302. fundur 09. október 2025 kl. 14:00 - 16:37 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Rakel Birgisdóttir (RB)
    Aðalmaður: Garðar Svansson (GS)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
  • Davíð Magnússon (DM)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund.

Rakel Birgisdóttir situr sinn fyrsta bæjarstjórnarfund og bauð forseti hana velkomna.

Gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína, sbr. framlagt skjal.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2022-2026

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Forseti vakti athygli á að Snæfellsnes er nú orðið fyrsti íslenski UNESCO-vistvangurinn, en það var tilkynnt í Hangzhou í Kína 27. september sl., eins og fram kemur í frétt á vef bæjarins og vef Stjórnarráðsins þann dag.

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur boðið fulltrúum Svæðisgarðs, sveitarfélaganna og Snæfellsjökulsþjóðgarðs í ráðuneytið 17. október nk. kl. 13:00-13:30 til að taka við viðurkenningunni.

Ný dagsetning fyrir haustfund SSV er 29. október nk. og verður þingið haldið á Akranesi. Bæjarstjóri mun ganga frá nýjum kjörbréfum.

Rætt um álagningu fjallskila og samræmingu við nágrannasveitarfélög.

3.Ályktun um viðhald þjóðvega á Snæfellsnesi

Málsnúmer 2009014Vakta málsnúmer

Enn ræðir bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar um samgöngumál og ástand þjóðvegar 54, Snæfellsnesvegar. Bæjarstjórn hefur margsinnis gert athugasemdir við hættulegt ástand þjóðvegarins, á Snæfellsnesi og langleiðina suður í Borgarnes.

Í febrúar sl. sendu sveitarstjórnir á Vesturlandi ákall til forsætisráðherra og innviðaráðherra um að brýn þörf væri til að bregðast strax við bágbornu ástandi tiltekinna vegarkafla, með neyðarfjárveitingu í allra brýnustu viðgerðirnar, til að tryggja íbúum, atvinnulífi og ferðafólki lágmarks öryggi á vegunum. Bæjarstjórn þakkar ráðherrunum fyrir að hafa brugðist við ákalli sveitarstjórnarfólks á Vesturlandi, fyrir samtal um vegamálin á fundi 10. mars sl. og fyrir það viðbótarfjármagn sem veitt var í vegagerð, m.a. á Vesturlandi, gegnum fjáraukalög í sumar.

Til Vestursvæðis Vegagerðarinnar (Vesturland og Vestfirðir) komu þannig 1.180 millj. kr. í viðbótarfjárveitingu og er það vel. Af þeirri fjárhæð fengu vegir á Snæfellsnesi 120 millj. kr., skv. svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn bæjarstjóra, eða rétt rúm 10% af viðbótarfé Vestursvæðisins. Í svari Vegagerðarinnar segir ennfremur að vegir innan marka Grundarfjarðarbæjar hafi enga fjárveitngu fengið, en það sem framkvæmt var við Grundarfjörð hafi verið unnið fyrir styrkvegafjárveitingu Vestursvæðis og hafi verið búið að bjóða það verk út áður en viðbótarfjármagnið kom.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar lýsir enn og aftur yfir þungum áhyggjum af bágbornu og hættulegu ástandi þjóðveganna á Snæfellsnesi. Hættan sem leiðir af ástandi veganna er algjörlega óviðunandi fyrir notendurna. Á það jafnt við um íbúa, gesti, atvinnubílstjóra og neyðarflutninga. Jarðsig og frostskemmdir hafa gert veginn ósléttan yfirferðar, slitlag er gróft og bútakennt eftir áralangar holufyllingar, vegkantar eru víða brotnir og hafa gefið eftir á löngum köflum og víða eru vegir of mjóir. Á sumum stöðum er vatnsagi á vegi mikið vandamál.

Verulega aukin umferð, þar á meðal stórauknir þungaflutningar á síðustu árum, sumar sem vetur, kallar á aukin framlög til vegagerðar, ekki síst til almenns viðhalds. Þó nýjar vegaframkvæmdir séu af hinu góða, þá má ekki gleymast að sinna viðhaldi eldri vega. Í þeim liggja mikil verðmæti sem fara forgörðum, sé viðhaldi þeirra ekki sinnt.

Í febrúar sl. þurfti Vegagerðin að moka tjöru af „blæðandi“ þjóðvegum á Snæfellsnesi. Fjölmargir akandi vegfarendur urðu fyrir óþægindum og tjóni á ökutækjum sínum, vegna ástands þjóðveganna, þegar þykk tjara lagðist á hjólbarða og aðra fleti bifreiða. Slíkt er ekki einungis hvimleitt, heldur er umferðaröryggi stórlega ógnað í slíku ástandi, auk þess sem það veldur eigendum ökutækja fjárhagstjóni. Viðbúið er að slíkt ástand geti skapast aftur eins og ástand umræddra vega er.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar ítrekar fjölmargar fyrri bókanir sínar um ástand þjóðvegar 54, Snæfellsnesvegar og óskir um stóraukna fjármuni til nauðsynlegra viðgerða og viðhaldsframkvæmda á þjóðvegi 54, nú þegar tillaga að samgönguáætlun komandi ára fer að líta dagsins ljós.

4.Bæjarráð - 642

Málsnúmer 2509004FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 642. fundar bæjarráðs.
  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
    Bæjarráð - 642
  • 4.2 2502020 Greitt útsvar 2025
    Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-ágúst 2025. Bæjarráð - 642 Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 11,8% miðað við sama tímabil í fyrra.
  • 4.3 2505019 Launaáætlun 2025
    Lagt fram yfirlit yfir raunlaun og áætlun fyrir tímabilið janúar-ágúst 2025.
    Bæjarráð - 642 Útgreidd laun í janúar til ágúst eru undir launaáætlun tímabilsins.
  • Ákvörðun um álagningarprósentu útsvars 2026.
    Bæjarráð - 642 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,97%.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,97%. Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2026, sundurliðuð niður á álagningarflokka.
    Bæjarráð - 642 Bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2026 kynnt. Farið yfir forsendur og breytingu milli ára.

    Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • 4.6 2509012 Gjaldskrár 2026
    Lagt fram yfirlit yfir mögulega breytingu á þjónustugjaldskrám ásamt samanburði á gjaldskrám annarra sveitarfélaga 2025.
    Bæjarráð - 642 Farið yfir þjónustugjaldskrár og samanburð og rætt um breytingar á þeim.

    Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • Lögð fram drög að fundadagskrá bæjarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2026 ásamt forsenduspá.
    Bæjarráð - 642 Rætt um fjárhagsáætlunarvinnu framundan, minnisblað um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga og drög að fundadagskrá bæjarráðs.
  • 4.8 2501025 Framkvæmdir 2025
    Yfirferð helstu framkvæmda.
    Bæjarráð - 642 Farið yfir verkefni í vinnslu með Nönnu.

    Nanna og Björg sögðu frá helstu framkvæmdum við götur og gangstéttir.

    Búið er að gera verklokaúttekt á gangstéttarframkvæmdum og regnbeðum í neðanverðum Hrannarstíg. Fyrirhuguð er plöntun í beðin á næstunni. Gert er ráð fyrir að beðin séu lifandi og þurfi endurnýjun reglulega.

    Malbikuð var hraðahindrun við austanverða Grundargötu, í samvinnu við Vegagerðina, sem kostar framkvæmdina. Sagt var frá öðrum gangstéttarframkvæmdum og fleiru.

    Bæjarstjóri sagði frá framkvæmdum við að byggja palla við austanverðan Kirkjufellsfoss og stöðu þess verkefnis, sem unnið er fyrir styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

    Nönnu var þakkað fyrir komuna.
  • Lagt fram erindi Tryggva Hafsteinssonar með beiðni um leiguhúsnæði fyrir píluaðstöðu. Áhugi félagsins er að leigja kjallara að Grundargötu 30.
    Bæjarráð - 642 Bæjarráð tekur vel í erindið.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða við forsvarsfólk pílufélagsins og afla frekari upplýsinga.

    Samþykkt samhljóða.
  • Farið yfir stöðu orkuskiptaverkefnisins og úthlutun styrks sem tilkynnt var í gær.
    Bæjarráð - 642 Bjarni Már Júlíusson ráðgjafi kom inn á fundinn í fjarfundi.

    Bjarni Már sagði frá prófunum sem fram fóru á tveimur borholum við íþróttahús fyrr í september, þar sem reynt er að koma í veg fyrir að leir trufli varmaskipta sem tengdir eru inná varmadælukerfi skóla- og íþróttamannvirkjanna.

    Bæjarstjóri sagði frá því að í gær hefði Grundarfjarðarbær fengið úthlutað 18,55 millj. kr. í þetta verkefni og er ætlunin að nýta það fé í að bæta orku inná kerfið, hvort sem það verður gert með borholum eða öðrum hætti.

    Rætt um nýtingu jarðvarma í borholum og um möguleikann á plægingu lagna í jörðu, til að bæta við orku inná kerfið.

    Bæjarráð samþykkir að fara í viðbótarorkuöflun í samræmi við umræður fundarins.

    Samþykkt samhljóða.
  • 4.11 2508023 Fjallskil 2025
    Lögð fram til kynningar fundargerð fjallskilanefndar vegna fjallskila 2025.
    Bæjarráð - 642
  • Skv. pósti dags. 19. september 2025 hafa sveitarfélögin þrjú tilnefnt til ráðuneytisins, eftirtalin:

    Arnar Kristjánsson aðalm.
    Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir til vara
    Bæjarráð - 642
  • Lögð fram til kynningar skýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga með samantekt til sveitarfélaga eftir fund sambandsins og framkvæmdastjóra sveitarfélaga.
    Bæjarráð - 642
  • Lögð fram til kynningar skýrsla Hafnasambands Íslands um fjárfestingar hafna á Íslandi 2025-2040. Um er að ræða stefnumótandi greiningu og fjárfestingarmat.
    Bæjarráð - 642
  • Lagt fram til kynningar boð um samráð vegna breytinga á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.
    Bæjarráð - 642 Bókun fundar Bæjarstjóra falið að leggja inn umsögn bæjarstjórnar um frumvarpið.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagt fram til kynningar bréf Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ), dags. 10. sept. sl., um áhrif 16. gr. laga nr. 55/1992 ef byggingar eru reistar á svæðum sem fyrir fram er vitað að eru sérlega næm fyrir náttúruhamförum sem eru bótaskyldar hjá NTÍ.
    Bæjarráð - 642

5.Menningarnefnd - 50

Málsnúmer 2504004FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 50. fundar menningarnefndar.
  • Lagt fram ástandsmat sem unnið var fyrir húsnæði Sögumiðstöðvarinnar og verklýsing vegna verðkönnunar sem fram hefur farið, um nauðsynlegar framkvæmdir skv. ástandsmatinu.

    Menningarnefnd - 50 Bæjarstjóri fór yfir ástandsmat hússins, sem bæjarstjórn lét vinna í vetur.

    Sl. sumar fóru fram viðgerðir sem ekki voru á fjárhagsáætlun ársins, þar sem í ljós hafði komið að ástand veggja og þaks á syðri hluta hússins var verra en haldið var. Húsið var skoðað í vetur og í framhaldinu gerð verðkönnun í mars/apríl fyrir nauðsynlegar framkvæmdir. Engin tilboð bárust í verkið, en leitað verður leiða til að framkvæma nauðsynlegar viðgerðir í vor og fyrrihluta sumars.
  • Forstöðumaður bókasafns og menningarmála, Lára Lind Jakobsdóttir, hefur sagt upp starfi sínu.
    Menningarnefnd - 50 Bæjarstjóri upplýsti að gerður hafi verið samningur um lok starfs við forstöðumanninn.

    Lögð fram skýrsla forstöðumanns við starfslok, 23.04.2025, þar sem farið er yfir þau verkefni sem í vinnslu eru. Nefndin mun vinna með þessar upplýsingar.

    Menningarnefnd þakkar Láru Lind Jakobsdóttur fyrir samstarfið síðastliðið ár.

  • Rætt um menningarmál, menningarhús og meginhlutverk bókasafns.
    Menningarnefnd - 50 Nefndin ræddi vítt og breitt um hlutverk bókasafns og þess húss sem það hýsir, í Sögumiðstöðinni. Nefndin telur mikilvægt að í húsinu sé opið menningar- og samfélagsstarf, sem verði til þess að styrkja samfélagið innan frá.

    Nefndin ræddi einnig um hlutverk nefndarinnar og menningarmál, viðburði og fleira. Nefndin mun fara á stúfana á næstu dögum og leita eftir hugmyndum frá bæjarbúum, inní starf nefndarinnar.

6.Menningarnefnd - 51

Málsnúmer 2508002FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 51. fundar menningarnefndar.
  • Forstöðumaður menningar- og markaðsmála fór yfir stöðu á framkvæmdum við Sögumiðstöð og áætluð verklok.

    Menningarnefnd - 51 Framvkæmdir eru á lokastigi og er stefnt á að alrými og eldhús verði tekið í notkun sem allra fyrst.

    Menningarnefnd lýsir yfir ánægju með þær endurbætur sem fram hafa farið, að framkvæmdum sé að ljúka og hægt verði að taka húsið í notkun.

    Almenn umræða um notkun og nýtingu á húsinu fór fram.

  • Menningarnefnd - 51 Snæfellsnes Adventure ehf. ? Gerum það núna, sótti um að fá afnot af alrými og eldhúsi Sögumiðstöðvarinnar. Sökum framkvæmda var ekki hægt að verða við þeirri umsókn.
  • 6.3 2508005 Rökkurdagar 2025
    Nefndarmenn ræddu skipulag Rökkurdaga, menningarhátíðar Grundfirðinga, 2025.

    Menningarnefnd - 51 Ákveðið var að Rökkurdagar standi í þrjár vikur, en að viðburðir verði ekki eins þétt raðaðir og árið áður.

    Nefndin ræddi um tilgang Rökkurdaga og að þeir eigi að vera skipulagðir af íbúum Grundarfjarðarbæjar fyrir íbúa Grundarfjarðarbæjar.

    Hugmyndir komu fram um það hvernig er hægt sé að fá íbúa til þess að koma frekar að borðinu hvað varðar skipulagningu og viðburði.

    Einnig kom til umræðu að bæta “slagorði? við nafnið Rökkurdagar.

    Mál áfram í vinnslu.


  • Forstöðumaður menningar- og markaðsmála kynnti fyrir nefndinni Barnamenningarhátíð Vesturlands, Barnó, sem haldin verður frá 1. október ? 31. október. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi "fóstra" hátíðina.


    Menningarnefnd - 51 Sú breyting verður í ár að hátíðin verður haldin á öllu Vesturlandi en ekki í einu sveitarfélagi eins og áður hafði verið.

    Sveitarfélögin hafa frjálsar hendur í skipulagningu og túlkun Barnamenningarhátíðar innan ramma frá Samtökum Sveitarfélaga á Vesturlandi.

    Nefndin lýsir yfir ánægju með Barnamenningarhátíð. Nefndin ræddi möguleikann á samlegðaráhrifum Rökkurdaga og Barnamenningarhátíðar.

  • Bæjarstjórn hafði vísað málinu til umfjöllunar í nefndinni.
    Menningarnefnd - 51 Menningarnefnd lýsir yfir almennri ánægju með Forvarnarstefnu Snæfellsness, en finnst vanta meiri áherslu á skjánotkun og áhrif hennar.

    Menningarnefnd skorar á Forvarnarteymi Snæfellsness að bæta þessum atriðum inn í stefnuna.
    Bókun fundar Bæjarstjórn þakkar nefndinni fyrir rýni sína á drög að Forvarnastefnu Snæfellsness og gerir tillögu nefndarinnar að sinni.
    Bæjarstjóra falið að koma þessu á framfæri við forvarnateymið/FSS.
  • Forstöðumaður menningar- og markaðsmála fór yfir stöðu þeirra verkefna sem eru í gangi í menningarmálum þessa stundina.

    Menningarnefnd - 51 Nefndin ræddi uppbyggingu á bókasafninu og framtíð þess.

    Einnig ræddi hún “rödd bókasafnsins og anda þess?, að það sé mikilvægt að bókasafnið sé staður samfélagsins og tali þannig í orði og verki.

7.Menningarnefnd - 52

Málsnúmer 2509005FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 52. fundar menningarnefndar.
  • Forstöðumaður menningar- og markaðsmála fór yfir þau verkefni sem unnið hefur verið að síðan á síðasta fundi.

    Einnig rætt um gjaldskrármál.

    Menningarnefnd - 52 Menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn breytingu á verðskrá bæjarins, svo hver sem leigir hús undir menningarlegan viðburð, sem auglýstur er opinn öllum, skuli ekki greiða leigu fyrir viðburðinn.
    Allir slíkir viðburðir yrðu birtir í viðburðadagatali bæjarins.
    Samkomulag yrði hverju sinni varðandi tækjakost, sbr. hljóðkerfi.

    Menningarnefnd telur að með þessum breytingum á verðskrá muni menningarlíf í Grundarfirði eflast til muna.
    Bókun fundar Bæjarstjórn vísar tillögu menningarnefndar um breytingu á gjaldskrá fyrir menningarhús til umræðu í bæjarráði í tengslum við fjárhagsáætlun næsta árs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Drög að reglum sendar til umsagnar nefndarinnar frá bæjarstjórn. Einnig lágu fyrir svipaðar reglur frá öðrum sveitarfélögum.
    Menningarnefnd - 52 Nefndin gerir eftirfarandi athugasemdir:

    1. gr. Athugasemd við nafnið “Uppbyggingarsjóður menningar- og íþróttamála? og telur að orðið lýðheilsa eigi frekar við en íþróttir.

    5. gr. Lagt til að orðalaginu “umfang og tími verkefnis? verði breytt í “umfang, tími og kynning/auglýsing verkefnis?.

    Að öðru leyti gerir menningarnefnd ekki athugasemdir við framlögð drög að "Reglum Grundarfjarðarbæjar um úthlutun úr Uppbyggingarsjóði menningar- og íþróttamála".

  • 7.3 2508005 Rökkurdagar 2025
    Dagskrá og dagsetning Rökkurdaga rædd.

    Menningarnefnd - 52 Ákveðið var að Rökkurdagar 2025 standi frá 18. október til 5. nóvember.
    (Tónleikar 18. október í Samkomuhúsinu marka upphaf Rökkurdaga.)

    Nefndin ræddi það að nota Facebook-síðu Rökkurdaga sem helstu upplýsingaveitu um dagskrá og annað. Aðrar síður á samfélagsmiðlum og vefur Grundarfjarðarbæjar verða henni til stuðnings.

    Nefndin felur forstöðumanni menningar- og markaðsmála að búa til fyrstu auglýsingu fyrir Rökkurdaga og koma henni í umferð. Í henni eiga að vera dagsetningar og upplýsingar um það hvert fólk getur haft samband ef það vill vera með viðburð.

    Dagskráin skal vera gefin út á íslensku, ensku og pólsku. Ef hún fer í dreifingu í hús þá verði hún á íslensku með QR kóða sem vísar á dagskrána á ensku og pólsku.
  • Menningarnefnd - 52 Almenn umræða um Barnamenningarhátíð, viðburði og möguleg samlegðaráhrif með Rökkurdögum.
  • Lagt fram erindi frá Ríkeyju Konráðsdóttur um menningu og nýsköpun í Grundarfirði.

    Leggur hún til að stofnað verði samvinnufélag bæjarbúa og sveitarfélagsins, sem taki ákvörðun um nýtingu Sögumiðstöðvar, fjármögnun o.fl., fyrir skapandi starfsemi.
    Menningarnefnd - 52 Menningarnefnd tekur vel í erindi Ríkeyjar Konráðsdóttur og felur forstöðumanni menningar- og markaðsmála að koma á fundi milli hennar og menningarnefndar sem fyrst.

  • Mennta- og barnamálaráðuneytið vekur athygli sveitarfélaga á styrkjum sem standa til boða.

    Menningarnefnd - 52 Menningarnefnd telur mikilvægt að íslenskukennsla eða íslenskuhittingar séu í boði fyrir áhugasama í vetur.

    Lagt er til að sótt verði um styrk í sjóðinn með það að leiðarljósi að geta fengið einstakling til þess að sjá um kennslu í vetur.

    Nefndin telur mikilvægt að þetta verði fastir tímar, opnir öllum þeim sem vilja sækja.

    Bókun fundar Bæjarstjórn þakkar nefndinni fyrir tillögu að sótt verði um styrk og felur forstöðumanni menningar- og markaðsmála að fylgja þessu eftir.
  • Fréttabréf Eyrbyggjasögufélagsins, dagskrá haustsins 2025 lögð fram til kynningar.

    Menningarnefnd - 52

8.Life Icewater umsókn - Grundarfjarðarbær

Málsnúmer 2309011Vakta málsnúmer

Stjórnskipulag Life-ICEWATER verkefnisins, sem er til sex ára, 2025-2030, lagt fram til kynningar og ákvörðunar.



Lagt er til að tilnefndir verði tveir fulltrúar úr bæjarstjórn og/eða skipulagsnefnd í stýrihóp verkefnisins, svipað og gert hefur verið með tilefningar í vinnuhópa skipulagsverkefna síðustu misserin.



Einnig eru lagðar fram kynningarglærur sem skýra út verkefnið í heild sinni og stjórnskipulag almennt.

Bæjarstjórn samþykkir að skipa Sigurð Gísla Guðjónsson og Signýju Gunnarsdóttur sem fulltrúa bæjarstjórnar og skipulags- og umhverfisnefndar í hópinn.

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að stjórnskipulagi verkefnisins.

9.OP-5 Útivistarkraginn

Málsnúmer 2510017Vakta málsnúmer

Tillaga lögð fram um að stofna samráðshóp, skipaðan fulltrúum úr helstu nefndum bæjarins, til að undirbúa uppbyggingu OP-5, útivistarkraga ofan byggðar. Hópurinn hafi það hlutverk að vinna með hagaðilum að því að rýna svæðið ofan byggðar, skv. aðalskipulagsskilmálum, og draga fram helstu óskir og forsendur fyrir nýtingu svæðisins.



Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu verkefnisstjóra skipulags- og umhverfismála, íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanns menningar- og markaðsmála, og felur þeim að fylgja tillögunni eftir í framkvæmd.

Bæjarstjórn samþykkir að skipa Jósef Ó. Kjartansson og Loft Á. Björgvinsson sem fulltrúa bæjarstjórnar í hópinn.

Samþykkt samhljóða.

10.Hrannarstígur 32 - ráðstöfun á húsnæði

Málsnúmer 2510016Vakta málsnúmer

Búseturéttarsamningi íbúðar að Hrannarstíg 32 hefur verið sagt upp og verður íbúðinni skilað í lok októbermánaðar. Um er að ræða minni gerð af íbúð í raðhúsinu eða 88,3 ferm.



Einnig lagt fram erindi íbúa í stærri gerð af íbúð í sama ráðhúsi, þar sem óskað er eftir skiptum úr stærri íbúð í minni íbúð.

Taprekstur hefur verið síðustu árin á íbúðum eldri borgara við Hrannarstíg 18 og 28-40 og fór bæjarráð/bæjarstjórn í greiningu á rekstri íbúðanna. Í framhaldi af rýni og umræðu ákvað bæjarstjórn á liðnu ári að selja búseturéttaríbúð sem losnaði að Hrannarstíg 36.

Bæjarstjórn fellst á framlagt erindi íbúa í einni af stærri íbúðunum um að skipta úr stærri íbúð yfir í minni íbúð. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að selja stærri íbúðina sem þá mun losna, með svipuðu verklagi og við sölu síðustu íbúðar.

Bæjarstjóra er falið að koma íbúðinni í söluferli. Sett verði kvöð með þeim hætti að íbúðin verði eingöngu fyrir 60 ára og eldri, með sambærilegum hætti og gert var um síðustu íbúð.

Samþykkt samhljóða.

11.UMFG - pílufélag - beiðni um leiguhúsnæði

Málsnúmer 2509022Vakta málsnúmer

Bæjarráð tók erindið fyrir á síðasta fundi sínum 25. september sl. og fól bæjarstjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða við forsvarsfólk pílufélagsins og afla frekari upplýsinga.



Bæjarstjóri, íþrótta- og tómstundafulltrúi og forstöðumaður menningar- og markaðsmála funduðu með Tryggva Hafsteinssyni 29. sept. sl., sbr. framlagða minnispunkta bæjarstjóra.



Jafnframt óskaði bæjarstjóri eftir skoðun byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra á rýminu og liggja fyrir minnispunktar þeirra frá 6. október sl.



Með hliðsjón af framangreindum upplýsingum er nú til afgreiðslu framangreind beiðni Pílufélagsins/UMFG um að fá rýmið til afnota.

Bæjarstjórn samþykkir að ráðstafa umræddu rými í kjallara hússins að Grundargötu 30 til Pílufélagsins/UMFG, skv. frekari skilmálum í leigusamningi sem gerður verði.

Húsnæðið sem um ræðir verði afhent aðilunum til afnota að mestu í því ástandi sem það er nú og þeim heimilað að fara í endurbætur sem nauðsynlegar eru til að rýmið nýtist sem best. Breytingar og framkvæmdir í rýminu verði unnar skv. skriflegri áætlun og í samráði við Grundarfjarðarbæ. Hugað verði sérstaklega að aðskilnaði rýmisins frá skrifstofum sem leigðar eru út á efri hæðinni, hugað verði að neyðarmerkingum og -lýsingu, sett verði ákvæði í samning aðila um umgengni fyrir aðstöðuna, ákvæði um tímalengd og fleira.

Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi um rýmið á þessum nótum, í samvinnu við forstöðumann menningar- og markaðsmála, sem hefur umsjón með þessu húsnæði.

Samþykkt samhljóða.

12.Stefnumörkun ríkisins um byggðatengdar veiðiheimildir

Málsnúmer 2510014Vakta málsnúmer

Lögð fram ýmis gögn tengd stefnumörkun ríkisins um byggðatengdar veiðiheimildir, m.a. skelbætur.



Endurskoðun innviðaráðherra á byggðakerfi sjávarútvegsins stendur enn yfir og hefur leitt af sér bið og mikla óvissu hjá þeim fyrirtækjum sem hafa á undanförnum árum fengið úthlutað skel- og rækjubótum, sem og byggðakvóta.



Bæjarstjórn lýsir yfir þungum áhyggjum af þessari stöðu. Úthlutun byggðakvóta og skelbóta hefur um árabil skipt atvinnulíf og samfélag í Grundarfirði miklu máli. Fyrirsjáanleiki er lykilatriði þegar kemur að starfsemi og úthlutun veiðiheimilda eins og hér.

Hér er um að ræða umtalsverða hagsmuni fyrir fyrirtæki sem stunda útgerð og fiskvinnslu í bænum og hafa byggt rekstrargrundvöll sinn að hluta á þessum aflaheimildum.

Sjávarútvegur er hryggjarstykkið í atvinnulífi Grundarfjarðar og langstærsti hluti útsvarstekna sveitarfélagsins kemur frá veiðum og vinnslu.

Með því að skerða eða afnema skelbætur og byggðakvóta er verið að veikja rekstrargrundvöll þeirrar starfsemi sem hér fer fram, bæjarsjóðs og samfélagsins þar með.

Bæjarstjórn tekur fram að ekkert samráð hefur átt sér stað við sveitarfélagið vegna stefnumörkunar ráðherra og þeirra tafa sem orðið hafa á útgáfu framangreindra heimilda. Bæjarstjórn leggur ríka áherslu á að tryggt verði samráð við sveitarfélög í þessari stöðu, í þeirri stefnumótunarvinnu sem nú stendur yfir.

Bæjarstjórn lýsir jafnframt yfir alvarlegum áhyggjum af því að reglugerð um skelbætur hafi ekki verið gefin út og svo virðist sem unnið sé að því að svipta skelútgerðir aflaheimildum með varanlegum afleiðingum fyrir atvinnulífið. Bæjarstjórn telur rétt að árétta sögulega tilkomu skelbóta, þegar fyrirtæki við Breiðafjörð afsöluðu sér varanlegum aflaheimildum í staðinn fyrir skelkvóta; staðreynd sem ekki má horfa framhjá við ráðstöfun heimildanna nú.

Bæjarstjórn leggur því þunga áherslu á að reglugerð um skelbætur verði gefin út án tafar, þrátt fyrir þá stefnumörkunarvinnu ráðherra sem nú stendur yfir.

13.Varmadælur í Grundarfirði. Umsókn í Loftlags- og orkusjóð

Málsnúmer 2508001Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur við Loftslags- og orkusjóð, dags. 6. október 2025, um styrk til öflungar jarðvarma til orkuöflunar, vegna orkuskipta skóla- og íþróttamannvirkja.



Grundarfjarðarbær fékk úthlutað 18.550.000 kr. til verkefnis um orkuskiptin, en tilkynnt var um úthlutunina 24. september sl.

Bæjarstjórn fagnar þessari úthlutun.

14.Alþingi - Til umsagnar 105. mál frá nefnda- og greiningarsviði

Málsnúmer 2510004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar og umsagnar frumvarp til laga um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála (stefnumörkun).

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra umboð til að meta hvort ástæða sé til að veita umsögn um frumvarpið.

Samþykkt samhljóða.

15.Byggðastofnun - Endurskoðun byggðaáætlunar - opið samráð

Málsnúmer 2510006Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Byggðastofnunar um endurskoðun byggðaáætlunar og samráð þar að lútandi.

16.Byggðastofnun - Byggðaráðstefnan 2025

Málsnúmer 2510013Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Byggðastofnunar um Byggðaráðstefnuna 2025 sem haldin verður 4. nóvember nk. í Mývatnssveit.



17.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - Fundargerðir 2025

Málsnúmer 2503021Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 197. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem haldinn var 18. september sl. Einnig lögð fram umsögn heilbrigðisnefndar í samráðsgátt stjórnvalda varðandi sameiningu heilbrigðisembætta landsins.

Bæjarstjórn tekur undir áhyggjur Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem fram koma í framangreindri umsögn, sbr. framlagt skjal.

Samþykkt samhljóða.

18.SSV - Fundargerðir 2025

Málsnúmer 2506025Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar SSV;

fundargerð 186. fundar sem haldinn var 29. janúar sl.

fundargerð 187. fundar sem haldinn var 12. mars sl.

fundargerð 188. fundar sem haldinn var 30. apríl sl.

19.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2025

Málsnúmer 2502011Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga;

fundargerð 984. fundar sem haldinn var 12. september sl.

fundargerð 985. fundar sem haldinn var 26. september sl.

20.Hafnasamband íslands - Fjárfestingar hafna á Íslandi 2025-2040

Málsnúmer 2510007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Hafnasambands Íslands um fjárfestingar hafna á Íslandi 2025-2040.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:37.