301. fundur 11. september 2025 kl. 14:00 - 17:08 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Garðar Svansson (GS)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
  • Davíð Magnússon (DM)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

Bæjarstjórn samþykkir að bæta tveimur dagskrárliðum við boðaða dagskrá, annars vegar beiðni um þriggja mánaða einkarétt á kostgæfnisathugun á lóð í eigu Grundarfjarðarbæjar, en málið er einnig að finna í fundargerð skipulagsnefndar, og verður það mál nr. 12, og færast önnur mál aftar í röðina.
Hins vegar úttekt SSV á tekjum og fjárhagsþáttum Grundarfjarðarbæjar, sem verður síðasti dagskrárliður, nr. 19.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína, sbr. framlagt skjal.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2022-2026

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Forseti ræddi um haustfund SSV, sem haldinn verður á Akranesi 24. september nk. Gefin verða út kjörbréf til fulltrúa bæjarstjórnar, sem sækja fundinn.

Bæjarstjórn samþykkir að verði forföll á fundinn, þannig að aðal- og varafulltrúar komist ekki, þá hafi bæjarstjóri umboð og atkvæðisrétt til vara, til þátttöku í fundinum.

Samþykkt samhljóða.



Rætt um fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldin verður 2.-3. október nk.



Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum og aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga verða miðvikudaginn 1. okt. og ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sama dag og er það bæjarstjóri sem sækir þann fund.



Næsti bæjarstjórnarfundur er 9. október og verður hann haldinn kl. 14.





Bæjarstjóri ber upp tillögu, í samráði við hafnarstjóra og fulltrúa í hafnarstjórn, um að Grundarfjarðarhöfn sæki um aðild að samtökunum Cruise Europe. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða þá ráðstöfun að höfnin sæki um aðild að samtökunum og greiði þá það árgjald sem aðild fylgir.



3.Ályktun um viðhald þjóðvega á Snæfellsnesi

Málsnúmer 2009014Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur Vegagerðarinnar, svar við fyrirspurn bæjarstjóra frá 28. ágúst sl., um hvernig því viðbótarfé sem fékkst til vegagerðar árið 2025 verði varið.



Enn ræðir bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar um samgöngumál og ástand þjóðvegar 54, Snæfellsnesvegar. Bæjarstjórn hefur margsinnis gert athugasemdir við hættulegt ástand þjóðvegarins, á Snæfellsnesi og langleiðina suður í Borgarnes.

Í febrúar sl. sendu sveitarstjórnir á Vesturlandi ákall til forsætisráðherra og innviðaráðherra um að brýn þörf væri til að bregðast strax við bágbornu ástandi tiltekinna vegarkafla, með neyðarfjárveitingu í allra brýnustu viðgerðirnar, til að tryggja íbúum, atvinnulífi og ferðafólki lágmarks öryggi á vegunum. Bæjarstjórn þakkar ráðherrunum fyrir að hafa brugðist við ákalli sveitarstjórnarfólks á Vesturlandi, fyrir samtal um vegamálin á fundi 10. mars sl. og fyrir það viðbótarfjármagn sem veitt var í vegagerð, m.a. á Vesturlandi, gegnum fjáraukalög í sumar.

Til Vestursvæðis Vegagerðarinnar (Vesturland og Vestfirðir) komu þannig 1.180 millj. kr. í viðbótarfjárveitingu og er það vel. Af þeirri fjárhæð fengu vegir á Snæfellsnesi 120 millj. kr., skv. svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn bæjarstjóra, eða rétt rúm 10% af viðbótarfé Vestursvæðisins. Í svari Vegagerðarinnar segir ennfremur að vegir innan marka Grundarfjarðarbæjar hafi enga fjárveitngu fengið, en það sem framkvæmt var við Grundarfjörð hafi verið unnið fyrir styrkvegafjárveitingu Vestursvæðis og hafi verið búið að bjóða það verk út áður en viðbótarfjármagnið kom.

Bæjarstjórn fagnar því að hluti þjóðvegar 54, frá Hellnafelli, rétt við bæjarmörkin að vestanverðu, og vestur fyrir brúna yfir Kirkjufellsá, hafi verið styrktur og lagður slitlagi nú í sumar. Bæjarstjórn hefði þó viljað sjá þennan veghluta lagðan malbiki, enda er gríðarmikil umferð á þessum kafla; íbúar á leið til og frá vinnu, þungaumferð fiskflutningabíla, umferð ferðamanna í leit að áningarstöðum til myndatöku, o.fl. Ennfremur var óskað eftir því að þjóðvegurinn austan þéttbýlis, frá innstu húsum við Grundargötu, að bæjarmörkum í austri, yrði lagður malbiki, en ekki var orðið við því.

---

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar lýsir enn og aftur yfir þungum áhyggjum af bágbornu og hættulegu ástandi þjóðveganna á Snæfellsnesi. Hættan sem leiðir af ástandi veganna er algjörlega óviðunandi fyrir notendurna. Á það jafnt við um íbúa, gesti, atvinnubílstjóra og neyðarflutninga. Jarðsig og frostskemmdir hafa gert veginn ósléttan yfirferðar, slitlag er gróft og bútakennt eftir áralangar holufyllingar, vegkantar eru víða brotnir og hafa gefið eftir á löngum köflum og víða eru vegir of mjóir. Á sumum stöðum er vatnsagi á vegi mikið vandamál.

Verulega aukin umferð, þar á meðal stórauknir þungaflutningar á síðustu árum, sumar sem vetur, kallar á aukin framlög til vegagerðar, ekki síst til almenns viðhalds. Þó nýjar vegaframkvæmdir séu af hinu góða, þá má ekki gleymast að sinna viðhaldi eldri vega. Í þeim liggja mikil verðmæti sem fara forgörðum, sé viðhaldi þeirra ekki sinnt.

Í febrúar sl. þurfti Vegagerðin að moka tjöru af „blæðandi“ þjóðvegum á Snæfellsnesi. Fjölmargir akandi vegfarendur urðu fyrir óþægindum og tjóni á ökutækjum sínum, vegna ástands þjóðveganna, þegar þykk tjara lagðist á hjólbarða og aðra fleti bifreiða. Slíkt er ekki einungis hvimleitt, heldur er umferðaröryggi stórlega ógnað í slíku ástandi, auk þess sem það veldur eigendum ökutækja fjárhagstjóni. Viðbúið er að slíkt ástand geti skapast aftur eins og ástand umræddra vega er.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar ítrekar fjölmargar fyrri bókanir sínar um ástand þjóðvegar 54, Snæfellsnesvegar og óskir um stóraukna fjármuni til nauðsynlegra viðgerða og viðhaldsframkvæmda á þjóðvegi 54, nú þegar tillaga að samgönguáætlun komandi ára fer að líta dagsins ljós.

4.Bæjarráð - 639

Málsnúmer 2506004FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar, en í sumar var bæjarráð með fullnaðarumboð til afgreiðslu mála, skv. sveitarstjórnarlögum.

  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
    Bæjarráð - 639
  • 4.2 2502020 Greitt útsvar 2025
    Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-maí 2025.
    Bæjarráð - 639 Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar í Grundarfirði hækkað um 12,8% miðað við sama tímabil í fyrra.
  • 4.3 2506003F Skólanefnd - 182
    Bæjarráð - 639 Bæjarráð samþykkir samhljóða 182. fundargerð skólanefndar.
  • 4.4 2506005F Hafnarstjórn - 19
    Bæjarráð - 639
  • Bæjarráð - 639 Fram kom að viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2025 er í vinnslu og verður lagður fyrir bæjarráð að loknum sumarleyfum.

  • 4.6 2409014 Gjaldskrár 2025
    Heiðdís leikskólastjóri var boðin velkomin á fundinn.

    Lagður fram samanburður á gjaldskrám leikskóla nokkurra sveitarfélaga.
    Bæjarráð - 639 Rætt um fyrirkomulag á starfsemi leikskólans, eftir þær breytingar sem gerðar voru á starfsdögum, fyrirkomulagi á föstudögum (milli 14-16) og sem leiddu af 36 tíma vinnuviku, sem tók gildi 1. nóvember sl.

    Rætt um útfærslur á gjaldskrá fyrir leikskólann, í samhengi við þessar breytingar.

    Gera þarf ráð fyrir því í gjaldskrá hvernig eigi að mæta skráningardögum í Dymbilviku.
    Auk þess var rætt um hvort breyta eigi gjaldtöku fyrir föstudagstímana, frá 14-16, en í dag eru 14 börn af 33 að nýta skráningartíma frá 14-16 á föstudögum.

    Bæjarráð tekur þetta til skoðunar við breytingu á gjaldskrá, sem ákveðin verður síðar.

    Leikskólastjóra var þakkað fyrir komuna.

  • Bæjarráð - 639 Enn eru til umræðu á vettvangi bæjarstjórnar og bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar samgöngumál og ástand þjóðvegar 54, Snæfellsnesvegar, þar sem ástandið hefur aldrei verið verra. Á það ekki síst við í næsta nágrenni Grundarfjarðar, á Snæfellsnesi og langleiðina suður í Borgarnes.

    Bæjarstjórn hefur margsinnis gert athugasemdir við hættulegt ástand þjóðvegarins. Fyrr á þessu ári sendu sveitarstjórnir á Vesturlandi ákall til forsætisráðherra og innviðaráðherra um að brýn þörf væri til að bregðast strax við bágbornu ástandi tiltekinna vegarkafla, með neyðarfjárveitingu í allra brýnustu viðgerðirnar, til að tryggja íbúum, atvinnulífi og ferðafólki lágmarks öryggi á vegunum.

    Bæjarráð þakkar ráðherrunum fyrir að hafa brugðist hratt við ákalli sveitarstjórnarfólks á Vesturlandi og boðið til fundar 10. mars sl. þar sem tækifæri gafst til þess að ræða þessi mál.

    Nú þegar árið er hálfnað, þá hafa boðaðar aukafjárveitingar til samgöngumála ekki skilað sér til Vegagerðarinnar í formi samþykktra fjárheimilda til svæðisbundinna stofnana Vegagerðarinnar, en krafa er um skýra fjárheimild þegar farið er af stað í undirbúning og framkvæmdir samgöngumannvirkja. Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar lýsir vonbrigðum sínum með það.

    Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar vísar í fjölmargar bókanir bæjarstjórnar um ástand þjóðvegar 54, Snæfellsnesvegar.

    Bæjarráð lýsir enn og aftur yfir þungum áhyggjum af síversnandi og hættulegu ástandi þjóðvega á Snæfellsnesi og að Borgarnesi, ástandi sem er að stórum hluta til komið vegna skorts á viðhlítandi viðhaldi.

    Ástand þjóðveganna hefur sjaldan verið eins slæmt og nú. Hættan sem leiðir af ástandi veganna er algjörlega óviðunandi fyrir notendurna. Á það jafnt við um íbúa, gesti, atvinnubílstjóra og neyðarflutninga. Jarðsig og frostskemmdir hafa gert veginn ósléttan yfirferðar, slitlag er gróft og bútakennt eftir áralangar holufyllingar, vegkantar eru víða brotnir og hafa gefið eftir á löngum köflum og víða eru vegir of mjóir. Á sumum stöðum er vatnsagi á vegi mikið vandamál.

    Verulega aukin umferð, þar á meðal stórauknir þungaflutningar á síðustu árum, sumar sem vetur, kallar á aukin framlög til vegagerðar, ekki síst til almenns viðhalds. Þó nýjar vegaframkvæmdir séu af hinu góða, þá má ekki gleymast að sinna viðhaldi eldri vega. Í þeim liggja mikil verðmæti sem fara forgörðum, sé viðhaldi þeirra ekki sinnt.

    Í febrúar sl. þurfti Vegagerðin að moka tjöru af „blæðandi“ þjóðvegum á Snæfellsnesi. Fjölmargir akandi vegfarendur urðu fyrir óþægindum og tjóni á ökutækjum sínum, vegna ástands þjóðveganna, þegar þykk tjara lagðist á hjólbarða og aðra fleti bifreiða. Slíkt er ekki einungis hvimleitt, heldur er umferðaröryggi stórlega ógnað í slíku ástandi, auk þess sem það veldur eigendum ökutækja fjárhagstjóni. Viðbúið er að slíkt ástand geti skapast aftur eins og ástand umræddra vega er.

    Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar ítrekar fyrri óskir um stóraukna fjármuni til nauðsynlegra viðgerða og viðhaldsframkvæmda á þjóðvegi 54.

    Samþykkt samhljóða.

    Bæjarstjóri sagði frá því að hún hefði óskað eftir því að hluti þjóðvegar 54, annars vegar frá Grundargötu 4 og að bæjarmörkum í austri, og hins vegar frá Hellnafelli að Kirkjufellsbrekku, yrði malbikaður, en nú standa einmitt yfir framkvæmdir við endurbyggingu síðarnefnda vegarkaflans. Bæjarráð tekur undir þessar óskir og telur umferðarþunga á þessum köflum gefa tilefni til að styrkja vegina enn frekar með malbiksyfirlögn.

  • 4.8 2501025 Framkvæmdir 2025
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir helstu framkvæmdum. Bæjarráð - 639 Farið yfir helstu framkvæmdir, einkum:

    - Sögumiðstöð, en þar fer að ljúka framkvæmdum sem leggja þurfti í vegna slæms ástands hluta hússins
    - Tengigangur íþróttahúss verður klæddur og gengið frá rennum og lögnum
    - Gatnaframkvæmdir, gangstéttar og malbik

    Lögð fram fundargerð af opnunarfundi í verðkönnun um steyptar gangstéttar o.fl., sem og verksamningar um gangstéttarframkvæmdir.

    Farið yfir áform um malbikun og stíga.

  • Lagt fram bréf Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, dags. 12. júní sl., þar sem óskað er eftir tilnefningu eins fulltrúa fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi í Breiðafjarðarnefnd.
    Bæjarráð - 639 Samkvæmt lögum um vernd Breiðafjarðar nr. 54/1995 er Breiðafjarðarnefnd ráðherra til ráðgjafar um allt það er lýtur að framkvæmd laganna. Í nefndinni eiga sæti sjö menn, sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Í lögunum segir að sveitarfélög sem liggja að Breiðafirði tilnefni fjóra fulltrúa á þann hátt sem ráðherra ákveður í reglugerð. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Reglugerð hefur ekki verið sett, en sveitarfélögin fjögur á norðanverðu Snæfellsnesi hafa sameinast um einn fulltrúa og annan til vara.

    Lagt til að formanni bæjarráðs og bæjarstjóra verði veitt umboð til að ganga frá tilnefningu sameiginlegs fulltrúa í samráði við fulltrúa annarra sveitarfélaga á norðanverðu Snæfellsnesi, sem og í samráði við önnur sveitarfélög við Breiðafjörð.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagður fram tölvupóstur HMS, dags. 20. júní sl., þar sem kynnt er að opið sé fyrir umsóknir um stofnframlög. Umsóknarfrestur er til og með 11. júlí nk.

    Bæjarráð - 639 Rætt um stofnframlög og fyrirkomulag við það úrræði.

  • Lagt fram bréf frá almannaheillafélaginu Lítil Þúfa fta., sem er áfangaheimili fyrir konur sem lokið hafa meðferð vegna vímuefnaröskunar, dags. 11. júní sl., þar sem óskað er eftir styrk til starfseminnar. Einnig lagður fram ársreikningur 2023.
    Bæjarráð - 639 Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu og bendir á að sækja þarf um styrki að hausti, vegna fjárhagsáætlunar komandi árs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagður fram tölvupóstur Einars Sveins Ólafssonar f.h. Gerum það núna ehf., 2. júní 2025, þar sem vakin er athygli á pósti áhrifavalds á Tik Tok ásamt hvatningu um aukna kynningu á Grundarfirði sem ferðamannastað.
    Bæjarráð - 639 Bæjarstjóri kynnti jafnframt erindi Einars Sveins, sbr. nokkra tölvupósta hans frá í síðustu og þessari viku, þar sem m.a. kemur fram ósk hans um að Grundarfjarðarbær gangist fyrir fundum og samtali við aðila í ferðaþjónustu, sem hann lýsir jafnframt yfir áhuga á að taka þátt í.

    Bæjarráð þakkar fyrir erindin.

  • 4.13 2506034 Orkuskipti, ýmislegt
    Lögð fram gögn úr prófunum sem gerðar voru 19. júní sl. á tveimur borholum vegna orkuskipta fyrir íþróttahús, sundlaug og grunnskóla og niðurstöðum þeirra, sem liggja fyrir í minnisblaði Hagvarma ehf., frá því í gær.

    Einnig lögð fram fyrirspurn bæjarstjóra út af styrkveitingum úr tilteknu sjóðakerfi og svar við því.

    Bæjarráð - 639 Unnið verður úr þeim niðurstöðum sem fyrir liggja, í samvinnu við pípulagningameistara verksins.
  • Lagður fram tölvupóstur bæjarstjóra til Skattsins, 23. júní 2025, með beiðni um upplýsingar og greiningu gagna, í framhaldi af umræðu bæjarstjórnar á fundi sínum 8. maí sl., þar sem farið var yfir greiningu útsvarstekna bæjarins aftur í tímann.

    Bæjarráð - 639
  • Lögð fram til kynningar eftirlitsskýrsla HeV dags. 5. maí 2025 um leiksvæði á Hjaltalínsholti.
    Bæjarráð - 639
  • Lagt fram til kynningar afrit af leyfisbréfi skipulagsfulltrúa, dags. 16. júní sl., um veitt framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við áningarstað við Kirkjufellsfoss.

    Jafnframt lagðar fram fundargerðir þriggja verkfunda um verkefnið.

    Bæjarráð - 639
  • 4.17 2502013 Styrkvegaumsókn 2025
    Lögð fram til kynningar gögn vegna umsóknar Grundarfjarðarbæjar í Styrkvegasjóð Vegagerðarinnar.

    Grundarfjarðarbær fær 2,5 millj. kr. skv. bráðabirgðasvari sem borist hefur, en ekki er komið formlegt svar eða skipting á þá liði sem sótt var um.

    Bæjarráð - 639
  • Lagt fram boðsbréf GVG um golfmót og afmæliskaffi 27. júlí nk. en þá verður klúbburinn 30 ára.
    Bæjarráð - 639
  • Lögð fram til kynningar skýrsla Félags atvinnurekenda um endurskoðun á grunni álagningar á fasteignir.
    Bæjarráð - 639
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur nefndasviðs Alþingis, dags. 13. maí sl., varðandi umsagnir um frumvarp til laga um veiðigjald.

    Einnig umsögn SSV um frumvarpið/framsaga VK hjá SSV á fundi atvinnuveganefndar 30. maí sl., en bæjarstjóri tók einnig þátt í þeim fundi.

    Bæjarstjóri kynnti drög að samantekt fyrir bæinn um áhrif hækkunar veiðigjalda á bæjarsjóð.
    Bæjarráð - 639
  • Lagður fram til kynningar samningur við Þórunni Kristinsdóttur um afnot af landsvæði fyrir hundagerði í landi Háls, fyrir apríl-des. 2025.

    Samningurinn er gerður í þágu hundaleyfishafa í Grundarfirði, sem fá aðgang að hundagerði þriðja árið í röð.

    Bæjarráð - 639
  • Lögð fram til kynningar ýmis gögn frá Cruise Iceland.
    Bæjarráð - 639
  • Lögð fram til kynningar skýrsla stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda ásamt samkomulagi ríkis og sveitarfélaga og fleiri gögnum.

    Bæjarstjóri sat fjarfund 27. júní sl. til kynningar á samkomulaginu.
    Bæjarráð - 639
  • Lagður fram til kynningar ársreikningur Eyrbyggjusögufélagsins vegna ársins 2024.
    Bæjarráð - 639
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Innviðaráðuneytisins, dags. 23. júní sl., um innviðaþing sem haldið verður 28. ágúst nk.
    Bæjarráð - 639
  • Lagðar fram til kynningar fundargerðir Breiðafjarðarnefndar; fundargerð 232. fundar sem haldinn var 9. apríl sl. og fundargerð 233. fundar sem haldinn var 23. maí sl.
    Bæjarráð - 639
  • Lagður fram til kynningar ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga vegna ársins 2024.
    Bæjarráð - 639
  • Lögð fram til kynningar fundargerð 90. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var 19. júní sl.
    Bæjarráð - 639
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 27. júní sl., um eftirfylgni með hækkun veiðigjalda.
    Bæjarráð - 639
  • Lögð fram til kynningar fundargerð 981. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 13. júní sl.
    Bæjarráð - 639

5.Bæjarráð - 640

Málsnúmer 2508004FVakta málsnúmer

  • Bæjarstjóri sagði frá því að Helena Ólafsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi hefði fyrr í dag tilkynnt að hún þyrfti að segja starfi sínu lausu, af fjölskylduástæðum.

    Af þeim sökum þurfi að ákveða hvernig haga eigi ráðningu í starfið, en bæjarstjórn ræður í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa á grundvelli 2. gr. Starfsreglna bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar við ráðningu starfsmanna.

    Gengið var frá ráðningu í starfið í lok apríl sl. og skipaði bæjarstjórn þá tvo bæjarfulltrúa, Davíð Magnússon og Loft Árna Björgvinsson, til að taka þátt í ráðningarferli, viðtölum við umsækjendur og mat á umsóknum.
    Bæjarráð - 640 Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita til ráðgjafa VinnVinn ráðningarstofunnar, sem aðstoðaði við ráðningarferlið í apríl sl., um svör við tilteknum spurningum sem ræddar voru á fundinum.

    Bæjarráð samþykkir jafnframt að fela bæjarfulltrúunum Davíð og Lofti Árna sama umboð og síðast, til að ákveða næstu skref og taka þátt í framhaldandi eða nýju ráðningarferli um starfið, eftir atvikum.

6.Bæjarráð - 641

Málsnúmer 2508005FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar, en í sumar var bæjarráð með fullnaðarumboð til afgreiðslu mála, skv. sveitarstjórnarlögum.

  • Lagt fram minnisblað Helga S. Gunnarssonar ráðgjafa og drög að skilyrtum kaupsamningi um byggingarrétt, sem og innlögð gögn frá bjóðanda í byggingarrétt á miðbæjarreit.

    Helgi S. Gunnarsson ráðgjafi hefur haldið utan um samskipti við bjóðanda.

    Bæjarráð - 641 Helgi gerði grein fyrir gögnum og samskiptum um málið.

    Bæjarráð samþykkir, á grunni framlagðra gagna og upplýsinga ráðgjafa um samskipti við bjóðanda, að gerður verði skilyrtur kaupsamningur um byggingarrétt á reitnum, í samræmi við útboðslýsingu og tilboð sem barst. Bæjarráði er ljóst að vikið hafi verið frá nánar tilgreindum formsatriðum útboðslýsingar um stöðu kaupanda, sbr. nánar framlögð gögn.

    Helga S. Gunnarssyni, ráðgjafa, falið að annast áframhaldandi samskipti við bjóðanda og bæjarstjóra falið að ganga frá kaupsamningi við bjóðanda.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagt fram minnisblað (vinnuskjal) um undirbúning uppbyggingar á Framnesi og næstu skref, eftir vinnu með þeim ráðgjöfum sem að þessum hluta hafa komið, þeim Helga S. Gunnarssyni og Halldóri Jónssyni hrl.

    Einnig lögð fram drög að verkáætlun (vinnuskjal, drög) fyrir næstu skref, sem Helgi hefur tekið saman.
    Bæjarráð - 641 Bæjarstjórn hefur nýlega gert breytingu á aðalskipulagi fyrir fremsta hluta Framness.

    Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er nú fremst á Framnesi gert ráð fyrir atvinnustarfsemi sem fellur undir landnotkunarflokkinn "verslun og þjónusta", þar á meðal ferðaþjónustu með veitingastöðum, gististöðum, verslun og afþreyingu. "Núverandi athafnastarfsemi er áfram heimil á svæðinu þar til önnur not taka við en gert ráð fyrir að starfsemi færist í átt að verslun, þjónustu og menningu" eins og segir í aðalskipulagi.

    Bæjarstjórn hefur hug á að koma af stað uppbyggingu á reitnum VÞ-3, í samræmi við stefnu aðalskipulags. Ljóst þykir að gera þurfi breytingar á nýtingu og afmörkun núverandi lóða með það fyrir augum að tryggja samfellu og hraða í framkvæmd uppbyggingar á svæðinu. Lagt er til að unnið verði að samningsgerð við lóðarhafa fremst á Framnesi, eftir atvikum um innlausn lóðarréttinda, um þróun í takt við þá stefnu sem aðalskipulagið gerir ráð fyrir.

    Halldór og Helgi fóru yfir þá vinnu sem fyrir liggur og tillögu um aðferðafræði við uppbyggingu á Framnesi, en reynsla við undirbúning og útboð á byggingarrétti á miðbæjarreit nýtist einnig hér. Samhliða því að ná samkomulagi við núverandi lóðarhafa verði leitað eftir áhugasömum aðilum sem hafa getu til að takast á við slíka uppbyggingu.

    Bæjarráð samþykkir áframhaldandi vinnu í samræmi við þá aðferðafræði sem fram kemur í framlögðu minnisblaði og drög að verkáætlun. Bæjarráð samþykkir einnig umboð til Halldórs Jónssonar hrl. og Juris slf., til viðræðna við lóðarhafa á fremstu lóðum á Framnesi, innan VÞ-reits skv. nýlegri aðalskipulagsbreytingu, og til Helga S. Gunnarssonar, til áframhaldandi vinnu skv. framlögðum tillögum. Bæjarráð mun síðan taka afstöðu til samninga við lóðarhafa og fyrirkomulags á uppbyggingarsamningum þegar þeir liggja fyrir.

    Samþykkt samhljóða.
  • Farið yfir samskipti við Framkvæmdasýsluna-Ríkiseignir (FSRE) vegna lóðar og húss að Hrannarstíg 2.

    Bæjarráð - 641 Bæjarstjóri og Halldór lögmaður sögðu frá samskiptum við FSRE um umrædda lóð og fasteign, en lóðin var búin til sérstaklega undir lögreglustöð á sínum tíma.

    FSRE hefur vísað til þess að land/lóð að Hrannarstíg 2 sé í eigu FSRE. Grundarfjarðarbær telur sig hafa sýnt fram á hið gagnstæða með gögnum sem tengjast kaupum á landi af ríkissjóði á árinu 2005. FSRE hefur ekki andmælt gildi þessara gagna en vill leita leiða að ná samkomulagi um kaup Grundarfjarðarbæjar á húsi, og eftir atvikum lóðarréttindum tengdum Hrannarstíg 2.

    Farið yfir þær þreifingar sem verið hafa um eignarhald og verðmæti húss og lóðar.

    Bæjarráð fer fram á við FSRE, sem eiganda hússins, að húsið verði fjarlægt af lóðinni fyrir 1. maí 2026.

    Bæjarráð felur Halldóri Jónssyni hrl. umboð til samskipta og samninga við FSRE um þetta.

    Samþykkt samhljóða.
  • 6.4 2501025 Framkvæmdir 2025
    Farið yfir nokkur framkvæmdaverkefni á vegum bæjar og hafnar.

    Bæjarráð - 641 Bæjarstjóri og Nanna fóru yfir nokkur mál.

    - Hraðalækkandi aðgerðir og heildarsýn fyrir Grundargötu:

    Sagt frá samskiptum við Vegagerðina, en bærinn hefur óskað eftir endurbótum á hraðalækkandi aðgerðum á Grundargötu. Árið 2021 var Grundargatan öll malbikuð, enda á milli. Við þá aðgerð voru jafnframt teknar upp nokkrar hraðahindranir í götunni, þar sem þær voru orðnar lélegar. Búið er að setja upp tvo "broskalla" á Grundargötu, sem mæla hraða ökutækja, eins og þeir tveir sem fyrir eru við innkomuna í bæinn, að austan og vestan.

    Fyrir hönd bæjarins hefur einnig verið óskað eftir endurskoðun á þeirri heildarhönnun sem unnin var fyrir 20 árum, um umferðaröryggi og útfærslur á Grundargötu.

    Bæjarráð samþykkir þá tilhögun sem um var rætt.

    Samþykkt samhljóða.


    - Hellulögn og gatnagerð:

    Nanna sagði einnig frá því að samið hefði verið við fyrirtækið Sigurgarða, Borgarnesi, um hellulögn og frágang gangstétta á Hrannarstíg.

  • Lagt fram erindi frá UMFG um að koma upp grasblakvelli utanhúss.
    Bæjarráð - 641 Farið yfir málið og rætt um mögulega staðsetningu.

    Bæjarráð samþykkir að kanna möguleika á að staðsetja völlinn á eða við borholusvæðið, neðan við svæði með ærslabelg.
    Nönnu falið að teikna upp svæðið m.t.t. grasblakvallar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
    Bæjarráð - 641
  • 6.7 2502020 Greitt útsvar 2025
    Lögð fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-júní og janúar-júlí 2025.
    Bæjarráð - 641 Skv. yfirlitunum hefur greitt útsvar hækkað um 12,9% tímabilið janúar-júní 2025 og um 13,5% tímabilið janúar-júlí 2025, miðað við sömu tímabil árið 2024.
  • Lagt fram sex mánaða rekstraruppgjör fyrir janúar-júní 2025. Bæjarráð - 641 Afkoma reksturs fyrstu sex mánuði ársins er innan áætlunar ársins.
  • 6.9 2508003F Hafnarstjórn - 20
    Bæjarráð samþykkir 20. fundargerð hafnarstjórnar. Bæjarráð - 641
  • Bæjarráð samþykkir samhljóða 270. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar.
    Bæjarráð - 641
  • Lagt fram erindi frá Ríkeyju Konráðsdóttur um menningu og nýsköpun í Grundarfirði.
    Leggur hún til að stofnað verði samvinnufélag bæjarbúa og sveitarfélagsins, sem taki ákvörðun um nýtingu Sögumiðstöðvar, fjármögnun o.fl., fyrir skapandi starfsemi.

    Bæjarráð - 641 Bæjarráð þakkar Ríkeyju fyrir erindið.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til menningarnefndar og forstöðumanns markaðs- og menningarmála til umfjöllunar og umsagnar.

  • Lagt fram minnisblað starfshóps um ráðningu í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa með tillögum um næstu skref í ferlinu.

    Hópinn skipa bæjarfulltrúarnir Davíð Magnússon og Loftur Árni Björgvinsson, en fundað var 21. og 27. ágúst. Bæjarstjori og skrifstofustjóri sátu einnig fundina.
    Bæjarráð - 641 Fyrir liggur uppsögn íþrótta- og tómstundafulltrúa.

    Brýnt er að manna starfið sem fyrst og er því lagt til að unnið verði úr þeim umsóknum sem bárust um starfið í mars sl. í ljósi breyttrar stöðu og að fyrra ráðningarferli sé endurvakið. Umsóknir um opinber störf gilda í sex mánuði og eru umsóknir því enn gildar, að því leyti sem umsækjendur samþykkja það.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða þessa tillögu fulltrúanna og felur þeim áframhaldandi umboð til að vinna að ráðningarferlinu.
  • Lagt fram til kynningar afsal dags. 30. júní 2025, fyrir jörðinni Grund, sem bærinn hefur keypt og hefur nú greitt að fullu.

    Bæjarráð - 641
  • Lagðir fram til kynningar tveir leigusamningar um skrifstofuhúsnæði að Grundargötu 30.
    Bæjarráð - 641
  • Lögð fram til kynningar umsókn Grundarfjarðarbæjar um styrk úr Loftslags- og orkusjóði, vegna orkuskipta í mannvirkjum bæjarins.
    Bæjarráð - 641
  • Lögð fram til kynningar gögn Golfklúbbsins Vestarr í samræmi við ákvæði samstarfssamnings bæjarins og GVG frá árinu 2024, í tengslum við styrk til kaupa á landi undir völlinn.
    Bæjarráð - 641
  • Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir Golfklúbbinn Vestarr vegna tímabilsins 2023-2024.
    Bæjarráð - 641
  • Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga með forsendum fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026-2029.
    Bæjarráð - 641
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Innviðaráðuneytisins, dags. 4. júlí sl., varðandi fræðslu um hinsegin málefni fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk.
    Bæjarráð - 641
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. júlí sl., um yfirlýsingu Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem jafnframt fylgir með.
    Bæjarráð - 641
  • Lögð fram til kynningar samstarfsyfirlýsing sem undirrituð var af HVE og SSV 14. ágúst 2025.
    Bæjarráð - 641
  • Lögð fram til kynningar dagskrá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um XIV. Umhverfisþing sem haldið verður 15. og 16. september nk.
    Bæjarráð - 641
  • Lagður fram til kynningar tölvupóstur Ungmennaráðs UMFÍ, dags. 2. júlí sl., um Ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðheilsa, sem haldin verður 12.-14. september nk.
    Bæjarráð - 641
  • Lögð fram til kynningar fundargerð 196. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, sem haldinn var 13. ágúst sl.
    Bæjarráð - 641
  • Lögð fram til kynningar fundargerð 82. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, sem haldinn var 2. júlí sl.
    Bæjarráð - 641
  • Lagt fram til kynningar fundarboð SSV á haustþing SSV 2025 sem haldið verður á Akranesi 24. september nk.
    Bæjarráð - 641

7.Hafnarstjórn - 21

Málsnúmer 2509003FVakta málsnúmer

BÁ vék af fundi undir þessum lið.



GS gerði grein fyrir umræðum á fundi hafnarstjórnar og niðurstöðu fundarins.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða niðurstöðu hafnarstjórnar á 21. fundi hafnarstjórnar.


BÁ tók aftur sæti á fundinum að þessum lið loknum.
  • Sigurður Valur, Halldór og Halldóra sitja fundinn í fjarfundi.

    Hafnarstjóri opnaði fundinn.

    Fram kom að boðað sé til þessa aukafundar um skipulagsmál á Norðurgarði, þar sem borist hefði fyrirspurn frá fasteignasala um skipulagsskilmála á lóð D á Norðurgarði.

    Fram kom að Björg Ágústsdóttir, formaður stjórnar og bæjarstjóri hafi lýst sig vanhæfa til þessa máls og voru ekki gerðar athugasemdir við það.
    Hafnarstjórn - 21 - Fram kom hjá hafnarstjóra að forsagan væri sú að dúkhúsinu sem stóð þarna undir saltgeymslu hefði verið fundinn staður í miklum fljótheitum á þessum stað, þar sem skipulag á þeirri lóð þar sem reisa átti húsið var kært. Húsið hefði hins vegar aldrei passað almennilega á þennan reit á hafnarsvæðinu og stæði í vegi fyrir þróun þess til framtíðar. Öryggismál og brunakröfur hefðu verið erfiðar og ljóst að horfa þyrfti sérstaklega til þessara mála við uppbyggingu á lóð D og þar með endurnýjun allrar hönnunar. Nokkuð er síðan dúkurinn fauk af húsinu og var ekki settur upp aftur.
    - Einnig sé ljóst að taka þurfi upp deiliskipulag á Norðurgarðinum, skoða lóðarleigusamninga og stærðir.

    Skipulagsfulltrúi reifaði aðkomu sína að málinu:

    - Hann hefði fengið póst frá byggingarfulltrúa, þar sem byggingarfulltrúi hafði svarað fyrirspurn frá fasteignasala. Í framhaldi hefði hann rætt við hafnarstjóra um nauðsyn þess að kalla til þessa fundar með hafnarstjórn til að velta upp framtíð svæðisins.
    - Saltgeymsluhúsið hefði skemmst og starfsemi sem þarna var lagt upp með, hefði horfið af hafnarsvæðinu.
    - Nýtt hús og nýjar áherslur myndu koma upp hjá nýjum fasteignakaupanda, sem væntanlega gæfi sér að geta nýtt núverandi lóð og húsgrunn.
    - Skipulagsmál hafnarinnar væru í miklum brennidepli og skipulag hafnarinnar að taka miklum stakkaskiptum.
    - Skipakomur hefðu aukist og nú væri verið að endurskipuleggja hafnarsvæðið m.a. m.t.t. aðgengismála, þar sem skoða þyrfti sérstaklega skipakomur og ferðamenn þeim tengdum. Aðgengismálin væru flókin m.t.t. öryggis en þarna fara um 70 þús. farþegar á ári, samhliða löndunum.
    - Vegagerðin hefur svo sett fram kröfur um a.m.k. 5 til 6 m fjarlægð frá grjótgarði að húsunum á Norðurgarði.
    - Svæðið við og á lóð D er mikilvægt í þessu sambandi og ljóst m.t.t. framangreinds að lóð D þurfi að breyta og minnka til mikilla muna og þannig breyta lóðarréttindum. Hús á lóðinni verði því aldrei byggt í sömu mynd og það sem þar stóð áður. Hafnarstjórn þurfi því að tilkynna eiganda lóðar um breytingar á lóðarstærð, komi til uppbyggingar. Óvissa hvernig uppbyggingu yrði best hagað er mikil.


    Í kjölfarið voru miklar umræður um fyrirkomulag til framtíðar, stöðu mála og óvissu þessu tengdu fyrir þann aðila sem hygðist kaupa. Sá yrði settur í erfiða stöðu. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að koma framangreindum sjónarmiðum á framfæri við fasteignasalann sem annast söluna til þess að tryggja upplýsta ákvörðun í söluferlinu.

    Niðurstaða fundarins var sú að allir fundarmenn voru sammála um að ekki verði byggt hús á lóðinni í þeirri mynd sem nú er. Nauðsynlegt sé að huga að brunavörnum og aðgengi og öryggismálum tengdum þeim. Þeim skilaboðum þurfi að koma á framfæri.

    Hafnarstjórn fól því Halldóri Jónssyni, lögmanni að koma þeim skilaboðum á framfæri við fasteignasöluna sem hafði samband við Grundarfjarðarbæ.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd - 271

Málsnúmer 2509001FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 271. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.

  • Lögð fram skipulagslýsing fyrir gerð blágræns ofanvatnsskipulags, sem verður rammahluti Aðalskipulags Grundarfjarðar 2019-2039. Um er að ræða stefnumótun í fráveitumálum og um leið stefnu fyrir þróun almenningsrýma (opin svæði) í bænum.

    Verkefnið er liður í framfylgd stefnu aðalskipulagsins um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna í þéttbýlinu, og hluti af Life-ICEWATER-styrkverkefni bæjarins. Sótt verður um framlag úr Skipulagssjóði þar sem um er að ræða vinnu við rammahluta aðalskipulags með nokkra sérstöðu.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 271 Halldóra Hreggviðsdóttir og Dóra Hrólfsdóttir skipulagsráðgjafar hjá Alta eru gestir fundarins undir þessum lið.

    Halldóra rifjaði upp helstu atriði í stefnu um blágrænt fráveituskipulag og fordæmi frá öðrum svæðum.

    Dóra fór yfir skipulagslýsingu fyrir skipulagið, sem verður einn af rammahlutum aðalskipulags.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skipulagslýsinguna fyrir sitt leyti og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða skipulagslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að sækja um framlag í Skipulagssjóð vegna verkefnisins.

  • Í Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er sett fram sú stefna að bæta megi við íbúðarlóðum vestast á Grundargötu, neðan götu.

    Bæjarstjórn hafði forgangsraðað skipulagsverkefnum síðustu ára og var þetta verkefni á dagskrá eftir að deiliskipulagi iðnaðarsvæðis og Ölkeldudals væri lokið, sem og á eftir miðbæ og Framnesi, en þau verkefni eru í gangi núna.

    Nú er hafin undirbúningsvinna sem miðar að því að til verði nokkrar nýjar íbúðarlóðir á þessum stað. Málið kynnt.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 271 Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar því að hafin sé skipulagsvinna sem miði að því að til verði sjávarlóðir á þessum fallega stað, fyrir íbúðarhús.

    Fram kom að mögulega þyrfti að gera lítilsháttar breytingu á aðalskipulagi, þannig að litlu svæði af austasta hluta AF-1, sem er afþreyingar- og ferðamannasvæði, verði bætt við íbúðarsvæðið ÍB-4.

    Skipulagsfulltrúa er falið að vinna að gerð hugmynda um fyrirkomulag á svæðinu og láta vinna skipulagslýsingu, eftir atvikum.

    Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu, m.a. með gerð hugmynda um fyrirkomulag á svæðinu.

  • Arnar Kristjánsson fulltrúi í hafnarstjórn kom inná fundinn í fjarfundi undir þessum lið og sat einnig fundinn undir dagskrárlið nr. 4.

    Í aðalskipulagi hafnarsvæðis hefur í áratugi verið gert ráð fyrir nýrri vegtengingu frá þjóðvegi 54 neðan Grafarbæja og að norðurhluta hafnarsvæðis. Í yfirstandandi skipulagsvinnu hafnarinnar hefur einmitt komið fram þörf fyrir að tengja betur saman umferðarleiðir á hafnarsvæðinu við þjóðveg og horfa á aðgengi og öryggismál í víðara samhengi en upphaflega var gert ráð fyrir.

    Verið er að skipuleggja nýja þjóðbraut inn á hafnarsvæðið og samhliða aukinni bílaumferð þarf að tryggja öryggi skipagesta sem fara um hafnarsvæðið á hverju sumri, iðulega samhliða löndun og annarri starfsemi.

    Því er talið nauðsynlegt að skipuleggja aðgengi á hafnarsvæðinu í heild allt frá Norðurgarði að Suðurgarði, þannig að deiliskipulagsvinnan gefi færi á að ná heildarmynd af fyrirkomulagi mannvirkja, leiðakerfis og umferðarflæðis innan hafnarsvæðisins.

    Af þessum sökum eru lögð til breytt mörk skipulagssvæðisins frá síðustu afgreiðslu, þar sem skipulagslýsing var samþykkt af hafnarstjórn 19. ágúst sl., skipulags- og umhverfisnefnd 20. ágúst sl. og bæjarráði 28. ágúst sl.

    Lagt er til að undir deiliskipulagssvæði suður, sem nú er í vinnslu falli Norðurgarður og jafnframt hluti af lóðinni að Nesvegi 4, skv. nánari afmörkun sem fylgir. Sjá einnig mál nr. 4 á dagskrá fundarins.

    Ennfremur er lögð til breyting á heiti deiliskipulagsins (og þar með málsins í One), sem verði "Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar".

    Skipulagslýsingin, með þessum breytingum á mörkum svæðisins og heiti, er lögð fyrir nefndina til samþykktar.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 271 Herborg Árnadóttir og Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafar frá Alta, eru í fjarfundi undir þessum lið. Herborg fór yfir tillöguna og rætt var um hana.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að mörkum skipulagssvæðisins verði breytt í samræmi við framangreint og að hluti af „Deiliskipulagi Framness austan Nesvegar“ (mál 2301003) sameinist deiliskipulagi suðurhluta hafnarsvæðisins undir breyttu heiti, þ.e. Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar.

    Jafnframt samþykkir nefndin fyrir sitt leyti framlagða skipulagslýsingu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt til auglýsingar skv. 40. gr. skipulagslaga.

    Ennfremur er skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu, í samstarfi við hafnarstjóra.

    Fulltrúar úr hafnarstjórn, Arnar og Björg, styðja þessa tillögu.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar á breyttum mörkum deiliskipulagssvæðisins og á heiti deiliskipulagsins.

    Bæjarstjórn samþykkir einnig framlagða skipulagslýsingu og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana og leita umsaga skv. 40. gr. skipulagslaga.

    Skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram að verkefninu, í samstarfi við hafnarstjóra.

  • Farið er yfir vinnugögn sem snerta deiliskipulag fyrir hafnarsvæði norður, þ.e. deiliskipulag vegna Framness austan Nesvegar, sem unnin voru af EFLU og þegar hafa verið auglýst.

    Með hliðsjón af bókun um síðasta dagskrárlið eru lögð til breytt mörk skipulagssvæðisins, og lagt til að tillagan verði endurauglýst, þannig breytt, í samræmi við fyrirliggjandi gögn, sem á þó eftir að vinna nánar.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 271 Skipulags- og umhverfisnefnd hefur áður samþykkt að "miðsvæði", sem er hluti af deiliskipulagi (óbirtu) fyrir Framnes austan Nesvegar, verði tekið inn sem hluti af deiliskipulagsvinnu fyrir suðurhluta hafnarsvæðis.

    Til viðbótar því samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd nú, að Norðurgarður og sá hluti lóðar við Nesveg 4, sem snýr að miðsvæði hafnar, verði unnið sem hluti af deiliskipulagi fyrir suðurhluta (nú "Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar" sbr. dagskrárlið 3). Samþykkt samhljóða.

    Fulltrúar úr hafnarstjórn, Arnar og Björg, styðja þessa tillögu.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar á breyttum mörkum deiliskipulagsins og jafnframt að tillagan verði endurauglýst, þannig breytt, þegar endanlega unnin gögn liggja fyrir.

    Skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram að verkefninu, í samstarfi við hafnarstjóra.

  • Í Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er fremst á Framnesi gert ráð fyrir atvinnustarfsemi sem fellur undir landnotkunarflokkinn "verslun og þjónusta", þar á meðal ferðaþjónustu með veitingastöðum, gististöðum, verslun og afþreyingu.

    Bæjarstjórn hyggst koma af stað uppbyggingu á reitnum VÞ-3 í samræmi við stefnu aðalskipulags, og lagði bæjarráð til á 641. fundi sínum að unnið verði að samningsgerð við lóðarhafa fremst á Framnesi, svo hafist geti þróun í takt við þá stefnu sem aðalskipulagið gerir ráð fyrir.



    Skipulags- og umhverfisnefnd - 271 Undir þessum lið er farið yfir þær forsendur og heildarsýn skv. aðalskipulagi, sem lagðar verða til grundvallar í komandi vinnu við samningsgerð um svæðið.

    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á að við framtíðaruppbyggingu svæðisins sé þetta opið svæði sem nýtist bæði heimamönnum og gestum og að uppbygging verði lyftistöng fyrir samfélagið allt.

    Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju með framlögð vinnugögn og fellst fyrir sitt leyti á að byggja á þessari nálgun þegar kemur að viðræðum vegna þróunar svæðisins.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir framangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar, en vísar annars til þess að málið er sérstakur liður á dagskrá þessa bæjarstjórnarfundar.
  • Lögð fram skipulagslýsing (drög) fyrir deiliskipulag á svonefndum Miðbæjarreit í Grundarfirði en ekki er til deiliskipulag til fyrir reitinn.

    Skipulag á reitnum er liður í því að framfylgja stefnu Aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 um að miðbærinn skuli vera samkomustaður þar sem fólk hittist í daglegum erindum og til að njóta samveru, auk þess að vera helsti viðkomu- og móttökustaður ferðafólks í bænum.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 271 Dóra Hrólfsdóttir ráðgjafi hjá Alta er gestur fundarins undir þessum lið og fer yfir deiliskipulagslýsinguna.

    Deiliskipulagslýsingin er í samræmi við samþykkta aðalskipulagsbreytingu vegna miðbæjarreits og er fyrsta skref í deiliskipulagsferli.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir deiliskipulagslýsinguna fyrir sitt leyti og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna og leita umsagna um hana í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og framlagða deiliskipulagslýsingu, og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna og leita umsagna um hana í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Á 267. fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin að deiliskipulagsbreyting á Sólbakka væri óveruleg og yrði því grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr., sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig var óskað eftir óverulegum lagfæringum á deiliskipulagsuppdrætti.

    Eftir að grenndaraðilar höfðu staðfest óleiðréttan uppdrátt með undirritun sinni óskaði landeigandi eftir því að fullbyggðu frístundahúsi í landi Sólbakka yrði breytt í íbúðarhús, og var það tekið fyrir á 269. fundi skipulags- og umhverfisnefndar (mál 2505013). Var það niðurstaða nefndarinnar í því máli að um óverulega breytingu deiliskipulags væri að ræða.

    Nú hefur borist lagfært deiliskipulag með breyttri notkun húsnæðis.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 271 Skipulagsfulltrúa er falið að grenndarkynna breytingu deiliskipulags Sólbakka þegar lokaútgáfa af deiliskipulagsuppdrætti er tilbúin frá hönnuði.

    Kynnt verði fyrir landeigendum að Hálsi, Hálsabóli og Mýrum í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, sem er ákvæði um óverulega deiliskipulagsbreytingu.

    Ennfremur bendir nefndin á að heimilt er að stytta grenndarkynningartíma að uppfylltum ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulagsins og að annast annan frágang málsins.
  • Málinu var vísar til skipulags- og umhverfisnefndar af byggingarfulltrúa, þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið.

    Um er að ræða útlitsbreytingu bílskúrs að Hlíðarvegi 12. Hækka á þak þannig að vatnshalli verði á bílskúr sem nú er með flötu þaki. Bílskúrinn stendur við lóðamörk á Hlíðarvegi 10.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 271 Skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eigendum húsa að Hlíðarvegi 10, Borgarbraut 10 og Fossahlíð 1 og 3, í samræmi við 44. gr. skipulagslaga.

    Þá heimilar nefndin að grenndarkynningu ljúki áður en 4 vikna frestur er útrunninn ef skilyrði 3. mgr. 44 gr. eru uppfyllt.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin.

  • Skipulagsfulltrúi greindi frá samskiptum sínum við landeigendur Hamra frá síðasta fundi.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 271 Skipulagsfulltrúi greindi frá samskiptum við eiganda lóðar um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna vegtengingar við þjóðveg og að sent verði bréf á nýjan landeiganda Hamra og hann upplýstur um samskipti við lóðarhafa og Vegagerðina, áður en framkvæmdaleyfi verði gefið út.

    Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að málinu sé lokið með þessum hætti.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • BÁ víkur af fundi undir þessum lið.

    Lögð fram til kynningar fundargerð af aukafundi hafnarstjórnar þann 3. september sl. Boðað var til fundarins vegna fyrirspurnar frá fasteignasala um skipulagsskilmála á lóð D á Norðurgarði.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 271 Skipulagsfulltrúi fór yfir helstu atriði þessa fundar hafnarstjórnar, til upplýsingar.


    BÁ tók aftur sæti á fundinum að þessum lið loknum.
  • Lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar, en þann 23. október nk. heldur Skipulagsstofnun hinn árlega Skipulagsdag. Viðburðurinn er haldinn á Grandhótel og verður einnig í beinu streymi.
    Skipulagsdagurinn er árleg ráðstefna um skipulagsmál þar sem fjallað er um það sem er efst á baugi í málaflokknum hverju sinni. Nánari upplýsingar og dagskrá verða birt á heimasíðu Skipulagstofnunar þegar nær dregur.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 271
  • Nefndin fær til umsagnar erindi Halldórs Hildimundarsonar, dags. 12. ágúst 2025, um þriggja mánaða einkarétt á kostgæfnisathugun á lóð (landi) í eigu Grundarfjarðarbæjar, til að beiðandi geti látið fara fram kostgæfnisathugun í samstarfi við fjárfesta.

    Beiðnin felur í sér að viðkomandi lóð (land) verði ekki boðin öðrum til sölu á tímabilinu, né verði skipulagsskilmálum hennar breytt. Um er að ræða afmarkað svæði fyrir mannvirki, ofan þéttbýlis.

    Erindinu verður svarað af bæjarstjórn, en nefndin hefur það til umsagnar vegna skipulagsþáttar málsins.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 271 Skipulags- og umhverfisnefnd telur fyrir sitt leyti, að hér sé á ferðinni áhugaverð hugmynd sem vert sé að skoða, en að hún muni kalla á skipulagsbreytingar.

    Nefndin vekur athygli á að um er að ræða umfangsmikið svæði, eins og það er afmarkað í erindinu, og telur að ekki liggi fyrir forsendur á þessu stigi, til að taka ákvörðun sem skuldbinda muni bæinn við kaup eða leigu á landinu í heild eða hluta.

    Bókun fundar Vísað er til umfjöllunar um málið undir sér dagskrárlið, nr. 12, síðar á fundinum.

9.Fjárhagsáætlun 2025 - Gerð viðauka

Málsnúmer 2409008Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki III við fjárhagsáætlun 2025.



Einnig er lagt fram erindi frá slökkviliðsstjóra, með ósk um viðbótarfjárveitingu til endurnýjunar á loftpressu slökkviliðsins, sem nú hefur verið dæmd ónothæf.



Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu um Viðauka III við fjárhagsáætlun.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðauka III við fjárhagsáætlun 2025.

Bæjarstjóra, í samráði við slökkviliðsstjóra, er heimilað að kaupa nýja loftpressu og leggja kostnað og tillögu um viðbótarfjárheimild fyrir bæjarráð, eftir atvikum.

10.Starf íþrótta- og tómstundafulltrúa

Málsnúmer 2502024Vakta málsnúmer

Á 641. fundi bæjarráðs, 28. ágúst sl., var samþykkt að endurvekja ráðningarferli um starf íþrótta- og tómstundafulltrúa, frá því fyrr á árinu. Í því fólst að vinna áfram úr þeim níu umsóknum sem þá bárust um starfið.



Vinnvinn ráðningar og ráðgjöf voru fengin til ráðgjafar við úrvinnslu og mat umsókna um starfið sl. vor og voru þau einnig til ráðgjafar í þessu framhaldandi ferli. Ráðningarferlið byggði á viðurkenndum aðferðum við mat á umsóknum og viðtali.



Það er bæjarstjórn sem ræður í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa á grundvelli 2. gr. Starfsreglna bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar við ráðningu starfsmanna.



Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að ráða Hinrik Konráðsson í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Ráðningarsamningur hefur verið gerður og mun Hinrik hefja störf 1. október nk.

Jafnframt þakkar bæjarstjórn Helenu Ólafsdóttur fyrir samstarfið, en hún mun vinna út septembermánuð.

11.Framnes - lóðarsamningar og uppbygging

Málsnúmer 2508020Vakta málsnúmer

Í Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er gert ráð fyrir "verslun og þjónustu" fremst á Framnesi, þar á meðal ferðaþjónustu með veitingastöðum, gististöðum, verslun og afþreyingu.



Bæjarstjórn hyggst koma af stað uppbyggingu á reitnum VÞ-3 í samræmi við stefnu aðalskipulags, og samþykkti bæjarráð á 641. fundi sínum að unnið verði að samningsgerð við lóðarhafa, svo hafist geti þróun í takt við þá stefnu sem aðalskipulagið gerir ráð fyrir.



Farið var yfir þær forsendur og heildarsýn skv. aðalskipulagi, sem lagðar verða til grundvallar í komandi vinnu við samningsgerð um svæðið, en samskonar kynning og umræða fór einnig fram á 271. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 7. september sl. Um er að ræða samantekt á þeim ákvörðunum sem þegar hafa verið teknar um þróun Framnessins.



Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju með þessi vinnugögn og samþykkir samhljóða að byggja á þessari nálgun þegar kemur að viðræðum vegna þróunar svæðisins.

12.Beiðni um þriggja mánaða einkarétt á kostgæfnisathugun á lóð í eigu Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 2509008Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni Halldórs Hildimundarsonar, dags. 12. ágúst 2025, um þriggja mánaða einkarétt á kostgæfnisathugun á lóð í eigu Grundarfjarðarbæjar.



Bæjarstjórn hefur farið yfir erindið og lýsir yfir eftirfarandi:

1. Grundarfjarðarbær mun ekki, næstu þrjá mánuði frá dagsetningu þessarar bókunar, eiga í samskiptum eða viðræðum við aðra aðila um það svæði sem vísað er til í beiðninni varðandi kaup eða leigu eða samþykkja skipulagsbreytingar á svæðinu sem gætu breytt forsendum verkefnisins.

2. Grundarfjarðarbær er ekki reiðubúinn að skuldbinda sig til viðræðna um kaup eða leigu á landinu í heild eða hluta á þessu stigi.

Framangreint felur hvorki í sér samþykki á greiðsluþátttöku bæjarstjórnar eða loforð um kauprétt á því svæði sem erindið tekur til.

13.SSV - Stofnun Farsældarráðs Vesturlands - drög að samstarfsyfirlýsingu

Málsnúmer 2509004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar og umræðu, en þetta mál verður tekið fyrir á haustfundi SSV 24. september nk.



14.Vör sjávarrannsóknarsetur - Aðalfundur Varar sjávarrannsóknarseturs við Breiðafjörð 18.sept.

Málsnúmer 2509005Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð, sent stofnaðilum, vegna aðalfundar Varar sjávarrannsóknarseturs við Breiðafjörð sem haldinn verður 18. september í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík.



Engin starfsemi hefur verið í húsnæði Varar frá því að samstarfi Varar og Hafrannsóknastofnunar lauk í byrjun árs 2023 og Hafrannsóknastofnun lokaði starfsstöð sinni í Ólafsvík.



Fyrir aðalfundi liggur tillaga frá stjórn Varar um slit stofnunarinnar.

Garðar Svansson bæjarfulltrúi mun sækja fundinn og hefur þar atkvæðisrétt f.h. Grundarfjarðarbæjar, m.a. til að taka ákvörðun um slit félagsins skv. boðaðri dagskrá.

15.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2025

Málsnúmer 2506031Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 474. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var 22. ágúst 2025.

16.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerðir 2025

Málsnúmer 2503005Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir Breiðafjarðarnefndar, af fundi nr. 234, sem haldinn var 13. júní sl. og fundi nr. 235, sem haldinn var í Flatey á Breiðafirði 4. júlí sl. og var það vettvangsferð með ráðherra.

17.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum - Fundargerð stjórnar

Málsnúmer 2506006Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 81. fundar stjórnar SSKS, sem haldinn var 21. maí sl.

18.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2025

Málsnúmer 2502011Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 983. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 29. ágúst sl.

19.Úttekt SSV á tekjum og fjárhagsþáttum Grundarfjarðarbæjar

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:08.