafnssyni og Dóru Aðalsteinsdóttur, með vísan í framlagt erindi þeirra. Þau hafa síðustu árin séð um slátt og hagabeit.

    Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við þau Bárð og Dóru fyrir árið 2025.

    Efnistaka í landi Grundar:

    Bæjarráð felur bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa að afla gagna og leggja fram tillögu um efnistöku í landi Grundar. Ekki liggja fyrir efnistökuleyfi í landi Grundar og leggur bæjarráð til að efnistaka þar verði ekki heimiluð að sinni.

    Bæjarráð tekur ekki afstöðu að svo stöddu til veiða í landi Grundar.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs varðandi eignina Grund.
  • Lagt fram erindi nefndasviðs Alþingis þar sem kynnt er frumvarp til breytinga á lögum um veiðigjöld. Jafnframt lögð fram umsögn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga (SSSF), ásamt greiningargögnum KPMG, sem sveitarfélögin fengu send sl. föstudag, 23. maí.
    Bæjarráð - 637 Umsögn Grundarfjarðarbæjar byggir m.a. á umsögn SSSF.

    Bæjarstjóri sendir umsögn um frumvarpið til nefndasviðs Alþingis.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram drög að reglum um uppbyggingarsjóð íþrótta- og menningarmála ásamt fjárhagsgögnum frá Skotfélagi Snæfellsness, með beiðni um greiðslu styrkveitingar.
    Bæjarráð - 637 Bæjarráð bíður eftir umfjöllun menningarnefndar og íþrótta- og tómstundanefndar um fyrirliggjandi drög að reglum.

    Bæjarráð samþykkir útgreiðslu úr sjóðnum til Skotfélags Snæfellsness, í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar um úthlutun úr sjóðnum til félagsins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarstjórn vísaði málinu til skoðunar í bæjarráði. Bæjarráð - 637 Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum um verkefnið og felur bæjarstjóra að afla upplýsinga.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Landsnets um kerfisáætlun Landsnets 2025-2034, ásamt framkvæmdaáætlun og umhverfismatsskýrslu, og um kynningarfundi sem haldnir voru í apríl-maí.

    Kerfisáætlunin er nú í opnu umsagnarferli og má skila inn athugasemdum við áætlunina til 31. maí nk.
    Bæjarráð - 637 Bæjarstjóri hefur verið í sambandi við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi um umsögn um kerfisáætlun.
  • Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga; fundargerð 88. fundar sem haldinn var 15. apríl sl. og fundargerð 89. fundar sem haldinn var 7. maí sl.
    Bæjarráð - 637 Bæjarstjóri sagði frá því að hún hefði sótt fund Samtakanna, 16. maí sl., en til fundarins var boðið þingmönnum og ráðherrum, til umræðu um frumvarp til breytingu á lögum um veiðigjöld.
  • Lögð fram til kynningar og umsagnar húsnæðisáætlun Grundarfjarðarbæjar 2025, en bæjarstjórn samþykkir húsnæðisáætlun ár hvert.
    Bæjarráð - 637 Bæjarráð leggur til að húsnæðisáætlun 2025 verði samþykkt.

5.Bæjarráð - 638

Málsnúmer 2506001FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 638. fundar bæjarráðs.



  • Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi um breytingu á rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, sem rekinn er sem Kirkjufell view cottage, að Innri Látravík (F2357992), Grundarfirði skv. rekstraleyfi REK-2024-073350 frá 27.11.2024.

    Breyting felst í viðbótarhúsnæði í þremur nýjum frístundahúsum (mhl.050101, 060101,070101) og þar með fjölgun gistirýma um 12 gesti, þannig að leyfilegur gestafjöldi eftir breytingu fari úr 8 í 20 gesti.

    Um er að ræða ný hús og fyrir liggur öryggisúttekt byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra, og umsögn byggingarfulltrúa sem ekki gerir athugasemdir við að umbeðnu rekstrarleyfi verði breytt.
    Bæjarráð - 638 Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfinu verði breytt og að við það bætist þrjú ný gestahús, við þau tvö sem leyfið var útgefið fyrir, á síðasta ári.

  • Lagt fram nýtt lóðarblað og merkjalýsing fyrir Hjallatún 1, landnúmer L190044, undirritað af merkjalýsanda 28.05.2025.

    Lóðin er skráð 1.882 m2 í Landeignaskrá fasteigna, en stækkar nú í 2.907 m2, eða um 1.025 m2. Upprunalandið Grafarland, landnúmer 190037, minnkar um það sem því nemur. Breytingin er unnin í samræmi við nýtt deiliskipulag iðnaðarsvæðisins vestan Kvernár, sem gefið var út í B-deild Stjórnartíðinda 16. maí 2025.

    Bæjarráð - 638 Bæjarráð staðfestir framlagða útgáfu nýs lóðarblaðs fyrir lóðina Hjallatún 1.

6.Skólanefnd - 180

Málsnúmer 2505002FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 180. fundar skólanefndar.

  • Heiðdís Lind skólastjóri Leikskólans Sólvalla tók á móti skólanefnd.

    Einnig var mætt Nanna Vilborg Harðardóttir, verkefnisstjóri skipulags- og umhverfismála hjá Grundarfjarðarbæ, til að fara yfir áform um endurbætur á lóð leikskólans.
    Skólanefnd - 180 Byrjað var á því að ganga um lóð leikskólans og fóru Nanna og Heiðdís yfir þær breytingar sem eru fyrirhugaðar í sumar.

    Helstu breytingar eru þær að í "stóra garði" er ætlunin að leggja malbikaða hjólabraut í hring innan lóðar, milli hússins og hólsins. Nýtt sandsvæði verður lagt innan hjólabrautarhringsins og unnið þar með vatn. Rólur verða endurnýjaðar og nýjar settar í norðausturhluta lóðarinnar, nær horni Sólvalla og Hrannarstígs. Gróðursett verða fleiri tré í garðinum. Að auki stendur til að bæta lýsingu í stóra garði, í tengslum við endurbætur á lýsingu í Hrannarstíg, samhliða lagningu nýrrar gangstéttar frá Kjörbúð niður að Nesvegi, og aðeins inní Sólvelli.

    Nönnu var þakkað fyrir yfirferðina.

    Að þessu búnu var haldið inn þar sem skólastjóri fór með skólanefnd um húsrými leikskólans. Hún sagði frá þeim breytingum sem gerðar hafa verið á húsnæði skólans og sem fyrirhugaðar eru í sumar. Rætt var um starfsemi leikskólans vítt og breitt.

    Að lokinni yfirferð þakkaði skólanefnd leikskólastjóra fyrir móttökurnar.

7.Skólanefnd - 181

Málsnúmer 2505003FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 181. fundar skólanefndar.

  • Skóladagatal leikskólans lagt fram til afgreiðslu.
    Skólanefnd - 181 Farið yfir skóladagatal Leikskólans Sólvalla, samhliða yfirferð yfir skóladagatal grunnskóla og Leikskóladeildarinnar Eldhamra, til samanburðar.

    Starfsdagur er 12. ágúst og opnun eftir sumarleyfi 13. ágúst nk.
    Haustfrí er 20.-22. október
    Starfsdagur er 11. nóvember.
    Lokað er á Þorláksmessu og jólafrí telst einnig fyrri hluta 24. des., 29. og 30. des., og fyrri hluta 31. des. og þann 2. janúar 2026.
    Vetrarfrí er 26. og 27. febrúar, og starfsdagur 2. mars.
    Í Dymbilviku er ekki lokað 30. mars, 31. mars og 1. apríl, en skráningardagar eða valkvæðir dagar (gjald taki mið af því).
    Starfsdagar eru 13. og 15. maí, sitt hvorum megin við Uppstigningardag, en annar þeirra er auka-starfsdagur í ár vegna námsferðar til útlanda.
    Hálfur starfsdagur er eftir hádegi föstudag 3. júlí 2026, og eftir þann dag hefst sumarleyfi.
    Opnun aftur eftir sumarleyfi 12. ágúst 2026.

    Rætt um fyrirkomulagið og reynslu af sambærilegu fyrirkomulagi á líðandi skólaári.

    Skólanefnd samþykkir framlagt skóladagatal Leikskólans Sólvalla.
    Því er beint til skólastjóra Grunnskóla, að uppfæra skóladagatal Eldhamra til samræmis við dagatal Sólvalla, að því leyti sem uppá vantar.

    Leikskólastjóri fór yfir stöðu í starfsmannamálum, en börnum mun fækka á Sólvöllum í haust og verða þau tæplega 40 með haustinu. Eins og staðan er núna, eru starfsmenn of margir, en sú staða getur breyst.

    Skólastjóra var þakkað fyrir komuna og samtalið.

  • Skóladagatal grunnskólans lagt fram til afgreiðslu.

    Hringt var í Sigurð G. Guðjónsson skólastjóra grunnskóla við umræðu og afgreiðslu skóladagatalsins.
    Skólanefnd - 181 Farið yfir skóladagatalið samhliða yfirferð á skóladagatölum undir öðrum dagskrárliðum.

    Skóladagatal grunnskólans samþykkt.



  • Skóladagatal Leikskóladeildarinnar Eldhamra lagt fram til afgreiðslu.

    Rætt við Sigurð Gísla skólastjóra grunnskóla/Eldhamra í síma, við yfirferðina.
    Skólanefnd - 181 Farið yfir skóladagatalið samhliða yfirferð á skóladagatölum undir öðrum dagskrárliðum.
    Skóladagatal Eldhamra samþykkt, með smávægilegum breytingum sem beint er til skólastjóra að gera, til samræmis við umræðu fyrr á fundinum.

  • Skóladagatal tónlistarskólans lagt fram til afgreiðslu. Skólanefnd - 181 Skóladagatal tónlistarskólans samþykkt.
  • Drög að forvarnastefnu Snæfellsness, unnin af Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, lögð fram til umsagnar skólanefndar.
    Skólanefnd - 181 Skólanefnd lýsir ánægju sinni með framkomin drög að forvarnastefnu fyrir Snæfellsnes.


8.Skipulags- og umhverfisnefnd - 269

Málsnúmer 2505005FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 269. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.



  • Endanleg gögn lögð fram til upplýsingar.

    Skipulagsstofnun hefur lokið yfirferð yfir aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag iðnaðarsvæðis vestan Kvernár og gerði ekki athugasemdir við skipulagsáætlanirnar. Skipulagsstofnun birti auglýsingu um gildistöku aðalskipulagsbreytingar í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. maí sl. Deiliskipulag var í framhaldinu birt með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 16. maí sl. og tilkynning um það birt á vef bæjarins sama dag.

    Ef allt gengur eftir ætti auglýsing lóða að geta hafist seinnipart júnímánaðar, byggt á ákvörðun bæjarstjórnar um forgangsröðun í uppbyggingu á svæðinu.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 269 Skipulags- og umhverfisnefnd beinir því til bæjarstjórnar að áður en kemur að auglýsingu lóða á iðnaðar- og athafnasvæðinu vestan Kvernár, liggi fyrir lýsing á uppbyggingu á svæðinu, m.a. með hliðsjón af fjárhagsáætlun, og þar með ákvörðun um í hvaða röð lóðir verði auglýstar lausar til úthlutunar. Í deiliskipulaginu sjálfu er að finna stefnu um það.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

    Bæjarstjóri kynnti tillögu um forgangsröðun í uppbyggingu og úthlutun lóða á svæðinu, í þremur áföngum.

    Áfangi 1 eru þær lóðir sem nú eru í uppbyggingu og undirbúningi.
    Áfangi 2 eru þær lóðir sem bæjarstjórn auglýsi því næst lausar til úthlutunar. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að óska eftir tilboði í hönnun gatna á þessu svæði.
    Áfangi 3 eru þær lóðir sem liggja syðst og koma síðast til uppbyggingar í hverfinu.
  • Skipulagsstofnun hefur lokið yfirferð bæði á aðalskipulagsbreytingu og á nýju deiliskipulagi Ölkeldudals og gerir engar athugasemdir við það.

    Beðið er eftir því að auglýsing aðalskipulagsbreytingar birtist í B-deild Stjórnartíðinda og strax í kjölfar þess verður deiliskipulagið nýja auglýst í B-deild og á vef bæjarins og hefst þá mánaðarfrestur áður en lóðirnar verða auglýstar.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 269 Ef allt gengur eftir ætti að verða hægt að auglýsa lóðir á svæðinu síðsumars, með hliðsjón af forgangsröðun bæjarstjórnar á uppbyggingu á svæðinu.

    Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar þessum áfanga.
    Bókun fundar Bæjarstjóri kynnti tillögu um forgangsröðun í uppbyggingu og úthlutun lóða á svæðinu, í þremur áföngum.

    Bæjarstjórn samþykkir þá nálgun og felur bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa að vinna að auglýsingu lóða á þeim grunni.
  • Lagðar fram tvær nýjar athugasemdir sem bárust eftir að auglýsingatíma vinnslutillögu aðal- og deiliskipulags var lokið. Þær eru frá Hafrannsóknastofnun og Veðurstofu Íslands. Einnig lagðar fram tillögur skipulagsráðgjafa um viðbrögð við athugasemdunum.

    Það er landeigandi sem lætur vinna skipulagsbreytingu aðalskipulags og nýtt deiliskipulag fyrir Grund 2.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 269 Ábendingar á þessu stigi eru hafðar til hliðsjónar og ekki þarf að svara þeim formlega. Farið hefur verið yfir framangreindar athugasemdir.

    Skipulagsfulltrúa er falið að koma athugasemdum Hafrannsóknastofnunar og Veðurstofu Íslands til framkvæmdaraðila/landeiganda og er því beint til hans að taka tillit til þeirra við gerð endanlegra skipulagsáætlana (aðalskipulagsbreyting, deiliskipulagstillaga).

    Skipulagsfulltrúa falið að yfirfara sérstaklega hæðarsetningu á hluta af landi innan deiliskipulagsmarka, í ljósi athugasemda Veðurstofu Íslands.

  • Eigandi Sólbakka sækir nú formlega um óverulega breytingu á deiliskipulagi þannig að frístundahús á Sólbakka, lóð A, verði einbýlishús.

    Tillaga að breyttu deiliskipulagi í þessa veru (uppdráttur) hefur ekki borist.

    Samhliða var sótt um breytta notkun húss til byggingarfulltrúa, þ.e. að sumarhús verði skráð sem íbúðarhús.

    Áður hafði borist fyrirspurn um þessa breytingu.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 269 Á 268. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 30. apríl 2025 var fyrirspurn um málið tekin til afgreiðslu. Þar kom fram, að til að breyta megi skráningu hússins þyrfti að breyta deiliskipulagi og gera ráð fyrir íbúðarhúsi, sem ekki er gert ráð fyrir nú.
    Nefndin rökstuddi og taldi að slík breyting deiliskipulags myndi teljast óveruleg breyting deiliskipulags, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.

    Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa umboð til að yfirfara skipulagsgögn v. deiliskipulagsbreytingar þegar þau berast. Reynist þau í samræmi við það sem áður hefur verið samþykkt um þetta mál, er honum falið að grenndarkynna breytinguna fyrir sömu aðilum og fyrr (Háls, Hálsaból, Mýrar) í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

    Ennfremur heimilar nefndin að grenndarkynningartími verði styttur að uppfylltum ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
  • Farið yfir stöðu máls vegna aðalskipulagsbreytingar í tengslum við uppbyggingu á miðbæjarreit.



    Skipulags- og umhverfisnefnd - 269 Skipulagsstofnun hefur lokið yfirferð á tillögu að breytingu aðalskipulags vegna miðbæjarreits og gerir ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga.

    Skipulagsfulltrúi mun nú auglýsa tillöguna í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. samþykkt á 268. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 30. apríl sl. og bæjarstjórnar 8. maí sl.

    Bókun fundar Forseti vísaði í afgreiðslu bæjarstjórnar 8. maí um að auglýsa mætti breytingu aðalskipulagsins og birtist sú auglýsing í gær.
  • Farið yfir ferli og niðurstöður útboðs vegna sölu byggingarréttar á miðbæjarreit. Byggingarréttur á miðbæjarreit var auglýstur í útboðsferli 10. maí sl.


    Skipulags- og umhverfisnefnd - 269 Bæjarstjóri sagði frá stöðu málsins, sem verður rætt nánar á fundi bæjarstjórnar 12. júní nk.
  • Rætt um tímasetningar fyrir árlegt umhverfisrölt skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 269 Ánægja kom fram með fyrirkomulag síðasta árs og var samþykkt að fylgja sama fyrirkomulagi í ár.

    Tvö kvöld eru þá tekin undir umhverfisrölt, byrjað á kynningu og spjalli um umhverfismál og helstu verkefni (líklega í Samkomuhúsinu) og í kjölfar þess yrði farið í umhverfisrölt kvöldið eftir.

    Samþykkt að umhverfisspjall verði þriðjudagskvöldið 24. júní og að umhverfisröltið verði 25. júní. Það ræðst af umræðum fyrra kvöldið, hvert leiðin verður lögð og hvað fólk vill skoða. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir þó að fara sérstakt umhverfisrölt í hesthúsahverfið.
  • Borist hafa myndir sem sýna fyrirhugaða staðsetningu aðstöðuhúss Skíðadeildar, sem áformað er að reisa í sumar.
    Byggingarfulltrúi telur að þær séu fullnægjandi til að nefndin geti tekið afstöðu til staðsetningar hússins. Verði fallist á þessa staðsetningu getur hann gefið út byggingarleyfi þegar uppfærðir aðaluppdrættir hafa borist.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 269 Verið er að stækka og bæta aðstöðu skíðafólks í Grundarfirði í samræmi við skilmála Aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar 2019-2039, sbr. skilmála fyrir svæði ÍÞ-4 (skíðasvæði eldra) og ÍÞ-5 (íþróttavöllur), en þar er mörkuð stefna um að gera ráð fyrir þeirri mannvirkjagerð og umhverfisfrágangi sem nýting svæðisins til skíðaiðkunar og þjónustu við skíðafólk kallar á (ÍÞ-4). Í skilmálum aðalskipulags fyrir íþróttavöll er gert ráð fyrir uppbyggingu nýrrar áhaldageymslu og/eða aðstöðuhúsi tengdu íþróttavelli og skíðasvæðinu sunnar (ÍÞ-5).

    Skipulags- og umhverfisnefnd telur æskilegt að fá gögn sem sýna einnig aðkomu að svæðinu, bílastæði og nánasta umhverfi.

    Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti staðsetningu þjónustuhúss skv. framlögðum gögnum, en felur skipulagsfulltrúa að ræða við framkvæmdaraðila um aðkomu og fyrirkomulag í nánasta umhverfi.

    Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir, þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu. Grenndarkynnt verði fyrir eiganda lands austan við skíðasvæðið, Lárusi Sverrissyni, Gröf.
  • Lögð fram almenn fyrirspurn frá brottfluttum Grundfirðingi, um svæði fyrir frístundahús. Telur bréfritari að margir brottfluttir myndu vilja eiga sumarhús, í staðinn fyrir að kaupa upp íbúðir innanbæjar og nota sem orlofshús. Meðal annars er í þessu sambandi minnst á land Grundar sem bærinn festi nýlega kaup á.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 269 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir gott og athyglisvert erindi.

    Í umræðum nefndarinnar kom fram bjartsýni um að eftirspurn eftir frístundalóðum muni á næstu árum fara vaxandi.

    Í Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er þegar gert ráð fyrir frístundahúsasvæði á landi í eigu bæjarins í landi Hellnafells sunnan hesthúsahverfis, merkt F-2, en full ástæða er til að ræða hvort önnur svæði í eigu bæjarins komi til greina.

    Nefndin vísar erindinu til bæjarstjórnar, með vísan í fyrri umræðu og ákvarðanir bæjarstjórnar um forgangsröðun í vinnu við skipulagsáætlanir sveitarfélagsins, sem og þá forgangsröðun sem kemur fram í fjárhagsáætlunum Grundarfjarðarbæjar.

    Nefndin minnir jafnframt á að umfangsmiklum deiliskipulagsverkefnum er nú lokið eða að ljúka.
    Bókun fundar Bæjarstjórn fagnar áhuga bréfritara og þakkar fyrir erindið.

    Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og umhverfisnefnd um að í aðalskipulagi er gert ráð fyrir frístundasvæði í landi bæjarins, innan þéttbýlismarka (F-2), og er það líklegasta svæðið fyrir frístundabyggð.

  • Lagt fram til umsagnar uppkast að nýjum reglum um stöðuleyfi.

    Einnig rætt um fjárhæð og útfærslu á gjöldum vegna stöðuleyfa og skilta.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 269 Lagt fram til kynningar og umræðu.

    Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju með fyrstu drög að nýjum reglum og felur þjónustufulltrúa skipulags- og byggingasviðs að vinna að frekari útfærslu fyrir bæjarstjórn.
    Bókun fundar Endanlegri vinnslu og samþykki er vísað til bæjarráðs.
  • Eigandi sumarbústaðalóðar í landi Hamra sækir um framkvæmdaleyfi til að leggja fyrsta áfanga að aðkomuvegi. Einungis á að gera vegtengingu við þjóðveg og fara yfir skurð upp að girðingu.

    Ekki er til deiliskipulag af lóðinni, en framkvæmdaraðili sendi til glöggvunar einfalda skissu af hugmyndum sínum um byggingarreiti og framtíðarvegstæði aðkomuvegar sem yrði gerður síðar.

    Framkvæmdaraðili hefur þegar haft samráð við Vegagerðina um vegstæðið.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 269 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti legu vegar að umræddu landi, sbr. framlögð gögn, og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar.

  • Húsefni ehf. hefur sent inn erindi um skil á lóðum við Fellabrekku 7-13.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 269
  • Erindi lagt fram til kynningar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 269
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 269 Fyrirspurn kom fram um viðbyggingar við tiltekið hús og var erindinu vísað til byggingarfulltrúa.

9.Fjárhagsáætlun 2025 - Viðauki III

Málsnúmer 2409008Vakta málsnúmer





Lagt er til að bæjarráði verði falið umboð til að ganga frá viðauka III við fjárhagsáætlun 2025.

Sérstaklega þarf að skoða ástand Sögumiðstöðvar og áætlun um nauðsynlegustu viðgerðir, áður en gengið er endanlega frá viðauka.

Samþykkt samhljóða.

10.Lánasjóður sveitarfélaga - Lántaka 2025

Málsnúmer 2503006Vakta málsnúmer

Samþykkt lántöku ársins 2025.
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 50.000.000.- á árinu 2025, til viðbótar við fyrri samþykkta lántöku, með þeim lánaskilmálum sem býðst á þeim tíma sem lántaka fer fram.

Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til að standa straum af afborgunum lána og nauðsynlegum framkvæmdum, einkum vegna fráveituframkvæmda og kaupa á jörðinni Grund, en verkefnið hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Björgu Ágústsdóttur, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli eða tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

11.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2409014Vakta málsnúmer



Forseti leggur til að bæjarráði verði falið að rýna gjaldskrá fyrir leikskóla og hafa m.a. hliðsjón af minniháttar breytingum sem hafa verið gerðar.

Samþykkt samhljóða.

12.Kosning forseta og varaforseta til eins árs

Málsnúmer 2205023Vakta málsnúmer

Fram fór kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.

Forseti lagði til að Jósef Ó. Kjartansson yrði forseti bæjarstjórnar og að Bjarni Sigurbjörnsson yrði varaforseti.

Samþykkt með 6 atkvæðum. GS situr hjá.

13.Kosning bæjarráðs, aðal- og varamenn

Málsnúmer 2205024Vakta málsnúmer

Fram fór kosning bæjarráðs til eins árs.

Kosin voru samhljóða í bæjarráð:

Aðalmenn:
D - Sigurður Gísli Guðjónsson
L - Garðar Svansson
D - Davíð Magnússon

Varamenn:
D - Jósef Ó. Kjartansson
L - Signý Gunnarsson
D - Bjarni Sigurbjörnsson

14.Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs

Málsnúmer 2205025Vakta málsnúmer

Fram fór kosning formanns og varaformanns bæjarráðs til eins árs:

Formaður bæjarráðs var kosinn Sigurður Gísli Guðjónsson og varaformaður Davíð Magnússon. Samþykkt með fimm atkvæðum. GS og LÁB sátu hjá.

15.Útboð á sölu byggingarréttar á miðbæjarreit

Málsnúmer 2504009Vakta málsnúmer

Opnun tilboða vegna sölu byggingarréttar á miðbæjarreit fór fram 5. júní sl. Eitt tilboð barst, frá Hallgrími Friðgeirssyni f.h. VHT ehf., sem hljóðar uppá 40 millj. kr. fyrir byggingarrétt á reitnum.



Lögð fram fundargerð opnunarfundar og frekari gögn frá bjóðanda, sem og minnisblað og tölvupóstur frá ráðgjöfum bæjarstjórnar þar sem mælt er með því að tilboðinu verði tekið.



Með vísan í framlögð gögn leggur forseti til að tilboði bjóðanda verði tekið.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ganga til samninga á grundvelli tilboðsgagna, eins og ráðgjafar mæla með.

Samþykkt með 6 atkvæðum. GS sat hjá.

16.Forsætisráðuneyti - Eyrarbotn - Umsókn um stofnun þjóðlendu

Málsnúmer 2505023Vakta málsnúmer

Forsætisráðuneytið óskar eftir samþykki fyrir stofnun þjóðlendu á Eyrarbotni, í samræmi við úrskurð óbyggðanefndar í máli nr. 3/2018.



Bæjarstjórn samþykkir beiðni skv. erindinu, en felur bæjarstjóra að ganga úr skugga um að útmörk spildunnar séu rétt skilgreind.

17.Alþingi - Breyting á lögum um veiðigjald

Málsnúmer 2504001Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri sagði frá því að hún hefði setið fund atvinnuveganefndar Alþingis 30. maí sl. ásamt bæjarstjóranum í Snæfellsbæ og tveimur fulltrúum SSV, þar sem farið var yfir umsagnir sveitarfélaganna og SSV um veiðigjaldafrumvarpið.

18.Hagvarmi - Ráðgjafasamningur v. orkuskipti

Málsnúmer 2505015Vakta málsnúmer

Lagður fram ráðgjafasamningur við Hagvarma ehf. um aðstoð í verkefni um orkuskipti.

19.Blámi - Úttekt á möguleikum þess að tryggja raforkuöryggi, bæta orkunýtingu og lækka orkukostnað á rafkyntum svæðum á Vesturlandi

Málsnúmer 2506010Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Bláma, meðútgefandi Gleipnir, um úttekt á möguleikum þess að tryggja raforkuöryggi, bæta orkunýtingu og lækka orkukostnað á rafkyntum svæðum á Vesturlandi. Verkefnið fékk stuðning úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands.

20.Umhverfis- og orkustofnun - Fréttabréf Icewater verkefnisins

Málsnúmer 2506003Vakta málsnúmer

Lagt fram fyrsta fréttabréf samstarfsaðila Icewater verkefnisins.

21.Almannavarnarnefnd Vesturlands - Ráðstefna ríkislögreglustjóra

Málsnúmer 2506004Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Almannavarnanefndar Vesturlands 3. júní 2025 um ráðstefnu Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sem verður haldin fimmtudaginn 16. október nk. Ráðstefnan, sem fer fram í fjórða sinn, mun fjalla um almannavarnamál á Íslandi. Sérstök áhersla verður lögð á öryggis- og varnarmálahlutverk Almannavarnadeildarinnar.

22.Samgöngustofa - Flugþjónusta

Málsnúmer 2506005Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Samgöngustofu um flugþjónustu.

23.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerðir 2025

Málsnúmer 2503005Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir Breiðafjarðarnefndar frá 230. fundi sem haldinn var 4. mars 2025 og 231. fundar sem haldinn var 20. mars 2025.

24.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - Fundargerðir 2025

Málsnúmer 2503021Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 195. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, sem haldinn var 28. maí 2025.

25.SSKS - Fundargerðir 2025

Málsnúmer 2503009Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 81. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, sem haldinn var 21. maí 2025.

26.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2025

Málsnúmer 2502011Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 979. fundi sem haldinn var 16. maí 2025 og 980. fundi sem haldinn var 27. maí 2025.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:58.