195. fundur 07. apríl 2016 kl. 16:30 - 19:16 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

Jónas Gestur Jónasson, endurskoðandi og Kristinn Kristófersson, hjá Deloitte, sátu fundinn undir lið 4.

1.Bæjarráð - 482

Málsnúmer 1604002FVakta málsnúmer

  • 1.1 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 482 Lagt fram til kynningar.
  • 1.2 1602002 Ársreikningur 2015
    Bæjarráð - 482 Lagður fram ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2015.
    Bæjarráð samþykkir ársreikninginn með áritun sinni og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 482 Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri, sat fundinn undir þessum lið.

    Farið yfir málefni Leikskólans Sólvalla, fjármál, starfsmannamál og breytingar framundan.
  • Bæjarráð - 482 Lagt fram bréf bæjarins til Fellsskjóls frá 30.03.2016 ásamt lánsloforði Arionbanka til handa Fellaskjóli.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða þessa málsmeðferð.
    Bókun fundar Til máls tóku RG, ÞS og SÞ.
  • Bæjarráð - 482 Lagt fram bréf Fjölbrautaskóla Snæfellinga, varðandi framlengingu samnings um skólaakstur.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða framlengingu samnings.

    Bæjarráð leggur jafnframt áherslu á að farið verði af stað með vinnu við heildarendurskoðun almenningssamgöngumála á Snæfellsnesi.
  • Bæjarráð - 482 Lögð fram umsókn um styrk vegna fjarnáms við leikskólaskor frá Önnu Rafnsdóttur.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur bæjarstjóra að ganga frá endanlegum samningi.
  • Bæjarráð - 482 Lögð fram gögn varðandi möguleg umskipti á gúmmíkurli sparkvallar við grunnskóla. Kostnaður er mismunandi eftir aðferðum eða frá 1,2-4,5 millj. kr.

    Bæjarráð leggur til að skipulags- og byggingafulltrúa verði falið að meta hvaða leiðir séu bestar. Að öðru leyti verði málinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Til máls tóku BGE og EG.
  • Bæjarráð - 482 Lagt fram bréf bæjarins til ASÍ, dags. 15.03.2016, þar sem Grundarfjarðarbær fagnar hugmyndum Alþýðusambandsins um að kanna möguleika á byggingu leiguíbúða á landsbyggðinni.

    Bæjarstjóra falið að vinna áfram að framgangi málsins.
  • Bæjarráð - 482 Lögð fram ýmis gögn frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands sem óskað hefur verið eftir vegna Vatnsveitu Grundarfjarðar og vatnsverndarsvæða. Að mati heilbrigðiseftirlitsins er ástand vatnsveitumála í Grundarfirði gott með tilliti til þeirra atriða sem krafist er að séu í lagi.

    Bæjarráð samþykkir að fá heilbrigðiseftirlitið á staðinn og skoða merkingar og fleira umhverfis svæðið þ.a. umgangur sé lágmarkaður á svæðinu.
  • 1.10 1604018 Framkvæmdir 2016
    Bæjarráð - 482 Lagt fram yfirlit yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu 2016.
    Gerð grein fyrir stöðu einstakra verkefna og rætt um verkáætlun.

    Sérstaklega var tekin fyrir framkvæmd við sundlaugina og lögð fram gögn frá skipulags- og byggingafulltrúa um kostnað við frágang á umhverfi sundlaugarinnar miðað við nokkra valkosti.

    Bæjarráð er sammála því að nauðsynlegt sé að ganga frá yfirborði laugarinnar og samþykkir að verkið verði unnið á grundvelli framlagðra gagna og felur skipulags- og byggingafulltrúa að gera endanlega tillögu um efnisval.

    Jafnframt óskar bæjarráð eftir því að skipulags- og byggingafulltrúi, verkstjóri áhaldahúss og umsjónarmaður fasteigna skili tímasettri verkáætlun fyrir framkvæmdir sumarsins fyrir næsta bæjarráðsfund.

    Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.
  • 1.11 1603011 Umsókn um námsvist
    Bæjarráð - 482 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 482 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 482 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 482 Lagt fram til kynningar.

2.Hafnarstjórn - 9

Málsnúmer 1603003FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn - 9 Lagður fram ársreikningur Hafnarsjóðs Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2015. Farið var yfir ársreikninginn. Samkvæmt reikningnum eru heildartekjur 92,7 m.kr. Laun og rekstrargjöld eru 54,8 m.kr. Rekstrarafkoma fyir fjármagnsliði er því 37,9 m.kr. og að teknu tilliti til fjármagnsgjalda að fjárhæð 1,7 m.kr. er rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs jákvæð um 36,2 m.kr. Handbært fé frá rekstri þegar leiðrétt hefur verið fyrir afskriftum o.fl. er 48.9 m.kr. og þegar tekið hefur verið tillit til fjárfestingar- og fjármögnunarhreyfinga er handbært fé í árslok 25 m.kr.

    Hafnarstjórn samþykkir ársreikning Hafnarsjóðs fyrir árið 2015 og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Til máls tóku ÞS, EG og JÓK.
  • 2.2 1602028 Námur, matsskylda
    Hafnarstjórn - 9 Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 15. mars sl., varðandi fyrirspurn hafnarinnar og Vegagerðarinnar um efnistökumál í tengslum við fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir, en efnistakan er tilkynningarskyld skv. lögum nr. 106/2000.
    Hafnarstjórn samþykkir að óska eftir því við Vegagerðina að hún vinni greinagerð um efnistökuna og fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir til samræmis við 11. gr. reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum nr. 600/2015 eins og Skipulagsstofnun óskar eftir að verði gert.

    Samþykkt samhljóða.
  • Hafnarstjórn - 9 Lagðar fram til kynningar fundargerðir Hafnarsamband Íslands nr. 382 og 383.

3.Skólanefnd - 132

Málsnúmer 1603002FVakta málsnúmer

Til máls tóku EG og RG.
  • Skólanefnd - 132 Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri og Linda María Nielsen, deildarstjóri, sátu fundinn undir þessum lið.

    Sigurður og Linda fóru yfir málefni skólans. Engar starfsmannabreytingar hafa orðið frá því í haust og er nemendafjöldi sá sami, en nýting betri þar sem nokkrir nemendur í hálfu námi fóru í fullt nám.

    Tónleikar verða haldnir 8. maí nk.
  • Skólanefnd - 132 Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri og Unnur Birna Þórhallsdóttir, fulltrúi starfsmanna, sátu fundinn undir þessum lið.

    Sigurður fór yfir breytingar á starfsmannahaldi og jafnframt breytingar sem framundan eru á námsmati nemenda. Hann kynnti einnig innra mat skólans, umbótaáætlun vegna ytra mats, drög að skóladagatali næsta starfsárs og fundargerð skólaráðs.
  • Skólanefnd - 132 Björg Karlsdóttir, skólastjóri, Kristín Alma Sigmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir, fulltrúi foreldraráðs, sátu fundinn undir þessum lið.

    Formaður kynnti gerð starfsáætlunar og -skýrslu sem gefa þarf út árlega að undangengnu áliti foreldraráðs. Björg fór yfir gerð skólanámsskrár og foreldra- og starfsmannahandbóka sem þegar hafa fengið umsögn foreldraráðs.

    Hún ræddi jafnframt um gerð draga að skóladagatali næsta starfsárs. Ennfremur gerði hún grein fyrir miklum veikindaforföllum og álagi af þeim sökum og breytingum á starfsmannahaldi. Rætt um framsetningu upplýsinga til foreldra og mikilvægi þess að heimasíða leikskólans sé uppfærð reglulega. Nemendur leikskólans eru nú 69 talsins, en gert ráð fyrir að það verði 51 nemandi í leikskólanum í haust eftir færslu tveggja elstu árganganna í grunnskólann.
  • Skólanefnd - 132 Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri grunn- og tónlistarskóla og Björg Karlsdóttir, skólastjóri leikskólans, sátu fundinn undir þessum lið.

    Sigurður gerði grein fyrir stöðu breytinga á húsnæði grunnskólans vegna flutnings elsta árgangs leikskólans. Sigurður og Björg fóru yfir tillögu að tilfærsluáætlun. Miðað er við að hefja tilfærslu barna þann 18. apríl nk. en að hefja starfsemi þann 25. apríl nk., með þeim fyrirvara að allur búnaður hafi verið settur upp.
  • Skólanefnd - 132 Lögð fram til kynningar umsókn um námsvist í grunnskóla.
  • Skólanefnd - 132 Lagt fram til kynningar bréf Barnaverndarstofu, dags. 29.02.2016, um PMTO meðferðarmenntun 2016.

4.Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar 2015. Fyrri umræða

Málsnúmer 1602002Vakta málsnúmer

Jónas Gestur Jónasson, endurskoðandi og Kristinn Kristófersson fóru yfir helstu tölur í ársreikningi 2015.

Allir tóku til máls.

Rekstrartekjur samstæðunnar voru 929,2 millj. kr., þar af voru 780,3 millj. kr. vegna A-hluta.

Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var jákvæð upp á 40,2 millj. kr. en rekstarafkoma A hluta var jákvæð um 4,2 millj. kr. Rekstrarniðurstaða er umtalsvert betri en áætlun gerði ráð fyrir.

Framlegðarhlutfall rekstrar af samanteknum ársreikningi var 16,89% en 11,66% af A hluta.

Heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins voru 1.422 millj. kr. og skuldaviðmið 149,11% en var 161,1% árið áður.

Eigið fé sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi er 560,9 millj. kr. í árslok 2015 og eiginfjárhlutfall er 30,46% en var 29,62% árið áður.

Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi var 111,1 millj. kr. og handbært fé í árslok 111,4 millj. kr. en var 44,9 millj. kr. árið áður.

Helstu tölur úr samanteknum ársreikningi í þús. kr.:




Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi Grundarfjarðarbæjar árið 2015 til síðari umræðu.

5.Lántaka 2016

Málsnúmer 1604011Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri óskar heimildar til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 60 millj. kr.

Til máls tóku ÞS, EG og HK.

Samþykkt samhljóða.

6.Jafnréttisáætlun, breyting

Málsnúmer 1601011Vakta málsnúmer

Lögð fram endurbætt jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbæjar.

Til máls tóku ÞS, EG og RG.

Jafnréttisáætlun samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum í samræmi við umræðu á fundinum.

7.Úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Bréf vegna kæru

Málsnúmer 1603013Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Úrskurðarnefnd upplýsingamála, dags. 13.03.2016 vegna synjunar Grundarfjarðarbæjar um aðgang að upplýsingum úr úttekt sem unnin var á síðasta ári af Sálfræðistofunni Líf og sál.

Til máls tóku ÞS, EG, RG, JÓK, HK og EBB.

8.Umsögn um heimagistingu á Mýrum

Málsnúmer 1604013Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi, þar sem óskað er umsagnar um erindi Önnu Júlíu Skúladóttur um rekstur á gististað í flokki I að Mýrum, Grundarfirði.

Til máls tóku HK og EG.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið rekstrarleyfi verði veitt enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.

9.Sorpurðun Vesturlands. Ársreikningur o.fl.

Málsnúmer 1603014Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Sorpurðunar Vesturlands árið 2015.

10.Heilbrigðiseftirlit, bréf til sveitarstjórna á Vesturlandi

Málsnúmer 1603015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands til sveitarstjórna á Vesturlandi, dags. 15.03.2016.

11.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2016

Málsnúmer 1604012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar boð um aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 08.04.2016.

12.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir mál í vinnslu.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:16.