Málsnúmer 1604001FVakta málsnúmer
15.1
1604009
Vinnuskóli og sumarnámskeið 2016
Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 82
Lögð áhersla á mikilvægi þess að fjölbreytni sé ríkjandi á námskeiðunum til að sem flestir fái eitthvað við sitt hæfi.
15.2
1604006
Sjálfsstyrking fyrir ungmenni
Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 82
Stefnt að því að geta haldið sjálfsstyrkingarnámskeið í byrjun næsta skólaárs. Gjarnan mætti halda námskeiðið í samstarfi við skólann svo allir nemendur viðkomandi árganga hafi jafnan möguleika á þátttöku.
15.3
1604008
Ungmennaráð
Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 82
Samþykkt að kynna ungmennaráðið fyrir nemendum 8.-9. bekkjar til að sjá hvort hægt verður að fá nemendur til að bjóða sig fram í ráðið, einn aðalmann og tvo varamenn.
15.4
1604007
Hreystibraut
Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 82
Mikill áhugi hefur verið fyrir uppsetningu hreystibrautar og æfingasvæði í bænum sem gæti hentað fyrir allan aldur. Þríhyrningurinn þykir ákjósanlegur staður fyrir slíka braut.
Menningar- og markaðsfulltrúa falið að athuga með verð á slíkum brautum og möguleika á styrkjum til fjármögnunar.
15.5
1511004
Stefna íþrótta- og æskulýðsnefndar
Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 82
Stefnumörkun Íþrótta- og æskulýðsnefndar fyrir árin 2015-1017 lesin upp og samþykkt.
Kristinn Kristófersson og Marinó Mortensen, frá Deloitte, sátu fundinn undir lið 5.