91. fundur 28. ágúst 2019 kl. 16:00 - 20:42 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE) formaður
  • Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir (RDB)
  • Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir (IEB)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund, gengið var til dagskrár.

1.Sumarnámskeið fyrir börn 2019

Málsnúmer 1902015Vakta málsnúmer

Gréta Sigurðardóttir var gestur fundarins undir þessum lið, en hún var umsjónarmaður sumarnámskeiða í sumar.

Fyrir fundinum lá greinargerð umsjónarmanns sumarnámskeiða, þar sem gefið er yfirlit yfir starf sumarsins, auk þess sem settar eru fram hugleiðingar um það sem læra má af reynslunni og nota við skipulagningu næsta sumars.
Rætt var um reynsluna af sumarnámskeiðum 2019.
Almenn ánægja virðist hafa verið með sumarnámskeiðin og góð aðsókn.
Að beiðni bæjarstjóra tók Gréta ennfremur saman yfirlit með upplýsingum um námskeið annarra sveitarfélaga og samanburð, sem nefndin mun fara yfir síðar.
Grétu var þakkað fyrir gott og metnaðarfullt starf og góða greinargerð sem nefndin mun styðjast við. Nefndin vill ennfremur þakka aðstoðarmanni á námskeiðunum og öllum samstarfsaðilum fyrir þeirra framlag.

2.Vinnuskóli 2019

Málsnúmer 1903011Vakta málsnúmer

Helga Sjöfn Ólafsdóttir var gestur fundarins undir þessum lið, en hún var umsjónarmaður vinnuskólans í sumar.

Fyrir fundinum lá greinargerð umsjónarmanns vinnuskóla, þar sem gefið er yfirlit yfir starf sumarsins og helstu verkefni, auk þess sem settar eru fram hugleiðingar um það sem læra má af reynslunni og nota við skipulagningu næsta sumars.
Rætt var um reynsluna af vinnuskóla bæjarins 2019 og Helga sýndi glærur frá vinnu sumarsins.
Helgu var þakkað fyrir gott og metnaðarfullt starf og góða greinargerð sem nefndin mun styðjast við.

3.Heilsuefling fyrir eldri borgara

Málsnúmer 1803012Vakta málsnúmer

Rætt um undirbúning að heilsueflingu 60 á komandi vetri. Verkefnið er samstarf Félags eldri borgara og Grundarfjarðarbæjar. Björg sagði frá undirbúningi starfsins sem fer fljótlega af stað. Í boði verða 4 tímar í viku í íþróttahúsi og líkamsrækt.
Nefndin þakkar Félagi eldri borgara fyrir metnaðarfullt starf. Styrktaraðilum og öðrum sem að koma er sömuleiðis þakkað fyrir sitt framlag.


4.Þríhyrningur - hugmyndir, hönnun, endurbætur

Málsnúmer 1908016Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í júní sl. tillögu íþrótta- og æskulýðsnefndar um að á komandi vetri fari fram undirbúningur fyrir frekari uppbyggingu í Þríhyrningi. Bæjarstjórn fól íþrótta- og æskulýðsnefnd að leggja fram hugmynd um hvernig mætti útfæra nánar þá vinnu.

Rætt var um hvaða þörfum Þríhyrningur ætti að þjóna, sem opið svæði. Stikkorð þeirrar umræðu voru: fræðsla, útivera, fjölskyldusamvera, hreyfing. Áherslur er að finna í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi, auk þess sem nefndin telur mikilvægt að hafa til hliðsjónar eldri hugmyndavinnu tengda Þríhyrningi.

Rætt var hvernig ætti að nálgast hugmyndavinnu og útfærslu á uppbyggingu til framtíðar. Nefndin mun móta það frekar, en samþykkti að bjóða bæjarbúum í óformlegt spjall til að kalla fram hugmyndir og samtal um þetta. Nefndin mun auglýsa það síðar. Spjallið væri hluti af vinnu nefndarinnar við undirbúning og tillögugerð í samræmi við ósk bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

5.Markmið og verkefni íþrótta- og æskulýðsnefndar

Málsnúmer 1810008Vakta málsnúmer

Rætt um áherslur og verkefni á sviði nefndarinnar. Rætt um starf félagsmiðstöðvarinnar á komandi vetri.
Björg sagði frá vinnu sem er hafin við stefnumótun bæjarins og fundum sem haldnir verða í tengslum við það.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd mun taka þátt í þeirri vinnu, en hefur jafnframt á dagskrá að ræða við forsvarsfólk í íþróttafélögum í vetur.


Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert.

Fundi slitið - kl. 20:42.