196. fundur 12. maí 2016 kl. 16:30 - 21:16 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Berghildur Pálmadóttir (BP)
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

Kristinn Kristófersson og Marinó Mortensen, frá Deloitte, sátu fundinn undir lið 5.

1.Bæjarráð - 483

Málsnúmer 1604005FVakta málsnúmer

  • 1.1 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 483 Lagt fram yfirlit um lausafjárstöðu.
  • Bæjarráð - 483 Undir þessum lið voru mættir Gunnar Ragnarsson, bygginga-og skipulagsfulltrúi og Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss. Lagt var fram minnisblað bæjarstjóra varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu 2016. Farið var yfir helstu hugmyndir um framkvæmdir, tímasetningu og kostnaðarhugmyndir.
    Jafnframt voru lögð fram gögn vegna hugmynda um malbiksframkvæmdir ársins 2016. Gunnar og Valgeir fóru yfir þessar hugmyndir og mögulegar útfærslur við framkvæmd malbikunar og gerðu grein fyir hugmyndum sínum um forgangsröðun malbikunarverkefna.
    Lagt var til að kalla eftir endanlegum verðhugmyndum í malbikun á Borgarbraut, botnlöngum við Sæból og nýmalbikun við Fellasneið og verð á sérstöku malbiki fyrir atrennnubraut á íþróttavelli. Miðað verði við að unnt verði að ráðast í þessar framkvæmdir eigi síðar en í júní nk.
    Ennfremur samþykkir bæjarráð að láta mynda fráveitulagnir í Sæbóli,sem nauðsynlegt er að hafa í lagi áður en ráðist verður í malbikunarframkvæmdir þar.
    Málsmeðferð þessi var samþykkt samhljóða.

    Sérstaklega var farið yfir hugmyndir bygginafulltrúa varðandi frágang yfirborðs við sundlaugina, skv. uppdráttum, sem hann lagði fram og kynnti.
    Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að unnið verði eftir fyrirliggjandi hugmyndum byggingafulltrúa að frágangi umhverfis sundlaugina.

    Að öðru leyti var samþykkt að vinna að öðrum framkvæmdum til samræmis við framlögð gögn og umræður á fundinum.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, RG, ÞS, BP, EBB, HK og EG.
  • Bæjarráð - 483 Lögð fram fundargerð 50. stjórnarfundar Jeratúns frá 16. mars sl., ásamt ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2015. Afkoma Jeratúns ehf. er jákvæð um tæpar 25 m.kr.árið 2015.
    Ennfremur lagt fram bréf dags. 8. apríl sl., þar sem óskað er eftir hlutafjáraukningu sveitarfélaganna sem standa að Jeratúni, alls að fjárhæð 8.000.000 kr., þar af er hlutur Grundarfjarðarbæjar 28% eða 2.240.000 kr.
    Bæjarráð samþykkir hlutafjáraukninguna fyrir sitt leyti og vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
  • 1.4 1604035 Starfsmannamál
    Bæjarráð - 483 Farið yfir starfsmannamál, sumarstörf, störf í áhaldahúsi og við Grundarfjarðarhöfn.
    Lagt til að auglýsa eftir starfsmanni í fullt stöðugildi, sem getur nýst til starfa bæði hjá Grundarfjarðarhöfn og áhaldahúsi.
    Samþykkt samhljóða að auglýsa eftir slíkum starfskrafti.
  • 1.5 1604034 Eldor, tilboð
    Bæjarráð - 483 Lagt fram tilboð frá Eldor um gerð slökkviáætlana fyrir 13 byggingar til samræmis við brunavarnaráætlun slökkviliðs Grundarfjarðar, sem samþykkt var á síðasta ári.
    Tilboðið hljóðar upp á liðlega 1.140 þús.kr.
    Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að gengið verði til samninga við fyirtækið á grundvelli fyirliggjandi tilboðs.
  • Bæjarráð - 483 Lagt fram yfirlit unnið af bæjarstjóra er sýnir hugmyndir að fyrirkomulagi samnings milli Grundarfjarðarbæjar og rekstraraðila kaffihúss í Sögumiðstöðinni.
    Jafnframt lögð fram drög að samningi milli bæjarins og fyrirtækisins Svansskála, varðandi rekstur kaffihússins. Gerð var grein fyrir fyrirliggjandi gögnum og viðræðum, sem átt hafa sér stað við nýja rekstraraðila, fulltrúa félagasamtaka og annarra sem málið varðar.

    Bæjarráð mælir með að gengið verði frá samningi við nýjan rekstraraðila á grundvelli fyrirliggjandi gagna.
    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 483 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 483 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 483 Lagt fram til kynningar.

2.Skipulags- og umhverfisnefnd - 166

Málsnúmer 1604004FVakta málsnúmer

  • Tvær fyrirspurnir hafa borist frá hönnuðinum að Fellsneið 22. Breyta innkeyrslu á lóð í stað þess hafa hana hægra megin að fá leyfi til færa hana til vintri og einnig að fara með bílskúr 1 meter til vesturs út fyrir byggingarreit. Með fyrispurninni fylgir teikning og mæliblað. Skipulags- og umhverfisnefnd - 166 Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu. En leggur til að Skipulags- og byggingarfulltrúi láti fara fram Grenndarkynningu samkvæmt 44.gr. skipulags- og byggingarlaga nr.123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Fellasneið 20, 24, 26 og 28.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 166 Skipulags-og umhverfisnefnd felur skipulags-og byggingarfulltrúa að taka saman lausar lóðir í Grundarfjarðarbæ og leggur nefndin til við bæjarstjórn að auglýsa þær síðar með afslætti á lóðargjöldum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 166 Skipulags-og umhverfisnefnd felur skipulags-og byggingarfulltrúa að athuga hver staða sé á stöðu mála vegna fasteigna við Fellasneið nr. 19-21, Grundargötu 20 og annara eigna í eigu Íbúðalánasjóðs
  • 2.4 1604027 Innri-Látravík
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 166 Skipulags-og umhverfisnefnd felur skipulags-og byggingarfulltrúa að skoða framkvæmdir í Innri-Látravík.
  • Baldur Orri Rafnsson, kt.110479-4259 sækir um fyrir hönd Bongó slf, kt.531011-1120 um endurnýjun á stöðuleyfi pylsuvagns á lóðinni sem er á gatnamótum Grundargötu/Hrannarstígs. Með umsókninni fylgir skissa sem sýnir staðsetningu.
    Einnig er sótt um afslátt af gjaldi fyrir stöðuleyfi þar sem stöðuleyfið nær einungis til þriggja mánaða.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 166 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og leggur til að stöðuleyfi verði gefið út samkvæmt gr.2.6.1. í byggingarreglugerð nr.112/2012.
    Varðandi afslátt á stöðuleyfi vísar skipulags-og umhverfisnefnd erindinu til bæjarráðs/bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Til máls tóku RG og EG.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar um veitingu stöðuleyfis, sem yrði skv. gildandi gjaldskrá.
  • Aðalskipulag
    Vinna áfram með þá vinnu á endurskoðun aðalskipulags sem hófst í kjölfar fundarins sem haldin var með Alta 15. mars sl. um endurskoðun aðalskipulagsins.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 166 Farið yfir fyrirspurnir frá Alta.
  • Skotfélagið Skotgrund leggur inn til kynningar ófullgerðar teikningar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við byggingu á nýju húsnæði fyrir skotæfingar í Hrafnkelsstaðabotni í Kolgrafafirði. Skipulags- og umhverfisnefnd - 166 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í áform Skotfélagsins og þakkar fyrir greinargóða kynningu á væntanlegri framkvæmd.
    Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að láta vinna deiliskipulag af svæðinu sem skotfélagið hefur til umráða.

3.Skipulags- og umhverfisnefnd - 167

Málsnúmer 1605001FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 167 Skipulags-og umhverfisnefnd fór yfir lausar lóðir í Grundarfirði. Nefndin leggur til að lóðirnar við Hrannarstíg 22-24-26 verði ekki auglýstar til umsóknar. Lóðin við Fellasneið 3 verði felld út og lóðir nr. 5-7 aðlagaðar því til samræmis. Nefndin leggur til að aðrar lausar lóðir verði auglýstar til úthlutunar með afslætti. Bókun fundar Til máls tóku RG, ÞS og EG.

    Lagt til að vísa málinu til frekari útfærslu í bæjarráði.

    Samþykkt samhljóða.
  • Marvin Ívarsson, kt.176573-4399 sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Skotfélgsins Skotgrundar til að byggja húsnæði vegna æfingaraðstöðu samkv. uppdráttum frá Marvini Ívarssyni, dags. 23.04.2016. Skipulags- og umhverfisnefnd - 167 Skipulags-og umhverfisnefnd leggur til að unnið verði að deliskipulagi fyrir æfingarsvæði Skotgrundar að Hrafnkelsstaðarbotni.
    Að sinni verður að fresta samþykki um byggingarleyfi og athuga þarf nánar staðsetningu skothúss við árfarveg Hrafnár.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar varðandi deiliskipulag.
  • Marvin Ívarsson, kt.176573-4399 sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Ólafs Inga Jónssonar til að byggja 3 smáhýsi samkv. uppdráttum frá Marvini Ívarssyni, dags. 28.04.2016. Skipulags- og umhverfisnefnd - 167 Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsog byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Til máls tóku EBB og EG.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Jónas B. Árnason, kt.050774-5389 og Kristín Ýr Pálmadóttir, kt.260274-3259 sækja um byggingarleyfi til að byggja einbýlishús samkv. uppdráttum frá Jóni Grétari Ólafssyni, dags. 01.05.2016. Skipulags- og umhverfisnefnd - 167 Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsog byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Svanur Tómasson, kt.040466-5259 sækir um breytingu á deiliskipulagi samkv. uppdráttum frá Teiknistofuni Eik ehf. dags 15.04.2016 Skipulags- og umhverfisnefnd - 167 Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir erindið og vísar erindinu til bæjarstjórnar. Bókun fundar EG vék af fundi og RG tók við stjórn fundarins.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

    EG tók aftur við stjórn fundarins.

4.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 82

Málsnúmer 1604001FVakta málsnúmer

Til máls tóku RG og EG.
  • 4.1 1604009 Vinnuskóli og sumarnámskeið 2016
    RDB kynnti hvað gert hefur verið undanfarin ár í tengslum við vinnuskóla og sumarnámskeið. Farið yfir hugmyndir fyrir sumarið. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 82 Lögð áhersla á mikilvægi þess að fjölbreytni sé ríkjandi á námskeiðunum til að sem flestir fái eitthvað við sitt hæfi.
  • 4.2 1604006 Sjálfsstyrking fyrir ungmenni
    Áhugi er fyrir því að haldin verði sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir unglinga. Ræddar ýmsar hugmyndir og tillögur að námskeiðahaldi og hvort mögulegt sé að fá styrki fyrir slíku. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 82 Stefnt að því að geta haldið sjálfsstyrkingarnámskeið í byrjun næsta skólaárs. Gjarnan mætti halda námskeiðið í samstarfi við skólann svo allir nemendur viðkomandi árganga hafi jafnan möguleika á þátttöku.
  • 4.3 1604008 Ungmennaráð
    Ungmennaráð var sett saman árið 2015 og var nokkuð virkt það ár. Nú er hluti ráðsins fluttir úr Grundarfirði og því mikilvægt að finna nýtt fólk. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 82 Samþykkt að kynna ungmennaráðið fyrir nemendum 8.-9. bekkjar til að sjá hvort hægt verður að fá nemendur til að bjóða sig fram í ráðið, einn aðalmann og tvo varamenn.
  • 4.4 1604007 Hreystibraut
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 82 Mikill áhugi hefur verið fyrir uppsetningu hreystibrautar og æfingasvæði í bænum sem gæti hentað fyrir allan aldur. Þríhyrningurinn þykir ákjósanlegur staður fyrir slíka braut.

    Menningar- og markaðsfulltrúa falið að athuga með verð á slíkum brautum og möguleika á styrkjum til fjármögnunar.
  • 4.5 1511004 Stefna íþrótta- og æskulýðsnefndar
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 82 Stefnumörkun Íþrótta- og æskulýðsnefndar fyrir árin 2015-1017 lesin upp og samþykkt.

5.Ársreikningur 2015. Síðari umræða

Málsnúmer 1602002Vakta málsnúmer

Kristinn Kristófersson og Marinó Mortenssen sátu fundinn undir þessum lið og kynntu ársreikning ársins 2015, endurskoðunarskýrslu og samanburð á ársreikningum sveitarfélaga á Snæfellsnesi fyrir árið 2015.

Allir tóku til máls.

Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2015 samþykktur samhljóða og undirritaður.

6.Rekstrarleyfi, Kaffi Emil, umsögn

Málsnúmer 1605017Vakta málsnúmer

EG vék af fundi og RG tók við stjórn fundarins.

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi, þar sem óskað er umsagnar vegna veitingastaðar í flokki II að Grundargötu 35, Grundarfirði.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða.

EG tók aftur við stjórn fundarins.

7.Rekstrarleyfi, Lárperla, umsögn

Málsnúmer 1604033Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi, þar sem óskað er umsagnar um gististað í flokki II að Grundargötu 78, Grundarfirði.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.

Bæjarstjórn vill þó benda á að æskilegt sé að samþykki nágranna liggi fyrir.

Samþykkt samhljóða.

8.Fasteigna-og skipasalan, forkaupsréttur

Málsnúmer 1605016Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölunni, þar sem spurst er fyrir um það hvort Grundarfjarðarbær hyggist nýta sér forkaupsréttarákvæði vegna sölu á vélbátnum Björg B SH.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að nýta sér ekki forkaupsrétt á bátnum.

9.SSV. málefni fatlaðra

Málsnúmer 1605015Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi SSV varðandi þriggja manna starfshóp sem ákveðið hefur verið að stofna til þess að ræða framtíð á samstarfi sveitarfélaga á Vesturlandi um málefni fatlaðra. Tilnefna þarf einn fulltrúa frá Snæfellsnesi.

Til máls tóku ÞS og EG.

Lagt til að Sveinn Elinbergsson verði fulltrúi Snæfellinga í starfshópnum.

Samþykkt samhljóða.

10.Kaffihús í Sögumiðstöð

Málsnúmer 1601016Vakta málsnúmer

EG vék af fundi og RG tók við stjórn fundarins.

Lagður fram samningur milli Svansskála og Grundarfjarðarbæjar, varðandi rekstur á kaffihúsi í Sögumiðstöðinni að Grundargötu 35.

Samningurinn samþykktur samhljóða.

EG tók aftur við stjórn fundarins.

11.N4 ehf, samningur

Málsnúmer 1605019Vakta málsnúmer

Lögð fram samningsdrög milli N4 ehf og Grundarfjarðarbæjar, varðandi þáttagerð á Vesturlandi.

Til máls tóku ÞS og EG.

Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við N4 ehf.

12.Utankjörstaðaafgreiðsla 2016

Málsnúmer 1605021Vakta málsnúmer

Lögð fram viljayfirlýsing milli Sambands ísl. sveitarfélaga og fulltrúa sýslumanna á Íslandi, m.a. varðandi hvernig bæta megi aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Sérstaklega eru nefndar komandi forsetakosningar.

Til máls tóku ÞS, RG, HK og EG.

Lögð fram tillaga að eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn Grundarfjarðar mótmælir harðlega að ekki sé í boði utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Grundarfirði vegna komandi forsetakosninga. Slíkt ætti að vera sjálfsögð þjónusta við íbúa Grundarfjarðar.

Bæjarstjóra falið að koma mótmælum bæjarstjórnar á framfæri við innanríkisráðuneytið og Sýslumanninn á Vesturlandi þar sem farið er fram á að slíkri aðstöðu verið komið upp án tafar.

Samþykkt samhljóða.

13.Markviss, þarfagreining apríl 2016

Málsnúmer 1605014Vakta málsnúmer

Lögð fram lokaskýrsla Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands vegna Markviss þarfagreiningar á fræðslu fyrir starfsmenn Grundarfjarðarbæjar.

Í skýrslunni eru settar fram tillögur að fræðsluáætlunum fyrir leikskólann, grunnskóla- og tónlistarskóla, auk bæjarskrifstofu og annarra starfsstöðva bæjarins.

14.Öldungaráð, fundargerð 19.04.16

Málsnúmer 1605018Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð Öldungaráðs Grundarfjarðar frá 19.04.2016. Í fundargerðinni er bent á nokkur atriði sem betur mega fara og einnig velt upp nokkrum hugmyndum varðandi húsnæði o.fl. fyrir starfsemi eldri borgara.

Til máls tóku HK, EG, EBB og ÞS.

Bæjarstjórn vísar fundargerðinni til nánari umfjöllunar í bæjarráði og mælist til þess að umsjónarmenn Samkomuhúss Grundarfjarðar verði boðaðir á næsta fund bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

15.Kjörskrá 2016

Málsnúmer 1605012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Þjóðskrá Íslands dags. 09.05.2016, þar sem greint er frá því að laugardagurinn 4. júní nk. sé viðmiðunardagur kjörskrár vegna forsetakosninganna sem fara fram þann 25. júní nk.

16.Samband ísl.sveitaf. - 838 fundur stjórnar sambandsins

Málsnúmer 1605011Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 838. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 29.04.2016.

17.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir mál í vinnslu.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 21:16.