191. fundur 10. desember 2015 kl. 16:30 - 19:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Berghildur Pálmadóttir (BP)
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

Forseti setti fund.

Bæjarstjórn fagnar nýjum Grundfirðingi, sem er stúlka fædd 21. nóvember 2015. Foreldrar hennar eru Nadia Di Stefano og Agatino Farinato.

Fundarmenn fögnuðu með lófaklappi.

Gengið var til dagskrár:

1.Bæjarráð - 478

Málsnúmer 1511015FVakta málsnúmer

  • 1.1 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 478 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar til Skipulagsstofnunar dags. 23. okt. sl., þar sem spurst er fyrir um kostnaðarframlag Skipulagssjóðs, vegna aðalskipulagsgerðar. Jafnframt lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 9. nóv. sl., þar sem greint er frá því að sveitarfélagið getur fengið allt að helming kostnaðar styrktan úr Skipulagssjóði.

    Lagt er til að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við ráðgjafafyrirtækið Alta á grundvelli nálgunar- og verkáætlunar fyrirtækisins fyrir skipulagsgerðina, dags. í okt. 2015. Samningurinn taki jafnframt mið af áætluðu greiðslufyirkomulagi Skipulagssjóðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 478 Lagðar fram upplýsingar um íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs í Grundarfirði. Gerð var grein fyrir ástandi íbúðanna og hverjar væru í ábúð og hverjar ekki. Jafnframt greint frá hugmyndum um það að koma sem flestum íbúðunum í íbúðarhæft ástand í samvinnu við Íbúðalánasjóð.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra og forseta bæjarsjórnar að vinna áfram að úrlausn mála með Íbúðalánasjóði.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf lögreglustjórans á Vesturlandi frá 9. nóv. sl., varðandi skipan almannavarna í umdæmi lögreglustjórans á Vesturlandi.

    Bæjarráð tekur undir erindið og telur skynsamlegt að skoða fyrirkomulag almannavarna á Vesturlandi, hugsanlega þannig að ein almannavarnarnefnd verði á öllu Vesturlandi.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 478 Lögð fram fundargerð dags. 30. nóv. sl., frá opnun verðkönnunar vegna vaðlaugar og heitra potta við sundlaug Grundarfjarðar.

    Verð komu frá tveimur aðilum:
    1) Gústi Ívars Ehf. 6.511 þús. kr., sem er 90% af kostnaðaráætlun
    2) Gunnar Þorkelsson 11.747 Þús. kr., sem er 162% af kostnaðaráætlun.
    3) Kostnaðaráætlun er 7.254 þús. kr.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og byggingarfulltrúa að ganga til samninga við Gústa Ívars Ehf. á grundvelli fyrirliggjandi verðkönnunar.

    Jafnframt lögð fram gögn um nauðsynlegan búnað sem þarf að kaupa vegna framkvæmda við sundlaugina. Um er að ræða varmaskipti, sandsíu, dælubúnað, klórstöð, klórdælu, jöfnunartank o.fl.

    Bæjarráð leggur til að bæjarstjóra og umsjónarmanni fasteigna verði falið að ganga frá kaupum á nauðsynlegum búnaði.

    Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi dags. 24. nóv. sl.,þar sem óskað er umsagnar um endurnýjun rekstrarleyfis til reksturs gististaðar í flokki I, gistiskáli og flokki II., sumarhús í Suður-Bár, Grundarfirði.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun á umbeðnum rekstri, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 478 Gerð grein fyrir og sýndur uppdráttur af breytingu innanhúss í leikskólanum, sem leikskólastjóri hefur óskað eftir. Breytingin felst í skiptingu á einu rými í tvö.

    Bæjarráð samþykkir að fela umsjónarmanni fasteigna að framkvæma umræddar breytingar í samráði við byggingarfulltrúa og leikskólastjóra.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf frá sóknarnefnd Setbergssóknar, þar sem óskað er aðkomu bæjaryfirvalda að ráðningu organista í hlutastarf eða styrkveitingu til þess að liðka fyrir ráðningu organistans.

    Bæjarráð tekur jákvætt í beiðni sóknarnefndarinnar og leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra verði falið að ræða við fulltrúa sóknarnefndarinnar um aðkomu sveitarfélagsins í ráðningu organista til Setbergssóknar. Miða skal við að styrkur sveitarfélagsins nemi allt að 50% af föstum launum viðkomandi starfsmanns eða að hann verði ráðinn í sambærilegt stöðuhlutfall hjá sveitarfélaginu.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf dags. 30. okt. sl., frá Snorraverkefninu, varðandi styrk til verkefnisins fyrir árið 2016.

    Bæjarráð getur ekki orðið við erindi verkefnisins um styrk á komandi ári.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf frá Kvennaathvarfinu dags í nóv. 2015, varðandi styrk fyrir árið 2016.

    Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um styrk til athvarfsins á komandi ári.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar frá 12. nóv. sl. til Mennta- og mennningarmálaráðuneytisins, varðandi frágang mála er lúta að Landsmóti unglinga UMFÍ í frjálsum íþróttum, sem til stóð að halda í Grundarfirði 2009/2010. Gerð var grein fyrir fundum sem forsvarsmenn sveitarfélagsins hafa átt með ráðuneytinu, fjárlaganefnd Alþingis o.fl., varðandi málið.

    Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
  • 1.12 1511026 Afsal vegna Láróss
    Bæjarráð - 478 Lögð fram drög að afsali frá þrb. Dalshverfis ehf. til Grundarfjarðarbæjar, vegna Láróss, landnr. 136642, auk tveggja fasteigna, sem skráðar eru á landinu, fastanr 211-4777 og 211-4778.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða nánar við afsalsgjafa um stærð hins selda lands og verð.
    Bókun fundar Til máls tóku EBB, EG og ÞS.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar til Velferðarráðuneytisins og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands frá 20. nóv. sl., þar sem óskað er eftir því að starfsemi heilsugæslunnar í Grundarfirði verði elfd og að þegar í stað verði auglýst eftir starfi heilsugæslulæknis í Grundarfirði.
    Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar dags. 20. nóv. sl. til Innanríkisráðuneytisins, fjárlaganefndar Alþingis og lögreglustjórans á Vesturlandi. Í bréfinu er óskað eftir því að fjárveitingar fáist á fjárlögum 2016 til þess auglýsa megi eftir lögreglumanni í Grundarfirði, en slíkt starf er sjálfsögð þjónusta, sem þarf að vera til staðar í sveitarfélaginu.
    Bæjarráð óskar eftir fundi með lögreglustjóranum á Vesturlandi.
  • Bæjarráð - 478 Lagður fram til kynningar samningur milli Vegagerðarinnar og Grundarfjarðarbæjar um ákveðana þjónustuþætti, sem Grundarfjarðarbær tekur að sér fyrir Vegagerðina á þjóðvegi í þéttbýli bæjarins.
    Lagt fram til kynningar.
  • 1.16 1501074 Starfsmannamál
    Bæjarráð - 478 Gerð var grein fyrir málefnum er snúa að starfsmannamálum í tónlistarskóla bæjarins. Jafnframt greint frá stefnu sem bænum hefur borist og lögð var fram í Héraðsdómi Vesturlands 17. nóv. sl.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga, vegna skólaaksturs við skólann á vorönn 2015.
    Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar til Vegagerðarinnar frá 23. okt. sl., varðandi mikilvægi góðrar vetrarþjónustu á vegum fyrir fyrirtæki í flutningaþjónustu og aðra vegfarendur. Jafnframt er þjónusta þessi grundvallar atriði fyrir sjúkraflutninga og annað öryggi vegfarenda.
    Ennfremur lagt fram svarbréf Vegagerðarinnar frá 10. nóv. sl, þar sem Vegagerðin tekur undir mikilvægi góðrar vetrarþjónustu.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 10. nóv. sl. varðandi skipulag og ferðamál.
    Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 478 Lögð fram fundargerð 832. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 20. nóv. sl.
    Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 478 Lögð fram fundargerð 1. fundar Öldungaráðs Grundarfjarðar frá 24. nóv. sl. Jafnframt lögð fram drög að erindisbréfi fyrir ráðið o.fl. gögn.
    Bæjarráð fagnar stofnun Öldungaráðs Grundarfjarðar og óskar ráðinu velfarnaðar í starfi.
  • 1.22 1503035 Húsaleigusamningur
    Bæjarráð - 478 Lagður fram húsaleigusamningur milli Grundarfjarðarbæjar og Íbúðalánasjóðs. Jafnframt vegna sömu eignar leigusamningur milli Grundarfjarðarbæjar og byggingafulltrúa, Gunnars Ragnarssonar.
    Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 478 Lagt fram bréf Sorpurðunar Vesturlands dags. 23. nóv. sl., þar sem tilkynnt er um hækkun gjaldskrár fyrirtækisins.
    Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 478 Lögð fram fundargerð 77. fundar stjórnar FSS og 3. fundar með samráðshópi um stefnumótun um búsetuþjónustu fatlaðra.
    Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 478 Lögð fram fundargerð 33. fundar Framkvæmdaráðs Snæfellsness frá 25. nóv. sl.
    Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 478 Lögð fram umsögn Sambands ísl. sveitarfélaga um frumv. til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga dags. 19. nóv. sl.
    Lagt fram til kynningar.

2.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 81

Málsnúmer 1511002FVakta málsnúmer

  • 2.1 1511003 Kosning formanns og ritara
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 81 Lagt til að Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir verði formaður nefndarinnar og Sigríður Hjálmarsdóttir, menningar- og markaðsfulltrúi riti fundargerðir nefndarinnar.

    Samþykkt samhljóða.

    Nýr formaður nefndar (RDB) tók við fundarstjórn.
  • 2.2 1410021 Íþróttamaður ársins 2015
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 81 Íþróttamaður Grundarfjarðar hefur undanfarin ár verið kjörinn fyrsta sunnudag í aðventu. Íþrótta- og æskulýðsnefnd hefur yfirumsjón með valinu.
    Ákveðið að kosning á íþróttamanni Grundarfjarðar fari fram í Sögumiðstöð þriðjudaginn 17. nóvember kl 18:00. Tilkynnt verður um kjörið og verðlaun afhent á aðventudegi kvenfélagsins 29. nóvember.

  • 2.3 1511004 Stefna íþrótta- og æskulýðsnefndar
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 81 Farið yfir stefnu íþrótta- og æskulýðsnefndar.
    Tillögur gerðar að breytingum. Menningar- og markaðsfulltrúa falið að uppfæra stefnuna. Vísað til næsta fundar.
  • 2.4 1501043 Hreystivika
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 81 Lagt er til að hreystivika verði haldin í janúar í stað febrúar ár hvert. Farið yfir dagskrá síðustu hreystiviku og hugmyndir settar fram um hreystivikuna 2016.

    Samhljóða samþykkt að hreystivikan 2016 standi yfir dagana 11.- 17. janúar.

3.Skipulags- og umhverfisnefnd - 162

Málsnúmer 1510001FVakta málsnúmer

  • Ögmundur Skarphéðinsson, kt:230158-6149 fyrir hönd Landsnets kt:580804-2410 sækir um byggingarleyfi fyrir aðveitustöð samkvæmt uppdráttum frá Hornsteinar Arkitektar ehf. Skipulags- og umhverfisnefnd - 162 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að veita byggingaleyfi fyrir aðveitustöð skv. uppdráttum frá arkitektastofunni Hornarsteinar Arkitektar ehf.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

4.Menningarnefnd - 7

Málsnúmer 1511012FVakta málsnúmer

  • Menningarnefnd - 7 Gengið var til kosninga á varaformanni og ritara nefndar. Lagt til að Bjarni Sigurbjörnsson verði varaformaður og Sigríður Hjálmarsdóttir, menningar- og markaðsfulltrúi, ritari nefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Menningarnefnd - 7 Farið var yfir stöðu, hlutverk og framtíð Sögumiðstöðvar. Ákveðið að kanna samstarf við Brönufélagið varðandi viðbyggingu yfir bátinn Brönu. BS kannar málið.

    Samþykkt að taka niður verkfæri á veggnum gegnt Brönu, mála hann og hengja upp sýningarspjöld. Menningar- og markaðsfulltrúa falin umsjón með verkinu.

    Lagt til að hafist verði handa við útboð á rekstri Kaffi Emils og jafnvel upplýsingamiðstöð um leið að hluta.
    Bókun fundar Málefnið er tekið fyrir í 7. lið þessa fundar.
  • Menningarnefnd - 7 SH kynnti hugmyndir Elínar Sigurðardóttur sem hefur áhuga á að setja upp vefsíðu fyrir myndir úr safni Bærings Cecilssonar.

    Nefndin er jákvæð fyrir hugmyndinni og felur menningar- og markaðsfulltrúa að fylgja málinu eftir.
  • 4.4 1410029 Ljósmyndasamkeppni
    Menningarnefnd - 7 Úrslit í hinni árlegu ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar verða tilkynnt á aðventudegi kvenfélagsins þann 29. nóvember nk. Valdir voru dómarar fyrir keppnina og munu þeir hittast í vikunni fyrir aðventudaginn.
  • Menningarnefnd - 7 Lögð fram drög að menningarstefnu Grundarfjarðarbæjar frá því fyrr á þessu ári. Menningar- og markaðsfulltrúa falið að fylla inn í menningarstefnuna. Frekari umfjöllun um menningarstefnu verður á fyrri hluta ársins 2016.
  • Menningarnefnd - 7 Menningarverðlaunin Helgrindur hafa verið veitt undanfarin ár og er nú lagt til að breyta fyrirkomulaginu þannig að verðlaunin verði veitt með lengra millibili, t.d. á 4-5 ára fresti.

    Samþykkt að menningarverðlaunin Helgrindur verði veitt næst árið 2020.
  • 4.7 1511022 Önnur mál
    Menningarnefnd - 7 Menningar- og markaðsfulltrúi fór yfir þá árlegu viðburði sem snerta menningarnefndina að beiðni formanns. Bein aðkoma nefndarinnar er að Safnadegi á Snæfellsnesi sumardaginn fyrsta ár hvert, Rökkurdögum í október/nóvember og Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar.

    Vangaveltur eru um rekstrarfyrirkomulag tjaldsvæðis bæjarins og hvort hugsanlega væri hentugra að bjóða reksturinn út.

    Samþykkt að fá forstöðumann íþróttamannvirkja til að kynna reksturinn fyrir nefndinni á næsta fundi.

5.Skólanefnd - 130

Málsnúmer 1511013FVakta málsnúmer

  • Skólanefnd - 130 Lagt til að Sigríður G. Arnardóttir verði formaður nefndarinnar og Guðrún Jóna Jósepsdóttir verði varaformaður.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skólanefnd - 130 Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri, Kristín Alma Sigmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir, fulltrúi foreldraráðs, sátu fundinn undir þessum lið.

    Björg Karlsdóttir fór yfir ýmis atriði er snúa að leikskólanum. Í desember verður barnafjöldi 62 börn og áætlað er að þau verði 69 talsins í apríl 2016 miðað við óbreyttar aðstæður. Jafnframt rætt um breytingar innanhúss, breytingar í starfsmannamálum og fleira.

    ÁEE mætti kl. 17:03.

    Sumarfrí á leikskólanum verður 4. júlí - 10. ágúst 2016.

    Lagt til að leikskólastjóri kanni hug foreldra til lokunar leikskólans milli jóla og nýárs.
  • Skólanefnd - 130 Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri grunnskólans og Anna Rafnsdóttir, fulltrúi foreldra, sátu fundinn undir þessum lið.

    Sigurður Gísli Guðjónsson fór yfir skýrslu sína um málefni grunnskólans. Í skólanum eru 93 nemendur. Í heilsdagsskóla eru 18 nemendur. Kennarar og stjórnendur eru 13 í 12,65 stöðugildum. Annað starfsfólk er 7 talsins í 5,2 stöðugildum.

    Sigurður fór yfir breytingar í starfsmannahaldi og kennsluháttum. Jafnframt kom fram að áætlað er að nemendur í 10. bekk útskrifist með einkunnir gefnar í bókstöfunum A-D á komandi vori.
  • Skólanefnd - 130 Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri tónlistarskólans og Linda María Nielsen, deildarstjóri, sátu fundinn undir þessum lið.

    Sigurður og Linda fóru yfir starfsemi skólans. Starfandi kennarar eru nú fjórir í 3,46 stöðugildum. Aukið samstarf er milli grunn- og tónlistarskóla. Nemendur skólans eru 54, allir í grunnnámi nema einn. Stefnt er að jólatónleikum 14. desember og vortónleikum um miðjan maí.
  • Skólanefnd - 130 Björg Karlsdóttir og Sigurður Gísli Guðjónsson sátu fundinn undir þessum lið. Þau eru bæði fulltrúar í stýrihóp bæjarstjórnar um fimm ára deild leikskólabarna ásamt formanni skólanefndar (SGA).

    Fulltrúar stýrihópsins fór yfir vinnu sína og hugmyndir um stofnun fimm ára deildar leikskólabarna. Stýrihópurinn hefur kynnt sér starfsemi annarra skóla og farið í heimsókn í Lágafellsskóla.

    Stýrihópurinn áætlar að skila af sér tillögum í desember nk.
    Bókun fundar Gerð grein fyrir því að stýrihópur um fimm ára deild leikskólabarna hefur skilað af sér niðurstöðu.

    Til máls tóku ÞS og EG.

    Niðurstaða hópsins lögð fram og kynnt og vísað til bæjarráðs til frekari úrvinnslu.
  • 5.6 1504026 Önnur mál
    Skólanefnd - 130 Önnur mál voru engin.

6.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1509022Vakta málsnúmer

Lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun ársins 2016 ásamt greinargerð. Jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun fyrir árin 2017-2019.

Í rekstraryfirliti fjárhagsáætlunar ársins 2016 kemur fram að heildartekjur sveitarfélagsins eru áætlaðar 945,4 m. kr. Laun eru áætluð 462,1 m. kr., önnur rekstrargjöld 336,8 m. kr. og afskriftir 46,9 m. kr. Rekstrarniðurstaða áætlunarinnar er því jákvæð um 99,6 m.kr. fyrir fjármagnsliði. Fjármagnsgjöld eru áætluð 84,0 m. kr., þannig að þegar tekið hefur verið tillit til þeirra er rekstrarniðurstaða samstæðunnar jákvæð um 15,6 m. kr.

Í sjóðsstreymisyfirliti áætlunarinnar, kemur fram þegar leiðrétt hefur verið fyrir afskriftum og áföllnum en ógreiddum verðbótum og gengismun ásamt öðrum breytingum á skuldbindingum, að veltufé frá rekstri er 115,9 m.kr. Þessi fjárhæð nýtist síðan til afborgana lána og nauðsynlegra fjárfestinga sem brýnt er talið að ráðast í á árinu 2016. Ráðgert er að fjárfestingar nettó verði 72,2 m.kr. og afborganir lána 108,5 m.kr. Tekin verði ný lán að fjárhæð 60 m.kr. Að öllu þessu töldu kemur í ljós að gengið er á handbært fé um 4,8 m. kr. en í upphafi árs er ráðgert að það verði 39,5 m.kr. Handbært fé í árslok ársins 2016 er því áætlað 34,6 m.kr. gangi fjárhagáætlun ársins 2016 fram eins og ráðgert er.

Allir tóku til máls.

Fjárhagsáætlun 2016 og þriggja ára ætlun 2017-2019 samþykkt samhljóða.

7.Málefni Sögumiðstöðvar

Málsnúmer 1511018Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um málefni Sögumiðstöðvar þar sem fjallað er um mótun framtíðar Sögumiðstöðvar og mögulegar breytingar, samstarf við Brönu félagið, rekstur kaffihúss og upplýsingamiðstöðvar.

Allir tóku til máls.

Lagt til að bæjarstjóra sé falið að láta bjóða út rekstur kaffihúss í húsnæði Sögumiðstöðvar. Jafnframt að menningarnefnd sé falið að vinna áfram að útfærslu hugmynda um starfsemi Sögumiðstöðvar.

Samþykkt samhljóða.

8.Beiðni um námsvist í grunnskóla utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1512009Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um námsvist í grunnskóla í sveitarfélagi utan lögheimils nemanda fyrir skólaárið 2015-2016.

Til máls tóku EG, HK, EBB og ÞS.

Bæjarstjórn samþykkir erindið með sex atkvæðum. Einn sat hjá (EBB).

9.Fangelsið Kvíabryggju

Málsnúmer 1512010Vakta málsnúmer

Lagt fram afrit af viðtali við forstjóra Fangelsismálastofnunar, Pál Winkel, þar sem fram kemur að fjárframlög til Fangelsismálastofnunar séu mun minni en óskað hafði verið eftir og hugsanlega þurfi að koma til lokunar á einhverjum fangelsum, þ.á.m. fangelsinu á Kvíabryggju.

Til máls tóku EG, JÓK, HK, ÞS, RG, BP og EBB.

Bókun bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn Grundarfjarðar ítekar óskir sínar um aukin fjárframlög til Fangelsismálastofnunar, svo unnt verði að halda eðlilegum rekstri fangelsa gangandi og viðhalda eignum stofnunarinnar. Ótækt er að loka einu af hagkvæmari fangelsum landsins sem fangelsið Kvíabryggja er. Slík lokun er í andstöðu við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að fækka ekki opinberum störfum á landsbyggðinni.

Samþykkt samhljóða.

10.Starfsmannamál

Málsnúmer 1501074Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Kennararsambandi Íslands þar sem óskað er ítarlegra gagna varðandi Tónlistarskóla Grundarfjarðar.

Jafnframt gerð grein fyrir niðurstöðum skýrslu vegna kvörtunar um einelti, sem unnin var af sálfræðistofunni Líf og sál að beiðni Grundarfjarðarbæjar.

Niðurstöður skýrslunar eru afdráttarlausar á þann veg að ekki var um einelti að ræða af hálfu meintra gerenda í garð meintra þolenda.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að gera málsaðilum grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar og jafnframt frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt samhljóða.

11.Tjaldsvæði Grundarfjarðar, greinargerð

Málsnúmer 1512004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla starfsmanns tjaldsvæðis um starfsemi þess sumarið 2015.

Til máls tóku RG, EBB, HK, JÓK og EG.

Bæjarstjórn þakkar skýrsluhöfundi greinargóða og gagnlega skýrslu.

12.Umsóknir um byggðakvóta 2015-2016

Málsnúmer 1511023Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar umsóknir útgerða um byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2015-2016.

13.Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga

Málsnúmer 1503053Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga frá 02.12.2015, þar sem nefndin tilkynnir að upplýsingar sem gefnar hafa verið um fjármál sveitarfélagsins á yfirstandandi ári séu fullnægjandi.

14.Samband ísl. sveitarfélaga, tíðindi

Málsnúmer 1503019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tíðindi af vettvangi sambandsins frá nóvember 2015.

15.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

ÞS fór yfir mál í vinnslu.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Í lok fundar skrifuðu fundarmenn undir jólakort til allra starfsmanna.

Forseti óskaði fundarmönnum gleðilegra jóla.

Fundi slitið - kl. 19:30.